Lögberg - 14.04.1938, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 14. APRIL, 1938
Hogíjerg
QefiO út hvern fimtudag af
IHE COLVMBIA PRESS LIMITED
69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáakrift ritstjórana:
EDITOR LÖGBERG, «95 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
VerO »3.00 urn áriO — Borgist fyrirtram
The "Lögberg” is printed and published by The
Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Avenue,
Wlnnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Hin fallandi vé
Með svikunum við Þjóðbapdalagið og
það annað, er í kjölfar þeirra siglir, verður
ekki annað hreinskilnislega sagt, en lýðræðis-
hugsjónir mannkynsins séu hin fallandi vé;
svo sýnist helstefna ofbeldis og kúgunar hafa
náð sér niðri upp á síðkastið, að ekki er fyrir-
sjáanlegt hvert lendir nema því aðeins, að
þær þjóðir, smáar sem stórar, er enn búa við
lýðræði, skipi sér í samfelda breiðfylking til
barnar persónulegum mannréttindum og
frelsi. Stórblaðið Manchester Guardian, gerði
viðhorf heimsmálanna nýverið að alvarlegu
umtalsefni, þar sem Mr. Chamberlain fær
meðal annars eftirminnilega ofanígjöf fyrir
samningabrallið við einvaldsherra Norður-
álfunnar, þá Mussolini og Hitler; er þar
jafnframt vikið að þeim örlögum, er Austur-
ríki fyrir skemstu sætti, og á það bent um
leið, að auðveldlega geti ávo farið, að hlið-
stæð örlög bíði á næstunni forsætisráðherra
Breta og Frakka þeim, er síðasti ríkiskanzlari
Austurríkis varð að hlíta. Mr. Eden var með
öllu ófáanlegur til þess að semja við Mussolini
og taldi honum ekki treystandi vegna Ethi-
ópíu- og Spánarmálanna; af þeirri ástæðu
varð hann að láta af forustu utanríkismál-
anna. Alr. Chamberlain var á hinn bóginn
óður og uppvægur til samninga við hinn
ítalska einvaldsherra, og bætir svo gráu ofan (
á svart með því að lýsa yfir því, að hann
ætli sér á fundi Þjóðbandalagsins, sem ákveð-
ið er að lief jist þann 9. maí næstkomandi, að
knýja fram formlega viðurkenningu á inn-
limun Ethiópíu í hið ítalska veldi. Gamalt
íslenzkt málta^ki hljóðar eitthvað á þessa
leið : “Gefirðu djöflinum litla fingurinn, þá
tekur liann alla liendina.” Tilslakanir við
einveldisherrana hafa venjulegast einn og
sama endi; veiklun lýðræðisins og hrun. Eins
og nú horfir við, má nokkurnveginn víst telja,
að árásarherinn á Spáni sé í þann veginn að
vinna úrslitasigur fyrir atbeina þeirra
Mussolinis og Hitlers; einkum þó hins fyr-
nefnda; og með þetta alt ljóslifandi fyrir
augum, og það alveg í sömu andránni, telur
Mr. Chamberlain það hreint og beint sálu-
hjálparatriði, að ná ímynduðu vináttusam-
bandi við Mussolini, ofan í alt, sem á undan
var gengið. Hver hefði trúað þessu fyrir
þremur mánuðum eða svo?,
Af öllu illu og hraksmánarlegu í meðferð
heimsmálanna á síðari árum, taka svikin við
Þjóðbandalagið og afstaðan fil Spánarstríðs-
ins öllu öðru fram.
Vítt um heim eru hugir manna eins og
opið sár gagnvart hjaðningavígunum og and-
stygðinni á Spáni, og fer það að vonum, því
bróður blæðir við bróðtir und. Heima á Is-
Jandi hefir margt verið ritað og ort um Spán-
arvígin. Guðmundur Friðjónsson orti ný-
verið ágætt kvæði um þessi mál, og í nýkom-
inni “Dvöl” að heiman, birtist verulegt
kraftakvæði etfir Pétur Benteinsson frá
Grafardal, er kemur djúpt við kaun; stend-
ur í því meðal annars þetta erindi, sem er á-
takanlegt vegna þeirrar sönnu hrikamyndar,
er það bregður upp:
“Á Spáni suður drepur vinur vin,
þar veitist engum fró af næturgriðum.
Þar dimmir sýn við dagsins fyrsta skin.
En djöflar stjórna kirkju og helgisiðum.
Þar spjallast mey við fyrsta ástafund,
Þar “fúnar snauðra gjald í ríkra sjóði.”
Þar finna hverskyns afbro't óskastund.
Hin æðsta dygð er fórn af mannablóði. ’ ’
1 þessu er dráttlist Fasismans fólgin;
þetta eru myndirnar hans; slíkar hrygðar-
myndir eiga ekki griðland hjá lýðfrjálsum
þjóðum. Er ekki tími til þess kominn, að
rísa af dvala og koma til liðs við hin fallandi
vé lýðræðisins, áður en það er um seinan?
Um Islendinga veálanhafs
Landið og þjóðin, sem byggir landið, eru
venjulega tvö hugtök nátengd hvort öðru-
Það eru því sennilega nokkuð margir, sem
minnast þess ekki að jafnaði, að Islendingar
búi svo neinu nemi annarsstaðar en á Islandi.
Þó mun óhætt að fullyrða, að einn fjórði ís-
lenzku þjóðarinnar eigi heima erlendis.
Langflestlr þeirra eru í Vesturheimi. Af
þeim, sem vestra búa, er aftur meginhlutinn
í Canada.
Skömmu eftir miðja 19. öld tóku menn
að flytjá búferlum frá Islandi til Ameríku.
Voru það í fyrstu örfáir menn, en eftir 1870
byrjaði straumurinn vestur fyrir alvöru og
stóð óslitinn fram yfir aldamót. Þá dró
nokkuð úr, en allmargir fluttust þó vestur
síðasta áratug fyrir heimsstyrjöldina. En
þá lokaði hún leiðum vestur um haf.
Meginorsakir þessa mikla útstraums
voru: annarsvegar óánægja manna á meðal
með hagi sína, en hinsvegar vonleysið á fram-
tíð þessa lands. Deilan við Dani um sjálfs-
forræði þjóðarinnar átti sinn þátt í þessu. Á
þessu tímabili var erfitt árferði hér á landi,
og litlir möguleikar til bjargar — enn sem
komið var. Aftur á móti var mikið látið af
frelsi, landskosium og gæðum vestanhafs.
Enda verður varla annað sagt með sanni,
en að skilningur manna á högum þeirra, sem
minna máttu sín efnlega í þjóðfélaginu, hafi
verið harla lítill. Þeir voru ekki lattir vest-
urfarar, ef þeir áttu stóran barnahóp, en lítil
efni og rýrt bú. Fólkinu var ekki ósjaldan
smalað eins og búfé vestflr um haf.
Enginn veit með vissu, hversu margir Is-
lendingar hafa flutt vestur. Dr. Rögnvaldur
Pétursson telur í Tímariti Þjóðræknisfélags-
ins árið 1932, að tala Islendinga, sem til
Kanada hafa fluzt á tímabilinu frá 1872—
1920, nemi fullum 20 þúsundum. Dr. Rögn-
valdur Pétursson gizkar ennfremur á, að eftir
þeim upplýsingum, sem hægt hefir verið að
afla, rnegi telja 37 þúsundir Islendinga þar í
landi við árslok 1931.
Auk þess búa nokkrir Islendingar í
Bandaríkjunum, og mun því varla ofmælt,
þótt sagt sé, að um 45 þúsundir menn séu bú-
settir vestanhafs, íslenzkir eða af íslenzku
bergi brotnir.
Þetta íslenzka þjóðarbrot er stórt — og
framtíðarmöguleikar þess mikljr. Það er
nokkuð á okkar valdi hvort draumurinn um
íslenzka heimaþjóð rætist,- Það er undir því
komið, hvort Island er sér meðvitandi um
skyldur sínar sem miðstöð íslenzku þjóðar-
innar úti um heim. Ekki aðeins ‘til þess að
taka við þeim gjöfum, og sæmdum, sem Is-
lendingar vestra hafa rétt því, heldur líka sem
aflstöð, er sendi lífgandi afl sitt út til sinna
fjarlægu þegna, út til allra manna með ís-
lenzku blóði.
Bregðist Island ekki þessari skyldu, þá
rætist draumur íslendinga í Vesturheimi um
íslenzka heimsþjóð. Þjóð, sem viðheldur
tungu sinni og menningu, fjarri föðurlandi
sínu — heldur þjóðerni sínu um allar ókomn-
ar aldir, eins og t. d. Gyðingar, Grikkir og
fleiri merkisþjóðir hafa gert.
Islendingar vestan hafs tala hreint og
fagurt mál, þeir, sem annars tala íslenzku.
Þeir eru að vísu færri nú en fyrir 30 árum
síðan. Eh þeir leggja þeim mun meiri á-
herzlu á það, að tala tungu feðra sinna hreina
og óbjagaða. Þetta fólk er hreykið af því að
vera Islendingar, og ekki fyrir nokkurn mun
vill það við annað þjóðerni kannast.
Ást þess til fslands, íslenzkrar menning-
ar og ails þess, sem íslenzkt er, er bæði einlæg
og sterk.
Blöð Islendinga í Vesturheimi taka langt
fram blöðum hinna norrænu þjóðanna og þó
eru þeir þar fámennastir.
Þessi blaðakostur Vestur-Islendinga hef-
ir verið eitt hið öflugasta vopn þeirra í þjóð-
baráttunni. Öflugustu félög þeirra eru
kirkjufélögin — og svq Þjóðræknisfélagið,
sem dr. Rögnvaldur Pótursson gekst fyrir að
stofnað yrði. Þeir gefa út tímarit, stórt og
vandað, sem kemur út einu sinni á ári, í
febrúarmánuði. Það rit ætti að vera miklu
þektara og víðlesnara, en það er hér á landi.
Því auk þess, sem tímaritið flytur mikinn og
víðtækan fróðleik, flytur það einnig sögur og
kvæði eftir ýmsa höfunda vestra — og einnig
héðan að heiman. Tímaritið gefur okkur
mjög nána þekkingu á löndum okkar vestra, á
störfum þeirra og baráttu, og er ritað á mjög
hreinu máli.
Halda Islendingar vestra áfram að vera
Islendingar, ef þeir týna tungu sinni að ein-
hverju eða öllu leyti? En þar sem skólarnir
eru enskir og enska lögboðin í þeim öllum, er
eins og allir sjá, erfiðleikum bundið, að varð-
veita sitt móðurmál. Að vísu eiga Islend-
ingar kost á því, að börnum þeirra sé kend
islemíka í miðskójLum í Manitoba. En sú
undanþága kemur sennilega einum manns-
aldri of seint. Islenzk tunga heyjir nú bar-
áttu fyrir tilveru sinni í Vesturheimi.
Sú barátta stendur nú höllum fæti. Þeim
fækkar óður, er lesa íslenzka tungu vestan-
hafs. Séum við Islendingar til sem þjóð, þá
er þessi barátta mikilsvarðandi fyrir okkur
í komandi framtíð. Er ekki hæbt við, að þjóð-
ernið glatist, ef tungan gleymistf Er ekki
tunga undirrót þjóðernisins, og ætið
sterkasti þátturinn í því, að halda
þjóðinni sameinaðri?
Á þessi IhJuti þjóðarinnar, sem
fluttist vestur um haf, að hverfa í
gleymskunnar djúp, týna móður-
málinu og glata þjóðerninu, bland-
ast öðrum þjóðflokkum?
Vestur-Islendingar hafa, enn sem
komið er, haldið uppi drengilegri
vörn fyrir þjóðerni sínu. Og það er
engin hætta á, að þeir haldi því ekki
áfram í nánini framtíð. En tóm-
læti og afskiftaleysi íslendinga hér
heima er sízt til þess, að glæða
vonir þeirra á sigurvænleg úrslit, eða
til þess að hvetja þá í þessari bar-
áttu.
Þetta þarf að breytast — og er
nú þegar að færast í þá átt. Austur-
og Vestur-íslendingar hafa meiri
samvinnu nú en áður. Enda ber
íslendingum hér heima að styðja
hvert framfaramál Vestur-Islend-
inga. Hvert það mál, sem miðar að
því, að auka samvinnuna og tryggja
böndin á milli.
Þð er nú komið svo, að íslend-
ingar vestra eiga érfitt með að gefa
út rit höfunda sinna, sökum þess,
hve islenzkan er lítið lesin rneðal
yngra fólksins. En það ætti að vera
okkur fagnaðarefni, að enn tala þeir
og skrifa og yrkja á íslenzka tungu.
Vestur-Islendingar hafa átt og eiga
engu síður en við hér heima, af-
burða menn á því sviði. Menn, sem
vart munu gleymast, meðan íslenzk
tunga er töluð. Menn, sem sjálfir
hafa reist sér ógleymanlegan minn-
isvarða með verkum sínum.
Nú um þessar mundir er verið að
gefa út rit Stefáns G. Stefánssonar,1
rit Vilhjálms Stefánssonar eru einn-1
ig að koma út — og auk þeirra
manna, sem góðkunnir eru hér heima 1
af skáldskap sínum, eru menn eins
og t. d. Jóhann Magnús Bjarnason, J
Guttormur J. Guttormsson, Þor-
steinn Þ. Þorsteinsson, Jatíobina
Johnson, Johannes P. Pálsson o. fl.
Og1 nú er komin út bók eftir
vestur-íslenzku skáldkonuna Guð-
rúnu H. Finnsdóttur. Hún er bú-
sett í Winnipeg og gift Gísla John-
son prentsmiðjustjóra.
Frú Guðrún er fædd og uppalin á
Geirólfsstöðum í Skriðdal í Suður-
Múlasýslu. Vestur um haf fluttist
hún 1904.
Árið 1927 komu þau hjónin heim
til íslands og dvöldu þá hjá ættfólki
sínu á Austurlandi.
Frú Guðrún er mjög þekt vestra
af störfum sínúm í ýmsum fél.
Vestur-íslendinga, þar sem hún
þykir æðtíð óvenjugóður liðsmaður,
að hverju, sem hún snýr sér. Hún
• er vinsæl og hafa smásögur hennar,
sem birzt Jiafa í ýmsum blöðum og
tímaritum Vestur-Islendinga, hlotið
miklar vinsældir.
Þessi bók frú Guðrúnar er safn
af smásögum, 14 að tölu. Bókin er
um 224 blaðsíður í stóru broti. Það
væri ánægjulegt, ef þessi bók frú
Guðrúnar H. Finnsdóttur fengi
verðugar viðtökur hér heima og
yrði víðlesin. Hún er vél þess virði
og meira en það. Yrkisefni þau, er
frúin tekur til meðferðar, eru is-
lenzk og úr íslenzku þjöðlífi. Þess
vegna á þessi bók sérstaklega erindi
til okkar hér heima, og ætti að verða
okkur kærkomin, eingum þó kven-
þjóðinni. Það eru ekki mjög marg-
ar konur, sem' skrifa á íslenzka
tungu, svo neinu nemi. Þess vegna
er það sérstaklega okkar skylda, að
leggja hverri íslenzkri konu lið,
sem fram kemur á sviði bókment-
anna, hvort sem hún er heima hér
eða vestan hafs, eða hvar í veröld-
inni sem er, ef hún aðeins er ís-
lenzk.
Sögur frú Guðrúnar H. Finns-
dóttur eru ramm islenzkar. Og þær
sýna fyrst og fremst tvent, það, hve
íslenzkan er dásamlega vel lagað mál
fyrir ljóð og sögur og skýra hugs-
un, og svo hitt, hve íslendingseðlið
er rótgróið og bundið átthögum og
ættjörð. Enda skilst mér einhvern-
veginn af þeirri kynningu, sem eg
hefi af Vestur-Islendingum, að þeir
lifi þar sumir hverjir í framandi
landi. Landi, sem ekki er samstætt
uppruna þeirra, eðli og hugsun.
Heimalandið er þeim lika horfið, er
þeir flytja vestur, nema í minning-
unum. Með öðrum orðum: Þeir
eiga eiginlega ekkert föðurland
framar, og þó eru þeir allra Islend-
inga þjóðræknastir. Börnum sín-
um kenna þeir að elska land sitt og
þjóð, svo að ísland verður þeim
mörgum hverjum það draumaland,
sem þeir muna bezt af sögnum eldra
fólksins og unna heitast, þótt þeir
margir hverjir fái það aldrei augum
litið.
Söngvar þeirra og sögur eru
þrungnar hrifningu, söknuði og þrá
til f jallaeyjunnar. Það eru sömu
strengirnir, sem bærast þeim í
brjósti — er þeir hugsa heim. — og
Gunnari á Hlíðarenda, er harin leit
yfir hliðina fögru og sneri aftur.
Ástin og hrifningin á ættjörðinni er
enn þann dag í dag öllu öðru yfir-
sterkari í huga hvrs góðs íslendings.
Þeir strengir óma í kvæðum
Stefáns G. Stefánssonar og í sögum
Guðrúnar Helgu Finnsdóttur. Það
er friðlaus þrá útlagans — ef svo
mætti að orði komast — til átthaga
og ættlands. Sú þrá verður vart
deydd, þótt hafið skilji á milli. Það
er sama þráin, sem komið hefir frú
Guðrúriu H. Finnsdóttur til þess að
skrifa minningar úr þjóðlífinu ís-
lenzka, og senda handrit sín heim til
birtingar. Hafi hún þökk fyrir
þann skerf, sem hún leggur fram til
íslenzku bókmentanna.
Elinborg Eórusdóttir.
—Sunnudagabl Alþ.bl. 20. inarz.
r?
s
umri fagna
1 FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU
»
FIMTUDAGSKVÖLDIÐ 21. APRtL
ð
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
Instrumental Quartette.
Recitation—Miss Clara Björnson.
Solo'—Selected—Mrs. K. Johannesson
Double Male Quartette—Seleoted.
Ræða—Mr. J. J. Bíldfell.
Solo—Selected—Mr. H. Jionasson.
Instrumental Quartette.
Community Singing — Veitingar ö
Inngangur 25c - - Byrjar M. 8 e. h. s
->o<dJ
LEIKFLOKKUR ÁRBORGAR
sýnir sjónleikinn
"TENGDAMAMMA"
á eftirfylgjandi stöðum:
Árborg I.O.G.T. Hall—föstudag 22. apríl
Víðir Hall—mánudag 25. apríl
Hnausa Hall—Miðvikudag 27. apríl
Lundar Hall—föstudag 29. apríl.
Winnipeg, í efri sal I.O G.T. Hall, Sargent Ave.,
—fimtudag, 5. maí.
Leikurinn byrjar kl. 8.30 e. h.
r
,c=s>
<i=oo
—>n< >n< 11 ->n<- -->n<->n<->n<’ —>r>< —>f>< ->n<->r><-ícicl— >q<~~~>o<rr—:>o< ~')Q'
Heilnœmaáli
Páskadrykkurinn
er
MODERN MJÓLK
Hvert einasta íslenzkt lieimili ætti að byrgja
sig upp með MODEIRN mjólk og rjóma fyrir
páskana.
Modern Dairies Limited
Sími 201 101
--->n<-->n<-->oczr>o<zzr>o€:rz>oci^3ocr=>o<m>o<izz>oczz>oc^
25 oz. $2.15
40 oz. $3.25'
G*W
OLD RYE
WHISKY
(Gamalt kornbrennivín)
GOODERHAM & WORTS. LIMITED
Stofnsett 1832
Elzta ílfengisgerð i Canada
Thls aa venisement 1s not lnaerted by th* Oovernment Liquor Control Commiaalon. Th*
Commission is not responslbU for statements mads as to the quality of products advsrtissd.
\