Lögberg - 14.04.1938, Side 6
6
LÖGBEIKG, FIMTUDAGINM 14. APBIL, 1938
Vinkona keisarans
(Sönn saga um Katharina Schratt
og Franz Josepli).
Eftir Stefán Lorant.
ViÖ kyrláta hliðargötu Hietzing þorpsins
í útjaðri Vínarborgar, stendur heimili ein-
mana og þvínær gleymdrar, aldraðrar konu.
Naí'n hennar var áður í heiðri haft um heim
allan. En þó hennar sé nú sjaldan minst af
hoffólki og höfðingjum eða öðrum lýð út í
frá, þá er hún enn “hefðarfrú” í augum
fólksins í hinu litla Hietzing-hverfi. Elztu
íbúar þessar hverfis, þar sem hirðfólkið í
Vín áður dvakli, taka lotningurfylst ofan
hatta sína, er þeir mæta henni á götu, og
horfa með sorgarsvip á eftir þessari gamal-
dags-búnu frú, sem eitt sinn var í öfunds-
verðustu stöðu allra kvenna keisaradæmisins,
henni, sem átti einlæga vináttu og fullkomna
tiltrú hins aldraða þjóðhöfðingja.
Hún sýndi honum sanna vináttu og óbif-
andi drottin-holustu alt til enda hinna róstu-
sömu stjórnarára hans. Hún hughreysti
l’,ranz Josef og mýkti sársaukann í raunum
þeim er hann varð að þola og sem hvorki voru
litlar né fáar að tölu.
Bróðir hans, Maximilian, var tekinn af
lífi, og tengdasystir hans brann til dauðs,
sonur hans, Rúdolf fyrirfór sér, konan hans
var myrt, uppáhalds írændi hans varð liræði-
legum sjúkdómi að bráð, og ríkiserfinginn
hans féll fyrir sviksamlegri hönd morðingj-
ans. Hinungis eins óslitms og ánægjulegs
vinarþels fékk hann að njóta til síðustu stund-
ar, og sem rann eins og rauður þráður vonar
og huggunar gegnum öll mótlætisárin: það
var hið einlæga vinarþel, - er Katharina
Schratt auðsýndi honum án afláts.
Hún var eina manneskjan, sem Franz
Josef treysti hiklaust. Og hún reyndist verð-
ug slíks trausts. Þessi vinkona keisarans vai’
ætíð mjög látlaus og ómannblendin, og reyndi
aldrei að troða sér inn í glitbirtu hirðlífsins.
Og hún dró sig jafnvel enn meira í hlé eftir
dauða hins aidna keisara. Þótt henni væri
kunnugra en nokkurri annari manneskju um
sorgarsögu Habsborgar-ættarinnar, þá
geymdi hún þær endurminningar í fylgsnum
eigin hjarta síns og varðist allra spurninga.
Samt sem áður hepnaðist þó vini mínum
einum að ná tali af henni. Hann þurfti að fá
upplýsingar hjá henni fyrir æfisögu I1ranz
dosefs keisara, sem verið var að semja.
Hann lagði fyrir hana ótal spurningar, en
fékk enga úrlausn, því hún þagði við þeim
öllum, nema hvað hún að lokum virtist gripin
af snöggri löngun til að tala um sérstaka til-
hneigingu keisarans, og hrópaði: “En hvað
honum þótti góð kálhöfuð!”
Og þetta var alt sem hún lét í ljós um
prívat líf Franz Joséfs keisara. Margt væri
það þó, sem frú Schratt gæti opinberað, feng-
ist hún til að tala.
Það var árið 1888, er hún fyrst kyntist
h'ranz Josef. Var hún þá meðlimur leikflokks
við konunglega leikhúsið í Vínarborg, og þá
ung að aldri. Ungfrú Schratt var mjög fram-
gjörn og vildi fá að reyna síg við vandasöm
viðfangsefni, sem fengin voru eldri og reynd-
ari leikkonum.
“Farðu til keisarans og berðu þig upp
við hann,” sagði einhver við hana eins og í
spaugi.
Þessari hugmynd skaut iðulega upp í
huga hennar, og hún mintist á þetta við
kunningja sinn eirxn, sem va]r kunnugur
leyndarráðsmanni, er var í vinfengi við hátt-
settan embættismann í fjármáladeild stjórn-
arinnar. Sá höfðingi skrifaði nafn hennar á
skrá þeirra, er ná vildu fundi keisarans, og
morgun einn opnaðist hin stóra, hvíta hurð
að bókhlöðu keisarans, og inn gekk hip feimna
og skjálfandi Katharina Schratt.
1 fyrstu var hún svo yfirkomin af geðs-
hræringu, að hún fékk engu orði upp komið.
Að lokum stamaði hún þó xit úr sér erindinu.
Keisarinn kinkaði kolli góðlátlega, til
merkis um það, að hann skildi hugarþel henn-
ar eða eftirlanganir í leikarastöðunni. Og
samtalið var þar með á enda.
Strax næsta dag heimsótti leyndarráðs
herra einn Adolf Wildbrant leiklnisstjóra og
segir við hann: ‘ ‘ Einum meðlim leikflokks
yðar, hinni gáfuðu Fraulein Schratt, hefir
auðnast sú mikla hamingja, að ná hylli keis-
arans, er hann veitti henni.viðtal í gær. . . .
Eg vona að þér skiljið mig, eg kom ekki
liingað að boði Hans Hátignar. Heimsókn
mín er gerð aðeins sem vinsamleg bending. ”
Wildbrant skildi hvað vera bar; stefnu-
skrá leikflokksins var endurrituð strax sama
daginn og Fraulein Schratt þegar fengin tvö
leiðandi hlutverk fil að læra.
Frá því augnabliki varð hin unga leik-
kona aðal hetjan í reglulegu æfintýri. Ög
innan fjögurra klukkustunda var það orðið
hljóðbært um alla borgina, að keisarinn ætl-
arði að fara í leikbúsið, því hann hefði löngun
lil að horfa á ung-u leikkonuna, ungfrú
Schratt.
Og kvöldið sem keisarinn heimsótti leik-
húsið, var það alskipað skrautbúnasta hefð-
arfólki, er beið komu í'ranz Josefs. Allir, sem
eitthvað máttu sín, voru þá í leikhúsinu.
Nokkrum dögum seinna keyrði keisara-
legur vagn upp að híbýlum leikkonunnar, til
að sækja hana og fara með liana til Hermes
Billa, hinnar litlu sumarhallar keisarafrúar-
innar. Elízabet keisarafrú hafði þvert ofan
í allar hofreglur, boðið Katharina Schratt
lieim til sín. Hana langaði til að kynnast
konunni, sem haft hafði svo mikil áhrif á
fnann hennar, hinn aldna keisara, er þá var
kominn fast að sexiugu.
Keisarafrúin, sem þá var á öðru ári yfir
fimtugt, hafði all-lengi búið aðskilin frá
I'ranz Josef, en hann ræddi þó oft hrein-
skilnislega við hana um öll vandamál sín, og
hann haíði sagt henni fi’á heimsókn Katrínar
og hvei-su sér hefði geðjast að henni.
“Eg hefi ekki boðað yður hingað sem
keisarafrú, heldur bara eins og konu,” sagði
frúin, er hún leiddi gest sinn upp hallartröpp-
urnar.
Keisarafrúin skýrði leikkonunni frá lífs-
ferli sínum. Sagði henni frá ókyrð hugar-
fars síns sem gerði sér ómögulegt að haldast
lengi við í sama stað; og hún talaði við hana
um keisarann sem ávalt væri svo einmana og
sem vinalaus.
“Þér hafið ekki gleymt að hlæja. Og
ef til vill gætuð þér flutt glaðværð inn í.líf
hans.”
Ungfrú Schratt varð sem ringluð og orð-
laus. Hverju gat hún svarað?
Að utan heyi’ðist marr í hjólum, er vagni
var ekið upp að höllinni. Og áður en varði
stóð Franz Jósef undrandi frammi fyrir kon-
unum tveimur.
“Eg bauð ungfrú Schratt að koma hing-
að,” sagði Elízabet brosandi. “Og samræða
okkar hefir verið einkar ánægjuleg.”
Keisarinn brosti líka. Og frá þessari
stundu varð ungfrú Schratt tíður gestur við
hirðina. Og þegar keisarinn flutti til Ischl,
eins og liann ávalt gerði að sumrinu til, þá
dvaldi ungfrú Schratt líka í Ischl. Keisarinn
var daglegur gestur í litla húsinu liennar í
skóginum. Hann drakk sér þar kaffi og át
Kugelhupf, sem ungfrú Schratt hafði sjálf
bakað. Með iánæglju og ejfltirte’kt hlustaði
hann á sögur þær, er hún sagði honuin.
Kátína hennar og ungdómsíjör flutti sann-
ari glaðværð inn í líf hans, en hann hafði
áður notið. Og á þessum stundum var hanii
kátur og ánægður með lífið. Þrá keisarans
eftir samneyti við óbrotinn miðstéttalýð fékk
framrás hér í Vilia Felecitas.
E|n mitt í þessari ánægju tíð hans kom
hið mikla slag, er Rudolf sonur hans framdi
sjálfsmoiÖ. Og það var 'til \"inkonu(iinar,
ungfrú Schratt, er keisarahjónin leituðu sér
til huggunar í sorg sinni.
Eftir dauða Rudolfs leitaði keisarinn
sér hugtróunar við ýms störf, sem forstjóri
litilsigldra skrifstofuþjóna ríkisins. En
snemma að morgni — hina einu stund er
hann lét hugann hvarfla frá hinni daufu til-
veru skrifstofunnar — hvarf Franz Josef,-
eins og áður fyr í ischl, yfir trjálundinn, inn
um smáhliðið á garðinum og inn í húsið Nr.
9, er s'tóð við Gioriettegasse, því að þar bjó
þá Katrín Schratt.
Nú var hún gift ungverskum lávarði, en
hvorki hjónabandið né fæðing sonar þeirra
breytti vináttu hennar við hinn aldna keis-
ara.
Þarna lijá Katrínu neytti keisarinn
morgunverðar. Og á þessum morgunstund-
um sagði hún honum hreinskilnislega hvað
um hann væil talað í Vín, og hvernig þegnar
hans hugsuðu um hann. Og hann hafði mjög
gaman af að hlusta á sögur um sjálfan sig.
Katrín Schratt kunni mætavel að gleðja
keisarann. Þegar hér var komið sögu var
hún orðin sem miðdepill stórs umhverfis í
borgaralífinu, og í húsi hennar voru tíðir
gestir margir stjómmálamenn, fjármálaleið-
logar og blaðamenn, sem aliir sóttu mjög
eftir að mega teljast meðal vina hennar. Vin-
átta hennar við keisarann hafði myndað eins
konar geislabaug um hana. Kynni við hana
þóttu mjög eítirsóknarverð, svo hæverskulæti
og smjaðuryrði voru henni óspart í té látin.
Það var Katrín Schratt, sem fyrst varð
til að opinbera keisaranum hina róttæku ó-
ánægjulólksins í Austurríki, og að vapdræði
voru í bígerð um alt keisaradæmið.
Og á þeim örlagaþrungnu dögum kom
frétt um, að keisarafrúin hefði verið myrt í
Geneva. Aðstoðarforingi í varðliði keisar-
ans kom nú til frú Schratt og bað hana mjög
innilega að koma til hallarinnar til huggunar
keisaranum í þessu hans mikla mótlæti.
Franz Josef var nú algerlega einmana, átti
engan eftir af sínum nánustu skyldmennum
og vinum nema frú Schratt. Hún var hiri
eina manneskja, er hinn aldni þjóðhöfðingi —
sem nú var 73 ára — gat ráðfært sig við um
raunir sínar. 0g hans allra síðustu vand-
ræði stöfuðu frá Franz Ferdinand. Ríkis-
erfininn vildi fá að giftast Söphie Chotek
greifafrú, sem þá var yfirkenslukona á heim-
ili Fredricks erkihertoga.
Keisarinn var ákaflega óánægður með
þenna ráðahag. Sem afleiðing af slíkri gift-
ingu sá hann fram undan allslags stjórnar-
farslegar hömlur — og endalok Austurríkis-
Ungverjalands keisaradæmisins.
En engar fortölur dugðu. Franz Ferd-
inand varð óbifanlegur frá áformi sínu. Keis-
arinn varð að láta undan og veita leyfið, því
hann gat ekki spornað við því, að greifa-
innan Chotek yrði kona Franz Ferdinands.
l'ranz Josef fór nú til Ischl, og leitaði
næðis í Villa Felicitas. Og á hverjum morgni,
eins og ávalt áður, heimsótti hann frú Schratt.
Og vináttuþel þessearar göfugu konu, sem á-
valt hafði verið laust við allar eigingjarnar
hvatir, varð nú nánara en áður.
Arið 1912 voru Balkanskapa þjóðirnar í
ófriðareldi. Hin smáu ríki þar voru að hrista
af sér ánauðarok Tyrkjans. Austurríki
skarst í leikinn. Franz Ferdinand og yngri
kynslóðin vildi leggja út í stríð, en Franz
Josef vildi heldur greiða úr þessari flækju
á friðsamlegan hátt. Og hann hafði fram
sitt mál, og kom þannig í veg fyrir styrjöld í
það sinn.
Þá komu fréttirnar um að Franz Ferd-
inand og kona hans hefðu orðið morðingjum
að bráð í Sarajevo. — Sama dag — það var
28. júní 1914 fór keisarinn frá Ischl, þar
sem hann hafði dvalið til að hvíla sig undir
handleiðslu frú Schratt. Þær ánægju- og frið-
arstundir hans hurfu nú sem Indíánasumar
fyrir kuldagjóstri. Evrópa var í báli; Franz
Josef þót'tist sjá að keisaradæmið myndi
hrynja til rústa. Með einu slagi var hann
orðinn að örvasa gamalmenni. 1 nóvember
1916 varð hann hættulega veikur. Frú
Schratt kom tii að heimsækja hann; en hann
bað hana að koma ekki inn í sjúkrastofuna-
Hann viidi ekki að hún sæi sig eins og hann
leit þá út. Hún settist svo við talsíma sinn
og herbergisþjónn keisarans skýrði henni frá
líðan hans hverja mínútuna sem leið, meðan
hinn aldni og sárþjáði höfðingi var að lieyja
dauðastríð sitt. Og það leið næstum yfir
hana, þegar liún heyrði orðin: “Keisarinn
er dáinn. ”
Hún hraðaði sér til hallarinnar. Og
skyldulið keisarans var þar saman komið við
dánarbeðinn.
Karl keisari, eftirmaðtir Franz Josefs,
gekk til hennar og leiddi hana upp að hinum
einfalda hermanns-bedda, þar sem hinn látni
keisari lá. Þar féll hún á kné með grátekka.
Jólapóstur í afkymum veraldar
Eftir Joan Somerset.
1 ágústmánuði síðastliðnum færði póst-
urinn mér jólaböggul!
Mig undraði þetta nú að vísu ekki, því á
norðurhluta Labrador, þar sem eg þá var
stödd, eru leiðir ísalausar aðeins frá júlí-
mánuði og fram í byrjun októbennánaðar.
Með böggulinn kom Eskimóa-“póstur”, sem
þrammað hafði gegn stríðum stormi áttatíu
mílur vegar frá Nain, sem var næsta hafnar-
\þorp.
I Alaska hlustar maður með óþreyju
eftir jólapóstinum, löngu áður en hann kem-
ur í augsýn. Og er slíkt ekki að undra. 1
þessu landi kyröarinnar má heyra vanalegt
mannamál þó þeir er tala séu í fullrar mílu
fjarlægð. Bráðlega er liin einmanalega
skógarkyrð rofin af hundalest, er áfram lipp-
ast Iikt og slanga. • Sleðinn, sem þeir draga,
er um fjögur fet á lengd og er eins og bátur
í lögun, mjór og ávalur að framan, og rennur
liðlega yfir ís og hjarn. A sleðann er lilaðið
800 pundum jólaböggla og bréfa.
Einkenniiegasta “afgreiðslu” stöð, er þó
heimsins minsta pósthús, sem engan póst-
meistara hefir.—Það er í Magellau syndinu
í suðurodda Ameríku, og er ekki annað en
lítill málaður kaggi eða tunna, keðjuð við
klettana fremst á höfðanum, þannig, að hún
flýtur stöðugt á röndina gegnt Terra
del Fuego-strondinni. Skip öll sem þar fara.
um, senda frá sér bát til að sækja bréf og
smáböggla í “pósthúsið” og skilja aðrar
slíkar sendingar þar eftir. Eg átti þarna
tvær skrásettar sendingar, þegar svo vel vildi
til að leið mín lá þar um í jólavikunni,
1 hitábeltislöndunum í Afríkri eru þó
jólaböggla sendingar jafnvel enn undraverð-
ari. Tökum til dæmis fyrstu jól manns í
Kenya-nýlendunni á austurströnd Afríku, þar
sem óteljandi bitvargs-sægur á hverju kveldi
skoðar gestinn, eða blóð hans öllu heldui\
sem “gjöf,” er hann megi eða eigi að svala
þorsta sínum á — um jólin.
Sá jólaböggull manns þarna á Gullströnd-
inni kominn frá einhverjum náunga úr svo
sem hundrað mílna fjarlægð eða meira, og
mann langar til að þakka gjöfina samstundis,
þó með því að nálgast mjög kurteislega eða
koma sér vel við hina innfæddu “telefón”-
þjóna, má fá þá til að senda fyrir mann þakk-
irnar með eða á trumbu-máli sínu. Þessi
“talsími” þeirra er þannig gerður, að tvær
trumbur, sem hvor um sig hefir sérstakan
hljómhreim ,eru festar saman, og má láta þær
framleiða raddblæ talandi manns, og beinlínis
senda skeyti í tíu mílna fjarlægð yfir vatns-
flöt og sjö til átta mílur yfir land, þegar
lognkyrð er á. Minni trumban, sú til hægri,
túlkar kvenmannsrödd, en sú stærri þrumar
karlmannsraustina. Báðar eru trumburnar
gerðar úr sedrusvið, rótum, tágum og ííls-
eyrum; og einmitt vegna þess að eg hafði
gefið ættflokknum þarna fílshöfuð eins og
“járnböggul,” var mér leyft að vera við-
stödd trumbu-“síman” þakklætisins til ná-
ungans, er sent hafði okkur kassa af víni til
jólanna.
Skilaboðin, er trumburnar þrumuðu virt-
ust vera á þessa leið:
“Mikil hvít lafði” (allmörg strjál drunu-
hljóð og mörg endurtekin smá-liögg).
“Þökk” (langar sí-hækkandi drunur og
bank).
Aður en eg fór aftur inn í tjald mitt,
höfðu skilaboðin, gegnum margar endurtekn-
ingar frá einum stað til annars, náð til hinna
innlendu sendimanna Seagraves, því nær 300
mílna vegalengd.
Þegar eg var að ferðast um hið leyndar-
dómsfulla og þvínær óþekta landsvæði með-
fram Rauðahafinu, sem með réttu er oft
nefnt Rauðu'halis-nfninn, gaf eín Sheikinn
mér, er eg hvíldist í tjaldi hans, mjög fallega
jólakörfu fulla af dýrindis réttum.
Mér til undrunar varð eg þess skjótt á-
skynja, að hann ætlaðist til að eg neytti ein
alls þess, sem í körfunni var, meðan hann sat
þarna og strauk skegg sitt,með ánægjusvip
og kurteisislegri atliygli.
Þessi ofraun mín stóð yfir frá kl. 9 að
morgni, þar til um kl. 6 að kyeldi. Fyrstu
fjórar stundirnar nartaði eg í og át margs-
konar melónur og gerði ýmsar atrennur við
að reykja langa pípu. Hinar fimm stundirn-
ar réðst eg með sí-veiklaðri lyst á kinda-,
hænsna- og geita-kjöts steikur, huldar
möndlum, rúsínum og' kryddjurta safa ýmis
konar.
Jafn undarleg, eða öllu lieldur skelfileg,
var þó jólagjöf mín frá hinum olíusmurða
þjóni mínum Jaizi, er eg var stödd á miðju
Kyrrahafi.
Meðan eg var að taka utan af jólabúð-
ingi, sem eg hafði fengið frá Kensington,
greip hann upp veiðistöng sína og sagðist
bráðlega skyldi færa mér eitthvað lystugra.
Eftir svo sem hálftíma sé eg liann koma
að eldliúsdyrunum með eitthvað hræðilegt í
eftirdragi; var það dauður áttfætlingur eða
kolkrabbi (Octopus) og flyksuðust fálmang-
arnir í allar áttir út frá þvölum, hlaupkend-
um skrokknum. Þrát't fyrir ógleðiskenda
ylgju, í maganum, er lá við uppköstum, tókst
mér að láta sýnast sem mér geðjaðist að
þessu, þó að fálmangarnir ættu að' verða inn-
gangsréttur jólamáltíðarinnar. En til allrar
hamingju hafði matsveininum yfirsézt að
steikja kræklurnar, svo þessi viðbjóðslegi
réttur varð eins og ljósleitir togleðurs molar.
Ug jafnvel Jaizi bretti upp á brúna nefið sitt
við siiku sælgæti.
Ýmsir liálfsiðaðir þjóðflokkar í norður-
hluta Asaq héraðanna líta á jólabögglana með
hjátrúarfuilri lotningu. I’yrir nokkrum ár-
um komst eg að þessu, þegar eg lieimsótti
hofðingja nokkurn, sem í hyggju liafði að
ráðast á ræningjaflokk í óbygðinni þar ná-
lægt.
Þar sem mig langaði til að sýna liúsmóð-
urinni, hinni dökkbrýndu og prúðbúnu Amon,
viðeigandi vott þakklætis míns fyrir vinsam-
lega gestrisni, gaf eg henni faliega liálsfesti
úr góðum periuiíkingum.
Mig undraði það mjög að þrátt fyrir á-
nægjulegt bros á hinu breiða andliti frúar-
innar, er hún tók við gjöfinni, neitaði hún að
hengja á sig perlubandið. llversvegna? Að
ástæöunni komst eg litlu seinna, þó á þann
hátt, er mig brunaði sízt.
Þegar eg tveim kvöldum síðar reikaði í
friðandi mánaskins skuggum eyðimerkur-
kyrðarinnar, undraði mig mjög er eg leit ljós-
geislastaf þrengja sér út í liúm næturinnar
bak við sandhól, nokkurn spöl úti á eyði-
mörkinni.
Eg gekk hljóðlega upp á hólinn og leit
þaðan niður á verulega sögu úr þúsund og
einni nótt. Fráman við stóran liraunketil
eða pott á glæðum kraup ein sú ámátlegasta
kerlingar-norn, er eg hefi augum litið, og
veifaði skinhoruðum kræklum með dularfull-
um lxreyfingum í allar áttir.
Við hlið hennar stóð höfðingjafrúin og
dró eitthvað undan fellingum liinnar hárauðu
skikkju sinnar. Og áður en varði sá eg að
perlubandið var í klþm nomarinnar, er óðara
fór að hefta það með grænum og hvítum
silkitviuna inn í leðurhylki.
“Geymdu þetta við lijarta þitt,” mælti
nornin og smeygði bandinu um háls frúar-
innar; “ og ” bætti hún við, ‘ ‘ gefðu herra þín-
um það svo er lýsir af degi, og fyrir áhrif
þess mun hann sigra í áhlaupinu.”
Eg óskaði þess með auðmýkt, að mér
mætti auðnast að gefa fleiri heilladrjúga
“jólaböggla” á þessu ári, — því höfðinginn
sigraði í áhlaupinu.—(Lausl. þýtt.—Aðsent).