Lögberg - 21.04.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.04.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 21. APRÍL 1938 NÚMER 16 Lögberg óskar öllum Islendingum góÖs og gleÖilegs sumars • AUGSBURG COLLEGE söngflokkurinn víðfrœgi. sem efnir til samsöngs í First English Luthcran kirkjunni, Maryland og Ellice Avenue licr í borginni þann 2. maí nccstkoinandi. Bretar og Italir stofna til samninga ^ * Ur borg og bygð Frá Islandi Tregur afli í verstöðvunum við Faxaflóa, en veður ágætt Afli er yfirleitt fremur tregur í verstöðvunum við Faxaflóa, og eru \>ó gæftir víðasthvar góðar. 1 Keflavík voru flestir bátar á sjó í gær, en afli misjafn og fremur tregur, eða hæst ii—12 skippund og niður í 8o—90 fiska. í dag er fremur vont veður og eru aðeins netjabátar á sjó. Njarðvíkurbátar hafa fengið hæst 1500 fiska í net. í Sandgerði var tregur afli í gær,' enda var veður ekki gott. en í dag eru allir bátar á sjó, enda er þar ágætis veður. Einn bátur frá Sandgerði fór að veiða loðnu í gær og fékk 20—30 tunnur. 1 Grindavik voru allir bátar á sjó í gær og allir í dag, en afli fremur tregur, eða frá nokkrum fiskum upp í 8—9 skippund. Á Akranesi var mjög lítill afli í gær, en engir bátar eru á sjó í dag sökum aflaleysis, enda þótt ágætt sé veður.—Alþ.bl. 25. marz. * # # Heimssýningin í New York Undirbúningur undir þátttöku íslands í heimssýningunni í New York næsta vor er nú í fullum gangi, sagði Thor Thors alþm. í gær, er fréttaritari Morgunblaðsins átti tal við R3nn, en hann er formaður sýningarráðs. —Vilhjálmur Þór. form. fram- kvæmdarnefndar lagði af stað á- leiðis til New York með M.s. Dronning Alexandrine i gærkvöldi, sagði Thor Thors ennfremur. —Verður hann um tveggja mán- aða tima í förinni. Mun hann undir- rita samninga um þátttöku Islend- inga í sýningunni. m. a. viðvíkjandi sýningarhúsinu, sem Island fær á sýningunni. — Við fáum til af- nota tvær hæðir, en sýningarplássið verður samtals 10 þús. ferfet. Þá mun V. Þ. og athuga ýmislegt fleira viðvíkjandi sýningunni í New York og þegar hann kemur aftur mun sýningarráð og framkvæmdanefnd taka endanlegar ákvarðanir um væntanlega tilhögun sýningarinnar. Undanfarna daga hafa sýningar- ráð og framkvæmdarnefnd setið á fundum. Höfum við m. a. ákveðið að útbúa íslandskvikmynd fyrir heimssýninguna, er sýni landið og aðaiatvinnuvegi þjóðarinnar og hof- um í því augnamiði skoðað kvik- myndir sem hér eru til um landbún- að og sjávarútveg. Búumst við við að geta notað kafla úr þeim. Þá höfum við skipað ýmsar nefndir, til þess að vinna að undir- búningi á sýningu á hinum ýilisu þáttum atvinnulífsins. Það verður unnið af kappi að undirbúningi öllum, sagði Tlior að lokum, og kappkostað að gera sýn- inguna að öllu leyti sem vandaðasta, þannig að hún megi vera landi og þjóð til sóma.—Mbl. 29. marz. # # # Höfnin greiddi 400 þús. krónur í vinnulaun 1937 Á síðastliðnu ári var unnið mikið að verklegum framkvæmdum hjá Reykjavíkurhöfn og greiddi höfnin alls 400 þúsund krónur í vinnulaun á árinu. Aðalframkvæmdirnar voru leng- ing Æigisgarðs, sem nú er orðinn fullgerður að mestu, nema hvað sjálfan hausinn vantar. Þá var unnið að dýpkun vesturhafnarinnar °g norðausturhluti hafnarhússins l>ygður að nokkru leyti. Ekki er búist við að hægt verði Síðastliðinn laugardag gerði Mr. Chamberlain. forsætisráðherra Breta heyrinkunna samninga um vináttu* samband milli brezku stjórnarinnar annarsvegar og ítölsku stjórnarinn- ar hins vegar, er eigi koma þó til franikvæmda fyr en vissum ákvæð- um hefir verið fullnægt. Þessi eru megin ákvæði samninganna, eða réttara sagt samninga-uppkastsins. ítalir játast undir það, að kveðja heim allan her sinn frá Spáni, ásamt vopnabirgðum, að lokinni borgara- styrjöldinni. Stjórn Breta heitir því á hinn bóginn, að beita sér fyrir því, að Þjóðbandalagið viðurkenni full yfirráð Itala yfir Ethiópíu. ftalir ganga ennfremur inn á það, að framkvæma eins mikið á þessu ári eins og gert var á árinu sem leið.—Mbl. 25. marz. # # # Endurskipun stjórnarinnar Áður en gengið var til dagskrár í neðri deild í gær, kvaddi Hermann Jónasson forsætisráðherra sér hljóðs og mælti á þessa leið: Það hafa komið raddir um það opinberlega, að vísu utan þings, að óeðlilegt þætti að stjórnin sæti, eftir að Alþýðuflokkurinn dró út sinn ráðherra. Það má segja að ekki er allskostar óeðlilegt, að slíkar raddir hafi konr ið fram, en þar gætir nokkurs mis- skilnings. Rökin, sem legið hafa til þess að stjórnin hefir ekki sagt af sér eru, að talið var líklegt að gerðardóms- lögin sem samþykt voru nýlega á Alþingi myndu valda nokkrum erf- iðleikum í framkvæmdinni. Þess- vegna taldi stjórnin ekki rétt að segja af sér. Mér skilst, hélt forsætisráðherr- ann áfram, að þingmenn hafi verið stjórninni sammála um þetta og er eg þeirn þakklátur fyrir það. Rökin, sem eg hefi fyrir þessu eru, að hér hafa verið daglega haldnir þing- fundir síðan breytingin varð á stjórninni og enginn þingmaður hreyft andtnælum, ekki einu sinni fundið ástæðu til að spyrja. En nú er lausn kaupdeilunnar að að hlíta í einu og öllu ákvæðum flotamálasamninganna milli Breta, Bandaríkjaþjóðarinnar og Frakka, er undirskrifaðir voru í London 1936. Báðar þjóðir, Bretar og Italir undirgangast að hhta fyrir- mælunum frá 1888 um frjálsar al- þjóð(asiglingar um Suez-skurðinn; ennfremur að tilkynna livor annari, ef i ráði væri að byggja nýjar flota- stöðvar við austurhluta Miðjarðar- hafsins. Þá heita og Italir því, að veita brezkum borgurum fullkomið trúarbragðafrelsi í Austur-Afríku, auk þess sem ráðgert er að dregnar verði á þeim svæðum skýrari landa- merkjalínur en- í gildi hafa verið fram að þessu. nálgast og þessar ástæður fyrir setu stjórnarinnar því ekki lengur fyrir hendi. Eg mun því nú hefja eftir- grenslan um hið pólitiska viðhorf á Alþingi og tilkynna síðan þinginu hvað við tekur. Er forsætisráðherrann hafði lokið máli sinu, kvaddi Haraldur Guð- mundsson sér hljóðs og sagði: Eg spyr forsætisráðherrann hvort hon- um sé það kunnugt, að togaradeih an sé í raun og veru leyst. Forsætisráðherrann svaraði: Eg geri ráð fyrir að lausnin sé að nálg- ast. Frekari umræður urðu ekki um þetta í þinginu. —Mbl. 23. marz. FRANCO KVEÐST HAFA UNNIÐ FULLNAÐAR- SIGUR í útvarpserindi, sem foringi árás- arhersins á Spáni flutti á þriðju- daginn. skoraði hann á stjórnina að gefast upp nú þegar og útiloka með því óþarfar blóðsúthellingar, með því að sýnt væri að hersveitir sínar hefðu í rauninni unnið fullnaðar- sigur. Tjáðist Franco geta fullviss- að andstæðinga sína um það, að þeir myndu sæta sanngirni og réttvisi af sinni hálfu, er til málamiðlunar kæmi. Fjölmennið á sumarfagnaðinn í Fyrstu lútersku kirkju í kveld, fimtudagskveldið þann 21. apríl. Mr. Björn Hjörleifsson frá Riverton kom til borgarinnar á mánudaginn og dvaldi hér fram eftir vikunni. Mr. Eysteinn Árnason skólastjóri frá Riverton var staddur í borginni á mánudaginn. Þeir séra Egill H. Fáfnis og Mr. Árni Sveinsson frá Glenboro, voru staddir í borginni á mánudaginn. Mr. Marteinn M. Jónasson, póst- meistari frá Árborg, var staddur í borginni á mánudaginn, ásamt frú sinni. Þeir Oddur Ólafsson, M.L.A. og Óli Ólafsson bróðir hans frá River- ton, fóru vestur til Arran, Sask., um miðja fyrri viku í heimsókn til Björns bróður sins, sem þar veitir forustu kornhlöðu. Mr. og Mrs. Sveinn Indriðason frá Oxbow, Sask., koniu til borgar- innar á fimtudaginn í vikunni sem leið ásamt Mrs. Th. Indriðason, og dvöldu hér fram um miðja yfir- standandi viku. 'Mrs. Sveinn Ind- riðason er dóttir þeirra Mr. og Mrs. S. W. Melsted. Karlakór Islendinga í Winnipeg auglýsir í þessu blaði hljómleika, er haldnir verða í Fyrstu lútersku kirkjunni í Winnipæg, miðvikud. 4. maí — í Oddfellows Hall, Glenboro, miðvikud. ,11 mai og að Gimli föstud. þann 20. mai. Leikflokkur Sambandssafnaðar, er sýndi leikinn “Jósafat” eftir E. H. Kvaran, tvær vikur nýlega, við góða aðsókn og orðstír, hefir nú ráðgert að endurtaka leikinn hér í Winnipeg mánudagskvöldið 16. maí. Einnig mun flokkurinn hafa í hyggju að sýna leikinn utan bæjar i þeim bygðum íslendinga, er hent- ugleikar leyfa. Samsóng frestað Söngsamkomu þeirri, sem aug- lýst var að Ólafur N. Kárdal, tenór- söngvari, héldi í Riverton síðastlið- ið þriðjudagskveld, með aðstoð Ragnars H. Ragnar, varð að fresta sakir óveðurs og lítt færra vega. Nú er ákveðið að söngskemtan þessi verði haldin á sama stað og tíma á þriðjudagskveldið þann 26. þ. m. Fólk er vinsamlegast beðið að veita þessari óumflýjanlegu breyt- ingu fulla athygli, og fjölmenna á samkomuna, i næstu viku. Barnasöngsútvarp Barnakórinn íslenzki í Winnipeg syngur í útvarp föstudaginn 22. april n.k. kl. 8.05 e. h. yfir þessar stöðvar: CJRC—Winnipeg CJGX—Yorkton CJRM—Regina og stuttbylgjust. (short wave) CJRO og CJRX. Flokknum stjórnar R. H. Ragnar, við hljóðfærið ungfrú Lily Bergson. Islendingar ættu að nota þetta tæki- ■færi að hlusta á al-íslenzkan söng, og æskilegt væri að þeir sendu skrif- lega þakklæti sitt til CJRC Radio Station, Royal Alexandra Hotel, Winnipeg. Mr. Jón Pálmason frá Keewatin, Ont., var staddur í borginni seinni- part vikunnar sem leið. Mr. og Mrs. F. O. Úyngdal frá Gimli, voru stödd i borginni seinni part fyrri viku. Mr. Th. Thordarson kaupmaður á Gimli var staddur í borginni á mánudaginn. Mr. Frank Jóhajinsson rafstöðv- arstjóri frá Langdon, N. Dak., kom til borgarinnar á mánudaginn, með konu sína til lækninga. We can arrange the financing of automobiles being purchased or re- paired, at very reasonable rates. Consult us — J. J. Swanson & Co., Ltd., 601 Paris Bldg., Winnipeg. Mr. og Mrs. Hávarður Guð- mundsson frá Hayland, Man., voru stödd í borginni í byrjun yfirstand- andi viku, ásamt Hjálmari syni sín- um. Með þeim kom einnig að norð- an Mr. Óskar Hávarðson. Sambandssöfnuðurinn í Árborg heldur skemtisamkornu í kirkjunni á miðvikudagskveldið þann 27. þ. m. Þar flytur Dr. Rögnvaldur Péturs- son erindi um íslandsför sína i fyrra. Upplestur: Ragn. Stefánsson. Mr. A. S. Bardal, stórtemplar, fór norður til Árborgar á mánudaginn, ásamt frú sinni og séra G. P. John- son, til þess að stofnsetja þar Goodtemplarastúku. Ferðafólk þetta kom heim aftur á þriðjudagsmorg- uninn. Leiðrétting í gjafalista til Betel fyrir síðasta mánuð, sem birtur var í Lögbergi, féll út nafn eins gefandans, Mr. Sveins Sveinssonar á Betel, er gaf $10.00. Þetta er hér með vinsam- legast leiðrétt. The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran "Church, Victor St., have planned a Diamond Jubilee Tea and entertainment to be held in the church parlors from 2.30 to 10.30 p.m., Wednesday, April 27th. Mrs. B. B. Jónsson and Mrs. G. F. Jonasosn will receive the guests with Mrs. B. C. McAlpine and Mrs. J. Thordarson, the General Con- veners. Table hostesses will be Mrs. P. Bardal, Mrs. J. D. Jonas- son, Mrs. O. R. Phipps and Mrs. L Simmons. The home cooking will be in charge of Mrs. J. Eager, Mrs. M. Magnusson; candy in charge of Mrs. J. Snidal and Mrs. E. S. Feldsted; Novelties in charge of Mrs. J. P. Markuson and Mrs. F. H. Wieneke; Decorating Com- mitte: Mrs. A. Blondal, Mrs. Oliver G. Bjornson and Mrs. T. Stone. Mrs. W. R. Pottruff will be in charge of the exchequer. 1 he program is arranged by Mrs. G. K. Stephenson. It consists of two plays under the direction of Mrs, Gladys Rutherford. One of the plays, “Mrs. Pat and the Law” was the English winner in the recent Manitoba Regional Dramatic Festi- val and is entered as the Manitoba represeintaitiýe Sn 1 the Dominion Finals to be held the week begin- ning May i6th. FRANK THOROLFSON, pianisti er leikur piano solo á söngskemtun Karlakórs íslendinga í Winnipeg í Fyrstu lútersku kirkju á miðviku- dagskveldið þann 4. mat næstkom- andi. Sitt af hverju Eftir S. Baldvinsson. Bandaríkjaþjóðin í Ameríku er fyrir löngu orðlögð fyrir hvað stór- brotin hún er á öllum sviðum, og sýnist að hafa fé til allra fram- kvæmda sem henni dettur i hug. Nú eru þeir að enda við að byggja afar- stóra kirkju í New York borg, sem á að hafa sæti fyrir 40 þúsund manns og vera fullgjörð fyrir sýn- inguna 1939. Byrjað vár að safna fé til hennar með frjálsum sam- skotum árið 1892, og komið saman 17 miljónir dollara; þó vantar enn eina miljón dollara til að fullnægja öllu útflúri á henni, en ekki talinn neinn efi á, að slíkt lítilræði fáist, þvi það er metnaðarmálefni, sem ætíð fær góðan byr í Bandaríkj- unum. Gólfrúm kirkjunnar er 3,360 fer- hyrnings faðmar, en þó eiga að vera svo sterkir hljóðberar í henni, að ræða prestsins heyrist út í hvert horn. Eg held þeir séu nú að skáka páfanum í Róm. — Það tók 40 ár aÖ byggja Péturskirkjuna hans, og allan þann tíma var verið að safna saman fé til hennar með syndalausn- arsölu og margs konar blekkingum; samt veit enginn hvað hún varð dýr á endanum, því fjöldi manna vann við byggingu hennar kauplaust, og þóttist afplána syndir sinar með því. En Bandaríkjamenn eru lika at- kvæðamenn á öðrum sviðum, því nýlega sá eg það í fregnum, að sunnan að ránsmenn þar höfðu rifið upp stálteina af tveggja mílna langri járnbraut, sem ekki hefir verið not- uð í nokkur ár, og selt stálið fyrir góða peninga, áður en eigendurnir vissu af, og skilorður maður frá Chicago, sem hér var á ferð í vetur, sagði mér að það væri orðið algengt að bófar kæmu með flokk af mönn- um o\j rifu niður til grunna góð hús i borginni og seldu jafnóðum viðinn til Gyðinga og væru horfnir á burtu áður en lögreglan hefði hendur í hári þeirra, og einu sinni hefðu bóf- ar brotist inn á inngirta lóð þar sem geymd voru yfir vetur, verðmæt verkfæri, mörg þúsund dollara virði, og flutt alt á burtu á einum degi og selt það til annara félaga fyrir pen- inga út í liönd, og sloppið með alt á brott, eins og víkingarnir fyrrum. Þó þetta sé ótrúlegt, er það því miður áreiðanlegt, svo það er orðið varasamt að eiga hús í eyði, í þeirri borg. Nýlega sátum við að sumbli sex landar í Winnipegborg og ræddum um ýms þau málefni, sem voru á Framh. á bls. 5

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.