Lögberg - 21.04.1938, Side 2
LÖGBiIRG, FIMTUDAGINN 21. APKÍL 1938
Frá hrjóstrugum heiðum Þingeyjarsýslu
áleiðis til æfintýralandsins
Eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson
Nýlega kom á bókamarkaðnn bók
eftr Þorstein Þ. Þorsteinsson um
fcrðir Islendinga vestur um haf á
scinni hluta nítjándu aidar. Nefnist
bókin “Æfintýrið frá íslandi til
Brasiliu” og segir frá fyrstu fólks-
flutningunum frá N orðurlandi.
Eftirfarandi kafli er grein úr bók-
inni og segir frá fjórum Þingey-
ingum, sem voru með þeim allra
fyrstu, sem vestur fóru. Þessir
fjórmenningar voru, Jónas Hall-
grímsson, trcsmiður úr Bárðardai,
Jónas Friðfinnsson frá Arndísar-
stöðum í Bárðardal, Jón Einarsson
frá Álftagerði í Mývatnssveit og
Jón sonur hans. Kaflinn hefst þeg-
ar þcir fclagar sjá fyrst land í
Brasilíu og segir ennfremur frá
fyrstu dvöl þcirra þar.
14. október kl. 5 e. h. sézt til f jalla
í Brasilíu.. Segir Jónas Friðfinns-
son svo frá, að nafni sinn hafi kom-
iÖ auga á þau fyrstur. Daginn eftir
var fagurt veður. Voru þeir félagar
árla á fótum. Þá var skipið skamt
undan landi og þótti þeim fjöllin
ekki vera eins ber og heima á
Fróni. Var hver fjallstindur skógi
vaxinn upp í gegn. En efst bar hin
fögru pálmavfðartré viÖ bláan himin.
Eftir miÖjan dag konr hafnsögu-
maöur, og sigldi hann Caroline inn
i litla vík, sem er skamt suður af
mynni Itajaby árinnar. Var þar
legið í tvær nætur, en hinn 17. var
skipinu siglt inn i árósinn, því að
margir af farþegunum ætluðu til
Blumenau, sem liggur sunnanvert
árinnar, og lagðist skipið undan við-
tökuhúsi innflytjenda. Næsta dag
var farangur þeirra, er ætluðu sér
að setjast að, fluttur á skútu upp
ána til nýlendunnar.
Þennan dag fóru flestir farþegar
í land að skemta sér og fá sér
hressingu í veitingahúsi, sem þar
var. LTm kvöldið sáu þeir félagar
ásamt skipstjóra og fjölda af skip-
inu, nokkra hesta, sem þeim leizt
miðlungi vel á. Voru þeir langir,
háir og þunnvaxnir, einkum um
brjóstin, og svipur þeirra hræðilega
úlfúðarlegur. Einn hestaeigandi,
sem annaðhvort vildi skemta komu-
mönnum með þvi að ljá þeim hest-
inn sinn, eða sjálfum sér með því að
fá að sjá þá ríða, fékk danskan
mann til að fara á bak, en hesturinn
setti hann óðara af sér. Rifnuðu föt
hans, en meiðsli urðu lítil. Þegar
komið var aftur með hestinn, þorði
enginn honum að ríða. Víkur skip-
stjóri sér þá að Jónasi Hallgrímssyni
og biður hann að fara á bak, en
Jónas færist heldur undan. Bað
skipstjóri hann því meir, tók fót
hans og tróð i ístaðið, fór svo yfir
fyrir og hélt í hitt. Síðan sagði hann
Jónasi sem vandlegast til, hvernig
hann ætti að lyfta sér upp í hnakk-
inn og sitja á hestinum.. Lét þá
Jónas svo vera sem skipstjóri vildi.
En þegar hann hafði lagað hann til
á hestinum sem hont^m líkaði, fékk
hann honum taumana, en bað hann
að gæta sin. Var auðséð á skip-
stjóra, að hann langaði til að sjá
Jónas ríða, en hefir liklegast búist
við að hann dytti af baki. Meðan
Jónas var að komast á bak, skalf
hesturinn. Að því búnu hleypti
Jónas af stað og reið í hvarf, en kom
von bráðar aftur. Klappaði þá
kvenfólkið svo mikið saman lófun-
um, að það hefði nægt til að fæla
suma hesta heima, en karlmönnun-
um þótti hann ríða svo fallega, að
þeir spurðu nafna hans, hvort hann
hefði ekki verið hermaður.
20. október sigldu þeir aftur ofan
ána og lögðust í árósinn. Þar lágu
fyrir tvö skip ftá höfuðborginni Rio
de Janeiro. Voru það mjög falleg
skip að sjá. Morguninn eftir sigldu
þeir út úr ósnum og norður með
landi, og lögðust á næsta degi fram
undan staðnum San Francisco á
samnefndri ey. Fór skipstjóri á
land og • margir af farþegum og
komu aftur um kvöldið. Sögðu þeir
þær fréttir, að í Rio Grande do Sul
væru óeirðir og styrjöld um þær
mundir. Varð það til þess, að þeir.
sem höfðu farið í land í San Fran-
cisco með þeim ásetningi að verða
þar eftir og halda þaðan áfram til
þessa fylkis, snéru aftur og ákvörð-
uðu að halda upp til Dona Francisca
nýlendunnar og dveljast þar, unz
betri upplýsingar fengist á ástæð-
unum i Rio Grande do Sul. Og
segir Jónas Friðfinnsson, að þeir
félagar hafi einnig tekið þann kost.
Daginn eftir kom maður á bát
(cano) frani að skipinu og spurði
eftir íslendingum, og sögðu þeir til
sín. Hann heilsaði þeim og nefndi
þá ættbræður sína, en kvaðst Silber
heita og vera Norðmaður. Hann
bauð þeim að koma með sér upp í
bæinn og sagði þeim, að þar byggi
norskur maður auðugur, Markús
Gjörrigsen að nafni. Væri hann
vænsti maður og mundi þeim gott að
leita ráða hans. Fóru þeir félagar
síðan í tend með Silber. Báðu þeir
hann fyrst allra orða að visa sér á
gott vatn að drekka, og gerði hann
það. Sýndi hann þeim margar teg-
undir af aldinum og ávaxtatrjám, og
fór siðan með þá til Gjörrigsens.
Sá stóð upp á móti þeim og heilsaði
glaðlega, eins og þeir væru gamlir
kunningjar hans. Réð hann þeim að
setjast þar að í nýlendunni Dona
Francisca, en fara ekki til Rio
Grande do Sul, eins og þeir höfðu
reyndar helzt haft i huga, þvi þar
væri róstusamt og flyttu margir sig
þaðan uorður í nýlendurnar, Dona
Francisca og Blumenau í Katrinar-
fylki. Hann sagði, að þeir mættu
ekki vinna mikið fyrst um sinn, né
drekka mikið af vatni, þvi að hvort-
tveggja gæti valdið þeim veikindum.
Einnig varaði hann þá við að lána
nokkrum manni peninga, ef þeir
hefðu þá. Síðan spurði hann margs
af íslandi. Þegar þeir skildu við
Gjörrigsen fór Silber með þá um
bæinn til að sýna þeim hann, og
þótti þeim þar mjög fallegt. Tvisvar
sinnum veitti hann þeim félögum
vín og flutti þá svo aftur til skips-
ins. Hann sagði þeim, að við höfn-
ina Joinville, helzta staðnum í ný-
iendunni Dona Francisca, byggi
norskur kaupmaður, Ulrik Ulrik-
sen að nafni. Væri hann vænn
maður og þeim gott að kynnast hon-
um.
26. q^tóber fóru þeir - félagar á-
samt öðrum farþegum alfarnir af
skipinu. Voru þeir fluttir ásamt
farangri sínum upp eftir á, sem
rennur í Joinville og komu þeir
þangað um kl. 9 um kvöldið. Þar
tók maður á móti aðkomumönnum
og fylgdi þeim' til húsa þeirra, er
allir, sem þangað flytja, mega búa í
leigulaust 8 vikurnar fyrstu eftir
að þeir koma, og hafa auk þess ó-
keypis fæði í 4 daga. Maður þessi
var glaður og viðfeldinn. Fékk
hann sér túlk að tala við þá félaga.
Var það kaupmaður í bænum, C.
Lange að nafni. — Sagði hann þeim
á dönsku hvað maðurinn hefði verið
að tala við þá og spyr þá síðan
hvaðan þeir væru, og sagði Jónas
Hallgrimsson honum það, sem varð
fyrir svörum. Tók hann það upp
eftir honum og sagði, að á íslandi
væri talað alt annað mál en danska.
Kvaðst hann vera frá Slésvík, en
hafa verið fyrir nokkrum árurn í
Kaupmannahöfn, lært þar dönsku,
en hefði nú að mestu leyti gleymt
henni aftur. Um kvöldið fengu
þeir kaffi og fóru síðan ofan til bát-
anna að sækja rúmföt sin, en hinn
flutningurinn var í ábyrgð þeirra,
sem fluttu, til næsta dags. Daginn
eftir komu þeir flutningi sínum til
innflytjenda húsanna. Þar hitti
Jónas Hallgrímsson Ulriksen og
gekk með honum i hús hans. Veitti
kaupmaðurinn honum öl og brenni-
vin, gaf honum nagla og léði
honum áhöld til að negla saman
kistu, sem bilað hafði. Spurði hann
að því hvernig á því stæði að Is-
lendingar væru farnir að flytja sig
hingað. Jónas svaraði, að þeir héldu
að hér væri betra en þar. Hann
sagði, að óhætt væri að halda það.
Seinna um daginn gengu þeir félag-
ar allir til hans, og réð hann þeim
til að setjast þar að í nýlendunni,
því hún væri bæði frjósöm og heil-
næm. Bauðst hann til að fylgja
þeim til nýlendustjórnarinnar og tala
þar máli þeirra, og kvað hana skylda
að sjá þeim fyrir vinnu er þangað
flyttu, fyrst í stað, ef þeir óskuðu
til. Um kvöldið fundu þeir Lange
kaupmann, og spurði hann þá hvað
þeir ætluðu fyrir sér. Svaraði Jónas
Hallgrimsson því fyrir hönd þeirra
félaga, að þeir ætluðu sér að setjast
að í nýlendumii fyrst, en ekkiMaka
land, heldur fá sér vinnu. Kvaðst
hann þá skyldi láta þá fá vinnu, eins
lengi eða stutt og þeir vildu, við
sögunarmyllnu, sem tilheyrði prins-
inum af 'Joinville (syni Lúðvíks
Pilips Frakkakonungs), væri bróðir
sinn verkstjóri þar og réði kaup-
gjaldi, sem væri jafnaðarlegast við
landvinnu i milreis á dag, en verka-
menn yrðu að fæða sig. Sjálfur
sagðist hann afgreiða kaupið á
hverju laugardagskvöldi, í sölubúð,
sem hann ætti skamt frá mylnunni.
L'111 þessar munlir fengu þeir fé-
lagar frgenir um að óeirðar sögurn-
ar frá Rio Grande væru bornar til
baka. Höfðu þær farið milli mála
og áttu ekki vi, Rio Grande do Sul,
heldur “fríríkin þar fyrir sunnan.’’
Fóru nú sumir þeirra, er ætlað
höfðu þangað upphaflega, að týgja
sig til ferðar að nýju. Meðal þeirra
var gamall bóndi, sem' átti son þar
syðra. Var hann nú á leið þang-
að með konu sína og fjögur upp-
komin börn. — Sjálfsagt hefir
bóndi þessi verið Skandinavi, því
Jónas Hallgrimsson bað hann að
skrifa sér sem greinilegast af á-
standinu og öllum lifsskilyrðum í
Rio Grande. Lofaði karl þvi. En
aldrei kom neitt bréfið. Fréttu þeir
seinna, að hann hefði snúið aftur í
Katrínar-ey og farið til Blumenau.
Ekki þótti þeim félögum ráðlegt að
fara suður í óvissuna, mállausir,
þvert ofan í ráðleggingar annara,
einkum þar sem þeir höfðu nú von
um vinnu, og vildu helzt reyna að
komast ögn meira niður í málinu
j (þýzkunni) áður en þeir tækist þá
för á hendur, fyrst þeir á annað
j borð voru komnir til Skandinavia,
sem þeir skildu bezt og reyndust
þeim vel.
Tveim dögum síðar tóku þeif
vinnuboði Lange’s kaupmanns. Bauð
hann þeim að gieyma farangur
þeirra og lagði ríkt á við þá að lána
engum þá peninga sem þeir hefðu.
Sagði Jónas Hallgrímsson þeim
bræðrum, að hann vildi fá létta
vinnu fyrst í stað handa þeim fé-
lögum, og álitu þeir, að svo þyrfti
að vera, þar sem þeir hefðu ekkert
unnið svo lengi og væru óvanir hit-
anum. Heldur hvöttu þeir bræður
þá nafna að stunda smíðar við
mylnuna, því að þá fengi þeir hærra
kaup, en þeir kusu heldur landvinnu
fyrst, því að þeir væru hræddir um
að feðgunum, Jóni Einarssyni og
Jóni syni hans, gengi illa að vinna
með þeim, sem þeir ekki skildu.
1. nóvember heimsótti þá félaga
sænskur maður að nafni Nielsen.
Kom hann þangað bláfátækur fyrir
hálfu f jórða ári, en hafði nú eignast
ræktaða jörð og alt hvað hann
þurfti. Miklu betra þótti honum
þarna að vera en í Svíþjóð. Bauð
hann þeim að ganga með sér um
bæinn og veitti þeim vín og vindla.
Hálfum mánuði síðar heimsóttu
þeir hann, eftir því sem hann hafði
boðið þeim. Var hann glaður og
gestrisinn, og sýndi þeim alt land
sitt. \7ar það bæði margs konar og
arðsamt, sem á því óx. Kvikfénað-
ur hans var einn hestur, kýr og
kálfur, 8 svin og margt af öndum
og hænsnum.
Daginn eftir heimsókn þessa fóru
þeir félagar gangandi til sögunar-
mylnunnar, sem var 3 mílur fyrir
ofan staðinn Joinville. Komu þeir
þangað kl. 1, og höfðu vagn með-
ferðis undir flutning sinn. Gaf
verkstjóri þeim brennivín þegar þeir
koniu, og fylgdi þeim síðan í stórt
hús, sem var í smíðum. Á því var
laufþak, sem títt er í Brasilíu, en
grindin var ennþá óklædd að neðan.
Sagði hann, að þeir mættu taka borð
og láta upp á bitana til að hafa þar
rúm fyrst um sinn. Flestir aðrir
verkamenn sváfu á gólfinu og höfðu
einungis pálmaviðarblöð undir sér.
Eftir hálfan mánuð fluttu þeir sig
ásamt öðrum verkamönnum í annan
enda hússins, því að þá var lokið
að hressa dálítið meira upp á húsið.
Til vinnu var gengið kl. 5á
ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ
NUGA-TONE er dásamlegt meOal
fyrir sjúkt og lasburða fðlk. Eftlr
vikutíma, eða svo, verður batans vart,
og víð stöðuga notkun fæst gðð heilsa.
Saga NUGA-TONB er einstæð í sinni
röð. Miljðnir manna og kvenna hafa
fengið af því heilsu þessi 45 ár. sem
það hefir verið i notkun. NUGA-
TONE fæst f lyfjabúðum. Kaupið að-
eins ekta NUGA-TONE, því eftirlíking-
ar eru árangurslausar.
Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE i
ábyggilegum lyfjabúðum.
Notið UGA-SOL við stýflu. Petta
úrvals, hægðalyf. 50c.
morgnana, kl. 9 borðuðu menn ár-
bita og höfðu til þess hálfa klukku-
stund, frá kl. 12 til 2 voru menn
heima að borða miðdegismatinn, og
kl. 7 á kvöldin var verki hætt, svo
vinnutíminn var samtais 11 stundir
á dag. Blés verkstjóri i lúður, þeg-
ar menn áttu að fara í vinnu eða
hætta henni.
3. nóvember byrjuðu þeir félagar
vinnu og höfðu fyrstu þrjá dagana
styttri starfstíma en aðrir. Verkið
var í því fólgið að uppræta við og
ógresi úr haglendi nokkru. Unnu
þeir að þessu í 5 vikur. Eftir það
fóru þeir og margir aðrir að pjakka
upp jörð, aka í hjólbörum og ann-
að því um líkt. Á laugardögum
höfðu menn aðeins einnar stundar
mathlé um miðjan daginn og hættu
vinnu kl. 5. Var þá farið niður í
búð C. Lange að meðtaka vinnu-
launin og kaupa sér fæði til næstu
viku. En til fæðis höfðu þeir hert
kjöt (carne secca), mandísk-brauð,
tvenns konar flesk, svartar og rauð-
ar baunir og hrísgrjón. Féll þeim
maturinn fremur illa fyrst, en vönd-
ust honum fljótt. Var þetta alment
talin holl og saðsöm fæða. Kaffi
drukku ?eir kvöld og morguns.
Nokkru eftir að þeir félagar
komu til mylnunnar, kendi Jónas
Friðfinnsson og þeir feðgar dálítill-
ar magaveiki. Ennfremur fékk
Jónas útslátt um hendur og hand-
leggi, en þó mestan utn fæturna.
Varð hann frá verkum fyrir það í
4 daga. Og Jón yngri kendi verkj-
ar í höfði þegar heitast var. Aft*
ur á móti var Jónas Hallgrimsson
hraustur og kendi ekki mæði þeirrar
og brjóstveiki, sem hann hafði
fundið til heima, en til lúa fann
hann og þeir allir saman. En Jónas
fékk ekki lengi að njóta sinnar góðu
heilsu. 12. des. var hann lasinn og
daginn eftir var hann altekinn af
höfuðverk, beinverkjum og innvortis
þrautum. Flutti Jónas Friðfinnsson
hann á sjúkrahúsið í Joinville 15.
sama mánaðar. Var honum veitt
þar góð læknishjálp og bezta að-
hlynning, svo að honum fanst hann
vera sem i foreldra höndum. Lækn-
irinn var þýzkur, og ljúfur við
Jónas. Komust þeir brátt upp á að
tala saman þótt þýzku-kunnátta
Jónasar væri ekki mikil. Spurði
læknirinn hann margs, þegar hann
tók að firessast. Hafði hann les-
ið nokkuð um ísland og frétti það-
an margs. Síðast spyr hann Jónas
um hagi hans, og þótti honum konan
og börnin vera langt frá honum, og
spyr hvort Jónas ætti ekki von á
þeim á eftir sér, því ekki kvaðst
læknir eiga von á að hann færi til
íslands aftur, þar sem Brazilía væri
miklu betra land en Þýzkaland, og
væri það þó miklu betra en íslarid
Við og við kom nafni hans að
finna hann á spitalanum og eyddi
í það þremur dögum. Á gamlárs-
dag var hann orðinn svo hress, að
hann fór af sjúkrahúsinu. Fékk
læknirinn honum bréf til að afhenda
nýlendustjórninni. Stóð í því, að
hann vSeri orðinn heilbrigður, en
bæri ekkert að borga, hvorki fyrir
veru sína á spítalanum, læknishjálp
eða meðul. Afhenti hann bréfið og
fór því næst þangað er velgerða-
maður þeirra félaga, Lange kaup-
maður, hafði útvegað honum hús-
næði í Joinville. Var Jónas lengi að
ná sér. Taldi læknirinn orsök veik-
innar, að hann hefði lagt of hart á
sig í svo miklum hita og svo slegið
að honum kulda. Yrði hann því að
fara vel með sig og gæta þess að
honum kólnaði ekki.
I nýlendunni Dona Francisca var
siðsemi, stjórn og regla i bezta lagi.
Flest fólkið var víðsvegar frá
Þýzkalandi, glaðvært, viðfeldið og
greiðugt. Embættis- og yfir-menn
Ijúfir og lítillátir. Börnin frjáls-
leg og einstaklega kurteis. Illindi
mjög sjaldgæf, þó æði margir tæki
sér drjúgum í staupinu. Þótt ka-
þólsk trú sé þjóðartrú í Brasilíu,
þá lætur stjórnin víða byggja kirkj-
ur handa-prótestöntum í þýzku ný-
lendunum, þar sem þess gerist þörf.
Einnig launar hún prestum mót-
mælenda. Til prótestanta (lúth-
ersku) kirkjunnar í Dona Francisca
veitti stjórnin 10,000 dali.
Mestan hjluta fársins var þarna
mikill mývargur. Eru flugurnar
miklu illvigari en þær, sem við Mý-
vatn eru. Af þeim fengu þeir fé-
lagar stundum svo mikla bólgu-
þrimla í hendurnar, að þeir áttu
bágt með að kreppa fingurna. Til
var líka önnur stærri tegund af
flugum, sem einstaka sinnum sóttu á
að stinga menn og skepnur í ný-
lendunni San Leopoldo í Rio
Grande, sem er um 60 milur þaðan,
hafði komið upp svo rnikil mergð af
flugum þessum í næstliðnum októ-
bermánuði, að menn, sem úti voru
og ekki gáfu náð húsum, urðu að
kasta sér til jarðar til að hylja sig.
Var svo hermt, að þær hefðu drepið
eina kerlingu og kapal. Nóg var af
höggormum, sem bíta banvænu biti,
ef ofan á þá er stigið, eða við þá
komið, og dóu 7 eða 8 menn af
þeirra völdum á þeim 13 árum, sem
liðin voru frá því að nýlendan var
stofnuð, og þar til þeir félagar komu
þangað. En margir hafa verið
læknaðir, og er mjög áríðandi að fá
fljótt læknishjálp við biti snákanna.
Lakastir allra kvikinda þykja mörg-
um maurarnir vera, því þeir skemma
fyrir mönnum ungjurtir og sáð-
plöntur, en eru þó að öðru leyti
meinlausir.
Islendingar undruðust frjósemi
grasaríkisins. Alt af mátti einhverju
sá og eitthvað uppskera í hverjum
mánuði ársins. Spretta sumar á-
vaxtategundiirnar bezt þegar heit-
ast er, en aðrar þegar hitinn er
minstur. Var næstum alt hugsan-
legt hægt að rækta. Mikill hluti ný-
lendunnar var vaxinn skógi, sem
ryðja þurfti áður en ræktun lands-
ins gat byrjað. Flestir i nýlend-
unni voru vel efnaðir, fáir mjög
ríkir og fáir mjög bláfátækir. Geta
flestir eða allir séð um fjölskyldu
sína. Þegar einhver deyr frá ungum
börnum', eru þau tekin til fósturs af
öðrum, því enginn var fátækrasjóð-
urinn til að grípa til. Engir voru
skattar eða álögur, nema að þeir,
sem hafa jarðir, gjald 2 milreis (4
danska dali) af hverjum 50 teigum,
sem jafnast á við 38 dagsláttur. Læt-
ur nýlendustjórnin sér mjög ant uro
að leggja góða vagnvegi um nýlend-
una þvera og endilanga.
Þegar þeir félagar höfðu kynt sér
nýlenduna sem föng voru til, far.st
þeim að þeir geta felt sig við afc
setjast þar að, en þótti þó fullheitt
um hásumarið, sem þeim máske
hefir fundist enn heitara sökum þess,
að þá var hávetur á íslandi. Og i
tilliti til félagsbræðra sinna á ís-
landi (þeirra er stóðu í Útflutnings-
félaginu) hugðu þeir, að vera kynni
að Dona Francisca yrði þeim ekki
að öllu geðfeld, einkum vegna þess,
að litla kvikfjárrækt var hægt að
hafa fyrst í stað, og ef til vill aldrei
neina sauðfjárrækt að ráði. En sú
mun hafa verið hugsun þeirra, er
að heiman var farið, að finna eitt-
hvert landsvæði í Brasiliu, þar sem
Islendingar gætu haft svipað bú-
ska.parlag og þeir voru vanir heima,
fyrst í stað eftir að þeir setíust þar
að. Ákváðu þeir nafnar að svipast
um eftir heppilegu nýlendusvæði i
Rio Grande, er förinni mun fyrst
hafa verið heitið til. Ekki kvað
Lange kaupmaður þetta óskynsam-
legt, en kvað þá þó imundu aftur
koma. Eftir urðu þeir feðgar og
unnu áfram í mylnunni. Hafði
Jónas Hallgrímsson talað svo máli
þeirra við Lange verkstjóra, að þeir
höfðu loforð um að halda vinnunni
eins lengi og þeir vHdu. En sú var
ráðagerðin, að ef þeim nöfnum lit-
ist vel á sig suður í Rio Grande, þá
skyldi þeir skrifa þeim feðgum að
koma suður á eftir sér. Ef þeim
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man.............B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota..........B. S. Thorvardson
Árborg, Man..'..........Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man. *.............Sumarliði Kárdal
Baldur, Man...................O. Anderson
Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash.........................Ami Símonarson
Blaine, Wash. ............Arni Símonarson
Bredenbury, Sask................S. Loptson
Brown, Man......................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask..............S. Loptson
Cypress River, Man......................O. Anderson
Dafoe, Sask...............J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota......Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask. ....Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask........J. J. Sveinbjörnsson
Garðar, N. Dakota........Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask....................C. Paulson
Geysir, Man............Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man...................F. O. Lyngdal
Glenboro, Man.............................O. Anderson
Hallson, N. Dakota......S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man........Magnús Jóhannesson
Hecla, Man................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota............John Norman
Husavick, Man...............F. O. Lyngdal
Ivanhoe, Minn....»................B. Jones
Kandahar, Sask............J. G. Stephanson
Langruth, Man.........................John Valdimarson
Leslie, Sask.................Jón Ólafsson
Lundar, Man............................Jón Halldórsson
Markerville, Alta. ...........O. Sigurdson
Minneota, Minn....................B. Jones
Mountain, N. Dak.........S. J. Hallgrímson
Mozart, Sask...........J. J. Sveinbjörnsson
Oak Point, Man..............A. J. Skagfeld
Oakview, Man...........................Búi Thorlacius
Otto, Man..................Jón Halldórsson
Point Roberts, Wash.............S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta...............O. Sigurdson
Reykjavík, Man...............Árni Paulson
Riverton, Man........................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash. ...............J. J. Middal
Selkirk, Man...........................Th. Thorsteinsson
Siglunes P.O., Man......Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man........................Búi Thorlacius
Svold, N. Dak...........B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask.............J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð
Viðir, Man.............Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man..............Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man. .........Jón Valdimarssor.
Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beadh...............F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask.............J. G. Stephanson