Lögberg - 21.04.1938, Page 4
4
LÖGrBERG, FIMTUDAGLNN 21. APRÍL 1938
ilúgtjers
GefiC út hvern fimtudag af
I H E C O LU M B I A PRE 8 8 L I M I T E D
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR DÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verö »3.00 um driö — Borgist fyrirfram
The “Lögberg" is printed and published by The
Columbía Prees, Iámited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Sumri fagnað
Vér erum nú rétt í þann veginn að
kveðja einn þann mildasta og mjiiklyndasta
vretur, sem sögur fara af á þessum slóðum,
jafnframt því vér, samkvræmt íslenzku tíma-
tali, fögnum sumri, og þá ekki sízt einum af
minningaríkustu hátíðisdögum hinnar ís-
lenzku þjóðar, sumardeginum fyrsta. Ekki
var því þó ávalt að lieilsa, að með hinum
fyrsta sumardegi riði sumar ávalt í garð, því
víða heima hagaði þannig til, að snjór huldi
jörðu fram á hvítasunnu eða jafnvel lengur.
En það voru langdegis og gróðrarvonirnar,
sem við sumardaginn fvrsta voru tengdar,
sem einkum helguðu aðkomu hans í vitund
þjóðarinnar og veittu honum dulrænaan há-
tíðisblæ. Þar sem vetrarríki er mikið, eins
og jafnaðarlegast vúðgengst á Fróni, varð
sumarþráin af skiljanlegum ástæðum ríkari
og yfirgripsmeiri en á þeim stöðvum, er
minna hafa af fangbrögðum óblíðra nát'túru-
afla að segja. Hin íslenzka þjóð gekk spari-
búin til móts við sumardaginn fyrsta, með
sumar í sál og lijarta.
Sumardagurinn fyrsti hefir ekki farið
varhluta af hrifningu íslenzkra skálda; þau
hafa sungið honum sálma og kveðið honum
ólgandi eggjunarljóð þjóðinni til sigurs og
sálubótar; þegar Matthías einhverju sinni á
gneistandi þeysireið' arnfleygs anda, ásakar
þjóðina um sinnuleysi og svefn í stað þess að
hefjast handa á sumarmálum til framtaks og
dáða, kemst hann meðal annars þannig að
orði:
“En þið hafið setið við sögur og spil
og syndgað upp á náð þá, sem aldrei var til.”
Og það eru fleiri skáld en Matthías, sem
eggjað liafa íslenzka þjóð lögeggjan við að-
komu sumars.—
1 hvert sinn og blómknappur springur
út rætist einn af eilífðardraumum tílverunn-
ar; sumarið er líftrúað eins og mennirnir
eiga að vera, þekki þeir sinn vitjunartíma.
Engu lífi er betur varið en því, sem helgað
er trúrri þjónustu sumarhugsjóna og gróðr-
arvona. Sumarvúðfangsefnin, sem framund-
an bíða, eru mörg og mikilvæg; þau þarfnast
karlmensku og átaka, sé þess að vænta að
þeim skili áfram svo um muni, í rétta átt;
þau eru nauðsyn, eins og lífið sjálft er nauð-
syn. Eftirminnileg er hún, hvatningin, sem
felst í eftirfarandi vísu Longfellows í snild-
arþýðingu Matthíasar:
“Líf er nauðsyn, lát þig hvetja,
líkst ei gauð'i, berstu djarft,
vert ei sauður, heldur hetja,
hníg ei dauður fyr en þarft!”
Á sumardaginn fyrsta flýgur hugur vor
vestrænna afkomenda Islands, heim í faðm
f jalla og f jarða, þar sem vér, mörg hver, eig-
um heilagar, órofa æskuminningar, vini og
venzlalýð; með þeim fögnum vér sumri — í
hjartanu. Hugarafstaða vor margra hverra
til íslands, er hliðstæð niðurlagsvísu Einars
Benediktssonar í “Stefjahreimi,” þar sem
hann lýsir afstöðu sinni til landsins helga í
norðurhöfum:
“Mitt verk er þá eg fell og fer,
eitt fræ, mitt land í dupt þitt grafið;
mín söngvabrot, er býð eg þér,
eitt blað í ljóðasveig þinn vafið.
En insta hræring hugar míns,
hún hverfa skal til upphafs síns
sem báran endurheimt í hafið'.”
Með þessu hugarfari fögnum vér sumri,
en deyjum þegar þar að kemur “ofan í Dýra-
fjörð” helgiminninganna um stofnþjóð vora
og land norður við hið yzta skaut.
Heimilisiðnaður Islendinga
í Veálurheimi
Erindi sent Ríkisútvarpi islands
til birtingar veturinn 1938
Eftir að eg hafði fengið meðmælingabréf
frá háttvirtri ríkisstjórn upp á vasann og
tilkynningu frá Þjóðræknisfélagi Islendinga
í Winnipeg um að kvenna-móttöku-nefnd væri
sett á laggirnar til að taka á móti mér og ráð-
stafa ferðum mínum vestanhafs, lagði eg
örugg-af stað í maímánuði s.l. til ársdvalar
hjá löndum mínum vestanhafs, með kistu
fulla af sýningarmunum, því eg taldi ekki ó-
líklegt að landar vestra hefðu gaman af að
sjá og rifja upp ýmislegt um íslenzka handa-
.vinnu og kynnast jafnframt að nokkru leyti
heimilisvinnubrögðum landsmanna eins og
þau eru nú.
Eg bjóst ekki við að margt mundi vera
um heimilisiðnað í Vesturheimi, þar sem
vélarnar eru flestar og hraðinn mestur, en
raunip varð önnur. Það er ótrúlega mikið
um ýmislega handavinnu hér vestra, ekki ein-
ungis meðal landa, heldur og hjá hérlendu
fólki. Pig hefði ekki trúað því, ef eg hefði
ekki séð það með éigin augum.
Handavinna, af eldri og yngri gerð, er
að ryðja sér til rúms um allan hinn mentaða
heim og ber margt til þess að hreyfing þessi
hefir svo góðan byr meðal þjóðanna. Fyrst
og fremst það, að allir menn þrá að hafa eitt-
hvað það fyrir augunum í klæðnaði og híbýl-
um sínum, sem segja má um að sé af eigin
toga spunnið. 1 öðru lagi, að á seinni tímum
eykst áhugi margra manna fyrir því, sem
þjóðlegt er í orðum og athöfnum. Sú alda
gengur nú yfir öll menningarlönd. Þá kemur
og sparnaðurinn til greina, að nota þau efni,
sem fyrir hendi eru og að nota frísutndirnar;
kreppan og hinir erfiðu tímar kenna mönnum
það. Loks gengur móðurinn í lið með þess-
ari stefnu og er það jafnan drjúgur liðsauki.
Margt er gert í þessu landi til að við-
halda og örfa áhuga manna fyrir handavinnu.
Sýningar eru haldnar árlega í öllum ríkjum
Bandaríkjanna og í öllum fylkjum Canada
seinni part sumars og er þar sýnd öll fram-
leiðsla landsins: jarðargróði hverskonar, bú-
peningur o. fl. I sambandi við þær sýningar
er og ætíð stór handavinnudeild og eru veitt
verðlaun fyrir alla vel gerða handavinnu, og
fyrir nýjar og gamlar hugmyndir á því sviði.
Hafa Islendingar oft tekið þar verðlaun.
Einnig eru þjóðbúningasýningar hafðar við
og við og menn mjög hvattir til að halda
þjóðbúning sínum í heiðri. Verðlaun veitt
fyrir þá beztu og hafa tslendingar að sjálf-
sögðu verið “prísaðir” á mörgum sýningum
fyrír sína gullfallegu kvenbúninga.
Þá hafa skólarnir, einkum Gagnfræða-
skólarnir (Highschools, 4 ára unglingaskólar,
sem taka við af barnaskólunum) tekið upp
handavinnu 1 tíma á dag alla daga vikunnar,
eða 3 stundir í einu einu sinni í viku, — sníða
og sauma stúlkurnar þar fötin utan á sig,
prjóna og hekla, en drengimir smíða ýmsa
smámuni: borð, hillur, bókastoðir, einnig
nokkra hluti úr málmi. Barnaskólarnir hafa
aftur á móti alt fram að þessu haft litla
handavinnukenslu, en nú er að vakna áhugi
fyrir þessari námsgrein, einnig þar (sum-
staðar hafa íslenzku kvenfélögin fengið að
kenna handavinnu í baraskólunum einu sinni
? viku.).
Umferðarkennarar hafa verið seiulir út
um sveitir og bæi, kostaðir af alríkinu, fylkj-
um eða félögum, til að leiðbeina húsmæðrum
um ýmislega liandavinnu. Varð eg áhrifa
þeirra víða vör í Manitoba. í því fylki er
mjög mikið um sauðfjárrækt. Voru því leið-
beiningar af hálfu hins opinbera sérstaklega
miðaðar við meðferð ullar og notkun hennar
til klæðnaðar og annara heimilisnota. — Ullin
var á verstu krepputímunum verðlaus að
kalla eins og fleira af framleiðsluvörum
bænda (3-5 cent eða 15-25 aura pundið af ull-
inni óhreinni. Nú er verðið 15-20 cent pd.).
Þá hjálpar tískan drjúgum til. Hin stóru
verzlunarhús, sem hafa ullar- og bómullar-
garn til sölu, hafa öll kenslustofu, er veitir
ókeypis tilsögn í öllu er að prjóni og hekli
lýtur, sem notað er til ýmislegrar fatagerðar
á böm og fullorðna. Fjöldinn allur af kon-
um, eldri og yngri, í bæjum og til sveita, nota
heimaprjónaða eða heklað'a kjóla, ýmist úr
ullar- eða bómullar-garni og sómir ]>að sér
ágætlega. Margar íslenzkar konur vinna sér
inn drjúgan skilding með því að prjóna eða
hekla slíka kjóla fyrir náungann. Til kven-
fatnaðar heyra glófar og hafa konumar hér
tekið sér fyrir hendur að hekla þá úr fínu
garni, prýðilegt verk.
í Manitobafylki, þar sem Islendingar eru
flestir, er mikið um allarvinnu, kuldinn knýr
menn til að nota ullarfatnað, og í öðru lagi
hagar svo til, að' einn aðalatvinnuvegur
þeirra, sem landið byggja, bæði Islendinga og
annara þjóða, eru fiskiveiðar í hin
um fiskisælu vötnum fylkisins, og
því mikil þörf á hlýjum klæðnaði
Þá kom sér vel kunnátta landanna
á meðferð ullarinnar, enda hafa þei
haft hennar góð not.
Maður sér allsstaðar hjá eldri
löndum ýmisleg ullarvinnuáhöld
rokka, kamba, bæði stólkamba og
algenga kamba, prjóna, snældustóla
og hringprjónavélar. Sumir komu
með þessi áhöld að heiman, en hér
eru einnig rokka- og kambasmiðir
og bæði sænskar og norskar verzl
anir, og jafnvel stórverzlanir bæj
anna, hafa rokka og kamba á boð
stólum, sem hafa reynst vel.
Eg hefi víða séð stólkamba
notkun hér, því ullin er víða heitna
kembd, þó nóg sé af kembingarvél
um í landinu. Mér þótti gaman að
sjá gömlu bændurna vera að sam
kemba og kemba fyrir konurnar sin
ar milli mála i 30 stiga h'ita á Celsius
ísumar.
Það sem sérstaklega er framleitt
auk nærfata og plagga til heima
notkunar, er söluvarningur ýmis
konar, mest vetlingar, sem notaðir
eru við fiskiveiðarnar í vötnunum
en einnig sokkar og peysur.
vetlingana hafa margir eingirni og
keinba og spinna ullina heima og
margir handprjóna vetlingana alveg
en aðrir prjóna í hringvélum, sem
hér eru almennar, en handprjóna
totur og þumla. Þessir vetlingar
eru seldir á 30-35 cent parið (kr
1 -35—J-55) og fást 4—5 pör úr
pundinu. Stórverzlanir bæjanna
kaupa þessa vetlinga í þúsundatali.
Þess eru dæmi meðal Isl., bæði
í borgum og bygðum, að eitt heimili
hefir selt 5-600 pör á ári. Vetling-
arnir eru ýmist hvítir, gráir eða bláu
yrjað saman við hvitt. Sokkar eru
einnig framleiddir, ýmist handprjón-
aðir eða vélprjónaðir og peysur
nokkuð, þær eru eingöngu hand-
prjónaðar, því breiðar vélar eru al
ment ekki til á heimilunum. Sum-
ir lyppa ullina, en spinna ekki, og
prjóna svo peysur úr, eru þær hlýj-
ar og góðar og hafa verið keyptar í
stórverzlunum. Allsstaðar sér mað
ur heimaunnar peysur, nærföt og
Plögg.
Þ \ er ekki síður unnið af kappi
að rúmábreiðugerð víðsvegar í borg-
um og sveitum, bæði til sölu og til
heimanotkunar (stoppteppi---Quilt).
Þessar ábreiður tíðkast, held eg, vítt
og breitt um Ameríku, a. m. k. hefi
eg hvarvetna, bæði í Canada og
Bandarikjunum, sofið við stopp-
teppi úr ull og eg sé þau í hverju
rúmi. Áður fyr var bómull nær
eingöngu notuð, en á seinni árum
eru menn hvattir til að nota ullina,
sem hefir verið verðlítil, enda hafa
menn ekki annað ofan á sér en tepp-
in ofin og stöguð, sængur eru ekki
notaðar, þó einstaka landi eigi sæng
til vetrarins.
íslenzku kvenfélögin, sem eru hér
á hverju strái, bæði i borgum og
bæjum og standa að miklum mun
straum af kirkjulegu starfi meðal
landa, fara að sjálfsögðu margar
leiðir til að afla sér fjár, en mest
og bezt samt með margskonar vinnu.
Fjöldi af félögum framleiða teppi til
sölu, sækjast stðrverzlanir og ein-
staklingar eftir teppum kvennanna.
Félagið kaupir ullina óhreina og fé-
lagskonur skifta þvottinum á milli
sín. koma svo saman til að kemba,
sumar með stólkamba, aðrar með
algenga kamba, go sumar tæja ull-
ina, aðrar þræða teppið saman.
Innra verið kaupa þær fyrir 1 doll-
ar. í teppið fara 4—5 pund af
hreinni ull, og söluverðið þegar búið
er, er jafnaðarlega 5 dollarar. Það
er oft glatt á hjalla hjá konunum
við þessa teppagerð og kaffið
simakkast vel að loknu starfi.
Ein gerð af þessum teppum eru
skrautteppi, dýr og vönduð vinna,
frekar til prýði en til skjóls (þau
eru stoppuð með viðarull). Þessi
teppi gat að líta á öllum stærri sýn-
ingum og á mörgum heimilum, þau
eru flest handsaumuð en sum prjón-
uð eða hekluð, og öll samsett úr
mörgum tíglum, prýðileg vinna. Oft
taka kvenfélagskonur, sem að þessu
vinna, sinn tígulinn hver að sauma,
prjóna eða hekla, og svo er alt
skeytt sanian á eftir, virðist þetta
takast mætavel og kemur létt niður.
Gangið í Cockshutt þróunarfylkinguna
~r a. '■ I
FARM IMPLEMENTS
Til þess að flýta fyrir plKgingu . . .
þá skuluð þér fá Cockshutt “Jewel”
Þór plæffið fleiri ekmr á ila^
nieð Coeksliutt “Jewel”, vinnið
betra verk og verðið óþreyttari
að kveldi. Þetta er forustu
hest a-fta iif* 1) 1 ós: 11 ri 1111.
(ierftin ber hanilliragn ief?ÍH pl^ósmi ÍSs; háir earhon stálpartar f.vrirliyg;g:ja éþarfa
þynK<l or tryRRja RÓfta ending;u. Alemite smurning g;erir ilrnttiim aubveidari.
Til þenn all tryggja yftur liagkvæmlega og artivienlegra þjónuHtu, skuluft þér skoha
“Jewel” hjá na-sta Coeknhutt umbofÍHmannl.
No. 0 (nhmvn) in 7-ft.,
8-ft. and 10-ft. sizen. No
0 in 12-ft., 16-ft., 18-ft.
and 24-ft. width§.
Sparið tíma . . . sparið verk . . . gerið betri v innu
with the famous COCKSHUTT doubuSisc HARROW
l»etta eru hin ákjósanleKu tvídinkaherfi, er eigia vitS livert býli. Þafi er aubvelf
í mebföriim mefí Alemite Hinurningii og ryktryKKTum boltavöltum. Þetta er
áhyggilegasta áhaldib, rintir djúpt og upprætir illKrenÍ. Stál earbon partarnir
tryggja mikinn kraft og uófta en<ling;u. öllum hreyfinKum vélarinnar Htjórnaó
frá nætiim. Hesta og Dráttarvéla gerhir, einH og myndirnar sýna.
Þenni C'oekHhutt hvanHtentu lierfi eig;a vel vili grrýtt land. SkoðifS þau hjá
Coek-nhutt umboðHmanninum.
Bæklingar um Cockshutt búnaðaráhöld látnii* ókcypis í té
rnc KSHUTT
wm p l □ w CDMPANY LIMITFD
WINNIPEG REGINA SASKATOON CALGARY EDMONTON
Kvenfélögin hafa oft látið draga um
þessar ábreiður og fengið 40—80
dollara fyrir hverja.
Það væri nóg efni í annan pistil,
að skýra frá samtökum íslenzkra
kvenna í Vesturheimi. Það starf
sem þær hafa int af hendi með
félagslegum samtökum sínum fyrir
kirkju og kristindóm, fyrir íslenzka
tungu og hverskonar þjóðrækni,
verður aldrei fullþakkað né metið
sem skildi.
Á nær því hverju einasta heimili
íér vestra, bæði í bæjum og sveit-
um, á svokölluðum nýtískuheimilum
og á hinum, sem halda eldri siðuim,
sér maður fjölmargt heimaunnið,
heklað, saumað eða prjónað: sess-
ur, dúka og hlífar, hengi allskonar
og gluggablæjur úr ódýru og fallegu
efni, handtöskur margskonar og
ýmislegt til rúmfatnaðar. Ekki sér-
lega fínt, en smekklegt og tildur-
laust, svo það þolir vel hnjask dag-
lega lífsins (stáss-stofur eru hér
ekki til, sem betur fer). Mikið er
um heimagerðar flosmottur, bæði
við dyr og framan við rúm, prýði-
lega mjúkar, sterkar og smekklegar.
Eru þessar mottur gerðar úr upp-
gjafa silkisokkum eða nærfötum, eða
úr bandi, og sumir gera þær jafn-
vel úr lopa, lita ullina alveg fyrst.
Flosað er í grind í sterkan striga
með sérstakri nál eða heklunál,
munstrið er dregið á strigann. Þessi
teppagerð er eitt af því, sem um-
ferðakennararnir leiðbeina um.
Þá er mikið um prjónaðan og
heklaðan klæðnað : Kjóla, vesti, húf-
ur, vetlinga, trefla o. s. frv.
Mikið þótti íslendingunum gaman
að skoða handavinnuna, sem eg
hafði meðferðis að heiman (fjöldi
af hérlendu fólki hefir líka átt kost
á að sjá sýningarnar, bæði í fjöl-
mennum félögum og skólum og hafa
allir lokið miklu lofsorði á vinnu-
brögðin).—íslenzku konurnar dáð-
ust að ullinni, sem eg hafði með-
ferðis, og varð þeim mörgum að
orði: “Margt fallegt gætum við unn-
ið úr ull, ef við hefðum svona ull.”
En sýnishornin voru heldur ekki
valin af verri endanum, eins og
nærri má geta.
Það eru tiltölulega litið notaðar
vélar hér til að flýta fyrir við heim-
ilisiðnaðinn. Eins og eg áður tók
fram, kemba márgir heima i stað
þess að senda í kembivélar. 1 einni
íslenzku bygðinni gisti eg hjá göml-
um hjónum, bóndinn var um átt-
rætt, hann kembdi fyrir konurnar í
bygðarlaginu og tók 20 cent (kr.
versla við hann en kembivélarnar,
sagði hann, þvi þá voru þær vissar
um að fá sína eigin ull aftur. Þessi
gamli maður hafði fengið sér mjög
einfalt keinbiverk, sem hann bauð
mér að sjá í kjallara sínum. Vélin
kembdi ullina í nokkurskonar lopa,
kostaði með öllum útbúnaði 13 doll-
ara (önnur stærri fæst á 39 doll-
ara). Þessar litlu kembivélar sé eg
víðar hjá löndum og höfðu allir
fengið þær hjá Sifton Spinning
Factory, Manitoba, Man. Vélin var
ekki ólík hverfisteini og snúið með
handafli. Út úr “steininum” voru
tennur, sem skiftu ullinni í lopa,
en flókrta ull sagðist gamli gamli
maðurinn þurfa að kemba í stól-
kömbum áður og hafði hann þá þar
vlð hendina. Að þessu vann gamli
maðurinn í 30 stiga hita (á Celsius),
en kaldara var niðri í kjallaranum
og þar svalt og gott vinnuherbergi.
Eg vaknaði við kembingarhljóðið,
og trúði varla mínum eigin eyrum
Allir, sem nota þessra vélar hér láta
vel af þeim, segja að það sé bæði
fljótlegra og léttara verk að kemba
í þeim en vanalegum kömbum.
Prjónavélar eru, eins og áður er
sagt, fátíðar á heimilum, nema
hringvélar, stóru flatvélarnar þykja
dýrar. Einstaka kona hefir komið
með brúkaða vél að heiman, og hef-
ir haft góða atvinnu af prjóni hér.
Handspunavélar eru ekki þektar
hér meðal landa, en þeir lögðu eyr-
un við, er eg skýrði frá um notkun
þeirra, og margs þurftu þeir að
spyrja þaraðlútandi. — Mér þykir
ekki ólíklegt að íslendingar hér
vestra komi sér upp vélum áður
langt um líður, nógan hafa þeir
efniviðinn og nóg er hér
um góða smiði; þeýn mundi ekki
verða skotaskuld úr því að smíða
spunavélar. Þeir mundu líka fljótt
fá raforkuna í lið með sér. Fjöldi
af sveitaheimilum hér hafa einfald-
an og ódýran rafurmagnsptbúixað
(vindmótora), sem veitir þeim nóg
rafurmagn til ljósa, til að dæla vatn-
inu upp úr brunninum og fyrir út-
varpið.
Vefnaður er lítt tíðkaður á heim-
ilum hér, svo sem ekkert nieðal ís-
lendinga, en Sviar og Norðmenn
hafa nokkuð lagt stund á vefnað og
kent - lítilsháttar. — Þó hitti eg
nokkra landa, sem höfðu gert til-
raunir með vefnað og höfðu mik-
inn áhuga fyrir honum. — Einn
gamlan íslending hitti eg í Nýja Is-
landi, sem hafði simíðað sér vefstól,
og ofið fyrir fólk í 3 vetur fyrir 50
cent á dag (hálfan dollar), og sagð-
ist hann þá hafa skilað 10 ál. eftir
0.90) á pundið; þær vildu heldur daginn. Það fer að vakna almenn-