Lögberg - 21.04.1938, Síða 6

Lögberg - 21.04.1938, Síða 6
6 LÖGBJ3RG, FIMTUDAGINN 21. APRIL 1938 - VÍN -----------------------; Eftir Carl Edward Maðurinn, sem sagan getur um, var ekki stærri vexti en alment gerist, — og ekki mik- ið minni heldur. Hárið var ljóst og gljáalaust, og augun föl-blá. Ennið var eins og á barni, munnur- inn stór og jafnan ofurlítið opinn, nema þeg- ar manninum var þungt í skapi. En það var sjaldan, nema þá um nýársleytið, — og svo þegar einhver vina hans hækkaði í embættis- tign. Hann var orðfár, en tók sjaldan aftur það, sem hann hafði sagt. Hann gerði ekkert þras út af gangstéttarrétti sínum, en lét ógjarnan troða á tær sér tvisvar í senn. Yfirleitt mátti segja, að hann væri eins og fólk er flest. Heiðraði Guð og kónginn, og borgaði skattinn sinn daginn áður en von var á skattheimtu- manninum með fógetann. Hann stundaði atvinnu, sem faðir hans hafði komið honum að, áður en hann var kom- inn til vits og ára, og tekjur hans nægðu til þess, að hann og fólk hans þurfti aldrei að svelta. En það leið heldur enginn dagur svo, að hann þyrfti ekki að neita sér um einhverja gleði. Og hann átti konu, sem hann hafði valið sér í æsku og sem verið hafði heitmey hans árum saman, áður en þau giftust. Hún var góð kona og trygglynd og bar kross sinn með þolinmæði. En.fremur var hún tilkomulítil, og þreytti hann stundum með blíðulátum, eins og konum er títt. Tvo syni áttu þau, sem virtust óvenju- lega efnilegir, og ollu þeim margra skap- rauna. Eg er nu búinn að gleyma, hvað maður- inn hót, — og hann er löngu dáinn, — en konan hans hét Henrietta. # # Nú bar svo til dag einn, þegar maðurinn kom heim af skrifstofu sinni, að eldri dreng- urinn hafði rifið botninn í buxunum sínum. Og af því að vanda þurfti am við drenginn með hrísvendinum og hann þurfti strax að fá nýjar buxur, af því að hann átti engar aðr- ar en þær, sem hann hafði rifið, en átti að fara á dansskóla, — þá var maturinn kaldur, þegar þau settust að borðum. Þetta kom manninum í önugt skap, og þegar hann ætlárði að fara að troða í pípuna sína, eftir máltíðina, var hann svo utan við sig, að hann misti pípuhausinn niður á gólf, og hausinn brotnaði. Maðurinn fleygði sér upp í legubekkinn og breiddi dagblaðið yfir andlit sér, og hugð- ist að sofa úr sér ólundina. En einmitt þegar hann var nýsofnaður, kom konan hans og settist hjá honum, grátandi. Hann settist upp, klappaði á kollinn á henni og spurði þýðum rómi, en með heift í huga, hvað það væri, sem fengi svo mjög á hana. Það kom í ljós, að það var út af vinnu- konunni, sem ekki ynni nándar nærri fyrir fæðinu, sem hún át, hvað þá kaupinu, sem henni var greitt. Ekkert myndi hún, sem henni væri sagt, og alt gerði hún öfugt. Á hverjum degi bryti hún meira eða minna og eldhúsið væri eins og svínastía hjá henni, og altaf hengi einhver karlmannsskepna yfir henni. Það væri ekki um annað að tala, en að segja henni upp vistinni. Hann hlustaði á raunarollu hennar til enda, — og hún var löng. Svo kinkaði hann kolli og leyfði konunni að gera það sem henni sýndist sjálfri bezt. Og þegar hún var farin til starfa sinna, og hélt áfram að gráta, af því að henni fanst þetta alt svo sorglegt, stóð hann á fætur og gekk að aminum og staðnæmdist þar. Hann sneri bakinu að yln- um, hafði frakkalöfin í handarkrikunum, og liugsaði með sér, að vinnukonurnar hlytu að vera argvítugur kynflokkur, því að svona höfðu allar vinnukonur verið, sem þau hjón liöfðu haft, síðan þau giftust. Á meðan hann stóð þarna og var að velta þessu fyrir sér, kom konan hans inn aftur og sagðist hafa gleymt að segja honum frá því, að skósmiðurinn hefði komið um morgun- inn, með reikninginn, og að hann hefði gengið svo hart eftir peningunum, að hún myndi ekki geta vísað honum á bug oftar. Þessu svaraði maðurinn engu, en svipur hans varð þannig, að konunni varð ilt við og hún þagnaði, en gekk til hans og ætlaði að sýna honum blíðu. En maðurinn bandaði henni frá sér, tók hatt sinn og' staf, lokaði munninum og gekk út í bæ. * # # Stundarkorn ráfaði hann um göturnar og bölvaði veðrinu fyrir það, hvað það var vont, bænum fyrir það, hvað hann var ljótur og mönnunum fyrir það, hvað þeir voru and- styggilegir. Svo staðnæmdist hann, studdi stafnum þétt í steingötuna og starði á húsið á götuhorninu, þar sem gyltur vínberjaklasi hékk yfir breiðum, skuggalegum dyrum, þröskuldslausum. Hann dró andann þungt og hélt áfram göngunni. Það fór að rigna og hann varð votur. Hann mætti tveim mönnum, sem honum var illa við. Svo rakst hann á yfirmann sinn og va'rð að brosa og snúa við og vera vingjarn- legur. óhrein beiningatelpa elti hann langar leiðir og bað um skilding. Skömmu síðar var hann aftur kominn þangað, sem hann hafði staðnæmst fyrst, og starði nú enn á gullnu vínberin og skuggalegu dyrnar. Það glampaði á vínberin ,dyrnar opnuðust, og út kom maður hýr á svipinn. Hann horfði lengi á eftir þessum manni, lagfærði svo á sér vestið, — og sveif inn um dyrnar. Inni var þungt loft og vínþefur, svo að honum varð flökurt, og hann varð að standa kyr andartak. Þar að auki var svo skugg- sýnt í stofunni, að það fór um hann óljós ótti. En hann vann bug á óttanum, heilsaði gild- um manni, sem stóð fyrir innan veitingaborð- ið, og hél't áfram um tvær stofur aðrar, sem voru stærri en þær, sem hann kom fyrst inn í. I hinni fremri sat maður, sem beðið hafði ósigur í stjórnmálum, og fjórir, sem sviknir höfðu verið í trygðum. Þeir sátu hljóðir og álútir, þefuðu aí glösunum og drukku. Hið sama gjörði sjötti maðurinn, sem þar var inni, en hann hafði orðið fyrir mikill sorg, sem hann mundi ekki eftir lengur, nema þegar hann sat við flöskuna. En í næstu síofu sátu sjö flón, og höfðu hátt um sig. Hann gekk fram hjá mönnum þessum án þess að veita þeim frekari athygli, og kom nú inn í stofu, sem var miklu minni en hinar og ennþá skuggalegri, því að það var ekki nema ein gluggakytra á henni, sem vissi út að Mjó- stræti, og var tjald dregið fyrir gluggaim hálfan. 1 stofunni var ekki annað af húsgögnum en borð, sem var hreint, þó að það sýndist tkki vera það, tveir hjólbeinóttir stólar, og legubekkur með slitnu leðhrfóðri. Á veggn- um yfir legurbekknum hékk mynd af fallegu skipi í stórsjó. Þegar maðurinn sá, að engir gestir voru þarna fyrir, hengdi hann hattinn sinn á staf- inn og setti hvorttveggja út í eitt stofuhornið. 1 lágum róm bað hann þjóninn um vín- flösku, settist síðan á legubekkinn og beið, með spentar greipar á maganum. Þjónninn kom með gilda flösku og glas, stórt, úr fögrum krystal. Hann dró upp flöskuna og gesturinn hrökk við, þegar small í tappanum. Svo spurði þjónninn, hvort hann óskaði nokkurs frekar, en maðurinn bað þjón- ínn að loka dyrunum, því að hann vildi vera einn. # # Hann leitaði í vasa sínum og fann þar dal, sem hann lagði á borðið. En þá var sem hvíslað væri að honum: “Þennan dal lætur þú fyrir vínið, og þú veizt að þú átt ekki dalinn.” Hann ypti öxlum og tróð sér niður á legubekkinn. Utan af strætinu barst skrölt í vögnunum, og það dimdi í stofunni, þegar þeir fóru fram hjá. En röddin yfirgnæfði skröltið og hávaðann á götunni, og nú hafði hún hærra: “Þú átt ekki dalinn. Skóarinn á hann með réttu. Vinnukonan, sem er á förum á inni kaupið sitt, á hann. Konan þín, sem ekki á hatt á höfuðið, sem hún getur látið sjá sig með í kirkjunni, á hann.” Manninum féll allur ketill í eld. En svo greip hann fiöskuna með titrandi hendi og heltið glasið barmafult. Hann starði á vín- ið, rautt og glitrandi, og hann svimaði. “Vínið er fagurt,” sagði hann í hálfum hljóðum. Og um leið tók hann glasið og tæmdi það til botns. Hann smjattaði með tungunni, hallaði sér aftur á bak og lokaði augunum. “Gott er vínið,” sagði hann, og rétti út hendina eftir flöskunni. En hann hrökk skelfdur af'tur á bak og náfölnaði. “Guð gefi, að eg sé ekki að missa vitið,” varð honum að orði. Upp úr flöskunni kom vera, sem ekki var lík neinu, sem hann hafði áður séð. Það var manns-mynd, í gráum, snotrum fötum, með mikið skegg og viðfeldið augna- ráð. FyrstfTór lítið fyrir manni þessum, en hann stækkaði óðum, eftir því, sem hann mjakaðist upp úr flöskustútnum. Hann var ákaflega hæverskur, því að hann byrjaði að hneigja sig um leið og hann rak hausinn upp úr stútnum. Þegar hendurnar voru komnar upp úr, baðaði hann þeim út og heilsaði með hinni mestu hæversku. Maðurinn á legubekknum nötraði og skalf af ótta og einblíndi á þetta undur. En grái maðurinn þokaðist upp úr flösk- unni og stækkaði.-------Hann var nú allur sýnilegur, og stóð á gólfinu. Svo mikill var hann nú orðinn vexti, að höfuð hans nam við loftbitann. Hélt hann þó á hattinum og laut höfði. Hann hneigði sig þrisvar með mikilli lotningu og hægri hendina á brjóstinu. “Herra,” mælti hann, — “eg er kominn til að létta þér lífið'.” “Eg þakka auðmjúklega,” svaraði mað- urinn í legubekknum, og lét fara svo lítið fyrir sér sem hann gat. “Það er ákaflega fallegt af yður, en eg veit sannarlega ekki, á hvern hátt eg hefi orðið maklegur velvildar yðar. En ef þér viljið gera mér gr^iða, þá skuluð þér setja á yður hattinn og fara héð- an.” Risinn brosti og sló út annari hendinni. ‘ ‘ Herra, ’ ’ 'tók hann til máls, — “ ef þú í\ð- eins vilt leyfa mér það, þá skal eg taka á mig peningaáhyggjur þínar, svo að þú getir gert þér glaðan dag.” “Sönn ánægja væri mér að því,” svaraði maðurinn, sem ekki vildi mæla á móti risan- um fyrir nokkurn mun. “En haldið þér ekki, að þær myndu Ýerða yður til óþæginga. Já . . . fyrirgefið . . . eg er nú búinn að dragast með þær, síðan eg man fyrst eftir mér, svo að segja, og þær eru búnar að gera mig lotinn í herðunum.” “Vertu óhræddur um það, herra,” svar- aði risinn. “Mér verða þær ekki til þyngsla. Eg hefi borið byrðarnar þyngri.” Um leið var sem allmikill þungi væri lagður á Tierðar honum. Hann virtist streyt- ast vð hina ósýnilegu byrði, eins og til þess að hagræða henni. En á því stóð aðeins and- artak. Svo hneigði hann sig þrisvar, og hvarf í gegnum vegginn, sem lokaðist á eftir honum, og sáust engin vegsummerki. Maðurinn á legubekknum sat hjlóður og starði fram undan sér. Hann starði á vegg- inn, sem risinn hafði horfið í gegnum og síðan á flöskuna. “Guði sé lof fyrir það, að liann fór,” varð honum að orði. Og þó að óttinn hyrfi eigi með öllu, þeg- ar í stað, þá var þó sem af honum væri létt byrði, og hann varð glaður í huga. Hann rendi í glasið af nýju og lyfti þvj upp, móti birtunni. “Kynlegur drykkur vínið,” tautaði hann. Og nú fór liann að rifja upp fyrir sér samtalið við risann. Hann rétti úr sér og honum óx hugur, smám saman. “ Svei mér þó,” — sagði hann um leið og hann setti frá sér glasið, án þess að' dreypa á því, — “eg hefi verið heimskingi, að láta búksorgiraar ná svona miklum tökum á mér. Er eg fátækari eða ver stæður en alment gerist ? Hefi eg ekki alt af borgað öllum, sem átt hafa hjá mér? Á eg ekki kunningja að baki mér, ef illa skyldi fara Eru ekki til aðrir skóarar í bænum, þó að þessi snúi upp á sig?” Hann rak upp hlátur og lét dalinn dansa á borðinu. “Hefi eg ekki ennþá dalinn, sem eg fékk vínið það arna fyrir?” Hann lyfti aftur glasinu og horfði á það með unaði. En alt í einu mintist hann ein- hvers, og skugga brá yfir svip hans. Hann setti frá sér glasið og kroslsagði hendurnar yfir brjóstið. “Það er konunni minni að kenna. Nöldr- ið í henni kom mér í slæmt skap. Hún var að skæla út af buxunum, vinnukonunni og skóaranum.” Hann hallaði sér aftur á bak í legubekk- inn, starði fram undan sér og hnyklaði brúnir. “Hún er alt af skælandi og nöldrar í sí- fellu. Hún byrjar að fárast um það á jólun- um, hvernig hún eigi að fara að því, að fá nýjan kjól fyrir hvítasunnuna. Og svo þeg- ar hvortveggja er komið, kjóllinn og hvíta- sunnan, fer hún að vola um það, hvernig við eigum að fara að því, að borga nýársreikn- ingana. Svona er það, blessað kvenfólkið, —það skælir þegar buddan er tóm.” ‘ ‘ Og ekki er hún að fást um það, hvernig hún er ásýndum. Hún hefir ekki tíma 'til þess fyrir krökkunum og húsverkunum. En ofurlítið ætti hún þó að geta haldið sér til. Konan á að halda sér til fyrir manninum sínum.” Svipurinn varð smámsaman skuggalegri og honum varð æ þyngra í skapi út af örlög- um sínum. “Það er síður en svo, að hún sé falleg, þegar hún er komin í röndóttu nátt-treyj- una.” “Hún er orðin gömul og slitin, — og það er slæmt. — Þegar eg kem þreyttur og þvæld- ur heim, af skrifstofunni, þarfnast eg blíðu- hóta.” Hann greip glasið með titrandi hendi og drakk úr því í einum teig. “Mér gæti liðið eins og fisk^ í vatni. En eg var altof ungur, þegar eg trúlofaðist. Það er mergurinn málsins. Nú er hún orðin gömul og búin að vera, en sjálfur er eg á bezta aldri. Maðurinn á að eiga unga konu, sem getur glatt liann með fegurð sinni, skreytt borð hans og laðað vini að lieimilinu. Æi-já, æi-já!” Hann þreif flöskuna, til þess að renna í glasið enn af nýju, en rak um leið upp hljóð og slepti flöskunni. Upp úr stútnum kom maður, alveg eins og sá fyrri. Hann var gráklæddur, eins og hinn, fyr- irferðalítill fyrst, en stækkaði enn óðar. Á svipstundu var hann kominn allur upp úr flöskunni, og stóð á gólfinu, mikill og ægi- legur, hneigði sig og baðaði út höndunum. “Herra,” mælti hann um leið og liann hneigði sig djúpt þrisvar sinnum. “Eg kem til þess að létta þér lífið.” “Guð lijálpi mér, — eruð þér kominn aftur,” varð manninum í legubekknum að orði. En risinn hristi höfuðið og svaraði í mjúkum málróm: “Eg hefi ekki komið hér fyrri, herra minn. Getur verið, að það liafi verið einhver kunningja minna. En hafi þér geðjast að honum, þá skaltu ekki slá hendinni við því, sem eg býð þér. Ef þú vilt svo vera láta, þá skal eg taka á mig hjúskaparáhyggjur þínar, svo að þú getir gert þér glaðan dag.” Maðurinn í legubekknum horfði á þenn- an óvænta gest um stund, og óttinn hvarf. “Eg er yður mjög þakklátur fyrir tilboð yðar,” svaraði hann. “En það er sennilega hægra að segja en gera. Eg var trúlofaður í ellefu ár, og nú er eg búinn að vera giftur í — níu ár. Það er tæplega hægt að flýja frá því.” “Láttu mig um það, herra,” mælti ris- inn og horfði fast á hann viðfeldnum augum. “Eg hefi borið meiri ógæfu, en ógæfu þína. Leyfir þú mér þetta?” Hann tókj eáitthvað ósýnilegt á herðar sér og streyttist við það, eins og sá sem fyrr hafði komið. Maðurinn liorfði á þetta, og honum fanst það eðlilegt. Svo hneigði ris- inn sig þrisvar og hvarf út um vegginn, og sáust eng’in vegsummerki. Manninum í legubekknum fanst lierberg- ið fyllast léttri þokumóðu, og liann kunni því vel, lionum fanst alt umhverfið verða vistlegra. Honum fanst sem sér hefði aldrei liðið svona vel fyrri. Brosandi helti hann því, sem eftir var af víninu, í glasið, studdi olnbogunum fram á borðið, hélt höndunum undir vanga sér og horfði vot-gljáandi aug- unum fram undan sér.” “Vínið er guðdómlegt,” varð honum að orði. “Það gerir mig aftur ungan og glaðan, eins og eg var í gamla daga. Mér finst eg ekki vera nema tvítugur, eða tæplega það --------það er sumar----------eg er í heim- sókn í litla bænum, út við sjóinn----.” Hann rétti úr sér í sætinu, stakk hend- inni inn á brjóst sér og bar höfuðið hátt. “Látli bærinn við sjóinn. ” “Eg geng eftir götunum, með Pétri frænda. Ha, ha, ha, . . . í hverjum glugga eru andlit á gægjum . . . blessaðar litlu dúf- urnar. Það bar víst ekki fyrir augu þeirra á hverjum degi svona hvítt hálslín, svona snyrtileg yfirhöfn, eða svona gljáandi hattur. . . . Dansleikur í skóginum, bjarta sum- arnótt. Dansinn stendur sem liæst. Hljóðfæra- slátturinn ómar, og mislitir lampar lýsa upp lundinn. Eg geng inn á svæðið og er kyntur hinum tignustu meyjum. Eg dansa og skrafa . . . og mér verður litið á þig. ’ ’ Hann stóð upp og breiddi út faðminn. “Henríetta mín . . . perlan meðal kvenn- anna. Eg varð þræll þinn um leið og eg leit þig í fyrsta sinn. — Manstu eftir því, þegar við gengum saman í skóginum, í rökk- urhúminu. — Þú horfðir til jarðar og steigst með varkárni hvert skref, til þess að óhreinka ekki skóna með svörtu krossböndunum. Eg spurði þig, hvernig á því stæði, að þú værir svona hljóð. Þú svaraðir mér ekki. Við héldumst í hendur. . . . Eg kipti þér að mér og spurði þig aftur. Þú leizt upp og mæltir. — og röddin var svo undur fögur og hljómar enn í eyrum mér. Vitið þér ekki, að það eruð þér, sem eigið að halda uppi samræðunum, þegar þér eruð með stúlku? . . . Litla tóan þín! ” “Henríetta-----þú varðst mín. 1 ellefu löng ár beiðstu eftir ástvininum þínum. I ellefu löng ár sazt þú við að sauma til búsins, — sazt við gluggann og söngst, óg hirtir um fuglinn, sem eg gaf þér.” Hann greip glasið, sem var barmafult, og lyfti því hátt. “Þín skál, Henríetta. . . . Þú valdir mig, óverðugan, . . . en konungssonur hefði hæft þér.” v Hann hikaði við, þegar liann ætlaði að fara að bera glasið að vörum sér, og horfði fram undan sér. “Júnkarinn á Liljenfeldt hafði litið til þín liýrum augum. Þú áttir kost á því að verða kona aðalsmanns, ef þú hefðir viljað. Þú hefðir getað verið frú Liljenfeldt núna.”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.