Lögberg


Lögberg - 09.06.1938, Qupperneq 4

Lögberg - 09.06.1938, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 9. JÚNl, 1938 Högberg GefiC út hvern fimtudag af IUE COLUMBIA PRES8 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: KDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAR P. JÓNSSON VerO 63.00 um driO — Boryist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Col'imbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 “Hillingalönd” Guðrún II. Finnsdóttir: Hillinga- lönd. Fjórtán sögur, 224 blaðsíður. Félagsprentsmiðjan, fí.vík, 1938. Torfyltar hlyti þær óneitanlega að verða, eyðurnar í þróunarsögu íslenzkra bólonenta, ef numið væri á brott það fegursta, sem hugs- að hefir verið og ritað á íslenzka tungu utan íslenzkra landsteina; mörg hinna dásamleg- ustu ljóða vorra hafa orkt verið á erlendri grund. úeir Jónas Hallgrímsson, Grímur Thomsen, Þorsteinn Erlingsson og margir fleiri yrkja mörg sín voldugustu kraftakvæði í Kaupmannahöfn; Einar Benediktsson knýr kyngimagnaða hörpu sína í Lundúnum, Róm og í Madrid. Stephan G. Stephansson magn- ar ljóðseið vestur við Klettafjöllin í Canada, en þeir Gestur Pálsson og Einar H. Kvaran meitla ýmsar gagnmerkustu smásögur sínar í faðmi sléttunnar ómælanlegu, sem umlykur Winnipegborg. Með þessu er aðeins vikið að fáeinum höfundum af mörgum, er gert hafa frægan bókmentagarð íslenzkrar þjóðar í fjarvistum vð föðurlandið. Jakobína John- son, söngvasvanurinn við Kyrrahafið, hefir um alllangt ára skeið veitt blíðstreymi unaðs- legra lýriskra ljóða inn í íslenzkt þjóðlíf. beggja megin hafsins, og nú er alveg nýkom- ið á markaðinn gagnmerkt safn frumsaminna skáldsagna, Hllingalönd, eftir Guðrúnu H. Fnnsdóttur, sem búsett er í þessari borg. Frú Guðrún er austfirsk að ætt; fædd og uppalin á Geirólfsstöðum í Skriðdal. Sögur þessar eru allar samdar vestanhafs; sumar þeirra hafa verið prentaðar í vestanblöðunum ís- lenzku og Tímriti Þjóðræknisfélagsins; sýnis- horn þeirra, nokkur, voru birt í bókinni “Vestan um haf,” er þeir Einar H. Kvaran og Guðmundur Finnbogason söfnuðu til, en Menningarsjóður gaf út í tilefni af Alþingis- hátíðinni 1930. Svo voru sögur frú Guðrún- ar vandaðar að málfari og sálrænni nákvæmni v í persónulýsingum, að ekki gat hjá því farið, að athygli vekti; um ]>að varð ekki vilst, að þær væri sjálfstæður skáldskapur, genuine fiction.— Sá virðist næsta jilgengur siður hér í landi, að kirkjum, sem gliðnaðar eru af geir- neglingum, og eigi þykja lengur sóma sér til messusöngs, sé snúið upp í skriflabúðir eða uppboðsskála; ber slíkt ósjaldan fyrir augu Islendinga í þessari borg; þessi aflóga guðs- hús hafa margvíslegar sögur að segja, væri þeim ekki varnað máls. I sögu sinni “Skrifla- búðin,” bregður frú Guðrún upp skýrum drauma eða dagdrauma myndum, þar sem málverk hinna ýtrustu andstæðna horfa manni í augu. Fyrri myndin er af fögrum vör- morgni, og “inn um steinda gluggana lagði sólargeislana, er tvístruðust um kirkjuna með öllum regnbogans litum. ” Framundan blasir altarið. “Það var skrautlegt og á því loguðu kerti í stórum silfurstjökum og köst- uðu bjarma á altaristöfluna, eftir það sá eg ekkert annað en hana, því þar blasti við mér sú fegursta mvnd, er eg befi nokkru sinni séð; það var María mey með Jesúbarnið í fanginu og voru þau svo Jjúf og fögur, að mig brestur orð til áð lýsa því. Frá barninu staf- aði guðdómlegur ljómi æsku, fegurðar og sakleysis. Það var sem ímynd framtíðarvon- anna og hins sí-unga lífs; og móðirin per- sónugervingur hins eilífa kærleika, vafði barnið að barmi sér með óumræðilegri ástúð og blíðu og hálf kvíðablöndnu augnaráði, eins og hún hefði hugboð um hvað síðar biði þess í Getsemane og á Golgata. Og svo var mynd- in meistaralega máluð og lifandi, að mér fanst í svipinn, að hún myndi hreyfa sig eða ávarpa mig, og mér varð alt í einu ljóst, að í henni bjó sál hússins.” Og svo tekur ömur- leg andstæðan við. “Þetta hvarf alt og draumurinn breyttist skyndilega. Eg var stödd í sömu kirkjunni, en nú var ekki lengur vormorgun og sólskin. Það var liaust og alt var grátt, dimt, úfið og kalt — úti og inni. Grátt loft og ])oku.sla‘ðingur úti, inni gráir skuggar og ský, er ögruðu úr hverju homi og svifu undir hvelfingu hússins, og líktust helzt töpuðum sálum, er börmuðu sér í hljóði og enginn sá aumur á.” Andrúmsloft kirkj- unnar var þrungið hatri og heift, þar sem * ‘ hver leit annan illu auga. ’ ’ Og — “ þá varð mér litð á altarstöfluna og mér til mikillar - undrunar sá eg Maríumyndina hreyfast. Hægt og hátignarlega steig hin heilaga guðs- móðir út úr umgerðinni, sveipaði barnið skikkju sinni, og með óútmálanlegum angist- arsvip hvarf hún út úr kirlíjunni.” Fyrir þrábeiðni lætur karlinn í sögunni að forvitni spyrjanda, og kemst þá meðal annars þannig að orði: “Það er með þessa kirkju, eins og'öll gömul hús, þau eiga sína sögu; því eldri sem þau eru, þeim mun breytilegri — alveg eins og fólkið. Mér hefir oft komið til hugar, livort nokkuð mundi nú eima eftir af öllum þeim messusöng, bænum og sálmum, er hér hefir verið flutt, hvort það fólk, er liingað kom, sumt af einlægu hjarta og þar af leið- andi af þörf, aðrir fyrir vana og hræsni, eins og gengur, eins og við gerum enn þann dag í dag. — Já, þetta fólk, er hingað kom daglega, til að skrifta, biðja og úthella sálu sinni og ná í frið og fyrirgefningu með ýmsum meðulum, eins og t. d. milligöngu prestanna, og því fé, er það fórnaði á altari drottins, — hafi ekki skilið eftir einhvern blæ, anda eða loftslag, er fylgi kirkjunni. Mér- hefir stundum fundist svo vera. ’ ’ “Skriflabúðin” á það sammerkt við aðr- ar sögur frá Guðrúnar, hve laus hún er með öllu við lopateygjur eða mælgi; hún á ekkert sameiginlegt við þá tegund ritsmíða, er Dr. Guðmundur Finnbogason nefnir aktaskrft; mera að segja er efni stundum svo þjappað saman, að lengra verður tæpast gengið í nýtni; þó finst ávalt svigrúm fyrir það, sem lesa má, og lesast á — milli línanria; orðin hnitmiðuð og markviss.— Ekki er það tilgangurinn með þessum línum, að gera hverja sögu frú Guðrúnar í Hillingalöndum að umtalsefni út af fyrir sig, heldur leiða einungis í stuttu máli athygli að nokkrum þeim sérkennum, er öðrum fremur sýnast móta heildarsvip ritverka hennar; en slík sérkenni, að því er oss finst, eru einkum fólgin í næmri, sálrænni skygni, eða innsýn í viðfangsefnin eins og þau í raun og veru eru, án þess að hlutdrægrar íhlutunar, meðhalds eða móthalds, verði vart, blægöfgu málfari, og samra>ming skáldlegra hillinga við stað- reyndir veruleikans. Þessi sérkenni njóta sín hvergi betur en í söguhni “Enginn lifir sjálfum sér, ’ ’ sem vafalaust mun talin verða tl sígildra Jjókmentagimsteina í íslenzkri smá- sagnagerð. — Elftirfarandi sýnishorn taka af öll tvímæli í því efni:------ “Og þarna skildu leiðir okkar Arna í raun og veru fyrir fult og alt. Eg hélt heim- leiðis, fegin því, að hafa brent allar brýr að baki mér, en þó einmanaleg ög óglöð, með eftirsjá yfir því, að hafa ekki borið gæfu til að láta heimilislíf okkar og hjónaband verða sómasamlegt og friðsamt, heldur stjórnast af ofstopaskap, einfeldni og ótrúmensku, hvort upp á sinn hátt. Vafalaust gerir svona reynsla mann vitran á ýmsan há'tt, en hún er of dýrkevpt, þegar goldið hefir verið fyrir hana með skerðing á fegurð og samræmi á löngum kafla í lífi manns. “Síðan hafa árin liðið og lífið oftast ver- ið gott. Eg eignaðist aftur heimili, fallegan blómagarð og marga góða vini, sem alt til samans gaf mér sjálfstæði og andlegt frelsi, svona innbyrðis. Og hér hefi eg dvalið og lifað í sorg og gleði síðan fyrstu kofarnir voru reistir, hefi séð bygðina vaxa og þrosk- ast, landið rutt og ra*ktað með atorku og dugnaði. Eg hefi séð menn lærjast við alt, sem reynir mannlega krafta og sálarþrek — einmanaskap, veikindi, vonleysi og alskonar skort — séð þá glíma við drottin, ekki í draumi eins og Jakob forðum, heldur í veru- leikanum. “Og það er skrítið sambland af ])akklæti, fögnuði og stolti, sem eg finn oft í huga mér, þegar eg lít yfir og hugsa um þessa bygð. Xúna, þegar eg sit hér hátt uppi á höfðanum, og horfi út yfir landið, sem liggur fyrir aug- um, blikandi í sólskininu af litskráði og feg- urð, þar sem skiftast á skógarblettir, akrar, engi og vel hýstir bæir og býli, smáþorp hér og þar og brautir, sem greiða. fyrir samgöng- unum — í rauninni margra alda menningar- starf unnið á örstuttum tíma — þá finn eg bezt hvað eg elska þessa bygð. Landnem- arnir, sem gengu hér um sárfættir og gáfu þessu vlta landi alla krafta sína, eiga ]>að hjá kynslóðinni, sem nú tekur við plógnum, að hún láti ekki illgresið spretta l>ar sem svita- dropar og tár þeirra hafa vökvað jörðina.” Arni liggur banaleguna, og þrátt fyrir alt, sem á undan var gengið og vegna þess að enginn lifir sjálfum sér, varð það öldungis óumflýjanlegt að verða \úð tilmælum hans og skilaboðunum frá Guðlaugu um að koma hon- um til líknar: “Eg vakti svo ein yfir honum. Guðlaug var úrvinda af ]>reytu, og þurfti svefns og TILKYNNIN6 ! Hér með gefst almenningi það til vitundar, að Mr. Carlyle Jóhannsson að Gimli, hefir tekið að sér umboð fyrir vora hönd, til þess að veita viðtöku pöntunum af öllum tegund- um prentunar í bygðarlögunum við Winnipeg vatn. Hefir hann nú fengið vora nýjustu verðskrá og getur uppfrá þessum degi veitt smáum og stórum prentunar pöntunum mót- töku. Hvergi sanngjarnara verð og vandað verk ábyrgðst. BOX 297. GIMLI, MAN. The Columbia Press LIMITCÐ Toronto og Sargent, Winnipeg, Man. hvíldar með. Og nú var engin and- úð lengur, heldur lá friður í and- rúmsloftinu þar inni í herberginu. Mér hefir víst liðið í brjóst þar sem eg sat í gamla ruggustólnum mínum undir glugganum. Alt í einu hrökk eg saman og vaknaði af þessum hálfgjörða svefndvala, við að mér fanst kaldur andvari liða yfir and- litið á mér. Inn um gluggann blés svöl morgungolan. Það var rétt undir aftureldinguna, og í herberg- inu var undarleg þögn og kyrð. Eg leit yfir að rúminu, og þar sýndist alt með sömu ummerkjum. En um leið og eg stóð á fætur til að líta eftir Árna, vissi eg, að ihann var dáinn. “Dauðinn hafði aldrei fyr komið svona nálægt mér, og eg skildi betur en nokkru sinni fyr, að öll sund voru nú lokuð. Þannig endar lífið altaf. Enginn kveður vin sinn eins hlýtt og hann feginn vildi. Enginn tjáir hug sinn allan og ást. Enginn lýkur því starfi öllu, er hann ætlaði sér. Enginn fær sina fegurstu drauma rætta. “Eg hagræddi Árna og veitti honum nábjargirnar, gjörði bæn mína, strauk þreyttu vinnuhendina og kvaddi hann. Gekk svo inn til Guðlaugar til að láta hana vita, að hún væri orðin ekkja.’'— 1 þessari sögu frú Guðrúnar felst hyldýpi af lífssannindum og fegurð, og hún skipar höfundinu'm sæti í is- lenzkri smásagnagerð með þeim Gesti Pálssyni og Einari H. Kvaran Frú Guðrún helgar bók sína manni sínum, Gísla Jónssyni, prentsmiðju- stjóra. Á öðrum stað hér í blaðinu er auglýsing um verð Hillingárlanda og útsölustað. Minningarorð JÓN ÞORSTEINN CARL HENRY Fæddur 2. des. 1895 Dáinn 29. apríl 1938 “Af kærleik þínum engu verður ey*t, Hann er og varir mér i tímans sjóði; þó von um framtíð um þig bygð, sé breytt Eg bý að auð frá samvist okkar, góði! Og þegar berst eg út af ljóðsins löndum Mun iífið verja hann sínum geymslu höndum.” Þannig kvað kraftaskáldið St. G. Stephanson er hann átti á bak að sjá ungum syni og í hljóði óefað hugsar margur svipað er hann stendur í sömu sporum aldurhnig- inn og af dauðanum sviftur þeim ástvin, sem háfleygar vonir og helg- ar minningar eru tengdar við. Mér komu þessi orð í hug er eg minnist þessa unga 'manns, sem kallaður var svo sviplega burtu, og foreldra hans er aldurhnigin standa á ströndinni og horfa út á hafið. Jón Henry, eins og hann var venjulega kallaður var sviplega burtu kallaður að kvöldi þess 29. apríl. Var hann í bíl ásamt 5 kunn- ingjum sínum er lentu út af bryggj- unni í Selkirk í Rauðarána og druknaði þar ásamt 4 sem í bílnum voru; einum manni varð bjargað. Hvernig þetta hörmulega slys vildi til er mönnum ekki ljóst og verður því húlinn leyndardómur. Jón var fæddur í Winnipeg 2. des. 1895; foreldrar hans eru hin valin- kunnu og velþektu hjón Jón (Hreggviður) Henry, Jónssonar Tómassonar frá Hólum í Hjaltadal og konu hans Sólveigar Bjarnadótt- ur frá Ytri Hraundal i Hraunhreppi í Mýrasýslu, er hún systir þeirra B. J. Lifmans sveitaroddvita í Bif- röstsveit, Th. Stone í Winnipeg og þeirra systkina. Jón ólst upp með foreldrum sínum og hefir lengst verið með þeim; hefir heimili þeirra nú í síðastliðin 40 ár verið nálægt Petersfield í Manitoba. Hann var ógiftur ajla æfi. Jón innritaðist í Canada-herinn í byrjun Júní 1918 og sigldi til Eng- lands, en var ófær til að taka þátt i heræfingum sökum bilunar i fæti, en vann þar að öðrum störfum. Kom hann heim aftur skömmu eftir að striðinu lauk. Misti hann fótinn nokkru síðar og leið 'miklar þjáning- ar í þvi sambandi; gekk hann við tréfót upp frá því. Jón var fríður maður og yfirlætislaus og sannur drengur í öllu tilliti. Hann var i störfum sínum hagsýnn með af- brigðum og lék alt í höndum hans sem hann tók fyrir; í fjármálum og atvinnurekstri var hann hinn snjall- asti, hafði auga og eyra fyrir öllu því sem hagkvæmast var; hafði hann oft fjölda manns i þjónustu sinni og lukkaðist honum flest sem hann tók fyrir, og vinsællr verk- stjóri en hann, mun vart finnast. Indíánarnir sem oft unnu fyrir hann elskuðu hann og vildu þvi alt í söl- urnar leggja fyrir hann, ekki siður en hinir hvítu bræður, og öllum þótti vænt um hann, sem við hann skiftu, og sannar það betur en orð fá lýst að hann var trúverðugur og drengur bezti og minningaauður sá, sem hann skilur eftir er gulli dýrari. Þetta mikla reiðarslag var aldur- hnignum foreldrum hans þungbært, en þau eru lærð í lífsins skóla, og tóku þvi sem að höndum bar sem sannar hetjur. Drengilega stóðu þau undir hinni þungu byrði og kiknuðu ekki, 'mintu þau mig á hetj- urnar, sem sagt er at5 ekki létu sér bregða við sár eða bana. Jarðarför- in var hátiðeg og fjölmenn, og allra viðmót sýndi það, að hér voru snertir viðkvæmustu strengir hjart- ans, fór jarðarförin fram frá heim- ilinu 2. maí. Ótölulegur fjöldi ynd islegra blómsveiga þöktu kistuna og vitnuðu um vinsældir hans og al- mennan söknuð. Hérlendur prest- ur jarðsöng. Meistari lífsins, gef foreldrum og ástvinum styrk og þrek í- stríði lífsins framundan, gef þeim ljós, inneira ljós; þú einn veist tíma og tíðir, og átt meðul sem græða öll sár. Guð blessi minningu hins framliðna góða vinar. Auk foreldranna á honum á bak að sjá einn bróðir, Jóhann G. Henry, og 2 uppeldissystkini, Lilja G. Goodman og Jón S. Enarsson, öll við Petersfield, Man., og fjöldi f jarskyldra ættingja. G. J. Oleson. Alþingi slitið eftir 87 daga þinghald Alþingi var slitið í gær kl. 6 og var athöfninni útvarpað. Munu þingmenn utan af landi fara heimleiðis næstu daga. Þetta þing hafði staðið í 87 daga og því orðið með styztu þingum Alls voru haldnir 186 þingfundir, 76 í neðri deild, 79 i efri deild og 31 í sameinuðu þingi. Þingið sam- þykti alls 60 lög og 13 þingsálykt- unatillögur, að lögunum voru 8 stjórnarfrumvörp og 52 þingmanna- frumvörp. Eitt þingmannafrumvarp var felt, eitt afgreitt með rökstuddri diagská og 41 ekki útrætt. Ræða Haralds Guðmundssonar forseta sameinaðs þings Við þingslitin flutti forseti sam- einaðs þings Haraldur Guðmunds- son eftirfarandi ræðu: “Störfum þessa Alþingis er nú lokið. Það er 53. löggjafarþing frá því er Alþingi var endurreist, en 1008 ár eru, liðin frá því Alþingi var sett á stofn. Störf Alþingis hafa að þessu sinni, eins og á siðustu árum, mót- ast mjög af þeim sérstöku erfiðleik- um, sem tvfeir höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar eiga við að búa. Vegna landbúnaðarins hefir Alþingi sett fjölþætta löggjöf um varnir gegn f járpestinni og stuðning til þeirra, sem harðast hafa orðið úti af hennar völdum. Ofan á markaðstöp sjáv- arútvegsins hiefir bæzt óminnilegur aflabrestur á þorskvertíð, nú þriðja árið í röð. Hefir þetta Alþingi sett löggjöf um skattaivilnanir til stór- útgerðarinnar og margháttaðan stuðning til sjávarútvegsins í heild, svo sem styrk og lán til kaupa á fiskibátum og lán til fra'mlags til kaupa á nýjum togurum, til viðbótar þeim framlögum til ýmiskonar ný- bteytni í framleiðslu og verkun afl- ans og tollaívilnunum, er síðasta þing samþykti. Jafnframt hefir þetta Alþingi ákveðið, að fram skuli fara rannsókn á hag og rekstri tog araútgerðarinnar, — með það fyrir augum, að leitast við að korna þess- um atvinnuvegi á öruggari grund- 25 oz.... $2.15 40 oz. $3.25 G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) GOODERHAM & WORTS, LUIITED Stofnsett 1832 Elzta áfengisgerS 1 Canada Thl« aairertiaenient 1« not lneerted by the Oovernment Liquor Control Contmlnlon. The Commliilon la not reaponalble tor atatementa mtde aa to tho quallty of producta advertlaed

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.