Lögberg - 09.06.1938, Síða 5
LÖGBEjRG, FIMTUDAGINN 9. JÚNl, 1938
5
völl en nú er. Þá hefir og framlag
til verkamannabústaða verið aukið
nokkuð og reynt að leggja svo ríf-
lega til verklegra framkvæmda og
atvinnuaukningar, sem fært hefir
þótt. Á þessu Aiþingi hefir i fyrsta
sinn verið til þess gripið að setja
lög um gerðardóm, til þess að úr-
skurða um ágreining verkamanna.,
þ. e. sjómanna og atvinnurekenda
um kaup og kjör. Er hér um að
ræða nýmæli í íslenzkri löggjöf,
sem æskilegt verður að telja, að
ekki verði fyrirboði fleiri slíkra
Þá hefir þetta þing og afgreitt
merkilega löggjöf um réttindi verka-
lýðsfélaga og afstöðu þeirra til at-
vinnurekenda og meðferð deilumála
þessara aðila. Með lögum þessum
eru stéttarfélög verkafólks loks við-
urkend sem lögformlegur samnings-
aðili og réttindi þeira trygð á ýmsan
hátt. Enn má nefna löggjöf um
ábygð fyrir láni Reykjavíkurbæjar
til hitaveitu, sem er einn vottur hinn-
ar ríku og sjálfsögðu viðleitni, sem
nú er uppi með þjóðinni, ti'l þess
að hagnýta uppsprettur auðs og afls
okkar gagnauðuga lands.
Þess er að væntá, að dómar urn
störf þessa Alþingis verði margir og
ærið misjafnir, eins og tíðkast áður.
En það tel eg vafalaust, að allir geti
tekið undir þá ósk mína, að störf
þess megi verða þjóðinni allri til
gagns og aukinnar farsældar, og að
lýðræði og þingræði verði jafnan í
heiðri haft með þjóðinni.
Að svo mæltu vil eg þakka öllum
háttv. þingmönnum góða samvinnu
á þessu þingi og árna þeim og lands-
mönnum öllum árs og friðar og far-
sæls sumars. Þeim háttv. þing-
mönnum, sem heima eiga utan
Reykjavíkur, vil eg óska góðrar
ferðar og heimkomu, og vænti þess,
að við hittumst heilir á næsta Al-
þingi.”—Alþ.bl. 13. maí.
Áttræð frú Sesselja
Sigvaldadóttir
Á morgun á áttræðisafmæli ein
af þeim konum, sem mörgu'm bæj-
arbúum er kunn fyrir gagnlegt æfi-
starf.
Frú Sesselja var um langt skeið
ljósmóðir hér í bæ og ávann sér
traust og hylli þeirra, er kyntust
nákvæmni hennar og skyldurækni i
vandasömu starfi. Munu margar
mæður sendahenni þakklátar kveðj-
ur og hugsa hlýtt til hennar, því að
minningin geymist hjá svo mörg-
úmi, sem urðu aðnjótandi vandvirkni
hennar og hjálpsemi, því að hjálpar
og hjúkrunarstarf var henni eðli-
legt og hjartfólgið.
Frú Sesselja er af góðu bergi
brotin og minnist hún ávalt upp-
vaxtaráranna með gleði.
Fædd er hún á Hvanneyri 2. maí
1858. Foreldrar hennar voru Sig-
valdi Einarsson og Halldóra Egg-
ertsdóttir. Var faðir hennar gull-
smiður, þjóðhagasmiður, og lærði
iðn sína á Bessastöðum hjá föður
Gríms Thomsens.
Halldóra móðir hennar var dóttir
Eggerts Guðmundssonar, en móðir
Halldóru var Helga Míagnúsdóttir
sýslumanns Ketilssonar.
Heimili Sesselju var hér í bæ og
við þetta bæjarfélag er æfistarf
hennar bundið.
Muna 'margir heimili þeirra hjóna,
Stefáns Egilssonar múrara, hins
mæta og grandvara manns, og Sess-
elju konu hans.
Giftust þau 1879 og bjuggu lengst
af i Suðurgötu 13.
Miklum dugnaði og þrekmiklu
tápi var Sess'elja gædd, sem af því
má sjá, að þegar hún hafði fyrir
heimili að sjá og var f jögurra barna
móðir, tók hún sig upp, fór til
Kaupmannahafnar, lagði þar stund
á ljósmóðurnám og lauk prófi með
ágætri einkunn.
Starfaði hún þvinæst sein Ijós-
móðir i Reykjavík um 16 ára skeið.
Öllum, sem til þekkja, er kunnugt,
hve mikinn áhuga frú Sesselja hefir
haft á trúmálum. Hefir hún lagt
mikið í sölurnar fyrir það mál, sem
var hennar hjartans mál. Um
magra ára skeið var hún starfandi
meðlimur Hjálpæðishersins og hefir
unnið þar óeigingjarnt fórnarstarf.
Hún hirti lítt u'mt, hvort mönnum
líkaði trúarstefna ihennar vel eða
ekki, heldur starfaði hún látlaust
saifikvæmt trúarsannfæring sinni.
Stefán maður hennar er dáinn
fyrir nokkrum árum. Dvelur Sess-
elja nú í Grindavík hjá elzta syni
sínurnj, SigValda Kaldalónis,. lækni.
Sem kunnugt er, eru aðrir synir
hennar Guðmundur glímukappi, nú í
Ameríku, Snæbjörn skipstjóri og
Eggert söngvari.
Margar heillaóskir munu berast
þeim og móður þeirra á þessum
heiðursdegi hennar.
Þakkir eru ffpttar góðri móður
frá sonum hennar og öðrum vanda-
mönnum, og árnaðaróskir margra
vina eru sendar dugmikilli sæmd-
arkonu.
Bj. J.
—Mbl. 1. maí.
Trogberinn
Minn kæri Sigurður Baldvinsson
hefir s.l. kóngsbænadag valið sér há-
tiðlega yfirskrift, nafni sinu til und-
irritunar, á greinarkorni, er Lög-
berg hefir birt 19. mai þ. á. Þar
virðist mér hann eitthvað angurvær
út af þvi hve illa að eg hafi tekið
hans vinsamlegri leiðréttingu, er
hann þykist hafa gert á einni eða
fleiri ættfærslunr frá minni hendi.
En svo tókst Sigga greyinu ófimlega
til, að villast á hugarfluginu með
eina sína leiðréttingu, að hann
grípur Jón biskup Arason í staðinn
fyrir Pétur bónda á Torfastöðunr i
Miðfirði, senr eg rakti þá ætt til, en
hvergi tií Jóns biskups og nefndi
hann þar ekki heldur,' svo ekki gat
það hafa vilt honurn sjónir. Varð
því þessi hugsanavilla hans að rang-
færslu, sem nærri má geta. Á þenna
árekstur minti eg hann og gerði
honum það ljóst að ættfærslan hefði
verið rakin til Péturs bónda, en ekki
til Jóns biskups. Við það virtist
mér að Siggi 'minn ætlaði sér að
verða stór maður með stóra sál og
koma fram með ofurlitla rökvísi —
þó varð ekkert úr því — heldur vel
valin orð er stórum hæfði.
Þessa ættfærslu kvað Sigurður
Baldvinsson “óverjandi og kasta
henni fyrir borð.” Þessu til sönn-
unar, kemur hann fram með tíma-
reikning yfir 330 ár á 7 ættliði með
47 ár á hvern. Margur mundi
hugsa, að hér væri um rökvísan ætt-
fræðing að ræða. Það vérða liklega
iesendur Lögbergs einfærir að dæma
um það, því það voru þeir einir, sem
vesalings Siggi taldi í sinni kóngs-
bænadagsgrein, “einfæra að dæma
um skáldskap.” —Mikil er sú anda-
gift. Og þá smekkvísin ekki síður.
— Það er ekki vist að hann sé bú-
inn að hlaupa af sér hornin og
klaufirnar. Þvi vil eg mega spyrja
minn góða bezta Sigurð: Á hvaðá
ári byrjar hann sinn 330 ára tima-
reikning og hvar nemur hann stað-
ar? Eg hefi ekki minstu vitneskju
um aldur Péturs á Torfastöðum, en
hann var bróðir sálmaskáldsins
Hallgrims prests Péturssonar, sem
er talinn fæddur 1614. Hvort þeir
voru albræður, veit eg heldur ekki,
eða hvor þeirra var eldri eð,a yngi,
um það verða allar ágizkanir ráð-
gáta, sem oltið geta á 30 ára tíma-
bili um aldur Péturs. Hann gæti
hafa verið 10 árum yngri en sérá
Hallgrímsur eða meira og Hallgrím-
ur sonur hans verið fæddur eftir
dauða séra Hallgríms 1674, væri
ekki ólíklegt.
Mér er vel kunnugt um ætt dr.
Valtýs Guðmundssonar. Hann var
fjórði ættliður frá Jófríði dóttur
Hallgríms á Aðalbóli Péturssonar
og því fjórmenningur við Björn
Sigvaldason i Árborg. Og er sú ætt
rakin af merkum ættfræðing heima
á íslandi. Vil eg því leyfa mér að
telja þá ættfærslu hafa meira gildi
en uppþembur Sigurðar Baldvins-
sonar með allan sinn trogburð og
tímareikning. Og þeirri skoðun
held eg — þar til hann getur sýnt
ntér annað með óhrekjandi rökurn,
og það ætti hann að reyna, ef hann
vill þá vera eitthvað meira en stór-
yrði ein í rithætti sinum. F.n svo
er eg smeykur við að trogið hans,
sem hann var að rogast með hinn
minnilega kóngsbænadag, — verði
honu'm engin bjargvættur í þ'eim
Borgin brennur
Það brestur, það gnestur
í búðum og torgum.
Brautin er lokuð með sorgum.
Reykurinn hækkar,
til himinsins leitar.
Hjálpráðum eldurinn neitar.
Frá blárauðum logunum lýðurinn rennur.
Borgin til ösku brennur.
Við vissum, þeir fáu,
sem vakað höfum,
að var hún á tæpustu nöfum.
Hinn stríðsólmi eldur
ei slokknað getur.
—Við stillum fiðlurnar betur.—
Til hamstola múgsins hljómarnir renna.
Borgin er dæmd til að brenna!
Spilum og spilum!
Sprengingar dynja.
Hreysi og hallir hrynja.
Brenni nú alt, sem brunnið getur
og breytt hefir sumri í vetur.
Helmingi betra er helveg að kanna
en hungursböl miljónanna.
Hækkum tónstigann,
Háloftin kljúfum.
Himinsins dulþögn rjúfum.
1 jákvæðri list
við jörðina sýnum;
jöfnuðinn hugrekki krýnum.
Komið er nóg af kvölum og stríði,
þó kynslóðir fleiri ei líði.
Reykurinn hækkar,
í himininn fer hann;
helvíti af jörðunni ber hann.
Hjartað vermist.
Hugsjónin stækkar.
Helsærða borgin lækkar.
Syngjum, syngjum! Surtur er hniginn.
Sigraðar grimdin og lýgin.
Langt inn í framtíð
við sannleikann syngjum,
sameinuð líkklukkum hringjum
yfir því skrani,
sem eldurinn brennir
og eilífa heimsspeki kennir.
A vegginn ókomnu aldirnar skrifa:
að eigi menn skilið að lifa.
Horfum með rósemd
á hrikaleikinn.
Helvíti er uppleyst í reykinn.
Skurðgoðin brenna,
en skapandi kraftur
skrýðir jörðina aftur.
Andnn nær völdum, en efnishyggja
fær ekki jörðina að byggja.
Fjöldinn er flúinn.
Framtíðin bjarta
læknar hans líðandi hjarta.
—Við brennum sem fangar,
en öskunni yfir
ávöxtuð hugsjónin lifir.
Við erum sú fórn, sem örlögin kynda
á altari mannréttinda.
./. 8. frá Kaldbak.
efnum, því ætti hann að kasta því
alveg fyrir borð sem einskisvirði,
því hann legur aldrei nokkurn mann
niður við það, hvort sem er.
Eg hefði átt að vera búinn að
minna minn kæra málvin á þetta fyr.
En hefi haft annað fást við, undan-
farið tímabil sem mér var líka tölu-
vert mikið áhugamál, en þoldi ekki
neina bið. Það bið eg minn kæra
Sgurð að virða á betri veg, og óska
eg houm góðs gengis.
Magnús Sigurðsson,
á Storð.
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson
sjötugur
. (Lesið á afmælishátíð hans
25. apríl 1938)
Sjötíu ára æfiganga
Ymsum færir daga langa,
Til að stæla þrótt og þor.
Viðnáms harðar vökunætur,
Veitt þér gátu nægar bætur,
Alörg að drýgja dáðasjxir.
Enginn varstu eftirbátur
íslendings u'm framalátur,
Léttum beita ljóðaknör.
Hræsnis skjalli aldrei eirðir,
Öreiganna bænir heyrðir,
Að kvöðum þeirra flýttir för.
Lítilmagnans vörn á vegi,
Vinur, sém að breyttist eigi,
I’ótt að fyki flest i skjól.
Ilörnin muna ljúfu ljóðin,
Líknarverkin dáir þjóðin,
Samúð auðgar andans ból.
Sittu heill! Þig hyllir þjóðin,
Hug óskiftum þakkar ljóðin,
Móðurtungu megin rök.
Sveiptur roða sólarlagsins,
Sigurvinnings njóttu dagsins.
Geymast sálræn Grettistök.
Vesturheims á víðum boga,
ATætta helgra kyndlar loga,
Hagleik vernda drengs og dvergs
Norræns anda minnismerkið
Meitlað inst á sigurverkið,
Steypt i 'móti stuðlabergs.
Jólwnncs H. Húnfjörð.
Þér getið ávalt fengið
peninga yðar til baka!
Þegar þér geymið peninga vðar í banka,
eru þeir ávalt á trvggum stað — og þér getið
ávalt tekið þá til afnota er þér æskið. Byrjið
sparlsjóðsinnlegg jiú þegar við næsta útibú
og haldið því uppi með fastri reglu.
THEROYAL BANK
OF CANADA
- Eignir yf ir $800,000,000 ■
Þórður Helgason
(/ gamni og alvóru)
Öðrum fer víst eins og tnér
Er þig kveðja, Þórður minn:
Fyrir margt að þakka þér
Og þannig jafna reikninginn.
Eg vil hæla ei um of,
Eða tæla nokkurt sinn;
En þér mæla maklegt lof,
Ef 'má eg dæla í hattinn þinn.
I öllum nefndum einn þú varst
Oddvitinn og skrifarinn.
Bóndalhattinn hátt þá barst
Sem herra Röosevelt, forsetinn.
Þó andinn virtist svífa seinn,
Hann sýndist skilja hvað sem er;
Hann var ávalt hreinn og beinn,
Og helzt í engu líkur þér.
Því fór svo um fleiri en mig,
Er fundu hjá þér karna í skel,
Að sjá í gegnum sjálfan þig
sýndist fáum ganga Vel.
Bifreið ei hjá Ford þú fékst
Né fanst þér hæfa uxapar;
Lúnum fótum fjöll þú gefst,
Þar fegri og betri útsýn var.
Þó nú sé orðinn anniar stíll,
Og allir þurfi að hraða sér,
Engin flugvél eða bill
Til eilifðar mun hæfa þér.
♦ ♦
Það sem var á bænu'm bezt,
Betra vini i stórri skál
í “Andvökum” þú fanst það flest,
Sem fegurst var í mannsins sál.
Einmitt þetta er þitt hrós
Einnig gæfa á lífs þíns braut,
Að fanstu í slíkum ljóðum ljós
Litafegurð, snild og skraut.
Flest þú lærðir, margt þú manst
Mjúkt sem lin og beitt sem stál,
Upptök stórra strauma fanst
Og sterkra veða i skáldsins sál.
Vel sé þeim, sem á og ann
íslands rödd i trúrri sál,
Og í strengju'm Stephans fann
Stæling, sem ei reynist tál!
S. E. Björnson.
TIL ODDVITANS í
BIFRÖST-SVEIT
Vors i bliðu vaknar sjót,
Þinn veg lað prýða og gengi;
það er friðust bragarbót
þá blómin skrýða vengi.
Þér eg voga að lýsa ljóst
í ljóða flogum breytin,
af þínum togum hátt upp hófst
himinboga sveitin.
Likaminn er steinn og stál,
lítt stóra finnur byrði;
býr þar inni svásleg sál,
sem er ei minna virði.
Ávalt sér á öllu lag
yfir fer sem strykið;
sveitar ber á herðum hag
hann, og gerir mikið.
Innan sveitar byggír brýr,
bezt, sem veitir haginn.
aldrei þreytist eða flýr,
þó aðrir leiti í bæinn.
Aldrei sálast okkar trú
á þinn mála skála,
af viljans stálin byggir brú
yfir breiða ála og hála.
Eftir bliða unaðs tíð
með ekta þýðu sprundi,
eins þér líði um ár og sið
í Edens fríðum lundi.
F. P. Sigurdsson.
17 ferðamannaskip
koma til íslands í sumar
Seytján ferðamannaskip eru vænt-
anleg hingað í sumar. Eru það
fleiri skip en hingað hafa komið um
mörg undanfarin ár. Flest hafa
skipin komið Ihingað einhverntíma
áður en þó ekki öll (Berlin og
Patria). Þessi skip eru væntanleg:
Milwaukee 4. júlí; Rotterdam 6.
júlí; Kungsholm 7. júlí; Reliance
7. júlí; Franconia 10. júlí; Arandora
Star 13. júlí; Patria 18. júlí ; Berlin
20. júlí; Colombie 21. júlí; General
von Steuben 22. júlí; Milwaukee 22.
júlí; Colombia 25. júlí; Atlantis 27.
júh; St. Louis 28. júlí; Grasse 30.
júli (kemur í stað “Lafayette” sem
brann fyrir nokkrum dögum).
V iceroy of India 4. ágúst, Reliance
12. ágúst.
. —Morgunbl. 10. maí.
A
LIBERAL
ALLOWANCE
For Your
> 1 * »
Watch styles
change tool
WATCH
TRADE IT IN
fora NEW
BUL0VA
NO DOWN PAYMCNT.
of TIME"
17 iowolt
»29«
CANADIAN
CLIPPER
THORLAKSON and RALDWIN
Eyg&m vegi og ber á 'möl
að bændum teygir spaugin;
enga segir kappinn kvöl
að kvitta í heyi álögin.
Watchmakers and Jcwellers
699 SARGENT AVE.
WINNIPEG