Lögberg - 09.06.1938, Side 6
6
LÖGBBRG. FIMlTUDAGINtJ 9. JÚNl, 1938
r
—SKUGGINN-
Eftir GEORGE OWEN BAXTER
Hann sá að'unga stúlkan kiptist við. Hún
lyfti hendinni með leiftursnöggri og aðvar-
andi hreyfingu, og hann heyrði rödd hennar
eins og hvíslandi hróp :
‘Flýðu — flýðu — í guðanna bænum,
flýðu! Fylgdu mér! ’ ’
Áður en Tom Converse fengi tíma til að
svara, kvað við bvssuskot í brekkunni að baki
honum og hann heyrði byssukúlu hvína fram
hjá höfði sér. Það kom fát á hann. Hann
sneri sér við og starði í þá átt, sem kúlan
hafði komið úr.
“Hver er þarf” hrópaði hann aftur.
Svarið, sem hann fekk, var annað skot,
sem kom úr annari átt en það fyrra.
Hann hugsaði sig ekki um lengur. Hann
skildi ekki, hverskonar óðs manns æði þetta
var. En eitt var hann þó alveg viss um.
Dvöl hans hérna á Samson-fjallinu þýddi
hættu fyrir líf hans. Þetta var djöfullegur
grikkur, sem halti maðurinn hafði gert hon-
um.
E'n unga stúlkan á apalgráa hestinumf
Hvað vildi hún honumf Með snöggri hreyf-
ingu sneri hann hesti sínum við, og undur-
samlegi hesturinn bar hann með traustu og
hröðu fótataki yfir síðustu glæður hins-út-
kulnandi báls, — í áttina til þess staðar þar
sem hann hafði séð ungu stúlkuna. Um leið
og dofnandi bjarma bálsins bar á hann, kvað
við skothríð að baki honum. En þeir sem
skutu, voru auðsjáanlega svo önnum kafnir
við að klifra upp brekkuna, að þeir gáfu sér
ekki tíma til að miða vandlega, og allar kúl-
urnar þutu fram hjá Tom.
Honum sýndist apalgráa hestinum bregða
fyrir spölkorn neðar í brekkunni, og hann
hélt þangað . Hver svo sem unga stúlkan var,
þá var hún augsýnilega komin til að aðvara
þann mann, sem tendrað hafði bálið, og sýna
honum, hvaða leið hann ætti að fara, til þess
að komast undan óvinum sínum. Hér var
enginn tími til umhugsunar. Hann hélt á-
fram í þá átt, sem hún hafði bent honum.
Það var svo dimt, að hann sá ekki faðm
frá sér, en Tom hafði komist að raun um á
leiðinni upp f jallið, að óhætt var að láta hest-
inn um alt slíkt. Tom slepti taumunum, og
varlega, fet fyrir fet, klifraði hesturinn niður
hina bröttu brekku.
Alt í einu nam hann staðar. Tom laut
áfram, og hin inemu eyru hans greindu suð-
andi hljóð margra radda dálítið neðar. Ilon-
um var varnað vegarins.
Hann var grafkyr, en í huganum leitaði
hann að leið út úr þeim ógöngum, sem hann
hafði verið gintur í.'
Skyndilega heyrði hann óvini sína fara á
kreik. Þeir komu upp í áttina til hans. Var-
lega dró hann sig í hlé bak við klettasnös,
sem huldi liann dálítið, en ekki nóg til þess,
að óvinir hans færu fram hjá honum án þess
að veita honum eftirtekt.
Hann beið með öndina í hálsinum. Reið-
mennirnir voru nú svo nálægt, að hann gat
heyrt andardrátt hestanna. Hann laut áfram
til að reyna að sjá, hve margir þeir væru, en
honum var ómögulegt að greina þá sundur í
myrkrinu. Hann sá aðeins mikinn fjölda af
mönnum, sem stefndi í áttina til hans.
Svo þétt riðu þeir, að hann sá fram á, að
ógerningur yrðl að brjótast gegnum raðir
þeirra. Og þó var það sú einasta útgöngu-
leið, sem komið gat til greina. Hann hélt á
skammbyssunni í höndinni. Hann sagði við
sjálfan sig, að ef hann notaði hana, þá væri
það í réttmætri nauðvörn. Þessir vitstola
menn mundu ekki gefa honum tíma til að út-
skýra málið.
Hesturinn, sem hann reið, gerði ser auð-
sjáanlega fulla grein fyrir hættunni, sem þeir
voru í. Hann stóð alveg hreyfingarlaus, og
Tom gat ekki einu sinni heyrt andardrátt
hans.
Reiðmennirnir voru í þann veginn að
komast að honum, þegar óvænt atvúk bar að
höndum.
Út úr myrkrinu hinum megin við troðn-
inginn kom apalgrár liestur. Undrunarhróp
heyrðust frá mönnunum í þyrpingunni, en
veran á apalgráa hestinum lyfti undir eins
upp hendinni og hrópaði:
“Þessa leið — þessa leið!”
Tom Converse var ekki ljóst, hvort þetta
var karlmanns- eða kvenmannsrödd. Hann
gat heldur ekki séð, hvað gerðist, en honum
skildist af liljóðinu, að reiðmennirnir sneru •
við.
“Sheriffinn------Algie gamli!” heyrði
hann undrandi raddir segja.
Marrið í reiðtýgjunum og frýs og rugl-
ingslegt fótatak hestanna flutti Tom heim
sanninn um það, að mennirnir væru að snúa
við, til þess að halda í gagnstæða átt.
Tom Converse kom varlega frdm úr
fylgsni sínu. Hann kom nógu snemma til að
sjá reiðmannahópinn fara út af stígnum og
þeysast þvert yfir slétta brekkuna. Vegurinn
var lionum frjáls.
Þegar Tom Converse var kominn niður
að rótum fjalLsins og þeysti af stað, hulinn
myrkrinu, nam reiðmannahópur staðar hinum
megin við Samson-fjallið og þyrptist kring-
um veruna á apalgráa hestinum.
I stað hrukkóttrar og veðurbarinnar á-
sjónu Algie gamla sáu þeir ungt stúlkuandlit
- -andlit með stór og dökk augu og titrandi
varir.
IX.
Tom Converse vekur skelfingu.
Hpfði dökkbrúni hesturinn ekki verið
jafn-ágætur og hann var, hefði Tom Con-
verse aldrei sloppið lifandi frá fjallinu, sem
alt í einu virtist vera orðið kvikt undir fót-
um hans. Stúlkan á apalgráa hestinum hafði
bjargað lionum, þegar hættan var næst, en
einnig við rætur fjallsins úði alt og grúði af
mönnum, sem hrópuðu og skutu.
Skýringin varð honum ljós, þegar liann
á þeysireið jók f jarlægðina milli sín og Sam-
son-fjallsins. Allir þessir menn komu ekki
aðeins frá hinum mörgu smáþorpum og ein-
manalegu smákofum, sem mikið var af alt
þarna í kring. Bálið á fjallatindinum hafði
verið merkið, sem kallaði þá hingað.
En það gilti einu, hvaðan þeir komu, að
baki honum létu þeir eins og glorhungraður
últahópur. Þeir höfðu hafið banvæna skot-
hríð hvað eftir annað, og aðeins myrkrið og
hrein heppni höfðu frelsað hann undan kúlna-
regninu.
Hávaðinn af köllunum dó út í fjarska að
baki honum, og hann hægði á hestinum og lét
hann aðeins brokka, en þrátt fyrir það var
Tom borinn harðara yfir landið en hann
nokkru sinni áður hafði riðið.
Nú liafði hann tíma til að liugsa, og
hann hafði sannarlega nóg til að brjóta
heilann um. Hvað var það, sem þeir höfðu
hrópað á eftir honum?
“Það er hann! Skjótið hann! Drepið
hann bara! Drepið þið mannfjandann, úr
því við höfum hann í greipum okkar! Nú eð'a
aldrei! ’ ’
í eyrum Tom Converse hafði þetta látið
sem hróp vitskertra manna. Þeir veittust að
honum, ekki eins og veizt er að hættulegum
óvini, lieldur edns og ættu þeir í höggi við
baneitraða eldspúandi ófreskju, sem þeir
væru svo hræddir við, að þeir skytu hana
niður miskunnarlaust og án nokkurrar um-
hugsunar.
Hvað hafði hann gert af sér í námabæn-
um, sem orsakað gat þessa heiftúðugu reiði
gegn honum'! Tveir þrjótar höfðu verið að
erta hann, hann hafði slegið þá niður, þótt
bæði væru þeir stærri og sterkari en hann.
Af hans hálfu hafði það aðeins verið heiðar-
legur bardagi. Skyldi annarhvor þeirra hafa
dáið vegna þeirrar meðferðar, sem haim
liafði orðið fyrir, og hinir nú safnast saman
til að hefna hans ?
Nei, það var óhugsandi. Það var bálið,
sem kallað hafði þá hingað, og bálið var
gildra, sem slungni spilamaðurinn fiafði lagt
fyrir hann og ginnt hann í. Þess vegna hafði
það líka verið, að maðurinn með gulleita and-
litið hafði faðmað að sér héstinn sinn og kvatt
liann svona innilega — hann hafi vitað, að
hesturinn kæmist varla lifandi úr þessari
ferð.
Tom hélt látlaust áfram og við sólarupp-
rás kom hann til lítils fjallaþorps. Fólkið í
þorpinu var í þann veginn að komast á fætur.
Það var nú ekki nema til bóta, hugsaði Tom,
þá gat liann fengið tækifæri til að spyrjast
dálítið fyrir, áður en hann fyndi gistihús og
svefnherbergi til að hvíla sig dálítið. Hann
veifaði til axlabreiðs, ungs manns, á aldri
við liann sjálfan.
“Halló!” kallaði Tom Converse. “Hvar
er gistihúsið?”
“Gistihúsið?” át ungi maðurinn eftir
Þegar hann leit við og sá manninn áhestinum,
tók andlit hans miklum bi^eytinguim. Það
varð í senn spyrjandi og lieimskulega gláp-
andi. Hann misti brennibútana úr höndum
sér og hann rétti úr sér snögglega, eins og
hann ætlaði að rétta upp báðar hendurnar.
Það var með mestu harmkvælum að hann gat
stamað upp: ‘ ‘ Gistihúsið — beint niður göt-
una------beint niður götuna! ’ ’
Og í skyndi laut hann niður aftur og tók
að fást við brennið, en svo mikið var fátið
á honum að liann misti bútana úr höndunum
jafnóðum og hann náði í þá.
“Vesalings auminginn,” sagði Tom Con-
verse meðaumkunarfullur. “Það var merki-
legt, að eg skvldi ekki strax sjá það á hon-
um.”
Hann reið áfram og fann gistiliúsið við
næstu beygju á götunni. Hann fór með hest-
inn bak við húsið og inn í hesthúsið. Enginn
var kominn á fætur svona snemma, svo að
Tom gaf honum sjálfur hey og vatn og tók
af honum hnakkinn. Svo gekk hann til gisti-
hússins og inn í veitingastofuna. Þegar hann
var seztur við borð eitt, mundi hann eftir
því, að hann hafði enga peninga til að borga
með. En það hafði ekki svo mikið að segja.
Hann ætlaði að borga reikning sinn, þegar
hann færi frá gistihúsinu, og áður mundi
honum einhvernveginn takast að útvega sér
nokkra dollara.
•
Nú tóku að streyma að gestir. Það voru
stórir og sterklegir menn; og þeir heilsuðu
honum allir glaðlega.
Tom Converse, sem varð því reiðari, því
meir, sem hann hugsaði um næturæfintýri
sitt, stóðst freistinguna að segja þeim fyrsta,
sem hann sá, frá öllu saman. Honum var
fullkomlega ljóst, að' það væri algerlega von-
laust. Þótt það væri hans bezti vinur, sem
hann segði þetta, væri til öf mikils mælzt, að
hann tryði sögnnni um bálið á fjallstindin-
um og vitaskertu ræningjana, sem liöfðu skot-
ið á hann, án þess at> gefa honum tækifæri til
að útskýra málið.
1 stað þess byrjaði hann á morgunverði
sínum, stórum skamti af svínakjöti og eggj-
um og miklu af kaffi. Þegar máltíðin stóð
sem hæzt, kom strákur þjótandi inn. Hann
stóð á öndinni af ákafa.
“Pabbi — pabbi!” stundi hann upp og
þaut til digra mannsins bal? við veitingaborð-
ið. “Það er hestur inni í hesthúsinu. Sá . . .
sá ...”
“Dragðu andann, drengur,” sagði faðir-
inn og svolgraði í sig rjúkandi kaffið úr
kollu sinni. “Dragðu andann og reyndu
aftur.”
“Dö — dö — dökkbrúnn liestur me —
me — með' svartar drö — drö — dröfnur, eins
— eins og . . .”
“Hvað segirðu?” Maðurinn kiptist við.
Hver einasti maður í veitingastofunni
var hættur að tyggja.
“Það er hesturinn minn,” sagði Tom
Converse. “Er nokkuð athugavert við
liann?”
1 einni svipan beindust allra augu að hon-
um. Tom Converse fanst, að hin mörgu
augu, sem á liann störðu, yrðu í sífellu stærri
og stærri.
“Er það — e — e — er það þinn hest-
ur ?” stamaði strákurinn, og Tom sá, að svip-
ur hans varð jafn heimskulega glápaiuli og á
unga manninum, sem hann hafði talað við
úti á götunni.
Tom kinkaði kolli og hélt áfram að borða
mat sinn. Var þetta þorp, sem hann hafði
lent í, fult af fíflum ?
Alt í einu veitti liann því eftirtekt, að
hendurnar á manni einum, sem sat við borðið
beint fyrir framan hann, hristust svo mikið,
að kaffið kvettist niður, þegar hann bar boll-
ann upp að munninum. Tom leit upp og tók
eftir því, að í augum mannsins var þessi gláp-
andi heimskingjasvipur.
Nei, það var ekki heimskingjasvipur.
Það var liin trylta og taumlausa, lamandi
skelfing í eigin mynd.
X.
Dularfult bréf.
Tom var einkennilega innanbrjósts, þeg-
ar hann lauk við morgunverð sinn. Hvernig
stóð á því, að menn voru sem skelfingu lostn-
ir, þegar þeir komu auga á hann? Nei, það
var ekki hann, sem þessu olli, lieldur liest-
urinn.
Það var bezt að sofa þetta alt úr sér.
Hann stóð á fætur, þegar hann var búinn, og
gekk fram í vetingastofuna, en þar var nú
orðið einkennilega þögult. Gestirnir gutu til
hans augunum í mesta pukri, eins og væru
þeir hræddir um, að hann mundi ráðast á þá,
ef þeir litu á hann . Tom gekk til veitinga-
mannsins.
“Eg vildi gjarnan fá herbergi,” sagði
hann. “Er það ekki hægt?”
Digri veitingamaðurinn stóð á öndinni
og það hljómaði eins og andvarp um salinn.
“Tala eg ekki nógu greinilega?” spurði
Tom gramur. “E|g vildi gjarnan fá her-
bergi ?’’
Veitingamaðurinn vætti hinar blóðlausu
varir sínar.
“Sjálfsagt,” sagði liann. “Auðvitað
getið þér fengið herbergi, úr því að þér viljið
fá herbergi.”
Hann ýtti stólnum sínum hægt aftur á
bak.
“Það liggur ekkert á, ” sagði Tom. “Þér
þurfið ekkert að flýta yður. Ljúkið þér bara
við að borða. Eg get vel beðið, þó að eg sé
syfjaður.”
Digri maðurinn leit undrandi upp, og
Tom Converse fanst, að hræðslusvipurinn á
andliti hans yrði ennþá meiri.
“Eg skal láta fara eins vel um yður og
frekast er unt,” sagði liann. “Eg skal koma
undir eins.” I einu vetfangi var hann stað-
inn á fætur.
“Eg hefi nú frekar lítið á peningum á
mér,” sagði Tom hreinskilnislega. “Eg verð
að skima dálítið um, áður en eg get fengið
peninga til að borga yður með.”
“Peninga ?” át maðurinn eftir með upp-
gerðarbrosi. “Þér þurfið ekki að borga
peninga hérna.”
“Hvers v-egna ekki það?” spurði Tom
byrstur og tortryggnislega. Honum fanst
framkoma mannsins mjög einkennileg.
“Eg get altaf séð undir eins, við hvers-
konar menn eg á,” stamaði gestgjafinn.
Hann gekk á undan út úr stofunni og upp
stigann. Þegar Tom liafði gengið upp nokkr-
ar tröppur staðnæmdist liann. Inni í veit-
ingastofunni hófst nú suð margra radda og
var hægt að greina sumar þeirra greinilega.
Hann gat ekki heýrt livað sagt var,.en liann
hafði ótvírætt á tilfinningunni, að verið væri
að tala um hann.
Farið var með hann upp á fyrstu liæð og
honum bent á stórt og hreint herbergi.
“Eg þarf ekki á tveimur rúmum að
halda,” sagði Tom. “Eg get vel látið mér
nægja minna herbergi ”
“Minna ? Nei, nei,” sagði veitingamað-
urinn. “Þér eruð víst vanur að liafa rúm-
gott um yð'ur — miklu meira en eg get boðið
vður. Mig langar til, að vel fari um yður
hérna hjá mér.” Og liann fór að hlæja and-
styggilega uppgerðarlegum hlátri.
Tom gekk til og lyfti vísifingrinum ógn-
andi. Hláturinn steinþagnaði undir eins.
“Heyrð þér,” sagði Tom; “Hver hald-
ið þér eiginlega að eg sé?”
Á andliti veitingamannsins var ekki hægt
að sjá, að hann rendi hinn minsta grun í það.
“Hver þér eruð? Það veit eg ekki.
Hvernig ætti eg að geta gizkað á, liver þér
eruð? Eg ber ekki fram spurningar. Eg
er ekki einn af þeim, sem ekki mega sjá ó-
kunnan mann, án þess að spyrja hann spjör-
unum úr. Þér eruð--------þér eruð' sennilega
gulleitarmaður eða eitthvað því um líkt?
“ Gulleitarmaður — án farangurs?”
fnæsti Tom.
“Nei, ]>á cowboy — cowboy, sem er að
litast dálítið um ?”
‘ ‘ Það er einmitt það, sem eg er. Cowboy,
sem er að skoða sig dálítið um í heiminum.”
Uppgerðarhláturinn virtist aftur ætla að
ræna digra veitingamanninn valdinu yfir
sjálfum sér, en liann kingdi lionum með hræði-
legum andlitsgrettum.
“Auðvitað,” svarað hann. “Það getur
liver einasti maður séð á yður undir eins. Það
er einmitt það, sem þér eruð.”
“Farið þér þá niður og segið þessum
glápandi fíflum, hvað eg hefi sagt yður.
Skiljið þér það?”
Maðurinn svaraði með því að kinka kolli
og gekk aftur á bak út, svo að liann var næst-
um því dottinn um sjálfan sig. Tom Oon-
verse heyrði hann þjóta niður stigann.
“Maður skyldi ætla, að eg væri fjandinn
sjálfur,” sagði hann hlæjandi. Svo fleygði
liann liatti sínum á rúmið. “Þeir eru vit-
lausir, bandvitlausir, liver einn og einasti,”
muldraði hann, um leið og liann læsti hurð-
inni.
Hann vrar kominn á fremsta hlunn með
að fara niður, grípa í þann fyrsta, sem yrði
á vegi lians, og krefjast skýringa á þessum
fábjánahætti, en þreytan yfirbugaði hann.
Hann settist niður til að fara úr stígvél-
unum, en svefninn sigraði hann. Höfuð hans
hneig að koddanum, og augnabliki síðar
steinsvaf hann.
Fyrir neðan hann þaut fólk í tryllingi
fram og aftur. E!n Tom Converse lieyrði
ekkert, svo fast svaf liann.
♦ ♦
Þegar hann vaknaði, skein aftan sólin
inn um gluggann og rauð veggina gullnum
bjarma sínum. Tom settist upp í skyndi,
ruglaður í höfðnu, vegna þessyhve illa hann
hafði legið og af því að sofa í sólarliitanum.
Hann stóð á fætur og reikaði að þvottaborð-
inu. Hann þvoði sér í flýti, og nú urðu hugs-
anir lians það skýrar, að hann gat munað dá-
lítið af því, sem við hafði borið. Þegar hann
sneri sér við, rakst fótur hans í hlut, sem lá
á gólfinu. Það var steinn, sem pappírsmiða
var vafið utan um.
Ilann tók hann upp og vafði pappírnum
varlega utan af. Þá sá liann, að innanverðan
pappírinn var þéttskrifað með smárri og
greinilegri kvenmannshönd.
Það var hvorki ávarp né vfirskrift, en
aðeins þetta: