Lögberg - 09.06.1938, Síða 8

Lögberg - 09.06.1938, Síða 8
 Ur borg og bygð W Gefin saman í hjónaband þ. 7. júní s.I., voru þau Mr. Jóhannes Helgi Magnússon og Miss Hanna Andruschak, bæði frá Hnausum hér í fylkinu. Séra Jóhann Bjarnason gifti og fór hjónavígslan fram að heimili sonar hans og tengdadóttur, þeirra Mr. og Mrs. J. F. Bjarnason, 643 Agnes St., hér i borg. — Brúðgu'minn er sonur hinna merku hjóna, Mr. og Mrs. M. Magnússon, að Eyjólfsstöðum í Breiðuvík, í Nýja íslandi, en brúðurin er af pólskum ættum, fædd og uppalin hér vestra, en talar og skilur íslenzku eins og bezt gerist meðal yngra fólks vors nú hér í landi. — Heimili ungu hjórtanna verður væntanlega i ná- grenni við vini og ættingja í Breiðu- víkurbygð.— Gefin saman í hjónaband af sókn- arpresti, á prestsheiinilinu í Árborg, Man., j?ann 31. mai: Halli Gíslason, Árborg, Man. og Albertína Helga SigurdssOn, Geysir, Man. Mr. og Mrs. Chris. Thomasson frá HecLa, komu til borgarinnar á föstudaginn var og dvöldu hér fram á seinnipart sunnudagsins. Frú Andrea Johnson, Árni Borg- fjrð, Valdimar Borgfjörð og Miss fjörð, Valdimar Borgfjörð og Miss til borgarinnar á mánudaginn. Siðasti fundur kvenfélags Fyrsta Lúterska safnaðar fyrir sumarfríið verður haldin í fundasal kirkjtmnar á fimtudaginn 9. júní kl. 3; áríðandi að allir meðlimir mæti. Bændakvenna samtökin í Mani- toba, hafa ákveðið að halda Chau- tauqua á eftirgreindum stöðum: Árborg, þriðjudaginn þann 14. þ. m. og i Cypress River á miðviku- dagnin þann 22. þ. m. Frú Andrea Johnson flytur ræðu á báðum stöð- unum. Mrs. Sæunn Anderson, fyrrum hóteleigandi í Árlxirg, lagði af stað seinnipart fyrri viku vestur til Spokane, Wash., í heimsókn til dóttur sinnar, MrsvJ. F. Arthur. Vatnabygðir sd: 12. júní K3. 11 f. h., sunnudagaskóli í Wynyard. Kl. 2 e. h. (M.S.T.) .messa i Leslie. Ferming. Messan fer að öllu leyti fram á ensku. Jakob Jónsson, sókniarprestur. Mr. Jakob Sigurðsson frá Veðra- móti í Skagafirði, sá, er stundað hefir nám við háskóLann í Toronto í. undanfarn tvö ár, sem styrkþegi Canadasjóðs, kom til borgarinnar i fyrri víku, á leið til Prince Rupert, B.C., þar sem hann hyggur á dvöl í sumar. Leggur hann einkum stund á fiskifræði, og starfar við fiskistöðvar þar vestra í sumar. Mr. Sigurðsson er bráðvel gefinn maður og skemtilegur í viðtali. Kvaðst Ihann hafa haft 'mdkla á- nægju af komunni til Winnipeg þó dvölin væri stutt. Hann mun halda áfram námi við Toronto háskólann næsta vetur. Hillingalönd Fjórtán sögur eftir Guðr. H. vestur. Bókin er í stóru átt blaða Finnsdóttur er nú nýkomin hingað broti, á þriðja hundrað blaðsiður, prentuð á góðan, þykkjan pappír. Frumdregin mynd eftir íslenzkan listamann er á framhlið kápunnar. Hún er prentuð í Félagsprents'miðj- unni í Reykjavík og hín vandaðasta að öllum frágangi. Útsöluna annast Gisli Johnson, 906 Banning St. Win- nipeg. Ennfremur tekur Magnús Peterson, bóksali, 313 Horace St., Norwood, á móti pöntunum. Kostar póstfrítt $1.75. Börn fermd í Fyrstu lútersku kirkju á Hvítasunnu 1938, af séra Valdimar J. Eytands. Norma Brynjólfson Inga Thorey Beatrice Isfeld Lorraine Christine Jolhannson Salina Edna Jónasson Anna Gloria Lillian Lyngholt Violet Guðbjörg Margaret Magnusson Lorna Marion Olson Ida Claire Riggall Sigrún Aðalheiður Skanderberg Ethel Laura Thmopson Alvin Theodor Blöndal Brynjólfur Christian Brynjólfson Robert John Cecil Fjeldsted Ronand William Friðfinnson NOrma Kernested Guttormson George Thomas Isford Leonard Thomas Jackson Marvin Arni Johnson Roy William Hjörleifsson Victor Otto Jonasson Brian Roy Johnson Stefan Wesley Piaulson Marvin Ingólfur Nordman Roy Douglas Pottruff Lincoln Paul Sveinson. GIMLI THEATRE (PARISH HALL) Talmyndasýning sérhvern fimtu- og f 'óstudag, Tcl, 8 á kveldin Aukasvning á laugardag, kl. 3 é. h., einkum fvrir börn-—Verð á kveldin fyrir fullorðna 25c en loc fyrir börn. Aðgangur að laugardagssyningunni, 20c fyr- ir fullorðna en lOc fvrir börn. W. YOUNG Forstjóri CONCERT Under the Auspices of Jón Sigurdson Chapter, I.O.D.E. FEDERATBD CHURCH PARLCRS Wednesday, June 15, at 8:15 Program will include: I.—Flower Pageant — twenty six children in colorful costumes. II—A Two-Act Comedy: “A Musical Baby Show.” Soloists:— Cora J>oig, LiHian Baldwdn, Helen Lyons, Vera Johann- ■son, Josephine Strain, Car- man Merritt, and Wediifred Baldvdn. Come and Enjoy Yourselves ! The BLUE OX Meat Market. P. LAMOND, Prop. Phone 30 000 For the Finest in MEATS and VEGETABLES Free, Prompt Delivery 592 ELLICE AVE. Islenzkar tvíbökur og brauð — margar tegundir af kökum og sætabrauði GEYSIR BAKERY 724 SARGENT AVE. Phone 37 476 Sendum v'órur heim. Minniát BETEL í erfðaskrám yðar Mr. Búi Thorlacius frá Ashern, Man., var staddur í borginni á fimtudaginn var ásamt syni sínum. Meðlimuni Heimilisiðnaðarfélags- ins og vinur þeirra er boðið að heimsækja “Jordans Limited” (Oriental Rugs) 393 Portage Ave., á föstudagskvöldið 17. júní 1938, klukkan átta. Þar verða til sýnis austurlenzkar gólfábreiður fagrar og fágætar, en sýningunni fylgir fróðleg og skemti- leg skýring á vefnaði þeirra og hin- um sögulegu “munstrum”, sem öll hafa sérstaka þýðingu, einnig verð- ur útskýring á litum, sem lík'a hafa sina sérstöku merkingu. Deildin má þakka Mrs. Hannes J. Lindal þetta góða tilboð og það er vonandi að sem flestar félagskonur og vinir færi sér það í nyt. Gjaf ir til Betel í maí 1938.... Vinkona (á Betel) $1.00; Ó- nefndur á Betel, $1.00; Mrs. H. G. Henrickson, Winnpieg, Fern; E. Diss, W'innipeg, Gandy; Ónefnd- ur — í minningu um 16. mai, Wpg., 12 prs. Bath Towels, 6 Búreau Scarves and a Bed Tray; Vinkona, Mountain, N.D., $3.00; Mrs. Jón- anna Halldórsson, Riverton, Man., í minningu um mann sinn, Pál Halldórsson, $25.00; Guðmund Peterson, 2903—I4th Ave. S., Minneapolis, Minn. (annual dona- tion) $5.00; Kvenfélag St. Páls safnaðar, til minningar um séra Björn B. Jónsson, D.D. $10.00. Kærlegia þakkað fyrir hönd nefndarinnar, J. J. Szvanson, féhirðir. Karlakórinn Allir meðlimir karlakórsins eru beðnir að muna að mæta stundvis- lega á æfingu miðvikudaginn þann 15. júní kl. 8. Er áríðandi að allir sækj æfingu því Iög verða æfð fyrir samkomuna 20. júní og einnig fyrir íslendingadaginn. Stjórnarnefndin. Hljómleikar 17. júní Barnasöngflokkurinn og nemend- ur R. H. Ragnar gefa hljómleika með aðstoð Páhna Pálmasonar i Music and Arts söngsalnum á Broadway 17. júni n.k. Aðgöngu- miðar nú til sölu hjá meðlimum barnaflokksins og hjá Steindóri Jakobsson, West-End Food Market. Á hvítasunnudag, 5. þ. m. voru þessi ungmenni ferm af séra Jakob Jónssyni í íslenzku kirkjunni í Wynyard: Sveinn Halldór Octavíus Eggertsson Raymond Erling Jonasson Franklin Erling Baldvinsson Wlalter Baldvin Baldvinsson • William Jónasson Emily Axdal Verna Aldís Hallgrímsson Lilja Sigriður Goodman. Dagskrá Kirkjuþingsins lútersíca, er haldið verður í Argylebygð 17. — 21. júní Föstudaginn 17. júní— Kl. 8 e. h.—Þingsetningarguðs- þjónusta og altarisganga. For- seti prédikar. Laugardaginn 18. júní— Kl. 9—12 f. h. — Starfsfundur. Skýrslur embættismanna og fastanefnda. Kl. 2—6 e. h.—Starfsfundur. Kl. 8 e. h.—Ungmennamót. Sunnudaginn 19. júni— Kl. 11 f. h. — Guðsþjónustur á öllum kirkju'in prestakallsins. Eftir hádegið mót undir beru lofti. Kl. 8 e. h. — Minningarathfn í sambandi við fráfall dr. Björns B. Jónssonar. Mánudaginn 20. júní— Kl. 9—12 f. h.—Starfsfundur. Kl. 2—6 e. h.—Starfsfundur. KI. 8 e. h.—Erindi, séra S. O. Thorlaksson, um trúboð, á ensku. Séra R. Marteinsson, íslenzkt erindi, um þriggja alda afmæli Svía og lúterskrar kirkju í Ameríku. ^riðjudaginn 21. júní— Kl. o—12 f. h.—Starfsfundur; kosning embættismanna og nefnda. Kl. 2—6 e. h.—Starfsfundur. Kl. 9 e. h.—Trúmálafundur. Efni: “Sálgæzla”; málshefj- andi séra S. Ólafsson. Þingslit. Þingið verður haldið í öllum kirkju bygðarinnar. Verður aug- lýst á þinginu hvernig skift verðui fundum á staðnuni. Minningarat- höfnin verður í kirkjunni á Grund. K. K. Ólafson, forseti. Mr. og Mrs. Stefán Hallgrímsson frá Mountain, N. Dak., komu til brogarinnar á laugardaginn, ásamt tveini dætrum sínu'm og Mr. Barney Björnsson. Fólk þetta dvaldist hér fram á mánudaginn. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja, sunnu- daginn 12. júní:— Messað á ensku kl. 11 f. h. Séra Rúnólfur Marteinsson Sunnudagsskóli, kl. 12.15 íslenzk messa kl. 1 að kveldi. Séra Jóhann Bjarnason. Næsta sunnudag, 12. júní, flytur séra Carl J. Olson guðsþjónustu í Vatnabygðum sem fylgir: Bertdale kl. 11 (fljóti’tí'md) Westside kl. 2 (fljóti tírni) Hólar kl. 4 ( seini tími) Elfros kl. 7.30 (seini tími) Messurnar í Bertdale og Elfros verða á ensku, en hinar á íslenzku. Allir eru boðnir og velkomnir. Sunnudaginn 12. júni verða mess- ur í prestakalli séra H. Signiar sem hér segir: Messa i Brown, Man., kl. 2 e. h. Messa í Mountain kl. 8 e. h. Messan á Mountain á ensku. Séra S. O. Thorlaksson, trúboði frá Japan flytur prédikun við báðar þessar guðsþjónustur. Messað verður í kirkju Mikleyj- arsafnaðar næsta sunnudag, 12. júní, kL. 2 e. h. Fermingarbörn mæta til viðtals laugardaginn 11. júní, kl. um 2 e. h.—B. A. Bjarnason. Séra K. K. Ólafsson flytur guðs- þjónustur sein fylgir sunnudaginn 12. júní: Mary Hill, kl. 11 f. h. Lundar, kl. 2 e. h. Á eftir guðsþjónustunni að Lund- ar verður safnaðarfundur haldinn til að kjósa erindreka á kirkjuþing og annars er þörf kann að vera á. Messugjörð flytur ésra Guðm. P. Johnson sunnudaginn 12. júní i G. T. húsinu við Sargent kl. 3 e. h. Umræðuefni: “Ga'mli og Nýi Sátt- málinn.” Allir hjartanlega velkomnir. LÝKUR PRÓFI 1 IIJÚKRUNA RFRÆÐl m Þann 27. maí síðastliðinn, lauk prófi með ágætum vitnisburði við Grace spítalann hér í borginni, Miss Lára Friðrikson. Er hún dóttir þeirra Guðleifs Friðrikssonar í Leslie-bygðinni í Saskatchewan og Ingibjargar konu hans, sem látin er fyrir 10 árum. Miss Friðrikson ráðgerir að standa hér hjúkrunar störf fyrst um sinn. The Watch Shop Diamanda - Watchea - Jewelry Agienta for BULOVA Watchea Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakera A JexoeUert 699 SARGENT AVB, WPG. Þj óðræknisfélag íslend inga Forseti: DR. RÖGNV. PÉTURSSON, 45 Home Street. Allir íslendingar I Ameríku ættu að heyra til pjððræknisfélaginu. Ársgjald (þar með fylgir Tímárit félagsins) $1.00, er sendist fjármálaritara Guðm. Levy, 251 Furby Street, Winnipeg. EVERY PICTURE AN ENLARGEMENT WHY accept SMALL, Pictures or Reprints when, by sending your films to us You Get Every Picture Enlarged to 4x6 Inches Suitable for Framing or Mounting FOR ONLY 25c A ROLL Reprints 4x6 Inches - 8 for 25c Minim.um Order Accepted, 25c Department “C” WILLIS-LARJA PRINT PHOTO SERVICE 370 Stradbrooke Ave. - Winnipeg Svifið í sjónum er undirstaða sjávarlífsins Frumskilyrði fyrir öllu lifi í sjónum eru smáverur þær, plöntur og dýr, sem berast fyrir straumum, og einu nafni eru nefnd “svif*’ (plankton). Þessar örsmáu lífver- ur, hvort heldur eru plöntur eða dýr, eru fæða stærri sjávardýra, sem svo nytjafiskar lifa á, ellegar nytjafisk- arnir lifa á svifinu, eins og t. d. síldin, sem lifir að miklu leyti um veiðitimann á hinni svonefndu rauð- átu, sem er smákrabbi, og því með stærri tegundum svifdýra, en svo smár, að hafstraumar ráða að mestu hviernig hann berst um sjóinn. Fátt eða ekkert er okkur Isleiid- ingum jafn nauðsynlegt að læra í náttúruvísindum, en um fiskigöng- urnar, hvað það er, sem hefir áhrif á þær eða stjórnar þeim að kalla má. Þetta skilja engir betur en fiskimenn vorir. Hver sá maður, sem leggur ihönd að þessum rann- sóknum, er þakkarverður. Þvi starfið er mikið og tnargbrotið, en aðeins í byrjun að kalla. -f Einn af þeim mönnum, sem und- anfiarin ár hefir unnið að hafrann- sóknum hér við land, er prófessor við Hamborgaháskóla, E. Héntschel að nafni. Hann kom fyrst til ís- landmiða með þýzkum togara árið 1924, en síðan árið 1929 hefir hann komið hingað til lands hvað eftir annað, ýmist með hafrannsókna- skipinu þýzka, Meteor, ellegar til þess að ferðast hér með strand- ferðaskipum umhverfis landið. Hann hefir verið Ihér um skeið, en fór með Goðafossi síðast. — Hann er nú orðinn aldraður maður, og treystir sér tæplega til þess að standa í því erfiði, að fara í rann- sóknarferðir hér við land, þar sem hann þarf að vinna að því að taka sjó og rannsaka hann á öllum tímum sólarhrings og hvernig sem viðnar. Áður en hann fór hafði tíðinda- maður blaðsins tal af honum. Fór- ust honum m. a. orð á þessa leið: Eg hefi í 14 ár unnið að rann- sóknum á svifi sjávar, á svæðinu xnilli Grænlands, Jan Mayen, Fær- eyja og ShetLands, en lagt megin- áherzlu á að rannsaka svifið við strendur Islands. Hér við ísland er straumum þannig háttað, að tilbreyting er mikil í svifinu, þar eð ihér mætast meginstaumarnir tveir Pólstraumur- inn og Golfstraumurinn. En þessi tilbrigði í svifinu vtalda miklu um fiskigöngur. Því er það eðlilegt, að miklu sé kostað til af fé og fyrir- liöfn að rannsaka svifið á fiskimið- unum umhverfis ísland. Eitt þektasta dæmi um áhrif svifs- ins á göngur nytjafiskanna er rauð- átan, sem berst upp að Norðurlandi á surnrin og hefir hin mestu álirií á síldargöngurnar. Við rannsóknir mínar á Siglufirði sumarið 1936, kom það í ljós, að Pólstraumurinn liefir mikið meiri áhrif á tilkomu rauðátunnar til síldarmiðanna við Norðurland, en menn áður gerðu sér í hugarlund. TU þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu Skuluð þér ftvalt kalla upp SARGENT TAXI FRED BUCKLE, Manager PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT & AGNES Árið 1935 gerði eg rannsóknir á svifi við Vestmannaeyjar. Af þeim verður ekki fullyrt, að það hafi eins augljós áhrif á þorskgöngurnar, eins og t. d. áhrif rauðátunnar eru á síldargöngurnar. En þó þorskurinn sjálfur lifi ekki á smáverum þess- um,< þá hafa þaar hina mestu þýð- ingu fyrir nærveru þorsksins. Loðn- an t. d. sem þorskurinn sækist mjög eftir, lifir á svifi. -f Síðan sýndi prófessor Hentschel mér eina af skýrslum sínum frá hin- um síðustu rannsóknum sínum, er hann gerði á sjávar- “prufum,” sem hann tók i hringferð um landið. Er ákaflega 'merkilegt ag sjá hvernig ýmsar tegundir af svifinu eru ein- göngu í hlýja sjónu'in, eða hvernig svifmagnið breytist eftir árstíðum á vissum stöðum. Sérstaklega er mikil svifmergðin t. d. á Selvogs- banka, þegar kemur frain í apríl, í marz mikið minni. Með því að telja svifagnirnar í vissu litlu rúm- máli af sjó, er ætlað á, með nokk- urri nákvæmni hve mikið er af svifi í ákveðnu rúmmáli. I sjó af Sel- vogsbanka í apríl hafa fundist yfir 8,000,000 svifagna eða svifvera, þegar talið er saman bæði, þær sein tilheyr píöntu- og dýraríki í 10 lítr- um sjávar. Hve oft hafið þér komið hingað til svif-rannsókna? Þetta er sjötta ferð mín hingað. Og nú hefi eg fengið það gott yfir- lit yfir rannsóknarefni mitt, að eg tel því að vissu leyti lokið. Hingað til hafa aðeins verið birtir kaflar úr þeim. En nú er tilætlunin að gefin verði út heildarlýsing á .svifinu um- hverfis íslandsstrendur. Mér er sérstök ánægja að þvi, segir prófessor Hentschel að lokum, að minnast þess, hve mikillar vel- vildar eg hefi notið hér, og hjálp- fýsi við rannsóknir mínar. Því.auk þess sem starfsmenn á þýzkum rannsóknarskipum hafa verið mér til aðstoðar, hefi eg og fengið menn í lið með mér á íslenzkum skipuni, svo sem á Dettifoss, Esju, Goða- foss og Þór. Eg vil nota þetta tækifæri til þess að biðja yður að skila alúðarkveðju minni til vina minna á íslenzkum verstöðvum er liafa verið mér hjálp- legir. Þá er mér og ljúft að þakka þeim tveim íslenzku náttúrufræðing- um er eg hefi unnið með nú síðast við atvinnudeild Háskólans, þeim Árna Friðrikssyni og Finni Guð- inundssyni, sem er fyrverandi læri- sveinn minn. ■f Áður en próf. Hentschel fór af landi burt kallaði ríkisstjórnin hann á fund sinn og þakkaði honum starf hans. Kvaðst stjórnin mundu leggja það til við konung að hann yrði sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunn- ar. — Morgunbl. 12. maí. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annaat greiClega um alt, aem a8 flutningum lýtur, imiura eCa störum. Hvergt eanngjarnara ver8. Heimill: 691 SHERBURN ST. Slml 16 909 ROLLER SKATING Winnipeg Roller Rink Every Evening, Wed., Sat. Afternoon. Instructions Free to Learners LET US TEACH YOU LANGSIDE AND PORTAGE Phone 30 838 Wolseley Hotel 186 HIGGINS AVE. (Beint á möti C.P.R. stöðinni) SlMI 91079 Eina skandinaviska hótelið í horginnl RICHAR LINDHOLM, eigandi KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.