Lögberg - 30.06.1938, Blaðsíða 3

Lögberg - 30.06.1938, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JÚNÍ, 1938. 3 En áður en það skeði, meðan Englendingar enn stjórnuðu nýlend- um sínum, voru Svíarnir búnir að eignast merkan nágranna. Eeiðtogi Kvekaranna þá á Englandi var Wil- liam Penn, hinn merkasti maður. Hiann vildi fá friðland fyrir trú- bræður sína þar sem þeir mættu ó- hindraðir iðka trúarbrögð sín. í því skyni leitaði hann til Vesturheims og stofnaði árið 1682 bygðina sem varð að einu hinna miklu ríkja Bandaríkjanna, Pennsylvania. Stærsta borgin í því ríki er Phila- delphia, sem var bæði stofnuð og nefnd af Penn (Bróðurelska). Að minsta kosti nokkuð af íandinu þar sem borgin stendur keypti hann af Svíunum. Samband hans við þá var hið ákjósanlegasta. Þeir voru meðai annars túlkar hans er hann var að semja við Indíánana. Af því, sem sagt hefir verið, draga óefað einhverjir þá ályktun, að hér sé um fjölmenna bygð að ræða. Það var þó ekki tilfellið. AÖ vísu reyndi stjórn Svíþjóðar, þessi fáu ár sem bygðin var beint undir hennar umsjón, mikið til þess að fá fólk til að flytja til Delaware. Til- raunir voru gjörðar víða um landið. Sumir voru jafnvel hálf-knúðir til farar, þeir sem voru sekir um ein- hver smábrot. Verulegir glæpamenn voru samt aldrei sendir þangað. Þrátt fyrir alt sem gjört var til hvatningar í þessu máli voru þeir tiltöluíega fáir sem fóru. Fólk var hrætt við hina löngu og erfiðu sjó- ferð og frumbyggjalífið með öll- um þess ókostum. Betra fanst því að vera kyrt á ættjörð sinni. Ekki kemur rithöfundunum sam- an um það, hve margir innflytjend- urnir hafi verið. Amandus John- son, sá sem mest núlifandi rithöf- unda hefir um þetta landnám ritað, segir að árið 1644 hafi bygðarbúar ekki getað verið fleiri en 200. Ann- ar höfundur ætlar á, að árið 1655, þegar bygðin komst undir yfirráð Hollendinga liafi fólkstal verið 500. Söguritarinn Bancroft telur 700 nær sanni. Nýir innflytjendur bættust við í hópinn eftir það, t. d. 110, árið 1656, og svo eitthvað síðar. Nú veittu allir kunnugir því eftirtekt, að fólksfjölgun var mikil í bygðinni. Einn rithöfundur gjörir þá áætlun að árið 1780 þegar nýlendurnar voru að brjótast undan yfirráðum Englendinga hafi afkoraendur sænsku landnemanna í Ameríku ver- ið um 15,000. Ef til vill spyr nú einhver: Hvað er þá svo markvert við þetta land- nám að það verðskuldi þessa feikna hátíð ? Til svars því má segja, að það sé eðli manna að veita sérstaka eftirtekt þeim sem fyrstur er í röðinni. Þarna er fyrsta varanlega bygðin í Dela- ware. Þarna er fyrsta og eina bygð- in í Ameríku undir stjórn Svíþjóð- ar. Svo átti þetta fólk ekki ómerkan þátt í því að Bandaríkjaþjóðin varð til. í samræmi við gamalt og grund- vallað norrænt eðli lítur út fyrir að Dekware Svíarnir hafi, nokkurn veginn semi einn maður, verið þeim megin sem þeim virtist frelsið Sumir afkomendur þeirra voru einnig meðal leiðtoganna í frelsisbaráttunni. Einn þeirra var John Hanson í Maryland-ríki. Hann inti af hendi margvisleg opinber störf í því ríki og árið 1781 var hann forseti hins sameinaða ný- lenduþings, einmitt árið sem George W’ashington vann sinn loka-sigur. Það var hlutverk Hansons að færa honum þakklæti þingsins fyrir sigur- sæla baráttu. Annar afkomandi Svi- anna var John Morton í Pennsyl- vania-ríki. Eftir frábært starf í þarfir rikis síns, var það hlutverk hans að greiða atkvæði þess með eða móti sjálfstæðis-yfirlýsingu nýlendu-rikjanna, á þingi þeirra árið 1776. Ríkin voru 13 að tölu. Sex þeirra höfðu greitt atkvæði með frelsisskránni og sex á móti; John Morton greiddi atkvæði Pennsyl- vania-rikis með, og á þann hátt var hún samþykt. Ekki er með þessu nefnt alt, sem eg tel lærdómsríkt eða markvert við þetta landnám. Vil eg nú víkja að sumuin þeim atriðum. Einna fyrst vekur það eftirtekt mína, hvernig þessir Svíar komu frami við Indíánana. Daginn sem þeir lögðu skipum sínum að klettin- um í Wilmington, þöfðu þeir mót með Indiána-höfðingjum og gjörðu friðsamlegan samning við þá um kaup á landinu. Þeir rændu engan landi, beittu engan ofbeldi en borg- uðu umsamið verð fyrir landið sem þeir öðluðust Vinskapur hélzt nokk- urnveginn óslitinn milli Svíanna og Indiánanna. Ennfremur gjörðu Svíarnir verulega tilraun til að kenna Indíánum kristindóm. Cam- panius prestur, sem kom með Printz landstjóa, árið 1643 þýddi fræði Lúters á Indíána-mál og er það tal- in fyrsta Norðurálfubók, sem þýdd var á Indíánamál. Mikill dráttur varð samt á útgáfunni, ein 50 ár (kom út 1696) svo þetta er ef til vill ekki mikið til að stæra sig af, en Campanius mun ekki 'hafa átt neina sök á því. Hitt er víst að samband Svíanna og Indiánanna var ávalt gott. Þeir gáfu Svjíunum nafn: neteppi (sem má þýða: fólkið okk- ar). Gefur það sterklega til kynna, hvað sambandið var hlýlegt. William Penn hefir fengið mikið hrós fyrir það, hve vel hann komst af við Indíána og hann á það hrós skilið, en Svíarnir voru óefað búnir að búa vel í haginn fyrir hann í þessu efni. Þessi framkoma við jlrtdíátiana er í fylsta samræmi við fyrirmæli sænsku stjórnarinnar. Til eru enn þær bendingar, sem hún gaf land- stjóranum þá á'hrærandi. Þar er honum og hinum Svíunum uppálögð ráðvendni og vinsemd gagnvart þessu fólki. Hið annað, sem vekur athygli mína er það að hugsunarháttur Sví- anna og athafnir bera vott um heil- brigt starfslíf. Það er farsældar skilyrði í sérhver j u landi; en án þess getur engin þjóð blessast. Fjöldi þeirra Norður-álfumanna er ferðuðust til Vesturheims á, það sem maður gæti sagt, landnámsöld- inni, höfðu gróða í huga, og ekki voru þeir, margir hverjir, neitt var- kárir með það, hvernig þeir fengu hann. Auðvitað er gróði, sem er sanngjarn árangur af ráðvandlegu starfi á enganhátt syndsamlegur; en það var lítið um ráðvendni hjá suimi- um fyrstu Ameríku-förunum. Græðgi, kúgun og manndráp eru förunautar þeirra. Þar sem það er tiJfellið er sagan ljót. Á landnámi Svíanna er alt annar blær. Fyrsta ferðin og margar hinna siðari voru auðvitað, að nokkru leyti verzlunarferðir. Þeir bjuggust við að selja Indíánunum eitthvað af vörum og kaupa eitthvað af þeim, en bæði var sá tilgangur algjörlega heiðarlegur og eins hitt að þetta var ekki eini og ekki einu sinni aðal til- gangurinn. Hann var sá að nema og yrkja land. Á skipinu var ýmis- legt, sem þurfti til jarðyrkju meða! annars nokkur forði af margskonar útsæði. Mennirnir, sem komu voru vanir jarðyrkju. Þeir hófu það starf í hinum nýju átthögum eins fljótt og veður leyfði. Þeir sáðu mörgum sortum garðávaxta og nokkru af korni. Skipin, sem seinna komu, bættu stórkostlega við nauðsynjar bygðar- búa í þessum efnum. Þau fluttu hesta, nautgipi, svín, sauðfé og geitur. Þau fluttu mikið af margs- konar áhöldum til jarðyrkju. Þau fluttu einnig margvíslega hagleiks- menn til þess ða gefa starfslífinu þá fjölbreytni sem þurfti til að lífið þarna fengi sem heilbrigðastan og víðtækastan blæ. Mann undrar nærri hvað sænska stjórnin bar mikla og nákvæma umhyggju fyrir þessum útvörðum menningar sinnar í hinum nýja heimi. Og alt sem vér vitum um líf þessa fólks bend- ir í þá átt að það hafi notað sér þessi hlunnindi bæði með vilja og viti. Svíar munu vera sérstaklega góðir bændur. Þiað kom í ljós í Delaware og nærliggjandi ríkjum; því, er fram liðu stundir, stækkuðu bygðirnar og fólkið dreifðist nokk- uð. Fyrstu húsin, sem þeir reistu í þessum bygðum voru bjálkahús. Þeir komu með kunnáttu til að byggja þau frá föðurlandi sínu. Sagt er að enn sé til í Delaware- dalnu'nn eitthvað af bjálkahúsum lík þeim, sem Svíarnir fyrst bygðu þar. Það er ennfremur sagt, að Ameríka hafi af Svíunum lært að byggja bjálkahús. Ráðvendni, atorka og verklægni eru að minsta kosti sum þau ein- kenni, sem vpru sterk hjá þessu fólki. Vér höfum enn vitnisburð Wil- liam Penns um Svíana í nágrenni hans, á þessa leið : “Eg finn mér skylt að gefa Sví- unum meðmiæli fyrir þá virðingu sem þeir bera fyrir lögum og rétti og ennfremur fyrir þá góðvild, sem þeir hafa sýnt i allri framkomu sinni gagnvart Englendingum. Hjá þeim er engin afturför í vinskap þeim, sem tengt 'liefir saman Eng- land og Svíþjóð. Þeir eru mynd- arlegir og hraustir menn og að sama skapi eru börn þeirra álitleg og væn. Nærri hvert hús er fult af börnum. Það er sjaldgæft að finna sænskt hús, að ekki séu þar 3—4 drengir og jafnmargar stúlkur. Á sumum heimilum eru 6—8 synir. Og eg verð að kannast við það, að eg þekki fáa unga menn, sem taki þeim fram í ráðvendni eða dugnaði.” Þriðji þátturinn í lífi Delaware- Svíanna, sem eg vil, að einhverju leyti, athuga, er kirkjan. Þessir ný- lendumenn báru með sér frá föður- landi sínu djúpa virðingu fyrir lút- erskum kristindómi og mikinn kær- leika til kirkjunnar. Eg held það megi vel bera þá saman við Skotana, á beztu tíð þeirna, hvað trúarlega alvöru snertir. Að minsta kosti framan af árum lá ekki heldur heimaþjóðin á liði sínu í því að efla lúterska trú hjá þessu fólki. í ann- að sinn er skip kom að heiman (árið 1639), kom prestur til bygðarinnar Reoras Torkillus, fyrsti lúterskur prestur í Ameríku. Alls urðu þeir 30 lútersku prestarnir frá Svíþjóð, sem störfuðu í þessari nýlendu. Flestir voru þeir vel vaxnir starfi sínu og ræktu það með trúmensku. Nærri allir voru þeir vel mentaðir, háskólagengnir menn. Sumir þeirra voru vísindamenn og fræðimenn einnig á öðrumi sviðum en hinum kirkjulegu. Einrí þeirra Aeralíus, er starfaði í nýlendunni 1749—56, ritaði sögu hennar frá byrjun. Er 'hún svo góð að enn er ausið af þeim brunni þegar menn vilja fræðast um bygðina. Guðsþjónusturnar voru hátíðleg- ar, tilkomumiklar og vel sóttar. Auðvitað var þetta alt sem líkast því er fór fram í Svíþjóð. Alt sem vér vitum um bygðarfólkið sýnir, að það hélt fast við feðratrú og mat ákaflega mikils það sem prestar þeirra störfuðu og það sem heima- kirkjan gjörði til að styrkja trú- rækni þeirra. Það varðveitti einnig með mikilli trúmensku sitt feðra- mál, þótt enskan yrði þeim eftir eðlilegum ástæðum bæði kær og töm. Á eúiu tímabili slitnaði að miklu leyti kirkjulegt samband milli ný- lendunnar og Svíþjóðar, áður en því sleit fyrir fult og alt. Það var þegar Hollendingar náðu yfirráð- unum. Prestamir, að einum undan- skildum, .fóru heim til Svíþjóðar Fólkið var eins og hjörð, sem hafði engan hirði; en það þráði sterkt prestsþjónustu og arídlegt lif. Þetta ástand stóð hér um bil 40 ár og seinni hluta þess tímia var alls eng- inn prestur til að þjóna þeim. Þeir sendu áskorun til Svíþjóðar, báðu um bækur og presta. Á endanum fengu þeir áheyrn. Um 1696 fengu þeir ágæta presta, og þá kom nýtt líf og nýjar kirkjur. Dr. Collin var seinasti sænski presturinn, sem þjónaði þessu fólki. Hann fór ekki til baka til Svíþjóð- ar heldur dó í Bandiaríkjunum. Það var árið 1831, og voru þá eins og menn sjá, liðin nærri 200 ár frá því að landnámið hófst. Þó fór nokk- uð af starfi hans fram á sænsku. Ef til vill hefði einhver vitur maður getað séð fram á það, að erfitt myndi reynast að halda við kirkju í Ameríku sem var komin upp á styrk, stjórn og alla presta sína frá landi yfir í Norðurálfu heilns, að ef Vesturheims kirkjan gæti ekki orðið sjálfstæð, staðið straum af málurn sínum sjálf haft skóla til að undirbúa presta sína, þá væri dauði hennar fyrirfram á- kveðinn. Þegar rúm hundrað ár voru liðin frá upphafi Delaware-bygðarinnar, hófst hreyfing sem hefði átt að hjálpa Svíunum til að varðveita sína lútersku kirkju. Það var lúterskt starf Þjóðverjanna. Árið 1742 kom til þessa meginlands Henry Melchior Muhlenberg, sem stundum er kall- aður faðir lútersku kirkjunnar i Vesturheimi. Hann var frábær miaður að trúarlegum áhuga, óbil- andi fórnfýsi, starfslegri elju. Hann helgaði, frá því hann kom hingað og til dauðadags, alla krafta sina efling og útbreiðslu lútersku kirkjunnar í Ameriku, — þetta alt með feikna árangri. Philadelphia má segja, að hafi verið miðpunktur starfs hans. Þegar í upphafi setti hann sig i samband við Svíana og annaðbvort fyrsta sunnudaginn, eða mjög snemma þar á eftir, prédikaði hann í sænsku kirkjunni í Philadelphia. Hann var um nokkurt skeið í all- nánu sambandi við suma sænsku prestana. Einn þeirra, Charles von Wrangel, sem sumir telja mestan manninn þeirra allra var innilegur vinur Muhlenbergs. Þeir voru i sanwinnu um það að stofna fyrsta lúterska kirkjufélagið í Ameríku, Ministerium of Pennsylvania, árið 1760, og þeir voru einnig samverka- menn i því að semja safnaðarlög fyrir St. Michaels kirkjuna í Philai- delphia. Urðu þau safnaðarlög fyrirmynd lúterskra safríaðarlaga út um alla heimsálfuna; en einn góðan veðurdag fékk Wrangel skipun um það að hverfa heim aftur til Sví- þjóðar. Enginn vissi um ástæðu, en hann varð að hlýða. Það hefir, ef til vill, verið óbætanlegt tjón fyrir lúterska kirkju í Ameríku. Mikil ó- ánægja viarð út af þessu meðal Sví- anna en engin leiðrétting Jtékst. Fleiri sænskir prestar höfðu sam- band við lútersku Þjóðverjana, en það dró að því eina senn verða vildi. Ef lúterskir menn hefðu allir getað staðið í einu félagi hefði mátt bjarga, en það varð ekki. Árið 1774 sendi sænska lúterska kirkjan í P hiladelphia beiðni til erkibiskupsins í Svíþjóð um að fá að velja sér tilnefndan aðstoðar- prest og síðar aðal prest. Því var neitað og ástæða gefin sú, að svo lengi sem sænska kirkjan styrkti þetta starf yrði hún að ráða hverjir væru prestar. 1 bráðina varð þetta ekki að uppreisn en miðaði samt til viðskilnaðar. Árið 1789 tilkynti erkibiskupinn sænsku kirkjunum í Ameríku, að þær mættu velja sér presta sjálfar og þar með var sam- bandinu slitið. Einn söfnuðurinn fékk sér þá fyrir prest mann, Mr. Wade að nafni, sem Muhlenberg hafði að nokkru leyti mentað, en til- heryði þá biskupakirkjunni ensku. Unn langan tíma hafði verið mjög vingjarnlegt samband milli þeirrar kirkju og lútersku Svíanna. Hið mikla trúboðsfélag Englands hafði jafnvel veitt þeim nokkurn Styrk fyrir að veita meðlimum Biskupa- kirkjunnar prestlega þjónustu þegar alt var í frumbýlingsskap og erfið- leikum. Nú sóttu sænsku kirkjurn- ar helzt presta sína þangað. Um tíma stóðu þær utan kirkjufélaga, en að því kom lað þær gengu allar inn í Biskupakirkjuna og eru þar enn. Kirkjudeild sú er í alla staði heiðar- leg og kristin, en samt þykir manni það tjón að þær skyldu tapast lút- ersku kirkjunni. Varanleg minnismerk eru samt kirkjurniar þeirra. Fimm þeirra standa enn, alla i daglegu tali oft nefndar “Old Swedes.” Ein þeirra er “Holy Trinity Church í Wilming- ton, þar sem hátíðar-guðsþjónusta verður haldin mánudaginn 27. þ. m. Hún var bygð úr granít árið 1699 og vígð það sama ár, þegar Eric Björk var prestur safnaðarins. Hún er nú elzta mótmælenda kirkja, sem enn er notuð i Bandarikjunum. Geymd er enn í þessari kirkju ná- kvæm lýsing af byggingarstarfinu og enn fremur guðsþjónustu formið, sem fylgt var þegar kirkjian var vigð. Önnur er Gloria Dei kirkjan í Philadeliiliia, vígð árið 1700, þeg- ar Andreas Rudman var þar prest- ur. Þar verður hátíðar-guðsþjón- usta, þiðjudaginn 28. þ. m. Hinar þrjár eru á nærliggjandi stöðum: ein í Philadelphia, ein annarsstaðar i Pennsylvania-ríki og ein í New Jersey-ríkinu. Allar eru kirkjur þessar, þótt gamlar séu, í ágætu ásigkomulagi og lútersku mönnun- um sem þær bygðu til sóma. Með þessu er sagan sögð. Er nokkuð af henni að læra? Út af sögunni ætla eg ekki að prédika. Hún flytur nokkur um- hugsunarefni sjálf og það er bezt, að hver njóti hennar eftir því sem hann vill og getur. En ósjálfrátt kemur mér í hug dá- lítill samanburður við íslenzkt land- nám i Vesturheimi. Margt er þar ólíkt en sumt ef til vill svipað. Hvor- Weggja hópurinn átti lúterska kristni að erfðafé. Á endanum fóru Svíiarnir inn á aðrar brautir kirkju- lega. Hvað verður um oss? Fúslega játaeg, að lúterska kirkj- an er ekki ein um það að geyma fjársjóð eilífs lífs. Eg felli mig ekki við þá hugsun, að þeir sem tengjast öðrum kirkjuböndum kristnum séu fyrir það eitt búnir að yfirgefa sálu- hjálparvegnn; en eg sé ekkert grætt við það að kasta lútersku kirkjunni frá sér. Eg þekki enga betri stofn- un í 'heimi en vel rækta lúterska kirkju í réttum anda. Vér ættum ekki að fótumtroða þennan erfða- hlut vorn. Vér ættum að rækta hann og ávaxta með guðdómlegri samvizkusemi og sjá um að hann félli afkomendum vorum í hlut. Ekkert betra getum vér gjört kjör landi voru til blessunar. Eðlilega leita eg að orsökum þess, að afkomendur Svíanna glötuðu þessu óðali sínu. Sumt af því, sem eg segi þaraðlútandi er ef til vill ekki rni'kið í áttina til svars. Eg er að hugsa um það, hvort hjálpin, sem Sviarnir fengu frá föð- urlandi sínu hafi verið þeim happ eða tjón. Framan af árum var það þeim áreiðanlega til mikils góðs. Án þess styrks hefði viðhald kirkjunn- ar verið þeim ókleift, nema aðeins mjög stuttan tínna. Þeir héldu við trúarlífi hjá sér fram yfir vonir, seinni hluta 17. aldar, þegar þeir höfðu enga presta; en ef því ástandi hefði verið haldið áfram mikið lengur, hefðu þeir mátt til að gefast upp. Það var Delaware-Svíunum ómetarílegur styrkur að fá presta frá Svíþjóð til að grundvalla kirkju þeirra. En hræddur er eg um, að þegar til lengdar lét hafi þeir verið komnir of mi'kið upp á heimalandið. Það sýndust ekki vena nein úrræði hjá þeim önnur en þau að leita til Svíþjóðar, ef hjálp þurfti að fá. Var það þá, ef til vill hagur fyrir oss Vestur-íslendinga, að vér feng- um ekki styrk frá íslandi til að reisa kirkju vora í þessu landi? Að (Framh. á bls. 7) Business and Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-22 0 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 3 5 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfrœCingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdúmum. 216-2 20 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViCtalstlml — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslml — 22 2 51 Heimili — 401 9S1 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Ste. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson ViCtalstlmi 3-5 e. h. 211 SHERBURN ST. Slmi 30 877 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlasknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEQ H. A. BERGMAN, K.C. ialenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrceOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 9 4 668 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, , Notaries, etc. W. J. Ijindal, K.C., A. Buhr Bjöm Stcfánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET Arlington Pharmacy Sérfræðingar í lyfjaforskriftum 796 SARGENT AVE. við Arlington SÍMI 35 550 Finni oss 1 sambandi viö lyf, vindlinga, brjóstsykur o. fl. PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEO Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og elds&byrgC ul öllu tægi. PHONE 94 221 A. S.BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur osi annast um flt- farir Allur útbúnaCur sð. be*ti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Helmllis talslmi: 601 66 8 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEa pceoilegur oo rólegur bústaður 4 miObiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; meC baCklefa J3.00 og þar yfir. Agætar m&ltlOir 40c—60c Free Parking for Ouettt

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.