Lögberg - 30.06.1938, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JÚNl, 1938.
lUjgíjers
QefiB út hvern fimtudag af
THX CQLUMBIA. PRE8S L I M 1 T E D
69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáakrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, ÖÍ5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
VerO $S.OO um áriS — Borgist fyrirfram.
The ''Lögberg'’ is printed and published by The
Columhia Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Wlnnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
íslenzka bygðin við Marker-
ville heldur fimtugs afmœli
sitt
I dag-, þann 29 júní 1938, heldur íslenzka
bygðin við Markerville hátíðlegt fimtugs af-
mæli sitt; fer þar fram vönduð og margbrotin
minningara'thöfn undir forustu héraðshöfð-
ingjans mikilsmetna, hr. Ófeigs Sigurðsson-
ar, óðalsbónda við Red Deer.—
Ekki á þessi farsæla sveit, sem á Kletta-
f jöllin að nágranna, neinu sérlegu margmenni
til að dreifa; enda er það vitað, að eigi sé
ávalt alt komið undir höfðatölunni; hitt skift-
ir vitanlega mestu máli, hverjir mannvals-
máttarviðir það eru, sem sÝeitarfélagi, smáu
eða stóru, halda uppi.
Margir af þeim, sem fyrstir lögðu hönd
ó plóginn í þessari friðsæln Klettafjallabygð,
hafa nú safnast til feðra sinna; nöfn þeirra
og giftudrjúgt fórnarstarf, blessar sagan
niðjunum, og verður þeim til æfilangs sumar-
auka; nokkrir úr hópi frumherja, standa enn
ofar moldu, veðurbarðir og með sigg í lófum;
þeir hafa margs að minnast í dag, margs að
sakna, en margt til að fagna yfir líka. Sjónir
þeirra hvarfla til austurs, til átthaganna, til
hins foma Fróns, þar sem vagga þeirra fyrst
stóð, þó sýnt sé að hinstu sporin stefni í átt
til vestræns sólarlags; þeir hafa gengið sigr-
andi af hólmi í tvennum heimsálfum, og jafn-
an gengið gunnreifir að verki; þeir hafa
reynst stofnþjóð sinni trúir, kjörlandi sínu
dyggir og gengið á guðsvegum í óbifandi þegn
hollustu við lífið sjálft. Á þessum Birkibein-
um íslenzka landnámsins við Markerville,
engu síður en í öðrum nýbygðum vorum hefir
það sannast, að Islendingur og maður tákni
eitt og hið sama; og þannig á það ávalt að
vera.
Markerville er landnám skáldspekingsins
Stephans G. Stephanssonar; þar erjaði hann
jörðina; þar orti hann þegar aðrir sváfu,
bróðurhlutann af sínum djúpúðgustu ljóðum,
og þar ber hann beinin.
“Eg er bóndi, alt mitt á
undir sól og regni.”
Þannig kvað hann, þessi stórbrotni, íslenzki
andi, sem flestum mönnum fremur gerskildi
afstöðu bóndans til gróðurmoldarinnar og
helgaði henni handtök sín. Bygðarlagið hans
blessar í dag ævarandi minningu síns mesta
manns; vökumannsins úr Skagafirðinum, sem
floginn er inn í nóttlausa voraldar veröld, þar
sem víðsýnið skín.
Lögberg árnar íslenzka mannfélaginu
vestur við Klettafjöllin, giftu og guðs bless-
unar, í tilefni af hálfrar aldar landnámi þess.
Holt og fróðlegt tímarit
Þó vitað sé, að nokkurs sora kenni í bók-
mentum íslenzku þjóðarinnar um þessar
mundir og sumt af því góðgæti sé jafnvel í há-
vegum haft, þá ber þess þó engu síður að
geta, sem hugsað er drengilega og fagurlega
ritað; enda mun það ganga með bróðurhlut-
ann frá borði þegar alt kemur til alls, og verð-
ur slíkt að teljast góðsviti. Að minsta kosti
er það víst, að ýms tímaritin, sem gefin eru
út á Fróni, standa annara þjóða tímaritum
fulikomlega á sporði, hvað við kemur efnis-
vali og stíl; má þar til nefna Skírni, Eimreið-
ina, Kirkjuritið og Samtíðina, að ógleymdum
Rauðum pennum, er birt hafa snildarlegar
ritgerðir eftir Kristinn Andrésson, magister,
og ýmsa fleiri af róttækum samtíðarmönnum.
Til skemtilegra tímarita ber jafnframt að
telja Dvöl og Nýjar Kvöldvökur. Flestra
þessara tímarita hefir verið getið af og til í
Xiögbergi, þó láðst hafi að gera “Samtíðinni”
þau skil, er hún í fullum mæli verðskuldar;
stafar þetta að miklu leyti af því, hve tiltölu-
lega skamt er síðan, að ritið fór að berast oss
reglulega í hendur.—
Ritstjóri Samtíðarinnar er einn af hinum
glæsilegustu mentamönnum íslenzku þjóðar-
innar, hr. Sigurður magister Skújason, sonur
Skúla læknis Árnasonar, er um langt skeið
bjó í Skálholti í Biskupstungum. Tvent er
það einkum, sem einkennir rithátt Sigurðar
Skúlasonar; óvenju slípað málfar og grunn-
tónn drengilegrar umbótaviðleitni; hann
kann að segja frá eins og á að segja frá; hann
kann að finna að eins og á að finna að; hann
skilgreinir svo misfellur þjóðlífsins, þær, er
hann í þann og þann svipinn gerir að umtals-
efni, að þær standa ljóslifandi fyrir almenn-
ings sjónum; á umbótaleiðirnar bendir hann
ávalt með hógværð í stuttum en kjarnyrtum
forustugreinum; hann þeysist ekki um með
“arnsúg í flugnum,” heldur sígur á og hugs-
ar ráð sitt með djúpsæi einlægs alvörumanns.
Sigurður magister Skúlason er alveg vafa-
laust í hópi þeirra hinna yngri samtíðar-
manna vorra, sem líklegir eru til þess að gera
garðinn frægan, endist honum heilsa og líf,
sakir hollmannlegra afskiifta af opinberum
málum; því nú eins og fyr, er gætinna manna
þörf, er eigi rasa fyrir ráð fram. 1 eftirfar-
andi greinarkorni tekur Sigurður magister
til meðferðar tvo ágalla í fari Islendinga,
er þráfaldlega gera vart við sig, þó tiltölu-
lega hafi lítið veri að því unnið, að ráða bæt-
ur á þeim, eða uppræta þá með öllu:
“Tveir slæmir lestir í fari okkar Island-
inga eru óstundvísi og óskilvísi. Báðir stafa
þeir sennilega að nokkru leyti af eðlilegum
orsökum. óstundvísi okkar er sjálfsagt m. a.
sprottin af því, að alt fram á síðustu ár hefir
tíminn verið íslenzku þjóðinni sáralítils virði.
Öldum saman mátti svo að orði kveða, að
þjóðin væri í hálfgerðum vandræðum með að
koma öllum þeim tíma, sem hún átti yfir að
ráða, í lóg. Hangsið var áberandi einkenni á
fólki bæði til sjávar og sveita. Mikið af bók-
mentum þjóðarinnar var til orðið þannig, að
menn settu þær saman einvörðungu sér til
dægrastyttingar, enda ber meginið af íslenzk-'
um bókmentum fyrri alda þess dapurlegan
vott, að þær voru skapaðar í trausti þess, að
betra er ilt að gera en ekkert. En umbrotin
í Norðurálfunni á 19. öld megnuðu að skapa
nokkra hreyfingu í hugum íslendinga, eink-
um þeirra, er voru staddir erlends. Frá þeim
bárust nokkur áhrif hingað til lands, einkum
í rituðu máli. Bkki er það þó fyr en núna á
20. öld, að straumur þeirrar menningar, er
kenna má við hraðann, tekur að berast til Is-
lands. Tákn hennar hér á landi er bíllinn.
0g bíllinn hefir skapað byltingu í lifnaðar-
háttum Islendinga á stórum svæðum af land-
inu að minsta kosti. Þá leið, sem áður var
farin á vikum, fara menn nú á fáum dögum,
og þá leið, er áður var farin á dögurn, fara
menn nú orðið á nokkrum klukkustundum. 1
kjölfar hinna stórfeldu endurbóta á umferða-
háttum þjóðarinnar, hefir óhjákvæmilega
siglt aukinn skiiningur á því, að tíminn sé
meira virði en flest önnur veraldleg verð-
mæti, og að þar af leiðandi beri að leggja á-
herslu á að auka stundvfsi þjóðarinnar.
Strætisvagnarnir í Reykjavík hafa á skömm-
um tíma int af hendi furðu merkilegt hlut-
verk í þessum efnum auk þess, sem þeir hafa
sett þó nokkurn stórborgarbrag á umferð
höfuðstaðarins. Strætisvagnarnir hafa orðið
upphaf að nýjum hugsunarhætti meðal þess
fólks, er byggir höfuðstað Islands. Nú vita
menn orðið, að ekki er framar nóg að líta til
sólar og áætla, að komið sé hádegi, nón eða
miðaftan, heldur verða þeir að flýta sér að
líta á úrið sitt til þess að gæta þess, að þeir
verði ekki einni mínútu of seinir og missi þar
af leiðandi af næsta strætisvagni. Því, sem
engar prédikanir megnuðu að lagfæra, munu
strætisvagnar og aðrir áætlunarbílar kippa
í lag á furðu skömmum tíma.
Hinn þjóðarlösturinn, óskihdsi og kæru-
leysi okkar í fjármálum, er rökrétt afleiðing
þeirrar sáru fátæktar, sem meginþorri íslend-
inga átt við að búa öldum saman áður fyr.
Jafnframt er hann sprottinn af óvild þeirri,
er danskir kúgarar, einkum á sviði viðskifta-
mála, mögnuðu um langt skeið í brjóstum ís-
lenzkrar alþýðu. Svo rótgróinn var sá kali
orðinn, að fjarri fer því, að allur þorri manna
hér á landi kunni enn skil á því, að verzlun
og viðskifti séu annað en einhvers konar
prang eða okur. Slíkur hugsunarháttur er
frjálsri og mentaðri þjóð til helberrar mink-
unar, og er vonandi, að hann ásamt óskil-
semishneigðinni frá einokunartímabilinu, eigi
brátt fyrir sér að hverfa samfara því, sem
þjóðin mannast, og efnahagur hennar
skánar.”
Frá Beresford Lake
Kæri vinur,
Einar P. Jónsson,—
Þú baðst mig að skrifa þér frétta-
bréf héðan, því engar fréttir bærust
Lögbergi úr þessari átt. Eg hefi
nú dvalið hér um tíma, en hefi ekki
orðið þess var að hér bæri neitt
markvert til tíðinda. Þetta þorp er
fáment og friðsamt, en tilbreyting-
ar litlar. Eg hefi því ekki annað að
segja héðan, en ferðasöguna austur
hingað og það sem fyrir augun og
eyrun hefir borið síðan eg kom
hingað.—
Það var 26. maí að eg lagði á
stað frá Winnipeg. Ferðinnj var
heitið hingað til að heimsækja dótt-
ur mína og mann hennar Sigfús
Hólm, sem eiga hér heimili. Mig
hafði lengi langað til að ferðast með
flugvél og nú bauðst tækifæri.
Hingað verður ekki ferðast greið-
legja nema með flugvél. Þó má
komast hingað á bátum og bílum á
víxl, en krókótt er sú leið, og tekur
langan tíma. Earbréf hingað kost-
aði $22.50, en degi síðar stigu þau
talsvert í verði. Fargjald með bát-
um og bilum mun vera nær helmingi
lægra. Eg hafði keypt farbréf fyr-
irfram, því eg bjóst við að rúmið
yrði takmarkað í flugvélunum. Var
því lofað að eg yrði fluttur á bíl frá
Marlborough hótelinu að lendingar-
stað flugvélanna, en hann var mér
sagt að væri á Rauðaránni hjá Win-
nipeg. Mér brá í brún, þegar bíll-
inn rann norður endilangt Aðal-
stræti og alla leið norður að stíflunni
í Rauðará. Þaðan var haldið í
austur og norður i ótal krókum, þar
til komið var til Lac du Bonnet, sem
er smáþorp við samnefnt stöðuvatn.
Mun þar vera aðal flugstöð austur
að námum semi eru víðsvegar á þess-
um stöðvum, því þar biðu 6 flugvél-
ar.
Flugferðin virtist mér Iíkust sjó-
ferð í stórri lognöldu, en þó þægi-
legri. Eg hefi lika frétt að sumir
verði sjóveikir á loftförum. Þá er
skemtilegra að sjá til leiðar úr loft-
inu; en margt mundi nýstárlegt að
sjá ef maður sæi jafn vel af skipi
það sem gjörist á hafsbotni.
Fátt var merkilegt að sjá á þess-
ari leið. Maður var kominn út úr
ölluro mannabygðum, þegar flugið
byrjaði, svo nú var ekkert að sjá
nema eyðiland. Skiftast þar á klett-
ar, smávötn og foræði, en þurlendi
sýnist alt skógivaxið. Eg sá eftir að
geta ekki flogið alla leið frá Winni-
peg, því þá hefði útsýnið orðið f jöl-
breyttara. Það hefði verið tilbreyt-
• ing í því að geta litið niður fyrir sig
á stórbæina, sem annars eru svo hátt
hafnir yfir okkur smælingjana í
sveitunum. Landferðin með bílnum
tók fulla 2 tíma, og mun sú leið vera
um 80 mílur, því hart var farið. En
flugferðin tók aðeins rúman hálf-
tíma, og þótti mér það helzt of
stutt. Hér er lent á fögru vatni
semi mun vera um 4 mílur á lengd
en víðast hvar örmjótt. Á báðar
hliðar eru klettar, misháir, skógi
vaxnir, en sléttlendi hvergi sem telj-
andj er. Landslag er því líkt hér
eins og kringum Flin Flon og víðar
í norðurhluta Manitoba; háir ávalir
klapparhólar, en þröng daladrög á
milli. Skógur er hér hávaxinn mjög
en fremur griannur; mest er það
greni og ýmsar tegundir af barr-
trjám og birki, en eik eða harðvið-
ur sézt hvergi. Allir klettar og
lægðir eru skógi vaxnir þótt varla
sé sjáanleg mold á klettunum, en
mikið vex þar af stórgjörðum mosa,
sem mun mynda gróðrarefni þegar
hann fúrtar. Gras sézt hér varla,
nema þar sem skógar og rusl hefir
verið hreinsað burt úr lægðum.
Námufélagið “Gunnar Gold
Mine” hefir leigt eða keypt hér lönd
með ákveðnum takmörkum. Annars
mun land ekki vera mælt hér á sama
hátt sem á byggilegum löndum.
Náman mun vera nálægt takmörk-
unum á township 22 og 23 og í
Range 17. Námulóðin mun vera
nálægt Jú section á stærð og hefir
félagið þar öll yfirráð. Bæjarstjórn
er hér engin, en formaður félags-
ins hefir hér nokkurs konar alræðis-
vald yfir öllu sem gjörist á námu-
lóðinni, en hún er að miklu leyti
mæld út í byggingarlóðir. Þó eru
hér aðeins tvær götur, önnur langs
með vatninu, en hin upp frá bryggj-
unni, vestur að námubyggingunum,
sem standa á háum kletti vestarlega á
námulóðinni. Þessar tvær götur hafa
verið lagaðar nokkuð, svo þær eru
vel bílfærar; en brattar mundu þær
þykja í stórbæjum. Meðfram
þessum götum eru hús þeirra manna
sem vinnla hjá félaginu, en aðrir fá
ekki byggingarleyfi á landi námufé-
Jagsins, nema kaupmenn og aðrir
sem hafa þau störf á hendi sem
nauðsynleg eru fyrir þorpið. Hótel
er hér starfrækt á venjulegan hátt,
en það fékk ekki byggingarleyfi inn-
an bæjarlínunnar, og er því nokkuð
afskekt. Þó verður ekki séð að það
standi þvi fyrir þrifum.
Formaður félagsins heitir James
Houston, irskur að ætt. Hann hef-
ir á hendi alla stjórn á bæjarmál-
um eins og áður er sagt. Opinber
lögregla er hér engin, en strangt
eftirlit mun vera a öllu slíku af
hendj framkvæmdarstjóra. Það fer
líka orð af því að fátt muni honum
ókunnugt um, sem gerist í þorpinu.
Og ef vart verður við lagabrot, þá
er óðar símað eftir lögregluþjónum,
sem taka málin til meðferðar. Fram-
kvæmdarstjóri innheimtir öll opin-
ber gjöld bæjarbúa, en þau eru
þessi: Lóðargjöld 1 dollar á mán-
uði frá þeim sem hús eiga; læknis-
hjálp $1.00; skólagjald $1.00; lífs-
ábyrgðargjald $1.25; skemtanaskatt-
ur $1.00; raflýsing $2.00; tekju-
skattur 2% af launum, verður ná-
lægt $2.50 á mánuði. Þessi gjöld eru
að sönnu dálítið mismunandi, eftir
upphæð launanna og af ýmsum öðr-
um ástæðum, en hjá flestum hús-
eigendum munu þau vera nálægt 10
dölum á mánuði til jafnaðar um ár-
ið. Öll þessi gjöld dregur námufé-
lagið frá launum verkamanna á
mánuði hverjum og ábyrgist öll þau
réttindi sem þeirni fylgja. Flestir
verkamenn eiga hús sjálfir, en þó
eru allmargir einhleypir menn, sem
ekki eiga hús og hiafa þeir fæði og
húsnæðj hjá félaginu, og borga fyr-
ir það 37 dollara á mánuði. Um
aukagjöld þeirra til opinberra þarfa
veit eg ekki, en nokkur munu þau
vera, og eins þeirra manna, sem ekki
tiaka laun frá félaginu; en þeir eru
fáir.
Jarðrækt er hér engin og getur
áldrei orðið á nálægum stöðum, því
gróðrarmold vantar og sléttlendi er
hvergi til. Þó hafa nokkrir reynt að
rækta smábletti á lóðuim sínum, þar
sem bil er á milli kletta, og hefir það
hepnast furðanlegla.
Ekki gat eg fengið að vita með
vissu um tölu þorpsbúa, en um 100
manns vinna hjá námufélaginu; eru
margir þeirra giftir og hafa fjöl-
skyldur, en ekki stórar, því alt eru
það fremur ungir menn, (aðrir fá
tæplega vinnu hjá félaginu). Mun
því láta nærri að hér sé alls um 300
manns með konumi og börnum.
Verkamenn eru hér af ýmsum þjóð-
um, þar á meðal 12 íslendingar, og
vinna 7 af þeim við námuna; hinir
eru konur og börn. Laun verka-
manna eru 4.75 til 5.25 fyrir 8
stunda vinnu, og borgast á mánað-
arfresti að frádregnum hinum föstu
útgjöldum. Ekki er unnið á sunnu-
dögumi að jafnaði en þó kemur það
fyrir í sumum deildunum.—
Ekki varð eg annars var en að
góð regla væri hér á öllu. Enginn
er hér atvinnulaus, og allir virtust
ánægðir. Húsakynni flestra eru
smá en þrifleg og vel um þau búið;
og þeir, sem ekki eru óreglumenn
munu leggja talsvert hjá sér af
launum sínum eftir fyrsta árið, en
talsverðu þarf að kosta til bygginga,
þvi alt aðflutt efni er hér dýrt og
eins matvara. En nú greiðast óðum
vöruflutningar frá Winnipeg, og
bætir það mikið um.
1 gær var sunnudagur, meira en
það—Hvítasunna. Ekki varð eg
þó var við neitt hátíðáhald, enda er
hér engin kirkja og enginn prestur.
Þó var mér sagt að katólskur prest-
ur kæmi 'hingað af og til og fremdi
prestsþjónustu. Fáir unnu þann
dag, en þó nokkrir; en vegna þess
hvað fátt var þá um vinnu, fékk eg
að fara niður i námun'a, og sjá mig
þar um. Herklæði fékk eg lánuð
til þeirrar ferðar, og fylgdi þeim
hjálmur mikill með rafljósi á enni.
Var sá höfuðbúnaður nokkuð þung-
ur og mundi vera þreytandi í hita,
en slíkt er ekki að óttast þar niðri,
því ætíð er þar svalt, og rakt Ioft,
en loftbreyting er þar furðu góð,
nema fyrst eftir sprengingar.
Náman er um 1200 fet á dýpt og
göngin bein alla leið niður. Þau eru
aðeins nógu víð fyrir lyftivél, sem
flytur menn og efni upp og niður.
Það er jafn þægilegt ferðalag eins
og maður væri í lyftivél í stórbygg-
ingu. Mér datt í hug gömul vísa:
“Niður til vítis leið eg lagði, liðugt
gekk mér ferðin þá.” En að öðru
leyti átti vísan ekki við, því hvorki
var þar eldur né ís til ama.
Út úr aðalgöngunum eru gangar
í ýmsar áttir með 120 feta millibili;
eru þeir flestir ekki víðari eða liærri
en það að þeir eru vel umgengilegir,
°g úg'gja sporbrautir eftir þeim fyr-
ir smáa járnvagna sem flytja grjótið
yfir í lyftivélina, sem síðan flytur
vagnana upp; þar eru þeir tæmdir
og gullgrjótið skilið frá en ruslinu
ekið burtu. Víða eru nokkuð rúm-
legir hellrar við uppgönguna, en
f'lestir eru gangarnir mjóir, jafn-
víðir og furðu sléttir inn'an. Allstað-
ar er heillegur klettur og sézt varla
sprunga, svo er klöppin heilleg. Lit-
ið ber á leka og er þó sumt af námu-
göngunum undir vatnsbotni. Hvergi
er skilið við lausa steina, og ber
varla við að steinn losni i göngun-
um. Aðeins eitt slys hefir komið
fyrir í þessari námu, að stór steinn
losnaði og meiddi einn mann, en nú
var hann á góðum batavegi.—
Mest af grjótinu, sem upp er
flutt er ónýtt, og engir málmar eru
sagðir i þvi nema gull og járn, en
járnið er ekki talið að borgi sig að
hagnýta. Grjótið sem gullið er unn-
ið úr er ljósleitt og er því auðvelt
að velja það úr; það er í smáæðum
innan um járngrjótið sem liggja i
vmsar áttir, og er reynt að rekja
þær eins og hægt er. Grjótið er
malað þegar upp kemur svo smátt
sem verða má, og síðan þvegið úr
vatninu og efnablöndun, sem leysir
upp flest ónýt efni. Að endingu er.
það brætt og hreinsast þá gullið al-
gjörlega frá soranum.
Víða liggja göngin upp á við og
ná þá oft saman við þau efri. Þarf
þá að byggja trépaíla til að vinna á.
og er það sérstök atvinna, sem vissir
“Gamli Jón
Canada”
íí/^AMLI JÖN CANADA,”
■ -v hann er sá úr fjöl-
skyldunni er býr í
Vesturlandinu — hann hefir
sétS þaö ganga upp og niSur.
Hann hefir vitaS þá f4 í
kringum tvo dollara fyrir
hveiti-busheliÖ og hver ekra
hefir glfið af sér fr4 tuttugu
og fimm til þrj4tíu bushel.
Og svo hefir hann séö þ4 tíma
er þeir hafa oröiö aö klóra i
bakkann, til þess aö hafa upp
útsæöiö aftur.
ÞaÖ er þvl ekki aö furöa þó
Gamli Jón Canada kaupi aö-
eins fyrir peninga út í hönd*
því reynslan hefir sýnt hon-
um aö enginn veit hvaö morg-
undagurinn ber í skauti.
Hann fylgir þeirri reglu, aö
borga út I hönd jafnóöum
þaÖ sem hann kaupir, vegna
þess hann veit þegar hann
borgar vöruna þ4 sparar
hann sér meÖ þvi peninga
(hvaö sem hver segir aö þaö
kostl ekkert meira að kaupa
að láni) og ennfremur að þá
skuldar hann ekki upp á
framtíðina. Þaö sem hann
hefir meö höndum er þá hans
eign, sem hann getur gert viö
hvaö sem honum þóknast,
hvaö svo sem gerist 4 morg-
un.
Vér tökum ofan fyrir ráö-
deild þinni, Jón Canada! Frá
þv( verzlun þessi var stofnuö,
hefir Eaton’s staöiö fast viö
þá reglu og haldiö henni
fram “aö borga eftir hendi,”
vitandi aö þaö eru hyggindi
sem I hag koma. Jafnvel þó
vér veitum umllöun 4 vör-
um meÖ afborgunar niöur-
jöfnuöi, þá er enginn rugl-
ingur 4 þvl I huga vorum, aö
frá öllum sjónarmiöum er
reglan aö lM>rga út í hönd,
affarasælust.
•Viðskiftabækur Eaton’s
sýna að langinestur meiri
• hluti allra kaupa i Vest-
urlandiiiu eru fyrir pen-
inga út í hönd.
EATO N'S