Lögberg - 25.08.1938, Síða 1
51. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1938.
NÚMER 34
Roosevelt forseti heitir Canada
skilyrðislausri vernd
ViÖ brúarvígslu að Ivy Lea í
Ontario, er fram fór ú'fimtudaginn
þann 18. þ. m., að viöstöddum
Roosevelt Bandaríkjaforseta, Mac-
kenzie King forsætisráðherra cana-
disku þjóðarinnar og öðru stór-
menni, lét Mr. Roosevelt meðal ann-
ars þannig ummælt:
“Bandaríkjaþjóðin mun ekki sitja
Ur borg og bygð
Miðvikudaginn io. ágúst, andað-
ist á Almenna sjúkrahúsinu hér í
borg Mrs. Sigríður Ingibjörg
Blowery, eiginkona Ingólfs Péturs
Bowery. Hlún var 68 ára, hafði
verið veik einar 3 vikur, en lézt
skömmu eftir að hún kom á spítal-
ann. Hiún átti heima með börnum
sínum þremur að 32 Baimoral Place.
Hún var fædd í Mývatnssveit á
íslandi. Poreldrar hennar voru þau
hjónin Grímur Grímsson og Jónína
Jónsdóttir. Þau komu vestur um
haf árið 1876, og settust að í Nýja
íslandi. Þar misti Sigríður föður
sinn og bréður úr bóluveikinni.
Ung misti hún einnig móður sína.
Eip systir lifir Sigríði, Mrs. Jónína
' Blöndal i Winnipeg. Ungar fluttu
þær til Wjinnipeg og ungar fóru þær
að vinna, en höfðu heimili með
ömmu sinni Kristbjörgu Jónsdótt-
ur. Þær systurnar voru einkar sam-
rýmdar alla æfi. Eina hálfsystur
áttu þær, Mrs. Hönnu Swanson, er
lengi átti heima í Edmonton og de>
þar.
Börn þeirra hjóna, Ingólfs og
Sigriðar, eru Dorothy, Böðvar
(Blud) og Ena, öll heima og St.
Elmo, kvæntur maður er býr í
Winnipeg.
Sigríður var frábærlega vel trú-
uð, kristin kona, mleð afbrigðum
trú því góða sem til hennar hafði
komið.
Hún var jarðsungin af séra Rún-
ólfi Marteinssyni, föstudaginn 12.
ág. að viðstöddu f jölmenni. Kveðju-
athöfnin fór fram i útfarar-kapellu
Thompsons á Broadway Avenue og
í Broodside grafreit.
“Deyi góð kona, er sem daggeisli
hverfi úr húsinu; verður húm
eftir.” + ^
Fimtudaginn 18. ágúst andaðist
Elín Margrét Stefánsson mjög svip-
lega á heimili freldra sinna, þeirra
Mr. og Mrs. Björn S. Stefánsson í
grend við Hensel, N. Dak. Var
banamein Elínar hjartaslag. Hafði
hún kent lasleika á miðvikudaginn,
en þó ekki alvarlega, að því er virt-
ist. En á fimtudagsmorguninn
vaknaði |hún imjög árla, og var þá
auðsætt að hún var alvarlega veik,
og innan lítillar stundar andaðist
hún. Elín sál. fæddist þar á sama
staðnum 26. sept. 1914, og hafði
ávalt dvalið í foreldrahúsum. Hún
lauk miðskólanámi árið 1932 í
Cavalier. Hún var góð og vinsæl
stúlka, virt og elskuð, bæði af ást-
mennum og samferðafólki. Jarðar-
för Elinar fór fram frá heimilinu
og Vídalínskirkju sunnudaginn 21.
ágúst. Var feikna fjölmenni við
útförina. Eins og vænta má er sökn-
uður föreldranna og bróðurins og
annara ástmenna mjög þungur og
akniennur söknuður i héraðinu.
Séra. H. Sigmar jarðsöng.
♦ ♦
íslendingar í norðurbygðum Nýja
íslands, eru hér með vinsamlegast
beðnir að veita athygli auglýsing-
unni í þessu blaði um söngsamkom-
ur hr. Ragnars H. Ragnars. Að þær
verði imeð afbrigðum f jölsóttar, ætti
ekki að þurfa að draga í efa. Starf-
auðum höndum, ef erlend öfl gera
sig líkleg til þess að ná yfirráðum
yfir canadiskri grund.”
Queens háskólinn í Kingston
sæmdi Mr. Roosevelt doktorsnafn-
bót í lögum við’ tækifæri þetta. I
ræðu, sem hann þá flutti, lagði Mr.
Roosevelt mikla áherzlu á hve æski-
legt það væri, að stjórnir Canada
semi hr. Ragnars á þessu sviði er
þegar orðin svo víðkunn meðal Is-
lendinga vestan hafs, að hún mælir
fyllilega með sér sjálf. Er þar um
svo mikilvægt þjóðræknis- og menn-
ingarstarf að ræða, að það á að vera
sannmetið af öllum, er ant láta sér
um menningarlega viðgengni Is-
lendinga í þessu landi.
♦ ♦
Hinn 15. ágúst s.l. andaðist í
Glenboro, Man., ekkjan Kristín
Sveinsson, eftir langan lasleika og
sjúkdóm. Hún var ekkja eftir
Svein Sveinsson frá Daðastöðum1 í
Núpasveit í N.-Þingeyjarsýslu, er
dó árið 1916. Kristín var Jóhann-
esdóttir ættuð úr Dölum í Dala-
sýslu. Hún var yfir áttrætt er hún
lézt. Hafði þá búið með sonum
sínum tveimur, Sveini og Ingiberg
um meir en 20 ára skeið, á bújörð
sinni í Assineboine dalnum tólf míl-
ur fyrir norðan Glenboro. Aðrir
tveir synir lifa og móður sína:
Kristján, er býr skamt fyrir norðan
Glenboro og Jóhannes, til heimilis
i Chicago.
Kristín var frið kona og væn,
stiltf og hógvær í framgöngu. Skildi
öll hlutverk sín og reyndist hetja í
raunum og starfi.
Jarðarför hennar fór fram frá
Glenboro 17. ágúst s.l. að viðstödd-
um nánustu ættingjum og vinum.
Séra E. H. Fáfnis jarðsöng.
♦ ♦
Jón Konráðsson Kárdal var fædd-
ur að Grímstungu í Vatnsdal, Húna-
vatnssýslu 12. janúar 1859. Fluttist
vestur um haf árið 1923. Varð
fyrir bifreið 11. ágúst og beið bana
af samdægurs. Jón lætur eftir sig
9 börn á lífi: Konráð bóndi að
Vöglum í Vatnsdal; Lilju Elin-
borgu, gifta í Reykjavík; Þorstein
Sigurð, bónda við Árnes, Man.;
Guðrúnu Margréti, ekkju Sigurðar
Þorsteinssonþr að Árborg, Man.;
Sumarliða, búsettan í Hnausabygð;
Jónínu Ingibjörgu, konu Magnúsar
Einarssonar að Árnes, Man.; Ólaf
Norðfjörð, Finnboga og Pál Sigþór,
sem allir eiga heima að Gimli, þar
sem Jón hafði átt heima síðustu
árin. — Útför Jóns heitins fór fram
miðvikudaginn 17. ágúst frá kirkj-
unni að Gimli og Hnausa. Við lík-
börurnar töluðu þeir séra Jóhann
Bj^rnason og séra Valdimar J. Ey-
lands, og hinn síðarnefndi jós hinn
framliðna moldum í Hnausa-graf-
reit, þar sem kona hans, Guðfinna,
einnig hvílir.
♦ -f
Mrs. Steinunn Josephine Good-
man, simaþjónn í Winnipeg, andað-
ist á spítalanum í Selkirk, föstu-
daginn 19. ágúst eftir langa van-
heilsu. Foreldrar hennar voru þau
Ingiíbjörg Gróa Jónatansdóttir og
maður hennar, Sveinbjörn Jónasson
Dahlman, í Selkirk. Árið 1916
giftist hún Einari Goodman. Nán-
ustu ættingjar. hinnar látnu eru,
dóttir hennar, S.ylvia, Mrs. Yarrow
í Selkirk, systur, Mrs. Olga Mc-
Kenzie, Selkirk, Mrs. Sam. Laxdal,
Charleswood, og bróðir, Gestur
Dahlman, Portage la Prairie, Man.
—Jarðarförin fór fram frá útfarar-
stofu Gilbarts, og kirkju Selkirk-
safnaðar þriðjudaginn 23.’ ágúst.
Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng.
og Bandarikjanna beittu sér fyrir
því, að koma St. Lawrence skipa-
skurðinum í framkvæmd.
Mr. Mackenzie King þakkaði for-
seta hin drengilegu ummæli hans í
garð Canada og tjáði honum gagn-
kvæman góðvilja af hálfu Canada í
garð hinnar amerísku þjóðar.—
Mrs. H. Sigmar heiðruð
með samsœti að
Mountain
Á sunnudaginn þann 7. þ. m., var
Mrs. H. Sigmar heiðruð með virðu-
legu samsæti á heimili þeirra Mr.
og Mrs. F. M. Einarson í grend við
Mountain. Voru það safnaðar-
kvenfélögin í prestakalli séra Har-
aldar Sigmar, er frumkvæði áttu að
þessu minningamóti til heiðurs við
prestkonuna. Fjölskylda Mrs. Sig-
mar og foreldrar hennar voru þarna
einnig sem heiðursgestir. Afhentu
kven'félögin ’hinni mikilsmetnu og
vinsælu prestkonu peningagjöf
nokkra í þakkarskyni fyrir giftu-
drjúgt starf meðal íslendinga í
Pemhinahéraði. Til máls tóku úr
hópi viðstaddra kvenna, Mrs. J. K.
Ólafson, Mrs. H. S. Walter, Mrs.
B. S. Thorvaldson, Mrs B. H.
Hjalmarson, Mrs. Runa Stefanson,
Mrs. Fred Erlendson, Mrs. J. A.
Hanson, Mrs. H. Olafson og Mrs.
W. K. Halldorson. Heiðursgéstur’-
inn, Mrs. H. Sigmar, þakkaði með
fögrum orðum þá sæmd, er sér og
fjölskyldu sinni væri sýnd með
þessu vinamóti og gjöfinni. Auk
hennar mæltu nokkur orð þeir séra
H. Sigmar, séra N. S. Thorlaksson,
J. K. Olafson og Jacob Erlendson.
Veitingar voru hinar rausnarlegustu
og mikið um góðan söng.
Útvarpsstöð Islands
“ stœkkuð
Islenzka útvarpstöðin er nú ein
meðal 36 sterkustu útvarpsstöðva í
heiminum. Hún hefir verið stækk-
uð úr 17 kw i 100 kw.
Stækkunin hefir staðið yfir síðan
í febrúar síðastl. og er henni nú
lokið. Kostnaður hefir orðið um
700 þús. krónur.
Umsjón með stækkuninni hefir
haft verkfræðingur frá Marconi-
félaginu, Mr. Thmoas.
Vígsluathöfn.
Á morgun fer fram athöfn í út-
varpssal að viðstöddum' krónprins-
hjónunum og verður þá orku veitt
á hinar nýju vélar. Auk krónprins-
hjónanna verða viðstaddir forsætis-
ráðherra og nokkrir aðrir virðinga-
menn.
Þegar klukkuna vantar tvær mín-
útur í tvö, styður Ingrid prónprins-
essa á hnapp, sem veitir orkunni á
vélarnar. Strax á eftir (kl. 2)
flytur Friðrik ríkiserfingi ávarp og
forsætisráðherra o.g útvarpsstjóri
stuttar ræður. Að því loknu syng-
ur útvapskórinn undir stjórn Páls
ísólfssonar “Ó, guð vors lands.”
Síðán verða veitingar og bifreiðar
verða hafðar til taks handa þeim
gestum, sem að lokinni athöfninni
óska að skoða sendistöðina á Vatns-
enda.
Vígsluathöfninni verður útvarp-
að yfir stuttbylgjustöðina og endur-
varpað í Danmörku. — Áður en at-
höfnin hefst, les þulur stutta grein-
argerð um fyrirkomulagið, vegna
danskra hlustenda. En dagskrárat-
riði verða ekki tilkynt fyrir íslenzka
hlustendur.
Tilkynning um atburð þenna hef-
Til Einars P. Jónssonar skálds
29. apríl 1938.
Þökk skyldi gjalda þeim, er kvæða eldi
þjakandi hlekki bræða oss af sál;
hefja oss upp í heiðbjart ljóssins veldi,
hljóma oss láta æðsta tónamál;
verma oss hug með himinbornum eldi,
hjörtunum kveikja eilíf stjörnubál.
Oft hefir þú með lykli ljóða þinna
lokið upp nýjum heimum fyrir oss,
heimum, er gleði’ og gnægðir djásna sinna
gáfu oss snauðum — fegurst andans hnoss.—
Heyrt höfum vér í brimnið braga þinna
brotsjóa gný og íslands hamrafoss.
Túlkað þú hefir tign vors lands og prýði,
tindanna dýrð, sem horfa yfir fjörð;
látið oss ilma lambagras og víði,
(lyngið og dalarós á móðurjörð;
brent oss í minni mynd vors lands og prýði,
máttugum ljóðum; staðið um það vörð.
Tryggur þú ert við erfðir vorrar ættar,
Egils og Snorra dýran metur sjóð;
kynstofnsins sál og rætur þúsundþættar
þekkir og skilur. Oft við sagnaglóð
verndir þér köldum. — Vorrar gömlu ættar
voldugu drápur kæla engum blóð.
Þökk fyrir kvæðin! Lifðu heill með henni,
hjarta þíns drotning, langan, bjartan dag!
Glaðir á ykkar arni jafnan brenni
ástgeislar heitir. — Söngva þinna lag
fegrast mun enn við hugaryl frá henni,
hjarta þíns drotning. — Lifið langan dag!
Richard Beck.
I heiðurssamsœti
TIL EINARS P. JÓNSSONAR
15. ágúst 1938
Sér haslaði margur hinn vestræna völl
í vonbjartri gæfunnar leit,
0g kvaddi sitt ættland með æskunnar höll,
en inti það drengskaparlieit,
að reynast því máli og manngildi trúr,
sem móðirin kendi og gaf,
í framsókn við daganna skinið og skúr
og skyldur um mannlífsins haf.
Þú fylgdir oss lengi með djörfung og dug
og drenglund við takmarkið sett,
í blíðu og stríðu með bræðralags hug,
hvort brautin var þung eða létt.
Vér þökkum hvert framtak og örvandi orð,
sem eflir vorn þjóðernis hag,
og verður hér niðjum á vestrænni storð
til vegsemdar komandi dag.
Með hugljúfum svanna við hamingju skál
vér heiðrum þitt minni í dag,
og verði þér framtíðin sumar í sál
til sigurs við farsældar hag.
Haf þökk fyrir vinhlýja liðsemd á leið
0g listrænan hljómþrunginn óð;
vér óskum þér lieilla um ófarið skeið,
að auðga vorn menningarsjóð.
M. Marhússon.
Til Einars Páls og Ingibjargar
29. júlí 1938
Ljóðstafir leynast í blænum,
ljómar röðull í hádegisstað.
—‘ ‘ Mikið um sólskin og sunnanvind, ’ ’
og sézt ekki fölnað blað.
—Bláfugl í blómrunni
brúðsönginn kvað.
Njótið æfilangt unaðar dagsins,
ofnum litprýði drauma og þrá!
Munið bláfugl og sól og sunnanblæ,
þó sumarið líði hjá,
—veizlu-ljóð og vildar-kveðjur
vinheimum frá!
Jakobína Johnson,
Seattle, Wash.
ir verið send símleiðis til allra út-
varpsstöðva í nágrannalöndunum.
Endurvarpsstöð
Stækkun útvarpsstöðvarinnar
hefir mikla þýðingu fyrir þá, sem
búa fjærst Reykjavík og fyrir út-
varp til útlanda, en það 'hefir all-
mikla *menningarlega þýðingu. Enn
frekari ráðstafanir verða þó gerðar
til þess að útvarpið heyrist vel um
alt Austuland og víðar, með þvi að
reisa endurvarpsstöð að Eiðum.
Þessa endurvarpsstöð verður nú
1 farið að reisa, vélarnar eru komnar
og byjað hefir verið á því að reisa
stöðvarhúsið. Kostnaður við þessa
stöð verður 100—200 þús. krónur.
Til samanburðar við orku ísl.
stöðvarinnar má geta þess, að
Kalundborgarstöðin er 70 kw og
stöðin í Oslo einnig 60 kw. Sænska
stöðin (í Motala) er aftur á móti
220 kw og í Svíþjóð er verið að
reisa tvær stöðvar, sem hvor um sig
verður 100 kw.
Aflmesta stöðin í heiminum er
stöðin í Moskwa, 500 kw.
—Morgunbl. 30. júlí.
Veátanfréttir
Fyrir nokkru síðan sendi eg línu
um útlitið innan bygðar, og lofaði
það að verðugu. Síðan hefir gerst
mikil breyting.
' Mánudagskveldið þann 8. ágúst,
æddi haglstormur og regn um bygð-
ina við Churdhbridge, gerði stór-
skemdir á húsum og matjurtagörð-
um og braut niður kornið, svo það
verður ekki hirt; alifuglar féllu hjá
sumum og viltir fuglar limlestust;
þó eru nokkrir bændur, sem sluppu
með tiltölulega lítinn skaða, nokkr-
ir höfðu hagl-ábyrgð. Vonbrigðin
eru mikil eftir að féll hið þrýstna,
blómlega hveitikorn; sjaldan hefir
það staðið með meiri blóma.
Votviðrin halda ennþá áfram og
liggur forði manna við skemdum.
Líka bætist við hestapest megn;
hafa nokkrir hestar fallið úr henni.
Engi spiltust og nokkuð, þó munu
nægileg hey fást hjá flestum og
heygæði í betra lagi. Líka er búist
við nægum' forða úr matjurtagörð-
um, þótt mikið færi til spillis.
Y. 5. C.
Fréttir
Vöruútflutningur frá
Canaja nær hámarki
síðan 1930
Samkvæmt nýprentuðum skýrsl-
um hagstofunnar í Ottawa, nam
vöruútflutningur frá Canada á fjár-
hagsárinu, sem endaði þann 31.
marz síðastliðinn, $1,070,217,328,
og er það hárnark síðan 1930. Upp-
hæðin er 9 af hundraði hærri en í
fyrra og nemur $9,035,422,
Býður út auknu liði
Hermálaráðuneytið japanska hef-
ir gert iheyrinkunnugt, að stjórnin
hafi ákveðið að kveðja nú þegar til
herþjónustu vegna sltýrjaldarinnar
við Kína, miljón æfðra hermanna,
til viðbótar þeim liðsafla, sem þeg-
ar er lífs á vígvelli. Flestir með-
limir þessarar nýju hermanna milj-
ónar eru á aldrinum frá 24 til 34.
Allir karlmenn í Japan eru lögum
samkvæmt skyldaðir til herþjón-
usfcu.
Viðskiftasambönd
óhugsanteg
Utanríkisráðherra Bandaríkj anna,
Cordell Hull, hefir lýst yfir því, að
gagnskiftasamningar milli Banda-
ríkjanna og Þýzkalands séu öldung-
is óhugsandi meðan Þjóðverjar
haldi upp núverandi þvergirðings-
stefnu ásv iði verzlunartnálanna.
Fasisminn fordæmdur
Á fundi félagsdeildar Native Sons
of Canada, höldnum í Hamiltonbæ
í Ontariofylki þann 19. þ. m., fór
forseti samtakanna, R. W. Kerr frá
Winnipeg, afarhörðum orðum um
Fasismann og taldi hann fjandsam-
legan lýðræðishugsjónum hinnar
canadisku þjóðar.
Vagga mannkynsins
í Mið-Asíu
Á vísindaþingi einu, allfjölmennu,
sem hófst í Cambridge á Englandi
þann 23. þ. m., staðhæfði prófessor
Griffith Taylor frá háskólanum i
Chicago, að frumvagga mannk)ms-
ins hefði staðið í Mið-Asíu; þaðan
hefði svo mannkynið brunað áfram
eins og hraunflóð úr eldfjalli út um
víða veröld.
GYÐINGAR OFSÓTTIR
A ITALtU
Síðustu fregnir frá Róm láta þess
getið, að í aðsigi muni nú vera á
ítalíu hliðstæðar ofsóknir á hendur
Gyðingum við það, sem gerst hefir
á Þýzkalandi; hefir Mussolini skip-
að svo fyrir að nákvæm skrásetn-
ing Gyðinga í landinu skuli fara
fram nú þegar með það fyrir aug-
um, að hreinsa til i þessu efni.