Lögberg - 25.08.1938, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.08.1938, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1938. 5 “Bulletin” og hún skuli koma í blaíS- inu þá í vikunni, og hún veríSi á ritstjórnarsíÖu blaÖsins. Greinin kom út í blacSinu orðrétt þann n. ágúst, svo hún fékk góÖan byr und- ir báíSa vængi og flýgur út til 70,000 áskrifenda blaÖsins hér í vestrinu. Er liklegt aÖ eg noti þessa gestrisni ritstjórans aftur, ef eg kemst yfir eitthvaÖ merkilegt um Island. STJÓRNMAL Ekkert sérstaklega merkilegt er að frétta héðan. Social Credit skútan morrar altaf í sama stað. Kemst hvorki aftur á bak eða á- fram. Forsætisráðherrann í Alberta hefir skýrt frá því, í einni “Politico Religio” stólræðu sinni, að “The Social Credit Board” og hinn há- launaði “expert” sem Major Doug- las sendi Mr. Aberhart til að fræða hann um “Social Credit” séu nú að semja alveg nýjan, pólitískan skrípaleik, sem muni hafa meiri og betri áhrif en skrípaleikur sá, sem stjórnin hefir verið að leika í síð- astliðin þrjú ár. Tíminn leiðir það í Ijós, hvort þeim tekst það. Líka hefir forsætisráðherrann skorað á alla sína fylgifiska að stofna til hátíðahalds á sem flest- um stöðum í fylkinu í þessum mán- uði, til að minnast þess að nú sé Scoial Credit stjórnin i Alberta þriggja ára gömul. ‘Finst mörgum að þetta tiltæki sé gjört til að storka alþýðunni, sem ekki hefir getað los- ast við þessa vandræðastjórn, þó mikið hafi verið reynt til þess. Aðr- ir lita á það svo, að stjórnin “is adding insult to injury” >með þessu tiltæki. 5". Guðmundson. Önnur kvittun Málœðinu fylgja yfirsjón- ir} en sá breytir hyggilega, sem hefir taum á tungu sinni,—O.S.D. Herra Hjálmar Gislason er ekki latur maður að skrifa. Ennþá fer hann á stað í Heimskringlu þann 10. ágúst, til að sanna heilagleik Social Credit stofnunarinnar í Al- berta; lítill vafi á, að hann hefir orðið alvarlega innblásinn af froðu- snakknum og vindbelgnum í Ed- monton, kind, sem gengur með A LIBERAL ALLOWANCE For You r Wafeh tlylst thangs tool WATCH TRADE IT IN for- a NEW BtlLOVA NO DOWN PAYMENT. 17 $2975 17 jtwtlt $297® CANADIAN of TIME IT jswslt *297s 3/ie ffa/c/t f)/iop THORLAKSON and BALDWIN Watchmalcers and Jewellers 699 SARGENT AVE. WINNIPEG ósönnu málæði og kveikir ill- deilur meðal friðelskandi manna. Þessir leppalúðar þarna í Edmon- ton hafa fyrir löngu vilst af vegi skynseminnar með þessu Social Credit snakki, sem þeir sjálfir skilja hvorki upp né niðúr í. Flest þeirra lagasmíði hafa orðið þeim sjálfum og öðrum til skaða og skammar. Það hefir enga þýðingu að ætla sér að leiðbeina svona snáðum hvotki með góðu né illu, því að hundrað högg á heimskingja hafa engin áhrif. Og þar sem Aberhart hefir nú leynt og ljóst vilst af vegi skynsem- innar, cr ekkert líklegra en að hann lendi fljótlega í pólitískum söfnuði franiliÖinna. Ekki svo nauðsynlegt að líkaminn þurfi að deyja, enda engin hætta á slíku; þeir lifa lengst sem leiðastir eru. Guð vill heldur ekki dauða syndugs manns, heldur að hann snúi sér og lifi. Annars er ekkert vit í því, að eyða löngum tíima á þetta S. C. úrþvætti, sem Aberhart sjálfur skilur ekkert í, maður, sem yfir höfuð hefir lítið vit á pólitík; hans lífsstarf um dag- ana var að kenna krökkum kverið. Mest hans skraf og mas um pólitík hefir verið óvita fálm út í veður og vinda, eins og þegar druknandi maður grípur i hálmstrá. Með mál- æðinu hefir hann sérstakt lag á að fleka fáfróðan, illa uppalinn, ment- unarlausan aumingjalýð, þá tegund fólks, sem Canada mætti sér að skaðlausu helzt án vera, margt meira og minna gallað af langvar- andi kúgun og harðstjórn frá Mið- Evrópulöndunum og þýzk-rúss- neskum uppreisnaranda, fólk, sem með réttu skilur ekki hvað er að búa í frjálsu landi; var ósjálfbjarga í heimahögum og datt aldrei i hug að flytja hingað með þeirri hug- mynd að vinna sér daglegt brauð. Hafa litla eða enga sjálfsbjargar- viðleitni til að vera sjálfum sér nóg- ir. Vilja heldur vera sveitarlimir i framandi landi, á kostnað þeirra, sem hafa manndóm til að bjarga sér og sínum upp á ærlegan máta. Þessi óþarfalýður, sem lætur sér standa á sama um alla hluti milli himins og jarðar, óskar þess hátt og í hljóði að alt falli í kalda kol, að heimurinn með öllum hans gögnum og gæðum. fari veg allrar veraldar, eru gegnum sósaðir af grimmu uppreisnaræði frá þeirra eigin heimalandi og ban- vænum skeytum. Væri nú ekki nema sanngjamt að minna herra H. G. á það, að þessi flokkur manna eru ágætir vinir og stuðningsmenn í orði og verki S. C. stjórnarinnar í Alberta, enda er S. C. stefnan í Alberta af sama sauðahúsi uppreisn á móti flestu því, sem gott er og göfugt í fari manna. Sjórnin í Alberta hefir ekki reynt að bæta fólkið, þvert á móti; hún hefir kent fólki óvöndugheit og óráðvendni í viðskiftum, og með fjandsamiegu athæfi hefir hún spilt friði og ró á heimilum manna. En svo fallega launar Aberhart þeim stuðningsmöúnum sínum lambið gráa, að hann segir þeir hafi ekki meira vit í hausnum en þrettán ára gamlir unglingar, samkvæmt yfir- lýsingu hans sjálfs þegar hann blaðrar í Vancouver; gott að vinna fyrir svona fugla. í staðinn fyrir að uppfylla loforð sín við þessa aumingja, þá kjaftshöggar hann þá. Sannast þar sem oftar að oft ratast kjöftugum satt af munni. Aberhart er ekki sva vitlaus, að hann fari að gefa líf sitt út fyrir sína sauði; þeir tímar eru löngu liðnir. Fólkið í Alberta verður að fórna lífi sínu fyrir Aberhart. Með kænskubrögðum svældi hann undir sig velaunaða stöðu, og þar situr hann til þess tíma að hann verður að fara úr vistinni fyrir illa unnið starf, en þá að líkind- um fer hann að dæmi Pílatusar: hann þvær af sér rykið. Herra H. G. ætti sóma síns vegna, að skilja við þetta átrúnaðargoð sitt, S. C., því þó hann skrifi um það til daganna enda, verður hann engu nær, en honum sjálfum til ang- urs eins, að eyða part af æfinni í að verja jafn illa meinsemd sem þessi Social Credit illvættur hefir reynst Alberta, er æfinlega vont og vanþakklátt verk, þegar til lengdar lætur að verja rangt mál og ilt að eiga þræl fyrir einkavin. Aberhart er nú bráðum úr sög- unni, og mun það sannast bezt við næstu kosningar. En nýir menn taka við; þá mun Social Credit stjórnin í Alberta, samkvæmt rétt- læti Guðs og góðra manna, enda á helslóðum, og það rétt fyrir augun- um á Aberhart og Hjálmari Gísla- syni. 102—4th Street N.E. Calgary, Alberta. S. Sigurðsson. Góður síldaraíli Saltsíldaraflinn á öllu landinu er í dag orðinn, að heita má, nákvæm- l'ega jafnmikill og sama dag í fyrra- sumar, en bræðslusíldaraflinn er aftur á móti aðeins um þriðjungur móts við það, sem borist hafði á land um sama leyti í fyrra. Síðastliðinn sólarhring voru salt- aðar um 5,733 tunnur á Siglufirði og allmörg skip hafa komið í morg- un með síld, sem þau hafa fengið inest á Skagafirði, Eyjafirði og Skjálfanda. Er mikil síld í sjónum, en þoka og mikill straumur og hefir það nokkuð tafið fyrir veiðum. En andvirði bræðslusíldarinnar til veiðiflotans um 1200 þúsund krónur, og andvirði alls síldaraflans til veiðiflotans það sem af er ver- tíðinni því aðeins um i)4 miljón króna. Útflutningsverðmæti saltsíldar- aflans, miðað við lágmarksverð síld- arútvegsnefndar, er hins vegar orð- ið um 1200 þúsund krónur. Lágmarksverð á fersksíld til mat- ésverkunar hefir verið ákveðið kr. 9.50 á tunnu, en var í fyrra kr. 11.50 á tunnu. Byrjar matéssíldarverkun fyrir alvöru upp úr-mánaðamótunum, en aðeins nokkur hundruð tunnur verða verkaðar nú fyrir mánaðamótin. —Alþ.bl. 30. júlí. NORÐURFÖR KRÓNPRINS- HJÓNANNA Dronning Alexandrine kom til Siglufjarðar kl. 9.30 í gwrmorgun í góðu veðri og sólskinslausu. Bæjarstjómin efndi til opinberrar móttöku til heiðurs krónprinshjón- unum og flutti Guðmundur Hann- esson bæjarfógeti ræðu. Mikill mannfjöldi var samankominn á hryggjunni og hylti krónprinshjónin með margföldu húrrahrópi. Frá skipinu var haldið að Hótel Hjvanneyri, þar sem boðið var upp á hressingu og karlakórinn Vísir söng fimm lög, undir stjórn Þor- móðs Eyjólfssonar. Báru krnóprins- hjónin mikið lof á söng kórsins. Áður en skipði lét úr höfn kl. “•3R og hélt af stað áleiðis til Akureyrar, voru kirkjan og síldar- verksmiðjurnar skoðaðar. Krónprinshjónin komu til Akur- eyrar kl. 3.45 í gær. Mikill mann- fjöldi var saman kominn á bryggj- unni og fagnaði hann krónprins- hjónunum með húrrahrópum. Kantötukór Akureyrar söng, Ó, guð vors lands, undir stjórn Björgvins Guðmundssonar. Bæjarfógeti, bæj- arstjóri og bæjarstjórn fögnuðu hinum tignu gestum. Bæjarstjóri á- varpaði þá, en bæjarfógetafrúin fwrði krónprinsessunni blómsveig. Að móttökuathöfninni lokinni var ekið inn að Laugalandi. Forstöðu- kona kvennaskólans þar, Valgerður Halldórsdóttir, sýndi krónprins- hjónunum skólann. — Síðan var drukkið te. Að því búnu var ekið aftur til Akureyrar og krónprins- hjónunum sýndur skemtigarðurinn, en síðan fóru þau um borð í Dr. Alexandrine. Kl. 7 í gær var krón prinshjónunum haldin veizla í Mentaskóla Akureyrar, og stóð hún yfir er blaðið hafði síðast fregnir frá Akureyri.. —N. Dagbl. 28. júli. / SARUM Eg sit hér ein á ýztu nöf út við kaldan sæinn, og lít ei framar ljúfa sólskinsdaginn. Hér við áður undum tvö okkar sælustundir, nú eru lífsins gæði gengin undir. Við töluðum um yndi og ást, er æfin hefði að bjóða —og hversu lífið gæfi — alt hið góða. Við vorum glöð þá gæfustund —en gráturinn beið i leyni. Nú er hann horfinn ástvinurinn eini. Hafið grimma hreif hann burt. hafið engu vægir. Gráðugur er hinn grimmlundaði Ægir. Sit eg ein í sárum1 hér— sorgin sker mitt hjarta, vafið myrkri vonarljósið bjarta. Aðalheiður Jónsdóttir. —Lesbók. Kona ein'í New York, 34 ára að aldri og fráskilin, stefndi föður sín- um um daginn fyrir þá sök, að hann hefði flengt hana. Hún hafði komið heim kvöld eitt, eftir að klukkan var orðin tíu, en slíkt næturrölt kunni gamli maður- inn ekki við og náði því í vöndinn. Endirnin varð sá, að rétturinn kvað það ekki koma að isök, þó að dóttirin væri úti til miðnættis alt að tvisvar í viku, en gamli maðurinn hristi höfuðið yfir ósköpunum og flýði út úr réttarsalnum. Amerísk skólastúlka átti að skrifa stil um mótorihjólið. Stíllinn átti að vera 250 orð, og hann var svo- hljóðandi: “Frændi minn keypti mótorhjól i sumar. Hann ók á því upp í sveit, en þá kom það fyrir, að mótorhjólið eyðilagðist. Þetta eru 25 orð. Hin 225 orðin sagði frændi minn, þegar mótorhjólið eyðilagðis’t, en þau eru ekki hafandi eftir.’ —Mbl. OUR ENROLMENT IS A MONTH AHEAD OF LAST YEAR when we were filled to capacity The MANITOBA offers you the íollowing advantages: #The reputation of the only college which has NEVER admitted a grade IX or X student. #A college whose results in open competitive Dominion Gov- ernment examinations surpassed all others for the past three years. #A limited enrolment of 200 with far more space per student than in any other college. # Ideal working/ conditions with extra large classrooms, separately air-conditioned and with exceptional light, result- ing in better work and quicker progress. # Private large furnished lounge for girls. # Buffet counter in school where students staying for lunch may obtain milk, tea, coffee, soft drinks, etc. I ICELANDIC STUDENTS . . . Because of our happy experience with lcelandic students in the past we offer you a special invitation to join our college. \ • MANITQBA KKr The most up-to-date and progressive business college in Western Canada. ENDERTON BLDG., 334 Portage Ave., (4 Doors West of Eaton’s) President: F. H. Brooks, B.A., S.F.A.E., S.F.C.C.I. PHONE 26 565 DAY CLASSES. EVENING SCHOOL Mondays and Thursdays If you cannot attend college ask for our “HOME STUDY” booklet.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.