Lögberg - 25.08.1938, Blaðsíða 3
LÖUBERG, FIMTUDAGINN • 25. AGÚST 1938.
3
BB
Ingiríður Margrét (Jónsdóttir)
Eiríksson
18. ágúst 1861 — 24. febrúar 1938
ÞaÖ hefir dregist lengur en skyldi, að minnast nánar þessarar
merkiskonu, vegna veikleika þess, er þetta ritar, og annara orsaka.
Ingiríður Margrét Jónsdóttir var fædd á Krithóli i Skaga-
firði. 'Foreldrar hennar voru: Jón Jónsson, bóndi þar og kona
hans Ingibjörg Arnþórsdóttir. Jón faðir Ingiríðar var Jónsson
bónda í Kálfárdal, Ólafssonar í Valadal Andréssonar. Móðir Jóns
á Krithóli var Oddný dóttir Árna bónda á Fjalli í Sæmundarhlíð
(f. 1760, d. 1831) Helgasonar, Jónssonar. Systir Oddnýjar var
Sigþrúður móðir Jóns Þorkelss.onar rektors í Reykjavik. Móðir
þeirra systra, en kona Árna á Fjalli, var Margrét (fædd 1766)
dóttir Björns bónda í Mjóadal, Árnasonar á Brún, Björnssonar í
Krossanesi Árnasonar, Tómassonar Ólafssonar, lögréttumanns á
Hafgrímsstöðum, sonur Tómasar prests á Mælifelli og Þóru stjúp-
dóttur Jóns biskups Arasonar. Frá þeim hjónum á Mælifelli er
runninn heilsteyptur kjarni skagfirzkra búenda í þessum ættlegg.
Var og Margrét húsfreyja á Fjalli talin ein merkasta kona sinnar
tíðar og frábær skörúhgur í hvívetna, bráðgáfuð, hagsýn og um-
hyggjusöm búsýslukona og hjálpfús við nauðstadda. Hún and-
aðist í svefni nóttina anilli 20. og 21. desember 1858. Voru þá
afkomendur hennar taldir 171, nokkrir þeirra i 4. lið. Hún dó í
Sólheimum í Sæmundarhlíð hjá dóttursyni sínum.
Móðir Ingiriðar Margrétar var Ingibjörg dóttir Arnþórs
bónda á KritJhóli, Arnórssonar að Ásbúðum, Björnssonar. En
móðir Ingibjargar var Ingiriður Þorsteinsdóttir bónda á Krithóli,
Oddssonar á Sólheimum í Blönduhlíð, Jónssonar á Kristhóli, Jóns-
sonar á Valabjörgum. Bróðir Þorsteins á Krithóli var Jón hrepp-
stjóri á Bessastöðum, faðir Jóns bónda þar, föður Jóns hreppstjóra
á Hóli í Sæmundarhlíð, föður Jóns hreppstjóra og dannebrogsm.
á Hafsteinsstöðum. Móðir Ingiríðar Þorsteinsdóttur var Guðrún
Sigurðardóttir bónda í Hvammi í Svartárdal, Egilssonar. En
móðir Sigurðar var Engilráð dóttir Bjarna bónda í Hvammi, Jóns-
sonar þar, Bjarnasonar Ólafssonar lögréttumanns á Hafgrímsstöð-
um, sonar Tómasar prests og Þóru á Mælifelli. Móðir Þorsteins
Oddssonar var Guðrún Ólafsdóttir; hennar móðir var Þórey
Gísladóttir frá Valadal, systir Jófríðar móður Gísla sagnfræðings
Konráðssonar. En móðir Odds og kona Jóns á Krithóli, liins
fyrra, var Guðrún Gottskálksdóttir, bónda á Veturliðastöðum
Oddssonar þar; og er sá kynþáttur auðrakinn til Sigurðar prests
á Grenjaðarstað, Jónssonar biskups Arasonar*
Ingiríður sál. misti föður sinn þegar hún var 7 ára að aldri,
og fluttist þá með móður sinni að Vindheiimum, til Eyjólfs bónda
Jóhannessonar og konu hans Guðbjargar Sigurdardóttur og dvaldi
þar til þess er húif, 19 ára gömul, giftist Þorkeli Eiríkssyni frá
Sauðá árið 1880. Þau byrjuðu búskap sama ár á Neðstabæ í
Skagafirði, og bjuggu síðar á ýmsum öðrum jörðum. En þá voru
hörð ár á Fróni og erfitt fyrir efnalítið fólk að reka búskap þar.
Þau hættu þvi við sveitabúskap og fluttu til Sauðárkróks og
dvöldu þar í þrjú ár.. Á þeim árum voru Ameríkuferðirnar sem
örastar; og bárust þau með þeim straum hingað vestur um haf,
árið 1888.
Þegar hingað kom, fóru þau beint til Argyle og voru fyrsta
árið hjá Jónasi bróður Ingiríðar, sem hingað hafði flutt áður.
Síðan tóku þau land í Argyle-bygð og bjuggu þar í 25 ár. En
.þá fluttu þau hingað til Selkirk og voru hér til ársins 1928, er
Þorkell andaðist 4. dag júlímánaðar; höfðu þau þá verið í hjóna-
bandi í 48 ár. Þeirn hjónum varð 5 barna auðið og dóu 3 þeirra í
æsku; en 2 synir lifa hér í Selkirk; Eyjólfur og Jón. Eyjólfur er
fæddur á íslandi og kom hingað ungur með foreldrum sínum.
Hann er rnaður tvikvæntur, var fyrri kona hans Emilía dóttir
merkishjónanna Elínar og Álberts á Steinsstöðum í Nýja íslandi.
Þau eignuðust 4 börn, en aðeins tveir drengir lifa, Lawrence
vinnur á banka í Winnipeg en Albert er heima hjá föður sínum
og stj'úpu, sem var Mrs. Ólöf Hnjóskdal áður en hún giftist
Eyjólfi. Eru þau hjón vel látin af öllum sem þau þekkja. Eyjólfur
hefir nú unnið hjá Strætisvagnafélagi Winnipegborgar nær því
30 ár og eru það nóg meðmæli fyrir dygð hans. Jón, yngri sonur
Þorkels og Ingiríðar er kvæntur Ástu dóttur Halldórs og
Kristínar Johnson, sem heima áttu fyrir langan tíma í Baldur og
siðast í Selkirk. Halldór er dáinn fyrir nokkrum árum, en Kristín
lifir ennþá hjá dóttur sinni Ástu. Þau hjón Jón og Ásta eru
þannig gerð að þeim er bezt lýst .með því að þau séu hvers manns
' hugljúfi og vilji öllum vel. Þau eiga 5 börn mjög mannvænleg.
Elzti sonur þeirra, Clarence, er kvæntur konu af skozkum ættum
(Kay Bradie) — hin eru Irene, Wilfred, Lloyd og Victor, öll
heima. Alt þetta fólk vildi gera móður sinni, ömmu og tengda-
móður alt til geðs og ánægju, bæði meðan hún var hér í Selkirk
og síðar er hún fluttist frá því og sýnir það, eitt með öðru hvað
Ingiríður sál. var merk kona. Jón Eiriksson stjórnar nú prent-
smiðju hér í bænum, sem hefir aðallega auglýsingar með höndum.
Nokkru eftir aldamótin kom hingað frá íslandi annar bróðir
Ingiríðar, Jón að nafni; byrjaði hann búskap í Geysir-bygð í
Nýja íslandi og nefndi sig Skagfjörð. Hann varð inaður ekki
gamall og dó frá mörgum börnum. Ekkju hans fæddust tvíburar
um líkt leyti, voru það 2 stúlkur og var önnur þeirra skírð Ingi-
ríður Margrét. Þessa stúlku tóku þau Þorkell og Ingiríður til
fósturs; og skildi hún aldrei við þau til langframa, þar til þau
dóu. Sigríður Skagfjörð, ekkja Jóns bróður Ingiríðar sál. býr
hér í Selkirk og gleður sig yfir 5 uppkomnum börnum hér í bæn-
um og Mrs. Borm hin sjötta; alt er þetta myndarlegt og gott fólk.
Ingiríður sál. var kona frið sýnum og höfðingleg í sjón og
lund. Eg sá hana fyrst árið 1914, þá meira en 50 ára að aldri;
en það vildi svo til að eg gat virt hana fyrir mér án þess hún
vissi af því, og datt mér þá i hug kvæði Einars Benediktssonar:
“Þessi kona kann að unna, kann að vera ambátt, drotning.”
^Nokkru síðar atvikaðist það svo, að eg leigði herbergi hjá þeim
hjónum, svo mér gafst tækifæri til að kynnast þeim vel; því eg
kallaði heimili mitt hjá þeim þangað til árið 1933. Ingiríður sál.
var sérlega vel gefin kona, blíð í lund við börn sín og vildi öllum
nauðstöddum gott gera. Þóttist hún aldrei geta gert það í nógu
stórum stíl; og hugsaði eg oft um hve mæta-vel kvæði E. B. ætti
við um hana. Ingiríður var trúkona mikil. Var hún aldrei svo
önnum kafin að hún læsi ekki húslestur á sunnudögum; ef annir
bönnuðu það að deginum, var hún viss að gera það að kvöldi.
Mesta part æfi sinnar fylgdi hún lúterstrú; en eftir að séra Har-
aldur Níelson hóf sínar sálarrannsóknir varð hún mjög hrifin af
þeim. Las hún bækur hans með unun og sannfæring og mun hafa
haldið þeirri sannfæringu til enda æfi sinnar.
Vorið 1929 fluttist Ingiríður sál. til Winnipeg og gegndi þar
húsmóðurstörfum fyrir Margrétu fósturdóttur sína, sem þá hafði
þar atvinnu; og hafði bún þar starf á hendi þar til Margrét giftist.
Hún giftist manni af þýzk-dönskum ættum. Foreldrar hans voru
frá Slesvik í Danmörku og er faðir hans hálfþýzkur, en móðirin
var dönsk. Maður Margrétar heitir Charles Julius Borm, hið
mesta prúðmenni, sem hægt er að hugsa sér. Það ár, 1933, flutt-
ist Ingiríður sál. með meið Borm-hjónunum til Moose Jaw í Sask.,
og svo til Prince Albert, þar sem hún dó á síðastliðnum vetri. Mr.
Borm vinnur við Bank of Nova Scotia.
Mér finst vert að geta þess, að þær frænkur og nöfnur, sem
þó báðar höfðu talsvert geð, elskuðu og virtu svo hvor aðra, að
varla varð nokkurntíma vart við misþóknun á hvoruga hlið. Og
maður Margrétar virti og elskaði gömlu konuna eins og móður.
Ingiríður sál var mjög lasburða síðasta árið sem hún lifði;
og lá lengstum í rúmi, heima eða á sjúkrahúsi. Sýndi þá Mr.
Borm hvað hann vildi gera fyrir hana, með því að gefa þrisvar
blóð úr sínum eigin, hrausta líkama, til eflingar hennar þverrandi
kröftum. En “enginn dauðanum ver.” Hún fékk slag, sem
svifti hana máli, þann 20. febr., en gat þó með augnaráði gefið
til kynna að hún hefði meðvitund. Hún dó þann 24. s. m. og
fluttu börn hennar hinar jarðnesku leifar hennar hingað til Selkirk.
Var hún jarðsungin af séra Jóhanni Bjarnasyni 2. marz síðastlið-
inn, að viðstöddu fjölmenni.
Með Ingiríði sál. er gengin til hvíldar ein enn af hinum merku
og raungóðu landnemakonum, sem seint ættu að gleymast.
Friður Drottins og virðing manna hvíli yfir minning hennar.
Guðjón S. Friðriksson,
Selkirk, Man.
um launum og hvetja þá til að leita
sér atvinnu hvar sem hana væri að
fá, og með hvaða launum sem fáan-
leg væru. Mætti líka ákveða lág-
marksverð á vetrarvinnu, svo þeir
yrðu ekki boðnir niður fram úr hófi.
En að hver sem neitaði slíkri vinnu
og fullhraustur væri, fengi engan
styrk.
Eg veit að þetta mundi yerða ó-
vinsælt. Það mundi verða kallað
ófrelsi, kúgun og þrældómur. En
hvernig á að ráða bót á þessu ? Það
eru nóg verkefni til en fólkið fæst
ekki til að hagnýta sér þau. 4000
einhleypir menn eru í einum bæ,
sem lifa á annara kostnað. Bæjar-
sjóður og fylkissjóður eru í þann
veginn að verða gjaldþrota. Ríkis-
sjóður er í botlausum skuldum, þótt
hann hafi lánstraust ennþá. En
þetta getur ekki gengið svo til lengd-
ar. Hvað tekur við ef ríkissjóður
hættir að leggja þessum mönnum
nauðsynjar? Þá mundi ekki á aðra
að treysta en þá fáu í bæjunum, sem
gjaldþol liefðu og bændur í sveit-
um. En þeir mundu hrökkva skamt
\
til að styrkja fjölskyldumenn, hvað
þá einhleypa menn. Þeir mundu þá
verða að sjá fyrir sér sjálfir þegar
stjórnarstyrkurinn þrýtur.
Það er sorglegt að sjá unga
Norðurhlutinn af því má heita ónot-
aður. Öll hin viðáttumiklu námu-
lönd liggja ónotuð af stjórninni.
Otlendir og innlendir auðmenn taka
þar upp svo biljónum skiftir á ári
hverju, en stjórnin gerir ekkert til
að hagnýta þau. Þar væri verkefni
fyrir margfalt fleiri menn en þá,
sem nú eru atvinnulausir í landinu.
Þaðver sannarlega mál til komið
að reynt verði að bæta úr þessu á-
standi, og það ætti að geta hepnast,
ef stjórnin og fólkið gæti orðið
samtaka. Það ætti að vera sú mann.
d.ið í ungu mönnunum, að þeir létu
ekki neyða sig til að taka vinnu þeg-
ar hún býðst. Það ætti að vera þeim
metnaðarmál að komast úr ánauð
þurfamannsins í flokk frjálsra
verkamanna, og verða sjálfstæðir
menn.
' Guðm. Jónsson
frá Húsey.
Til Þ. Þ. Þoráleinssonar
KRAFT ASKÁLDIN
“I hljóði er nuddað nú á því, sem nýjung mestri:
Að kraftaskáld ei vaxi í vestri!
En við skulum, bræður, veröld sýna verksummerkin—
Það eru óræk vitni, verkin.
Við, sem lögðum “Lögberg” til í leirnum hrærða,
Við, sem kváðum “Kringlu” ærða.
Við höfum, ætla eg, ámælið af okkur rekið
Og ekki á hálfu enn þá tekið.
Og þeir mega blöð sín þrefalda, ef þora bara,
Því alt skal sömu farir fara.” (Stephan G.)
+ + +
I.
Hugur spjallar heila mál,
Hjartað kallar undir;
Báðum varla veitir sál
Viðtal allar stundir.
II.
Velkominn hingað vestur, Þorsteinn minn!
Það verður gróði fyrir — leirburðinn?
Ýmsir telja okkur — hérna putta,
Óbrúkandi’ í staðinn fyrir Gutta?
Jak. J. Norman.
Guðmundur Davíðsson
Á GARÐAR, N. DAK.
Dáinn 10. október 1937
Er fyrst kom hann vestur hann framgjarn vóg
með frumbyggjum öðrum í urð og skóg.
Frá víkingum erfði hann vöxt og þrótt
0g viljamj, sem gugnaði hvergi.
Þá hló hann við dátt þegar hart var sótt
og hamast í skógi og bergi.
Þá hvarf hann að öðru og ötull vann
og útveg úr hverjum vanda fann.
Hans elju mun lengi og árvekni minst,
Írví orðstír skal manninn lifa.
}ó drjúg séu átök, hvað eljunni vinst
er ávalt til mestra þrifa.
Hann staðfesti ráð sitt og starf sitt rak
við stækkandi hróður, þótt lotnaði bak.
Hið gestrisna hús lians við Garð bar hæst,
þó gestrisnar séu þær bygðir;
þar aldrei var hurð eða hliði læst,
en haldið við fomar dygðir.
Hann mentaði af alúð sín mannvænu börn,
til mikils líkleg og framagjörn.
Hún fór ei úr hug hans in forna tíð
er fórnanna nauðsynin krafði;
hve þroskinn var langvint og þreytandi stríð
við það, sem að dró úr og tafði.
Því máli hann unni er ungur nam
og ættstofn sinn virti og hvatti fram.
Hann kyntist hans sögu og kunni hans ljóð,
var kært það, sem skáldin sungu,
og vörð um hinn íslenzka arf hann stóð
og orti á feðranna tungu.
En nú er hann hniginn og hljótt um Garð
og höggið í landnemastofninn skarð.
Eg sakna þar vinar, en svefiis þeim ann,
er sefur að loknu starfi.
Vér berum að lokum til moldar hvern mann,
og mannlífið tekur við arfi.
Páll GwJmundsson.
Business and Proíessional Cards
l
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
DR. ROBERT BLACK SérfrœSingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViStalstimi — 11 til 1 og 2 til 6 Skrlfstofuslmi — 22 261 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson Viötalstlmi 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlasknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 546 WINNIPEO
H. A. BERGMAN, K.C. íslemkur löyfrœfíin i/ur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.p. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur löofrœOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94668
•
LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Hindal, K.C., A. Buhr Björn Stefánsson Telephone 97 624 Offices: 325 MAIN STREET Arlington Pharmacy Sérfræðingar í lyfjaforskriftum 796 SARGENT AVE. . vlð ArUngton SlMI 35 550 Finni oss t sambandi við lyf, vindlinga, brjóstsykur o. fl.
1 PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Lelgja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgO af öllu tægl. PHONE 94 221
A.S.BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur Ukkistur og annast um út- fartr Allur útbúnaOur sá bezti. Ennfremur seiur hann allskonar minnisvarBa og legsteina. Skrlfstofu talslmi: 86 607 Heimllis talslmi: 501 56 2 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEO pægileour og rólegur bústaOur 4 miObiki borgarmnar. Hérbergi $2.00 og þar yflr; meí baöklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlCir 40c—ÍOc Free Parking for Ohiests