Lögberg - 25.08.1938, Blaðsíða 4
4
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 25. ÁGUST 1938.
b---------------------—------
Hogljers
GefiS út hvern fimtudag af
1 HB COLUMBIA PRESS LIMITED
6 95 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR L.ÖGBERG, 3S5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verö JI.00 um árið — Borgixt fyrirfram
The "Lögberg'' is printed and published by The
Coiumbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Myrkur yfir djúpinu
Heimilisböl er þyngra en tárnm taki. Og
til böls verður það óhjákvæmilega talið, í-
stöðuleysið, sem brennimerkt hefir afskifti
Ohamberlain-stjórnarinnar brezku í meðferð
utanríkismálanna síðan Anthony Eden var
knúður til þess að láta af embætti; tvískinn-
ungshátturinn gagnvart Þjóðbandalaginu,
þegar mest reyndi á þolrifin, brigðmælgin í
sambandi við þjóðfélagslegt öryggi Austur-
ríkis og samningsfálmið við Mussolini, tekur
af öll tvímæli í þessu efni; akurlendur andans
í eyði, — og myrkur yfir djúpinu!
Af flestu furðulegu gegnir það tilfinn-
anlegastri furðu, er háværar raddir koma
fram um það, að slíkt sé í rauninni canadisku
þjóðinni óviðkomandi, hvernig hjólin snúist á
sviði stjórnmálanna yfir á Bretlandi hinu
mikla, því henni beri hvort sem er að taka
það alt saman gott og gilt, er þar verði efst
á baugi; fáránlegri fásinnu er naumast unt
að hugsa sér. Viðvíkjandi verzlun og við-
skiftum á hin canadiska þjóð hagsmunalega
tilveru sína undir markaðssamböndum út um
allan heim; það sýnist því liggja nokkurn
veginn í augum uppi, að hún geti ekki látið
sér á sama standa um það, hvernig til hagar
í utanríkismálum þeirra þjóða, er hún öðrum
fremur skiftir við, þar sem vitað er, að öll
viðskifti þjóða á milli eru í rauninni utan-
ríkismál.
Engin mál eru frjálshugsandi mönnum
óviðkomandi. Engin lýðræðisþjóð getur lát-
ið sér á sama standa um stjórnpxfar þeirra
þjóða, er hún af óumflýjanlegum ástæðum
þarf að eiga viðskifti við; það verður því
ekki undir neinum kringumstæðum réttilega
talinn skortur á þegnhollustu, þó canadiska
þjóðin rökræði eftir föngum afstöðu sína til
Bretlands og þeirra strauma í brezku stjórn-
málalífi, er öðrum fremur geta haft mikilvæg
áhrif á tilveru hennar og afkomu í stríði og
friði; slíkt er siðferðisleg skylda ög annað
ekki.
Réttarfarsleg afstaða þeirra ýmsu þjóða,
er veldsheildina brezku mynda, er enn hvergi
nærri eins skýr og vera ætti, ef til þess kæmi
að Bretland lenti í nýjum ófriði; enn hvílir
þar myrkur yfir djúpinu; myrkur, sem óhjá-
kvæmilega verður að víkja fyrir staðreynd-
um og rökum. Séum vér ekki hlutlausir, er-
um vér í stríði. Kynslóð þeirri, sem enn
btendur ofar moldu í þessu landi, og á málin
iítur með augum fullorðinsáranna, er enn í
fersku minni hörmungin mikla frá 1914;
slysalistarnir löngu, ekkjurnar, munaðar-
leysingjarnir, örkumla lýðurinn — og dauð's-
föllin. Þetta eru alt saman beizkir ávextir
þess, þegar meðferð utanríkismála fer í
handaskolum og skynsamlegum tilraunum
til málamiðlunar og sátta eru stungin svefn-
þorn.
Hin canadiska þjóð er fimta, stærsta
verzlunarþjóðin í heimi; efnaleg afkoma
Iiennar veltur á því hvernig henni tekst til um
sölu afurða sinna á erlendum markaði; hún
getur þar af leiðandi ekki með nokkrum
hætti látið sér í léttu rúmi liggja utanrílds-
mál neinnar þeirrar þjóðar, er hún skiftir
við, hvort sem það eru Bretar eða einhver
önnur þjóð.
Stefna hinnar canadisku stjórnar í utan-
ríkismálum, er harla þokukend á vissum svið-
um; það yrði þjóðinni holt, að hún skýrðist
nokkuru frekar á næstunni.
Jón Bjarnason Academy
Skólinn hefur starfsár sitt þann 15. sept-
ember næstkomandi með svipuðu sniði og
áður; hann er nú orðinn gamall í hettunni
og hefir int starf sitt vel af hendi; hann nýt-
ur hins bezta álits hjá mentamálaráðuneyti
fylkisins, og eins og nú horfir við, má vel
ætla að aðsókn verði góð; það myndi vafa-
laust afla honum aukinna vinsælda meðal al-
mennings, ef hann beitti sér fyrir kenslu í ís-
lenzku með eldlegri áhuga, en gengist hefir
við að undanfömu; að því verður að stefna, ef
vel á að fara í framtíðinni.
Kennaralið skólans verður hið sama
næsta starfsár og í fyrra, að undanskildu því,
að Tryggvi Oleson lætur af kenslu; mup hafa
í hyggju framhaldsnám. Rækt skólastjóra,
séra Rúnólfs Marteinssonar við málstað
skólans, er Islendingum löngu kunn, og má
hið sama segja um meðkennara hans, Mr.
Agnar Magnússon og Miss Elvu Eyford.
Skólinn verður bezt styrktur með því að
senda honum marga og góð'a nemendur.
Merkilegar bækur
Mig hefir einatt langað langað
líða á vængjum þangað, þangað,
þar sem hezt fá angað, angað
unaðshlóm i f 'ógrum reit;
þar um enginn, engipm veit.
Mig hefir einatt langað langað
lífið rétt að skilja,—
Hnlda vill hylja. Þ. Þ. Þ.
Vestur-lslendingar hafa ekki látið mikið
tiKsín taka sem rithöfundar í seinni tíð, og
liggja til þess margar ástæður, sem óþarft er
upp að telja. Einn landi vor hefir þó látið
hendur standa fram úr ermum á ritvellinum
og reynst þar bæði vandvirkur og afkasta-
mikill.
Það er Þ. Þ. Þorsteinsson. Hann hefir
sem kunnugt er dvalið' heima á Islandi síð-
astliðin fimm ár og er nú nýkominn aftur.
Þorsteinn hefir ekki setið auðum hönd-
um á meðan hann var heima; því bera vitni
tvær stærðar bækur, sem út hafa komið á Is-
landi og hann er höfundur að. Önnur bókin
heitir “Vestmenn” er það landnámssaga
Vestur-lslendinga, eða ágrip af henni; er það
allmikil bók í bandi, hátt á þriðja hundrað
blaðsíður. Hin bókin heitir “Æfintýrið” og
er greinileg saga Brazilíufaranna með mörg-
um myndum. Er hún miklu stærri en hin
bókin.
Um þessa síðari bók er ekki þörf að
skrifa, um hana hafa þau Lögberg og Heims-
kringla tekið allmikið upp úr íslenzku blöð-
unum. Um “Vestmenn” langar mig hins
vegar til að fara nokkrum orðum: ekki að
skrifa um þá ritdóm, heldur aðeins minna Is-
lendinga á það, að slík bók er nú loksins kom-
in hingað á markaðinn.
Þegar menn yrkja kvæði eða semja
skáldsögu, hafa þeir óbundnar hendur; þeir
geta þá sagt nokkurn veginn hvað sem þeim
sýnist. Þegar aftur á móti er skrifuð saga—
einhver hluti af sögu mannkynsins, hversu
lítill sem hann kann að vera, þá er öðru máli
að gegna; þá eru höfundinum settar merkja-
línur, sem hann má ekki fara út fyrir. Hann
verður að segja sannleikann, hvort sem hann
er sætur eða beizkur; hann verður að lýsa
mönnum og málefnum án þess að upphefja
sumt en lítillækka annað. Hann má ekki vera
flokksmaður; hann verður að lyfta sér út og
upp fyrir alt og alla og horfa með augum
þess sem hvorki sér ofsjónir með öðru aug-
anu né er blindur á hinu. Hann verður að
vera eins óháður og dómarinn í sæti sínu.
I þessu atriði hefir þeim oft skjáltast,
sem skrifað hafa brot úr landnámssögu Vest-
manria; þeim hefir verið hætt við að lita
myndina sem þeir sýndu. Pólitík og trúmál
hafa þar stundum gægst út á milli línanna og
afskræmt myndina.
Hér finst mér ekkert þess konar hafa átt
sér stað. Höfundurinn hefir auðsjáanlega
lagt sig fram um það að lýsa rétt og forðast
alla hlutdrægni. Ekki einungis hefir hann
reynt að gera þetta, heldur einnig hefir hon-
um tekist það meistaralega. Það er á allra
vitund, að Þ. Þ. Þ. hefir ákveðnar skoðanir í
opinberum málum, en hann hefir ekki látið
það skapa ský á augu sér við samning þess-
arar landnámu.
Eins og eg tók fram er þetta enginn rit-
dómur, en bókin er þess virði að rækilega sé
um hana ritað og verður það óefað gert síðar.
Eg vil aðeins geta stuttlega um innihald-
ið, til þess að menn fái hugmynd um hvað hér
sé um að ræða.
Bókinni er skift í þrjátíu kafla, sem hér
segir: “Leystir þræðir,” “Utah-farar,”
“ Brasilíufarar, ” “Upphaf meginstraums-
ins,” ‘Fyrsti stórhópurinn,” “Landaleit og
nýlendumyndun,” “Þjóðhátíðin í Milwau-
kee,” “Stórhópurinn þjóðhátíðarárið,”
“Marklands nýlendan,” “Landnámið í
Minnesota,” “Nýlenduleit í Manitoba,”
“Förin til Nýja Islands,” “Hópurinn mikli,”
“Islenzk stjómarskipun, ” “Blöð og tímarit
Nýja Islands,” “Andleg mál og yfirlit,”
Dakota landnámið,” “Fyrstu frumbýlings-
árin,” “Argyle nýlendan,” “Ýmsra annara
nýlenda getið,” Sezt að í Winnipeg,”
“Fyrstu árin,” “íslendingar og borgin,”
“Trúmál ogsöfnuðir,” “Kappgangan 1888,”
“íslendingadagurinn,” “Festir endar.”
Á fyrirsögnum kaflanna er það
auðsætt að hér er um yfirgripsmik-
ið verk að ræða. Eg hefi byrjað
þessar fáu línur með erindi úr
gömlu kvæði eftir höfundinn. Þar
segir hann meðal annars:
“M,ig hefir einatt langað langað
lífið rétt að skilja.”
Eg held að hver sá, er les þessa
bók, komist að þeirri niðurstöðu að
ihöf. hafi tekist að skilja líf land-
nemanna; skilja kringumstæður
þeirra, sorgir þeirra, vonir þeirra og
hugsjónir.
Bókin, sem bæði er skrifuð af
skilningi og sanngirni, auk þess að
vera skemtileg og fróðleg, eins og
þessi bók er, ætti að verða kærkom-
inn gestur.
Framan á bókinni er tileinkun,
sem mig langar að setja hér eins og
hún er.
Eru þau örugg?
Eingarbréf yðar, lífsábyrgðar skírteini,
o. s. frv.—
Verndið verðmæt skjöl yðar! Látið þau
í yðar eigið öryggishólf í Royal bank-
anum. Þér getið' fengið þau fyrir minna
en lc á dag. Spyrjist fyrir hjá næsta
útibúinu.
THE ROYAL BANK
OF CANADA
• Eignir yfir $800,000,000 — .
6o ára
nrinningu ,
landnemanna
íslenzku, sem reistu
föst bygðarlög i Ameríku
1875
öllum ástvinum Vesturfara, sem
eftir þeim störðu saknaðaraugum
að heiman yfir höfin miklu
og
ókominni ungtíð, sem Bifröst
yngri skal byggja milli bræðra
og systra beggja megin hafsins,
eru
kvöldvökuerindin um
frumbýlingsárin
í bók þessari
tileinkuð
1935
Þess má geta hér, að í Nýja Dag-
blaðinu á íslandi stóð þetta 18. júní
síðastliðinn.
“Tveir atburðir hafa gerst að
kalla samtímis, sem þýðingu geta
haft fyrir frændræknli íslendinga
vestan hafs og austan—
Alþingi hefir í fyrsta sinn heiðr-
að Vestur-Isiending með skálda-
styrk o. s. frv.”
Hér er átt við það að Þ. Þ. Þor-
steinssyni var á síðasta Alþingi
veittur 1200 kr. skáldastyrkur; sézt
það á því hversu þeir heima meta
þessi verk hans.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Otbreiðslustarfsemi
dr. Richards Beck
í þágu Islands
Dr. Richard Bteck, prófessor í
Norðurlandamálum og bókmentum
við ríkisháskólann í Norður-Dak-
ota, Grand Forks, North Dakota í
Bandaríkjunum, heldur stöðugt á-
fram útbreiðslustarfsemi sinni i
þágu íslenzkra bókmenta og ís-
lenzkrar menningar vestan hafs,
bæði í ræðu og riti. Hefir FB.
borist mikið af bölðum, þar sem
þessarar starfsemi hans er ítarlega
og vinsamlega getið.
í hátiðarútgáfu af norsk-ame-
ríska vikublaðinu “Grand Forks
Skándinav” 17. maí s.l. skrifaði dr.
Beck ítarlega grein um prestahöfð-
ingjann og fræðimanninn Peder
Claussön Friis, þann er fyrstur
sneri Heimskringlu Snorra Sturlu-
sonar í heild sinni á norska tungu.
Jafnframt leggur Beck áherslu á
það í grein sinni, hversu mikinn þátt
þýðing þessi átti í vaknandi sjálf-
stæðistilfnnngu Norðmanna á síð-
ari öldum, og vitnar hann því við-
víkjandi í ummæli merkra norskra
s.agnfræðinga og bókmentafræðinga.
I 17. mai útgáfu norsk-ameríska
vikublaðsinfs '“Duluth Skandinav”
er birtur langur fyrirlestur á ensku
eftir dr. Beck, sem nefnist “Our
Cultural Heritage” (Menningararf-
ur vor) og fjallar meðal annars um
íslenekar fombókmentir. Þá er
birt í 17. maá blaði norsk-ameríska
vikublaðsinf; “Ferglus Falls Uke-
blad” í Minnesota allítarleg grein
um dr. Beck og starfsemi hans í
þágu Norðmanna og Norðurlanda-
bókmenta í heild sinni vestan hafs.
Kunnur norskur rithöfundur vestan
hafs, einkum fyrir ritgerðir sínar í
blöðumi og tímaritum, dr. H. A.
Eckers í Chicago, hefir einnig ný-
lega skrifað einkar lofsamlegar
greinar um Beck og bókmentalega
starfsemi hans í norsku blöðin
“Rogaland” i Stavanger (2. apríl)
og í “Fjell-Ljom” í Röros (6.
april).
í fyrnefndu blaði í Minnesota,
“Fergus Falls Ukeblad,” birtist
einnig þ. 1. júní grein eftir Beck á
norsku um lífsspeki norrænna
manna (“Glimt av norrön livsfilo-
sofi”), sem byggist eðlilega að
miklu leyti á Hávamálum.
I maíhefti mánaðarritsins “School
of Education Record,” sem; kenn-
araskóli rikisháskólans í Norður-
Dakota stendur að, er ritgerð eftir
Beck um kenslu í Norðurlandamál-
um og bókmentum vestan hafs
(“The Study of Scandinavian
Languages and Litteratures in the
United States”), og er þar jafn-
framt í stuttu máli rakin saga slíkr-
ar kenslu.
Á ársfundi félagsins “The Society
for the Advancement of Scandi-
navian Study,” sem vinnur að efl-
ingu norrænna fræða vestan hafs,
flutti Richard Beck ítarlegt erindi
unr Steingrím skáld Thorsteinsson.
Var ársfundur þessi haldinn í apríl-
Iok í ríkisháskólanum í Wisconsin,
Madison, Wisconsin. Fyrirlestur,
sem Beck flutti í fyrra á ársfundi
sama félagsskapar um Bjarna skáld
Thorarensen, er nú i prentun í
f jórðungsriti félagsins (“Scandi-
navian Studies and Notes”), og mun
erindi hans um Steingrím birtast i
sama riti áður mjög langt líður.
Nýlega flutti dr. Beck einnig
fyrirlestur um fornbókmentir Is-
lerldinga á fundi þeirra nemenda, er
æðri nám stunda við rikisháskólann
í Norður-Dakota (“Graduate
Club”). Áuk þess hefir hann á
þessu vori flutt ræður um íslenzk
efni i bygðum íslendinga vestan
hafs, t. d. að Mountain, Norður-
Dakota, og vikið að íslandi og ís-
lenzkri menningu í fjölmörgum
ræðum sínum meðal Norðmanna, á
norsku og ensku.
—Vísir, 7. júlí.
Frá Edmonton
(15. ágúst 1938)
Herra ritstjóri Lögbergs:
Nú í seinni tið hafa verið hér
talsverð votviðri, og á stöku stað
hafa haglskúrir gjört skaða á ökr-
um bænda. Víða í fylkinu er upp-
skera byrjuð, og þar sem eitthvað
hefir verið þreskt þá hefir uppsker-
an verið frá 20 til 30 bushel af
hveiti af ekrunni, og er álitið eftir
horfum sem nú eru, að hveitiupp-
skeran muni verða til jafnaðar frá
20 til 30 bushel af ekrunni.
I þurra beltinu í Suður-Alberta
eru beztu horfur fyrir góða upp-
skeru, því á því svæði hefir rignt
meira í sumar en um mörg undan-
farin ár.
Þann 11. ágúst voru gefin sam-
an í hjónaband Miss Margrét
kenslukona Jónasson og Dr. F. J.
Ennitt í Christ kirkjunni hér í
borginni. Rev. W. N. Mainby,
tengdabróðir brúðarinnar gifti þau.
Strax eftir giftinguna lögðu brúð-
hjónin á stað í skemtitúr til Van-
couver og Victoria, B.C. Hugheilar
lukkuóskir fylgja Dr. og Mrs.
Ennitt frá öllu skyldfólki og vinum
þeirra hér i Edmonton.
Mr. S. D. B. Stephanson frá New
Westminster, B.C., var staddur hér
í borginni nýlega. Sagði hann mik-
ið atvinnuleysi þar vestra, og þar af
leiðandi erfiða tima fyrir mörgum.
Það slys vildi til nýlega, að 12
ára ganrall drengur, Halldór John-
son, handleggsbrotnaði. Er hann
nú á góðum gata vegi. Drengurinn
er sonur þeirra Mr. og Mrs. Sveinn
Johnson lífsábyrgðarmanns hér í
borginni.
Mr. og Mrs. S. W. McNaughton
eru í gistivináttu hjá kunningjum
sínum í Fawcett, Alberta, var Mr.
McNaughton hér lögregluþjónn um
langt skeið. Hefir hann átt við tals-
vert heilsuleysi að stríða nú í seinni
tíð. Mrs. McNaughton er íslenzk.
og hafa þau hjón bæði verið Is-
lendingum mjög handgengin hér frá
því fyrsta.
Mr. Carl Eymundson frá Fort
MctMurray var staddur hér í borg-
inni nokkra daga; kom hann hingað
í verzlunaVerindum. Hefir Mr.
Eymundson haft verzlun þar norð-
ur frá í mörg ár.
Á iðnaðarsýningunni, sem haldin
var hér í júlí, fékk íslenzk kona,
Mrs. A. V. H. Baldwin tvö verð-
laun fyrir hluti, sem hún lét á sýn-
inguna: fyrir prjónaða ullarábreiðu
(afghan) hlaut hún fyrstu verðlaun
og fyrir prjónaða ullarvetlinga önn-
ur verðlaun.
Mrs. Baldwin hefir um mörg ár
haft muni á sýningunni', og í hvert
skifti hlótið fyrstu og önnur verð-
laun. Er hún víst eina íslenzka
konan hér í borg, sem hefir komið
þar fram.
Mr. og Mrs. W. I. Hárley eru nú
á ferð suður i Bandaríkjum. Er
Mrs. Harley Bteatrice, dóttir þeirra
Mr. og Mrs. S. Guðmundson hér í
borginni. Fór Mrs. Harley á und-
an manni sínum á stað og heimsæk-
ir skyldfólk sitt á Mour.tain i Norð-
ur Dakota og víðar; mætir hún svo
manni sínum í St. Paul, Minn. og
þaðan er ferðinni heitið til Chicago,
þar sem þau ætla að sjá sig um í
nokkra daga; fara þau svo þaðan
til Niagara Falls og Toronto, þar
sem Mr. Harley situr á allsherjar
fundi, sem hdimkomrii'r hermenn
héldu þar seinustu dagana í júlí.
Eg gat þess áður, að einn af okk-
ar elztu Islendingum hér, Sigfús
Goodman' vséri veikur. Liggur hann
ennþá á einu sjúkrahúsi hér í borg-
inni. Seinustu fréttir af honum
segja að um engan bata sé að ræða
ennþá sem komið er.
Þann 29. júlí héldu Þýzkarar hér
sína árlegu hátíð í Victoria Park.
Var þar fjöldi saman kominn og
margir þeirra langt að komnir.
Löðraði þar alt í hakakrossum. Var
þýzka flaggið dregið að hún jafn-
hátt canadiska flagginu. Einn úr
ráðuneyti Afoerharts var þar ræðu-
maður. Lýsti foringi Þýzkaranna
því yfir, að enginn þyrfti að óttast
það, að nazisma yrði neytt upp á
Canada-þjóðina, nema svo að eins,
að þeir vildu það sjálfir. Hældi
ræðumaður Ilitler fram úr öllu
hófi, sagði hann væri frelsari þýzku
þjóðarinnar.
Greinin “Iceland and the Future,”
sem var prentuð í Lögbergi 3. ág.
og tekin úr “WSnnipeg Tribune”
þótti mér þess virði, að henni væri
haldið á lofti, svo eg klipti hana úr
blaðinu og sendi til ritstjóra “Ed-
monton Bulletin” og mæltist til þess
að hann birti hana í blaðinu. Strax
neæsta dag fékk eg bréf frá rit-
stjóranum, þar sem hann þakkar
mér fyrir úrklippuna og segist vera
glaður að taka þessa grein í