Lögberg - 25.08.1938, Síða 6
LÖGBFiRG, FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1938.
—skugginn—n
Eftir GEORGE OWEN BAXTER |
XXX.
Skugginn sannfréttir nokkur atriði.
Hitt bálið í skóginum, bál leitarmann-
anna, kastaði bjarma sínum yfir tylft manna,
sem flestir reyndu að sofna. Það voru að-
eins nokkrar klukkustundir til dögunar, og
það var um að gera að safna kröftum fyrir
þann tíma. Dagurinn mundi áreiðanlega
hafa mestu erfiðleika í för með sér, meiri en
nokkru sinni áður.
Einn maðurinn svaf þó ekki. Það* var
Jim Cochrane. Hann hafði boðist til að gæta
eldsins, eingöngu af því hann fann, að hann
gat ekki komið sér í ró. Mesta löngun hafði
hann til að taka hnakk sinn og hest og þeysa
út í buskann, þó ekki væri til annars en losna
við þær hugsanir, sem ásóttu hann í sífellu
og mintu hann á, hvað hann hafði mist.
Hann gekk fram og aftur, um leið og
hann henti sprekum á bálið; ekki þorði hann
með nokkru móti að líta þangað, sem Sylvía
Rann sat yzt í hópnum'— spölkorn frá hin-
um. Hún hafði lofað sheriffanum að reyna
ekki til að strjúka í burtU. Og nú sat hún
þarna og lét hökuna hvíla á kreptri hend-
inni, starandi inn í bálið.
En hversu mjög sem Skugginn reyndi að
líta ekki á hana — sá hann í huga sínum and-
lit hennar greinilegar en nokkru sinni áður.
Hún var hjá honum, en samt var míla á milli
þeirra. Aldrei hafði hún verið honum jafn
f jarlæg og nú.
Ef hann færi nú og talaði við hana, skyldi
hún svara honum með öðru en hatursfullum
orðum! Ef hún svaraði ekki, hvað mundu
þá hinir hugsa um hann,,ef þeir sæju hann
reyna að nálgast hana, eftir þær ásakanir,
sem hún hafði borið á hann.
•_
En það var ómögulegt að standast freist-
inguna, að fara og yrði á hana. Skömmu
seinna stóð hann fyrir framan hana, og
studdi sig við langa kvistótta grein svo hinir
sáu hana ekki. Skugginn sjálfur sneri baki
að þeim; hann sá þess vegna ekki, að litli
gamli sheriffinn reisti höfuðið og gaf honum
athugandi, miður gott augnaráð.
Alt, sem Skugginn sá þessa stundina,
var hið svipþunga stúlkuandlit. Sylvía leit
ekki einu sinni á hann.
Hann yrti á hana í hálfum hljóðum, svo
enginn gat heyrt annar en hún.
“Sylvía,’' sagði hann, “viltu tala við
mig eitt augnablik, Sylvía?”
Hún hreyfði sig ekki.
“Viltu bara hlusta á það, sem eg ætla að
segja þérf Ef þú ert ákveðin að vilja ekki
tala við mig, þá gefðu mér bara merki með
hendinni, og ef þú vilt tala við mig ...”
Nú leit hún á hann. “Jim,” sagði hún,
“manstu eftir hundinum, sem eg átti einu
sinni; hann hét Charlie?”
Það fór titringur um hann af að heyra
málróm hennar. Svo mikil áhrif hafði það,
að hún skyldi svara honum, þrátt fyrir það
þótt röddin væri jökulköld.
“Eg man vel eftir honum. Það var fjár-
hundur. ”
“Þú manst kanske líka, að eg sá ákaf-
lega eftir honum, þegar hann drapst. Þú
sag^ir, að það myndi líða frá, og eg mundi
gleyma honum. Það leið fyrst frá, þegar
mér var sagt, að hann hefði bitið féð til
dauða. Þegar eg vissi það, drap sú frétt allar
mínar góðu og vingjarnlegu ,tilfinningar
gagnvart honum. Upp frá því datt mér hann
aldrei í hug án vesalings litlu lambanna og
kindanna, sem hann hefði bitið á barkann í
grimdaræði sínu. Og þannig hugsa eg núna
um þig. Þegar eg heyrði, hvemig þú hafðir
komið fram við Tom Converse, drap það al-
gjörlega þær tilfinningar, er eg bar til þín.
Eg sá fortíð þína, og alt í einu voru það ótelj-
andi atvik, sem sýndu mér, hverslags maður
þú ert. Eg hafi heyrt margt áður, en aldrei
lagt eyrun að því. Nú stendur það mér alt
skýrt fyrir hugskotssjónum. Og það er
sannleikurinn, að það er ekkert gott, sem eg
man í sambandi við þig. Ekkert. Hjá mér
ert ]>ú dauður.”
Ef hún hefði verið áköf og ásakandi,
hefði hann kanske huggað sig við, að hún
hefði þó svarað. En það, á hvern hátt hún
talaði, kom honum til að hopa ögn aftur á bak
og beygja höfuð og herðar eins og heljar
þungu oki hefði verið slengt á hann.
Sylvía sá það og gat ekki annað en undr-
ast, að maður með hans skapgerð gæti borið
miklar tilfinningar til konu.
Það leið góð stund áður en hann kom
upp nokkru orði.
“EÍ þú aðeins vilt hlusta á mig, Sylvía,
þá held eg . . .”
“Getur þú ekki skilið, að það þýðir ekk-
ert að reyna að snúa sig út úr þessu,” sagði
hún hraðmælt eins og hún vildi losa hann við
l>á kvöl, sem það mundi valda honum að tala
um þetta mál.
“Eg er ekki að hugsa um að ljúga að
þér,” sagði Skugginn hægt, um leið og hann
lyfti höfðinu með erfiðismunum og reyndi
að bera sig eins og áður. “Þótt eg vissi, að
lygi gæti unnið álit þitt á mér, mundi eg ekki
nota mér það, Sylvía. Það, sem eg hefi unnið
á móti Tom Converse, er kanske rangt. Eg
veit það ekki, en það getur vel verið. Eg
krefst ekki, að þú lítir á það öðru vísi en
þú gerir núna, og þegar þú lítur yfir minn
æfiferil, lítur hann ekki vel út í þínum aug-
um. En Sylvía, það er eitt, sem er hreinn
sannleikur og mun ætíð verða. Eg elska þig.
Hvernig sem eg er á öðrum sviðum, er eg þar
fölskvalauS. Eg elska þig, Sylvía. Hugs-
anirnar um þig hafa altaf verið það góða í
mér, og eg veit, að eg get aldrei gleymt þér.
Hefir það alls enga þýðingu fyrir þig?”
“Ef eg á að vera alveg hreinskilnin, verð
eg að játa, að það hefir þýðingu,” svaraði
hún. “Það hefir skift mig svo miklu máli
þessi ár, að eg hefi lagt mína heilbrigðu
skynsemi á hilluna og reynt að hugsa aðeins
])að bezta um þig. Eln framkoma þín gagn-
vart Tom Converse er lokaþátturinn. Og nú
er tjaldið fallið.”
“Bara að fjandinn tæki þenna Tom Con-
verse,” sagði Skugginn með saman bitnum
tönnum. “Ef sá náungi hefði ekki haft svo
mikla vitglóru, að . . .”
“Þú skalt ekki segja meira,” tók Sylvía
fram í fyrir honum. “Æ, Jim, þú veist ekki
hvað þessi orð segja mér. Þú hatar hann, af
því þú veist, að hann er betri en þú.”
“Betrif” svaraði Skugginn. “Já, betri
til að fara með í skógarför. Ein þegar eg hitti
hann ...”
‘ ‘ Þegar þú hittir hann og stendur augliti
íil auglitis við hann,” sagði unga stúlkan á-
köf, “þá munt þú liggja eins ogsveskja.”
“Aldrei . . . aldrei . . .!”
“Þú munt gera það, Jim, því Tom er
sterkari en þú. ”
“Sterkarif Hvaða þýðingu hefir það,
hvor er sterkari. Það er bara að vera snar í
súningum og viss.”
“Hann er hvorttveggja. Skoðaðu þinn
innri mann, Jim. Þú verður að játa, að þú
ert hræddur við hann. Hugsunin um hann
leggur þig í einelti — og skelfir þig. ”
“Hver segir þaðf” sagði Skugginn og
færðist ofurlítið í herðamar.
“Eg sé það á andlitinu á þér, Jim,”
sagði unga stúlkan blátt áfram. “Þú berð
ekki höfuðið jafn hátt og áður; þegar fólk
talar um þig, þá horfirðu niður fyrir þig. Þú
ert óstyrkur í taugunum og skjálfhentur. ”
‘ ‘ Hönd mín er nógu styrk, er hún heldur
á byssu.”
‘ ‘ En ekki þegar þú mætir honum. ’ ’
“Sylvía, eg held næstum, að þú óskir
eftir að hann drepi mig. Er það tilfellið.”
“Eg vona að hann moli þig niður,”
svaraði hún. “0g það mun hann líka gera.
lig vona það, því annars veit eg, að þú fylgir
bonum eftir með öllu þínu hatri og reynir
jafnvel að myrðá hann á laun.”
Hann var orðinn mjallhvítur í andlitinu,
og hatur og afbrýðissemi hömuðust í honum,
svo hann titraði.
“Eg get hugsað, að það högg, sem hann
fær, hitti þig, líka, Sylvía. Er það sattf”
“Já,” svaraði hún reiðilega.
“Þú ert skotin í honum — ertu þaðf ”
“Skotinf Eg hugsa — eg hu'gsa, að eg
elski hann.”
“Eftir að hafa séð hann einu sinni f”
“Hvað heldurðu sé nauðsynlegt að sjást
oft ? Eg hefi séð þig mörgum smnum og alt-
af hefir eitthvaið verið í veginum. Hann
hefi eg aðeins séð einu sinni og okkur fanst
báðum að við höfðum þekst lengi. Ó! Jim,
bara þú hefðir átt einn neista af öllum hans
leiðarleik og hreinskilni, þá værir þú annar
maður. Hann setti líf sitt í hættu við að
brjótast inn í fangelsi og frelsa mann — að-
eins af því stúlka, sem hann ekki þekti ...”
‘ ‘ Hann er vitlaus, og það er alt og sumt. ’ ’
“En þú varst hræddur við að gera til-
raun — þótt það væri fyrir stúlku, sem þú
sagðist elska, — þótt það væri það, sem hún
krafðist fyrir ást sína.”
Hann þagði lengi áður en hann sagði
orð.
“Ef eg nú dræpi hannf” sagði hann að
lokum með ógnandi röddu.
“Þá mundi eg fá mann til að hefna hans.
Sjálf mundi eg líka hjálpa til að hefna hans.”
Af hreimnum, sem var í rödd hennar,
skildi hann, að hér stoðuðu engin orð. Hann
sneri því á brott.
XXXI.
Gildran.
Jim Cochrane fanst þessa stundina, að
hann gæti ekki litið upp á nokkurn mann.
Auðmýktin, hatrið, afbrýðissemin og hið
tapaða vald hans brann í honum sem eldur.
Hann gekk eins og í blindni og stóð svo
stundarkorn og lét ennið hvíla við rakan
trjástofn.
Þegar hann var búinn að jafna sig svo-
lítið, sneri hann aftur til bálsins og kastaði
sprekum á það, svo það blossaði upp aftur.
Hinn mikli hiti kom hinum til að rumska og
velta sér f jær.
Skugginn leit þá méð hatursfullu augna-
ráði. Ef þeir vissu, hver hann væri —•
hversu fljótir mundu þeir þá vera, að stökkva
á fætur! Hversu snarir að ráðast á hann! En
í staðinn þakti hann og gætti þess, að þeir
ofkældust ekki.
Hann leit af einum á annan. Honum
sýndist, að Algie Thomas, sem sat með höf-
uðið fram á hendur sér og studdi olnbogunum
á hnén, hefði nýlega hreyft sig. Það voru
einkennilegar stellingar, sem hann var í, sem
varla gátu verið eðlilegar í svefni.
Skugginn beit sig í vörina. Hann áleit
sheriffann andstæðing og óvin, sem hægt væri
að óttast; óvin, sem var annarar tegundar en
hinir. Hann hafði óljósan grun um, að sher-
iffinn væri vakandi, og jafnvel að hann hefði
vakað lengi, hefði haft gætur á honum og
reynt að hlusta eftir því, sem fór á milli
Sylvíu og hans. Hann horfði á hann fullur
af hatri, sneri sér svo við í þeirri trú, að
hann svæfi.
Um leið og Skugginn sneri bakinu að,
hreyfði Algie Thomas sig þannig, að hann
gat séð yfir svæðið. Undir hinum þungu,
ioðnu augnabrúnum leit hann vendilega á
þennan kynlega Jim Cochrane. Hann sá
hann ganga aftur yfir til Sylvíu Rann, en nú
var hún sofnuð. Þrátt fyrir alla geðshrær-
inguna og æsandi samræðu sína við Skugg-
ann, þá svaf hún núna. Hún hallaði sér aftur
á bak upp að trú. Skugginn beygði sig niður
og tók frakkalöfin á kápu hennar og vafði þau
varlega utan um hana. Gamli sheriffinn sá
svo mikið, að hann hristi höfuðið steinhissa.
Þegar Skugginn sneri við, virtist sheriffinn
sofa sem fyr með höfuðiö niður í gaupnir sér.
Skugginn hafði snúið sér alt í einu við,
grunsamur um, að einhver væri að njósna.
Hann leit sem fyr mann af manni. Hans
merkilega eðlishvöt hafði sagt honum, að
auga væri haft á honum. Svo viss var hann
um það, að hann hefði næstum getað svarið
það.
En það var ekkert að sjá. Ekkert að
hræðast. Hann sneri sér að bálinu og horfði
hugsandi inn í eldinn. Ef sézt hefði vottur
þess, að njósnað væisj. um hann, hefði hann
þrifið riffilinn og skotið þá næstu, hlaupið
svo inn í skóginn. Það gæti hann leikið eins
og að drekka vatn. En gamli sheriffinn sat
þannig, að byssan var svo nálægt honum, ,að
hann gat verið snar að grípa til hennar, ef
með þyrfti. Svaf þessi gamli refur eða hafði-
hann vakaðf
Skugginn leit yfir hina. Þarna lá Harry
Lang, en skamt frá var Chuch Parker.
Þarna lágu þessir tveir menn, sem hann
hafði svarið að drepa. Ef hann læddist inn
í myrkrið á milli trjánna og sendi þeim kúlu
þaðan og slyppi svo burt í öllu uppnáminu!
Nei, það var það sama og viðurkenna hver
hann væri. ’Saga Sylvíu væri sönnuð, Toin
Converse væri frjáls og eflaust hyltur sem
hetja.
Líklegast var skynsamlegast að halda
sér í skef jum og með þessum hóp, hjálpa þeim
að ná í flóttamanninn og svo seinna hefna
sín á hinum tveim? Það var hægur vandi,
ef hann einungis var nógu varkár. Dauði
Tom Converse myndi kremja hjarta Sylvíu
— þá mundi honum líka líða betur.
■ Hann gekk til þessara tveggja manna,
beygði sig niður að þeim. Fundu þeir á sér
þá hættu, sem þeir voru í! Höfðu þeir þess-
vegna lagst svo nálægt hvor öðrum? Hvorn
þeirra átti hann að taka fyrst?
Þann, sem var haútuminni. Hann ýtti
við Harry Lang með tánni. Maðurinn rauk
upp og á fætur í óskiljanlegum flýti. Hann
starði, blés og fálmaði eftir skammbyssunni
með felmturssvip.
“Þetta er sá versti draumur, sem mig
hefir dreymt,” sagði Harry Lang og greip
andann á lofti. “Eg hélt . . . eg hélt ...”
“Lof mér að heyra, hvað þú hélst,” sagði
Skugginn með örvandi brosi. “Þú munt
sanna, að það er betra að segja það einhverj-
um. Þá dreymir þig ekki þannig aftur.”
“Það var um þig, Jim Cochrane,” sagði
Lang alveg utan við sig. “Mig dreymdi, að
eg var að slást við þig, og alt í einu varð eg
alveg máttlaus, svo eg gat hvorki hreyft hönd
né fót. Eg gat ekki hreyft mig af staðnum,
og þú stóðst við hlið mína og hlóst að mér.
Svo vakna eg, og það fyrsta, sem eg sé, er
andlit þitt. Og þú stóðst alveg eins og í
draumnum og glottir.”
Hann endaði frásögnina með uppgerðar-
hlátri, ]>ví auðséð var, að enn var hann ekki
búinn að jafna sig eftir drauminn.
“Við skulum heldur labba spottakorn,”
sagði Skugginn, “þá skal eg sýna þyr svo-
lítið, sem fær þig til að gleyma draumnum.
Gerum það, Lang, mér hefir dottið dálítið í
hug, eg hefi gaman af að heyra, hvað þú segir
um það.”
“Dottið í hug — á þessum tíma nætur?”
“Þó það sé nótt, getur ýmislegt komið í
huga manns. Maður hugsar mest í myrkri.”
“Jæja, hvað er það þá?” sagði Harry
Lang með sama gremjulega rómnum og
Skugginn hafði talað.
“Það skal eg segja þér,” sagði Skugg-
inn vingjarnlegri. “Eg hefi verið að hugsa
um, hvað tveir karlmenn gætu, ef þeir litu
í kringum sig, ef við athuguðum lítið eitt ná-
grennið hér við okkur. Maður veit aldrei
Mvað kynni að koma í leitirnar.”
“Hvað ættum við svo sem að finna?”
sagði Lang önugur.
“Til dæmis Skuggann.”
“Hvað segirðu . . .?
“Já, eg sagði Skuggann.”
“Gætum við nú fundið hann að nætur-
lagi?”
“Hlustaðu nú,” sagði Jim Cochrane.
“Eg veit vel um hvað þú ert að hugsa, og eg
renni grun í, hvað hinir halda — að það þýði
ekki neitt að halda áfram fyr en snemma í
íyrramálið. En hefir þér dottið það í hug,
að Skugginn er alvég viss um það, að við
hugsum þannig um hann. Hann veit, að það
stoðar okkur ekki að reyna við hann, þegar
við ekki getum séð hann. Við munum bíða
þar til dagar og það sama mun hann gera.
Hann er ekki svo heimskur, að hann fari að
hringsóla í skóginum einungis til að þreyta
sjálfan sig.”
“Afram — hvað meir?” Sagði Harry
Lang og hnyklaði brýrnar forvitnislega. “Þú
heldur kanske, að hann muni geta sér til,
hvað við hugsum, og haga sér alveg á sama
hátt og við ? Að hann muni hvíla sig og hest
sinn hér í skóginum, þar til í fyrramálið?”
“Nú segir þú einmitt það, sem mér datt
í hug,” sagði Skugginn.
“Það getur nú verið mikil áhætta fyrir
hann.”
“Er Skugginn kanske vanur að forðast
hættuna?”
“Nei, vissulega ekki.”
Það var á takmörkunum, að Jim Coch-
rane gæti stilt sig um að brosa, þegar hann
sá, hvernig fórnardýr hans gekk inn í gildr-
una. Aætlun hans var komin vel á veg.
Hann mundi tæla Lang út í myrkrið 1 þeim til-
gangi að ráðast á Skuggann. Þegar þeir
voru komnir svo langt í burtu, að ekki væri
hljóðbært á milli, mundi hann opna augun á
Lang og segja honum, hver hann væri. Svo
gefa honum eina kúlu í mitt ennið alveg eins
og Jess Shermann — þá fyrst hefðu þeir
jafnað reikninginn.
“Komdu þá,” ítrekaði Skugginn.
“ Væri ekki betra að við færum þrír?”
“Hvers vegna?”
“ Af því við förum á móti Skugganum.’’
Cochrane hló háðslega. ‘ ‘ Eigum við ekki
helzt að vekja alla og biðja þá að koma?”
spurði hann stríðnislega. “Eg hugsaði, að
ef við værum tveir, þá værum við líka tveir
um heiðurinn. Þar að auki er miklu betra
fyrir tvo að læðast að honum.”
“Það getur verið,” tautaði hinn, en var
auðsjáanlega ekkert um þetta verk, sem Jim
stakk upp á.
En svo tók hann sig á og setti í sig hug-
rekki. “ Já, já, við skulum reyna. Eg er til,
félagi. Af stað. Bn áður en við leggjum af
stað, þá — hér er hönd mín. Eg skal reynast
þér trúr til hins síðasta, ef við skyldum hitta
hann.”
Skugginn sló glaðlega hendinni til hlið-
ar.
“Hvað eiga eiginlega öll þessi hátíðleg-
heit að þýða?” sagði hann. “Þetta er smá-
vegis skemtiatriði, en ekki jarðarför.”
Með lágu blístri gekk hann út í myrkrið
og Lang við hlið honum.