Lögberg - 06.10.1938, Blaðsíða 2
o
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. OKTÓBER, 1938
MINNINGARORÐ
Björn B. Johnson
22. jÚH 1869--21. jÚlí 1938
“ Að heilsast og kveðjast,
það er lífsins saga.”
Einn eftir annan hverfa þeir út yfir landamærin, synir
íslands, er hingað komu til lands snemma á tíÖ landnámsins
vestræna; skarð þeirra mun lengi “opit ok ófult standa.”
ViÖ, sem lengi vorum ihandgengnir Birni heitnum, finnum
til þess með djúpum og einlægum söknuði, hve fáskrúðugra er
nú miklu í umhverfinu eftir brottför hans af vettvangi þessa
jarðneska lifs; hve sjálf lífsgleðin hefir mist mikils við fráfall
hans, þessa heilsteypta íslendings, er öllum vildi gott gera á
lífsleiðinni og allsstaðar kom fram til góðs.
Björn B. Johnson var fæddur á Svínabökkum í Vopna-
firði þann 22. dag júlímánaðar árið 1869. Foreldrar hans voru
þau hjónin Björn Jónsson og Guðný Björnsdóttir; inóður sína
misti Björn þá hann var fimm vetra. Árið 1885 kvæntist Jón
faðir Björns í annað sinn oggekk að eiga Guðrúnu Grímsdóttur,
ættaða úr Reykjadal í Suður-Þngeyjarþingi, og með þeim flutt-
ist hann vestur um haf 1892; gekk stjúpmóðir hans, sem var
stórmerk kona, honum i góðrar móður stað; hafa þau Jón og
Guðrún nú fyrir alllöngu safnast til feðra sinna.
Er vestur kom, tók f jölskyldan sér bólfestu á Gimli; stund-
aði Björn þar jafnan fiskiveiðar við góðum árangri; komst
hann yfir efni langt um fram það, er alment gerist við slík
störf; var hann þó manna hjálpfúsastur og örlátur á fé til al-
mennings þarfa; hann var hagsýnn maður, er vel kunni að fara
með sitt.
Af systkinum Björns eru þessi á lífi: Stefanía, (Mrs. Mc-
, Ritchie) í Winnipeg, en hálfsystkini, John B. Johnson, bóndi
og fiskimaður á Birkinesi við Gimli; Guðrún Björg (Mrs. W.
J. Árnason), Gimli og Guðmundur Július, hárskurðarmaður, bú-
settur i Wnnipeg. Öll eru systkinin úrvalsfólk eins og þau eiga
kyn til í báðar ættir.
Björn B. Johnson var fríður maður sýnum. og karlmann-
legur; hann var drengilegur í fasi, glaður í góðvina hóp, þó
endrarnær hvíldi yfir honum mildur þunglyndisblær; ókvæntur
var hann, og að því leyti einn síns liðs, en vini átti hann marga,
ur unu honum sem bróður. Björn var maður vinfastur og
hyggjuhreinn; óheilinda varð ekki vart í skapgerð hans.
Björn B. Johnson var félagslyndur maður; menningar-
samtök íslendinga á Gimli standa við han'n í djúpri þakkar-
skuld, svo sem Gimli söfnuður og Lestrarfélagið; hann hafði
yndi af söng og fegurð hins íslenzka ljóðs. Islandi unni hann
hugástum.
Að Birni heitnurn hafi verið hugarhaldið um að láta gott
af sér leiða, sannast ljóslegast af erfðaskrá hans, þar sem hann
ánafnaði Gimlibæ freklega þrettán þúsundir dala til stofnunar
sjúkrahúss þar á staðnum. Skapaði hann með þvi fagurt for-
dæmi.
Siðustu 27 ár æfinnar var Björn til heimilis hjá þeim
Oddi bónda Anderson og frú hans á bæ þeim, sem kallast á
Vigri í grend við Gimliþorp; var hann trúnaðarvinur þeirrar
f jölskyldu, og fann sig þar ávalt heima.
Björn B,. Johnon lézt á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg,
21. júlí síðastliðinn, eftir skamma legu. tJtför hans, sem fram
fór þann 25. s. m., hófst með húskveðju á Andersons-heimilinu,
en siðan frá kirkju Gimli safnaðar að viðstöddu f jölmenni
miklu. Séra Bjarni A. Bjarnason jarðsöng. Hinar jarðnesku
leifar Björns B,. Johnsons voru lagðar til hinztu hvíldar í Víði-
nesgrafreit, þar sem faðir hans og stjúpa bera beinin.
Vertu sæll, tryggljmdi og góði vinur; hafðu þökk fyrir
alt og alt!
Einar P. Jónsson.
Skeiðarársandur
Örœfaferð Ferðafclagsins V_.
áftir Arna Óla
Skeíðarársjökull blasir vel við
frá Skaftafelli. Hann tekur mikl-
um breytingum við hvert hlaup.
A undan hlaupunum hækkar hann,
og segja Öræfingar, að hann bólgni
upp. En hversu miklu sú hækkun
nemur, verður ekki sagt, því að frá
Skaftafelli verður ekki miðað við
neitt nema Lómagnúp, hvað mikið
sezt á hann yfir jökulinn. Oddur i
Bölta sagði mér að jökullinn hefði
lækkað mjög mikið eftir hlaupið í
vor.
Eg spurði hann að því, hvar
hlaupið hefði komið undan jöklin
um, en hann svaraði að það
hefði komið undan honum
öllum, aðeins misjafnlega rhikið.
Þetta mátti vel sjá heiman frá bæn-
um. Þar se:n stærstu útrásirnar
höfðu verið, voru skörð framan i
jökulinn, því að þar hafði brotnað
úr honum. Þetta sáum vér þó alt
betur, þegar vér fórum yfir sandinn,
og að það var rétt, sem Oddur sagði,
að hlaupið hafði komið undan öllum
jöklinum.
Nú er jökullinn um 25—30 km.
breiður þar sem hann flest fram á
sandinn og geta nlenn nokkuð af þvi
tnarkað, hve geisilegt vatnsmagn
hefir hlaupið fram undan honum.
Og þó skilja þeir það enn betur, er
þeir athuga það, að flóðið var víða
svo djúpt, að það bar langt fram á
sand borgarísjaka, sem voru eins og
stærstu hús.
Hvernig stnedur nú á því, að
Skeiðarárhlaupin haga sér þannig,
að þau koma ekki fram á vissum
stöðum, heldur alls staðar undan
jöklinum ?
Þegar eg heyrði að jökullinn
hækkaði á undan hlaupunum, en
lækkaði eftir þau, fanst mér svarið
liggja nærhendis.
Einhvers staðar lengst norður í
Vatnajökli (ef til vill í Grímsvötn-
um) er jarðhiti, svo að jökullinn
bráðnar að neðan, og smám saman
eykst vatnið í þeirri hvelfingu, sem
myndast. Það leitar á hallann og
eftir því sem vatnsþunginn verður
meiri, þjappast neðsta vatnið sam-
an og fær margfalt lyftiafl, líkt og
dúnkraftar, og lyftir jöklinum upp-
Á undan sér ekur það sandi, möl og
lausagrjóti, sem jökullinn hefir mol-
að undir sig, og notar það sem meit-
il til þess að losa jökulinn frá jarð-
veginum. Þannig heldur það áfram
á hallann, unz það kemst undir
Skeiðarárjökul og lyftir honum bók-
staflega öllum upp, svo að hann er á
floti. Og um leið og jökulsporður-
inn lyftist, brýst hið ægilega flóð
fram undan honum öllum. Hvað
vatnsmagnið er mikið, getur enginn
sagt. Ef til vill er það álíka sopi
og er í Þingvallavatni, ef til vil!
miklu meira.
Ýmsir munu nú ætla, að skrið-
jökullinn ætti allur að hlaupa fram,
ef hann væri á floti. En ástæðan
til þess, að hann gerir það ekki, er
sú að undir honum eru ýmsar mis-
hæðir og klettar, sem hann hangir á.
Þessar mishæðir og kletta sverfur
jökullinn jafnt og þétt, og þess
vegna getur farið svo einhvern tima,
að ekkert hald verði í þeim lengur.
að vatnið lyfti jöklinum upp af oTl-
um mishæðum og fleyti honum fr^m
á sandinn.
Þegar vatnið er hlaupið undan
jöklinum, sígur hann smátt og smátt
í sitt sama far aftur, og þá er eins
og Lómagnúpur hækki að sjá frá
Skaftafelli. En eftir hvert hlaup
hefir sandurinn hækkað- Ofan á
hann hafa hlaðist öll þau kynstur af
ruðningi, sem jökullinn hafði malað
undir sig. Með þessu áframhaldi
hlýtur að reka að því, að Skeiðará
verður að grafa sig niður, likt og
Jökulsá á Sólheimasandi. Nú
kvíslast hún sitt á hvað og er altaf
að breyta sér.
♦ ♦
Vér lögðum á stað árla morguns
frá Skaftafelli, en gáfum oss þó
tíma til að borða vel áður, því að
enga hressingu var að fá á allri
leiðinni vestur að Núpstað í Fljóts-
hverfi. Enginn hygginn maður
leggur ómettur á Skeiðarársand, og
enginn vanur ferðamaður fer nestis-
laus á sandinn.
Veður var gott, en ekki vel bjart.
Tveir menn höfðu verið sendir á
undan til þess að ryðja veg yfir
Skeiðarárjökul fyrir upptök árinn-
ar, því að hún var ófær.
Leiðin liggur upp frá Skaftafelli
framan í þverhnýptri og gríðarhárri
skógivaxinni brekku. Er víðast
hvar ekki nema einstígi og seinfarið
vegna ótal skorninga. Þó er leiðin
skemtileg og fagurt útsýni þar inn
yfir Morsárdal og Morsárdalsjökul.
Er jökullinn káflega einkennilegur
tilsýndar, þegar maður sér niður á
hann. Eftir honum endilöngum er
“rönd,” en jökullinn er allur í smá
bylgjum og engu líkari heldur en
dálki úr fiski. Komið er niður úr
brekkunum fremst í Morsárdal og
farið þar yfir Morsá, sem stundum
getur verið allvond, en var nú sæmi-
leg. Norðan við sandinn og inn af
Jökulfelli, blasir nú við skógi vaxin
hlíð. Þarna er hinn frægi Bæjar-
staðaskógur, sem nefndur hefir ver-
ið hinn eini frumskógur á íslandi.
Vér höfðum öll hlakkað til að
koma í skóginn, en vorum svo ó-
heppin, að -blautt var í honum. Þó
gengum vér þar nokkuð um og dáð-
umst að hinum háu og beinvöxnu
trjám. Skógurinn var girtur fyrir
tveimur eða þremur árum, og er nú
komið kafgresi í hann, en það sást
ekki áður, meðan fé gekk í honum.
Uppblástur hefir einnig minkað síð-
an hann var friðaður, en þó eru enn
ljót moldarbörð í brúnum skógarins.
Það er undir því komið hvort hægt
er að græða upp þessi moldarbörð,
og hefta uppblástur, hvort mönnum,
tekst að bjarga skóginum, en til þess
eru taldar allmiklar líkur-
Úr skóginum liggur leiðin með
rótum Jökulfells. Þar í hlíðinni er
heit uppspretta, hin eina, sem nú
finst í sýslunni. I Jökulfelli má sjá
smákofa á víð og dreif. Það eru
sauðakofar þeirra Skaftfellinga.
Hér ganga sauðir þeirra svo að segja
sjálfala allan ársins hring, en kof-
arnir eru til þess að þeir geti leitað
húsaskjóls í hretviðrum.
I krika, sem myndast milli Jökul-
fjöllsins og( Skeið'arár j ökuls, 1 á
Skeiðará nú upptök sín. Kemur
hún þar fossandi undan háum jökul-
hamri. Farið er nokkuð inn fyrir
þennan hamar og þar upp á jökul-
inn. Er hann heldur en ekki óá-
rennilegur, snarbrattur og sprung-
inn, með kolsvörtum trjónum og
strýtum, sporðreistum ísflögum og
“álfavökum.” Þeir, sem á undan
fóru höfðu höggvið spor í bratt-
ann og afmarkað leiðina yfir jökul-
inn með skógarhríslu við hverja
beygju- En beygjurnar voru marg-
ar, því að krækja þurfti fyrir
sprungur fram og aftur, fram hjá
jökullhryggjum og kvosum. Eina
bótin var sú, að jökulleiðin var ekki
löng.
Það var fremur glæfralegt að
fara með óskaflajárnaða hesta upp
snarbratta jökulkinnina, því að tæp-
lega var hestunum ætlandi að þeir
hefðu vit á því að stíga í sporin,
scm -höggvin höfðu verið. Og ef
hesti varð fótaskortur, var viðbúið
að hann sentist fram af jöklinum
og niður í hylinn. Sömu leið gat
farið sá, sem, teymdi hestinn.
Þetta gekk nú samt alt slysalaust.
Jökullinn var svo meir, að það
markað fyrir hóf, en á spretti urðu
hestarnir að fara upp fyrsta bratt-
ann. Var svo þrædd sporaslóð og
tognaði svo úr lestinni, að menn sáu
ekki hver til annars nema með höpp-
um og glöppum, vegna þess hvað
jökullinn var ósléttur.
Þegar þessi torfæran var yfir-
stigin, átti ekki nema ein að vera
eftir — Núpsvötn. Það var nú ekki
rétt, því að allur Skeiðarársandur
mátti -heita en torfæra- Er hann
svo umturnaður ef-tir hlaupið mikla
í vor, að hann er í rauninni varla
hættulegur. Það er nærri þvi eins
og sandurinn ihafi bylst um í jarð-
skjálfta. Hraukar og hólar, kvosir
og hrannir eru um alt og inn á -milli
^standa ísjakar upp úr, sums staðar
með stuttu millibili, annars staðar
á dreif. Eru þeir mismunandi stór-
ir, en sumir þó eins og stærðarhús.
Þó eru þeir hálfir sokknir í sand,
eða meira, og sólin hefir'verið að
bræða þá í alt sumar. Þeir hafa þvi
ekki verið nein smásmíð þegar
hlaupið skildi við þá. Umhverfis
þá hafa myndast djúpar kvosir með
kviksyndi. Sumstaðar eru jakarnir
alveg horfnir i sandinn og ekki eftir
annað en þessar sandbleytukvosir.
Það eru þær, sem -hættulegastar eru
vegfaranda. Smám saman skeflir
þurum sandi yfir kvosirnar eða
pyttana og myndar hann þunna skán
ofan á þeim- Ekki sézt fyrir hvar
þeir eru, en ef einhver ríður út á
þá, sekkur -hann þar niður og er
dauðinn vís. Þannig fórst einu
sinni maður frá Skaftafelli, er hann
reið dálítið út fyrir slóðina. Sökk
hann niður ásamt hestinum, og kom
hvorugur upp aftur.
Á miðjum sandinum er sæluhús;
Þegar það var reist, var því valinn
hæsti staðurinn. En síðan hafa
hlaup farið báðum megin við það
og hækkað upp sandinn, svo að nú
stendur sæluhúsið í lægð. í sælt.-
húsinu er gestabók og þar rituðum
vér öll nöfn vor til’minnis um fyrstu
skemtiferð Ferðafélagsins um þess-
ar slóðir.
Ekkert stingandi strá sézt á öll-
um sandinum vatnanna milli. Leiðin
liggur skamt frá jökulsporðinum og
er hin ömurlegasta sem hægt er að
hugsa sér. Stefnan er á Lómagnúp
þetta fagra og sérkennilega fjall,
sem endar í geisiháum lóðréttum
hamravegg.
Hannes á Núpstað kom á móti
oss austur yfir Núpsvötnin til þess
að fylgja oss yfir þau. Veitti ekki
af því. Voru Núpsvötnin bæði Ijót
og leið yfirferðar, og langversta
ZIGZAG
Orvals pappír í úrvals bók
5'
5'
2 Tegundir
SVÖRT KAPA
Hinn upprunalegi þ u*n n i
vindlinga pappír, sem flestir,
er reykja “Roll Your Own”
nota. BiSjitS um
“ZIG-ZAG” Black Cover
BLA KAPA
“Egyptien’’ úrvals, h v í t u r
vindlinga pappír — brennur
sjálfkrafa — og gerir vindl-
ingana eins og þeir væri
vafSir S verksmitSju. BiÍSjiS
um
“ZIG-ZAG” Blue Cover
vatnsfallið, sem vér þurftum að fara
yfir á allri leiðinni, varð að selflytja
fólkið yfir og fara ýmist niður eða
upp eftir fljótinu í krákustígum til
þess að finna bezta vaðið, Tók
yfirferðin þvi all langan tíma.
Gunnar Gunnarsson skáld kvað svo
eitt sinn:
Skjökti eg yfir Skeiðarársand
og skemti mér eftir vonum,
og er nú kominn lífs á land
úr ljótu Núpsvötnonum.
Það voru blessuð viðbrigði að
h-afa jökulinn að baki sér og ríða
aftur yfir grænar grundir undir
himingnæfandi fjöllum- Á Núp-
stað er einkennilega fagurt. Þar
gistum vér öll um nóttina í bezta
beina, og hafði fólkið þó ekki getað
búið sig neitt undir komu vora, því
að ætlunin hafði verið að gista á
Kálf-afelli. Þangað átti bíll frá
Reykjavik að koma á móti oss.
Lengra komast bílar ekki, því að
Djúpá ,sem fellur skamt fyrir aust-
an Kálfafell, er óbrúuð og ófær
bilum.
Frá Núpstað héldum vér árla
morguns. Farið var dálitið upp
með Djúpá til að skoða hana þar
sem hún fellur í foss og þröngum
gljúfrum og er all hrikaleg. En
það stóðst á endum að bíllinn var
kominn að Kálfafelli er vér riðum
þar -heim. Urðum vér nú að kveðja
hestana okkar og gerði margur það
með söknuði, því að ólíkt skemti-
legra er að ferðast á hestum heldur
en bílum, að þeim alveg ólöstuðum.
Og þar sem vér stigum á bílinn
læt eg ferðasögunni lokið.
♦ ♦
Eg hefi lítið minst á fólkið, sem
vér kyntumst í þessari ferð- Ýmsir
hafa spurt mig að því, hvort það
sé ekki hjárænulegt og óframfærið
og beri utan á sér öll merki fásinnis
og einangrunar.
Svarið við þeirri spurningu er
þvert nei. Fólkið er blátt áfram
og frjálsmannlegt. Það er enginn
kotungsbragur á því, og engan am-
lóðahátt að sjá i fari þess. Þvert á
móti. Það stendur framar fólki í
mörgum héruðum. NJá þar t. d.
nefna það, að rafmagnsstöðvar eru
á fjölda mörgurn bæjum, og raf-
magnið notað til ljósa, hita, suðu
o. fl- Ræktun er góð, og búskapur
ágætur víðast hvar, að eg held. Að
minsta kosti má kall-a að vér sætum
í veizlu allan tlmann, hvar sem vér
vorum. Hið eina, sem máske mætti
setja út á fólkið er að það sé ný-
unfíagjarnara en vel fari, eins og
t. d. þegar ungu stúlkurnar í Suður-
sveit panta sér skíðabúninga héðan
úr Reykjavík tl þe§s að vera í þeim
þegar þær fara til kirkju eða á dans-
leika I En það er mannlegt að láta
leiðast á villugötur af hinni viðsjálu
tízku, þegar menn þekkja ekki allar
kenjar hennar.
Að Iokum vil eg þakka fyrir mína
hönd og ferðgíélaganna, öllum þeim,
sem greiddu, götu vora á þessu
ferðalági og tóku á móti oss með
sannkallaðri risnu og álúð.
—Lesbók Mbl.
Marco Polo
Marco Polo er einn þeirra frægu
manna sögunnar, sem flestir hafa
heyrt getið um, en fáir kunna nánari
deili á. Menn setja nafn hans i
samband við merkilegar landkönn-
unarferðir, en muna óljóst hvert
hann ferðaðist- Og hvenær var mað-
urinn uppi og hvaðan var hann?—
—Við skulum svara síðustu
spurningunni fyrst. Marco Polo var
Feneyjabúi og ólst upp í hinu glæsta
kaupmannalýðveldi við Adríahaf, er
það stóð sem hæst að auð og völd-
um eftir krossferðirnar. Hann
fæddist árið 1254 og var af ætt
kaupmanna, sem fengið höfðu aðals-
tign og átt eitt af mestu verzlunar-
fyrirtækjum borgarinnar í nokkur
hundruð ár. Rétt eftir að Marco
fæddist höfðu þeir lagt í kaupferð
faðir hans og föðurbróðir. Fyrstu
sex árin höfðu þeir dvalið í Tyrk-
landi og skrifað -heim að jafnaði en
eftir að þeir fóru frá Miklagarði
austur á bóginn hætti að heyrast frá
þeim. Fólk hélt þá dauða, og það
var ekki nema Marco einn, sem
trúði því fastlega, að þeir kæmi
fram aftur.
Vissulega hefir Marco oft skimað
eftir skipi föður síns, þegar hann
lék sér sem barn hjá stórverzlunum
og birgðahúsunum við Canale
Grande, en þar höfnuðu kaupskipin
sig er þau komu úr langferðum,
hlaðin verðmætum flutningi. Og
svo var það einn daginn árið 1269,
að undrið skeði, sem fæstir voru
hættir að trúa á: Á land stigu tveir
sólbrendir og útiteknir menn í hin-
um undursamlegustu klæðum —
Nicolo og Maffeo Polo voru komnir
heim aftur eftir fimtán ára útivist.
Enginn hlýddi með meiri eftir-
tekt á þá kynlegu ferðasögu, sem
þeir höfðu að segja, en Marco. Þeir
höfðu siglt frá Miklagarði yfir
Svartahaf til Soldaia á Krimskaga,
til þess að leita að nýjum vörum og
verzlunarleiðum í ókunnum lönd-
um, og haft með sér safn dýrmætra
gimsteina, sem þeir afhentu khanin-
um þar, sem var einn af lénsfurst-
um hins voldfiga -mongólakeisara eða
“stórkhans,” drotnanda nálega allr-
ar Asíu og Austur-Evrópu, og feng-
ið gjafir í staðinn, miklu verðmæt-
ari- Svo höfðu þeir farið um Suð-
ur-Rússland til Tukestan og verið
þrjú ár í Kokhara og hitt þar sendi-
menn stór-khansins, sem bauð þeim
með sér í heimsókn til hans, en hann
var þú búsettur lengst austur í Kína
og hafði gert Peking að höfuðborg
sinni og hélt þar glæsilega hirð.
Þeir tóku boðinu og voru ár á leið-
inni austur. Keisarinn, Kublai Khan,
tók þeim með mestu virktum og er
þeir höfðu dvalið við hirðina eitt
ár fól Kublai Khan þeim að fara á-
fund páfans i umboði sínu og biðja
hann að senda sér hundrað kristni-
boða og vísindamenn til þess að
fræða Asíubúa um framfarir Ev-
rópu. Og nú voru þeir loks komnir
heim, eftir þriggja ára erfiða ferð.
En það vildi svo til að páfinn var
dauður og kardínálarnir gátu ekki
komið sér saman um eftirmanninn,
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjft
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551