Lögberg - 06.10.1938, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.10.1938, Blaðsíða 3
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 6. OIvTÓBER, 1938 3 svo aÖ tvö ár liðu án þess aÖ nýr páfi kæmi. Leiddist þeim Polo- bræðrum biðin. Þeir vildu ekki láta Kublai Khan, sem hafði reynst þeim svo vel, halda, að þeir hefðu svikist um erindi sitt og ákváðu því að fara á ný austur, til þess að til- kynna honutn, hvernig í öllu lægi.— Marco brann í skinninu að fá að fara með þeim og kynnast hirð Kublai Khan og fékk loks að fara, þó ekki væri hann nema 17 ára. Haustið 1271 lögðu þrir af stað á skipi^ sem flutti þá til Akka á Sýr- landi. í Jerúsalem fengu þeir við- smjör úr lampa þeim, sem logar á gröf Krists; hafði Kublai Khan beðið þá um að færa sér hana- Rétt á eftir var Tebaldo legáti í Sýrlandi kjörinn práfi og fékk hann þeim bréf og gjafir til Kublai Khan og tvo munka, sem gátu komið fram í umboði páfans. Munkar þessir sneru aftur á miðri leið, því að þeim leist ekki á ferðalagið. En Polo-frændur héldu áfram ferðinni austur að Persaflóa og þaðan um Parnír og Gobi-eyðimörk, unz þeir komust til Peking. Þessa leið fór enginn hvítur maður síðar, fyr en eftir 600 ár, að Sven Hedin kannaði þær slóðir. Keisarinn tók á rnóti þeinr i sumarhöll sinni við Peking. Var móttökuathöfnin hin veglegasta og fjöldi af lénsherrum Kublai Khan viðstaddir, segir Marco. Þegar þeir gestirnir nálg- uðusfc keisarann fleygðu þeir sér flötum á gólfið. Sagði hann þeim að standa upp og segja sér ferða- söguna. Intu þeir nú alt af létta og keisarinn hlýddi á. Svo lögðu þeir fram bréf og gjafir páfans, og er hann hafði lesið bréfið lofaði hann mjög trúnað og ástundun sendimannanna- Loks tók hann við viðsmjörinu og mælti svo um, að það skyldi geymt vandlega. Hann tók eftir Marco Polo og spurði deili á honum. Nicolo sagði hann vera son sinn og þjón hans há- tignar. Keisarinn veitti honum sér- staka umsjá og skipaði hann heið- ursvörð sinn. Marco lærði brátt tungu og siði mongóla, æðri sem lægri. Fól keis- arinn honum ýms trúnaðarstörf og hækkaði hann i metum og var send- ur í áríðandi erindarekstur til fjar- lægustu staða í ríkinu, meðal annars alla leið suður í Austur-Indland. Hann varð þess var að keisaranum þótti mikils um vert, að fá sem glegstar lýsingar f jarlægra þjóða og staða, og gerði sér því far um, að safna sem mestum upplýsingum á ferðunt sínum. Nú dvöldu Feneyingarnir þrír mörg ár þarna við hirðina og kom aldrei snurða á þráðinn milli þeirra og keisarans, en vinátta þeirra varð æ meiri. En þó þeim liði vel og þeir fengi álit, völd og óhemju auð, gerð- ist heimþráin rík í þeint. Kublai Khan var líka orðinn aldurhniginn og átti varla langt eftir og Feney ingarnir vissu ekki hver af sonum hans mundi taka við ríkinu. Þeir áttu ekki víst, að nýi keisarinn yrði þeim eins hollur og sá gamíi og þvi síður hvort hann mundi sjá þeim fyrir nægri aðstoð til að komast til baka óskemdir. Þeir fudu, að Kublai Khan var nauðugt að veita þeim heimfarar- leyfi en einn daginn þegar sérstak- lega vel lá á keisaranum fleygði Nicolo Polo sér fyrir fætur hans og grátbændi hann um að veita þeim heimfararleyfi, vegna fjölskyldna þeirra, sem nú hefðu verið án þeirra í 17 ár. En Kublai Khan, sem eigi aðeins hafði mætur á gestum sínum held- ur jafnframt mikið gagn af þeirn, sérstaklega af Marco, sárnaði þessi tilmæli, spurði hvort þei væru ekki ánægðir og hversvegna þeim dytti í hug að leggja sig í þær hættur, sem heimförinni væ.ri samfara og sem gæti kostað þá lífið. Ef þeir vildu auðgast meira, sagði keisarinn, skyldu þeir láta hann vita og skyldi hann þá tvöfalda aleigu þeirra og veita þeim öll þau metorð, sem þeir kynnu að óska. En um heimfarar- leyfi yrði hann að neita þeim, því að þeir væru honum svo kærir. — Og í hvert sinn sem þeir ympruðu á þessu á ný, þá eyddi Kublai Khan því. Loks gerðist óvæntur atburð- ur, sem olli því, að orðið gat úr ferðinni. Lénskonungurinn í Persíu, Argon Khan, hafði mist uppáhalds konu sina og hafði hún í eftirlátnu bréfi grátbænt hann utm að taka sér qkki dtotningu, er ekki væri af hennar ætt. En hún var ættuð aust- an frá Peking. Argon Khan sendi því þrjá menn austur til þess að velja sér drotningu og var nú valin ung kona og fríð handa Persakon- ungi- LTm sama leyti var Marco Polo kominn úr langri sjóferð til Austur-Indlands, í erindum Kublai Khan. Sendimennirnir fréttu þetta og hver kunnáttumaður Marco Polo væri í siglingum. Þeir höfðu nú verið þrjú ár í ferðinni og vildu nú fara að komast heim og fóru nú á fund Marco og spurðu hann hvort hann vildi flytja þá sjóleiðis til Persíy. Þeir kváðu þá leiðina fljót- legri og ódýrari, og miklu þægilegri fyrir ungu brúðina. t Stórkhaninn átti bágt með að neita þeim um þetta og lét undan. Hann fékk ný Feneyingunum um- boð til samninga við páfann og kon- unga Frakklands og Spánar fyrir sína hönd. Svo fengu þeir gull- töflu með áritaðri skipun um að Feneyingamir og samferðafólk þeirra skyldu njóta allra hlunninda og hjálpar, hvar sem þeir væri um ríki hans. Nú var ferðbúinn floti fjórtán skipa með 1250 manna áhöfn og vistum til tveggja ára, og sigldi hann frá Kína 1292. Margt gerðist mótdrægt á leiðinni, sótt, ofviðri og sícipatjón og í Austur-Indlandi varð flotinn að bíða í marga mánuði eft- ir hagstæðu leiði. Eftir átján mánaða ferðalag var loks komið i söfn í Persaflóa- Þá voru tveir persnesku mennirnir dauðir og 600 manns af áhöfninni, en Feneying- arnir þrír komust heilu pg höldnu á ákvörðunarstaðinn með brúðina. En Argon Khan var þá dauður. Brúðurinni, sem var aðeins 17 ára, hefir víst verið lítill harmur að því: hún fékk Kasan son hans i staðinn, sem nú var orðinn konungur Persa. Feneyingarnir hvildu sig níu mánuði í Tebris, höfuðborg Persa eftir volkið og héldu nú heim land- leiðis, um Armeniu og Litlu-Asíu með öll auðæfi sín og komust heim heilu og höldnu. —:Einn góðan veðurdag haustið 1295 var barið að dyrum í höl! Polos i Feneyjum. Þegar dyravörð- urinn opnaði hurðina sá hann fjóra menn alla hjákátlega, tærða og veðurbarða, í ljótum og tötralegum austurlandabúningum. Hundarnir geltu að þeim og glefsuðu í þá; þeir töluðu ítölskuna bjagaða og með annarlegum hreim. Þetta voru Marco Polo, Nicolo faðir hans og Maffeo föðurbróðir hans, sem nú voru komnir heim eftir 24 ára útivist. Þeir nefndu nöfn sin — en dyravörðurinn virtist ekki við þau kannast. Þeir urðu að beita ofbeldi til þess að komast inn í sitt eigið hús- Þar hittu þeir ókunnugt heimilisflólk og fjarlæga ættingja, sem eins og allir aðrir Feneyjabúar héldu, að Polo-frændurnir væru dauðir fyrir löngu. Fólkið hélt að þetta væri svikahrappar og tók þeim hið versta. Þeir leigðu þá annað hús, skreyttu það fagurlega og gerðu ættingjum sinum víðsvegar úr bænum gesta- boð mikið. Þar komu þeir fram í fótsíðum kápum úr purpurarauðu silki, fínna og þykkara en fólk hafði nokkurntíma séð áður. Þegar gest- irnir höfðu sezt til borðs 0g fengið handlaug, hurfu þeir frændur en komu brátt aftur, klæddir dýrlegum Asíukyrtlum úr skarlatsrauðu damaski. Meðan matast var skáru þeir fyrstu silkiklæðin í pjötlur og skiftu þeim milli þjónanna. Enn hurfu þeir Polo-frændur og komu nú inn í karmosínrauðum flauels- klæðum., en nú var damaskklæðunum úthlutað meðal gestanna. Og síðan fóru flauelsklæðin sömu leið, en þeir frændur klæddust Feneyjabún- ingi. Þegar borð voru upp tekin sóttu þeir gömlu ræflana, sem þeir höfðu komið í til Feneyja. Sprettu þeir þeim sundur og hrundu þá ó- grynni af allskonar gimsteinum og perlum á borðið- Þeir höfðu saum- að þessa fjársjóði i fataræflana til þess að leyna þeim á leðiinni. Gestirnir voru agndofa af undr- un. Nú efaðist enginn um það lengur, að þessir menn væri þeir sem þeir sögðust vera. Og þegar sagan af gestaboðinu barst um borg- ina urðu þeir austurfararnir aðal umtalsefni manna og fengu miklar virðingar. Maffeo varð háttsettur embættismaður í lýðveldinu. Nicolo og Marco tóku við verzlun sinni aft- ur og sífeld ös manna var hjá þeim, þvi allir þurftu að spyrja um undur og ríki Asíu. Sérstaklega varð Marco vinsæll í borginni. Hann þreyttist aldrei á að segja frá auði Kínverja og hinum ótrúlegu tekjum keisarans og varð altaf að nota orð- ið miljónir til þess að gefa hug- mynd um þetta, svo að hann fékk viðurnéfnið “millione ” Og húsið sem þeir feðgar settust að í, var kallað “Corte del Millione.” Það er nú ekki til lengur, en menn vita hvar það stóð, og garnlar myndir eru til af því- Þarna ríktu nú Polo-herrarnir, vinsælir, virtir og voldugir, en þá bar nokkuð við, sem Marco mátti þykja ógæfa en varð eftirtímanum til ómetanlegs gagns. Á miðöldum og endurfæðingar- öldinni var sífeld togstreita um völd- in milli kaupmenskulýðveldanna i Veneziu og Genova, því báðir vildu ráða í Miðjarðarhafi. Áttu þau í sífeldum styrjöldum. Sumarið 1289 höfðu Fleneyingar rænt þremur Genova-skipum við Grikkland. Gen- ovamenn sendu óvígan flota í Adría- haf til þess að taka hefndir og urðu Feneyingar að senda flota sinn ó- viðbúinn á móti. Var eitt skipanna undir stjórn Marco Polo. Lenti flotunum saman við Jortjula-ey hjá Dalmatíuströnd og sigruðu Genova- menn og söktu flestum Feneyja- skipunum, þar á meðal skipi Marco Polo. Hann var fluttur til Genova ásamt 7000 öðrum föngum og sett- ur í fangelsi. Nicolo gamli reyndi að leysa hann út, en því var hafnað. En það leið ekki á löngu þangað til Marco varð kunnur í Genova- Helztu borgarar heimsóttu hann í fangelsinu og komu því til vegar, að hann fékk góða að- búð. Menn veittu sögum hans frá Asíu athygli og honum var leyft að fá minnisblöð sin til sín í fangelsið, frá Feneyjum. Svo vildi til, að í klefa með Marco Polo var maður frá Pisa, Messer Rusticano. Hann var duglegur skrifari og nú setti hann á pergament frásagnir Marcos frá Austurlöndum. Eftir tæpt ár samdist friður milli Feneyja og Genova og höfðu borgirnar skifti á föngum. Þá var stóra bókin full- gerð og gat Marco haft hana með sér til Feneyja. Rit Marco Polo fékk nafnið “Bókin um ríki Austurlanda og undur þcirra.” Er hún í þremur deildum. Innan skamms voru orðn- ar til margar afskriftir af henni og hafa 84 handritin varðveist til þessa dags, mörg með athugasemdum og leiðréttingum, sem Marco Polo hefir gert sjálfur- Fjölmargar útgáfur hafa lika verið prentaðar af bók- inni. I bók þessari er að vísu margt furðulegt,” segir Sven Hedin, sem 600 árum síðar ferðast í fótspor Marco Polo, “og maður saknar margs, sem þar ætti að vera. En bók hans er eigi að síður sjóður landfræðisþekkingar, og flestar upp- lýsingar hans og athuganir hafa ver- ið staðfestar. Líf hans var eins og æfintýri, og hann skipar heiðurs- sess meðal landkönnuða allra alda.” Menn höfðu áður aðeins óljósar hugmyndir um flest þessara landa, sem Marco Polo lýsti, og mest af því voru bábiljur einar og furðu- sagnir. Hann vann það þrekvirki fyrstur manna, að lýsa Austur-Asíu fyrir Evrópumönnum eins og hún í raun og veru er. Hann eyddi INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson Árborg, Man...........................Elias Elíasson Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal Baldur, Man..............................O. Anderson Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...........Arni Símonarson , Blaine, Wash..................Arni Símonarson Bredenbury, Sask.........................S. Loptson Brown, Man. ....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota.......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask...............S. Loptson Cypress River, Man.......................O. Anderson Dafoe, Sask................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota.......Jónas S. Bergmann Edmonton ..................S. Guðmundsson Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask..........J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.............................C. Paulson Geysir, Man...........................Elías Eliasson Gimli, Man....................F. O. Lyngdal Glenboro, Man...............................O. Anderson Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrimsson Hayland, P.O., Man.......Magnús Jóhannesson Hecla, Man...........................Gunn^r Tómasson Hensel, N. Dakota......................John Norman Hnausa, Man...........................Elías Elíasson Husavick, Man.................F. O. Lyngdal Ivanhoe, Minn......................B. Jones Kandahar, Sask.............J. G. Stephanson Langruth, Man.............................John Valdimarson Leslie, Sask............................Jón Ólafsson Lundar, Man.............................Jón Halldórsson Markerville, Alta. ............O. Sigurdson Minneota, Minn.....................B. Jones Mountain, N. Dak,.........S. J. Hallgrímson Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson Oakview, Man.................Búi Thorlacius Otto, Man...............................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal Red Deer, Alta................O. Sigurdson' Reykjavík, Man................Arni Paulson Riverton, Man........... .Björn Hjörleifsson Seattle, Wash...................j j Middal Selkirk, Man.................Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man.......Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man..............Búi Thorlacius Svold, N. Dak.............B. S. Thorvardson Tantallon, Sask..............J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man. .................Elías Elíasson Vogar, Man...........................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man.........................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man......Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beadh...............F. O. Lyngdal Wynyard, Sask..............J. G. Stephanson röooooooo<o»oooo»o»»»eo»»oo»eooo»o< Business and Professional Cards DR. B. J. BRANDSON DR. B. H.OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phones: 35 076 Cor. Grahani og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 906 047 Consultation by Appointment Heimili: 214 WAVERLEY ST. Only Phone 403 288 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manltoba Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur I eyrna, augna, nef Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8ta. Cor. Graham & Kennedy Phone 22 8G6 Viðtalstimi — 11 til 1 og 2 tll 6 Res. 114 GRENFELL BLVD. Skrifstofuslmi — 22 261 Heimill — 401 991 Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson DRS. H. R. & H. W. 272 YHOME ST. TWEED Tannlœknar STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gólfi 406 TORONTO GENERAL Talsimi 30 877 TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 8t. Viðtalstími 3—5 e. h. PHONE 26 545 WINNIPEO H. A. BERGMAN, K.C. J. T. THORSON, K.C. islenzkur lög/rœSingur islenzkur Xög/rœSingur Skrifstofa: Room 81\ McArthur Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 16E6 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 PHONES 95 052 og 39 043 LINDAL, BUHR Arlington Pharmacy & STEFÁNSSON Sérfræðingar í lyfjaforskriftum Barristers, Solicitors, Notaries, etc. 796 SARGENT AVE. W. J. Ldndal, K.C., A. Buhr vlð Arlington Bjöm Stefánsson SlMI 35 650 Telephone 97 621 Offices: Finni oss I sambandi við lyf, 325 MAIN STREET vindlinga, brjóstsykur o. fl. PRESCRIPTIONS FILLED J. J. SWANSON & CO. CAREFULLY LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEO GOODMAN DRUGS % Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- Cor. ELLICE & SHERBROOK vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 34 403 We Deliver PHONE 94 221 A.S. BARDAL ST. REGIS HOTEL 84 8 SHERBROOKE ST. 2 85 SMITH ST., WINNIPEQ Selur llkkistut og annast um út- pœgilegur og rólegur bústaSvr < farir Allur útbúnaður sá bezti. miðbiki borf/artnnar. Ennfremur selur hann allskonai Herbergi J2.00 og þar yfir; maB minnisvarða og legsteina. baðklefa 23.00 og þar yfir. Skrifstofu talsimi: 86 607 Agætar máltiðir 40c—ÍOc Heimilis talsimi: 601 562 Free Parking /or Ouestt mörgum tröllasögum, sem líka þóttu tröllauknar þó þær væri raunveru- legar. Og hann varð til þess að ýta undir útfraarþrá annara og varð upphafsmaður hinna glæsilegu land- könnunarferða, sem Partúgalar og Spánverjar fóru síðar. Hinrik sæfari, Portugalakönung- ur, sem varð upphafsmaður könn- unarferðanna suður með Afríku- ströndum, hafði lesið rit Marco Polo- Og það hafði líka gert Bar- tolomeus Diaz og Vasco da Gama. Þegar Columbus stýrði skipum sín- um vestur, var erindið það, að kom- ast kringum hnöttinn, til ríkja stór- khansins, finna leiðina, sem Mag- elles fann. Þannig varð það Marco Polo, sem varð brautryðjandi hinn- ar glæsilegu aldar i sögu hvítra manna, sem kölluð er Landkönnun- aröldin. —Fálkinn. Heimspekingur og vitringur “Helzt er gaman að hlusta til þá hyggnir ræða, eg held það megi heimskan fræða.” Til fróðleiks og skemtunar fyrir lesendur Lögbergs vil eg leyfa mér að koma hér með part úr tveggja manna samtali, tekið upp úr tíma- ritinu “Gangleri”. Það er ekki holt fyrir oss íslendinga fremur en aðra, að vera svo hrifnir af sjálfum oss, að vér sjáum ekkert annað en vor eigin verðmæti. Þvi máltækið seg- ir: “Blindur er hver í eigin sök.” “Grískur heimspekingur kom einu sinni til eins af vitringum forn- Grikkja og hugsaði sér að koma honum í bobba með óþægilegum spurningum. En hinn helgi maður frá Miletus stóðst prófið og svar- aði öllum spurningunum hiklaust og mjög nákvæmlega- 1. Hvað er elzt af öllu? Guð, því hann hefir altaf verið til. 2. Hvað er fegurst af öllu? Alheimurinn, því hann er verk Guðs. 3. Hvað er stærst af öllu? Rúmið, því í því er alt, sem skap- að hefir verið. 4. Hvað er varanlegast af öllu? “Vonin, því að hún lifir með manninum, þó hann hafi tapað öllu öðru. 5. Hvað er bezt aTöllu? Siðgæðisþroski, því án hans er ekkert gott til- 6. Hvað er fljótast af öllu? Hugurinn, því að hann flýgur á augnabliki til endimarka alheimsins. 7. Hvað er sterkast af öllu? Neyðin, sem knýr mennina til að bjóða öllum hættum birginn. 8. Hvað er auðveldast af öllu? Að gefa ráðleggingar. “En þegar kom að níundu spurn- ingunni gaf hin helgi maður ein- kennilegt svar. Hann gaf svar, sem eg er viss um að heimsgæðingurinn, sem spurði, hefir ekkert botnað i, og sem flestir menn mun leggja í mjög yfirborðslegani skilning. Spumingin var þessi: 9. Hvað er erfiðast af öllu? Og hinn helgi maður svaraði: Að þekkja sjálfan sig- Þannig var boðskapur vitringsins til bins fáfróða manns og þessi er boðskapurinn enn þann dag í dga.” Varla er hægt að segja annað en að hér sé allfróðlega spurt. En vissulega virðist þó svo sem að mað- urinn, er svörin gefur standi miklu nær alvizkunni. M. I.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.