Lögberg - 06.10.1938, Blaðsíða 7
6. OKTÓBER, 1938
PRAG
Iíflir 'Guðbrand Jónsson, prófcssor
Það er mál manna, aÖ ef fnenn-
ing og mentun hefir haldist í sömu
ætt óslitið öldum saman og ættliÖ-
um saman, renni þetta um síðir af-
komendunum svo í merg og blóÖ, að
sjái á þeim. Þeir veröi þá menn-
ingarfágaðri á svip og í framgöngu
fasþjálfaðri, og svo þeir beri með
sér menningu forfeðra sinna. Þetta
er að vissu leyti og af skiljanlegum
ástæðum rétt, enda þótt mjög fjarri
sé að þetta sé undantekningarlaust
svona. Það er alkunnug staðreynd,
að hvert það verk, sem maður vinn-
ur sem aðalstarf setur fast mót á
manninn bæði hið innra og ytra, og
hitt líka, að ef óslitin röð ættliða
vinnur sama starf festist þetta mót í
ættinni, og helzt jafnvel lengi eftir
að menn ættarinnar eru búnir að
yfirgefa þessa vinnu, og það liggur
í augum uppi, að þessi fastmótun
ættanna getur verið bæði til góðs
og ills. Manni virðist það skiljan-
legt, hvað það er sem þessu veldur.
Sífeld vinna að sama starfi gerir
menn einhæfa og skorðar getu
i þeirra við þetta eina hlutverk, og ef
maður eftir mann heldur sér að
starfinu kynfestist sú einhæfni. Það
er þá eins og náttúran sjálf af góð-
semi sinni láti mennina innan ættar
erfa reynslu liðinna kynslóða við
ættarstarfið og geri þá á þann hátt
hæfari til þess með hverjum ætlegg
unz yfir lýkur, eins og altaf hlýtur
að gera, ef ekki á alt að lenda í kyr-
stöðu og úrkynjun. Það er eins og
fortiðin — sagan sjálf — og hennar
reynsla þrengist og þjappist saman
í einstaklingnum, svo að það sem
gott, fagurt og nothæft var með
fyrri kynslóðum geymist fyrir kyn
festuna áfram með hinum komandi
kynslóðum, og þar sem svo er, veitir
það einstaklingslífinu og þjóðlífinu
einkennilega og þægilega festu- Það
er á útlendu máli sagt, að þarna hafi
skapast tradition, sm kallað hefir
verið erfðavenja á íslenzku, en það
orð nær því hvergi, því að það er
miklu meira en venja. Þessi erfða
venja, svo að eg noti orðið, er mis-
munandi rík á mismunandi stöðum
og með mismunandi þjóðum og ætt-
um, og er ekki alstaðar jafnholl, því
að það fer eins og alt annað eftir
atvikum. Hér á landi hefir viljað
svo heppilega til, að hennar hefir
innan ætta gætt mjög svo lítið.
Hefðu landsmenn skifst í stéttir svo
að langir ættliðir hefðu maður eftir
mann orðið fastir í sömu störfum,
hefði það óefað valdið úrkynjun
með svo fámennri þjóð. Hér hefir
þvert á móti, svo til alla tíð frá upp-
hafi vega, verið mjög liðug rás
mann milli stétta og starfa, og það
hefir óefað hvílt ættliðina og varið
þjóðina úrkynjun. í lífi þjóðar-
innar hefir hins vegar lifað stöðug
erfðavenja, seig og ódrepandi, sem
um síðir hefir leitt íslenzka ríkið til
þess stjórnarfarslega frelsis, sem
það nú býr við. Það er að vísu
mjög vanséð að hverjum notum það
muni koma okkur, því að hið langa
bil ósjálfstæðisins frá 1262 til 1918
skapaði eina erfðavenju með þjóð-
inni, sem er litið sigurstrangleg upp
á framtiðarafkomu hins stjórnar-
farslega sjálfstæðis. — Þjóðin
gleymdi hvernig ætti að stjórna
landi, sem hún reyndar, ef af
árangrinum 1262 má dæma, aldrei
hefir kunnað. Þessi gléymska rann
henni í merg og blóð og varð að
erfðavenju. Nú veltur alt á því,
hvort þjóðinni tekst að ná hæfi til
þessa aftur, áður en erfðavenja
þessarar gleymsku er búin að fara
hinu stjórnarfarslega sjálfstæði
landsins að voða, en það mun sýna
sig á næstu hálfri öld eða svo- Ann-
ars er það eikennilegt hvað íslend-
ingar eru að öðru leyti undarlega
erfðavenjulausir, og vafasamt hvað
holt það er. Ekkert styður eins vel
erfðavenjur eins og mannvirki, sem
fá staðið öldum saman frá kynslóð
til kynslóðar og minna þá, sem eftir
koma, á hina, sem á undan gengu
ag aðköst þeirra og reynslu. Hér
stendur ekki steinn yfir steini eftir
af þeirri fortíð, sem oss sjálfum þyk-
ir mjög glæsileg. Það er bent á
grasbalann og hólinn, þar sem þetta
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN
t
7
NUGA-TONE STYRKIR
LÍFFÆRIN
Séu líffæri yðar íömutS, eða þér kenn-
ið til elli, ættuð þér að fá yður NUGA-
TONE. Pað hefir hjálpað mljðnumf
manna og kvenna I síðastliðin 4B ár. '
NUGA-TONE er verulegur heilsu-
gjafi, er styrkir öll liffærin.
Alt lasburða fðlk ætti að nota NUGA-
TONE. Fæst I lyfjabúðum; varist stæl-
ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE.
Notið UGA-SOL við stýflu. petta
úrvals hægðalyf. 50c.
Notið UGA-SOU við stýflu. petta
úrvals hægðalyt. 50c.
eða hitt gerðist, en ekkert af þessu
ber það með sér að svo hefir verið,
því balinn og hóllinn eru eins og
allir aðrir balar og hólar. Það er
eins og fortíðin í þessu landi hafi
aldrei tjaldað nema til einnar nætur
og á þann hátt rekið íæturna fyrir
það, að erfðavenjur gætu myndast.
Það kevður svo ramt að erfðavenju-
leysinu hér að það litla, sem til er,
er orðskviðalaust rifið, ef eitthvert
smáhagræði þykir að, eða jafnvel þó
að svo sé ekki. Reykjavík, frum-
býlingslegasta höfuðborg álfunnar,
tekur sig til og rífur niður hið svo-
kallaða batteri til þess að þar geti
staðið kælihús, sem allstaðar hefði
mátt hola niður, og Skólavörðuna
til þess að setja þar ekki neitt til-
takanlega skemtilega standmynd af
Leifi hepna, en Skólavarðan var
falleg, og það jafnvel þó hún væri
ekki hirt, sem aldrei var gert. Og
meira að segja sagnfræðingar okk-
ar eru svo ónæmir í þessu efni, að
þeir hafa naumast tekið eftir því,
að saga lands vors er ein samfeld
heild, og að sami rauði þráðurinn er
uppistaðan í henni frá því fyrsti
maður steig hér á land og fram á
þennan dag, og að öll önnur atvik
raðast utan að honum . Það er bar-
áttan fyrir hinu stjórnarfarslega
sjálfstæði, sem eg á við. Hún hefir
altaf verið til, þó að hún hafi verið
ærið mismunandi á svip og mis-
greinileg- En þeir, sem ritað haía
sögu vora í heild, hafa aldrei gert
þessu skil heldur klofið hana niður
í meira eða minna sundurlausar sög-
ur einstakra manna. Það er elcki
auðvelt að greina hvernig á þessu
kunni að standa, en manni gæti flog-
ið í hug, að þetta stafaði af þvi, að
landnámsmennirnir, er þeir lögðu
upp í leit nýrra heimkynna, hjuggu
frá sér hina fornu menningu heima-
lands síns og hófu nýjan leik, og
að landsmenn hafi svo aldrei náð
að koma sér fyrir eftir umrótið.
Annars er þetta afar einkennilegt,
því að það er staðreynd, að frelsis-
sæknar þjóðir, sem lenda undir er-
lendu valdi, eru erfðavenjufastastar
allra. Það þarf ekki annað en að
minna á Ira og Tékkóslóvaka, sem
reyndar er öllu betra að nefna Tékka
og Slóvaka, þvi að það eru tvær
þjóðir með tvær tungur, þó hvort-
tveggja sé náskylt.
Hvar sem maður kemur í Tékkó-
slóvakíu er erfðavenjufestan eitt hið
fyrsta, sem maður- verður var við
bæði í háttum og í svip borganna og
mannvirkjanna. Tékkóslóvakar eru
ekki ein þjóð, heldur sundraðir og
margklofnir, enda er sarnbúð þjóð-
arbrotanna svo erfið, að manni dylst
það ekki, jafnvel ekki við fyrstu
sýn. En annað dýlst manni jafn-
framt heldur ekki, að það> sem þjóð-
arbrotunum ber á milli er miklu
minna en þau sjálf halda, og að ó-
samlyndið er mikið frekar erfða-
venja en eðlileg nauðsvn. Hvort
sem maður talar við Tékka, Slóvaka
Þjóðverja, Ungverja eða Rúthena,
sem er úr Tékkóslóvakiu, finnur
•maður að þetta er, þrátt fyrir þióð-
ernis- og málmun og þrátt fyrir ó-
samlyndið, sama þjóðin með sama
fasi og hugaunarhætti, og maður
vonar, að henni verði ekki hált á
þessari sundrung.
Við skulum nú heimsækja höfuð-
borg Tékkóslóvakíu, Prag, og reika
þar um sinn, ekki til þess að kynn-
ast þjóðinni, eða réttara sagt þjóð-
unum, sem í landinu búa, því þær
eru margar, en til þess að kynnast
þeim væri Prag kjörin, því í henni
mætast þýzk og slavnesk menning
í öllum sínum mörgu myndum.
Þjóðirnar í landinu eru svo marjf-
ar, að nokkurir blaðadálkar nægja
hvergi nærri til að lýsa þeim, svo
að nokkuru verði nýtandi- Við
skulum skoða borgina og mannvirki
hennar, og það er óhætt að eyða
það nokkurum tíma, þvi að hún er
borg, sem er lítandi á. Þar legst
alt á eitt, landslag og mannvirki.
iBæjarstæðið er hið fegursta.
Borgin liggur i víðum dal, sem teyg-
ir sig frá norðri til suðurs og upp
eftir hlíðunum, en eftir miðjum
dalnum rennur áin Moldau, eða svo
er hún kölluð á þýzku, en á tékk-
nesku er hún kölluð Vltava, og mun
eg að jafnaði nota hin þýzku staðar-
heiti. Áin er geysimikil, en þó þver-
á, sem fellur i Saxelfu eða Elben,
fljótið sem til sjávar rennur hjí
Hamborg. Austanmegin árinnar er
allmikið undirlendi, og þar er
meginhluti borgarinnar, en vestan-
megin er undirlendið ekki nema
mjó ræma. Þar er því rnikið minni
bygging en austanmegin, enda er sá
borgarhluti kallaður minni bakkinn,
en það er hann, sem ásamt fljótinu
setur fegurðarsvip á borgina, því að
þar hanga hallir, kirkjur og hús
utan í hlíðinni og eru eins og þau
væru partur af klettinum. Aðal-
kletturinn þeim megin er hið fræga
Hradschin, sem Tékkar kalla Hrad-
cany. Lega Pragborgar er svo ein-
kennileg og fögur að henni má jafna
til legu Heidelberg og Edinborgar,
og eg hefi fá jafnfalleg borgastæði
séð.
Saga borgarinnar er gagnmerki-
leg, og borgin ber hennar miklar og
fagrar menjar- í landafræðinni í
Heljarslóðarorustu nefnir Gröndal
Bæheim, og segir að þar hafi verið
Líbússa meykongur, en hana kalla
Tékkar Libuscha. Er að vísu alt
á huldu með .hana, og sögurnar af
henni að líkindum æfintýri ein, en
engu áð síður telja Tékkar að hún
hafi fyrst reist Prag — Praha —
eins og þeir nefna hana, og hafi það
verið á- öndverðri 8. öld. Úr því
fara heldur litlar sögur af borginni,
þar til Karl keisari stofnaði þar há-
skóla 1348, en síðan hefir hún auk-
ist og dafnað og auðgast að prýði-
legum mannvirkjum, og hafa flest
þeirra, sem merkust voru, geymst
fram á þennan dag, sem má kalla
stórfurðulegt, því að fáar borgir
hafa orðið fyrir eins miklum bú-
sifjum af ófriði og umsátrum, sem
hefðu riðið fornum minjum flestra
annara borga að fullu. Hafa trú-
arbragðadeilur lagt þar til drýgsta
skerfinn. Það kannast flestir við
tékkneska prestinn og háskólakenn-
arann Jón Huss, sem uppi var á
14. og 15. öld og hóf siðabyltingu í
Bæheimi nokkuð í anda Lúthers, en
þó f jarri því eins róttæka og bylting
hans varð, enda þótt Lúther að
ýmsu leyti stæði á herðum hans.
Afdrif hans urðu þau, að hann var
brendur fyrir svo kallaða villutrú,
í bænum Konstanz við Boðnarsjó
árið 1415. Hann hafði marga á-
þangendur í Bæheimi, og að honum
látnum lenti þeim í styrjöld við
kaþólska menn þar, sem stóð svo að
segja látlaust frá 1419—1434, en
jafnframt börðust þeir sín á milli
um nokkur trúaratriði, sem nútíð-
armanni sýnast ekki merkileg- Fór
mikið af þessari styrjöld fram i
Prag og nágrenni við hana og
bitnaði sárt á stórhýsum hennar,
kirkjum og klaustrum. Þá kom
þrjátiuárastríðið, sem reis út úr
siðaskiftum Lúthers, herfilega nið-
ur á borginni, enda má segja að
þeim ófriði hafi verið steypt yfir
Evrópu út um glugga á höllinni á
Hradschin í Prag, því upptök ófrið-
arins voru þau, að mótmælandi
nokkur, Thurn greifi, lét 1618
steypa landstjórum, keisarans í Bæ-
heimi út um glugga hallarinnar nið-
ur klettinn, og með það skall ófrið-
urinn á. Barðist lið mótmælenda
við lið keisara á Hvíta fjallinu
skamt fyrir utan Prag 1620 og hafði
miður, og eftir það voru mótmæl-
endur úr sögunni í Prag og Bæ-
heimi, en alt varð kaþólskt. Eg er
sízt að lasta þetta, en hefði þóti
betra, að viðkunnanlegri stoðir
hefðu runnið undir það. Fjórum
sinnum var Prag tekin herskildi í
þrjátíuárastríðinu, af mótniælendum
1631, og árið eftir af kaþólskum
undir stjórn Wallensteins; 1648
tóku mótmælendiy enn part af
borginni, en hann var tekinn af
þeim sama ár.' I austurríska erfða-
stríðinu, sem svo er nefnt, var borg-
in tekin herskildi 1741, og þrem
W£RE ALL NUTTY
HERE AND THERE
___________By P. N. Britt___
árum síðar varð hún að gefast upp
fyrir Friðriki Prússakonungi mikla.
Arið 1757 settist Friðrik um borg-
ina aftur og hóf á hana skothríð, en
náði henni ekki. Loks tóku Prúss-
ar borgina orustulaust 1866, þegar
þeir áttu í höggi við Austurríkis-
menn út úr hertogadæmunum
dönsku, Slésvík og Holtsetalandi.
Þar með er ófriðarsögu Pragborgar
lokið að sinni, og verður ekki annað
sagt, en að fáar borgir hafi átt
jafngóðan kost á því að fara í rúst-
ir, en þó stendur hún uppi sem ein
glæsilegasta borg álfunnar.
Prag, sem nú hefir um 850,000
íbúa eða ívið minna en Kaupmanna-
höfn, ber það með sér en dregur
ekki í byggingum sínum, að það
hefir verið auðug borg; ekki þó i
þeim §kilningi, að borgarbúar í heild
sinni væri auðugir, heldur að þar
hafi verið mikið af auðkýfingum,
sem hafa reist sér voldugar hallir,
er enn setja svipinn á borgina-
—Vísir.
Hálfrar aldar afmœli
Wesley College
Eftir prófessor Richard Beck
The Golden Jubilee of Wesley
College, Winnipeg, 1888-1938
By Katson Kirkconnell. Col-
umbia Press, Linnipeg, 1938.
Gildar ástæður eru til þess, að
minst sé á rit þetta í íslenzku blöð-
unum hér vestra. I fyrsta lagi er
Wesley College í Winnipeg eina
æðri mentastofnunin í Canada, af
háskólum og mentaskólum, þar sem
íslenzk fræði hafa verið kend; í öðru
lagi hefir fjöldi íslendinga stundað
þar nám og nokkrir þeirra skipað
þár kennarasess; og í þriðja lagi er
höfundur ritsins hinn ágætasti ís-
landsvinur og starfsamur unnandi
islenzkra fræða.
Það er ávalt hugarsvölun að því
— gefur hugsjónaást manns byr
undir vængi — að fylgja hvaða
nytjastofnun sem er á vaxtarbraut
hennar. í þessu riti er rakinn
þroskaferill slikrar stofnunar, —
stofnunar, sem urn hálfrar aldar
skeið hefir átt það hlutverk, að búa
ungmenni undir lífsstarf þeirra
landi og lýð til nytsemdar.
I skýrum dráttum segir prófessor
Watson Kirkconnell sögu Wesley
College mentaskólans frá óásjálegri
byrjun hans, er hann átti ekki þak
yfir höfuðið, fram á þennan dag,
þegar hann skipar orðið hefðarsess
meðal æðri mentastofnana í Canada
En saga þessa skóla, sem annara
mentastofnana, er vitanlega, um
annað fram, saga fórnfúsra og hug-
sjónaríkra manna og kvenna, sem
borið hafa hag hans fyrir brjósti og
helgað honum starf sitt eða fjár-
framlög, ósjaldan hvorutveggja.
Þessum forystumönnum hans og
velgerðarmönnum er lýst af skiln-
ingi og samúð; og sama máli gegnir
um kennara skólans; af þeim bregð-
ur höfundurinn upp skemtilegum
skyndimyndum. Hann gerir einnig
góða grein fyrir þeim skerf, sem
skólinn hefir lagt til canadiskrar
mentunar og menningar; sýnir, að
hugsjónaást og hagsýni hafa þar
löngum haldist í hendur, og er þá
vel á málunum haldið-
En lítum nú dálítið nánar á þá
hliðina á starfi Wesley College, er
snýr jið okkur íslendingum. Þess
er þá fyrst að geta, að þar var í
aldarf jórðung (1901-1926) haldið
uppi kenslu í íslenzku. Átti Hið
lúterska kirlcjufélag Islendinga í
Vesturheimi frumkvæðið að því, að
kensla þessi var hafin og styrkti
hanaimeð fjárframlögum fyrstu tólf
árin. En kennarar í íslenzku við
Wjesley College voru þeir séra Frið-
rik J. Bergmann (1901-1910) ; séra
Rúnólfur Marteinsson (1910-1912),
Jóhann G. Jóhannsson, kennari
(1913-14) og prófessor Skúli John-
son (1916-1926). En kensla þessi
féll niður, þegar Skúli prófessor
varð kennari í klassiskum fræðum
við Manitoba-háskóla.
Árangurinn af islenzkukenslunni
viS Wesley College var, meðal ann-
ars sá, eins og prófessor Kirkcon-
nell bendir á, að þar stunduðu nám
fjöldamargir Islendingar, sem
WHEN Premier Chamberlain was
tripping back and forth to
Germany, in an airship, in
which he had never before travelled,
he was doing more for the world
than has ever been done for the
world by any man in the history of
civilization. In the face of impend-
ing war, Chamberlain’s trips to
Germany brought peace. One com-
mentator says that probably ten
million lives were saved. Millions of
men were stopped from killing mil-
lions of other men. Men soon forget,
we are often told, but the world will
long remember Chamberlain’s heroic
effort and his success in keeping men
from butchering each other and the
resultant misery and horrors. Cham-
berlain’s work was wonderful.
* * * «
THE world doesn’t want war. It
hates war, for it has bitter re-
collections of the last war and all
that has followed in its wake. Every
nation in the world has been re-
joicing since the impending war has
been averted. The war that Cham-
berlain stopped when he did his first
flying, to Germany, to meet other
world leaders, in what proved to be
a successful effort to stop the
slaughter which seemed imminent.
The nations’ leaders sat around a
table, and finally agneed to have
peace. The peace that Chamberlain
had flown to Germany to plead for.
Chamberlain had decided it was
better to plead for peace than to
fight for it. Chamberlain was right.
He got peace. Nobody wanted war.
Why should they?
* * *
THERE’S a lot of talk here and
there, about the settlement of
the war tangle that Chamberlain
untangled. Quite a lot of folks think
they know so much about it that
they are always watching for chances
to tell everybody all about it. I
happened to get into a hair-dresser s
shop the other day and a very gav-
rulous woman was reciting her ob-
jections. What she didn’t know was
a lot, and she was still talking when
I went out. In a department store,
with their back to the meat counter,
a couple of runts of men were tell-
ing each other all about it. What
they didn’t know was terrible, but
they went on telling it and nodding
at each other, keeping folks away
who wanted to buy meat. I gathered
írom them that neither of them had
ever been in a war, but they knew
all about how to fight or settle wars.
And they were pleased with them-
selves apparently. Another guy
said he was against Chamberlain.
because he had never done anything
for the workingmen. Evidently he
hadn’t seen the paper which was
telling the world that day of Cham-
berlain bringing about peace and
saving the lives of ten or twelve
million workingmen, ten or twelve
“auðguðu skólalifið að lit og menn-
ingarbrag,” eins og höfundur orðar
það. I þeim hóp voru þeir prófess-
orarnir T'horbergur Thorvaldson,
Skúli Johnson og Ólafur T. Ander-
son, Walter J- Lindal, lögfræðing-
ur; séra Haraldur Sigmar og Jó-
hann G. Jóhannsson, kennari; en
af kvenþjóðinni Mrs. Thorstina
Jackson Walters, Mrs. W. J. Lindal,
Miss Salome Halldorson og Miss
Elin Anderson. Þessi álitlegi hópur
er þó eigi nema lítill hluti þeirra Is-
lendinga, sem nám hafa stundað á
■ skólanum.
Minningarrit þetta er í heild sinni
hið fróðlegasta, skipulega og lipur-
lega ritað, eins og höfundarins var
von og vísa. Það er prýtt mörgum
myndurn, og framan við það er fag-
ur hátíðarsöngur eftir prófessor
Kirkconnell. Það er hið snotrasta
að ölltim frágangi- Columbia Press
hefir annast prentunina.
Má ætla, að íslenzkir nemendur
Wesley College vilji eignast þessa
sögu skólans, sem jafnhliða er merk-
ur þáttur í sögu æðri mentunar í
Vestur-Canada.
Andans eldur
Hvað er það, sem yrkir alt,
auðn og gróna reiti,
þó að ytra þelið kalt
þeyti klaka-skeyti ?
Það er andans eldur þjóða,
eilif björg og skjólið góða.
Sorg og raunir sífelt þjá
sumt af börnum jarðar,
en í lífsins ólgusjá
andinn mestu varðar;
eins og dagsól dalblóm yrkir,
dapurt hjarta andinn styrkir.
Vonar eldur andans kær
okkar kaunin græðir,'
liknar þegar þrautin slær,
þreki og krafti gæðir,
million more than any labor leader’
had ever saved. To say nothing of
the misery and want and headaches
that were just ahead, if Chamberlain
hadn’t taken his first air-trip to
Germany. The garrulous gang must
go on haranguing. They know it
all, or think they know it, and they
have to talk. But, Chamberlain
brought peace to the world!
* 41 *
SOME of the folks who were in
the last Whr are alive to what
Chamberlain did for the world,
sitting around that table with Ger-
man, French and Italian leaders the
other day. The welcome story is
briefly told by Dick Harriscn, in
The Windsor Daily Star, Canada’s
leading newspaper. He says-
“Adolf Hitler is depicted as the big
winner in the perilous poker party
which ended at Munich yesterday.
Maybe. But so is every mother who
hadxa son to lose.
“Twenty years ago today Canadian
troops, having completed the bril-
liant capture of Bourlon Wood, were
bearing down on Cambrai, British
and American divisions were at the
northern gates of St. Quentin, the
French were on the Chemin des
Dames ridge and the Belgians were
within two miles of Roulers, while
the Germans backed up all along
the line. This, too, was a day of
rejoicing throughout the Allied na-
tions. It marked the definite be-
ginning of the “war of movement”'
and gave promise of the Armistice
which was to come a little more
than a month later.
“But the news of two decades ago
did not cheer the world more pro-
foundly than did that of yesterday,
which so 'materially increased the
hope that all this would not have to
be gone through again. One of the
psychologists says no human sensa-
tion is so agreeable as the sudden
emergence from a period of ex-
cruciating pain. This is such an
occasion.”
* * *
It is always necessary to protect
people from the mental dangers that
surround them'. We haven’t the
safeguards around thought that we
have around machines. So we are
in danger of industrial, moral and
political crpipling from the fallacies
that surround us today. And the
business man is as much a sap as
anybody.
* * *
When thinking of the countless
things
That cut into our roll,
There’s nothing with more bitter
stings
Than paying bills for coal.
* « *
Philadelphia safety director de-
clares married men are the best
drivers — possibly because they’re
more accustomed to holding their
breath.
mýkir hjartans svöðu-sárin,
sefar harm og þerrar tárin.
Þessi blessuð lífsins lind,
lýða skjól og gleði,
breytir öllu böli og synd,
blíðkar heift í geði.
Vermir eins og vorsól blómin,
viðkvæm mýkir skapadóminn.
M. Ingimarsson.
Að dreyma heim
Eftir Erþ Johnson
Eg oftast dvel á ættlands storð
i öllum mínum draumi;
mín þeysast drauma þögul orð,
er þroskar sál í laumi.
Þar kennir óma og æsku-þrá
svo oft að færast sinni,
að setja merki á brjóst og brá
og bera í útlegð minni-
Eg ferðast oft með draumadís
um dal með friðu skrauti,
sem móðir er hún vegavís
um veg í lands míns skauti.
Hún bendir oft á sýn í sal
'og sváslegt dalsins leiti
og dregur upp það draumaval,
er dýast finnur heiti.
Mín eina stoð er draumadis,
ef draum minn fær að seiða;
hún breiðir faðm, mér býli kýs
við brekku f jalla og heiða,
t hvar dásemd lífs um daga spann
sinn dýra þráð í heimi,
að æska min þar athvarf fann,
eg elska það — og geiníi. <
Mín draumasýn er dýrust mynd
og dagarnir minir heima;
það væri meira en meðal synd,
ef mætti eg slíku gleyma. ^
Þar móðir góð hún mældi spor
og mér hún kendi að tala
um unað lífs og aukið vor
með æsku á hverjum bala.