Lögberg - 13.10.1938, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.10.1938, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTCTDaGINN 13. OKTÓiBER 1938 3 þjóðanna og þeim áhrifum, sem verk þeirra valda á samtíÖ og fram- tíð, gætu dómarnir oröi'ð rökréttar undirstöður. Ef viö göngum nú inn á það, sem. hér er sagt, fer.mað- ur að geta áttað sig betur á, af hvaða toga stríðin eru sprottin og hverri stefnunni þeir tilheyra, sem til þeirra stofna. Og þar með fundin glögg rök fyrir þvi, sem Helgi segir, að hin svokallaða heimsmenning sé ‘‘helstefna.” Fáein mikilmenni allra alda hafa staðið á öndverðum meið við þessa stefnu — og sjáum við því glögglega, að slíkir eru “líf- stefnu-menn.” Af þvi, sem nú var ritað, verður það ljóst, þegar um mannlýsingar er að ræða, að það er ekki fullnægjandi að sanna, að einhver sá eða hafi verið stórskáld og listaskáld, heldur hvort þar sé um> “helstefnu” eða líf- stefnu” mikilmenni að ræða. — Þetta eru megin undirstöður, sem mannlýsingar verða að byggjast á, af hvaða tegund sem er. Því sé sá sem lýst er, ekki lífstefnumaður, hlýtur hann að vera helstet" nu-iuáð- ur, sé hann heilsteyptur — annars er hann beggja blands. Þá er að átta sig á, hver stefnan sé ráðandi í athöfnum þessa manns — eða hvort þar sé um jafntefli að ræða. Sé svo, dæmist slikur maður núll i mannfélaginu og gildi hans fer eftir því, hvar hann stendur að baki foringja sinum, því slíkur mað- ur getur ekki verið foringi á neinu sviði, nema að nafni. Og honum er sama í hverri Keflavíkinni hann rær. Persónulegir eiginhagsmunir ráða öllum hans orðum og gjörð- um, og hann svikur þjóð sína og lífstefnuforingjann (sé hann í liði hans) stundum fyrir minna en 30 silfurpeninga. . Þó hart sé að þurfa að segja þann sannleika, þá erum við flestir með honum merktir. í þessurn fjölmenna flokki hafa aldrei verið mikil skáld — eða stór- menni önnur. Þeir, sem eru heilsteyptir “hel- stefnumenn” eru flestir stórmenni og geta verið stórskáld og listamenn sumir, því þeir einir fá að njóta sín, víðast hvar í þessum heimi, eins og hann var í gær, og er i dag, og verð- ur að líkindum á morgun.— Þeir, sém eru heilsteyptir ‘iíf- stefnumenn” eru æfinlega stór- menni, sem aldrei hafa fengið að njóta sín (né þjóðirnar þeirra), hvorki lífs eða liðnir, hvorki í gær eða í dag, — og líklega ekki á morgun heldur ? Öllum ágætum mönnum, sem um Stephan hafa ritað á liðinni tíð, ber saman um að hann sé góðmenni og stórmenni, stórskáld og listaskáld. Þeir, sem vilja ljúka við heildar- mynd af Stephani og árétta það, sem áður er um hann ritað, munu rökstyðja það með glöggum litum, að hann sé “lífstefnu skáld” — og er það þó nærri óþarfi, því allir hinir hafa tekið það fram, þó þeir hafi komist öðruvísi að orði, og er þar með talinn vinur vor T. J. Oleson. Rökin fyrir þessari staðhæfingu eru ummæli hinna áður tilgreindu manna (í þetta sinn nafngreini eg Oleson einan). Nefnilega: þeim ber öllum saman um það, að Stephan sé mál- svari allra minnimáttar og undir- okaðra, hann sé friðarpostuli, hafi trúað á sanngirni og réttlæti, sann- leika þann, sem miðaði helzt til sam- tíðar og framtíðar bóta öllu mann- kyni og yfir höfuð öllu, sem stefndi í “lífstefnuátt.” Frá þessu stryki hafi hann verið ósveigjanlegur und ir öllum kringumstæðum, við hvaða ofurefli sem að etja var. Sumir telja þessa stefnufestu stærsta galla hans, en fyrir hana er Stephan stórmenni og lífstefnuskáld sinnar tíðar og framtíðar. Nú víkur aftur að ritgerð Ole- sons, og verð eg að taka hann bróð- urlega í hnakkajin, eins og eg var búinn að dragast á hér að framan, Eg verð að §egja minum kæra vin, að þó víða sé um sæmilegar álykt- anir að ræða í ritgerð hans, og sum- staðar ágætar, þá er ritgerðin í heild óferjandi sem heildarmynd af slcáld- inu. Sem sé: hann eyðileggur rit- gerðina sjálfur sem. ábyggilegt plagg, með því að byggja hana á ó- rökstuddum staðhæfingum, sem ekki NUGA-TONE ENDURNVJAK HEILSUNA 'NUGA-TONE styrkir hin einstöku llffæri, eykur matarlyst, skerpir melt- inguna og annað þar að lútandi. Veitir vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að almennri vellíðan. Hefir oft hjálpað er annað brást. Nokkurra daga notkun veítir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. ná neirtni átt, og gefur jafnvel í skyn, að það sé galli á Stephani, að hann beygi sig ekki fyrir almenn- ingsálitinu. Oleson byrjar ritgerð sína og stað- hæfingar á þessari þjóðlegu rök- semdafærslu: að nú séu liðin rneir en tíu ár frá dánardægri Stephans, og hin uppvaxandi kynslóð fari nú að geta dæmt réttar um skáldskap hans en hægt hafi verið að gera á fyrstu árunum eftir fráfall hans. Þetta mun vera rökrétt, sitji meirihluta tíðaranda-heimska í dómi, sem aldrei lætur “lífstefnumanninn” njóta sannmælis, hvorki lifs né liðinn, sem áður er ritað. Oleson telur já-bræð- ur og andstæðinga skáldsins hlut- dræga: “Stephan hefir t. d. verið af ýmsum talinn víðfeðmur og mjög svo frjálslyndur. Sannleikurinn er hið gagnstæðq.. Hann var ekki víð- feðmur. Hann var mjög svo skorð- aður. Sinnar .tíðar barn var hann algerlega. Það má lesa Stephan frá upphafi til enda, upp aftur og aftur, en það er aldrei hægt að finna að hann hafi t. d. þekt klassiskar bók- mentir, hvað þá heldur skrif miðald- anna. í stuttu máli sagt: hann þekti ekki menningu Evrópu gegnum ald- irnar.” Oleson gleymir að færa rök fyrir þessum staðhæfingum. Jafnvel má það teljast leyndarmál hvað hann meinar með þeim, því í framhald- inu virðist hann afsanna flest það, sem upp var talið. t Nú skal lítillega athuga ofantaldar staðhæfingar. Þeir, sem telja Stephan víðfeðman og frjálslyndan. hafa eflaust haft það í huga, sem flestum ber saman um, að honum hafi tekist betur en öðrum skáldum, að túlka viturlegar tilfinningar ein- staklinga og þjóða; að honum hafi ekki verið mislagðar hendur að yrkja um atburði, sem áttu sér stað í Asíu og Afríku heldur en i Evrópu og Ameríku, o. s. frv. Og frjálslyndi hans er fólgið í því, að hann vill öllum vel og ann öllum góðs, og eru kvæði hans rök að þvi. Og Stephan var “skorðað- ur” við það, sem nú var ritað: líf- stefnu stna. Sinnar tíðar barn hlaut hann að vera, eins og önnur börn. Mér er ekki ljóst hvað Oleson mein- ar með þessari staðhæfingu, og vil e& því gera grein fyrir hvaða skiln- ing eg hefi lagt í þetta máltak ís- lendinga: Sá, sem er sinnar tíðar barn, eins og við flestir erum, get- ur verið gáfaður og góðlyndur, eða það gagnstæða; en sjaldan eru slíkir mikilmenni eða skáld til frambúðar. Sá, sem er ekki barn síns tíma, getur oft verið heilsteyptur “helstefnu- maður,” stórmenni og skáld. Beitir slíkur viti sínu og ölluin áhrifum til að endurreisa og viðhalda öllu því, sem helzt hefir orðið til bölvunar i fortíð — og með áhrifum sínum skapar hann samtíð sinni böl og ó- hamingju framtíð, svo langt sem áhrif hans ná. Heilsteyptur “líf- stefnumaður” er æfinlega mikil- menni (eins og áður er sagt) og oftast skáld. Bendir hann þjóð sinni á 'alt hið mannúðlegasta, feg- ursta og drengilegasta úr fortíðinni (eins og Stephan gerði) ; starf hans er fólgið í því að bæta samtíð sína og undirbúa gæfuríkari framtið eins langt og áhrif hans ná. Nú sjáum við að Stephan G. er ekki eingöngu barn sinnar samtíðar. Sá sem “les Stephan frá upphafi til enda — upp aftur og aftur,” og skemst að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki þekt klassiskar bókmetir eða miðalda historíu Evrópu o. s. frv., á vægast sagt eftir að skilja skáldið, þó rnikiÖ hafi verið lesið. Að halda því fratn að Stephan hafi ekki þek't menningu Evrópu í gegnum aldirnar, eða strauma og stefnur þær, sem að skapað hafa hina svokölluðu “menningu vora,” er óferjandi. Það mætti eins vel halda þvi f ram> að hann hafi ekki þekt hnattstöðu álfunnar. Eg ef- ast um að aðrir hafi skilið betur og þekt: hermála, skólamála og trúar- bragða-pólitík fortíðar og nútíðar en hann, sem eins og kunnugt er, eru náðarmeðölin, sem helzt eru tal- in og beitt er á odd í menningar- sköpunarsögu þjóðanna.' Hitt er skiljanlegt, að Stephan sótti ekki efni í ljóða-byggingar sínar til miðalda Mið-Evrópu, ög munu fáir sakna þess. Nú heldur minn góði vinur Ole - son áfram og ritar: “Hann þekti að undanskildum íslenzkum bók- mentum, bókmentir Evrópu og Ameríku á átjándu og nítjándu öld- unum, þekti hina miklu “rational- ista” og vísindamenn, er voru uppi á þeim tímum.” — Þetta er ónota- leg setning, og sézt berlega, að hér er urn mátsögn að ræða við framan- taldar staðhæfingar hans. Hann sama sem gefur í skyn, að Stephan hafi ekki þekt íslenzkar bókmentir, og að þær bókmentir, sem hann telur upp, séu ekki klassiskar. Olesoti getur þess að hugsunarháttur Stephans sé slppaður af tiðarandan- um, og má það til sanns vegar færa, — og segir hann ekki hafa komist fram úr honum Stephan hefir látið sér nægja að bæta tíðarandann eftir föngum, og máske ætlað okkur yngri mönnunum að bjarga sér — ef við héldum að það borgaði sig. — “Samt áleit hann sig færan um að kveða upp dóm í flestum málum.” Margir munu telja óhætt að síaðhæfa, að afskifti hans af málunum beri honum vitni um, að svo hafi verið. Oleson telur Stephan staðbundinn i hugsunar- hætti og nefnir í því sambandi “nesjamensku” Sigurðar Einarsson- ar og fleira; segir að meining sin með þessum orðatiltækjum sé sú: “Að Stephani áuðnaðist aldrei að líta á lífið í heild sinni, að sjá það frá öllum hliðum þess.” Eg vil taka það fram hér, að lífið hefir tvær hliðar — önnur heitir “helstefna” hin “lífstefna,” og þekti Stephan þær báðar rækilega. Oleson telur Stephan ekki hafa þekt önnur trú- arbrögð en kristindóminn. Það hafa margir látið sér það' nægja, þeir, sem þjónuðu og trúðu á sann- leika þann,.sem miðaði helzt til bóta. “Allir prófastir urðu hjá honum að prófastinum á Vaði,” o. s. frv‘ “Hann fær ómögulega skilið af- stöðu annara.” “Og Stephan naut sín innan þessara skorða og þar sá hann það, sem var að sjá.” “Og eigilega gefur þetta kvæðum hans mikið af því gildi, sem þau hafa.” — Að skilja ekki afstöðu annaraf Höf. telur þennan dóm ekki eiga við kvæði hans um fornöld íslands, og telur Stephan hafa feykilega sannfæringu og einlægni, og sé það mark á þeim, sem hafa takmarkaðan sjóndeildarhring, o. s. frv. Fyrir einlægnina segir Oleson að mydirnar í kvæðum Stephans séu svo skýrar og kröftugar. “T. d. vísa eins og þessi:” “Hann hlóð upp hvern torfgarð, þó tyldi ekki neitt Af tildrinu mein-fúna og illa. Flest störf hans og ræða var rústa- verk eitt, Tómt ramb við í skörðin að fylla.” “Þetta, sem Stephani fanst mein- fúið tildur, fanst öðrum dýrmætur fjársjóður og óguðlegt að ráðast á hann.” En hverir höfðu nú á réttara að standa? Þegar um það er að ræða, að dæma um lífstefnu eða stefnu- form skálds, semi þjóð eða þjóðum er ætlað til siðferðis og stjórnar- farslegrar fyraTtnýndar, þá mega þeir, sem það gera, aldrei vikja frá því höfuð-atriði, sem byggist ein- göngu á þeim megin undirstöðum, hvort stefnuform skáldsins sé á- byggilegra samtíð og framtíð í “líf- stefnu” átt, en þær stefnur sem skáldið vill laga eða ryðja úr vegi. Eins og áður var getið, þá er hér um höfuð-atriði að ræða. öll önn- ur eru auka-atriði; jafvel skáldið sjálft, ættmenn þess og vinir. Þess- ari þrenningu hefir heldur ekki verið hlíft, þegar um það er að ræða að koma “lífstefnu” hugsjón og höf- undi hennar á kné. “Þeir létu hann þvi ekki njóta sannmælis í öllu.“ Oleson álítur það, að Stephan naut ekki sannmælis. En þangað er að rekja meinlokurnar í fari andstæð- inga hans. Og jafnvel samtíð okk- ar enn, sér ekki sína beztu menn. Svo kemst Stephan að orði í “Elói” sínu (II. s. 156) : Nú verð- ur farið, fljótt yfir sögu, þó efni til athugasemda sé fyrir hendi. — Um mæli Olesons um skáldið eru víða sæmileg og sum sönn, þó samræmið vanti að mestu (það vantar lika í mannfélagið). Oleson telur Stephan eiga fullan rétt á að láta skoðanir sínar í ljósi, telur hann mikið skáld; að hann trúi á mannúð, siðferði og sannleika; segir hann ólíkan Ohaucer, “sem gat horft á lífið og mennina án þess að láta sína skoð- un nokkurntíma í ljós.” — Og get- ur það tæplega talist kostur. — “Maður veit æfinlega álit Stephans á öllu.” “Lifsgleði finst varla í kvæðum Stephans.” Hann telur mörg kvæði hans enda á “moral,” á það víst að tákna galla, sem er í því fólginn, að Stephan hafi ekki haft svo mikla samúð með andstæðing- um sínum, að gangast inn á það — öðrum þræði, að hann sjálfur hefði á röngu að standa. Ástæðan fyrir þessari framkomu skáldsins þarf naumast útskýringu. Oleson telur Stephan halda eins fast við sína stefnu og andstæðingar hans haldi við sína, og er þar rétt m%ð farið — ef ekki fastar. Segir að honum hafi sárnað við þá, sem voru á öðru máli en hann. Og sýnir það bezt, að hann hefir viljað andstæðingum sínum vel. “Enda hafa fæst mikil- menni heimsins verið u'mburðar- lynd.” “Eitt enn verður maður að hafa í huga, þegar maður athugar kvæði skáldsins. Það er sú skoð- un, sem auðsæ er í þeim flestum, að tilfinning eigi engan rétt á sér, en aðeins skynsemin og vitið (er þetta náttúrlega sama og að segja að maðurinn eigi ekki að vera heill heldur hálfur). Ef skynsemin dæinir á einn veg og tilfinningin á annan, á hin síðarnefnda ætíð að lúta. Þetta mun hafa verið sann- færing Stephans. Þó oft ætti hann örðugt með að fylgja henni.” Ole- son virðist nú afsanna staðhæfingu sína um tilfinninguna, með seinustu málsgreininni. Hinu má halda fram, að sá, sem dregur svona á- lyktun af kvæðum skáldsins á eftir að lesa vel og skilja betur. Skyn- semi er vit og leiðin að meira viti, illviti eða góðviti, góðum eða illum tilfinningum; góðvit og tilfinning- ar hafa æfinlega móðgandi áhrif á illvit og tilfinningar, sem eðlilegt er, og eins á hinn veginn. Og svona stendur skákin, illvit og góðvit ber- ast á banaspjótum eins og stórveld- in, —- útslitin eru óráðin gáta í báð- um tilfellum, en liðsmunur mikill í öðru. Og hefði Stephan ekki stjórn- að tilfinningum sínum af viti í ná- kvæmum hlutföllum við yrkisefnin. í hverju einasta kvæði sinu, vaéri hann ekki þvílíkt góðmenni og stór- menni, sem flestir eiga eftir að átta sig á. Að menn lesi og riti um Stephan frá því sjónarmiði að skilja skáldið betur, er rökrétt uppástunga hjá Oleson. Hinu vil eg afráða öllum, fyrst um sinn, að telja sig færa til að gefa glögga heildarmynd af skáldinu. Þeir, sem á annað borð eru “lífstefnumenn” og vita af Stephani, lesa hann í frístundum sínum, og safna litum af málvérkum skáldsins, bera sig svo saman og blanda þeim sem fastir eru. Er þá fundið efni í myndina. Geta svo meistarar komandi alda teiknað hana á hugsjónasvið framtíðarinnar. Er þá búið að bjarga skáldinu fram úr þeim tíðaranda, sem var starfs- svið þess, sem áður er að vikið. Eg vil taka það fram hér, að úr kvæðum Stephans verður ekki val- ið í því andrúmslofti, sem íslend- ingar búa nú í, jafnvel þó ágætustu bókmentasnillingar ættu þar hlut að máli, til þess að vera nokkur veginn viss um að úrvalið yrði ekki létt- vægt fundið framar í sögunni. Eg þekki mann, sem hefir talsvert lesið Stephan til skilnings í s.l. 40 ár, og eg hefi heyrt hann segja, að lélegt kvæði væri ekki til í bókum hans — ef miðað sé við önnur skáld, — sömuleiðis sagðist hann Business and Professional Cards DR. B. J. BRANDSON DR. B. H.OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phones: 3 5 076 Cor. Graham og Kennedy Sts. 906 047 Phone 21 834—Office timar 3-4.30 Consultation by Appointment Heimili: 214 WAVERLEY ST. Oniy Phone 403 288 Heimili: 5 ST. JAMES PLACK Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Dr. P. H. T. Thorlakson SérfrœCingiir 1 eyrna, augna, nef 205 Medical Arts Bldg. og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St». Cor. Graham & Kennedy Phone 22 866 Viðtalstími — 11 U1 1 og 2 tll 5 Skrifstofuslmi — 22 2 51 Res. 114 GRENFELL BLVD. Heimili — 401 9*1 Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson DRS. H. R. & H. W. TWEED 272 HOME ST. Tannlœknar STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gólfi 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Talsími 30 877 Cor. Portage Ave. og Smlth St. Viðtalstími 3—5 e. h. PHONE 26 545 WINNIPEO H. A. BERGMAN, K.C. J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœöinpur íslenzkur lögfrœöinpur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. 800 GREAT WEST PERM. BLD. P.O. Box 16 66 Phone 94668 PHONES 95 052 og 39 043 LINDAL, BUHR Arlington Pharmacy & STEFÁNSSON o * Sérfrœðingar í lyfjaforskriftum Barristers, Solicitors, Notaries, etc. 796 SARGENT AVE. W. J. Lindal, K.C., A. Buhr vlð Arllngton Björn Stefánsson SIMI 35 550 Teleplione 97 621 Offices: Finni oss i sambandi viC lyf. 325 MAIN STKEET vindlinga, brjóstsykur o. fl. PRESCRIPTIONS FILLED J. J. SWANSON & CO. CAREFULLY LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEO GOODMAN DRUGS Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- Cor. ELLICE & SHERBROOK vega peningal&n og elds&byrgO af öllu tægi. Phone 34 403 We Deliver PHONE 94 221 A.S. BARDAL ST. REGIS HOTEL. 84 8 SHERBROOKE ST. 285 SMITH ST., WINNIPEG Selur líkkistur og annast um út- pægilegur og rólegur bústaöur ( farir Allur fltbflnaður sá bezti. miöbiki borgarinnar. Ennfremur selur hann allskonai Herbergi $2.00 og þar yfir; meC minnisvarða og legsteina. baðklefa $3.00 og þar yfir. Skrlfstofu talsimi: 86 607 Agætar m&ltiðir 4 0c—60c Heimilis talsimi: 601 562 Free Parking for Guests ekki treysta sér til að ákveða hvert | kvæði væri bezt, því þan skiftu hundruðum sem væru bezt. Nú víkur aftur að mínum kæra vin Oleson. Það er hverju orði sannara: “honum finst mennirnir hafa afbakað kenningu Krists, og honum sveið það sárt.” “Minn guð, því yfirgafst þú mig? Frá gröf hans hljómar kringum þig, Er sérðu heift og hjátrú lands Sig hópa kringum nafnið hans.” Það er þetta hróp frá gröfinni Krists, sem hljómar í hugskoti Stephans og allra “lífstefnumanna” þegar þeir dagsdaglega sjá heift og hjátrú lands hópa sig undir nafnið hans. Stephan skildi það manna hezt að einlægni og réttlæti áttu þenn an rétt, en ekki hatrið og heiftin. Að Stephan hafi nokkurn tíma afneitað Kristi, kemur ekki til neinna mála. Vísan sem Oleson víkur að, þýðir annað og betra: “En altaf getur góða menn, Oð guðspjöll eru skrifuð enn.— Hvert líf er jafnt að eðli og ætt Sem eitthvað hefir veröld bætt.” Það er óhætt að f ullyrða það hér, að guð gengur ekki persónulega i leikinn, til að útrýma ranglætinu úr heiminum, öðruvísi en með mönn- um, sem beita líkum vinnubrögðum og Kristur og Stephan. — “En þvi er þá ranglætið í heiminum (spyr Oleson) ef altaf getur góða menn.” Því er fljót-svarað: Við tökum ekki nógu mikið tillit til þess sem góðir menn halda fram. Við erum oftast á annari skoðun en þeir, um hvernig við eigum að stjórna okk- j ur sjálfum og heiminum. Og svo eru þeir svo fáir. En það hefir enginn bætt veröldina og enginn jgetur bætt hana, nema líf hans og j starf sé af guðlegu bergi brotið, eins og Stephan tekur fram í visunni. Oleson vitnar í kvæði Ólafs kon- ungs “Á Stiklastöðum,” fer um það réttmætum orðum: Drengskapur, mannvit, snild og hreysti. Þetta f jör, þessi kyngi kraftur, þetta orða- val, þessi einlægni, þessi trú á að maðurinn verði að berjast fyrir því, sem hann álítur rétt, þessi sannfær- ing um að skynseminni og samvizk- unni verði að fylgja” — og fleira sagt af drengskap og skilningi. (Sjá II, bls. 169). Kvæðaflokkinn, sem þriðja bókin byrjar á og tekur yfir rúmar 50 bls., telur Oleson ágætastan skáldskap af ljóðum Stephans, fer um hann sönnum og áhrifaríkum orðum: “Mesta og heilsteyptasta kvæði hans er ekki annað en ádeila á alt, sem er vítavert i samfélaginu, á undirferli, hræsni, smjaður, sannfæringarleysi, andleysi, mammonsdýrkun, harð- neskju hjartans. Þessi eldmóður, þessi sannfæring, þessi knýjandi þörf skáldsins, að vinna fyrir því sem einkennir kvæðið, gerir það að ineistaraverki. Því það er það, hvar sem á það er litið og hversu sem maður kann að vera á öðru máli en skáldið.” Og fleira slikt. Mér finst eg skilja þennan óséða vin minn Oleson. Hann hefir lesið þetta kvæði mest og skilið það bezt, og e rþar að auki sammála skáldinu og er þar að auki sammála skáldinu ræða fyrir hinn unga rithöfund, sem mun reynast honum drjúgur ham- ingjuforði á ófarinni lífsbraut. “Aftur á móti í Vigslóða hafa til- finningarna.r náð yfirhöndinni þvert ofan í orð Stephans sjálfs”: “Taki ei vit á tilfinningu Taumhaldið, kann enginn segja Hvernig hennar brautir beygja, Byljir í tiðar straumhvirfingu. Hún hefir verið voði í höndum Vanhyggju í öllum löndum.” (Framh. á bls. 7)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.