Lögberg - 13.10.1938, Side 4
1
LÖGKBERGr, FIMTUDAGINN 13. OKTÓÍBER 1938
Högtierg
GeflS út hvern firatudag af
IHE COLUMBIA PRE8B LIMITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
VerO IS.00 um áriS — Borgist fyrirfram
The "Lögberg" is printed and published by The
Cobimbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
JónasJ ónsson ] lý kur heimsókn
Heimsókn Jónasar .Jónssonar alþingis-
manns meðal Islendinga vestan hafs, er nú í
þann veginn að verða lokið; höfuðborg vest-
rænna Islendinga, Winnipeg, kvaddi hann á
þriðjudagsmorguninn; nokkura bústaði ís-
lenzkra manna sunnan landamæranna, ætlaði
hann að heimsækja á leið til skips, en frá New
York lætur hann í haf.
Jónas Jónsson hefir dvalið á meðal vor
hálfan þriðja mánuð eða því sem næst; svo
má segja að hann hafi ferð&st náttfari og
dagfari um hinar dreifðu nýbygðir vorar í
Canada og Bandaríkjunum; hann hefir flutt
ijölda fróðlegra erinda og með prúðmann-
iegri framgöngu sinni aflað sér óteljandi
vina; hann hefir látið sér hugarhaldið um
það, að sem víðtækast og varanlegast gagn
mætti hljótast af komu sinni og dvöl meðal
tslendinga á vesturslóðum; og engan veginn
er það ólíklegt, að sú verði raunín á um það
er kurl koma til grafar, að hann verði rétti-
iega 'talinn einn allra lagvirkasti brúarsmið-
urinn, sem til vor hefir komið að heiman.
Jónas Jónsson er frábærlega skygn maður
og hyggjufrjór; honum hefir löngum verið
viðbrugðið fyrir margháttaða hugkvæmni,
sem leitt hefir til litbrigðaríkra athafna í
íslenzku þjóðlífi; hann er ekki maður, sem
kunnur sé að svefngöngum; hann er vöku-
maður, sem ekkert tækifæri hefir látið sér úr
greipum ganga, er varpa mátti ljósi á þjóð-
ernislega baráttu vora og menningarleg
verðmæti hér með oss; og nú, þegar hann
hverfur heim, er hann maður at fróðari um
ahugamál vor afkvistaðra Islandsbania, en
liann áður var, þó jafnan hafi hnn látið sér,
flestum fremur, ant um andlegar samgöngur
milli íslendinga beggja vegna Atlantsála.
Oss skilst af ræðum hans, ritgerðum og einka-
samtali, að hugsjón sú, sem fyrir honum vaki,
sé- andlega fullvalda, íslenzkt framtíðarríki,
þar sem allir íslenzkir menn, og allar íslenzk-
ar konur, án tillits til búsetu, eigi sameigin-
ieg, andleg þegnrét'tindi; slíkt ríki telur hann
óhugsanlegt án íhlutunar af hálfu Islendinga
vestan hafs; fullkomins fjórðungs allrar ís-
lenzku þjóðarinnar eins og nú er farið að
orða það beggja megin hafsins. Og við hina
andlegu brúarsmíð, hlýtur þetta óhjákvæmi-
lega að takast til greina; brú þessa verður að
kyé?oJa frá báðum endum, eins og Dr. Richard
Beck ekki alls fyrir löngu nefndi það; eng-
mn einn allsherjar yfirsmiður segir þar fyrir
verkum; slíkt verður framkvæmt at beztu
manna yfirsýn báðum megin við hin bráðu
höf; þar verður gagnkvæm samúð að skipa
öndvegi. Máttars'toðir þeirrar andlegu brú-
ar, er tengja .skal um ódreymdar aldir greinar
hins sameiginlega kynstofns, þó önnur prýði
Arnarhol en hin landnám Leifs, eru tungan,
sagan og þær aðrar helgar ættarerfðir, er
blessað hafa íslenzku þjóðina frá kyni til
kyns.—
“Hvern þann, sem vann um æfi þar að,
eilífa lífsbókin nefnir.”
Aldrei verður það ofþakkað, sem vel er
gert; marga aufúsu gesti hefir heimaþjóðin
sent oss af og til undanfarin ár, er dvalið
hafa um nokkura hríð í gistivináttu vorri;
ekki hafa þeir allir litið sömu augum á silfrið
— eða sorann; þó hefir erindi þeirra verið í
rauninni eitt og hið sama, eða með öðrum
orðum það, að flytja oss kærkomnar bróður-
kveðjur og eggja oss til látlausrar baráttu
fyrir viðhaldi vorra þjóðernislegu helgi-
dóma.—
Og nú er síðasti gesturinn, Jónas Jóns-
son, lagður af stað heim. Islendingar vestan
hafs fylgja honum úr hlaði með einhuga
þakklæti fyrir komung, um leið og þeir árna
honum og íslenzku ])jóðinni giftu og fram-
ííðarheilla!
Agnes Sigurðson
Islenzk stúlka, ungfrú Agnes Sigurðson,
liðlega tvítug að aldri, efndi til píanóhljóm-
leika í Fyrstu lútersku kirkju á miðvikudags-
kveldið þann 5. yfirstandandi mánaðar; svo
glæsilegur var pianóhljómleikur þessarar
ungu og bráðgáfuðu stúlku, að engan veginn
er ólíklegt, að með honum hfefjist í rauninni
nýtt tímbail í hljómlistarsögu Islendinga
vestan hafs; alveg frábær tækni, ásamt hyl-
djúpri innsýn í anda og eðli viðfangsefnanna,
einkendi leik ungfrú Agnesar frá upphafi til
enda; hún túlkaðl tónmál sitt með slíkri festu,
er þeir einir gera, sem vald hafa. .Blaðið
Winnipeg Evening Tribune, gerir hljómleika
þessa ítarlega að umtalsefni, og lætur í ljós
undrun og aðdáun yfir þeim hátíðleik, er ein-
kent hafi hljómtúlkun þessarar ungu, íslenzku
stiilku.
Það er ekki einasta að ungfrú Agnes
Sigurðson sé efni í fágætan, afbragðs
pianista, heldur er hún og gædd næsta íhygl-
isverðri, frumskapandi hljómlistargáfu; lag
]>að ef’tir hana, “ Vögguvísan,” sem Pálmi
Pálmason lék á fiðlu á samkomunni, tekur af
öll tvímæli í því efni. Við hljómleikana að-
stöðuðu kennari ungfrú Agnesar, Miss Eva
Clare, Miss Snjólaug Sigurðson, Mrs. Lincoln
Johnson ög Pálmi Pálmason. Er óþarft að
taka það fram, hve góð skil þau öll gerðu
hlutverkum sínum.
Það var ekki út í hött, hið ágæta kvæði,
sem Guttormur skáld orti og helgaði ungfrú
Agnesi í fyrra, “Agnes og listin.”
Islenzkt bjóðerni
Guttormur J. Guttormsson skáld er ný-
íarinn heim til Kanada^ eftir nokkurra vikna
dvöl hér á landi. Guttormur er maður um
sextugt, fæddur í Vesturheimi, af íslenzkum
foreldrum, ;Og uppalinn þar. Hann hafði
aldrei fyrri til Islands komið. Kvöldið áður
én hann fór flutti hann nokkur kveðjuorð í
útvarpið. Þeir, sem á hlýddu vissu, að það
var kanadiskur en ekki íslenzkur bóndi, sem
;alaði. Þeir heyrðu það ekki. Ekkert í mál-
hreim hans minti á þann framburð, sem
margir þeir er héðan fara til Ameríku, 'til-
einka sér, jafnvel eftir tiltölulega stutta dvöl
vestra.
Guttormur talaði um íslenzkt þjóðemi í
Wsturheimi. Hann var1 miklu bjartsýnni
um framtíð þess, en menn eru alment hér á
landi. Hann sagði frá því, hvern orðs'tír Is-
lendingar hefðu getið ^ér vestra. Hann
sagði frá þeirri viðurkenningu,, sem þeir
hefðu hlotið af helztu stórmennum hins nýja
iands. T. d. væiri núverandi landstjóri í
Kanada, Tweedsmuir lávarður hinn mesti
vinur Islendinga vestra, hefði kynt sér bók-
mentir okkar, og vildi gera veg landa vestra
sem mestan.
Guttormur lét í ljós, að nú væri vöknuð
ný þjóðernisalda meðal Islendinga í Vestur-
heimi. Það væri að komast inn í meðvitund
landa þar, hver sómi það væri, að vera af ís-
ienzku bergi brotinn, og láta sér ant um þjóð-
orni sitt og tungu. Af þessum sökum var
Guttormur vonbetri um íslenzkt þjóðerni þar
í landi en við höifum alment verið hér heima
fyrir.
Sjálfur er Guttormur lifandi sönnun þess,
hve þjóðernið er lífseigt. Hann er af annari
kynslóðinni vestra. Honum hafði í bernsku
ekki verið kent að nefna bókstafina á íslenzku.
Hann “stafaði” á ensku. En þrátt fyrir
þetta talar hann svo kjarngott og lýtalaust
íslenzkt mál, að sjaldgæft er að heyra hér á
iandi. Og það er ekki nóg með að hann tali
málið eins og þeir sem bezt gera. Hann rit-
ar auk þess auðugt og blæfagurt íslerjzkt mál,
bæði í bundnu máli og óbundnu. Því Gutt-
ormur er bæði sem rithöfundur og ljóðskáld í
fremstu röð Islendinga, austan hafs og
vestan.
Englendingar telja, að sumar borgir í
samveldislöndunum, séu enskari en sjálf
Lundúnaborg. Það má mikið vera, ef River-
tonbygðin í Kanada, þar sem Guttormur á
heima, er ekki eitthvert íslenzkasta bygðar-
iagið undir sólunni. Menn geta komist þar
af innanhéraðs, án þess að kunna nokkurt
annað mál en íslenzku. En aðrir innflytj-
endur, sem setjast þar að, t. d. pólskir kaup-
menn, hafa séð það ráð vænst, að læra ís-
lenzku.
Heimsókn Guttorms var okkur í heima-
iandinu að mörgu leyti lærdómsrík. Hann
er ættaður austan af Fljótsdalshéraði. Og
ekkert í málfari hans eða fasi, benti til ann-
ars, en hann kæmi beina leið austan af Hér-
aði í staðiim fyrir beina leið frá Kanada.
Sro ramm-íslenzkur er hann, þessi kanadiski
bóndi.
Hér heima fyrir, verður að játa, að við
höfum ekki á síðustru árum verið eins vak-
andi um þjóðernisniálin og áður var, meðan
sjálfstæðisbaráttan stóð sem hæst. 0g þó
vitum við öll, að þjóðernið og tungan ollu
mestu um það, að fullveldisviðurkenningin
fekst.
Okkur er holt að hugleiða það, að landar
okkar vestra, sem hafa komið þangað um-
komulausir og mállausir, hafa kynt
sig svo, að þeini er skipað tli sætis
við háborðið, meðal allra hinna
mörgu þjóðflokka þar í landi. Og
hitt er ekki síður eftirtektarvert, að
þeir sem bestir borgarar, hafa reynst
í hinu nýja landi, eru einmitt þeir,
sem jafnframt eru ræktarsamastir
niðjar gamla landsins. Þetta virð-
íst benda til þess, að þjóðernistil-
finningin sé sá eiginleiki, sem auð-
kennir góða og nýta borgara, hvar
sem þeir eru á jörðunni.
Heimsókn Guttorms hlýtur að
vekja okkur til umhugsunar um
það, hvernig okkar eigin þjóðernis-
málum er komið, hvort ekki sé á-
stæða til að leggja við þau meiri
rækt en gert hefir verið nú um
stund.—Morgunbl. 17. sept.
Uppdráttur Islands
eftir Olaus Magnus fyrir
400 árum.
í Stockholms Tidningen frá 31.
júlí síðastl. er grein eftir Carl
Magnusson skjalavörð, um land-
fræðinginn mikla, Olaus Magnús
biskup. Þar bendir hann m. a. á
það, að næsta ár eru liðin 400 ár
siðan hann fullgerði og sendi frá
sér hinn fræga uppdrátt sinn af
Norðurlöndum, er hann nefndi
Sarta Marina. Uppdráttur þessi
nær yfir öll Norðurlönd og ísland
með, svq og nokkurn hluta Eystra-
saltslandanna. Þó hann sé harla ó-
nákvæmur, ófullkominn og kynja
blandinn, þá var að honum mikil
framför frá því sem áður var. M.
a er þetta fyrsti uppdrátturinn þar
sem tilgreint er að úthaf umlyki
norðanverðan Noreg. Áður var
talið að vera land “norðurúr” og
eigi sýnt hvar endaði.
Höfundur greinarinnar í Stock-
holms Tidningen, Carl Magnusson,
hefir rannsakað æfisögu og starí
Olaus Magnús og bróður hans, Jó-
hannesar. Hann skýrir m. a. svo
frá í grein sinni:
Þegar lúterska kirkjan sigraði
kaþólskuna á Norðurlöndum fyrir
400 árum síðan, varð mikið umrót
meðal klerkastéttarinnar. Hinn
voldugi Gustav Vasa reis gegn ka-
þólsku kirkjunni og lagði undir sig
klaustur- og kirkjueignir. Hinir
miklu prélátar, sem áður voru, urðu
að flýja land, og eigur þeirra voru
gerðar upptækar.
Meðal þeirra Svia, setn héldu fast
við trú forfeðranna voru þeir bræð-
urnir Jóhannes og Olaus Magnús.
Var Jóhannes síðasti kaþólski erki-
biskup Svía.
Bræður þessir voru fæddir i
Linköping. Þeir voru af borgara-
legum ættum, faðir þeirra var félagi
í skósmíðafélagi borgarinnar. Jó-
hannes var fæddur árið 1488, en
Olaus 1490. Þeir fengu gott upp-
eldi og fóru ungir til náms til er-
lendra háskóla og tóku guðfræði-
próf. Þegar Jóhannes var í Róm,
var hann útnefndur sem fulltrúi
páfa hjá Stein Stúra, og varð þann-
ig háttsettur maður á fósturjörð
sinni. En Olaus komst þar aldrei
hærra en vera kanúki, eða dóm-
kirkjuprestur. Um skeið var hann
préstur í borgarkirkju Stockhólms.
Olaus stóð þó vafalaust framar
bróður síum að gáfum. Hann hefir
verið tálinn merkasti mentafröm-
uður Svía á fyrri hluta 16. aldar.
•f -f
Fáir samtíðarmanna hans höfðu
haft tækifæri sem hann til þess að
ferðast um Norðurlönd, alt frá
unglingsárunum. Síðar, eftir að
hann var orðinn landflótta, fékk
hann tækifæri til að ferðast um
Þýzkaland og Niðurlönd, Pólland
og ítalíu. Hann hafði svo skarpa
athyglisgáfu, að hún minnir mann
á Linné. Og alt sem hann sá og
heyrði á ferðum sínum ritaði hann
niður hjá sér, og notaði síðan er
hann ritaðL hina merkilegu sögu
sína um Norðurlandaþjóðirnar.
Hvar sem hann kom, spurði hann
alþýðu manna spjörunum úr, og
sjómenn og veiðimenn er urðu á
vegi hans. Að lýsingar hans þyki
nútímamönnum nokkuð afkáraleg-
ar, kemur til af því, að heimildar-
vitni, og svo hitt að hann sjálfur
treysti heimildarritum fornaldar-
innar um Norðurlönd.
Þegar þér þurfið
að senda peninga í burtu-
SKULUM VÉR GERA ÞAÐ
FYRIR LITIL ÓMAKSLAUN
Vér skulum með ánægju hjálpa yður við að
senda peninga hvar sem vera vill í EVrópu
og Bandaríkjum.
T H E
ROYAL BANK
O F CANADA
Eignir yfir $800,000,000
Þegar á unga aldri lagði hann
stund á þjóðfræði, er hann t. d. sem
14 ára piltur fór með skólabróður
sinum og föður hans til Osló. Á
þeirri ferð skrifaði hann ýmislegt
hjá sér, sem er að finna í Norður-
landasögu hans. Árið 1518 var hann
kanúki í Uppsölum, þá var honum
falið að leggja land undir fót og
vísitera allar kirkjur í Norðurbotn-
um. Þessi ferð tók hann heilt ár.
Átti hann að heimsækja allar kirkj-
ur í héruðum þessum, og “vinna þar
öfluglega fyrir hinni sönnu kristnu
trú, gegn. villutrú Lúthers, sem nú
! breiðist meira og meira út.”
Hann kom í hverja einustu sveit
j i norðanverðri Svíþjóð, og fór
| einnig um Noreg. Ferðaðist hann
að mestu leyti á hestum, en stundum
á fleytum eftir ám.
Er hann kom úr þessari ferð, var
' hann um tima prédikari í Stock-
hólmi. Þar varð hann sjónarvottur
að blóðbaðinu mikla, og lýsir þvi
átakanlega í sögu sinni.
Jóhannes bróðir hans kom nú
heim frá Róm og var útnefndur sem
erkibiskup í Uppsölum. Þetta var
árið 1524. Var nú Olaus sendur til
Róm til þess að fá staðfestingu á
útnefningu bróður sins. En Olaus
kom aldrei heim til Svíþjóðar úr
þessari ferð. Hann var útlagi frá
fósturjörð sinni það sem eftir var
æfinnar á ferðalögum i 33 ár, unz
hann lézt árið 1557.
Árið I530gerði Gustav Vasa allar
eigur Olaus Magnús upptækar.
Eftir það lifðu þeir bræður við bág-
indi i útlegð sinni, þangað til þeir
komu til Eeneyja árið 1538. Þar
hittu þeir kirkjuhöfðingjann Hiero-
nýmus Quirinus er tók þeim tveim
höndum. Gat Olaus Magnús unn-
ið eitt ár í skjóli þessa velvildar-
manns síns að þeim landauppdrætti
sem gerði nafn hans ódauðlegt sem
eins mesta landafræðings og korta-
gerðarmanns 16. aldar.
Hér skal þá staðar numið að til-
færa ummæli landa hans i hinni
ofannefndu blaðagrein. Skal þá í
stuttu máli rifja upp hvaða skil
þessi lærði og frægi landfræðingur
gat gert íslandi á uppdrætti sínum.
Til íslands kom Olaus Magnús
aldrei. Varð hann því að öllu leyti
að styðjst við frásagnir annara, bæði
um uppdrátt og lýsingu á landi og
þjóð, sem hann vikur að á ýmsum
stöðum í bók sinni.
En þó hér sé allmjög málum
blandað þá er dómur Þorv. Thor-
oddsen um lýsingu hans á landinu
þann veg, að “frásögnin hjá honum
sé miklu meiri og fjölbreyttari en
hjá hinum sem áður hafa ritað (um
landið), og þó ýmislegt sé undar-
legt, þá er þó aðalefnið rétt, og
bendir á töluverða þekkingu á Is-
landi.”
Og þó lögun landsins á uppdrætt-
inum sé ólik hinni réttu, þá segir
Halldór Hermansson að auðséð sé,
maður hafi teiknað útlínur þess, sem
siglt hafi umhverfis landið, ellegar
fengið upplýsingar um landið frá
fyrstu hendi.
I landfræðisögu Þorvaldar Thor-
oddsen lýsir hann uppdrætti Olaus
Magnús þannig:
Á uppdrætti þessum er íslad af-
langt frá suðvestri til norðausturs,
en inn í það ganga margir smáfirð-
ir. Margar myndir eru á landinu,
og eru þær flestar hinar sömu og
eru í bókinni (Olaus Magnús
Bothus: Historia de gentibus sept-
entrionalibus. Romæ 1555). Suð-
ur með landinu að austan eru að
reka stórir ísjakar og á ísnum
syðst reu tveir stórir hvítabirnir.
Annar er að éta fisk.
Á nyrsta odda landsins situr
maður, sem er að leika á fiðlu, og
koma fiskar og sjófuglar (álftir?)
syndandi, er þeir heyra hljóminn.
Þar fyrir sunnan er refur að hlaupa
yfir landið, og svo eru sýnd op á
hellum, sem ibúarnir búa í. Á
ströndinni fyrir neðan eru brynjaðir
riddarar. Fyrir vestan hellana er
ríðandi maður, er fyrir sunnan tvö
vötn og á miðri norðvesturströnd-
inni sitja tveir fuglar, sinn á hvoru
nesi, og stendur við annan þeirra
orðin “hvitir fálkar,” en við hinn
“hvítir hrafnar.” Þar hjá er skjald-
armerki Islands, kröndur fiskur, og
skjaldarmerki Noregs, krýnt ljón
með öxi. En þar vestur af er
hvítabjörn i helli.
Á suðvesturhluta landsins eru
eldfjöll, með snjó hið efra og eldi
hið neðra. Þar eru klettar reglu-
lega lagaðir mð höggnu letri. Þar
sézt Helgafell, smjörtunnur, naut,
Skálholt og Hólar. Þar eru brenni-
steinsker, fiskhlaði og tjöld kaup-
manna við ströndina.
Á vestur og suðurenda landsins
eru ýms staðanöfn. Vestrabord á
skaganum á norðvesturhorninu á
líklega eitthvað skylt við Vestfirði.
Þar er Isafjörður, og akker fyrir
utan, sem á að tákna skipaleg.
Sunnar er yzt á nesi nafnið Jokel
(Snæfellsjökull). Við flóa þar
fyrir sunnan Hanafjord (Hafnar-
fjörður) og er skip fyrir utan með
landfestum. S.vo eru Foglasker
fyrir utan nes þar suður af, og þrjár
eyjar liggja suður með landinu þar
austur af og þar stendur Vespean
( Vestmannaeyj ar ?). Á ströndinni
nokkru austar er nafnið Ostrabord
°g liggja tvö skip fyrir akkerum
fyrir utan, og stendur nafnið
“Bremen” hjá öðru.”
Þetta hefir Þ. Th. um uppdrátt-
inn að segja bg myndirnar, og nöfn-
in, sem á honum eru. Fleira sézt á
uppdrættinu, ef hann er grandskoð-
aður.
Við tækifæri verður vikið hér að
nokkru því, sem þessi landfræðing-
ur segir i bók sinni um Island.
—Lesb. Mbl.
Skáldið Guttormur
J. Guttormsson
Eftirfarandi rœðu fhitti Guðm.
Finnbogason Landsbókavörður í
sarnsœti félags Vestur-lslendinga á
sunnudaginn var.
Eg hefi oft dáðst að einu smá-
kvæði eftir einn heiðursgestinn
hérna í kvöld, skáldið Guttorm J.
Guttormsson. Það heitir “Sál
hússhússins og byrjar svona:
Sál hússins er eldur á arni
og eldur á lampakveik.
Ef farið er rangt með þann f jársjóð,
þá fyllist húsið af reyk,
og‘gluggarnir sortna af sóti
og syrtir að um rúm;
þó úti álfröðull Skíni,
er inni nótt og húm.
Þetta ber svip hins ósvikna skáld-
skapar. Myndin af húsinu með eld
á arni og sambandi arineldsins við
húsið er skýr og lifandi. Vér finn-
um það út í hverja taug, hve árið-