Lögberg - 13.10.1938, Síða 5

Lögberg - 13.10.1938, Síða 5
LÖGBiSRG, FIMTUDAGINN 13. OKTÓBER 1938 5 andi þaÖ er aÖ fara rétt meÖ eldinn, svo að alt fyllist ekki af svælu, sem sezt fyrir kverkarnar, gerir þungt um andardráttinn, blindar gluggana. svo að ljós umheimsins nær ekki inn, eða það kviknar í húsinu og alt b^nnur til ösku, eins og lýst er i næsta ernidi kvæðisins. En jafnframt hefir skáldið þarna með einu orði gert erindið að ágætri lýsingu á sambandi sálar og líkama, mint á þann mikilvæga sannleik, að heilbrigði og viðhald líkamans og samband vort við umheiminn er undir því komið, að rétt sé farið með sálaröflin, að sálin sé heilbrigð. Og enn má sjá lengra í þessari mynd. Húsið verður imynd þjóð- arinnar, arineldurinn hið andlega líf hennar. Undir því er allur þrifnaður þjóðarinnar kominn, að andlegt líf hennar sé heilbrigt. Ann- ars á hún á hættu, að alt fari í upp- nám og að dagar hennar séu taldir: Ef út frá arni og lampa fer afvega hússins sál, og verður ei heft né hamin, þá hleypur alt í bál; að sál það alt hefir orðið, sem æðir gönuskeið; í blindni hún brennir til ösku sinn bústað og deyr um leið. 1 ljósi þessa kvæðis sé eg nú skáldið, sem hérna situr. Sál hans er eldur á arni. Sá arinn er hlað- inn vesfur í Nýja íslandi, en úr ís- lenzku stuðlabergi. Þ^ð hefir logað glatt á þeim arni, og súgur andrík- isins hefir verið nógur til þess, að engin svæla eða stybba hefir komiö í húsið, né sót sezt á gluggana og hamlað sólarljósinu að komast inn. Á þessum arni hefir að vonum mest verið brent kanadiskum eldivið, en þó leggur þar oft fyrir vitin á manni íslenzkan birki-ilm eg held helzt úr Hallormsstaðaskógi, og lítur út fyrir, að foreldrar Guttorms hafi haft almikinn viðarköst með sér, er þau fluttu vestur, hvernig sem þau hafa komið honum í farangrinum. Það er gaman að horfa í þennan arineld. Hann er svo kvikur og kankvis: Stundum seilast rauðar tungur alt í einu eftir einhverjum feysknum kvisti, sem hreykir sér á hrúgunni, og leika sér að "þvi að kippa honum ofan í bálið og iáta snarka skringilega í honum. En annars má i þessum eldi sjá hvers- konar myndir mannlífsins, eftir því hvernig eldsneyti er og hildarleik- ur ljóss og skugga gengur hverja stundina. Um það skal eg ekki orðlengja, en hitt vil eg segja, að þegar litið er yfir varðelda íslenzkr- ar tungu og bókmenta hvar um heim sem þeir þrenna, þá mun eldurinn á arni þínum, Guttoriflur J. Guttorms- son, sóma sér vel og hið einkenni- lega Ijósblik hans stafa vonargeisl- um til þeirra, er ugga um framtíð íslenzkunnar í Vesturheimi. Þú ert hið bezta dæmi þess, hve þrótt- mikil, hrein og frjó íslenzkan getur lifað á vörum manna, sem fæddir eru í Vesturheimi og ala þar a'.dur sinn. Þú ert einn hinna ágætu út- varða íslezkrar menningar. Heill þú komir, Heill þú aptr farir, heill á sinnum sér! —Lesb. Mbl. n. sept. A kettle is like an old maid. It gets all steamed up over nothing. 5 Dánarminning Að heimili sínu í Swan River, Man., andaðist Bjarni Finnsson 12. september 1938, eftir langt og strangt sjúkdómstríð af völdum krabbameins. Hann var fæddur 19. september 1865. Foreldrar hans voru Finnur Bjarnason og Jarð- þrúður Eyjólfsdóttir ættuð af Fljótsdalshéraði i Suður Múlasýslu. Þegar Bjarni var 11 ára, 1876, fluttu foreldrar hans til Vestur- heims og settust að í Nýja íslandi, skamt fyrir sunnan þar sem Hnausa er nú. Eftir 5 ára dvöl þar, 1881, fluttu þau suður til Dakota, skamt frá Akra, og þar ólst Bjarni upp til þess hann fór að eiga með sig sjálf- ur, og bjó á ýmsum stöðum þar til árið 1877 að hann hætti og fór norður að Manitobavatni og vann þar í tvö ár, mest hjá frönskum hjarðmanni. En i marzmánuði 1899 lagði hann land undir fót með annan mann til fylgdar norður í ó- bygðir, með lítinn handsleða í eftir- dragi, með því nauðsynlegasta: lítið tjald, nesti og föt. Þeir hreptu blindbyl, en sáu lítt frá sér fyrir skógum, hæðum og vegleysum. Þeir hittu fyrir Indíána-kofa og gátu fengið dálitla hugmynd hvar þeir voru; svo héldu þeir áfram í snjókrapa elg þar til þeir komu norður að Swan Lake. Þaðan tóku þeir stefnu suðvestur og urðu þá að bera dót sitt í gegnum vatn og for; komust þeir til Swan River í apríl, eftir mánaðar hrakning. Þar stað- næmdist Bjarni. Þá var verið að leggja járnbraut inn í dalinn. Þá um vorið kom Finnur faðir hans að líta eftir landi, en fór til baka að sækja fólk sitt og búslóð, en Bjarni var eftir að búa undir komu föður síns. Hann sló alt hey tneð orfi og forkaði saman með heykvísl. Um haustið kom Finnur og settist á land 10 mílur norðaustur frá Swán River. Þar var Bjarni hjá þeim t fjögur ár. 1902 gekk hann að eiga Júlíönu Málfríði Jónasdóttur; árið eftir byrjuðu þau búskap á heimilis- réttarlandi sinu fjórar rmlur frá föður hans og bjuggu þar til 1911, að þau hættu búskap og fluttu í bæ- inn Swan River, og þar hafa þau verið síðan. Þeim var f jögra barna auðið; Anna Þrður, 35 ára, gift Wíilmer Andrew, er búa úti á landi; hin öll heima hjá móður sinni: Jónas Jóhann, 29 ára, vinnur á járnbraut; Finnur Sigvaldi, 28 ára, keyrir út vörur og Lilja Guðbjörg 24 ára, vinur í búð, öll vel gefin og myndarleg. Tvær systur lifa hann, Borghildur, Mrs. Swanson og Anna Kristbjörg, Mrs. Laxdal, báðar i Bowsman River. Mörg ár vann Bjarni við póstflutninga í bænum síðustu árin var hann “janitor” við bankann. Hann lét ekki mikið á sér bera, en vann því meir í kyrþey, bæði við heimilið og utan heimilis, því hann var sívinnandi, vel kyntur öllum er hann þektu, ástríkur eigin- maður og faðir. Blessuð sé minn- ing hans og þökk fyrir samfylgdina, minn forni góði vinur og samverka- maður. E. J. Breiðfjörð. Mind Over Matter He had never struck such a stuffy hotel in his life. In vain did he try to sleep. He G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) GOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnaett 1832 25 oz. $2.15 KlsUi UsnglsgrerS I C&nada 40 oz. $3.25 Thls advertlssmcnt Is not lnserteil hy the Oovernment Llquor Control Commlsslon. The Commlssion Is not responslble for statements made as to quality or products advertised Frú Theodóra Thoroddsen 75 ára Ef að eg væri orðin rík — ekki’ er að tvíla það — eg sendi þér annað austur í Vík en örlítið pappírsblað. Það hæfa’ ekki orð í hálfum línum hátíðisdeginum þínum. í hjarta mér áttu ósungið ljóð, þó aldrei það komist í brag; en skáldunum hæfir að yrkja óð um afmælisbarnið í dag. Nú heilsar þér árið með svipmiklum sýnum. Það er sól yfir sporunum þínum. Hún var ekkert smáræði gæfu gjöfin, sem gafstu íslenzkri þjóð. Nú gulhörpur fossanna, fjöllin og höfin flytja þér afmælisljóð, cg heiðloftin blessun í litum og línum lýsa’ yfii deginum þínum. Þín list-er mild eins og morgun- blærinn og margþætt sem árroðans bál, því óskar þér heilla Ingólfsbærinn pg ísland af lifi’ og sál, og gróðurinn ungi með eldhuga sínum afrekum fagnar þinum. Mimir ungri þér unni af hjarta, hann alt lagði’ að fótum þér, og dísir vorsins með víðsýnið bjarta vissu þú fylgdir sér. • • Og kongsriki gaf þér kórónu sína og kóralla’ í hálsfesti þina. En lífið er. margbreytt; í myrkurs sýnum mættu þér sorgir og tál. En þú hefir gengið gulskóm þínum gegnum logandi bál. Nú aftaninn lyftir árroðaná tjöldum með árangri þúsundföldum. Verði kveldið þér bjart. Það er bænin mín, blessi þig drottins hönd, berðu’ okkur ennþá boðnar vín Braga, sagnir um ókunn lönd. Fljúgðu svanur, með söngva kvaki með sjötíu’ og fimm ár að baki. V. S. Lesbók Morgunbl. Heyrt og séð Þessir Skotar hljóta að vera lé- legir hermenn, sagði amerikanskur ofursti. — Þeir tíma vafalaust ekki að hleypa af byssunum. —Þeir fá engin skotfæri hjá okk- ur, svaraði enskur kafteinn. Við segjum þeim bara, að þarna fyrir handan, hjá óvinunum, sé nóg af skotfærum, sem þeir geti fengið fyrir ekki neitt. Og þá verður nú heldur handagangur í öskjunum. Það er ómögulegt að halda aftur af þeim. Nei, Skotar eru beztu her- mennirnir okkar. -f -f —Það var úrsmiðnum sjálfum að kenna að eg stal þessu úri, sagði einn margdæmdur fyrir réttinum. —Úrsmiðnum að kenna? sagði dómarinn forviða. — Hvernig þá? —Jú, hann hafði hengt upp í gluggann stórt spjald áletrað: “Not- ið tækifærið,” svo að auðvitað not- aði eg tækifærið. -f -f Hans og Pétur höfðu lengi verið í háa rifrildi og létu mörg ljót orð falla. Loks vildi Pétur sættast og sagði: —=Við skulum nú sættast Hans minn. Þú kallaðir mig þorsk, og eg sagði, að þú værir mesti gras- asninn í borginni. Jæja við erum nú máske ekki bráðgáfaðir, hvor- ugur okkar, að minsta kosti ekki þú, og engin fifl erum við nú heldur, að minsta kosti ekki eg. Hans vildi ekki sættast á þessa málamiðlun, -f -f Rithöfundurinn Max Halbe bjó J Munchen, en brá sér altaf til Ber- linar, til þess að vera við frumsýn- ingar á leikritum sinum. Honum dvaldist oft lengur í Berlín en hann ætlaði sér. Einu sinni sem oftar sat hann við gleðskap með kunningjum sínum, þeir vildu ekki sleppa honum og ein Til Herra Jónasar Jónssonar fyrrum dómsmálaráðherra tslands Sæll og margblessaður, velkominn vertu vestur um haf, til að kynnast oss hér. Umkringdur hollvættum hvervetna sértu, háttvirti gestur, eins vítt sem þig ber. I’öðurlands stoð ertu sterk og óklofin, styður þess heill meðan hjarta þitt slær. Kóróna þín er úr þrekvirkjum ofin, þakklæti flytji þér liiminn og sær. Margfalda þökk fyrir komuna, kæri, kærleikur glæðist þá heimsókn er gjörð; oss hefir skilist að vináttan væri vegur til lífsins á himni og jörð. Kveðju frá okkur til ættjarðarinnar óskum vér heitt að þú flytjir með þér. Leiði þig aftur til eyjunnar þinnar almættishöndin, sem leiðir oss hér. V. J. GvMormsson. 6. september 1938. Wellington sagði, að návist Napoleons hjá hersveitum hans væri á við 40,000 hermenn. St. Bernhard hafði svo mikið vaM yfir mönnum með fortölum sínum, að mæður földu syni sína og karlmenn vini sína, til þess að hann gæti ekki talið þá á það að ganga í klaustur. Fáir, sem hann náði til, gátu staðið af ,sér fortölur hans. •-----Alþýðubl. YETRARKOMA Gróður vallar dregst í dróm, drifinn mjallarletri; laufin falla, fölna blóm, fer að haila að vetri. Lífsins gengi breytir blæ,— brestur strengur þíður; tún og engi fallið fræ frosið lengi bíður. lestin fór af annari, án þess hann færi með. Loks þegar hann ætlaði að gera alvöru úr gamni og hafa sig af stað, kom það í ljós að skónum hans hafði verið stolið fyrir framan her- bergisdyr hans á hótelinu, þar sem veizlan hafði staðið. Vinur hans, Paul Schlenther, sendi frú Halbe svohljóðandi skeyti: “Max kemst ekki heim, skóm stolið.” Frú Halbe svaraði: “Alveg hræðliegt! Útvegið bezta málafærslumanninn í Berlin. Sann- ið að Max hafi stolið þeim i fylliríi.” -f -f —Jæja, þú getur ráðið því, hvort þú trúir mér eða ekki. En eg reyndi einu sinni að synda yfir Eystrasalt. —Gaztu það. —Nei, eg átti eftir fáeina metra að landi. En þá uppgafst eg, varð að snúa við og synda til baka. —Visir 5. sept. -f -f Vitur maður sagði eitt sinn : —Ef þú vilt að orð þin hafi á- hrif, þá verður þú að segja álit þitt með fáum og vel völdum orðum, skipulega og skörulega fram born- um. Orðin eru lik sólargeislunum, því meir sem þeir eru saman dregn- ir i brennigleri, því dýpra brenna þeir. -f -f Fljótur veðhlaupahestur var eitt sinn svo óheppinn að hlaupa inn í miljónaflokk af mývargi. Flugurnar settust á hestinn og byrjuðu að bíta hann, því fastar sem hann herti hlaupið, þegar hann ætlaði að flýja; þær þurftu að bíta sig sem fastast til að halda sér. Þannig hljóp hest- urinn' þar til hann var kominn að niðurfalli, en við flugurnar losnaði hann ekki. Þanrrig fer fyrir manni, sem ætlar að flýja frá óhámingj- unni; hann verður að afstýra henni á annan hátt en að flýja; og hepnist það ekki, verður hann að bíða þol- inmóður þar til skin kemur eftir skúr. -f -f I hvaða stöðu sem menn eru, hvort sem hún er há ega lág, liggja steinar á veginum. -f -f Hinn nafntogaði fiðluleikari Geradine var eitt sinn spurður að því, hve lengi hann hefði verið að læra að leika svo vel á hljóðfærið; þá svaraði hann: —Tólf stundir á dag í 12 ár, og er ekki- hálfnaður ennþá að læra. -f -f Eins og jurtin og tréð fer eftir því fræi, sem sáð er, fara lífskjör manna eftir því fræi, sem þeir sjálf- ir sá. -f -f Glaðlyndi og létt lund er góð eign. Sumir menn finna hvarvetna gleði og fögnuð, en aðrir eru eins og þei- væru ætíð við jarðarfarir. , Hermaður, sem misti báða fæt- urna i'orustu, sagði glaður: —En sú heppni, að það voru fæturnir, en ekki handleggirnir, sem fóru. Sumir safna hunangi eins og bý- flugan, en aðrir eitri eins og köngu- lóin. -f -f Einn spekingur hefir sagt: —Eg gef ætið gætur að ungum mönnum, sem bíða fyrsta ósigur lífsins. Eg sé þá, hvað í þeim býr. Ef þeir láta hugfallast eða víkja til hliðar og fela sig eða fara að káka við eitthvað annað, þá munu þeir aldrei komast hátt í heiminum. En ef þeir rétta úr sér, með festu og luigprýði, þá geta þeir gert sér von um sigur. -f -f Þegar kunningi hins mikla hug- vitsmanns Edisons, spurði hann, hvort nokkuð af uppfundingum hans hefði komið í huga hans af til- viljun, svaraði hann: —Ekki nema hljómritunin. Þeg- ar eg ætlaði að byrja á einhverju nýju, þá hugsaði eg um það sofandi og vakandi, þangað til mér komu í huga einhver ráð, sem eg álít að muni duga. -f -f Hægt er að mæla hita í stofum og afl véla; en það er ómögulegt að mæla þann kraft, sem býr í þrek- lyndi mikilmennisins. Fold iklæðist héluhjúp, helja ræður yfir; þó niður flæði fönnin djúp fræ í næði lifir. Páll Þorgrímsson. A LIBERAL ALLOWANCE For Yo ur Walch styles I changa tool I TRADE IT IN fora, NEW BUIOVA ir jowois *2975 ■ 5fJL TA/cJ oS‘Jr THORLAKSON and BALDWIK Watchmakers and Jcwellers 699 SARGENT AVE. WINNIPEG THE BUSINESS OF PRINTING IS- 0 carry your message into the highways and byways creating sales and developing trade for those who use its potoers for publicity purposes. We suggest that you make us your printer and beconie enthusiastic tvith us in the quality of the printing you need. 695 Sargent Ave. Winnipeg Phone 86327-8

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.