Lögberg - 13.10.1938, Qupperneq 6
o
LÖGBf]RG, FIMTUDAGINN 13. OKTÓBBR 1938
r—SKUGGINN—
| Eftir GEORGE OWEN BAXTER j
XLIV.
Skugginn gerir erfðaskrá.
Fjötrarnir voru nú leystir af liöndum og
fótum Tom Converse. Tuttugu — þrjátíu
skammbyssum var miðað á hann. Hinn
dauðadæmdi brosti beisklega. Hann stóð
upp með erfiðismunum og steig sjálfur upp á
sápukassann, sem hafði verið settur undir
gálgann. Með annari hendinni bandaði hann
þeim, er næstir stóðu, frá sér, en smeygði
lykkjunni um háls sér með hinni. Hann beit
saman tönnunum og beið eftir þeim hnykk,
sem mundi koma, er kassanum væri sparkað
undan fótum hans og hann mundi hanga í
loftinu og baða út höndunum. ,
“Bíðið!” hrópuðu nokkrir menn, sem
stóðu yzt í hópnum. “Bíðið þið við, það kem-
ur einhver þarna, sem vill líka njóta þessarar
sjónar. Hann hefir kannske haldið áfram í
alla nótt, til þess að sjá síðasta þáttinn. Það
væri skömm að taka það af honum. Kann-
ske hefir Skugginn gert honum einhverja
skráveifu. Bíðum eftir honum!”
Nú sást til reiðmannsins koma upp hæð-
ina. Hópurinn í kring um tréð leit þangað,
það kom á þá er þeir sáu manneskjuna rétta
upp hendina og skjóta, auðsýnilega bara til
að vekja á sér eftirtekt.
Einnig brá mönnunum, sem liéldu í reip-
ið. Allir mændu í sömu.á'tt til manneskjunn-
ar, sem óðum kom nú nær.
Alt í einu stöíjvaðist hesturinn og áhorf-
endurnir sáu sér til mikillar undrunar að
það var tvíment á hestinum.
Svo kvað við undrunaróp. Sá, sem reið
fyrir aftan, sendi sér af baki og hljóp til
þeirra.
“Sylvíá . . . Sylvía Rann!”
“Thomas sheriff!” hrópaði Sylvía . . .
Thomas sheriff! Bíðið í guðs nafnf, sheriff
. . . bíðið . . . bíðið!”
“Róleg, stúlka mín,” sagði gamli sheriff-
inn. “Eg hefi gert alt það, er stóð í mínu
valdi, til að hjálpa þér, en það þýddi ...”
“Sheriff!” greip unga stúlkífn fram í.
“Eg er með vitni!” Hún benti til hestsins,
sem nú stóð með auðan hnakkinn. Maður-
inn hafði dottið af baki og lá nú í grasinu.
Ótal hendur lyftu honum nú upp og báru
hann nær.
Hvítur klútur var bundinn um enni
hans. Hann hafði runnið niður á augun og
huldi andlitið að mestu. En varir hans
hreyfðust.
“Jim Oochrane-” sagði hann, með mikl-
um erfiðismunum. “Hvar er Jim Coch-
rane ?’ ’
Skugginn hafði smeygt sér inn í miðjan
f jöldann, en þeir viku undir eins til hliðar og
nú stóð hann beint fyrir framan skammbyssu
Algie Thomas.
“Þarna er hann,” sagði sheriffinn. “Eg
hefi altaf haft auga með honum. Ef þú þarft
eitthvað að bera á hann, þá komdu með það.”
“Sá maður, sem kallar sig Jim Cochrane
er Skugginn! Tom er alveg saklaus.”
“Hver ert þú,” sagði sheriffinn og
horfði athugandi á manninn, “og hver rök
færir þú fyrir máli þínu!”
Harry lyfti upp hendinni mjög erfiðlega
og dró klútinn frá andlitinu'. Hann horfðist
í augu við Jim Cochrane.
Skugginn hopaði á hæl og æpti upp yfir
sig. Það var eins og hræðsluóp. .
“Þetta er afturganga!” hraut óvart út
úr morðingjanum, sem sá nú bráð sína í lif-
énda tölu.
“Takið hann!” hrópaði Sylvía til mann-
anna, sem stóðu sem þrumu lostnir. “Sjáið
þið ekki hvað hann ætlar að gera!”
“Taka mig,” kallaði Skugginn með háðs-
brosi. “ Þeir eru nú ekki nógu fljótir til þess
hér.”
Hann stökk út á hlið bak við þá næstu —
Thomas sheriff varð fljótari til. Hann
hleypti af og Skugginn hálfkeyrðist aftur og
féll svo til jarðar og engdist sundur og sam-
an af kvölum.
Þegar þeir höfðu náð í vopn hans, sáu
þeir, að hann átti skamt eftir. Kúlan hafði
gengið í gegnum brjóstið. Það var mjög
undarlegt, að hann skyldi ekki hafa gefið upp
andann samstundis.
“Flýtið þið ykkur-” hvíslaði hann, “hvar
er Tom Converse?”
Tom Converse var sóttur. Ósjálfrátt
viku allir til hliðar fyrir manninum, -sem
rétt áður hafði staðið við dyr dauðans. Tom
kraup við hliðina á hinum deyjandi glæpa-
manni. Og Skugginn lyfti með veikum mætti
upp hendinni og Tom beygði sig nær honum.
“Hættu við stelpuna,” hvíslaði Jim
Oochrane. “Það hlýzt aldrei gott af kven-
fólki. En Captain — vertu góður við hann.
Þú ert eini maðurinn í heiminum, sem ert
hans verður. Ög enn eitt — réttu mér hönd
þína Tom Converse — fyrirgefðu mér, ef
þú getur, þú hefir barist eins og heiðarlegur
maður móti mér og ódæðisverkum mínum.
Þú ert drengur góður.”
Hann ýtti Tom til hliðar með þróttlausri
hreyfingu. Svo lyfti hann sér með erfiðis-
munum upp á olnbogann.
“Tilheyrendur,” sagði hann og reyndi
af öllum mætti að tala, svo að þeir gætu heyrt
lil hans.' “Þetta ér minn síðasti vilji — mín
e-rfðaskrá. Tom Converse á að eiga Captain.
Þann mann, sem reynir að taka hann frá hon-
um, skal eg ásækja með hefnd minni, þegar
eg er daúður. Óþokkar eruð þið allir! Verið
þið sælir!”
Það fóru krampadrættir um líkama
hans. Skugginn var dauður.------
“Sylvía,” sagði Tom Oonverse- þegar
hann seint og síðar meir var laus við allar
þær vináttu hendur, sem nú voru réttar að
honum — jafnvel Joe Shriner lagði nú hönd
feína á öxl honum og þrumaði nokkur þakk-
lætisorð — “hvernig get eg nokkurntíma
þakkað þér, að þú hefir bjargað lífi mínu?”
“Eg hefi bjargað mínu eigin lífi,” sagði
Sylvía, “hvers virði heldurðu það hefði ver-
ið fyrir mig, ef—” Hún leit um öxl sér til
gálgans, þar sem kaðallinn hékk ennþá, og
það fór titringur um Kaná. “En það er öðr-
um, sem þér fyrst og fremst ber að þakka,”
bætti hún við og dró hann með sér þangað
sem Captain var.
Aðra hendina hafði Tom Converse lagt
um mittið á ungu stúlkunni. Hina Iagði hann
um hálsinn á hestinum. Hann þrýsti enni
sínu í þögulu þakklæti að sveittum hálsi hests-
ins; en Captain nuddaði snoppunni við öxl
Tom Converse.
ENDIR.
SKULDIN
Eftir B. Fletcher Robinson.
Þó að verzlunin “Hermann & sonur”
væri í afkima borgarinnar, var hún þó aðal-
verzlunin í Lundúnum, er seldi ýmis konar
villidýr- og höfðu flestir dýragarðar í Norð-
ur-Evrópu haft einhver viðskifti við hana.
Stofnandi verzlunarinnar, er nefna mætti
Hinrik Hermann fyrsta, hafði byrjað verzl-
unina í smáum stíl, aðeins selt apa og páfa-
gauka, en sonur lians, Hinrik annar, hafði
aukið hana að mun, og selt ýmsar fleiri dýra-
tegundir, og að lokum hafði verzlunin enn
aukist stórum í tíð núverandi eiganda henn-
ar, Hinriks þriðja.
Hinrik þriðji átti ekki barna, enda var
hann piparsveinn; en firma-nafn verzlunar-
innar lét hann þó haldast óbreytt.
Hann hafði fimm um fertugt, og var hár
vexti, beinastór- og mikill í herðum, en þó
rnagur, og fölur, í andliti.
Hárið var þunt, dökkrautt að lit; augun
lágu djúpt, og skein úr þeim harka og ein-
beittni.
Það gerði og andlitssvipinn enn einbeitt-
ari, hve hakan stóð fram, enda þótt titring-
urinn, er sí og æ lék um munninn, eins og
hann væri að stilla sig um, að brosa ekki,
benti að vísu í nokkuð áðra átt. '
En víst var um það, að glaðlyndur var
hann þó alls eigi að eðlisfari.
Sérlega frýnilegur var hann og eigi- er
hann stóð í götudyrum sínum, kvöld eitt í
nóvembermánuði, er veður var hvast og vot-
viðrasamt.
‘ ‘ Góða kvöld! Hafið þér verið að bíða
mín?”
Hinpik hafði eigi heyrft fótatak unga
mannsins, er þetta mælti, og hrökk því við í
svip, en vatt sér þó brátt hvatlega að komu-
manni.
“Mér þykir leitt, ef eg hefi gert yður bilt
við, hr. Hermann, ” mælti ungi maðurinn;
“en víða þurfum vér rafmagnsfræðingarnir
að koma, og þykir mér því tryggast, að hafa
“gúmmí”-sóla undir skónum mínum.”
Komumaður hafði sex um tvítugt, og var
hraustlegur og fagurlega limaður. ■
“Það gerir ekkert, hr. Ransome,” svar-
aði Hinrik. “Menn, sem stunda þá atvinnu,
er eg hefi á liendi, mega ekki vera tauga-
veikir. En hvernig líður ungfrú Fane?”
‘ ‘ Þakka yður fyrir, hr. Hermann! Henni
líður vel. En hvaða starf er það, sem þér
eigið við í bréfi yðíy? Mér er mikil forvitni
á, að fá að vita hvað það er.”
“Brúðkaupsdagurinn — er hann ákveð-
inn?” spurði Hinrik.
“ Já, auðvitað; eg hélt, að þér vissuð þaþ.
Það eru réttar sex vikur til hans á morgun.
En starfið — f”
“Þér eruð óþolinmóður, ungi vinur,”
mælti Hermann. “Bn eg hugði, að yður væri
fjúfara að tala um unnustu yðar- en um raf-
magnsleiðslu og því um líkt. misvirðið
þetta eigi, hafi eg stygt yður. Komið nú
inn og skal eg þá skýra yður frá því, hvað eg
átti við í bréfinu. ”
Hermann gekk nú inn á undan, eftir
dimmum gangi, unz þeir komu inn í lítið her-
bergi, og voru húsgögnin þar mjög snotur.
A borðinu stóð vínflaska, og opinn
vindlakassi, og var Ransome* boðið vín og
vindill, og þáði hann það.
“En hvar geymið þér annars öll dýrin
yðar, Ijónin, tígrisdýrin o. s. frv?” spurði
Ransome, um leið og hann tylti sér í ruggu-
stól.
‘ ‘ Þau eru nú hér og hvar umhverfis yður,
hr. Ransome-” svaraði Hinrik, “bæði í
geymsluhúsinu, í garðinum, sem er að húsa-
baki, og í kjallaranufrn, sem undir húsinu
er. Takið snöggvast vel eftir.”
Ransome lagði nú hlustir við, og heyrði
þá dimt öskur, sem varð æ hærra, unz her-
bergið hristist.
Hvaðan hljóðið kom, gat hann eigi
greint, enda þagnaði það smám saman aftur.
“Það kom/í dag, og kann því illa við
sig,” mælti Hinrik. “Eg hefi þegar selt
það.”
“Hvaða dýr er það?”
“Tígrisdýr, mjög fagurt-” anzaði Hin-
rik. •
“Þér hljó’tið að hafa sterkar taugar,”
mælti Ransome, og hló, all órór. “Mér kæmi
ekki dúr á auga í slíkum hávaða. ’ ’
“Sá, sem býr í grend við járnbrautar-
stöðina, tekur að lokum alls eigi eftir því,
þótt eimreiðin komi, eða fari, ” mælti Hinrik.
En það er þó eitt öskur, svona um há-nóttina,
sem—”
Hinrik þagnaði, starði á gest sinn- og
titringurinn um munninn varð þá öllu ógeðs-
legri en áður.
“Eitt öskur — hvaða öskur er það?”
spurði Ransome.
“Frá perlunni minni, hr. Ransome,
gorilla-apa úr vesturhéruðum Afríku, ’ ’ mælti
Hinrik. “Hann drap þrjá svertingja, áður
en hann náðist, og á leiðinni hingað drap
hann háseta, sem kom of nærri búrinu hans.
— Kæmi hann hérna inn í herbergið, myndi
hann tæta okkur sundur, eins og stúlka rífur
lérefjspjötlu, því að hann hefir sjö manna
afl. Um hánóttina minnist hann oft skóganna
sinna, og saknar frelsisins, og ber sér á brjóst-
og öskrar þá mjög ógurlega. — Það er ekki
gleðilegt, að heyra það — í myrkrinu.”
“Eg ge't trúdð því,” mælti Ransome.
“En degi fer nú að halla, hr. Hermann, og
eg er boðinn til kvöldverðar kl. 8.”
“Til Fane'’s?” spurði Hinrik.
“ Já,” svaraði Ransome stuttlega. “En
hvert er erindi yðar við mig?”
Tókuð þér bréfið með yður, eins og eg
mæltist til?”
•“Já, það er hérna,” mælti Ransome, og
tók umslag upp úr vasa sínum . “Og eg hefi
heldur eigi sagt neinum frá því, að eg færi
hingað. ”
“Það er ágætt-” svaraði Hinrik, “enda
fekal eg nú skýra yður frá erindinu. — Svo
er mál vaxið, að eg leigi oft dýra-tamninga-
mönnum suma kjallarana, því að þar geta
þeir kynt sér dýrin, sem eg hefi á boðstólum.
Nú hefir einn af beztu viðskiftamönnum
rnínum óskað þess, að sett sé rafmagnsljós
í tvo kjallara, en áskilið, að þetta sé gert með
. vo mikilli leynd, að enginn af keppinautum
lians fái vitneskju um það.”
“Þetta er nú ástæðan til þess, að eg hefi
beðið yður að finna mig,” mælti Hinrik enn
fremur, “og ætla eg að biðja yður að láta
mig fá áætlun yfir kostnaðinn og taka þar til-
Jit til þess, að eigi tjáir að nota aðra iðnaðar-
menn en þá, sem þér getið ábyrgzt að séu á-
reiðanlegir- og þagmælskir, og er eg fús til
þess að borga þeim vel, hr. Ransome.”
“Nú — var það þá ekki annað?” mælti
Ransome. “Eg verð að játa, að eg varð all-
forviða á bréfi yðar; en ef þér sýnið mér
kjallarana og skýrið mér frá, hvernig þér
viljið haga þessu, skal eg láta yður fá laus-
Jega áætlun á morgun.”
Hermann stóð nú upp, tók lukt, kveikti á
lienni, og mælti: “Ætlið þér þá að fylgjast
með mér?”
Ransome fylgdist nú með Hermanni út í
dimman garð, er var að.. húsabaki, og námu
]>eir staðar við járngrindur, er blöstu þar
við þeim.
Hermann opnaði járngrinda-hliðið með
lykli, og gengu þeir síðan niður lágt stein-
rið, og komu í gang- þar sem gólf og veggir
voru úr gömlum múrsteini.
A gólfinu lágu stóreflis hálm-hrúgur og
molluhi'ta-loftið, sem lagði af dýrunum var
rétt kæfandi.
Hermann nam staðar við "þriðju dyr til
hægri handar og tók jámslárnar frá þeim.
Þar gengu þeir nú inn, og setti Hermann
þá luktina frá sér, og kveikti á gas-ljósi, brá
eldspýtu að ryðgaðri gas-álmu er þar var.
Þeir voru nú staddir í stórum kjallara,
er var á að gizka fimtán álnir á lengd, en sex
álna breiður og var hann hólfaður í tvent á
þann hátt, að sterkir járnrimlar gengu frá
gólfi til lofts, og var þriðjungur kjallarans
/
fyrir framan járnrimlana, en hleri þó í mið-
Jð, og var járnslá og liengilás fyrir honum.
“Lítið þér á hr. Ransome,” mælti Her-
mann og setti þá að honum óstjórnlega kæti.
“Hérna ætlast eg til* að fyrsti rafmagns-
lampinn sé, stór lampi í miðið og smálampar
uppi undir loftinu. ” y
“En þér viljið ef til vill athuga staðinn
ögn betur?” mælti Hermann enn fremur, og
opnaði um leið hengilásinn og tók járnslána
frá hleranum.
Hlerinn var eigi stærri en svo, að Ran-
some varð að skríða inn um opið.
“Hér er ljóta lyktin,” mælti Ransome;
“eins og í tóugreni.”
“Já; hann hefir og verið hér í dag,”
svaraði Hermann.
“Hann? Hvaða hanrý?” spurði Ran-
some. “Eú hvað eruð þér að gera? Látið
þettaógert!”
Að svo mæltu stökk Ransome að lileran-
um, en varð of seinn, því að Hermann hafði
þegar látið slána fyrir, og lokað hengilásnum.
“Eg hefi ekki tíma til þess að vera að
þessum drengjalátum, hr. Hermann,” mælti
Ransome all-gramur. ‘ ‘ Takið strax hlerann
írá!”
Hermann hallaðist upp að veggnum
horfði á Ransome- krepti hnefann og átti
sýnilega bágt með það, að geta leynt geðs-
hræringu sinni.
Svitinn streymdi á enni honum.
“Eg þarf að segja yður nokkuð”, mælti
hann, og var röddin hás, og orðin komu eitt
og eitt á stangli.
“Það er ef til vill gömul saga og vana-
leg, en það gerir mér ekkert.
Það var einu sinni maður, er farinn var
að eldast. — Fé skorti h&nn ekki, en líf hans
var ærið einmanalegt.
Hann feldi ást til ungrar stúlku, sem var
aðeins sextán ára, og beið hann þess því, að
liún yrði ögn eldri.
Oft átti hann tal við hana og henni leizt
ekkert illa á hann.
Sagði hann þá við sjálfan sig- að þegar
hún yrði 18 ára, ætlaði hann að gjöra það,
sem hann hefði þráð svo mjög, ogv lilakkað
svo lengi til.
Hann ætlaði þá að biðja hennar.
En er dagurinn rann upp, þessi dagur,
sem hann hafði beðið eftir í tvö ár, löng ár,
fór liann á fund hennar, til þess að skýra
henni frá öllu, segja henni frá málefni hjarta
síns, en þá var hún — breytt.
Hann lagði ríkt að henni- til þess að fá
að vita ástæðuna, en hún hafðist undan og
forðaðist hann, unz hún þó játaði að lokum,
að hún elskaði annan.
Nóttina eftir var sem hann væri í dýpsta
víti —og daginn þar á eftir —og þar á eftir
— dögum saman.
Það breyttist ekki, enda hefði hann þá
með gleði boðið dauðann velkominn.
Andlit hans varð svo breytt og ógeðslegt,
að hann þorði ekki að líta sjálfan sig í spegl-
inum.
Honum var skapi næst að fyrirfara sjálf-
um sér, en þá spratt vonin upp úr kvölunum
— vonin, sem slökti eldinn ^heila halis, vonin-
er óx og magnaðist, unz hún varð honum alt
— það var vonin um hefnd.”
Ransome fór nú, sem von var, eigi að
verða um sel, því að andlitið er starði á hann
milli járnrimlanna- bar auðsæ merki vitfirr-
ingar, og hörfaði Ransome því óttasleginn
nokkur fe't frá rimlunum.
‘‘Svo datt honum ofurlítið bragð í hug —•
dálítið kænskubragð —,” mælti Hermann
enn fremur. “Og þetta bragð lánaðist.
Keppinautur hans, sem liefir pískrað, skrið-
ið og stolið á að þola kvalir, eins og hann
hefir kvalið.
1 klukkutíma, dag eða ef til vill heila
viku, á hann að þola þær kvalir, að hann óski
þess, að líf hans endi sem fyrst.
Líttu á Cecil Ransome, lí'ttu á, liver það
er- sem á að sjá um þetta fyrir mig, sem á að
borga þér það, sem Hinrik Hermann skuldar
manninum, er stal Maríu Fane frá honum.
Um leið og Hermann mælti þetta, gekk
hann að dáltlu járnhjóli, er var fest við
vegginn, og er hann sneri því, heyrðist hringl-
ið í ryðgaðri keðju uppi undir loftinu.
1 endanum- sem fjærst var, sást ofurlítil
ijósglæta, er varð smátt og smátt meiri og
meiri.
. Það var járnhurð, sem lyftist upp hægt
og hægt.
1 ljósglætunni brá fyrir skugga af ein-
hverju ,sem fyrst var grafkyrt, en stökk svo
klunnalega fram að járngrindunum og hékk
þar.
Það æpti fyrst lágt, og að eins við og
við, en síðan æ hærra og hærra- og í sífellu.
1 hljóðunum lýsti sér jafnt gremja sem
örvænting, og voru þau því líkust, sem menn
gætu hugsað sér óp fordæmdra í víti.
Ófreskja þessi kipti af alefli í járnriml-
ana, froðufeldi, og skók hausinn, sem strítt
liárstrýið stóð út úr, í ýmsar áttir.