Lögberg - 13.10.1938, Síða 7

Lögberg - 13.10.1938, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. OKTÓBER 1938 7 Islenzka kvöldið á tónlistamótinu í Kaupmannahöfn Dönsku blöðin fara yfirleitt við- urkenningarorðum um íslenzku hljómleikana, sem fóru fram á laug- ardaginn á norrænu tónlistarhátið- inni i Kaupmannahöfn, en eru þó ekki öll á einu máli. “Politiken” segir, að það hafi verið sérstakur merkisviðburður, er íslenzki kórinn söng í Kaupmanna- höfn fyrir nokkru, en hið sama hafi ekki verið unt að segja um þessa hljómleika, sem hafi engu að síður átt fullan rétt á sér. Blaðið segir, að á íslandi sé hljómlistarlífið að vísu ungt, en þó með fullu lífi, og þjóðin beiti öllum sínum kröftum á því sviði. Tónverk Jóns Leifs eru allmjög gagnrýnd. Um söngrödd Maríu Markan eru höfð þau orð, að hún sé fersk og full af heílbrigði. Páll ísólfsson er talinn það tónskáldið, sem vakið hafi mesta athygli, og segir 'blaðið, að ef skoða eigi tón- listarkvöld sem sýnishorn hinnar nýrri tónlistar íslendinga, þá beri að telja Pál ísólfsson þar fremstan i flokki. “Berlingske Tidende” segir um hina íslenzku tónlist, að hún beri vitni um öflugt og alvöruþrungið hugmyndaflug. í tónverkum Jóns Leifs telur blaðið fram koma á- hrifamikið hugarflug, og um hann sjálfan er farið þeim orðum, að hann sé fjörmikill hljómsveitar- stjórnandi. Fegursti þáttur kvölds- ins segir blaðið að verið hafi þjóð- lög Sigfúsar Einarsso^ar, útsett af Felumb. Yfir verkum Páls ísólfs- sonar er talinn hvíla of mikill skóla- stíll (þau eru talin “noget for akademisk”). “Natiónaltidende” fer talsverðri gagnrýni um verk Jóns Leifs. Aftur á móti lætur blaðið í ljós hrifningu af lögum Karls Runólfssonar, Sig- fúsar Einarssonar og einkum þó Passacaglíu Páls ísólfssonar. Telur það Pál eftirtektarverðasta tón- skáldið. María Markan er sögð hafa bjarta sópranórödd og örugga hljómlistarkend. Socialdemokraten” birtir allharða gagnrýni á Jóni Leifs, en telur Passacagliu Páls ísólfssonar merk- asta tónverk kvöldsins og segir, að hann gefi góð loforð um framtíð islenzkrar' tómlistar. Hinn mikla viðburð kvöldsins telur blaðið söng Maríu Markan, sem það kallar söng- konu í stórum stíl. Segir blaðið, að hún ætti í rauninni að taka við af söngkonunni Tenna Kraft við Kon- unglega leikhúsið. Blaðið “Börsen” fer viðurkenn- ingarorðufn um þá Jón Leifs og Pál fsólfsson. Önnur blöð birta yfir- leitt lofsamleg ummæli um lög Sig- fúsar Einarssonar, Sigurðar Þórð- arsonar, Karls Runólfssonar og annara, en þó einnig gagrýni. f tilefni af tónlistarhátíðinni voru fánar allra Norðurlanda dregnir við hún á Konunglega leikhúsinu, Odd- fellowhöllinni og fleiri byggingum. —Vísir 6. sept. Minningarorð Hinn 2. okt. s.l. andaðist á Win- nipeg General Hospital íslendingur- inn Runólfur Bergvinsson Isman. Nafn hans hafði í álfu þessari orðið á vörum flestra Alec Isman. Hann var fæddur að Fossvöllum f N.- Múlasýslu 18. des. 1871. Foreldrar hans voru Bergvin Kristjánsson og Ingibjörg Þorláksdóttir. 1875 kom hann með föður sínum til Ameríku og settist að í Minneota^ en eftir tvö ár var faðir hans dáinn. Móðir Rögnvaldar, sem kom að heiman tveim árum seinna en maður henn- ar, átti við erfiðleika að stríða svo Rögnvaldur þá sex ára, fór til dval- ar hjá frændfólki sínu, Mr. og Mrs. Arngrímur Johnson í Minneota Á árunum frá 9-12 ára aldurs naut hann nokkurrar afþýðufræðslu, en eftir það varð hann að vinna fyrir sér. Um tvítugt hafði hann full- numað sig í málaraiðn í Minneapolis og stundaði hana æ síðan. Frá því skömmu eftir 1890 til 1919 átti hann heima í Duluth, Calumet, Wis., Ashland o.* fl. borgum, farnaðist vel og naut virðingar í iðn sinni. Konu sína misti hann eftir 3 ára samleið. Aleigu sinni tapaði hann eitt sinn í bankahruni. Heilsa hans bilaði fyrir “lead poisoning”; samt gat hann með þrautseigju og elju verið sjálfstæður efnalega til þess síðasta. Þrjár systur á hann í þessu landi: Mrs. C. M. Batsford, Detroit, Mich.; Mrs. Dr. J. H. Lockwood, Henry^South Dakota og Mrs. Þór- dís Jónsson ekkja Kristjáns B. Jóns- son fyrrum bónda við Brú í Argyle í Manitoba. Mr. Isman var fáorður og fáskiftinn, en vinur þeim er hann tók vinfesti við; kjarkmikill og þrekríkur; iðn sína kunni hann vel, og meðan sjón bilaði ekki kom fram list í starfi hans. Síðan 1919 hefir hann dvalíð mest af nálægt Wáwa- ngsa og Argyle og stundað iðn sína En siðastliðið ár ágerðist sjúkleiki sá er dró hann til dauða 2. okt. s.l.— Hann var jarðsettur 3. okt. í graf- reit Fríkirkjusafnaðar að áflokinni útför frá Brúarkirkju, að viðstödd- um nánustu ættingjum og vinum. Fyrir örlög, sem enginn má renna, var hann einbúi mest af æfinni, svo sem móðurbróðir hans Jón Run- ólfsson ; fylgdu honum því til grafar tónar sálmsins, er Jón þýddi: “Skín Ijósið náðar.” Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. “Brúin yfir hafið” Eftir dr. Richard Beck. (Ræða flutt í kveðjusamsæti fyrir Jónas alþingismann Jónsson 7. október 1938). Mér er ljúft að verða við þeim I tilmælum, að flytja heiðursgesti vorum þakkir og velfarnaðaróskir Islendinga í Norður Dakota og jafn- framt sérstaklega af hálfu Þjóð- ræknisfélagsins. Gestur þess hefir hann verið á ferðum sínum hér, þó að hann hafi auðvitað í víðari og dýpri merkingu verið gestur allra Islendinga í Vesturheimi. Við þetta tækifæri hvarflar hugur vor eðlilega að íslandi og þeim böndum blóðs og erfða, sem tengja oss við ættjörðina og heimaþjóðlna. I því sambandi kemur mér i hug eftirfarandi saga, og það gerir eng- an mun, þó að sum yðar kunnið að hafa heyrt hana:— Jóhann Magnús Bjarnason rit- höfundur kom eitt sinn í heimsókn til Stephans G. Stephanssonar skálds. Sýndi Stephan gestinum ættargrafreit, er hann hafði látið gera á landareign sinni. Stephan hafði valið sér stað í reitnum þar sem honum skyldi búinn hinsti hvílustaður. Það var i norðaustur horninu. Jóhann Magnús spurði Stephan hversvegna hann hefði valið sér þennan stað. Stephan svaraði: “Af því að hann er næst íslandi.” Ýkjulaust held eg megi segja, að ailur þorri Islendinga í landi hér. sér í lagi í hópi hinnar eldri kyn slóðar, beri í brjósti svipað hugar- þel til ættlandsins eins og Stephan skáld. I því efni taka þeir fúslega undir með öðru góðskáldi íslenzku: “Þar er mitt draumaland.” Þeir tala ósjaldan um ísland sem “landið lielga” á norðurvegum. Og vissu- lega megum vér kalla þá jörð “helga,” sem vígð er sveita og blóði feðra vorra og mæðra um aldaraðir. Því eru oss engar fréttir hug- þekkari en fregnir af íslandi, sér- staklega góðar fréttir úr þeirri átt; engir gestir eru oss heldur kær- komnari en’ þeir, sem þaðan koma. Þeir flytja með sér hressandi blæ íslenzkra f jalla og stranda, og angan íslenzkra dala. Gagnkvæmar heimsóknir Islend- inga heima og hérlendis eru miklir máttarviðir “brúarinnar yfir hafið,” sem ræktarsamir Islendingar beggja ntegin hafsins vilja gera sem traust- asta. — “Sé eg hendur manna INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man.............B. G. Kjartanson ‘ Akra, N. Dakota..........B. S. Thorvardson Árborg, Man...........................Elías Elíasson Árnes, Man......................Surparliði Kárdal Baldur, Man.........1.........O. Anderson Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..........Ami Símonarson Blaine, Wash. ............Arni Símonarson Bredenbury, Sask...............S. Loptson Brown, Man.....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask..............S. Loptson Cypress River, Man.............O. Anderson • Dafoe, Sask...............J. G. Steþhanson Edinburg, N. Dakota......Jónas S. Bergmann Edinburg, N. Dak..........Páll B. Ólafsson Elfros, Sask......Mrs. J. H. Goodmundson ' Foam Lake, Sask...........J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dak............Páll B. Ólafsson Gerald, Sask....................C. Paulson Geysir, Man..........................Elías Elíasson Gimli, Man...................F. O. Lyngdai Glenboro, Man..................O. Anderson Hallson, N. Dak............Páll B. Ólafsson Hayland, P.O., Man------.Magnús Jóhannesson Hecla, Man...............Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota............John Norman Hnausa, Man..........................Elías Elíasson Husavick, Man..............F. O. Lyngdal Ivanhoe, Minn.....................B. Jones Kandahar, Sask.............J. G. Stephanson Langruth, Man.........................John Valdimarson Leslie, Sask. ................Jón Ólafsson Lundar, Man. ..................Dan. Lindal Marke^ville, Alta. .........O. Sigurdson Minneota. Minn....................B. Jones Milton, N. Dak. ..........Páll B„ Ólafsson Mountain, N. Dak. .........Páll B. Ólafsson Mozart, Sask...........J. J. Sveinbjörnsson Oakview, Man................Búi Thorlacius Otto, Man...................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash...........S. J. Mýrdal Red Deer, Alta................O. Sigurdson Reykjavik, Man................Árni Paulson Riverton, Man........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash. ...............J. J. Middal Selkirk, Man..............Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man......Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man.............Búi Thorlacius Svold, N. Dak.............B. S. Thorvardson Tantallon, Sask.............J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man. ................Elías Elíasson Vogar, Man..........................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man.........................Jón Valdimarssor. Winnipegosis, Man....Finnbogi Hjálmarssor. Winnipeg Beadh..............F. O. Lyngdal Wynyard, Sask.............J. G. Stephanson WE’RE ALL NUTTY HERE AND THERE Ky P. N. mynda meginþráð yfir höfin bráðu,” kvað Matthías. Lesi eg ekki öll himintákn eins og kölski ritning- una, eru framangreind orð hins spaka skálds sannari nú en nokkru sinni áður, að því er snertir aukin samskifti Islendinga austan hafs og vestan. Tröllkonan í þjóðsögunni taldi íslandsála vera væða, þó djúpir séu Reynslan hefir sýnt, að henni rat- aðist rétt á munn, eða eins og Matt- hías orðaði það fagurlega: “en frændsemin skal brúa saman lönd- in.” Sá skilningur er nú, góðu heilli, að verða drjúgum almennari en áður var, að íslendingum heima- fyrir og hér sé hvorumtveggja það ( fyrir beztu, að samböndin og sam- skiftin þeirra á milli séu sem fjöl- þættust og vrðtækust. Oss Islend- ingum hér vestra er það sérstakt fagnaðarefni og hvatning í þjóð- ræknisstarfsemi vorri, að vakning hefir áreiðanlega hafist á íslandi í þá átt, að efla sem mest andlega sambandið milli íslendinga austan j hafs og vestan. Einn af helztu for- ystumönnum þeirrar vakningar, að ekki sé dýpra tekið í árinni, er heið- ursgestur vor hér í kvöld. Og tal- andi vottur þess áhuga hans er | heimsókn hans hingað á vorar slóð- 1 ’r’ I Hann hefir verið oss hinn mesti aufúsugestur. Hann hefir flutt oss ógleymanlegar kveðjur heiman af ættjörðinni. I íturhugsuðum erind- um hefir hann brugðið upp/ljóslif- andi myndum af andlegu lífi og at- hafnalifi þjóðar vorrar, af sjálf- stæðis- og framsóknarbaráttu henn- ar. Með þeim hætti hefir hann 1 aukið oss trúna á framtíð hinnar ís- lenzku þjóðar, þó að hún eigi nú, •sem aðrar þjóðir, við margvíslega örðugleika að glíma. Hann hefir aukið oss trúna á sjálfa oss, á sig- urmátt hins norræna ættareðlis.. Fyrir þennan boðskap hans erum vér honum hjartanlega þakklátir, og þá ekki síður fyrir ríka samúð hans með menningarlegri og þjóðernis- legri baráttu vorri i landi hér við andvíg kjör. Og vér erum þess fullvissir, að sú samúð lendir eigi við orðin tóm, heldur finnur sér framrás í raunhæfum framkvæmd- EARLY everybody has a habit of watching for the coming of the postman. We notice as we go along the street that front doors are opening here and there and folks are coming out and taking a look in the letter bo: , to see if the postman has been along and if he has left anything for them. Folks like to get letters, but most of them are not so keen on answer- ing letters and are careless about doing little jobs some letters ask them to do. I reckon there are lots of heartaches, too, when thé post- man goes by without leaving a letter. ‘Member that old, pathetic song, “The Letter That Never Came.” It was quite likely written by someone who was longing for a letter. But the postman brightens life a lot with the letters he brings. * * * THERE. are far too many man- slaughter cases in the courts just now. Quite a few of them should be charges of wilful murder. It’s much too easy to get it set down as manslaughter. Any civilized person knows that it is not right to swing a sharp ax around in a crowd same as he would swing a gold club. Quite a lot of folks get licenses to drive cars and they don’t give a hoot what happens—to the other fellow. And, that’s no lie. They swing cars around on the streets and highways without any regard for the public safety. * * * WHAT’S the difference between swinging an ax or a golf club to the public danger and swing- ing an automobil& The car is a heavier instrument of murder, that’s all the difference. And, when an ir- responsible driver makes a murder- ous attack, why should he be allowed to resort to the manslaughter stuff. And, these thugs whq are commit- ting these crimes, and geting away with them, are not all cruel, “igno- rant foreigners,” as that term is so glibly used. Just as many of those who are swinging cars around to !he public danger have had lots of jack wasted on their education. But, by far too many of them are getting away with murder, to use another colloquial remark. * * * IF THE streets and highways are ever going to be made safe there’s going to be a lot more licenses revoked and cars impounded and confiscated than has been done in the past. There are a lot of teeth required in the Highway Traffic laws, if folks are not to be holding their lives in their hands all the time, on account of the little murder gang among drivers. The good drivers have always in mind that eternal vigilance is the price of safety. The other drivers wíll have to be taught that—or be put where they belong, which iS not on the streets or highways. * * » NOW that going on relief has got to be so popular, they are start- ing to throw monkey wrenches into the cogs of the relief system. The Ontario government seems to have decided that if lads and gals are on strike they are not uríemploy- ed and eligible for relief. So they are watching their jobs a little better down in Ontario, where, not so long ago, people were “too proud to beg” —or take relief, if you know what I mean. • * * UP IN Brandon, the other day, a member of the legislature re- fused to be a candidate for parliament. Maybe he thought a bird in hand is worth a couple (or a brace) in a bush. * * * “Tell me, my dear, how do you manage to get the maid up so early in the moming?” “It was ratner clever of me. 1 introduced her to the milkman.” * * * THERE was some mention in this column recently about the great service to the world of the British prime minister in the part he took in averting the war. Praise for Mr. Chamberlain does not please a lot of folks who clamor for war, folks who were not in the last war, would not be in the next war, but have to talk a lot of “what Britain should do” to every other nation, or any nation. The millions who came through the last war do not want another war. They know something about war. They know that the actual cost of one day’s warfare in the middle of 1917 was as follows: Great Britain $33,360,000 France 21,000,000 Germany ........ 31,000,000 Russia 47,000,000 That’s the kind of horror, as well as saving millions of lives, that the premier of Britain saved the world when he went to Munich. The only folks who want war are fools. * * * THERE’S a letter here, from a reader of this column, who says he was glad to see praise for Chamberlain in a recent column. He says nobody wants war, everybody wants peace, exceoting a few. who would commercialize war or do not know what war means. He was through the last war, and for three mont.hs was a nrisoner in Germany. He found the Germans fine Deople, very much the same as the Britishers and as anxious for the peace of the world. His views are worth while as he has been through a war and he knows what another such war means. He is glad Chamberlain averted the war and brought peace to the world. um. Vér þökkum Jónasi alþingismanni innilegú fyrir komuna og óskum honum heillar heimferðar. Vér biðjum hann fyrir þau skilaboð til heimaþjóðarinnar, að oss Islend- ingum í Bandaríkjunum eigi siður en í Canada, sé það mesta alvöru- og áhugamál, að “brúin yfir hafið”— austur um slandsála — standi sem traustustum fótum, reist á grunni aukinnar samvinnu beggja aðila. Og fyrst eg tala hér að öðrum þræði fyrir hönd íslendinga í Norð- ur Dakota, vil eg, með örlítilli orða- breytingu, kveðja vorn ágæta gest með orðum Dakota - skáldsins snjaila:— “Biðja skal þig síðsta sinn: Svani og bláum fjöllum , hóli, bala, hálsi, kinn heilsaðu frá oss öllum.” “Þankar um Stephan G. Stephansson og ljóðmæli hans’’ (Framh. frá bls. 3) Það er rétt, tilfinningin ræður sínum hlutföllum í þessum mikla kvæðabálk ( ekki síður en í öllum hinum) og átti líka að gera það I Yyrkusefnið heimilaði stærri skamt af tilfinningu en vanalegt kvæði, þar sem yrkisefnið var mesta harma- saga, stærsta ógæfu-áfall mann- kynsins, — vit og tilfinninga átak hið mesta að setja það saman, og ófæra öðrum en mikilmenni. Vísan, sem hér fer á undan er kveðin til “helstefnumanna” þeirra, sem til stríðsins stofnuðu. Þeirra vit og tilfinningar var eins og Oleson vík- ur að i ritgerð sinni (helstefnu) “yfirráð yfir heiminum.” Hermennirnir hefðu aldrei lagt út í þessa ógæfu, ef þeir hefðu vitað um hvað átti að berjast. Þeir voru vélaðir í bardagann með heimsfrið- arhugmynd------“Helstefnumenn” brúkuðu hana að skálkaskjóli til að koma hugmynd og vilja sínum í framkvæmd. Kvæðið “vopnahlé” sem Oleson þykir ofkveðið eða vankveðið, hlaut skáldið verðlaun ,fyrir frá Bók- mentafélagi íslands 1915. Það er illvígasti misskilningur þeirra, sem hann hafa, að Stephan hafi borið nokkrar sakir á her- mennina, á hvoruga hliðin, í “Víg- slóða,” eða annarsstaðar. Og vita það allir, sem misskilja ekki skáldið, viljandi eða óviljandi. Hið marg- tugða Kains-merki þýðir bana-ráð þau, sem brugguð voru, löngu áður en stríðið skajl yfir, af brjáluðum “helstefnu” valdavörgum, og skáld- ið vissi af þessu “Kains-merki” undir hverri blóðstorku á líkama hinna sviknu, föllnu og saklausu hermanna. Oleson þykir litið koma til þýð- inga Stephans; setur upp sýnishorn á einu erindi eftir hann og Einar Benedil^on, úr kvæði Longfellows, á maður víst að dæma um hver þýði betur. Það er satt; það er ekki mikið sem liggur eftir hann í þýðingu. Enda skorti hann ekki efni í hin frumlegu kvæði sín. Og hann gekk æfinlega svo frá þýðingum sínum, að maður verður var við meistara- tökin og handbragðið, því þýddu kvæðin urðu oftast álika að gæðunr og hans efgin. Eg veit ekki frá hvaða sjónarmiði O'leson dæmir1 þýðingar. Hitt mun óhætt að full- yrða, að Stephan hafi talið það sæmilega þýðingu hjá öðrum, ef kvæðið var þýtt orðrétt, án þess að skemma hugmynd þess. Ef kvæðið var þýtt orðrétt og hugmyndin skemd, mundi hann kalla það slæma þýðingu. Sjálfur þýddi hann sjald- an orðrétt, tók úr alla hortitti og jók stundum í, þar sem hugmyndin var jfrjó — orti hann fram þar sem þess var kostur, skifti urn líkingar og búning svo að þýðingin leit út sem frumsamið kvæði og með hans hand- bragði. Þangað er til að rekja úrfellingu hans á kvæði Longfel- lows. Eg veit að minn kæri Oleson hefir athugað “Stökur úr stefjum Schillers” (I. bls. 35) ; “Reifabarn, þín rugga er rúm sem loftið yfir— Þröng mun veröld verða þér vaxirðu upp og lifir.” Og næsta kvæði á eftir (eftir Bliss Carmen) “Svo ræddi hún vilja við rós” o. s. frv. Annars mun Stephan hafa þýtt að tilmælum annara stundum, og má þar til nefna “Skeljabobbann” (IV. bls. 287). Oleson afneitar því að Stephan sé torskilinn, eins og sumir halda fram en telur sum kvæði hans stirð. Sjálfur hallast eg að þeirri hlið, að erfiðara sé að átta sig á hugsjóna- djúpi sumra kvæðanna — en hvað önnur séu stirð — þvi vil eg helzt neita, því um leið og búið er að skilja við hvað skáldið á, er kvæðið leikandi liðugt. Eg hefi heyrt mann segja, að hann hafi lesið Stephan i 10 ár, og ekki skilið nema rúmlega helminginn af orðunum, og allan þann tima hafi kvæðin verið sér næstum þvi dauður bókstafur. “Það er þannig með Stephan að hvað ofi sem maður les hann, lærir maður eitthvað nýtt.” Nú hittir minn kæri Oleson hjarta og heila. Því þegar við erum hættir að læra eitthvað nýtt við lesturinn, kunnum við kvæðin og megum þá heita full- komnir í skilningi á skáldinu — og ættum þá að geta tekið próf í skáld- legri lnigsjónafræði “lífstefnu- manna.” En því er ver, við nenn- um ekki að lesa svo vel. Svo þekki eg engan né veit af neinum próf- dómara þegar þar að kæmi. Með vinsemd, Jak. J. Norman. 27-9—’38-

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.