Lögberg - 20.10.1938, Blaðsíða 3

Lögberg - 20.10.1938, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTGGaGINN 20. OKTÓBER, 1938 3 cið steypast út af honum, og það! rí'Sa þeim að fullu. Segir Kjalnes- j ingasaga, að hver sá er Búi hafi . komið sári á, hafi ekki þurft um sár að binda. Er engin skýring á þessu í sögunni, en hún er sú, að þeir steyptust tvær mannhæðir, eða meira, fram af steininum. Endalokin urðu ý>au, að Kolfiður féll þarna og margir menn með hon- um. Margt er bersýnilega rangt i frásögn Kjalnesingasögu, en senni- Jega er að mestu leyti rétt frásögn hennar um viðureignina í Öxna- skarði. En í dag heitir steinnin Búasteinn þar sem þeir börðust og er hann rétt hjá Kolviðarhóli. En nafnið á hóln- um mun þannig tilkomið, að Kol- fiður hafi þar heygður verið, og hóllinn verið nefndur eftir honum', en nafnið síðar afbakast i núvtr- andi nafn. Engin bygð var á Kol- vi(5arhólí fyr en á nítjándu öld, að komið var þar upp gistihúsi með styrk af almannafé vegna þess hvað leiðin þótti löng yfir heiðina. Búi flutti Ólöfu vænu til föður hennar í Kollafirði og sagði að sér væri hætt að þykja vænt um hana. Giftist hún síðar Helga Arngríms- syni bróðursyni Þorgrims goða, en liúi sættist við Þorgrim og giftist Helgu dóttur hans. Ritað við Faxafen. —Fálkinn. Opnun fyrirtœkjanna á Bíldudal Opnun hinna nýju atvinnufyrir- tækja, sem Gísli Jónsson vélaeftir- litsmaður hefir stofnað á Bildudal, fór fram á sunnudaginn var að við- stöddu gríðarmiklu fjölmenni, bæði innan- og utansýslumanna. Athöfnin hófst kl. i með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék. Safn- aðist fólkið saman ofanvert við bryggjuna og hafði þar'verið komið íyrir ræðupalli. Síðan tók Gísli Jónsson til máls. Rakti hann undir- búningssögu þessara fyrirtækja í Ióngu og ítarlegu máli og lýsti þeim h\erju fyrir sig. Að lokinni ræðu Gisla JónsSonar tók til máls oddvitinn á Bíldudal, Jón Bjarnason og J?akkaði hann í nafni hreppsins Gísla fyrir þær framkvæmdir, sem hann hefði ráð- ist i og árnaði fyrirtækjunum heilla. Síðan talaði séra Jón Jakobsson sóknarprestur, af hálfu verkalýðs- ins á Bildudal. Lýsti hann því hve hér væri á ferð mikið hagsmunamál allra Bíld- dælinga, og lét í ljós þá ósk, að tekið yrði á ágreiningsmálum, sem upp kynni að rísa í sambandi við þennan atvinnurekstur, bæði af hálfu verka- manna og atvinnurekenda, af full- um drengskap og sanngirni. Gísli Jónsson þakkaði þær árnað- aróskir, sem fram höfðu verið born- ar og mintist í ræðu sinni Bíldudals- kauptúns, verkalýðsins á staðnum og Eimskipafélags íslands, og skip- stjórans á Gullfoss og frúar hans. En eins og frá hefir verið skýrt, leigði Gísli Gullfoss til farþega- flutnings í sambandi við opnun fyr- irtækjanna á Bíldudal. Framkvæmdir þær, sem hé'r um ræðir, eru sem hér segir: Ræk juverksmiðjan. Rækjuverksmiðjan er steinsteypu- hús 3om. langt, 12 m. breitt og 5 m. hátt. Er húsinu skift í vinnusal, vélasal og vörugeymslu, en við inn- ganginn er fatageymsla, salerni, ræstingarklefi og skrifstofa. Húsið er alt raflýst og upphitað með lofti. Það er búið öflugri vatnsleiðslu, svo að hreinlætis sé unt að gæta í hví- vetna, en það er eitt af fyrstu skil- yrðunum í slíkri verksmiðju. Ketil- hús og kolageymsla er í sérstakri viðbyggingu úr steinsteypu. Fyrir- komulag alt er gert eftir nýjustu kröfum, og er húsið alt bjart og rúmgott til vinnu. Teikningar allar eru gerðar af hr. Erlingi Þorkelssyni vélfr., eftir fyrirsögn hr. Þorvalds Guðmundssonar niðursuðufr., og í samráði við Gisla Jónsson. Samningar um húsabygginguna eru gerðir í apríl við byggingar- ENLMJUVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONE er dásamlegt meSal 1 lyrir sjúkt og lasburða íólk. Eftir vikutíma, eða svo, verSur batans vart, og við stöSuga notkun fæst góð heilsa. Saga NUGA-TONE er einstæð 1 sinni röð. Miljónir manna og kvenna haía íengið af þvl heilsu þessi 45 ár. serr. það hefir verið í notkun. NUGA- TONE l'æst I lyfjabúðum. Kaupið að- eins ekta NUGA-TONE, >vl eftirllking- ar eru árarigurslausar. Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE 1 ábyggilegum lyfjabúðum. Notið UGA-SOL við stýflu. Petta úrvals hsegðalyf. 50c. meistara Jón Jónson frá Flateyri, sem bygt hefir húsið. Byrjaði hann á grunni þess í maí, og lauk raun- verulega við, bygginguna að mestu í júlí. Vélar allar eru keyptar frá “Atlas” í Kaupmannahöfn, og eru þær af nýjustu og beztu gerð. Má sjóða jafnt niður í þeim allskonar fisk, sem kjöt, og hefir hr. Þor- valdur Guðmundsson aðstoðað með val þeirra, en úm' alla uppsetningu þeirra hefit' hr. Þorvaldur Frið- finnsson niðursuðurfr. annast, en hann er jafnframt ráðinn fram- kvæmdarstjórí verksmiðjunnar. Raf- lýsing öll er gerð af Magnúsi Jóns- syni Bíldudal, eftir teikningu og fyrirmælum hr. Eiríks Ormssonar raffr. Eimketill með tillieyrandi er i gerður af vélsmiðjunni Héðinn í Reykjavík. Allur kostnaður verksmiðjunnar er rúmlega 6o þús. krónur, og hefir Fiskimálanefndin lánað til hennar 15 þús. kr. samkvæmt lögum, gegn l. veðrétti í vélunum. Verksmiðj- unni er ætlað að geta afkastað 7500 dósum af rækjum eða annari niður- suðu á dag, og veitir þá um 90 manns atvinnu, auk þeirra manna, sent atvinnu hafa við að veiða í liana, eða við flutninga til hennar og frá henni. Með því að hafa nægilegt hráefni og takmarkalausan markað fyrir afurðirnar, á verk- smiðjan að geta framleitt vörur fyr- ir hálfa miljón króna á ári, en mest af því yrði útflutningsvara. H afskipabryggjan. Hafskipabryggjan er 62 m. á lengd og landgangurinn 7 m. á ■breidd. Iíaus bryggjunnar er 18.5 m. sinnum 9 m. en dýpi er 17 fet um stórstraumsfjöru, svo aÖ hvert það skip, sem hér er í förum, getur farið að henni þó um fjöru sé. Öflug Vatnsleiðsla er á bryggjunni, sem getur flutt í skip um 30 smál á klst. Vörur má flytja um bryggjuna jafnt á braut sem á bílum, og er hún upp- lýst með rafljósum. Teikningar allar af bryggjunni og verklýsing er gert af hr. Erlingi Þorkelssyni, eftir fyrirsögn G. J. og hr. smíðameistara Símonar Beck, Rvik, sem gerði fyrirfram allar mælingar og hafði eftirlit með smíði hennar. Yfrismiðir bryggjunnar voru þeir hr. Sigurjón Einarsson og hr. Hákon Einarsson báðir úr Reykjavík, en aðrir smiðir af Bíldu- dal, þar á meðal hinn góðkunni bryggjusmiður hr. Jón Guðmunds- son, sem nú í þriðja sinn hefir verið við að smiða liér hafskipabryggju á æfini. Niðurrekstri stauranna stjórn- aði hr. Páll Ingólfsson, Rvík. Smíði bryggjunnar var ekki gefið út í ákvæðisvinnu eins og verksmiðju- húsanna, heldur voru ráðnir til þess ' daglaunamenn, og hafa þeir unnið j verkið bæði fljótt og vel. Kom! Gullfoss með efniviðinn í byrjun júlí, alls um 160 tonn, en tveimur mánuðum síðar lagðist sama skip að henni, svo að segja fullgerðri, til affermingar. En vitanlega flýtti það afarmikið fyrir smiðinni, hve frámuna vel var gengið frá kaupum og pöntun á öllum efniviði, en þar var svo að segja hver spýta tilsniðin eins ,og hún átti að vera. Allur kostnaður við bryggjuna nemur 40 þús. krónum. Hefir Al- þingi veitt til hennar 10 þús. kr. styrk, er greiðist eigendum á næstu 3 árum, en þeir láta koma aftur á móti 10% af öllum tekjum bryggj- unnar í næstu 25 ár, og rennur það gjald sem fastur tekjustofn til Suð- urfjarðarhrepps. Verða bryggju- gjöldin því ákveðin í samráði við hreppsnefndina. Erlent efni til bryggjunnar kostaði rúmar 12 þús. krónur, en af því varð að greiða toll í ríkissjóð kr. 2000.00, en allir tollar til ríkissjóðs af þessum nýju fyrir- tækjum munu nema sem næst .20 þús. kr., auk þess sem útflutnings- gjaldið af hinum væntanlegu afurð- um verksmiðjanna munu nema kr. 100.00 á dag, miðað við meðalfram- leiðslu. Fiskimjölsverksmiðjan Fiskimjölsverksmðjan er 14 m. löng, 12 m. breið og 5 m. há. Er hún öll gerð úr steinsteypu, fast að húsi þvi, sem fyrir var á staðnum og ætlað er til mjölgeymslu. Við enda verksmiðjunnar er steypt þró fyrir T200 rtiál síldar, en ofan á henni er ætlað fyrir hausa og magr- an fisk. Verksmiðjuhúsinu er skift i tvo vélasali og ketilsal. Verksamn- ingurinn við þessa byggingu var gerður í júní, og er nú verið að ljúka frágangi verksmiðjunnar, og hafa allir sömu menn unnið við hana, eins og við rækjuverksmiðjuna, nerna hvað allar teikningar eru gerðar af Vélsmiðjunni Héðinn, Rvík. Hefir hún einnig sumpart smiðað og sum- part útvegað allar vélar vermsiðj- unnar og ketil, en Dieselvélina, sem aflið framleiðir, útvegaði hr. Eirík- ur Onnsson, og réði hann einnig raflýsingu verksmiðjunnar. Inn- setningu allra véla hefir verksmiðj- an Héðinn annast. Við verksmiðjuna eru einnig byrgðir lýsisgeymar til að taka á mti lýsi frá feitum fiski, og lýsis- bzræðsluáhöld fyrir þorskalifur. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan geti unnið úr alt að 650 málum síld- ar á sólarhring, eða um 50 smál. af öðrurn fiski. Getur hún jafnt unnið úr feitum fiski sem mögrum, og af hvaða tegund sem er, og er auk þess aíveg sérstaklega gerð til þess að geta unnið mjöl til hænsafóðurs úr rækjuskelinnni. Allur kostnaður verksmiðjunnar er 140 þús. krónur, og hefir enginn styrkur verið til hennar veittur. I 'atnslciðslan Vatnsleiðsla hefir einnig verið gerð upp undir fjalli. Bygður þar 60 smál. gfeymir og lagðar frá hon- um leiðslur bæði í verksmiðjurnar og ofan á byrggjuna, einnig í sum hús þorpsins, en svo er til ætlast að brátt geti sem flest hús notið henn- ar. Myndi þetta meðal annars lækka að mun brúnabótagjöldin, þegar séð væri fyrir nægu vatni til bruna- tækja. Allur kostnaður hennar hef- ir verið um 10 þús. krónur. ♦ Stofnun þessara fyrirtækja er stór viðburður í íslenzku atvinnu- lífi. Leyndi það sér ekki á sunnu- daginn, að hugir manna vestur þar eru rnjög tengdir við viðganga þess- ara myndarlegu framkvæmda. —Morgunbl. 6. sept Halifax lávarður Halifax lávarður er nú mjög um- talaður maður. Hann er frægur um allan heim fyrir óraskandi jafn- lyndi og þykir slyngur samninga- maður sem svo margir enskir stjórn- málamenn. Þegar allur heimurinn beið eftir fregnum af samningum Gandhis og hans, um málefni Ind- verja, sátu þeir saman og lásu f jall- ræðuna á grisku. Og þegar tilræð- ismenn gerðu árás á járnbrautarlest, sem hann var í, og alt lenti í upp- námi, sat hann einn manna og borð- aði morgunverð i mestu ró. Hinar síðustu vikur hejir nafn Halifax lávarðar enn á ný verið stungið saman við þætti alþjóða- málanna. Það hefir verið umrætt og umdeilt í blöðum og á vettvangi stjórnmálanna. Halifax lávarður er sannur Eng- lendingur og sigurganga hans öll ber hinn sanna enska blæ. Þótt skap- gerð hans sér heilsteypt og mis- brestafá, þá hneigðist hugur hans ekki æ til sömu áttar. Þótt óhætt sé að fullyrða trygð hans og fast- heldni við gamlar venjur, þá er hann talinn einn hinn frjálslyndasti mað- ur í íhaldsflokknum enska. Hann var einn af skjólstæðinguin Bald- vvins, sem tók hann inn í stjórnina. Arin 1926—31 var hann varakon- ungur Indlands og gáfust honum þá mörg tækifæri til þess að sýna frjálslyndi sitt í verki. Það sem er einkum séreiginlegt fyrir Halifax, er hin óhagganlega jafnaðarlund hans, þetta spaklyndi, sem hann svo sjálfur kallar með dá- litlum kéim af sjálfshæðni. Jafnlyndi ensku stjórnmálamann- anna, máske einkum hinna íhalds- samari, er heimsfrægt. En Halifax lávarður er þó áreiðanlega meistari meistaranna, og á lífsleiðinni hefir hann líka fengið að þrautreyna þol þessa rika eiginleika síns. Hann átti við þungan straum að stríða í Indlandi. Um landið þvert og endlangt voru honum vélráð bú- in og fleiri tilræði voru honum ráð- in en tölu má á koma. Árið 1929 tók hann sér ferð á hendur til Delhi, þar sem hann ætlaði að dvelja yfir jólin. Var árás hafin á jámbraut- irta. Fremsti vagninn varð fyrir sprengju og eyðilagðist nær alger- lega. Brautarstjórinn gat á síð- asta augnabliki stöðvað lestina. Allir þustu að þriðja vagninum, þar 1 THE BUSINESS OF PRINTING IS- O carry your message into tlie liighways and byways creating sales and develoying trade for those who 'use its powers for publicity purposes. We suggest that you make us your printer and become enthusiastic lOith us in the quality of the printing you need. CC&litmlta P’ie^jL LWuteÁ 695 Sargent Ave. Winnipeg Phone 86327-8 Business and Professional Cards DR. B. J. BRANDSON Z16-2Z0 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 VVimiipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manltoba DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur I eyrna, augrna, nef og hálssjúkdðmum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cpr. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofuslmi — 22 251 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8t«. Phone 22 8G6 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson 272 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gólfi Talsími 30 877 H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögjrœöingur Skrífstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 16^6 PHONES 95 052 og 39 043 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, K.C., A. Buhr Björn Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonai minnisvarða og legsteina. Skiifstofn talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 sem Halifax lávarður, er þá bar nafnið Irwin, var. Hann sat við matborðið og neytti morgunverðar síns og spurði með mesta tómlæti hvað við hefði borið. Þessi órjúfandi ró er stundum dá- litið hlægileg, en hún er einnig hans mikli .styrkur. Við samningabórð- ið hefir Halifax hepnast að komast að mjög torfengnu samkomulagi, og það jafnvel þótt maður eins og Gandhi hafi átt í hlut. Árið 1928, þegar hreyfing Gandhis stóð i mest- um blóma, var komið á ráðstefnu með forystumönnum þjóðernissinn- anna indversku og varakonungin- um. Til þessarar ráðstefnu var efnt að ósk ensku stjórnarinnar, þar eð i hönd fóru þýðingarmiklar á- kvarðanir um Indland og stöðu þess í heimsveldinu. Halifax sat á ráð- stefnu við Gandhi í skrifstofu sinni. Fyrir utan dyrnar biðu embættis- menn þess að senda skeyti til Eng- lands um árangurinn af samtalinu. Hálftími leið, klukkutimi, tveir tímar. Ekkert hljóð heyrðist. Heima á Englandi biðu menn frétt- anna frá Indlandi með vaxandi óró. Fyrirspurnunum rigndi niður. Að síðustu ákváðu eimbættismennirnir, sem biðu, að fara inn í skrifstofuna. Þar mætti þeim óvænt sjón. Hali- fax sat þar í mestu makindum við hlið Gandhis og var að útskýra fyr- ir honum torskilin orð í grísku þýð- ingunni á f jallræðunni. ' Hinar raun verulegu samningaumleitan i r hófust ekki fyr en tveim tímum síð- ar, en þeim lyktaði á þann veg að Halifax lávarður fékk kröfur sínar að mestu uppfyltar. Halifax lávarður er vel að sér í trúmálum. Hann er lika sonur eins helzta leiðtoga ensku kirkjunnar og fékk i uppvexti sínum staðgóða þekkingu í málefnum kirkjunnar. Eti hann er líka íþróttamaður af lífi DRS. H. R. & H. W. TWEED TannUzknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœöingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 9 4 668 Arlington Pharmacy Sérfræðingar í lyfjaforskriftum 796 SARGENT AVE. vlð Arlington SlMI 35 550 Finni oss I sambandl viC lyf. vindiinga, brjðstsykur o. fl. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot - vega peningalán og eldsábyrgB af öllu tægi. PHONE 94 221 ST. REGIS HOTEL, 285 SMITH ST., WINNIPEG Pœgilegur og rólegur bústaður i miðbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; m*8 baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlBir 40c—60c Free Parking for Guests og sál. Hann er allgóður tennis- leikari, þrátt fyrir líkamlega fötlun: Vinstri hendi hans er lömuð. Er honum mjög lagið að dylja þessi líkamslýti, svo að fáir veita þeim athygli og þeir eru ekki margir, sem hafa tekið eftir því, að hann tekur aldrei hanskann af vinstri hendinni, eða þótt það grunsamlegt. 1 Að öðru leyti er,heilsa Halifax lávarðar hin bezta og hefir hann enn lítið látið á sjá. Afi hans varð 84 ára gamall og faðir hans 94. Samkvæmt þvi, er fólk segir í York- sliire, hefir lengi gengið þann veg til í þessari ætt að sonurinn hefir orðið tiu árum eldri en faðirinn. Hann er mjög hljóðlátur maður og við fyrstu sýn virðist hann ekk- ert ofurmenni vera. En i augun- um er undarlegur glampi. Hann lætur skoðun sína í ljós með fáum, en hnitmiðuðum orðum. Manni detta í hug ásakanir hans í garð f- haldsflokksins eftir að hann hafði látið af embætti sinu sem varakon- ungur í Indlandi. Hann sætti árás- um fyrir að hafa verið of tilslakan- legur við Gandhi og veitt Indverj- um of mikil réttindi. Hann svaraði: —Meðan mín gætir mun eg að- hyllast umbætur. Nú er varakonungur Indlands orðinn mjög áhrifamikill maður í stjórnmálum Evrópu. En hann hefir lítið breyzt, hann er eins og liann hefir altaf verið: Englending- ur með öllum kostum og löstum þjóðar sinnar. Hann er enn hinn sami samningamaður, sem ekki lætur blekkja sig né gera uppnæman. Hann verður ekki forviða á neinu, hvað sem að höndum ber og lætur sjaldnast undan síga á skákborði stjórnmálanna, þótt djarft sé teflt á stundum og skjmdilega skákað. —Nýja dagbl. 30. ág. t \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.