Lögberg - 20.10.1938, Blaðsíða 4
t
LÖG-BERG, FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER, 1938
Hogbetg
Gefið út hvern fimtudag aí
I H E COLUMBIA PRES8 LIMIT E D
■ 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjðrans:
EDITOR LÖGBERG, «»5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
VerO $3.00 um árið — Boryist fyrirfram
Th» "Lftgberg" U printed and published by The
CoJumbia Prees, Limited, 695 Sargent Avenue,
Wlnnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Alvarlegt mál, sem allan
almenning varðar
Frá því var ekki alls fyrir löngu skýrt,
hér í blaðinu, að sambandsstjórnin hefði
fyrirskipað rannsókn á samningi um byssu-
kaup af bálfu hermálaráðuneytisins, er ork-
aði tvímælis um það, hvort alt væri í rauninni
með feldu um þær að'stæður, er til þess leiddu,
að samningur um kaup á 7,000 vélbyssum var
gerður við John Inglis & öo. í Toronto fyrir
milligöngu hermanns nokkurs, er nefnist J.
E. Hahn. Maður þessi fór til London að
undirlagi hermálaráðherrans, Mr. Mackenzie,
að því er bezt verður séð; þegar til London
kom, sýndist hermálaráðuneyti Breta fyrst í
stað í nokkurum vafa um það, hvernig það
ætti að taka Mr. Hahn og erindi hans, sem i
þá átt hneig, að afla sér upplýsinga um kostn-
að við framleiðslu ýmissa hergagna, og þá
einkum hinna svoniefndu Bren vélbyssna:
npplýsingar um smíði og kostnað hergagna
eru sjaldnast auðfengnar, hvorki á Bretlandi
né heldur með þeim þjóðum öðrum, er svo
líta á sem þær eigi verndun tilveru sinnar ein-
vörðungu undir gasgrímum, sprengikúlum og
byssustyngjum. Og eins og við horfði, má
vel ætla að Mr. Hahn hefði orðið óhægt um
vik, ef ekki hefði verið fyrir það, að greið-
viknar sálir hlupu því nær ótrúlega skjótt
undir bagga; má þar tilnefna Mr. Hugh
Plaxton, liberal þingmann fyrir Toronto
Trinity kjördæmið, og sjálfan aðstoðar-her-
málaráðgjafann, General LaFleche; skrifaði
sá síðarnefndi umboðsmanni canadisku
stjórnarinnar í London bréf, og lét þess þar
getið, að Mr. Hahn hefði yfirráð yfir verk-
smiðjum í Canada, er að fullu og öllu væri
þannig útbúnar, að þær gæti framleitt hvers-
konar hergögn sem væri af nýjustu og full-
komnustu gerð; með þessu var auðsjáanlega
átt við Jóhn Inglis & Co., sem Mr. Hahn var
forstjóri að. .Ekki mun hlutaðeigandi stjórn-
arvöldum brezkum hafa þótt þetta fullnægj-
andi til þess að stofna til samningsgerða við
Mr. Hahn; frekari áréttingar var þörf og
hennar var heldur langt að bíða. Hermála-
ráðuneyti Breta kvaðst í fyrstu ekki sjá sér
fært að veita Mr. Hahn þær upplýsingar, er
hann fór fram á í sambandi við framleiðslu
hergagna, nea^i því aðeins að hann færi með
umboð fyrir ^Bid hinnar canadisku stjórnar;
þetta var í októbermánuði 1936. Tilkynti Mr.
Mackenzie þá hermálaráðuneytinu, að því
bæri að skoða Mr. Hahn sem góðan og gildan
fulltrúa canadiskra stjórnarvalda samkvæmt
meðmælabréfi, myndugan að fullu til samn-
ingsgerða. Afneitun Péturs er sögufræg;
afneitun hins canadiska hermálaráðgjafa
getur orðið næsta eftirminnileg líka.
I þingræðu þann 1. júlí síðastliðinn, sýndist
Mr. Mackenzid leggja áherzlu á það, að hann
hefði engin deili vitað á Mr. Hahn fyr en
eftir að samningarnir um byssukaupin hjá
John Inglis & Co. höfðu verið undirskrifaðir;
þó hafði hann gefið honum persónulegt með-
mælabréf við brezk stjórnarvöld engu að
síður, og farið þess á leit við þau, að hann
yrði skoðaður sem fullvalda umboðsmaður
hinnar canadisku stjórnar í viðskiftum þeirra
á milli; hér sýnist óneitanlega verða vart
slíks tvískinnungsháttar,_er eigi verður var-
inn í meðferð opinberra mála.—
Mörgum stendur vafalaust enn í fersku
minni Home-banka hneykslið sæla. Einn af
þáverandi ráð'gjöfum King-stjórnarinnar,
sem aldrei var sakaður um neitt, varð að láta
af embætti vegna þess að hann hafði átt sæti
sem meðráðandi í stjórn þeirrar hrynjandi
peningastofnunar; almenningsálitið krafðist
þess, og stjórnin taldi sér skylt að lúta því.
Hvað segir almenningsálitið nú um afstöðu
hermálaráðgjafans, og hvernig bregst for-
sætisráðherrann við með hliðsjón af því, sem
þegar er komið á daginn viðvíkjandi byssu-
kaupunum hjá John Inglis & Co. fyrir milli-
göngu Mr. Hahns?
Aðstoðar-hermálaráðgjafinn, General La
íleche, hefir reynt að færa sér það til máls-
bóta-, og þá vitaskuld sjálfum hermálaráðgjaf-
anum líka, að vélbyssna pöntunin hjá John
Inglis & Co. af hálfu hinnar canadisk'u stjórn-
ar, hafi orðið stórvægilega hagfeldari af
þeirri ástæðu að hún hefði fylgt stórri pöntun
frá brezkum stjómarvöldum; þetta er ekki
óhugsandi; þó er það enn ósannað engu að
síður. Aðferðin verður samt sem áður ekki
auðveldlega varin, ef hún er þá ekki með öllu
óverjandi; um tilboð frá öðrum vopnayerk-
smiðjum er í þessu tilfelli ekki að ræða, eins
sjálfsagt og það þó virti^t vera, og í rauninni
er við-tekin viðskiftaregla; þvert á móti er
samningurinn gerður þegjandi og hljóðalaust
við John Inglis & Co., fyrir milligöngu Mr.
Hahns, og þrátt fyrir það þó Mr. Mackenzie
þvæi hendur sínar af Mr. Hahn, verður þó
ekki annað séð, en hann hafi lagt blessun sína
yfir alt saman. Rannsókninni á umræddum
vélbyssnakaupum er enn eigi lokið; vonandi
er að hún leiði á sínum tíma allan sannleikann
t ljós svo að ekki verði viltar á þeim heimildir,
er ábyrgðina gagnvart þjóðinni eiga að bera.
Stjórnin æskir eftir tilboðum í hver ja smálest
af kolum, er hún þarf að kaupa. Því þá ekki
að fara eftir sömu reglu ef um ræðir kaup á
vélbyssum eða öðrum hergögnum?
Laugardagsskólinn
íslenzku kensla Þjóðræknisfélagsins, sú,
er gengur undir nafninu Laugardagsskólinn,
hefst í Jóns Bjarnasonay skóla á næstkom-
andi laugardagsmorgun klukkan stundvíslega
hálf tíu; eru foreldrar ámintir um að senda
börn sín þangað í stórhópum vegna “ástkæra,
ylhýra málsins”; málsins, sem svo er auðugt,
að það á orð yfir “alt sem er hugsað á jörðuJ’
Það fylgir því djúp og alvarleg ábyrgð, að
vera íslenzkur maður, arfþegi Snorra og
Halls af Síðu, að' eigi séu fleiri tilnefndir; það
fylgir því ábyrgð, að vera afkomandi og arf-
þegi íslenzkra brautryðjenda, er fyrstir lögðu
hér hönd á plóginn og grundvöll að glæsi-
legum nýbygðum þessarar vestrænu álfu.
Oss er það holt, að minnast sem oftast orða
séra Kjartan heitins Helgasonar, þá hann
dvaldi vor á meðal og hnigu í þá átt, að þá
væri vel, er Islendingur og maður táknaði eitt
og hið sama. Og 'þá fyrst megum vér mann-
taks vænta, sem um munar, er vér sýnum í
verki fullan trúnað við' eðli vort og ætt. Og
trúr getur enginn orðið sjálfum sér nema
hann leggi hreinhjartaða rækt við minningu
feðra sinna og mæðra.—
‘ ‘ Þó Island sé stórt, ” sagði séra Friðrik
J. Bergmann einu sinni í samkvæmisræðu,
“ þá er það ekki stærra en svo, að sérhver ís-
lenzkur maður ætti auðveldlega að geta komið
því fyrir — í hjartanu.’, — Vitaskuld er hér
talað á líkingamáli, því vitanlega er átt við
minninguna um Island og helgidóma íslenzks
þjóðernis, eins og þeir birtast í skýrustum
myndum; þessa helgidóma ber oss að að varð-
veita og greiða straumum þeirra farveg inn í
vitundarlíf æskulýðs vors af íslenzkum stofni
þrátt fyrir hrakspár og helstefnur. Oss er
kent að trúin flytji f jöll; það gerir ástin líka;
ástin á íslenzkri tungu getur einnngis, og ein,
aflað henni eilífs lífs í Vesturvegi; þá koma
sjálfsagðar athafnir, sjálfsagðar fórnir af
sjálfu sér.
Laugardagsskólinn er nytsamt, spor í
rétta átt; hlið'stæðri kenslu í íslenzku ætti
hver einasta íslenzk nýbygð vestan hafs, að
koma á fót í vetur innan vébanda sinna.
í ------------
Líknarsamlag Winnipegborgar
Dagana frá 31. yfirstandandi mánaðar
til 5. nóvember næstkomandi, að báðum dög-
unum meðtöldum, fer fram hin árlega fjár-
söfnun til Líknarsamlags Winnipegborgar,
The Federated Budget; verð'ur þetta í seytj-
ánda skiftið, sem fjársöfnun til líknarþarfa
innan vébanda Winnipegborgar fer fram með
slíkum hætti. Upphæð sú, er framkvæmdar-
stjórn Líknarsamlagsins telur óumflýjanlegt
að borgarar bæjarfélagsins leggi fram að
þessu sinni með frjálsum samskotum, verður
$366,000; er það nokkuru stærri upphæð en í
fyrra. Stofnanir þær, sem styðja ber eru
margar, og allar nauðsynlegar; um það verð-
ur ekki vilst. Olnbogabörnin eru mörg, sem
að'hlynningar og umsjár þarfnast; rás við-
burðanna hefir hagað því þannig til; þeir eru
enn margir, sem af óviðráðanlegum ástæðum
falla í einhverju formi, í einhverjum skilningi,
í hendur ræningjum, flettir klæðum, óvígir og
skildir eftir dauðvona. Og enn ganga prest-
ar og Levítar fram hjá. Hinn miskunnsami
Samverji er þó einnig á ferð, og í hans anda,
og að hans dæmi, ber oss að styðja hinn óvíga
bróður með f járframlögum til Líknarsamlags-
ins, þó ekki geti allir látið mikið af hendi
rakna. Margt smátt gerir eitt stórt!
Merkar ritgerðir um
íslendingasögur
Eftir prófessor Richard, Beck
Islenzk frœði (Studia Island-
ica). Útgefandi Sigurður'
N o r d a 1, 3. og 4. hefti.
Reykjavík, 1937 og 1938.
Enn eru þeir vafalaust æði marg-
ir vestur hér, sem fylgjast vilja með
útgáfu athyglisverðra islenzkra rita
og ritgerða um fræði vor, ekki sízt
um Íslendingasögur. Þær eiga enn
mikil ítök í hugum fjölmagra hér-
lendis; enda fer þjóðrækt Islendinga
og þjóðrækni að visna í rót, hætti
þjóð vor að kunna að meta sígildar
bókmentir sínar.
Eg hefi áður vakið athygli ,bóka-
manna og unnenda íslenzkra fræða
vestan hafs á fyrstu tveim heftum
þessa ritsafns, sem gefið er út af
hálfu Háskóla íslands undir umsjón
Sigurðar prófessors Nordal. Var
hann bæði stöðu sinnar, vegna og
lærdóms sjálfkjörinn til þess hlut-
verks; en í safninu eru sérstaklega
birt erindi, “sem flutt hafa verið og
rædd á rannsóknaræfingum í Há-
skóla Islands og þykja færa ein-
hverjar nýjar athuganir úm íslenzk-
ar bókmentir, sögu og tungu.”
Ritgerðir þær, sem þessi tvö nýj-
ustu hefti ritsafnsins hafa inni að
halda, eiga þar fyllilega heima. I
fyrra heftinu ritar Björn meistari
Sigfússon “Um Ljósvetninga sögu.”
Hann er einn i hópi hinna yngstu
íslenzkufræðinga vorra og hinn efni-
legasti fræðimaður. “Ljósvetninga
saga” er að mörgu leyti hin merki-
legasta; einkum er lýsingin á Guð-
mundi ríka mjög snjöll, þó ófögur
sé, þegar skygnst er undir yfirborð-
ið. Af sögu þessari eru til tvær
gerðir og hafa þær orðið útgefend-
um hennar torveldar viðfangs og
vilt þeim sýn á margan hátt.
Björn gerir í ritgerð sinni ná-
kvæ'man samanburð á gerðum sög-
unnar, eða eins og hann kemst að
orði: “Hlutverk þessarar greinar
er að rekja mismun gerðanna og
skýringar fræðimanna á, honum,
reyna að finna eðlilegari skýringar
og sjóarmið og loks að neyta þeirra
til að leiða í ljós einhverja vitneskju
um samningaraðferðir sagnaritar-
anna.” Athuganir Björns eru hinar
skarplegustu og varpa nýju ljósi á
viðfangsefnið, þó að skoðanir geti
eðlilega orðið skiftar um einstök
atriði. Rannsókn hans er um alt
hin fræðimannlegasta, enda á rit-
gerð hans aðallega erindi til sér-
fræðinga, þó aðrir geti einnig lesið
hana sér til fróðleiks og ánægju.
Þeir, sem lesið hafa fyrri rit dr.
Sigurðar Nordals, t. d. útgáfu hans
af “Egils sögu Skallagrímssonar,”
vita, að hann er með afbrigðum
cjetspakur maður í bókmentalegum
efnum ; er það mikill kostur á fræði-
manni, þega getspekin, eins og hjá
Nodal, stendur djúpum rótum í
föstum jarðvegi trausts lærdóms, en
byggist eigi á foksandi lausbeislaðr-
ar ímyndunar svo sem stundum vill
verða.
í 4. hefti umrædds ritsafns ritar
Nordal um “Sturlu Þórðarson og
Grettis sögu” og leiðir rök að því,
að Sturla hafi “á efri árum sínum,
varla fyr en um 1280, samið æfi
Grettis”; ennfremur, að höfundur
þeirrar Grettis sögu, sem geymst
hefir fram á vora daga daga, hefit
notað bók Sturlu sem stofn og und-
irstöðu, en aukið hana og endur-
samið.” Nordal álítur einnig, að
frumritið að öðrum handritum
Grettis sögu (A-flokksins svo-
nefnda) eigi, að öðruin þræði, rót
sína að rekja til rits Sturlu.
Rökleiðsla Nordals er samin af
þeirri gjörhygli, sem maður á að
venjast frá honum, og þessvegna
sannfærandi að sama skapi. Hann
bygir að vonum á rannsóknum ann-
ara fræðimanna, einkum á athugun-
um Guðna meistara Jónssonar um
uppruna og tilorðningu “Grettis
sögu” í útgáfu haus á henni (íslenzk
fornrit VII). En Árni Magnússon
kvað fyrstur manna upp úr um það,
að Sturla Þórðarson hefði uppruna-
lega samið sögu Grettis.
Vart þarf að taka það fram, að
ritgerð Nordals er i hvivetna með
brag hins þaulæfða fræðimanns, en
hún er jafnframt svo prýðilega sam-
in, að bráðskemtilegt er að lesa hana.
Hún fjallar einnig um eina hina
allra vinsælustu af fornsögum vor-
um, — sögu, sem er auðug að f jöl-
breytni í frásögn, ógleymanlegum
mannlýsingum og meitluðum spak-
mælum. I harmsögu Grettis hefir
íslenzka þjóðin séð speglast sögu
sjálfrar sín, eins og Matthías sá rétt
í “Grettisljóðum” sínum. Um það
fer Nordal þessum orðum: “Grettis
saga á dýpstu ítök sín í hugum Is-
lendinga einmitt því að þakka, að
þjóðin hefir þekt sín eigin örlög í
örlögum Grettis, sína eigin heim-
speki í hinum nafnkunnu orðum,
sem lögð eru í munn Jökli Bárðar-
syni: ‘Sitt er hvárt gæfa og
görvigleikr’.”
Báðum ritgjerðunum fylgja út-
drættir á ensku, til hægðarauka er-
lendum fræðimönnum. Mun þeim,
eins og mörgum öðrum, þykja góður
fenguT að ritsafni þessu. Þau heft-
in, sem út eru komin, benda ákveðið
i þá átt, að ritsafnið verði bæði til
þess, að auka erlendis þekkingu
manna á Háskóla Islands sem mið-
stöð íslenzkra fræða og veg hans i
heild sinni.
Gunnhildur Jóhannsson
(Nokkur minningarorð)
Seint i febrúarmánuði þetta ár
fór eg með lestinni frá Wynyard
til Winnipeg. Eins og gengur voru
farþegar smám saman að fara og
koma, þegar numið var staðar á
stöðvunum.—I Elfros kom Gunn-
hildur “um borð.” Hún var að fara
til Winnipeg sér til heilsubótar, þó
var ekki að sjá á henni nein veik-
indi. Hún kvaddi vini og vanda-
menn með hressilegu yfirbrgði, þeg-
ar lestin brunaði á stað.__ Á leiðinni
sat hún í nsta sæti við mig. Kvaðst
hún ekki vera mikið veik, og gerði
ekki ráð fyrir langri dvöl að heim-
an. Mér datt það ekki í hug, þeg-
ar við þutum eftir sléttunum, fram-
hjá einu þorpinu eftir annað, fram-
hjá ökrum og bændabýlum, og
Gunnhildur ræddi við mig á þann
glaðlega hátt, sem henni var eigin-
legur, að það ætti neitt sérstaklega
við hana, sem segir í sálminum:
“Min lífstíð er fleygiferð,
eg flýti mér til grafar.
Að litlum tíma liðnum verð
eg lagður nár án tafar.”
En sú varð þó raunin á. Eftir til-
tölulega skamman tíma andaðist hún
á almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg,
eða 22. marz þ. á. Jarðneskar leif-
ar Ihennar voru fluttar heim aftur
og jarðsungnar af undirrituðum í
kirkjugarði bygðarinnar 26. marz.
Við athöfnina heima á heimilinu og
í garðinum var fjölmenni mikið
saman komið.
Gunnhildur var fædd 19. okt.
1875, °S skírð 11. des. s. á. Foreldr-
ar hennar voru Jón Jónsson og Anna
Sigurðardóttir, er þá bjuggu á Fjöll-
um í Kelduhverfi. Þau hjón sýn-
ast hafa verið gædd miklu tápi og
þreki, því að þau hafa orðið háöldr-
uð. Anna er enn á lífi, 84 ára að
aldri, til heimili hjá syni sínum.
Jón Jónsson andaðist 1922. Er hon-
ura þannig lýst, að hann hafi verið
vel greindur, bókhneigður, duglegur
og sívinnandi. Sýnast þau einkenni
li*ifa gengið að erfðum til dóttur
hans, Gunnhildar. Rúmlega tvítug
fór Gunnhildur til Reykjavíkur og
nam yfirsetufræði af Jónassen
landlækni, og útskrifar hann hana
með mjög góðum vitnisburði i byrj-
un október 1896 og þá sama haustið
'fær hún veitingu fyrir 1. ljósmóður-
umdæmi Sauðaneshrepps í Norður-
Þingeyjarsýslu.
Gegndi nú Gunnhildur ljósmóður
störfum um hrið. Hún giftist Jóni
Jóhannssyni og bjuggu þau all-mörg
ár að Syðra-Lóni á Langanesi. En
árið 1905 flytja þau búferlúm vest-
ur um haf. Líklega hafa þau ekki
gert ráð fyrir þvi, að í hinu nýja
landi mundi verða hægt að sleppa
við þungar þyrðar eða hörð átök.
Að minsta kosti verður ekki séð,
að sneitt hafi verið hjá slíku, þegar
vestur kom. Þau námu land í Hóla-
bygðinni, suður af Elfros, þá var sú
bygð i bernsku, og skorti ekki að-
eins hin ytri lífsþægindi, heldur og
flestar þær tryggingar og hjálpar-
meðöl, sem nútímamenn vilja geta
leitað til, þegar vanda ber að hönd-
um. . Læknar og hjúkrunarkonur
voru ekki á hverju strái í þá daga,
svo að bygðinni kom vel að hafa
innan sinna vébanda hina ungu, ís-
lenzku Ijósmóður. Og Gunnhildur
dró ekki af sér. Um nætur og daga
átti hún leið um ófærurnar og veg-
leysurnar, án þess að ætlast til ann-
ara launa en þeirra, sem hver góð-
ur maður tekur hjá sjálfum sér.
Saga ljósmæðranna á frumbýlings-
árunum mun vera að mestu, ef ekki
öllu lyeti óskráð, en til þeirrar sögu
mundi Gunnhildur hafa getað lagl
merkan kafla. En í bygðinni henn-
ar er starf hennar viðurkent með
þakklæti. Það þakklæti kom fram
með fögrum hætti við útför henn-
ar. Þegar að því kom, að lík henn-
ar skyldi borið úr húsum, kotií fram
hópur af ungum og mannvænlegum
piltum úr sveitinni og báru kistuna
út. Annar hópur af ungum mönn-
um bar hana frá kirkjugarðshliði að
gröfinni. Það var þeirra þökk til
ljósmóður sinnar.
Jafnframt því sem Gunnhildur
starfaði svo mjög út á við, sá hún
um heimili sitt með stakri um-
hyggju. Fanst manni hennar eng-
um ráðum ráðið, nema hún kæmi til.
Kjarkur hennar var óbilandi, og
bjartsýnin leyfði engum erfiðleik-
um að byrgja gleðina úti. Við
brottför hennar finst manni hennar
sem hann sé ekki hálfur maður eftir,
en á hinn bóginn hefir lífið á liðn-
um samverustundum veitt honum
auðæfi, sem aldrei verða frá honum
tekin.
Þeiin Gunnhildi og Jóni varð sex
barna auðið. Eru það :
1. Anna, gift Óla Pálsson í
Smeaton, Sask.
2. Þorgerður, gift Guðjóni Stef-
ánssyni í Hólabygð,
3. Jóhann og
4. Hermann, báðir kvæntir skozk-
um konum, búsettir í Vancouver.
5. Friðrikka, hefir staðið fyrir
heimili föður síns, síðan móður
hennar misti við.
6. Sigurður, lézt ungabarn.
Af systkinum Gunnhildar eru enn
á lífi tvær systur í Kaupmannahöfn,
ein systir á íslandi, og tveir bræður,
annar vestan hafs, hinn á íslandi.
Þegar menn fóru hver heim til
sín, að aflokinni jarðarför Gunn-
hildar Jóhannsson, var það auð-
fundið, að hin fámenna og afskekta
bygð hafði kvatt konu, er mikill
missir þótti að. Ekki aðeins heim-
ilið, heldur öll bygðin hafði vanist
því að eiga þar hauk í horni, sem
hún var, undir mörgum kringum-
stæðum. Hún var ein þeirra land-
námskvenna, sem vér eigum ekki
sízt að þakka það, sem íslendinga-
bygðirnar eru í menningarlegu til-
liti. Hennar er því minst með virð-
ingu — og ástvinir hennar taka
hana sér til fyrirmyndar í því að
beina huganum að því sem er bjart
og fagurt. Og samkvæmt lífsskoð-
un þeirra er dauðinn aðeins tjald,
sem hylur birtu upprisudagsins.
Jakob Jónsson.
Dómar um leikrit
Tryggva
Sveinbjörnssonar
Tryggvi Sveinbjörnsson skáld,
höfundur leikritsins “Den lille
Verden,” var af áheyrendum kall-
aður fram á leiksviðið að leikslok-
um í Konunglega leikhúsinu á
fimtudagskvöld, en leikhúsið end-
urómaði af fagnaðarlátum. Hvert
sæti var skipað i húsinu.
Lekiritagagnrýnandi Berlinga-
tiðinda Svend Borbjerg skrifar um
leikritið:
Það hefir verið venja, að Kon-
unglega leikhúsið byrjaði leikárið
með lágfleygum leikritum úr dag-
lega lifinu.
Leikrit Tryggva Sveinbjörnsonar
hefir meiri tlifinningar og drama-
tiska viðburði en Ieikrit það eftir
Inger Bonzon, er leikárið byrjaði
með i fyrra. Það er djúp meining
í samtölum leiksins. Lýsingin á lífi
manna, eins og hún er í fyrsta þætti,
er góð, samtölin eðlileg og bera vott