Lögberg - 20.10.1938, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.10.1938, Blaðsíða 6
b JjÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER, 1938 r----SKULDIN _ I Eftir B. Fletcher Robinson. Enda þótt Ransome væri liugrakkur maður, var lionum þó meira en nóg boðið. Hann þrýsti sér upp að veggnum, hélt höndunum fyrir augun, til þess að líta eigi ófreskjuna, og vænti dauða síns á næsta augnabliki. Hann heyrði, að Hermann lokaði öllu sem vandlegast, og smelti járnslánum fyrir. Ransome var því aleinn hjá ófreskjunni, gorilla-apanum. Hann gægði.st milli fingra sér. Gorilla-apinn hélt enn í rimlana, og liorfði á eftir Hermanni, með svo afskaplegu hatri, sem enginn fær lýst. Að lokum slepti hann rimlunum, lét fall- ast til jarðar, og öskraði mjög gremjulega. Síðan sneri hann sér að Ransome, og gekk til hans — hægt og hægt. * # * “Annaðhvort er maðurinn brjálaður,” mælti ungi læknirinn við Ríkarð yfirlækni, “eða hér er um mál að ræða, sem lögreglan verður að fjalla um; en hvort sem er, finst mér vasabókin só arna svo einkennilegt ákjal, að eg taldi rétt, að sýna vður hana. ’ ’ Um leið og hann sagði þetta, lagði liann dálitla vasabók á borðið. Yfirlæknirinn opnaði vasabókiná, og fór að blaða í henni. “Eg sé hér ekkert nema reikninga, og minnisblöð,” nöldraði hann, sem í barm sér. “Það er á öftustu blöðunum,” mælti ungi læknirinn. “En hvernig atvikaðist það, að hann var fluttur hingað?” spurði yfirlækui rinn, um leið og hann fletti bókinni. “Það var slys sem olli því,” svaraði ungi læknirinn. Hann reikaði á götunni og varð þá fyrir va^ni og datt í skolpræsið.” “Lögregluþjónamir, sem komu hingað með hann,” mælti nngi læknirinn enn fremur, “héldu að hann væri mikið meiddur, en eg get ekki séð að hann sé neitt skaddaður, held- ur virðist mér hann fremur þjást af sulti, og af einhvers konar tauga-hristingi. Bg gaf honum því inn nokkra dropa af morfíni, og sefur hann nú mjög vært. En þegar eg fór að rannsaka hann, rakst eg á vasabókina í skyrtunni hans, og gat eg þá ekki stilt mig um, að fara að blaða í henni, jtar sem mér þótti geymslustaðurinn nokkuð einkennilegur, og rakst eg þá á uppteikningar aftast í bókinni, sem eg sé, að þér eruð nú farinn að lesa.” “Það er ágætt,” svaraði yfirlæknirinn. “Eg ætla að lesa þær, og þurfið þér eigi að bíða mín.” “ Yfirlæknirínn sneri nú stólnum, sem honum var hægast, og las það er hér fer á eftir: Miðvikudaginn kl. 1 e. h. Ef þetta kynni að komast í manna hendur, en yrði ekki öpum eða djöflum að bráð, þá fáið lögreglunni það, hvað sem tautar. Ef gengið er ofán í stóra kjallarann hans Iíinriks Hermanns, dýrasala, í Dawis-stræti, og lokið upp þriðju hurðinni til hægri handar, þá finst búrið þar sem eg var drepinn. Hvar lík mitt verður — ef eitthvað verð- ur eftir af því — skal eg engu spá um. KI. 7 í gærkveldi ginti Hermann dýrasali mig, Cecil Ransome, rafmagnsfræðing, bú- settan í Victoríu-stræti, inn í búr til gorilla- apa. Guð gefi að eg tapi ekki vitinu! Hann gerði það í hefndar skyni. —En nú kemur hann þarna! Eg er svo— Nú er hann aftur kyr! Þenna apa hefir Iíermann látið drepa mig, því að honum var það vel kunnugt er hann lokaði mig hér inni, að hann myndi, fyr eða síðar, rífa mig á hol, “eins og stúlka rífur léreftspjötlu.” Þetta voru hans óbreytt orð, og ætti þessi skýrsla mín að nægja til þess að hann verði hengdur. En til þess að hafa ekki hugann sí og æ bundinn við þessi hrvllilegu örlög mín, þá ætla eg, til síðustu stundar, — ef hann lofar mér það—, að rita upp alt, sem fvrir mig ber. Þegar Hermann skildi við mig í kvöld, gekk gorilla-apinn til mín, og greip mig þá sú dauðans angist, að eg hugði að öll sund væru lokuð. En þetta var aðeins forvitnisferð, því að hann gerði eigi annað en að kippa í fötin mín, slíta af mér nokkra hnappa og særa mig hér og hvar. í einum rykk svifti hann annari erminni af jakkanum mínum, en eg gætti þess, að liggja grafkyr, og að lokum snautaði liann aftur í hálm-bólið sitt, og var í því skotinu, sem fjærst mér var. Allur líkami minn er ákaflega aumur, og eg finn krampadrætti í öllum limum, þar sem . eg þori ekki annaÖ, en að liggja hreyfingar- laus á steingólfinu. Eg get engrar hjálpar vænst, þar sem enginn vissi, að eg'fór hingað, og eg tók bréf hans með mér. Annars er það engin nýlunda, að menn hafi horfið í þessum hluta borgarinnar. — Lögregluliðinu verður gert aðvart um hvarf mitt, og menn ímynda sér líklegast^ að eg hafi drukknaÖ. Eg vil gjarna, að hr. Eane í Marlow-húsi á Abótaveginum, fái að vita að síðasta um- bugsun mín hafi verið um dóttur hans. Guð huggi hana! Nú sefur hann óvært og stynur í sífellu og andvarpar. Eg get rétt grilt hann þar sem hann er og vitlaus held eg að eg hefði orÖið, ef Hermann hefði eigi látið gas-ljóstýruna loga, þó að dauf sé af henni birtan. Mér dettur í hug hnífurinn minn, sem er með löngu og sterku blaði. — Eg hefi falið hann í þeirri jakka-erminni, sem eftir er. Ætti eg að reka hann í augað á honum ? Skyldi hánn geta drepið mig í dauðateygj- unum! Eg ætla að geyma að nota hann, unz síð- asta baráttan stendur. Klukkan 5 e. h. Þegar hann fór að ganga fram og aftur í búrinu, fanst mér eg alveg ganga' í barndómi, og tróð eg þá vasaklútnum upp í mig, til þess að hjala ekki hátt. Nú er hann kyr aftur, eftir að hafa reik- að fram og aftur fyrir framan jámrimlana í frekan klukkutíma. Hann hlýtur að vera voðalega sterkur. —Eg sé vöðvana stælast og jafnast kringum herðarnar. Svo varð hann eitthvað svo þunglyndis- legur og hnypraði sig saman á gólfinu, snökti liátt og skalf allur og titraði. En alt í einu spratt hann upp sem band- óður væri. Hann æddi að járnrimlunum, kipti í þá, svo að í öllu brakaði, og öskraði svo að húsið hristist. Eg var svo dauðans hræddur, að mér hefði verið ómögulegt að verjast, ef hann befði ráðist á mig. — En eg held að hann hafi þá alls ekkert munað eftir mér. Fimtudagskvöld. Þetta hefir verið hræði- logur dagur, ógurlegar kvalir á sál og líkama, og mikið lán að eg hefi þó enn ekki mist vitið. Vera má að Hermann þurfi þó að hugsa upp eitthvert nýtt ráð, til að drepa mig. Nei, það er víst óþarft; apinn er svo kenjóttur og getur breyzt á svipstundu — á þossu augnablilánu, meðan eg er að skrifa þetta. Ó, drottinn ! í þínar hendur fel eg mig! Þegar eg var liættur að rita í vasabókina mína í gærkveldi, seig á mig hálfgert svefn- mók, unz eg vaknaði við öskrið í apanum. Hermann stóð þá fyrir framan rimlana, Iiélt uppi luktinni og starði inn til okkar, en gorilla-apinn kij)ti í rimlana og togaði sem bann gat. Hermann varð hissa, er hann sá, að eg I reyfðist, og andstyggilegt bros lék um varir hans. “Þér láguð svo kyr,” mælti. hann, “að eg hugði þegar að þér væruð sofnaður þeim svefni, er enginn vaknar af aftur. En máske svo verði í kvöld. Hver veit ? En samt kom eg nú með matinn lymda tveimur.” Með járnstöng 'opnaði hann þvínæst dá- litla loku, sem var niður við gólf, og ýtti þar iiin stórri skál ineð hrísgrjónum og ávöxtum, er hann liafði komið með. Apinn hrifsaði það l>egar, og notaði liann þá tækifærið og kastaði böggli til mín inn á milli járnrimlanna. “Þarna er brauð og ket,” mælti' hann, “en vatn er þarna í troginu til hægri handar. Síðan fór hann að ausa úr sér ýmsum durnaskap um veru, sem mér er öllu kærari, svo að eg varö hamslaus af bræði, og blygð- ast eg mín nú mikið fyrir það, því að honum- hofir verið mesta ánægja að því. Æ, eg gleymdi hættunni, stökk að járn-' rimlunum, þreif í þá og bölvaöi honum — heimskinginn eg. “Þið eruð laglegir kumpánar,” mælti bann hlægjandi. “Eruð þið báðir apar, eða manneskjur? Það er vandi að skera úr því.” Mér varð litið til hliðar, og sé þá gpann hanga í rimlunum aðeins alin frá olnboganum á mér, og horfa á okkur. • ' Það var engu líkara en hann skildi okkur. 1 freka tvo klukkutíma sat apinn á hækj- um sínum fyrir framan mig og horfði for- vitnislega á mig og þótti mér þetta all- ískyggilegt. Það var engu líkara, en ófreskja þessi sæti í dómarasæti og væri að leitast við að ráða einhverja torskilda gátu. Uv-að lítið sem eg hreyfði mig, gjörði það apann æstan, svo að eg varð allur lurkum laminn. Eg hafði ekki fengið neitt að drekka síð- an kvöldið fyrir, svo að kverkarnar á mér loddu saman af þurki. Að lokum hugsaði eg á þá leið, að einu gilti livort dauÖann bæri að höndum ögn fyr eða seinna og stóð því upp rólega og gekk að vatnstroginu.sem ekkert væri um að vera. En í sömu svipan var mér kastað yfir í vegginn, og jakkanum mínum svift í tvent. Þetta gerði mig alveg huglausan svo að eg fór að gráta og snökti eins og skóladrengur og nuggaði á mér handlegginn og öxlina, sem meiðst hafði. En í stað þess að ráðast aftur á mig, lullaði apinn að járnrimlunum og fór að ganga þar fram og aftur — aftur og fram. Litlu síðar drattaði eg að troginu og fékk mér að drekka og skreiddist síðan í fletið mitt, sem er við vegginn, vinstra megin. Eg borðaði nú smurða brauÖið mitt, og fann mér aukast kraftar og liugrekki, svo að lífsvmnin vaknaði aftur. Kl. 5 kom Hermann aftur með kvöld- skamtinn okkar. En er Ilennannsneri sér við og gekk burt, og apinn æddi fram og aftur hjá járn- rimlunum, spratt eg snögglega upp, án þess eg geti gert mér grein fyrir hvað kom mér til þess, nam staðar við. hliðina á apanum og æpti og lét að öllu'leyti sem hann. Og er við loksins hættum þessum látum, horfðumst við í augu sem fjandmenn, er hvorugur vill á annan ráðast, og var eg þá alls ekkert hræddur. Það var vöknuð hjá mér von, ef von skyldi kalla. Föstudaginn, á hádegi. Nóttina, sem leið fevnf eg í fjóra klukkutíma. Kl. 9 kom Hermann með morgunverðinn, og sá eg, að hann varð hissa, þó að hann segði ekkert. En er Hermann var farinn, gekk eg aftur að járnrimlunum, og var nú einn, því að ap- inn sat kyr og horfði á mig. Síðan fór eg aftur í bæli mitt. Apinn fór að éta, og hafði ekki augun af mér, en gerði mér þó ekkert. Seinna, er apinn lá hálf-mókandi í fleti ’sínu, herti eg upp hugann, og rannsakaði járnrimlana, sem eru mjög sterkir, eins og líka hengilásinn, sem fyrir hleranum er. Klukkan átta. Apinn barði mig og tók matinn frá mér, svo að eg er glorhungraður. Hann eyðilagði matinn fyrir augunum á mér, og hinn djöfullinn horfði á það og hló að mér. Honum mátti nægja skamturinn sinn og þurfbi því eigi að taka þetta lítilræði, sem mér var ætlað. En bíddu við, unz þú ert sofnaður! Eg veit að það er hættuspil; en hann tók matinn frá mér, tók alt, sem eg átti og eyði- lagði það. Sterki, beitti, væni hnífurinn minn! Heill þér! Og Hermann hló einnig að mér! Laugardaginn, kL 11 f. h. Eg er hissa á heiriiskunni í mér í nótt. Eg hegðaði mér eins og heimskt og slæmt barn. Ilvað hefði það stoðað, þótt það hefði tekist? Það er maðurinn en ekki dýrið, sem eg þarf að óttast. Best, að eg skrifi það samt. lTm miðnaétti svaf hann og skreið eg þá hægt og hægt að bælinu hans og forðaðist að gera minsta hark. Eg var með opinn hnífinn í hægri hend- inni. Apinn lá sofandi í fleti sínu og reis eg upp hægt og hægt og sá að hann lá á bakinu með fæturnar upp að kviðnum og að brjóstið bærðist sem af áköfum ekka. Tárin héngu í augnahárunnm, og var iiann líkastur manni, er sofnað hefði afar- sorgmæddur. Það var ómögulegt að hugsa sér betra færi, en eg gat þó ekki fengið það af mér, að reka í liann hnífinn. •Mér fanst hann líkjast svo mjög manni, að það hlýti að vera morð að drepa hann. Yar hann eigi fangi, veslingurinn, eins ogeg? í sínu landi hafði hann að líkindum verið höfðingi, frjáls og óháð lietja í skógunum, er öll hin dýrin flýðuf Það var víst fremur af forvitni en af hrekkjum, að hann hafði tekið frá mér mat- inn. Við hugsun þessa rann mér öll reiðin, svo að eg hné aftur niður á gólfið. Og nú var alt um seinan, því að alt í einu beyrðist eitthvejt murr í lionum, og hann gægðist upp. Eg fann að gripið var í öxlina á mér, og að apinn dró mig þýðlega að sér. Eg misti hnífinn úr hendinni og vissi ekkert hvað af honum v^rð. Nokkur augnablik horfði hann forvitnis- lega á mig, og vænti eg þá dauða míns í sömu svipan, og fór þá fjarri að eg kviði honum. En það skein engin reiði út úr augum hans, enda hallaði hann sér út af aftur og bélt handleggnum utan um mig. Eg reyndi alls ekki að losa mig, og svona atvikaðist það, að við báðir, veslingarnir, sofnuðum, livor við annars hlið, í fangelsinu okkar. Laugardaginn, klukkan átta að kvöldi. Hermann er sem óður maður, og lamdi ap- ann í kvöld með svipu, svo að apinn varð hamslaus af bræði; en eg er nú óhræddur við hann. Hermann formælti okkur voðalega. — Hann er sjóðvitlaus maður, og við erum á hans valdi. Hvernig endar þetta? Sunnudaginn, á liádegi. Eg heyri lxljóm kirkjuklukknanna. — Skyldi hún hafa beðið fyrir mér? Guð veit, að eg þarfnast fyrir- bæna hennar! Hvað skyldi hún lialda að orð- ið sé af mér! Skyldi öll von hennar þrotin? En, æ, það er heimskulegt að vera að hugsa um þetta! Mánudaginn, á hádegi. Bg liefi engan tíma til að skrifa. — Skyldi eg geta gert honum skiljanlegt hvað það er, sem eg vil? Þriðjudaginn. Það gengur vel! Hann er farinn að veita því athygli. En Hermann er farinn að draga mjög af mat við okkur, svo að í dag fékk eg aðeins efurlitla brauðskorpu. Og eg er orðinn svo þreyttur, svo magn- vana! Ef til vill er alt orðið um seinan. Miðvikudaginn, á hádegi. Hvernig sem fer, ætla eg þó að láta það liggja skrifað eftir mig. A mánudaginn rannsakaði eg hengilás- inn, sem fyrir hleranum er. Lásinn er sterkur, og af vandaðri gerð, svo að eg sá strax að eigi myndi auðið að ná honum sundur. Hermann rannsakar liann einnig tvisvar á degi hverjum. En járnið, sem heldur járnslánni, sem sett er fyrir hlerann, og lásinn hangir við, er gamalt og farið að verða mjög ryðgað. Þegar eg stóð og var að rannsaka þetta, kom apinn lallandi til mín. Æ, vinurinn minn! Hefði eg aðeins kraftana þína, eða þú vitið mitt. Svona atvikaðist það, að mér liugkvæmd- ist þetta, og eg er nú farinn að geta liaft áhrif á hann, svo að hann hermir alt eftir mér, sem eg gjöri. A þriðjudagskvöldið fór honum að skilj- ast, að það myndi vera fagurt starf og karl- mannlega að toga í hengilásinn. I morgun hélt eg áfram og neytti allra krafta minna, sem að vísu voru litlir, og sýiuli honum, hvernig eg reyndi að brjóta ryðgaða járnið, sem járnslánni heldur. Það var auðsætt að apinn veitti þessu mjög nákva'ma eftirtekt, og virtist mór hann hlæjá ofur-apalega að máttleysi mínu. Ef til vill reynir hann nú bráðum — og — þá — Seinna. — Frjálsir, frjálsir, frjálsir! Ilrausti api, við erum frjálsir! Eli bíddu, vinur minn, bíddu! Við eig- um enn eftir að jafna reikninginn við liann Hermann! Ytri hurðina getum við heldur ekki brot- ið upp, og sæi Hermann, að við hefðum slopp- ið út úr búrinu, myndi hann hlaupa brott og svelta okkur í hel, og þá er liætt við, að þú gleymdir sjálfum þér, er sultur færi að sverfa að þér, og kynnir þá að drepa mig. Vertu því þolinmður, api minn sæll! En, sakir gleði minnar, hefi eg gleymt að geta þess, hvernig þetta atvikaðist, og skal eg því skýra frá því. Ilér um bil kl. 4 byrjaÖi apinn að toga fast í hengilásinn, og marði sig þá í fingurna, svo að hann varð alt í einu hamslaus af reiði, og tók þá á öllum heljarkröftum sínum svo að járnið svignaði. Þegar (‘g sá þetta, æpti eg hátt, sumpart af gleði og sumpart af liræðslu, og svaraði apinn mér þá með svo voðalegu öskri, að eg hrökk við, sem eg hefði veriÖ barinn. En jafnframt öskrinu lieyrði eg annað hljóð, og það var brota-hljóðið í járninu, er lirökk sundur. Gorilla-apinn sveiflaði hengilásnum kringum sig og kastaði bonum síðan á gólfið. •Eftir fáar mínútur hlýtur Hermann að koma; við sitjum þétt upp við vegginn. Mér stendur enginn voði af apanum. — Hann situr ofur-þolinmóður við hlið mér, og hefir ekki augun af hurðinni. Það er sem dauði búi í augum hans.' Ef eg geri Hermanni ekki vísbendingu, ])á er eg viss um að hann— En hvað get eg gjört? Já — livað get eg gjört? Eg lieyri fótatak Hermann’s úti. — Nú nemur hann staðar og er að fást við slána. Apinn sveigir sig sem boga og augu lians leiftra sem glóandi kol. Hann er með uppspent ginið og stóru tönnurnar standa út sem í holdlausri og skin- inni hauskúpu. Æ, guð minn—!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.