Lögberg - 03.11.1938, Síða 1

Lögberg - 03.11.1938, Síða 1
U. ÁROANGUR Jónas alþingismaður Jónsson heimsœkir ríkisháskólann í Norður Dakota. Frá vinstri til hægri: Dr. Richard Beck, forseti deildar háskól- ans í Norðurlandamálum og bókmentum; Jónas alþingisma'ður Jónsson; Dr. John C. West, forseti ríkisháskólans. Jónas alþingismaÖur hélt ræðu í Blaðamannafélagi Háskólans og var gerður heiðursfélagi þess. Ur borg og bygð Herbergi, án húsgagna, fæst til leigu nú þegar að 591 Sherburn S.t.; herbergið er bjart og rúmgott. Sanngjörn leiga. Sími 35 909. ♦ -f -t- Rev. Arthur M. Knudsen, D.D., frá Chicago, 111., skrifari Sameinuðu lútersku kirkjunnar í Norður-Ame- ríku, var staddur hér í borginni í byrjun yfirstandandi viku. -f -f ♦ Mr. Harold Helgason, sem starfar fyrir flugher Canada sem “Air Craftsman No. 1” tafði hér stutt um síðastl. helgi; var hann á leið frá Ottawa til Calgary, þar sem hann mun starfa í framtíðinni. -f -f -f If you intend to buy a car or re- quire financing, see us, or if your present car requires some extensive repairs that you are not able to pay for immediately, see us, we may be able to assist you to finance that also.— J. J. Swanson & Co., Ltd., 601 Paris Bldg., Winnipeg. -f -f -f Mrs. S. Helgason frá Cypress River kom til borgarinnar í síðustu viku og dvaldi hér nokkra daga; í fylgd með henni voru fjögur börn hennar, Helgi, verkfærasali í Cypress River, Kristjana, Guðlaug og Mrs. B. J. Anderson og ung dóttir hennar. -f -f -f Mr. og Mrs. Benedikt Eyford frá Saskatoon dvöldu í borginni um helgina. Benedikt gegnir ábyrgðar- stöðu hjá Western Steel félaginu; hann er sonur þeirra Mr. og Mrs. Guðmundur Eyford, Ste. 15. Mani- tou Apartments hér í borg. Þau Mr. og Mrs. Eyford héldu heim- leiðis á mánudaginn. ♦ ♦ ♦ Afmælisminning um séra Jón Bjarnason er ákveðin í Jóns Bjarna- sonar skóla, 652 Home St., þriðju- daginn 15. þ. m., kl. 8 e. h. lil sam- komunnar er stofnað af kennurum og nemendum J. B. skóla og er haldin samkvæmt venju liðinna ára. Allir eru velkomnir. Samskotin eru frjáls, eftir vilja og getu manna, en ganga til þarfa skólans. AI- menningur er mintur á að þarfir hans eru miklar. Jumor Ladies Aid of the Lutheran Church will meet in the Church Parlors on Tuesday after- noon at 3 o’clock. ♦ ♦ ♦ Gefin saman í hjónaband 29. okt. voru James Lig'htfoot Guttormson og Lára Sigurlaug Ágústa Ander- son. Séra B. A. Bjarnason gifti, og fór athöfnin fram á heimili hans á Gimli. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Gunnar Guttormson, Gimli; en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Oddur Anderson, á Vigri við Gimli. Daginn eftir giftinguna lögðu ungu hjónin á stað i fiskiver norður á W innipegvatn. F ramtíðarheimili þeirra verður á Gimli, ♦ ♦ ♦ Föstudaginn 28. október s.l. varð bráðkvaddur við skógarhögg, skamt frá heimili sínu í Winnipegosis, bóndinn Jónas Jóhannsson Schalda- mose; hann var af skagfirzkum ætt- um, fluttist til þessa lands með for- eldrum sinum árið 1883 í giftist Guðrúnu Finnbogadóttur Hjálm- arssonar 1905, sem lifir mann sinn ásamt kjördóttur þeirra, Aðalheiði Ólöfu, giftri konu í námubænum Flin Flon hér í fylkinu. Jónas var fullra 66 ára gamall. Hans verður minst siðar.. Winnipesosis 31. október 1938. F. H. fro andrea johnson Á nýafstöðnu ársþingi bænda og bændakvenna samtakanna í Mani- toba, er haldið var í Brandon, var frú Andrea Johnson endurkosin í einu hljóði til forseta í félagsskap hinna sameinuðu bændakvenna í Manitobafylki. WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 3. NÓVEMBER, 1938 NÚMER 44 Demantsafmæli Fyrsta lúterska safnaðar Fvrsti lóterski söfnuður var stofuaður árið 1878, og hefir nó því fullnað sextíu ára fjölþætta og giftudrjóga starfsemi meðal Islendinga í þessari borg. 1 tilefni af þessu sög-uríka starfsafmæli sínu, hefir söfnuðurinn haldið viðeigandi og tilkomumiklar hátíðaguðsþjónustur, er fjölmenni mikið hefir sótt, auk ýmissa annara hátíða- brigða. Traustar hafa þær verið, máttarstoðirnar, er söfnuð- urinn hefir bygt tilveru sína á í síðastliðin sextíu ár, því margt fer stundum forgörðum á langtum skemmri tíma; það er því sýnt, að guðsblessan hefir hvílt yfir starfi þeirra manna og þeirra kvenna, er grundvöllinn lögðu og skiluðu niðjunum í hendur gróandi stofnun; að gróðrar- öfl séu enn að verki í lífi safnaðarins sézt glegst af því, að á Demantsafmælinu bættust honum 110 nýir meðlimir. Fyrsti lóterski söfnuður hefir verið lánssamur í for- ingjavali sínu; átt afburðamönnum á að skipa, svo sem þeim Dr. Jóni Bjarnasyni og Dr. Birni B. Jónssyni. Vel hefir og söfnuðinum tekist til um val síns nýja prests, séra Valdimars J. Eylands, sem sakir ágætra liæfileika og frábærrar sjálfsræktar, má margháttaðs nytjastarfs vænta af. Með hliðsjón af glæsilegri fortíð sinni, hefir söfnuðurinn gilda ástæðu til þess að líta björtum aug-um á framtíðina. LUTHERAN HOUR Dr. Walter A. Maier flytur útvarps- erindi um trúmál yfir KFYR út- varpsstöðina í Bismarck, N. D. (550 kc.) kl. 3.30 e. h. á sunnudag- inn kemur. Auk þess lætur St. Louis kirkjusöngflokkurinn frægi, er samanstendur af 50 röddum, þar einnig til sín heyra. HEIMBOÐ í tilefni af gullbrúðkaupi foreldra okkar, þeirra Mr. og Mrs. Ólafur J. Ólafsson, 22 Fermor Ave., St. Vital, þann 8. nóvember 1938, verÖur tek- ið á móti gestum á heimilinu frá kl. 2-6 e. h. og frá kl. 7-11 að kveldinu. Allir vinir gulbrúðhjónanna hjart- anlega velkomnir. Jennyt Halldór og Kjartan (börn gullbrúðhjónanna) ♦ ♦ ♦ Séra Jóhann Bjarnason og kona hans eru nú búsett í Selkirk, þar sem séra Jóhann hefir tekið að sér safnaðarþjónustu hjá Selkirksöfnuði frá því nú á þessu hausti og þar til i júnímánaðarlok á næsta sumri. Bústaður þeirra hjóna er í hinu stóra og rúmgóða húsi Mr. og Mrs. R. S. Benson, sunnan til í Selkirk- bæ. Símanúmer þar er 31. — Utan- áskrift þeirra Bjarnasons hjóna verður Box 461, Selkirk.— ♦ ♦ ♦ Hið íslenzka og lúterska kirkju- félag stendur fyrir útvarpi frá stöð- inni CJRC í Winnipeg mánudaginn 7. nóvember frá kl. 8:30 til 9 e. h. Séra Kristinn K. Ólafson flytur stutta prédikun, en þær Mrs. V. J. Eylands og Mrs. Grace Johnson syngja. Allir, sem styðja vilja út- varp kirkjufélagsins eru beðnir að senda tillög sín til S, O. Bjerring, 550 Banning St., Winnipeg. ♦ ♦ ♦ Jónas Jónasson fyrverandi mjólk- ursali í Wánnipeg, en nú í Reykja- vík, hefir sent vestur nokkur sýnis- horn íslenzkra frímerkja, 30, 40 og 60 aura, helguð minningu Leifs Ei- ríkssonr (Leifr Eiricsson Day, Oct. 9th, 1938.). Miði þessi, sem fer vel í ramma, er af venjulegri póstspjalds stærð. Ofan við nafn Leifs Eiríks- sonar er fáni íslands. Þessi laglegu Leifsmerki fást hjá J. J. Swanson &■ Co., 601 Paris Bldg., Winnipeg, og kosta 75C. Gunnar Gunnarsson skáld flytur að Skriðuklaustri í Fljótsdal Lausafregnir hafa heyrst um það, að Gunnar Gunnarsson hafi í hyggju að flytja heim til íslands á næsta ári. Hann kom ásamt frú sinni með síðuStu ferð Novu til Austurlands. Þau voru á Hallormsstað í gær. Átti Morgunblaðið símtal við Gunnar. Er tíðindamaður blaðsins spurði hann hvort rétt væri her.mt, að þau hjón hugsuðu sér að flytja hingað til lands búferlum, svaraði hann: —Við höfum fest kaup á jörð hér. —Skriðuklaustri ? —Já. —Og ætlið að setjast þar að. —Það er ekki ákveðið. En ætli það verði ekki svo. En áður en við flytjum þangað þarf að byggja þar íbúðarhús. —Á það að komast upp að sumri ? —Svo er talað um, og ef það tekst að koma húsinu upp nægilega snemma, þá flytjum við líklega heim fyrir haustið. —Og takið við búskap á jörð- inni ? —Það er erfitt að segja. Þetta eru erfiðir tímar fyrir búskap nú á dögum, ekki álitlegt að hugsa um það. —Komið þið hjónin ekkert til Reykjavíkur að þessu sinni? —Líklega ekki; tökum okkur sennilega far með Novu til baka. Eg býst svo við að koma til landsins aftur með vorinu, og þá kem eg til Reykjavíkur. —Hvað líður næstu bók yðar? —Hún getur ekki komið út í haust eins og tilætlunin var, vegna þess að eg þurfti að fara þessa ferð áður en eg hafði lokið við hana. Hún verður að bíða til vorsins, efleg- ar til næsta hausts. —Hvert er efni hennar? —Það er saga, sem gerist nálægt vorum tímum og verður ein af bók- unum í hinum sögulega bálki bóka minna, að visu styðst hún ekki eins við sögulegar heimildir sem hinar fyrri. —Morgunbl. 7. okt. IHALDSMENN VINNA 1 SVEITA- OG BÆJAR- STJÓRNA RKOSNINGUM Símað er frá London á miðviku- i dagsmorguninn, að kosningar þær til bæja- og sveitarstjórna, sem fram fóru á Bretlandi hinu mikla á þriðjudag, hafi íhaldsflokknum auk- ist allmjög fylgi. I London bættust flokki íhaldsins allmörg sæti á kostn- að hinna óháðu verkamanna sam- taka. FARMER FIDDLERS Art McEwing og félagar hans Farmer Fiddlers. sem spila á hverju laugardagskveldi yfir CKY útvarpsstöðina i Winnipeg, kl. 11 C.S.T., og kl. 10 Mountain Standard Time. Herb Pauls er einsöngvari flokksins. FRÉTTIR Árásarhersveitir Japana í Kína hafa nú náð á vald sitt borgunum Canton og Hankow; er þá svo að komið, að einungis þrjár, kínversk- ar hafnarborgir eru ófallnar i hend- ur Japönum. ♦ Hersveitir Francos uppreistar- foringja á Spáni hafa nýverið unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum á Ebro vígstöðvunum. Chamerlain- stjórnin mælir með þvi í brezka þinginu, að Franco verði veitt full- komin stjórnarfarsleg viðurkenning á Spáni. 4. ♦ Símað er frá Berlín á mánudag- inn, að Þjóðverjar krefjist þess, að þeim verði tafarlaust fengnar i hendur þær Afríkunýlendur sínar, er þeir voru sviftir samkvæmt Versalasamningunum. Búist er við nýjum f jórveldafundi í sambandi við úrlausn málsins. ♦ Símað er frá Ottawa á þriðju- daginn, að W.F.A. Turgeon hafi verið skipaður háyfirdómari í Sas- katchewan í stað Sir F. W. G. Haultain, er lét af embætti fyrir aldurssakir. Sir Haultain er nú áttræður að aldri og nýlega genginn í heilagt hjónaband. ♦ B.rezku konungshjónin hafa á- kveðið að taka hðimboði Banda- rikjastjórnar um að koma til Wash- ington næsta sumar; dvelja þau þar í gistivináttu Roovelts forseta og frúar hans í þrjá sólarhringa. GJAFIR TIL BETEL j OKTÓBER 1938 Dr. B. J. Brandson, Box Apples: Vinkona á Betel, $3.00; H. R- (Betel), $1.00; The United Farm Women of Manitoba, Gimli Local, $20.00; Mrs. W. J. McCarthy, Arnot, Man., $1.00; Mr. H. Nichol- son, Gimli, Man., Case of Oranges and Box Apples; Mr. Kristján Kernested, Gimli, Hefti af Ársritinu “Hlín”; Dr. og Mrs. Blöndal, Wpg., $5.00; Mr. B. T. Björnsson, Hensel, N. D., $5.00; Blómsveigasjóður kvenfél. Frelsissafnaðar, Baldur, í minningu um Olgeir Frederickson, $23.18; Gjöf úr dánarbúi Lilju J. Nordman, sent af G. J. Oleson, Glenboro, $18.50. Kærar þakkir, J. J. Swanson, féhirðir. 601 Paris Bldg. Wpeg viðskiftasamningar norðmanna og islendinga Vegna væntanlegra viðskifta- samninga milli íslands og Noregs hefir verzlunarmálaráðuneytið norska beðist umsagnar iðjurekenda- sambandsins norska um það, hverj- ir örugleikar séu á útflutningi Norð- manna til íslands. Iðjurekendasambandið 'hefir leit- að til ýmissa iðjurekenda og verzl- unarhúsa og láta flestir í ljós, að ærnir örðugleikar séu á sölu til Is- lands, einkum vegna gjaldeyrisvand- ræða, en ísland sé, vegna viðskifta- samninga sinna við Þýzkaland og ítalíu, bundið við að kaupa mjög mikið í þessum löndum, enda séu þau hvort um sig miklir kaupendur að íslenzkri framleiðslu. Iðjurekendasambandið leggur mikla áherzlu á það, að í verzlunar- samningum þeim, sem fyrir dyrum standa verði lögð áherzla á að greiða fyrir sölu norskra afurða til íslands. —Morgunbl. 6. okt. SlGrURÐUR SIGURÐSSON kaupmaður í Calgary Nú eru svo að segja liðin 20 ár síðan Mr. Sigurðsson stofnaði hús- gagnverzlun þá, er gengur undir nafninu Alberta Furníture Com- pany, og nú er orðin eitt af meiri- háttar fyrirtækjum Calgary-borgar í þeirri grein; er Mr. Sigurðsson á- gætur íslendingur og dugandi við- skiftafrömuður. Þann 28. september siðastliðinn, kvongaðist Mr. Sigurðsson, og gekk að eiga ekkjufrú Edith Wade í Calgary. Fóru þau brúðkaupsferð sína vestur um Kyrrahafsströnd og víðsvegar um Bandaríki. Lögberg árnar þeim Mr. og Mrs. Sigurðsson giftusamlegrar fram- tíðar. I

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.