Lögberg - 03.11.1938, Síða 3

Lögberg - 03.11.1938, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUBAGINN 3. NÓVEMBER, 1938 3 ins, er sjást á flótta lengst burtu. Kanarífugl! Litlir strákar! Dans- kvendi! MaÖurinn hlýtur að vera bandvitlaus. Nú vona eg þér látiÖ prenta sanngjarna skýringu og af- sökun í blaÖ yðar, svo fljótt sem föng eru á. — Eg líÖ ekki slíka meðferð; við Nebúkadnezar! Eg kigsæki yður!” Ritstjórinn lofaði öllu fögru og Mr. Brewer fór út nokkru ánægð- ari. —Þýtt fyrir Kvöldvökufélagið “Nemo” á Gimli. Erlendur Guðmundsson. Þráðar-spottar Sex sögur eftir Rannveigu K. G. Sigbjörnsson. Isa- foldar-prentsmiðja Reykja- vík. Þessar sögur eru allar bygðar á endurminningum frá æskuárum sögukonunnar heima á íslandi og eru helgaðar minningu fósturforeldra hennar, með hlýjum og barnslega fögrum orðum. Mrs. Rannveig K. G. Sigbjörns- son er talsvert kunn hér vestra fyrir blaðagreinar sínar, helzt um trú- og kirkjumál; hún er trúkona mikil og hefir ýmsum þótt þar kenna ein- hæfni og þröngsýni, en það dylst engum, sem les að hún kann vel að koma fyrir sig orði, og hefir fulla einurð til að hugsa upphátt.. Þetta kemur einnig fram í sögunum, marg- ir kaflar eru prýðilega vel sagðir, og sýna að hún hefir glöggt auga fyrir skapgerð manna, og smáatvikum hins daglega lífs, sem orðið geta ör- lagaþrungin, spilt samúðinni og leitt ógæfu yfir heimilin. Málið á sög- unum er tilgerðarlaust og blátt á- fram, þó manni finnist stundum að annað hefði mátt betur fara, þá er það víst, að Rannveig gerir aldrei krók á leið sína til þess að afskræma tunguna eða óvirða. Frásagnarstíll- inn yfirleitt góður, en á stöku stað sýnist hún gleyma því að hún er að segja sögu, því hún er kennikona að eðlisfari. Sögufólkið er íslezkt al- þýðufólk, eins og maður átti að venjast, með göllum sínum og kost- um, eftir því sem uppeldi og lífs- umhverfi mótar einstaklingseðlið í deiglu sinni. Sögusviðið vestfirzkt og eins málblærinn. Siðasta sagan: “Hávamál á Vöðum” er aðeins sex blaðsíður, en þó er þar í rauninni sögðu miklu lengri saga. i Fyrst er brugðið upp mynd af efnaheimili, ættaróðali. Húsbændurnir halda enn uppi virðing ættarinnar. Úr þessari sögu tek eg nokkur sýnishorn: “Húsfreyjaiv var ættstór, og það var hennar einlægur vilji og ásetn- ingur að halda við tign ættar sinn- ar, á heimili og af. Þetta hafði tek- ist vel fram að þessu, þó margt væri manna á Vöðum. Það var vakað yfir sæmd og velferð fólksins með stakri kostgæfni. T’il dæmi|s, ef dæturnar féllu svo lágt, að mæla sér mót við vinnumann úti í hjalli eða skemmu, þá var húsbóndinn þar kominn. Hann sagði bara fáein orð, en það var nóg til þess að senda vinnumanninn labbandi og lúpuleg- an út með sjó, og heimasætuna enn- þá skömmustulegri inn í bæ til henn- ar móður sinnar. En húsbóndinn gekk út á hlaðið og horfði til hafs, tók upp pontuna sína og fékk sér í nefið. Með það var æfintýrið á enda, svona rétt eins og rnaður stigi ofan á eldneista.” En nú vildi það til að systurdóttir húsfreyjunnar eignaðist barn utan hjónabands og barnsfaðirinn vildi ekki giftast henni, þó hún væri feg- ursta og tignarlegasta konan á heim- ilinu. S.veinninn nýfæddi var nefnd- ur Gestur; var álitið að hann og moðirin hefðu leitt ovirðing yfir ættina og heimilið. Var henni vís- að aftur til vinnu sinnar, er hún komst til heilsu; en búið um barnið í heybing í auða rúminu. Þar dó sveinninn litli síðar af óhirðu. Eftir þetta er sem gæfan snúi baki við ættinni, börn heimilisins deyja og húsbóndinn, en húsfreyjan, Þuríð- ur, stendur ein uppi, og hefir afráðið að láta nú selja búið og jörðina Uppboðið á Vöðum er byrjað þegar Sesselja förukona kemur í hlaðið. Henni er lýst á þessa leið: “Sesselja var næsta fáránleg í út- liti, mögur, hávaxin, rauðeygð, ' skæld í andliti og löngu orðin aum- ingi á geðsmunum. Hún vafstraði aftur og fram um sveitina, með upp- brotið pilsið að framan, talaði og hló við hvern mann, sem hún mætti, ýmist vit eða vitleysu. Flestum fanst það vera vitleysa, því langt var nú síðan Sesselja var með viti. Hún hafði verið húsfreyja á bæ sinum í mörg ár, eignast mörg börn í fátækt og erfiði. Hún hafði alið þau upp og þau komist til manns, þrátt fyrir drykkjuskap og hrotta- hátt manns hennar. Svo féll yfir hana sinnuleysi og rugl.” Sesselja stóð um stund á hlaðinu og hlustaði á það, sem fram fór, síðan spurði hún um húsfreyju og var sagt að hún mundi hafa gengið upp á Álfahjalla. “Hún fór áleiðis til Álfahjalla og klifraði þar upp, sem húsfreyjan sat og 'horfði yfir jörðina, — ættar- óðalið, sem hún hafði alið allan ald- ur sinn á, og foreldrar hennar á undan henni. Afi og amma á undan þeini. Þuriður var þögul og alvar- leg, jafnvel enn meira en venja var á Vöðum. Sesselja þagði líka er hún tifaði og klifraði upp hjallann. Augun urðu rauðari við hvert spor, munn- urinn allur í beyglum og munnvatn- ið rann út. Það kumraði aðeins lágt i henni annað slagið. Svona komst hún til húsfreyjunnar. Þuríður þekti Sesselju og hreyfði sig ekki þó hún sæi hana koma. Sesselja horfði á húsfreyjuna þessunr ægilegu nærri draugslegu augum og hvásaði nokkuð. —Komdu sæl, Sesselja, sagði hús- freyja loks. —Komdu sæl, Þuríður á Vöðum. Svo þagði Sesselja og tvísté í kring- um húsfreyjuna. —Segir þú nokkuð í fréttum, Sesselja? segir húsfreyjan. —Hann er dáinn, hann Gestur, sagði Sesselja. Húsfreyju hnykti við lítið eitt, en segir með stillingu: —Hvaða Gestur? —Hann Gestur litli hérna, sonur hans Marjasar og hennar Elrúnar. —Það er nú langt síðan, sagði Þuríður húsfreyja. —Langt! Langt! Veiztu ekki að þúsund ár eru sem einn dagur og einn dagur sem þúsund ár. Alt það sama. —Segirðu ekkert annað í fréttum en það ? inti húsfreyjan, og var sem hún vildi víkja talinu inn á annað svið. —Jú — það er búið að selja jörð- ina Vöð. liann Torfi í Eiði keypti hana fyrir gjafverð. Gjafverð, sem liann borgar þó aldrei, af því hann á aldrei neitt. Hann nennir aldrei neinu. Gefur aldrei neitt. Það er ekki tign í honum Torfa. — Nú hló Sesselja eins og norn. Húsfreyjan hreyfði sig til þess að standa upp. —Bíddu við, sagði Sesselja og bandaði löngum, horuðum, krunilu- legum fingri að húsfreyjunni. — Eg ætla að segja þér nokkuð. Húsfreyja sat kyr. Sesselja veifaði kræklóttuimi fingr- inurn framan i hana og hálfhvæsti út úr sér orðunum, um skörðóttar tennur og skældar varir; —Það er ekki til neins að hýsa prestinn, ef maður lokar Drottin úti,” sagði hún. . Svo rölti hún niður hjallann aftur.” í smásögu þessari kemur fram hin gamla norræna lífsspeki, að gæf- an muni snúa baúki við þeim, sem lifinu reynast ótrúir. Mér finst það töluvert þrekvirki af bóndakonu í erfiðum kringumstæðum, að spinna þessa andlegu “þráðarspotta.” Þeim ætti að vera vel tekið. Sögur þess- ar eru sannlegri og lífinu trúrri en margt það sem meira er af látið. Hjátmar Gíslason. Merkilegur fornleifafundur í Hjaltastaðaþinghá Það er altaf gaman að því að heim- sækja Matthías Þórðarson þjóð- minjavörð á skrifstofu hans í Safna- húsinu, og þá ekki síður þegar mað- ur er svo heppinn að hitta hann á sjálfu Þjóðminjasafninu, þar sem hann þekkir skil á hverjum hlut og getur sagt um hann sína sögu. Hér um kvöldið, er eg heimsótti hann, var hann með stórar öskjur á skrifborði sínu og stórt glas, eins og þau, sem notuð eru til að geyma í lífræna náttúrugripi í geymslu- vökva. Hvað skyldi þetta vera, sem í glasinu var? ■ Það var hvorki meira né minna 'en kvenmannsvangi, að vísu nokkuð óásjálegur, með holdi og hörundi af kinninni, auga og neðri kjálka og öllum tönnum, er varðveist hefir í dys austur í Hjaltastaðaþinghá síð- an seint á io. öld, að því er næst verður komist. Þannig er mál með vexti, að 9. júlí í sumar urðu vegamenn, sem voru við vinnu skamt frá eyðibýlinu Litlu-Ketilsstöðum, varir við dys, er þeir voru að grafa þar vegar- ræsi í lyngmóa. Á yfirborðinu voru engin merki þess, að þarna hefði verið rótað jörðu. Og engin munn- mæli voru til um það, að þarna væri nein dys. En vegamennirnir fundu skartgrip úr bronsi, er þeir töldu vera höfuðskraut og hauskúpubrot urðu þeir varir við í moldinni. En undir eins og þeir með þessu gátu gengið úr skugga um, að þarna myndi vera einhver fornleifafund- ur, gættu þeir þess að snerta þar við engu, heldur tilkyntu þeir sýslu- manni unr fundinn, og hann svo Matthíasi Þórðarsyni þjóðminja- verði. Og einmitt af því, hve þeir rótuðu þarna við litlu, varð fundur þessi eins merkilegur og hann varð. Matthías fór svo þarna austur eins fljótt og hann gat komið því við. Hann gróf upp dysina eftir kúnstarinnar reglum og tók upp stóra moldarhnausa, sem hann setti órótaða í kassa og rannsakaði svo, er þeir komu hingað. Þetta reynd- ist heillaráð, eins og síðar skal sagt frá. —Það er óhætt að segja, sagði Matthías við mig um kvöldið, að þessi dys er ein meðal hinna merki- legustu, sem fundist hafa fram á þennan dag hér á landi. Það er kvenmaður, sem þarna hefir verið dysjaður. Það sézt á því, sem þarna fanst. Það eru yfir- leitt fáar kvenmannsdysjar. Og af tönnunum í hauskúpunni er hægt að sjá, að konan hefir dáið ung. Bein voru öll mjög fúin og toldu ekki saman, þegar við þeim var hreyft. Hefir konan verið lögð á vinstri hliðina í dysina, dálítið krept, Það er algengt frá þeim tima. Fólk lagði ekki dána menn til, eins og síðar tíðkaðist, heldur voru þeir lagðir í jörðina í sömu stellingum og þeir dóu í. Skártgripirnir, sem fundust í dys- inni, voru þessir: Tvær stórar bronsnælur, sporöskjulagaðar, og fundu vegamennirnir aðra, er þeir urðu varir við dysina. En nælur þessar báru konur þannig í forn- öld, að þær höfðu tvær í einu, sína hvoru megin á brjóstinu, með festi eða steinasörvi á milli þeirra. Þann- ig hefir þessi kona borið þetta kven- skraut.» Margar perlur fann eg í dysinni, úr mismunandi efni, og mis- munandi að stærð. Margar þeirra eru úr gleri, og sumar svo örsmáar, að erfitt var að finna þær í mold- inni. Það eru þær smæstu perlur frá fyrri öldum, sem eg hefi séð. En af því ekki var hægt að rann- saka þetta til hlítar á staðnum, og svo sökum þess, að perlurnar hafa hreyfst til af holklakanum í jörð- inni, gat eg ekki séð með vissu, hvort perlur þessar hafa allar verið í bandi milli hinna tveggja stóru næla, ellegar að kvenmaðurinn hefir líka haft perlufesti um hálsinn. Auk þess fanst í dysinni þríhyrnd næla lítil. Gerð stóru nælanna og hinnar þrihyrndu litlu nælu er kunn frá fornleifafundum í Noregi frá þess- um tíma. Verkið á stóru nælunum er mjög vandað. Þar eru t. d. hag- lega gerð fjögur fuglshöfuð. En það er ekki skrautið eitt, sem Ketilsstaðakonan hefir fengið með sér i gröfina. Þarna fundust lika þessir munir —eða leifar af þeim: Leifar af klippum, kinnar af hnífsskafti úr beini, útskornar, eða leifar af þeim, tvö heinbrýni, með gati á öðrum endanum. En menn höfðu brýnin i bandi og bundu þau við sig. Þá fanst þarna steinsnúður af snældu, og steinn lítill, alveg óunninn, blá- grænn að lit, sem vafasamt er 'hvort er af íslenzkum uppruna, og hefir verið lagður í dysina með konunni. Það er dálítið dropa-kaledón. Ennfremur var hægt að finna og greiða úr moldinni talsvert af smá- pjötlum af ullarvefnaði r klæðnaði konunnar, sem hægt er að rannsaka vefnaðinn á og fá af nokkra vitn- eskju um fatnað hennar. Alveg taldi Matthías það tilgangs- laust að reyna að leita þarna uppi fleiri dysir, því ekki er hægt að 7 THE BUSINESS OF PRINTING IS- O carry your message into the highways and byways creating sales and developing trade for those who use its powers for publicity purposes. We suggest that you make us your printer and Ifecome enthusiastic with us in the quality of the printing you need. C&tumbia 695 Sargent Ave. Winnipeg Phone 86327-8 Business and Professional Cards DR. ROBERT BLACK SérfrœSlngrur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum. 216-220 Medlcal Arta Bldg. Cor. Oraham & Kennedy Viðtalstími — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofuslmi — 22 2íl Heimlli — 401 9*1 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACK Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson l 205 Medica! Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 8S6 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson 272 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gélfi Talsimi 30 877 Viðtalstlmi 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrceBingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, K.C., A. Buhr Bjöm Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STKEET PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 8t. PHONE 2« 545 WINNIPEO J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrceBingw 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 Arlington Pharmacy Sérfræðingar í lyfjaforskriftum 796 SARGENT AVE. vlð Arlington SlMI 35 550 Finnl oss 1 sambandi við lyf, vindlinga, brjóstsykur o. fl. J. J. SWANSON & CO. LIMITED «01 PARIS BLDG., WINNIPBXJ Fasteignaaalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A.S.BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur likkÍBtur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talstmi: 86 607 Heimllis talslmi: 501 562 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEQ pcegilegur og rólegur 6«staBur < miObiki borgarinnar. Herbergl «2.00 og þar yflr; m*6 baðklefa 23.00 og þar yflr. Agætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Ghiests greina af yfirborðinu, að þar séu neinar, þó að á hinn bóginn megi telja líklegt, að einhverjir fleiri hafi verið jarðsettir þarna í grend. Það er mjög til eftirbreytni, að vegagerðarmennirnir, sem dysina fundu, skyldu með öllu hlifast við að róta nokkuð við henni, svo að þjóðminjavörður gat rannsakað hana sem bezt, V. St. Lesb. Mbl. 25. sept. Á krossgötum Fyrir tveim árum síðan lét Kaup- félag Eyfirðinga reisa vindmyllu til raflýsingar á kornyrkjubúi sínu i Klauf í Eyjafirði. I sumar hefir ný vindmylla verið reist i sama til- gangi að Snæbjarnarstöðum í Fnjóskadal, hjá Jóni Ólafssyni bónda þar og Þorsteini syni hans. Sá Sarnúel Kristbjarnarson raf- virki um uppsetningu hennar, en járnturninn, sem hún er gerð úr, var keyptur hjá kaupfélaginu og kostaði ásamt vængjum og tilheyr- andi útbúnaði 180 krónur. í sam- bandi við þessar vindmyllur eru raf- geymar, sem fullnægt geta Ijósþörf- inni, þegar logndagar koma. Þess- ar vindmyllur geta aðeins framleitt um 85 vött og eru því ljósin frem- ur dauf. Flinsvegar má hlaða út- varpshlöður þann hluta dagsins, sem ekki er þörf fyrir raforkuna til annars. Um mánaðamótin var búið að slátra á öllu landinu um 120 þús. dilkum og var meðalþunginn uin l4lA ^g. eða um einu kg. meira en í fyrra. Vænstu dilkarnir eru eins og venjulega á Hólmavík, Borðeyri, Hvammstanga, Króksf jarðarnesi og Búðardal. Vænsti dilkurinn, sem enn hefir verið slátrað í haust, var frá Deildartungu. Var kjötþungi bans 26^2 kg. Hann var borinn 6. maí og var slátrað í síðastl. viku. f-f-M-f Þorskaflinn á öllu landinu var orðinn í seinustu mánaðarlok 35,413 smál. og er það rúmum 8,000 smál. meira en á sama tíma í fyrra. í septembermánuði hefir aflinn orðið um 1,000 smál. og er það óvenjulega j mikil veiði á þeim tima. Megin- hlutinn af þeim afla hefir veiðst norðanlands. -f-f-f-ff- í- mánaðarlokin var saltsíldarafl- inn orðinn 341,611 tn. 0g bræðslu- síldaraflinn 1,527,128 hl. Á sama tima í fyrra var saltsíldaraflinn 210,684 tn. og bræðslusíldaraflinn 2,170,360 hl. Nokkrir bátar stunda enn reknetaveiðar nyrðra og í Faxa- flóa. Var góð veiði nyrðra siðari hluta síðastl. viku. —Tíminn 4. okt. Quite Unnecessary “Why have you no speedometer on your car?” “I don’t need one. At thirty miles an hour the lamps clatter; at forty the wings rattle; at fifty the whole car shakes; and if I go any quicker than that my teeth chatter.”—The Humorist. -f A man needs $500 before he gets married. But not anything like as much as he needs it after he is married. -f Perhaps you’ve heard about the Movie Actress who got married so much that rice growers paid her a royalty. -f That Important Feeling Visitor: “I can’t tell you how de- lighted I am, Mrs. Giles. My son Reggie has won a scholarship.” Farmer’s Wife: “I can under- stand your feelings, ma’am. I felt just the same when our pig won a blue ribbon at the County Fair.”—Niagara Falls Review.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.