Lögberg - 03.11.1938, Side 5

Lögberg - 03.11.1938, Side 5
LÖGBiSRG, FIMTUDAGINN 3. NÓVEMBER, 1938 5 ekki var heldur von aS Kínverjinn vissi nafniS á höfuðborg Islands. Allir keptust uni aS segja hver öðr- um frá helztu menningaratriðum síns lands. Eg sagði meðal annars, að ölluim jafnaði frá Islendingasög- unum, hinum sígildu bókmentum okkar. En þá varð eg hissa, þegar Indverjinn sagði mér, að forn-ís- lenzka væri jafnvel kend við einn háskóla í Indlandi og mælti um leið fram stef úr Hávamálum. Eftir nokkra daga fanst okkur sem við hefðum þekst lengi og fundum nú ekki til þess, hve hóp- urinn var ósamstæður í útliti. Á hverjum morgni mættum við í fundarsal okkar til þess að vita hvað gera skyldi þann daginn. Flesta dagana var fyrirlestur um starfsemi Þjóðabandalagsins og skipulag þess. Eftir að Þjóða- bandalagsþingið hófst, hlustuðum við á þingfundi og nefndarfundi. Einn daginn var okkur boðið til Nyon, sem er dálítill bær skamt frá Genf, til þess að skoða útvarpsstöð Þjóðabandalagsins. »Það er stór stöð, sem að öllum jafnaði sendir úti í 18 tíiyia í sólarhring, á 4 tungu- málum og á mörgum mismunandi bylgjulengdum. Um morguninn þann 12. sept. hófst Þjóðabandalagsþingið. — Veðrið var dásamlegt, hin hvita, fagra höll böðuð í sólskini. Allir virtust í hátíðaskapi. Fulltrúarnir, um hálft annað hundrað frá 47 þjóðum, streymdu upp hallargarð- inn. Laust fyrir kl. 11 fóru þeir að tínast inn í þingsalinn, sem er mjög fallegur og kvað vera stærsti fund- arsalur heimsins. Þeir heilsast kunnuglega, spjalla saman og leita að bekkjum síns lands. Nökkrum mönnum bregður fyrir, sem maður þekkir af myndum. — Þarna eru þeir Sandler og Koht, utanríkisráð- herrar Svíþjóðar og Noregs, Litvin- off, hinn margumræddi utanríkis- ráðherra Rússa, Wellington Koo, hinn mælski utanríkisráðherra Kín- verja, De Valera, frelsishetja Ira, og nokkrir aðrir heimskunnir menn. Jordan, forseti síðasta Þjóðabanda- lagsþings, sezt í forsetasætið, slær forsetahamrinum í borðið, og setur þingið með alllangri, ágætri ræðu. Hann minnir fulltrúaa á að eina tryggingin fyrir góðu samkomulagi innan bandalagsins og friði í heim- inum sé að einlægur vilji sé ríkjandi hjá stjórnum landanna til þess að vernda heimsfriðinn; án þess megni Þjóðabandalagið ekkert. Að ræðu hins fráfarandi forseta lokinni er gengið til kosninga um forseta þingsins, og i þetta sinn var De Valera kosinn með miklum meiri- hluta atkvæða. Tók hann strax við fundarstjórn og var hyltur af öllum þingheimi. Hélt hann síðan ræðu, þar sem hann talaði um hina erfiðu tíma og verkefni Þjóðabandalagsins og minti fulltrúana á, 'hverjir erfið- leikar biðu þessa þings. Þingfundir voru flesta dagana og nefndarfundir í hinuní 6 föstu nefndum þingsins daglega. Helzta umræðuefni þingsins var skýrsla Þjóðabandalagsins um störf þess á síðastliðnu ári. Allmikill tími fór, af eðlilegum ástæðum, í að ræða Spánarstríðið og ófriðinn milli Kín- verja og Japana. Kom fram hörð gagnrýni á aðgerðum, eða öllu heldur á aðgerðaleysi Þjóðabanda- lagsins í þessum málum, frá nokkr- um fulltrúum. Sérstaklega voru þeir Litvinoff og Wellington Koo harðorðir í garð bandalagsins og gagnrýndu afstöðu Englendinga og hrakka í þessum málum, En þrátt fyrir hina hörðu gagnrýni Welling- ton Koos á aðgerðum Þjóðabanda- lagsins, út al árásum Japana á Kína, var meir klappað fyrir honum en nokkrum öðrum ræðumanni, sem eg hlustaði á, þegar hann lauk við hina kröftugu ræðu, sem hann flutti af mikilli mælsku og móð. Full- trúarnir viðurkendu þannig fúslega réttlæti gagnrýninnar. Annað mál, sem miklar umræður urðu um, var 16. grein Þjóðabandalagssáttmálans. Fulltrúar Norðurlandanna vildu fá það viðurkent af Þjóðabandalaginu, að Norðurlöndin gætu verið sjálf- ráð um það, hvort þau beittu refsi- ákvæðum, sem um ræðir í 16. grein- inni, gegn ófriðarþjóðum, eða ekki. Sandler, utanríkisráðherra Svía, hafði mest orð fyrir Norðurlanda- búum í þessu máli. Benti hann á að ekki hefði staðið á Norðurlöndun- um að beita refsiaðgerðunum, það væri ekki sök smáþjóðanna að refsi- aðgerðirnar fóru út um þúfur, held- ur vöntun á ábyrgðartilfinningu stórþjóðanna. Hann benti einnig á, að enginn efaðist um friðarvilja Norðurlandaþjóðanna, en þau vildu ekki taka á sig öll þau óþægindi, hættu og tap, sem af refsiaðgerðum leiddi, og sem yrði tiltölulega meiri en fyrir stórþjóðirnar. Fyrsta verk- efni Norðurlandaþjóðanna, sagði hann að væri að vernda frið og hlutleysi Norðurlandanna. Ý'msir voru á móti þessum réttindum Norð urlöndunum til handa og meðal þeirra var Litvinoff utanríkismála- ráðherra Rússa, sem taldi að ef Norðurlöndin fengju þessi réttindi viðurkend, væri það sama og að fella niður þessi ákvæði, því að þá myndu önnur ríki koma á eftir og krefjast sömu réttinda. Virtist hann álita, að algjört hlutleysi í ófriði gæti ekki átt sér stað, annaðhvort yrðu þjóð- irnar að vera með eða móti. Það yrði vitanlega of langt mál að segja frá ölluim þeim málefnum, sem rædd voru á þinginu. En auk stjórnmálanna voru fjölmörg vel- ferðarmál, sem Þjóðabandalagið hefir með höndum, á dagskrá. Eins og t. d. útrýming eiturlyf ja, svo sem ópiums, sem eyðileggur heilsu og hamingju ótölulegs f jölda manna ár- lega, útrýming hættulegra sjúkdóma, eins ’og malaríu og kóleru, og að fyrirbyggja hvítt mansal o. fl. Vel- ferðarmálin voru aðallega rædd i nefndunum, en samþyktir um að- gerðir i þeim efnum voru gerðar i þinginu. Engum, sem kynnist Þjóðabanda- laginu, getur dulist, að það vinnur mikið og merkilegt starf í þágu heimsimenningarinnar, enda stór og dýr stofnun. En hinsvegar verður því ekki neitað, að Þjóðabandalagið er, eins og stendur, næsta þýðingar- lítil stofnun til verndar friði og rétt- læti í heiminum, sem í upphafi var ætlað að vera aðalhlutverk þess. Að svo er komið, er aðallega sökum þess, að fasistisku ríkin hafa ekki viljað semja um sín deilumál á frið- samlegan hátt, og gengið úr banda- laginu, en hinar stórþjóðirnar ekki getað eða þorað að beita sér í þjóða- bandalaginu, til þess að fyrirbyggja yfirgang þessara einræðisríkja. Sökum þessa hafa áhrif Þjóða- bandalagsins og álit farið mjög þverrandi á siðustu árunum. En því verður tæpast neitað, að stofn- un Þjóðabandalagsins er sú víðtæk- asta og merkilegasta tilraun, sem gerð hefir verið til þess að fyrir- byggja stríð. Og þótt illa hafi tek- ist með þessa fyrstu tilraun, þá mun það trú flestra þeirra, sem fást við milliríkjamál, að Þjóðabandalagið eigi eftir að eflast og fá mikla þýð- ingu sem verndari friðarins í heim- inum. —Tíminn 8. okt. Litli sonurinn er að fara í heim- boð og móðir hans segir við hann, þegar hann gengur út: Jæja, Nonni minn, hvað ætlar þú að gera, þegar þú ert búinn að fá nóg að borða? —Þá ætla eg að koma heim. ' ♦ ♦ ♦ Efómari: I yðar sporum mundi eg skammast mín fyrir að vera svo oft hér i réttinum. Ákærður: — Já, en eg er nú aldrei eins oft hér og þér. -f -f —Það var svei mér gott að hann Jónsi minn fór að læra á saxofón. —Nú, hvers vegna? Hefir hann komist í hljómsveit? Nei, nei, en eg get fyrir bragðið keypt nágrannahúsin fyrir smáræði. -f -f Frú A.; Eg hefi haldið aldri minum leyndum síðan eg var 26 ára gömul. Frú B.: Þú gloprar þvi þó út úr þér einn góðan veðurdag, sannaðu til. Frú A.: Sei, sei, nei. Þegar kona hefir haldið einhverju leyndu í 20 ár, getur hún haldið því leyndu eilíflega. , T" TIIE OLD AND THE NEW Ferðafélag íslands: Árbók 1938 Rcykjavík, Isafoldarprent- smiðja h.f., 1938, 136 bls. Með 19 heilsiðumyndum og fjölda mynda í texta. Þessi tíunda árbók Ferðafélags- ins gerir betur en að standa fyrir- rennurum sínum á sporði, einkum hvað myndaval snertir. Nokkru má um það valda, að héraðið, sem lýst er, er með fegurstu héruðum á landinu: Eyjafjörður. En auk þess eru þarna verðlauna-myndir hvaðanæva af landinu, og má þar einkum benda á ljómandi fallega mynd af svan við hreiður eftir Indriða Indriðason (frá Mývatni?), Tjarnarkot við Veiðivötn eftir Tryggva Magnússon, Heklutind eft- ir Pál Jónsson og við Ljósafoss eftir Svavar Hjaltested. Þessi síð- asta mynd er hin fyrsta sem eg hefi séð frá þssari rnestu rafstöð og lík- lega stærsta mannvirki á íslandi. Árbókin hefst með stuttri grein um Björn Gunnlaugsson í minningu um hundrað ára afmæli hans (1788- Í938). Er það mjög vel til fallið, því það er vafasamt hvort nokkur einn maður, annar en Þorvaldur Thoroddsenð hefir aukið svo þekk- ingu á iandi voru. Allir kannast við sögurnar um hinn utangátta heimspeking, en fáir munu þeir .menn vera, sem gera sér ljóst, hví- likt afrek frá praktisku sjónarmiði þessi “utangátta” heimspekingur vann með því að mæla landið og kortleggja á tólf sumrum. Grein- inni, sem rituð er af Steinþóri Sig- urðssyni, fylgir mynd af Birni, gerð eftir málverki Jóns Þorleifssonar málara, en hann málaði eftir frum- mynd Sigurðar málara Guðmunds- sonar. Annars er aðalefni árbókarinnar, “Eyjafjörður, leiðir og Iýsingar,” samantekið af ’Steindóri S.teindórs- syni frá Hlöðum með aðstoð ýmsra góðra manna. Fyrst er lýst Akur- eyri, höfuðstað Norðurlands, þá Eyjafirði innar af, þá Hörgárdal, þá Árskógsströnd og Svarfaðardal. Þá er lýst útkjálkasveitunum að vestanverðu: Ólafsfirði, Héðins- firði og Siglufirði, og loks fjallveg- um milli Eyjafjarðar og Skaga- fjarðar. Þá er lýst sveitunum að austanverðum Eyjafirði: Svalbarðs strönd, Höfðahverfi, Látraströnd, i Fjörðum, Flateyjardal og Flatey. Lestina rekur grein um Grímsey, nyrztu bygð íslndinga, eftir Krist ján Eggertsson hreppstjóra, og er þar sérstaklega gaman að lesa um fuglalíf í eynni og bjargsig eyjar- skeggja. Ekki mun þurfa að eggja gamla Eyfirðinga eða Möðruvallaskóla- menn, eða gagnfræðinga frá Akur- eyrarskóla á það að fá sér þessa fróðlegu bók. Þá, sem ekki eru úr þessum héruð má minna á það, að hér er margt sögustaða eldri og yngri, enda greinir bókin jafnan frá | því þar sem svo stendur á. Hér gerast sögur eins og Svarfdæla, Finnboga saga ramma, Víga-Glúms saga, Valla-ljóts saga, og Reykdæla að nokkru leytl. Ymsir þættir Sturlungu gerast og á þessu svæði. Þá á kirkjusagan drjúg ítök í sveit- um sem fóstruðu annan eins mann og Jón biskup Arason. Og loks á seinni alda sagan margan merkan manninn upprunninn á þessum slóð- um. Hér var Jón prestur Þorálks- son á Bægisá. Jónas Hallgrímsson var borinn og barnfæddur á Hrauni í Öxnadal. Af öðrum merkismönn- um úr eða í héraðinu má enn minna á Hannes Hafstein, Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Matthías Jochums- son, Jón Sveinsson (Nonna). Enn má nefna Tryggva Gunnarsson, Einar Ásmundsson í Nesi, Þórhall Bjarnason frá Laufási, Finn Jóns- son prófessor frá Akureyri. Af myndum sem fylgja héraðs- lýsingunum má einkum benda á sumar eftir landmælinga-menn Is- lands, teknar úr lofti. Annars munu flestar beztu myndirnar vera eftir Vigfús Sigurgeirsson ljós- myndara á Akureyri. Hafi nú höf- undur og Ferðafélagið maklega þökk fyrir vel unnið verk. (Þess má geta að flestar árbækur Ferðafélagsins, sem enn eru fáan- legar, kosta aðeins 5 krónur (um $1.25) og er það ódýrt fyrir mynd- ir þær, er bækurnar flytja. Þeir, sem vildu útvega sér þær geta skrif- að beint til Ferðafélags íslendinga, Reykjavík.). Stefán Einarsson. Brennivíns djöfuliinn Þú heldur það, vinur, að vínið sé hætt að vera til böls eða tjóns; að áfengisdjöfullinn sofnaður sé og sofi til eilífðar nóns; að við höfum gengið frá hvilunni'hans svo haglega, örugt og traust, og getum því kollinn á koddana lagt og kúrt á þeim andvaralaust. Þú heldur að baráttan enduð sé öll, að engin sé hörmung á ferð, og bindindisliðinu betra sem fyrst að brjóta sín slíðruðu sverð: þvi fólki með vaxandi viti sé fært að velja sér óhulta leið. Að sonur þinn skilji og skynji til fulls það skipbrot, sem faðir þinn beið. En þetta er blekking — og bölvun er stráð á brautir hvers einasta manns; Því brennivínsdjöfulinn dýrka þeir enn ig dauðann í bikarnum hans. — Já, ennþá er mannkindin þorskur í því að þekkja sér öruggan stað: hún gleypir hvern öngul, sem að henni’ er rent, —og ágirndin notar sér það. Mér sýnist þú glotta,—já, glottu’ ef þú vilt, þú glottir í röksemda stað; en efirðu þetta og einlægur sért, er auðvelt að rannsaka það: Við hljóðlega förum, er húmar í kvöld, til helvítis, vinur minn kær, þvi knæpan er opin, þar ölið er veitt — og áfengis djöfullinn hlær. Við setjumst og dveljum þar dálitla stund, er dagurinn nóttina flýr, og drengirnir skjögrajidi drekka sitt öl og drynur við stóryrða gnýr.— Hvað mundirðu segja, ef sæirðu þá í sakleysi’ að kæmi þar inn og slægist í hópinn og slengdist sem flón í slagsmálin drengurinn þinn? Nú glottir þú aftur — Já, glottu’ ef þú vilt, þú glottir í röksemda stað; en spurðu’ þig sjálfan — og svaraðu rétt — Er samvizkan örugg um það ef brennivíns djöfullinn fjölmenni fær til fórnar á blótstallinn sinn, að dóttir þín sleppi með sorgfria sál og saklausi drengurinn þinn. Sig. Júl. Jóhannesson. Verk, sem ljúft er að vinna Eg hefi fengið bréf frá norður- hluta Nýja íslands, þar sem eg er beðinn að skrifa nokkrar línur i sambandi við atkvæðagreiðslu, sem þar fer fram 18^ þ. m. Verður þá skorið úr því hvort áfengissala í þeim héruðum haldi áfram eða ekki. Mér væri ljúft að vinna þetta verk ef tími leyfði; ljúft að rita eða tala nokkur orð á móti þeirri óhæfu að einstökum mönnum (eða konum) sé leyft að gera sér eyðilegging ná- granna sinn að gróðafyrirtæki eða féþúfu. Eg segi óhikað eyðilegging nágranna sinna. Ef ykkur þykir þar of djúpt tekið i árinni, landar góð- ir i Nýja íslandi, þá farið í hugan- um yfir alla sögu bygðarinnar og fylgið nákvæmlega öllum slóðum á- fengisnautnarinnar i heimahögum. Ef þið getið ekki munað eftir nokkru heimili, sem tjón hafi hlotið af völdum áfengisnautnarinnar, þá greiðið atkvæði með henni 18. þ. m. Ef þið getið ekki munað eftir nokkru böli, sem af henni stafi eða hafi stafað, þá fylgið henni og veit- ið henni lið. Ef þið munið eftir engum slysum, sem áfengið hafi valdið, þá haldið verndarhendi yfir því. En ef hið gagnstæða á sér stað — ef þið munið eftir eyðilögð- um heimilum, ægilegunn slysum. glataðri æsku og sárum sorgum, sem áfengisnautnin hafi leitt yfir ykkar eigin bygð, þá er það skylda ykkar að reka djöfulinn á dyr og harð- loka svo að hann komist aldrei inn aftur. Eg mun skrifa nokkrar línur i næsta blað, um þetta mál; en hugsið um þessi fáu orð á meðan. Eg gæti ef til vill hjálpað ykkur til þess að ryfja upp einhver slys í bygðum ykkar (eins og í öllum bygðum) sem beinlínis megi rekja tli áfengisnautn- arinnar, ef þið kynnuð að hafa gleymt þeim. Eg mætti geta þess um leið. að eg hefi verið beðinn að láta endur- prenta gamalt kvæði, sem hér birt- ist. Vil eg mælast til þess að allir þeir, sem atkvæði eiga í Norður- bygðum Nýja íslands, lesi þetta kvæði vel og hugsi rækilega um það áður en þeir fara inn á atkvæða- staðinn 18. þ. m. Sig. Júl. Jóhannesson. —Þú hefir svei mér dottið í lukkupottinn! Kvongast ágætri konu og fengið með henni hálfa miljón króna! Eg óska þér til ham- ingju! —Þakka þér fyrir, gamli refur! En ef til vill væri n réttara að segja: Kvongast hálfri miljón króna og fengið stúlkuna sem óumflýjanlegan kaupbæti! + Ungur háseti (hræddur): Við hljótum að farast! Þetta er hreinasti fellibylur! Hafið þér nokkurn tima verið á sjó í öðrum eins ósköpum? Gatnall sjómaður: Kallið þér þetta storm? Eg kalla það logn!

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.