Lögberg - 29.12.1938, Síða 1

Lögberg - 29.12.1938, Síða 1
51. ÁRGrANGHJR LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1938 NÚMER 52 Lögberg flytur öllum Islendingum innilegar Nýárskveðjur! SNJÓLÍKAN, SEM VAKIÐ HEFIR FEIKNA AÐDAUN Þetta prýÖilega ger.Öa snjólík- an af Sankti KláuSi á hreindýrs- sleða í sinni venjulegu jólaheim- sókn er eftir Mrs. G. J. Johnson, 109 Garfield Street í Winnipeg. Líkan þetta stendur á 16 feta snjóstalli framan viS heimili Mrs. Johnson, og tók þaÖ hana 10 daga aÖ ljúka verkinu. Mrs. Johnson er fyrir löngu kunn af sinni sérstæðu snjólíkanager'ð og hefir hlotið verðlaun hvað ofan i annað; ekki ólíklegt að hún fái ein verðlaunin enn fyrir þessa síðustu snjósteypu sína. Kom sæl og blessuð drotning dýr! í dag þú stígur “hænu fet,” en eilíf vizkan ,i því býr og alheims þyngstu met. Þó mátt sinn vetrar magni gnýr er myrkrið fært uin set. Kom heil og sæl! í hreysi mitt þú hleypir fyrstu geislum inn. Þín, systurkveðja er sólskin þitt, —í sömu átt eg vinn, að myrkur vakan verði stytt, svo Vorið komist inn. í fylgd með þér, til farar snýr hinn fleygi hugur leitandans. Þú kannar yztu æfintýr á öldum ljósvakans. Þú hleypur allar himinbrýr í heimi skaparans. Þú hrekur allan ótta af leið. Hans einvalds ríki myrkrið er að mannsins huga magnar seið og máttinn eignar sér, og æfinlega í allri neyð hann ægishjálminn ber. Eg legg með þér á ljóssins braut, þó lið mitt nái í fjarlægð skamt. Eg veit þú enga þekkir þraut og þér er starfið tamt. Þó myrkur haldi um himinskaut, þú heldur áfram samt. J. S. frá Kaldbak. Glœsileg hátíðahöld Hátíðahöldin í gær af tilefni 20 ára fullveldisafmælisins voru rnjög almenn víða um land. Hér í Reykjavík voru meiri hátíða- höld en nokkru sinni áður. Áhrifaríkasti þáttur þessara hátíðahalda var áreiðanlega end- urvarpið frá íslendingum í Win- nii>eg. Það hófst kl. 15.15 hér, en þá var morgun í Kanada. Heyrðust ræður Vestur-íslend- inga mjög vel, en söngurinn mið- ur. Endurvarpið hófst með því að Karlakór Vestur-lslendinga söng “Sverri konung.” Þá flutti forseti Þjóðræknisfélagsins, dr. Rögnvaldur Pétursson erindi, en síðan talaði dr. Brandur J. Itrandson læknir. Þá söng frú Sigríður Olson 4 lög, en síðan flutti Einar Páll Jónsson kvæði. Þá talaði Grettir Leó Jóhanns- son, fulltrúi hinna ungu Vestur- íslendinga, ávarp, og loks söng Karlakór Vestur-lslendinga aftur nokkur lög, og hljómaði söngur hans, “Fjalladrotning, móðir mín,” um leið og sambandinu var slitið. Stjómandi kórsins var Ragnar H. Ragnar, undirleik annaðist Gunnar Erlendsson og einsöngvari var Lárus Melsted. Útvarp Vestur-Islendinga var prýðilega skipulagt, og er varla hægt að ætla, að það hefði getað tekist betur. Það sýndi á áhrifa- ríkan hátt ást landa okkar vestan hafs til gamla lantisins — og engar kveðjur mun Islendingum heima hafa þótt jafn vænt um og þessar hlýju lcveðjur hinna 40 þúsund landa, sem dveljast vest- an hafs. Að loknu þessu endurvarpi á- varpaði forsætisráðherrann Vest- ur-Islendinga, en síðan var sung- inn þjóðsöngurinn, og var hvoru tveggja endurvarpað vestanhafs. Þegar í gæmiorgun var Reykjavík flöggum skreytt. Stúdentar, eldri og yngri, söfn- uðust saman við Stúdentagarð- inn kl. 1 og gengu þaðan í fylk- ingu ásamt sveit íþróttamanna og með Lúðrasveit Reykjavíkur í farabroddi, að leiði Jóns Sig- urðssonar forseta. Þar flutti formaður Stúdentaráðsins ræðu, en síðan var lagður fagur blóm- sveigur á leiði forsetans. Nú hélt fylkingin að Alþingishúsinu og var mynduð fánaborg um styttu Jóns forseta. Var þarna mikill mannfjöldi saman kominn. Af svölum Alþingishússins flutti Pétur Magnússon hæztaréttar- málafærslumaður ræðu, en síðan var þjóðsöngurinn leikinn. Kl. 1 flufcti forsætisráðherra, Hermann Jónasson, ávarp til þjóðarinnar.—Alþbl. 2. des. Á krossgötum Jón Þorvarðsson á Suðureyri í Súgandafirði hefir sagt Tíman- um eftirfarandi fréttir: I sumar var byrjað á hafnargerð á Suð- ureyri og steyptur skjólgarður, er kostaði um fimmtán þúsund kró.ntir, ásaimt plani. I haust hefir verið unnið að uppfyllingu innan við garðinn. Er fé til á- framhaldandi hafnargerðar veitt á fjárlögum næsta 'árs. I vor var unnið að vegagerð yfir Botnsheiði og lögð braut frá Breiðdalsheiðarvegi niður í Botnsdal. 'Er enn vegleysa um dalinn, ekki löng leið, en mjög erfið og er áætlað að vegarlagn- ing þar kosti urn 35 þúsund krónur. Þegar sú torfæra er yfirstigin er Súgandaf jörður kominn í önugt akvegarsamband við Isafjörð og önnur helztu bygðarlög á Vestfjörðum ♦ Þrátt fyrir þessar framkvæmd- ir hefir verið unnið að fram- leiðslunni með fullum krafti. Fintmtán bátar stunduðu veið- ar frá Suðureyri í sumar. Af þeim var einn um þrjátíu smá- lesta vélbátur, þrír 10—12 smá- lesta vélbátar, fimm minni vél- bátar og sex hreyfilbátar. Stærsti vélbáturinn stundaði síldveiðar fyrir Norðurlandi um síldarver- tiðina og aflaði veí. Tveir bátar voru að dragnótaveiðum framan af sumri og fluttu aflann tii Bildudals og Isafjarðar. Annar þeirra stundaði reknetaveiðar er leið á sumarið. Hinir bátarnir stunduðu í sumar nær eingöngu veiðar á handfæri og öfluðu á- gætlega. Fengu beztu dráttar- menn alt að 500 krónur i hlut í júli og litlu minna í ágúst. Aðal - fiskilóðin liggur skamt út af f jarðarmynninu og er venjulega um klukkutíma sókn á miðin. I haust hafa flestir bátar veitt á lóðir og aflinn oftast verið seld- ur í togara. Hefir fiskast dávcl og betur en undanfarin haust. I Mýrdal i Vestur-Skaftafells- sýslu voru í sumar bygð fjögur ibúðarhús, tvö í hvorum hreppi, öll eftir teikningu og fyrirsögn teiknistofu landbúnáðarins. Tvö þessara húsa, að Suður-Fossi og Lækjarbakka, hafa nær eingöngu verið bygð af heimilismönnum án aðkeyptrar vinnu. Þau eru snotur að útliti og vönduð að frágangi og virðast ætla að reyn- ast vel. Hin ibúðarhúsin voru reist að Sólheimakoti og Eyjar- hólum. — Auk þessa hafa viða verið bygð fjós, áburðarskýli og votheyshlöður. Búnaðarfélögin í Mýrdal hafa undanfarin ár unnið að því að bæta umi áburðarhirðingu bænda. Hafa þau meðal annars staðið fyrir sameiginlegum innkaupum á sementi, lánað félagsmönnum út á væntanlegan jarðabótastyrk og lánað steypumót. Hefir með þessum hætti talsverðu verið um þokað í þá átt að bæta nýtingu þess áburðar, er til fellst. ♦ I Vikurkauptúni hefir verið gerð ný vatnsleiðsla. Var hin gamla mjög takmörkuð og vatn- ið tekið úr tærri bergvatnslind langt uppi ,í Reynisfjalli og leitt í tréstokkum! til kauptúnsins. Nú er og verið að koma upp full- komnum slökkviútbúnaði í Vík og er kostnaðurinn, sem af því leiðir um átta þúsund krónur. Rafstöðin hefir verið stækkuð að mun og geta Víkurbúar nú fengið rafmagn til ljósa og suðu fyrir 120 krónur árs-“kíló- wattið.” —Tíminn 26. nóv. FRÁ SPANI Um þær mundir, er jólahátíð- in var hringd inn, hóf General Eranco, foringi árásarhersins á Spáni, afarmikla sókn gegn liðs- sveitum stjórnarinnar í Catalonia fylki; láta símfregnir þess getið. að um 10 þúsundir manna af báðum hliðum muni hafa látið líf i þessari ægilegu orrahríð; mælt er að sveitir Francos hafi unnið allmjög á, og engan veg- inn ólíklegt talið, að stjórnin verði knúð til þess að flytja að- setur sitt burt úr Bercelona. Drotning dagsins 22. desember, 1938. Barnakór R. H. Ragnars Undanfarið hafa allmargir farið þess á leit við mig að tæki fleiri börn í barnakórinn og hefi eg því í huga að æfa tvo kóra nú eftir nýárið, ef nógu mörg sönghæf börn óska eftir söngkenslu. Er eg að láta prenta mörg ný lög og vil gjarna byrja æfingar í næstu viku. Þeir foreldrar er hafa hug á að not- færa sér þetta tækifæri geta símað mér eða komið að sjá mig. Heimilisfang mitt er 522 Furby St. og símanúmer 31 476. Það er mjög áríðandi að umsóknir komi sem allra fyrst, því eg ætia að æfa aðeins um tíu vikur, tvisvar í viku og ef vel gengur stofna til hljómleika að því loknu. Vil eg vinsamlega mœl- ast til að þeir, er unna bama- söng auglýsi þetta svo, að þátt- taka megi verða sem almennust. R. H. Ragnar. LIMA-FUNDINUM LOKIÐ Þann 27. þ. m. sleit hinum 8. fundi amerískra þjóða, sem haldinn var i borginni Lima í Peru; fulltrúar frá tuttugu og einni þjóð sóttu fundinn, er fram fór á fjórum tungunmlum, ensku, frönsku, portúgölsku og spænsku. Fundurinn samþykti að stofna til varnarsambands meðal hinna amerísku þjóða ti! þess að verjast yfirgangi og á- róðursstarfi erlendra þjóða. t

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.