Lögberg - 29.12.1938, Síða 2
2
LÖGrBEBGr, FIMTUDAGINN 29. DESEMBEB 1938
Bl Ljúffengt skozkt Visky
Blandað og látið i flöskur í Canada undir beinu eftirliti eigendanna ! lADAIR & COMPANY
GLASGOW
1H 1 M 4 hjá , ! Gooderlham & Wlorts, Limited
mmm 5 MI m : ! W ■ 25 oz. Flaskan $2.40 40 oz. Flaskan $3.75 Að viðbættum söluskatti \ ef nokkur er \
Thls advertlsement is not inserted by the Government Liquor Control Com-
mission. The Commission is not responsible for statements made as to quality or
products advertised.
Sequoia
þjóðgarðurinn
Eftir Guömund Davíðsson
í vesturhalla Sierra Nevada
f jallgarðsins í Bandaríkjunum,
nálega um miðbik Californíu
ríkisins, liggur Sequoia þjóð-
garðurinn. Hann var stofnaður
með lögum frá 25. september
1890. Garðurinn er 653 ferkíló-
metrar að stærð og liggur 1235
—3627 m. yfir sjávarmál. Orðið
Sequoia er dregið af “Sequojrah”
sem er heiti á nafnkunnum
Cherokee Indíána.
Landslag er mjög margbreyti-
lekt á þessu friðlýsta landi. Þar
skiftast á hrikaleg fjöll, háslétt-
ur og dalir. Þar eru margar ár
og stöðuvötn, gljúfur og fossar.
Náttúran er þar í senn bæði
hrikaleg og fögur.
Umhverfis Sequoia þjóðgarð-
inn er eintómt hálendi — f jall
garðar og fjallaþyrpingar. Há-
lendið norðaustur frá garðinum
er einna hrikalegast. Þar er
hæsta fjall i Bandaríkjunum,
Mount Whitney, 4420 m. á hæð.
I þessurn landshluta er hinn ein-
kennilegi Dauðidalur. Nokkuð
af dalbotninum er 122 m. neðar
en sjávarflötur og er lægsta lág-
lendi í Bandaríkjunum. Skamt
frá garðinum er Kóngsfljótið
(King’s River) svonefnda. Á
all-löngum kafla rennur það eftir
Paradísardalnum, sem kvað vera
undur fagur og hrikalegur. Ann-
að fljót á þessum slóðum renn-
ur eftir rúmlega 2000 m. djúp-
um gljúfrum. Upphaflega var
ætlast til, að Sequoia garðurinn
næði út yfir þetta svæði, og heföi
hann þá orðið liðlega 4,000
ferkm.
I norðvestur frá Sequoia garð-
inum er General Grant þjóðgarð-
urinn, sem er kendur við hers-
höfðingjann nafntogaða. Hann
er liðlega 10 ferkm. að stærð og
var stofnaður árið 1890. I fyrst-
unni var reynt að sameina garð-
ana og gera þá að einu friðlýstu
svfeeði, en það gat ekki orðið
vegna |þess, að einstakir menn
höfðu náð tangarhaldi á landinu
milli þeirra, og vildu ógjarna
sleppa því aftur. Vegalengdin
milli garðanna er aðeins 15.5 km
Báðir þessir þjóðgarðar voru
sérstaklega stofnaðir í 'því skyni,
að vernda þar hinar svokölluðu
risafurur, og þá jafnframt allan
annan jurtagróður og dýralif, á
því svæði, sem friðlýsta landið
nær yfir. Tilgangur með stofn-
un þjóðgarða í Bandarikjunum
er einkum sá, að vernda allan
frumgróður landsins og vilt
dýralíf á þessum ákveðnu svæð-
um. Sunrstaðar eru verndaðar
leifar af fornum mannvirkjum
eftir Indíána-þjóðflokka, sem nú
eru útdauðir. Á friðlýstu svæði
má ekkert skerða í náttúrunni.
Alt dautt og lifandi, smátt og
stórt, hverju nafni sem nefnist,
á að njóta þar algerðrar friðun-
ar og verndar. Námugröftur er
þar bannaður. Ekkert jarðrask
má gera þar, nema óhjákvæmi-
legt sé að leggja vegi og brýr, eða
setja niður gistihús vegna ferða.
manna. Öll slik mannvirki eru
gerð með ráði stjórnarinnar og
eftir hennar fyrirsögn. Það er
hliðstætt þvi, að koma inn í frið-
lýstan þjóðgarð, og að skoða
náttúrugripasafn eða fornminja-
safn. Menn eiga aðeins kost á
að skoða það, sem fyrir augun
ber, en ekki snerta neitt eða færa
úr skorðum.
Sequoia og Grant þjóðgarð-
arnir eru einstæðir í sinni röð að
því leyti, að þar vaxa elztu og
stærstu tré, sem til eru á jörð-
innj. Það eru Sequoia fururnar.
í báðum görðunum vaxa rúm-
lega ein miljón Sequoia tré, af
öllum stærðum og aldri. Af þeim
eru um tólf þúsund 3 m. og þar
yfir að þvermáli. Nokkur eru
ált að 90 m. há Elzta og nafn-
kunnasta tréð heitir General
Sherman. Það er 85 m. hátt, og
11.13 m. að þvermáli niður við
jörð, en ummálið er 34.95 m. 30
m. frá jörðu er þvermálið 5.13
m. Af þessu má sjá, að hér er
ekki um neina smáplöntu að
ræða, enda er það talið minst
4,000 ára gamalt. Næst því að
stærð er General Grant trð. Það
er 80.5 m. hátt og 10.7 m. að
þvermáli.
Fyrsti hviti maðurinn, sem
fann stærsta tréð, hét James
Walverton. Það var 7. ágúst
1879. Hann nefndi það General
Sherman eftir herforingja, sem
stjórnaði herdeild þeirri í þræla-
stríðinu, er hann var í. Þetta
risatré vex 2,187 m. fyrir ofan
sjávarflöt, það er um 80 m.
hærra en hæsta fjall á íslandi.
Það er algengt að Bandaríkja-
menn kenna einstök tré við
helztu þjóðmæringa sl'na og
merkismenn eins og t. d. Abra-
ham Lincoln, Georg Washing-
ton, William McKinley o. fl.
Risafurur, sem nefndar eru eftir
þessum mönnum, eru með þeim
stærstu i þjóðgörðunum. Þær
eru alt að 10 m. að þvermáli og
80—90 m. háar og um 2500—
3800 ára gamlar. Enda þó að
trén séu þetta gömul, eru engin
hrörnunarmerki sjáanleg á þeim.
Þau virðast því enn vera í fuil-
um blóma lífsins. Enginn getur
giskað á, hve margar aldir eða
ára þúsundir þau eiga enn eftir
ólifað. Sequioa trén hafa ekki
átt um æfina hættulega óvini að
stríða við. Þau eru alveg laus
við sveppi og önnur sníkjudýr,
sem oft herja á aðrar trjáteg-
und og gera þeim tjón. Skógar-
eldar hafa stundum geysað um-
hverfis þau, en gert þeim furðu
lítinn skaða. Einkum eldri
trjánum. Börkurinn verður um
hálfan meter á þykt, eða vel það,
og er nálega alveg eldtraustur.
Risatrjánum stafar mest hætta af
eklingum. Þær hafa brotið topp-
inn af mörgum þeirra, en hann
hefir þó vaxið aftur á löngum
tíma. Eitt risatréð, sem var uti’.
100 m. hátt, hafði brotnað niður
við rót og fallið um koll. Stofn.
sárið var gert vel slétt svo að
hægt væri að telja árshringana,
en þeir reyndust töluvert yfir
4000. Trqð var 12.4 m. að
?vermáli, að berkinum meðtöld-
um, en hann var 60 cm. þykkur.
Til þess að gera sér grein fyrir
gildleika bolsins mætti stinga hæl
ofan i sléttan grasflöt, binda við
hann snæri og afmarka hriug
umhverfis hann 6.5 m. frá mið-
deplinum, fengist þá jafnstór
flötur og bolurinn tekur yfir.
Elztu trén voru byrjuð að
vaxa áður en pyramidarnir á
Egyptalandi voru bygðir, og
fyrir fall Trójuborgar. Tugir
nisunda voru orðin risavaxin
>egar Kristur fæddist. Sequoia
trén hafa þannig verið að vaxa
og þroskast gegnum allar aldir
mannkyns'sögunnar. Kynslóðir
hafa fæðst og dáið, menning hef-
ir skapast og þróast í aldaraðir
hjá þjóðunum, liðið undir lok og
i>nnur komið í staðinn, en risa-
fururnar hafa altaf lifað og
haldið velli, á hverju sem hefir
gengið hjá mannfólkinu. Vel
má vera að núverandi menning
þjóðanna eigi eftir að taka stór-
kostlegum breytingum áður en
risatrén, sem nú eru í blóma
lifsins, falla í valinn.
Risatrén vaxa aðallega á 13
stöðum í báðum þjóðgörðunum.
Trjálundar þessir ná, að saman-
töldu, yfir rúmlega 38 ferkm.
svæði. I hagstæðri veðráttu
framleiðir eitt Squoia tré miljón-
ir frækorna á einu ári. Trén
berá blóm á áliðnum vetri, með-
an jörðin er ennþá þakin 2—3
m. þykku snjólagi. Blómin eru
græn-bleik eða gulleit, en köngl-
arnir venjulega dökkgrænir. Þeir
eru um 6—7 cm. langir. Jafn-
skjótt og fræin verða fullþrosk-
uð opna könglarnir sig og losa
sig við þau, en sjálfir sitja þeir
eftir á greinunum mánuðum
saman. Fræin eru mjög smá,
vængjuð og afarlétt. Þau svífa
hægt ofan á jörð eins og snjó-
korn í logni, eða berast með
vindinum langar leiðir frá trján-
um. Engin trjátegund í Caii-
forniu framleiðir eins mörg fræ-
korn á ári, eins og Sequoia trén.
Á einni grein t. d., sem var um
2—3 cm. að þvermáli, voru tald-
ir 480 könglar, og í hverjum
köngli þroskast venjulega um
2—300 frækorn.' Menn hafa
giskað á, að fræplöntur af einum
Sequoia trjálundi mundu nægja
til að gróðursetja alla fjallgarða
hnattarins þessari trjátegund.
Fræinu hefir verið sáð vfða í
Ameriku og Evrópu. Ræktun
plantnanna hefir yfirleitt gefist
vel. Þær elska ljósið og þrifast
því yfirleitt vel har sem þær
njóta þess í ríkumf mæli.
Merkur rithöfundur hefir lýst
uppruna risatrjánna á þessa leið:
“Risatréð ISequoia gigantea)
er meistaraverk náttúrunnar. Það
er elzti lifandi hlutur, sem til er
á hnettinum. Það er komið út
af gömlum ættstofni. Leifar í
fornum jarðlögum bera vott um
>að og forfeður þess hafa þá bú-
ið við loftslag ólíkt því, sem nú
gerist. Risatréð hefir erft beztu
eiginleika fornaldartrjánna. Einu
sinni voru ættfeður þess algengir
í hinum eyðilegu landshlutum
Norður-Ameríku og Evrópu. Þar
blómguðust margar tegundir af
æim. En á langri, viðburðarikri
leið úr einu loftslagi í annað,
hafa tvær tegundir lifað af
hrakningana, sem þær áttu við
að stríða.”
Þjóðgarðarnir liggja 15—2500
m. yfir sjávarflöt, en þrátt fyrir
>að vaxa þar fleiri trjátegundir
en risafururnar. Allsstaðar er
landið gróðri vafið, að undan-
skildum hæstu fjöllum, enda er
blómskrúð þar víða mikið og
fjölbreytt. í görðunum er fult
af allskonar fuglum og ferfætl-
ingum. Menn hafa séð þar 160
—170 fuglategundir, alt frá
minstu kolibrum og til stærstu
gamma. Þegar kernur fram á
vorið færist líf og f jör í náttúr-
una í þjóðgörðunum. Fuglar
safnast þangað svo hundruðum
msunda skiftir “með fjaðraþyt
og söng.” Við komu þeirra
verða skógarnir að nokkurs kon-
ar fuglaborg. Margar tegundir
gera sér hreiður í greinum risa-
trjánna. Aðrir setjast að í
kjörrum' og blómskreyttum
brekkum og söngur og kvak
heyrist úr öllum áttum.
Spendýr, sem ekki geta dvalist
yfir veturinn innan takmarka
garðanna vegna snjóa og kulda,
færa sig þangað, þegar jörðin er
orðin alauð og gróður lifnar.
Alls hafa fundist þar 56 teg-
undir vitlra spendýra. Þar eru
rándýr, klaufdýr, nagdýr, skor-
dýraætur o. fl. Þar eru margar
þúsundir dýra af hjartarkyni og
nagdýr eru þar 'í miljóna tali.
6—800 skógarbirnir halda sig í
görðunum alt árið o. s. frv.
“Fiskar vaka þar í öllum
ám” og stöðuvötnum. Af berg-
vatnsfiskuiji eru þar 9 tegundir.
Sumar hafa verið fluttar þangað
til tímgunar, sem ekki voru þar
fyrir. Fiskarnir eru einu dýra-
tegundirnar í görðunum, sem
leyft er að veiða, en þó með
þeim takmörkunum, að engan
fisk má veiða minni en 20 cm.
og ekki fleiri en 20 fiska á dag.
Engum manni yngri en 18 ára
er leyft að veiða þar fisk.
í öllum þjóðgörðum og frið-
lýstum svæðum í Bandaríkjunum
og annarsstaðar, er allur jurta-
gróður og vilt dýralíf stranglega
friðað og verndað. Brot á sett-
um lögum og reglum, sem snérta
friðunina, varða burtrekstri úr
friðhelga svæðinu, sektum og
fangelsi.
Þjóðgarðarnir eru opnir fyrir
almenning frá 24. mai til 10. okt.
ár hvert. En beztur er dvalar-
tími í þeim eftir 15. júní. Þá
er lítið um úrkomur, en stöðug
bjartviðri og loftið svalt og
hressandi.
Á hverju sumri gista tungir
þúsunda ferðamanna í þjóðgörð-
unum til að kynnast fjölbreytni
náttúrunnar og njóta heilnæmi
loftslagsins. Úti við, sem inni í
gistihúsunum er hreinlætis
stranglega gætt í hvívetna. Og
þrátt fyrir allan ferðamanna-
strauminn sézt hvergi á alfara-
vegum, eða annarsstaðar á víða-
vangi, að fólkið gangi óþrifalega
um með því að kasta frá sér
bréfurn, eða öðru rusli, sem veld-
ur óþrifnaði og allsstaðar er til
lýta. Gestir eða aðrir sjást þar
aldrei slita upp blómplöntur, eða
skerða annan gróður, til að
skreyta sig með eða farartæki
sín. Allir vita að slíkt er bann-
að og sæmir ekki siðuðu fólki.
Tilgangurinn með stofnun þjóð-
garðanna og annara friðlýstra
svæða er því ekki einungis fólg-
inn í því að vernda alt dautt og
lifandi í náttúrunni, á landi því,
sem þeir ná yfir, heldur líka að
kenna fólkinu að umgangast
náttúruna eins og siðaðir menn.
Einnig að þessu leyti eru þjóð-
garðarnir í fylsta skilningi menn-
ingarstofnun, sem ætti að vera
ómissandi hjá hverri þjóð.
-Dvöl.
f
Innilegar hátíðakveðjur
TIL VORRA ÍSLENZKU VIÐSKIFTAVINA !
GIBSON £> HALL
Refrigeration Eng-ineers
290 SHEBBBOOK ST.
SÍMI 31520