Lögberg - 29.12.1938, Side 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1938
G
---------GUÐSDÓMUR—-
L_____________________•-________________-J
“Ef til vill hafiÖ þér rétt aÖ mæla,” mælti Daníra,
; eftir litla þögn. “En nú hefi eg kosiÖ, og get því
ekki breytt til, þó að það kosti líf og hamingju.”
Þetta sagði Daníra í svo' ákveðnum róm, að Ger-
ald sá sér eigi vera það til neins að fara að mótmæla,
en horfði aðeins þegjandi á ungu stúlkuna, á sótugu
veggina í herberginu og annað, sem þar var inni.
“Þá verðum við að skilja sem fjandmenn, því
að það er eg i yðar augum,” mælti hann að lokum.
"Daníra! Á þetta að vera skilnaðar-kveðjan?”
Drættirnir, sem mynduðust kringunt munnvikin
á Daniru, virtust benda á, að hún ætti í miklu hugar-
stríði, og að sorgin myndi buga hana.
En þetta var aðeins í svip, því að svo var hún
þegar orðin jafn hörkuleg og ákveðin sem fyr.
“Hr. Steinach!” mælti hún. “Eg er hrædd um
að eg hafi þegar tafið yður of lengi frá þvi að gegna
skyldu yðar. — A eg að þurfa að minna ýður á það?
Að líkindum hafið þér komið hingað ásamt mönnum
yðar til þess að taka þorpið. — Vér getum enga mót-
stöðu veitt; — hús þetta er því á yðar valdi!”
Gerald kiptist við og varð nú einnig einbeittari
og hörkulegri.
“Yður skjátlast, ungfrú,” svaraði hann. “Eg
kom ekki hingað með vopnaða menn, heldur til þess
að hitta sáran félaga minn, setn er hér í þropinu að
líkindum hér í húsinu. Getið þér gefið mér upplýs-
ingar um þetta?”
“Sáran félaga yðar? Þetta hlýtur að vera mis-
skilningur, því að hér er enginn landa yðar.”
“Eg hefi þó sannfrétt að herlið vort var hér i
morgun,” svaraði Gerald.
“Alveg rétt,” svaraði Danira, “en það fór burt
aftur innan klukkutíma.”
“En sári maðurinn.”
“Þeir skildu engan mann eftir,” svaraði Daníra,
"og liöfðu engan sáran manri með sér, enda getið þér
rannsakað þorpið, og sannfærst um, að eg segi þetta
'satt.”
í sama augnabliki var hurðinni hrundið upp og
Jörgen sást á þrepskildinum og mælti;
“Eg vildi aðeins láta liðsforingjann vita, að sagan
fer að verða býsna ótrúleg, þar sem engir vorra
manna sjást í þessu bannsetta þorpi, og þorparinn, sem
vísaði okkur leið, er horfinn eins og dögg fyrir sólu.”
“Hér í húsinu,” mælti Jörgen ennfremur, um leið
og hann skotraði augunum til Daníru, “er djöflagang-
urinn verri en nokkurs staðar annars staðar, og bið eg
yður því að láta mig ekki fara, því að betra er þó
að við séum tveir.”
Daníra hrökk við, horfði sýnilega óttaslegin á
Gerald og tók upp orðin:
“Aðeins tveir? Guð hjálpi mér, hr. Steinach,
hafið þér eigi menn yðar með yður?”
“Nei, við Jörgen erum aðeins tveir á ferðinni,
eins og þér sjáið.”
Daníra varð náföl í framan.
“Og þér vogið yður þannig í óviná greipar, og
það um hánótt?” mælti hún. “Það er óskiljanlcg
fífldirfska.”
“Eg bjóst við að hitta félaga vora hér,” mælti
Gerald. “tíoðin voru svo skýr og ákveðin—”
"Hver færði yður þau?” spurði Daníra. “Var
mælst til að þér kæmuð einn? Hvar er fylgdarmað-
ur yðar? Hafið þér eigi tekið /eftir neinu á leið-
inni, er vakið gæti grun yðar?”
Spurningar þessar ráku hver aðra og báru vott
um slíkan kviða, að Gerald fór nú að lokum að átta
sig á því, að hann væri í hættu staddur.
Ifann greip ósjálfrátt fastara um spjótskaftið og
svaraði:
“Eg var beðinn að koma einn, og það hefði eg
gjört, ef Jörgen hefði eigi krafist þess að fá að fara
með mér. — Við mættum engurn á leiðinni, en þótti
kynlegt að fylgdarmaðurinn hvarf, án þess vér viss-
um, hvað af honum varð. — En til sönnunar því, að
hann segði satt, afhenti hann mér bréfaveski félaga
mins og nokkur blöð úr vasabók hans.”
“Það sannar alls ekkert,” mælti Daníra, “þar eð
þessu getur vel hafa verið stolið, eða það hefir fund-
ist. — Þetta er aðeins uppspuni, til að ginna yður
hingað.”
“En hver getur haft hag af því?” spurði Gerald.
“Hvernig getið þér spurt svona?” mæltn Daníra,
af mikilli ákefð. “Marco Obrevic hefir svarið, að
hefna sín á yður, og hann stendur við orð sín. — Það
er úti um yður.”
Gerald fölnaði er hann «i í hve mikilli hættu
hann var staddur; en Jörgen mælti hálf-ertnislega:
“Fer eigi sem eg sagði yður? Nú erum við hér
sem mýs i gildru.”
Gerald, er skildi nú glögt, hvernig þessu var
varið, varð blóðrjóður í andliti og mælti afar-reiði-
lega:
"Það er svivirðilegt áform! En við verðum að
verja okkur, Jörgen, meðan við drögum andann, svo
að morðingjunum verði líf okkar fulldýrt.”
“Eg tek nokkra á samvizkuna!” svaraði Jörgen,
senj einnig var orðinn afarreiður. — Látum þetta
morðingja-illþýði koma! Við erum hvergi smeikir.”
“Nei, nei, öll mótspyrna væri til einskis,” greip
Daníra fram í. “Þegar Marco kemur, hefir hann
tífaldan mannafla, svo að alls ekki verður um neinn
bardaga að ræða, heldur verðið þið þegar handsam-
aðir lifandi, og—”
Hún endaði eigi setninguna, því að hryllingur
fór um hana alla, enda gerðist þess eigi þörf, þar sem
Gerald og Jörgen voru nákunnugir hernaðar-aðferð
uppreisnarmanna.
“Við berjumst samt,” mælti Gerald. “Komum
okkur út undir bert loft, Jörgen, svo að við sjáum
betur, hvað fram fer, enda eigi óhugsandi, að við get-
um þá brotist áfram til manna vorra.”
Að svo mœltu sneri hann til dyra, en Daníra gekk
á milli hans og hurðarinnar og mælti:
“Það er ómögulegt! Það er að ganga í vísan
dauðann. — Marco veit óefað þegar, að þér hafið
gegnt áskoruninni, og lætur allsstaðar gera yður fyrir-
sát. — Hér er aðeins um eitt ráð að ræða, eins og
sakir standa.” •
Að svo mæltu hraðaði hún sér inn i hliðarher-
bergið þar sem tengdasystir hennar svaf, og var þai
enn þá dimmara.
Hún hlustaði stundarkorn og heyrði, að hún svaf,
og dró andann djúpt og rólega.
Daníra lét hurðina síðan hægt aftur á eftir sér,
og sneri aftur til Geralds.
“Viljið þér fylgjast með mér, og reiða yður á
mig?” mælti hún. “Treysta mér algjörlega?”
Augu þeirra mættust nokkur augnablik og duldist
Gerald eigi, að hún sem áður hafði verið svo harð-
neskjuleg og ósveigjanleg var sem gjörsamlega breytt,
siðan hún vissi, í hvaða hættu hann var staddur.
Hann sá dauða-angistina skína út úr stór’u dökku
augunum hennar og varpaði sú sjón — þrátt fyrir
lífsháskann, sem hann var staddur í — lýsandi sólar-
geisla inn í sál hans, því að nú skildi hann glögt af
hverju þessi angist hennar stafaði.
"Eg fylgi yður — þótt í dauðann væri!” mælti
hann og rétti henni hendina.
“Talið nú eigi yfir yður, hr, liðsforingi,” mælti
Jörgen, sem þóttist sannfærður um, að þetta oftraust
Geralds hlyti að valda dauða þeirra beggja.”
“Þú þegir og hlýðir!” mælti Gerald. “En ekki
vil eg neyða þig til þess að fylgjast með mér. Vertu
því kyrr ef þú vilt það heldur!”
“Eg fylgi yður, foringi!” mælti Jörgen. “Þar
sem þér eruð þar vil eg og vera, og ef þér steypið
yður beint í verstu glötun, þá steypist eg — í guðs
nafni — með yður.”
Gerald losaði sverð sitt úr slíðrum og athugaði
hvort byssa sín væri hlaðin, áður en þau gengu út og
fanst honum það þá vera ærið hressandi, að draga
að sér úti-loftið, eftir hitann og svækjuna, sem inni
hafði verið, enda þótt stormurinn næddi biturt og
myrkur væri svart.
Eigi duldist honum að vísu, að lífshættan vofði
yfir við hvert fótmálið, er hann gekk; en Daníra hélt
nú í \fyrsta skifti í höndina á honum, og gengu þau
þannig hálftíma í gagnstæða átt, er Gerald hafði
komið.
Þau áttu fult í fangi að brjótast gegn veðrinu,
sem æstist æ meira og meira, og leið því hvorugu
þeirra, né Jörgen, orð frá rnunni.
Svona gengu þau áfram, og áfram- innan um sí-
felda kletta og gjótur, unz Daníra nam loks staðar,
sneri sér við benti ofan i gjá eina og mælti:
“Þá er nú komið að takmarkinu! Hérna er Wila-
cjuell.”
Gerald nam nú einnig staðar, og horfði í þá átt,
er hún benti, og sá þá, rétt fyrir framan fætur sér,
hyldýpis gjá, er afarstór klettur slútti fram yfir og
virtist hann svo laus sem vænta mætti að hann ylti
þá og þegar ofan í gjána.
Hinu megin virtist gjáin á hinn bóginn viðáttu
meiri, því að þar glitraði í tunglskininu á ofurlitla
lækjarsitru, er leið hægt og hægt niðandi áfram.
“Skyldi það vera þangað sem okkur er ætlað að
fara?” mælti Jörgen í hálfum hljóðum við liðsforingj-
ann, og var sýnilega all-tortrygginn. “Þessi heljar-
klettur slútir fram og getur dottið og drepið okkur
er minst varir.”
“Kletturinn hrynur eigi,” mælti Daníra, er heyrt
I
hafði orð Jörgens. “Hann hefir hangið svona öldum
saman og enginn stormur bifað honum. Komið með
mér!”
Um leið og hún mælti þetta, fór hún að fara
ofan í gjána og Gerald fór mótmælalaust á eftir
henni, svo að Jörgen sá sér eigi annað fært, en að
fylgjast einnig með þeim.
Gjáin var eigi eins djúp eins og hún virtist vera
svo að eftir fáar mínútur voru þau komin að litlu
lækjarsitrunni, er rann í botni gjáarinnar.
Lækurinn var aðeins lítil sitra, er kemur i rign-
ingum, en hverfur í þurkunum, en engu að síður
voru þó hér og hvar græn grasstrá þar umhverfis.
Daníra hallaðist upp að klettinum, og dró mjög
þungt andann. Var það af þreytu, eftiri ganginn, eða
af geðshræringu ?
Hún skalf öll, eins og hrísla og virtist þurfa ein-
hvers stuðnings.
“Nú erum við komin þangað sem ætlað var,”
mælti hún lágt. “Hér er ykkur óhætt.”
Gerald er nú hafði litast um, hristi höfuðið og var
sýnilega mjög vantrúaður.
“Okkur er aðeins óhætt unz menn verða þess
varir að, við erum hér,” mælti hann, “og þess mun
skamt að biða, því að Obrevic þekkir óefað gjá þessa
engu siður en þér, og þegar hann finnur okkur eigi
i þorpinu, heldur hann leitinni áfram.”
“Það gérir hann,” svaraði Daníra; “en hann nem-
ur staðar hjá gjánni, og stígur eigi fæti sínum hér,
nema ef vera skyldi í því skyni að rétta yður höndina
til sátta því að hversu hefnigjarn sem hann kann að
vera, dirfist hann eigi að misbjóða helgi þessa staðar.”
Gerald varð steinhissa og virti nú gjána enn
betur fyrir sér.
“V'ar það sakir þessa, að þér fóruð hingað með
okkur?” spurði hann. “Hvað er það, sem helgi staðar
þessa veldur?”
"Það er mér ókunnugt,” svaraði Daníra, “hvort
því valda munnmæli ,eða hjátrú, en víst er um það,
að staður þessi hefir verið talinn friðhelgur frá ó-
munatíð og enginn veit þess dæmi að þeirri friðhelgi
hafi nokkuru sinni raskað verið. — Þetta er mér í
barns-minni, enda hefi eg sannfærs-t enn betur um
þetta, síðan eg kom hingað aftur. — Hér er morð-
ingjanum og landráðamanninum óhætt, og hver sem
reyndi að raska helgi þessa staðar myndi hvorki talinn
í kirkju græfur, né i húsum hæfur.”
“Og yður dettur í h-ug að þessi friðhelgi verndi
einnig útlendinginn og fjandmanninn?” spurði Gerald.
"Já,” svaraði hún, f svo ákveðnum róm, að Gerald
mótmælti ekki, enda þótt hann væri ærið efablandinn.
“Hér virðist mikið um torskildar gátur!” mælti
hann dræmt. “Réttast að bíða og sjá, hver ráðningin
verður. — Að líkindum erum við umsetnir af fjölda
fjandmanna og getur það því naumast kallast rag-
menska, þótt við freistum á hvern hátt, sem a-uðið er,
að frelsa okkur.”
Að svo mæltu fór hann að svipast eftir Jörgen, er
þegar hafði sem hygginn maður, tekið að rannsaka
gjána og klifrast síðan upp á klettasnör eina, er hann
eigi varð neins vísari er tortryggilegt þætti.
Þarna sat hann á verði, því að hann sá þaðan
glögt, livað Gerald leið, og söntuleiðis ef einhver kom
að gjáaropinu.
En þó að hann sæi Gerald og Daníru, sem hann
enn hafði all-illan bifur á, gat hann þó eigi heyrt
hvað þau spjölluðu saman sakir óveðursins; en hann
var “hvergi hræddur hjörs í þrá,” og beið þess þvi
ókvíðinn, er að höndum bæri.
Daníra hallaðist enn upp við klettinn og hrökk
við er Gerald gekk til hennar.
Gerald vék sér aftur frá henni og lýsti augnaráð
hans töluverðri gremju.
Danira veitti því enga eftirtekt eða lét sem hún
sæi það ekki, enda þótt tunglið skini beint framan í
þau en mælti hvatlega:
"Ilvar eru menn yðar?”
“f kastalanum,” svaraði Gerald. “Við fylgdumst
þangað allir í gær, ásamt þeim, er vér veittum lið.”
“Cirunar þá engan i hvaða háska þér eruð stadd-
ir ?”
“Fráleitt” svaraði Gerald. “Þessi svívirðilegu
launráð voru svo vel hugsuð! Deyjandi félagi, er
biður mig að veita sér siðasta — og til sanninda
merkis l>réfaveski hans, eigin handar rit, og nafn
þorps þess, er vér hugðuim allir, að hermenn vorir
liefðu sezt að í —, já, slunginn hefir Obrevic verið,
sízt er því að neita; en karlmannlegra hefði það þó
óneitanlega verið, að ganga beint framan að mér, þar
sem eg hefi eigi hlaupið í felur fyrir honum. — En
honum hefir þótt sér sæ'mra, að hegða sér sem sví-
virðilegur morðingi, enda þótt hann þykist vera her-
maður, og höfðingi.”