Lögberg - 17.08.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.08.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST 1939 Frá Islandi MENNINGARATRIÐI Vér eigum að vísu að venj- ast of miklum sljóleika gagn- Vart því hvað gott er eða ilt, rétt eða rangt, en þó furðar mig á því að enginn skuli hafa látið í ljósi óþolinmæði yfir því hvernig Útvarpið mis- þvrmir þjóðsöngnum. En að dagskránni sé lokið með söng, er góð hugmynd, ef vel væri á haldið. Nóg er til af góðum lögum sein vér fáum of sjald- an að heyra, eins og t. d. “Fífilbrekka, gróin grund” éftir Sveinbjörnsson, þar sem tvorttveggja er afbragð, lag og ljóð. Eða “Þar sem háir hól- ar” þar sein Árni Thorsteins- son hefir í bezta lagi sýnt, hversu inerkilegt tónskáld hann er. Eða “Heiðbláa fjólan inín fríða” eftir Þórarinn Jónsson, sem líkt inætti segja um. Útlend lög mætti einnig nefna eins og “Vorið” / eftir Grieg, er eg gæti ímyndað mér væri bezta lag tónskáldsins, eða “Tarnklockan” eftir Wen- nerberg, langbezta lagið af mörgum góðum í hinu fræga verki (en það sem Útvarpið lofar oss sjaldnast að heyra). Þá er hið ódauðlega “Kvöld- Ijóð” Schumanns, sem er ná- skylt lagi því eftir Grieg er eg nefndi. Ef það er rétt sem eg hygg, að ekki sé til lag við Vorljóð Jónasar, “Nú andar suðrið sæla”,*) þá er þar fag- urt verkefni fyrir gott tón- skáld. En mikils mun við þurfa, ef jafnast á í ljóði við yndisleik orðanna: Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer — Með fjaðrabliki háá vegaleysu — í sumardal að kveða kvæð- in þín.” — Og má þó raunar sama segja um Ijóðið alt. 22. apríl. Helgi Péturss. *)Ritstjórinn segir mér að til sé lag við Ijóð þetta, eftir Inga Lárusson, og hefir tónskáld- inu tekist svo vel með lagið við “ó blessuð vertu sumar- sól,” að eg er fús til að trúa því, að þetta lag hans við vor- Ijóð Jónasar hafi einnig vel tekist. H. P. —Vísir. • VÖRUVÖNDUN F'yrir aðeins hálfri öld, eða tæplega það, gátu menn kom- ist upp með að flytja hingað til lands, og það jafnvel til sjálfs höfuðstaðarins, svo skemt mjöl, að það var ekki mannamatur. Fíkjur, sem eg hefi fengið hér í búðunum, minna mig á þessa liðnu tima. Fíkjur er óhætt að telja með beztu og hollustu ávöxtum, en þær mega ekki vera orðnar svo þurar og harðar að nálega megi kalla steingerfinga, ef að gagni eigi að koma. Það er ástæða til að spyrja, úr því að fíkjur fást fluttar inn, vegna hvers eru þa*r ekki hafðar sæmilega góðar? Er það af því að menn eru ekki ennþá farnir að skilja hversu skaðlegt það er fyrir álit ís- lands i útlöndum að ala á þeirri trú, að oss hérna sé sú vara bjóðandi sem svo lök er orðin, að með öllu þykir óboðleg í öðrum löndum hins siðaða heims? 1(). febr. Helgi Péturss. —Vísir. LÆRA ÍSLENZKU TIL HLVTAR í dag taka sér far með Lyru heiinleiðis stud. mag. Hakan Hamre og kona hans Cari fædd Shetelig, dóttir Hakaan Shetelig prófessors og forn- minjafræðings. Þau hjónin hafa verið hér í Reykjavík í 5 mánuði. Þau eru bæði stúdentar og leggja stund á norska tungu sein aðalfag. F)n til þess að taka próf í norsku þurfa menn að leggja allmikla rækt við fornmálið. lesa eina af helztu fslendinga- sögunum, íslendingabók, mik- ið af Eddukvæðunum og kon- ungsskuggsjá o. fl. Hinn íslenzka hluta náms- ins hafa þau svo tekið hér í vetur, hlýtt á háskólafyrir- lestra og lesið auk þess það sem námi þeirra tilheyrir sér- staklega. En auk þess hafa þau lagt sérstaka stund á að tala íslenzku, bæði hér^í bæn- um og ekki sízt á ferðalögum út um sveitir. Um tíma í vor voru þau austur í Þingvalla- sveit. Síðan fóru þau til Norð- urlands og eru nýkomin úr þeirri ferð. Alstaðar á ferð- um sínum hafa þau talað svo til eingöngu íslenzku, enda tala þau málið nú fyrirhafn- arlaust. Frúin hefir komið hingað einu sinni áður, og fór þá m. a. norður að Hólum í Hjalta- dal. Skrifaði hún í norsk blöð um það ferðalag sitt. f greinum hennar kom í Ijós mikil velvild til lands og þjóð- ar og glöggur skilningur á sögu og þjóðarhögum. Hr. Hamre ætlar m. a. að skrifa ritgerð er heim kemur um íslenzka hesta og hesta- nöfn. Þau hjón hafa sýnt það með hinni löngu dvöl sinni hér og rækt sinni við islenzka tungu að þau eru til þess líkleg að auka kynni og vinarþel milli frændþjóðanna, Norðmanna og fslendinga. Er það innileg ósk blaðsins, að þeiin mætti vel farnast í framtíðarstarfi þeirra á sviði norrænna fræða og norrænna kynna.—Mbl. 15. júní. • NÝTT FYRIRTÆKI I' HAF'NARFIRÐI I’yrir forgöngu Vörubif- reiðastjórafélags Hafnarfjarð- ar hefir verið stofnað nýtt fyrirtæki J>ar i bænuni, er heitir Rílaverkstæði Hafnar- fjarðar h.f. Fhns og nafnið bendir til, ætlar, fyrirtæki þetta að starfrækja bílavið- gerðir og í því - augnamiði keypti félagið af útvegsbanka fslands hús það, er Rafstöð Hafnarfjarðar var áður í. Kaupverð hússins var kr. 20 þúsund. Húsið er stórt og rúmgott og í alla staði mjög hentugt fyrir slíka starfræslu, sem þarna er að hefjast. Undanfarið hefir mikið af Jieirri vinnu, sem þarna verð- ur framkvæmd, verið unnin í Reykjavík. F)ru þetta því mikil Jia'gindi fyrir hafnfirska bifreiðaeigendur, þar sem nú verður óþarfi fyrir þá að fara með hifreiðar sinar úr hænum til viðgerðar. Félagið hefir ráðið Sigurð Þorsteinsson til sín, sem aðalviðgerðarmann og verk,stæðisformann. F'élagið hefir komið sér upp talsverðum vörulager og mun hafa á boðstólum varahluti til bifreiða og bifreiðabarða. Stjórn félagsins skipa Krist- ján Steingrímsson bifrstj. og meðstjórnendur Bjargmundur Guðmundsson og Guðmundur Þ. Magnússon.—Vísir. Til athugunar Það er gleðilegur vottur um vaxandi samúð og bræðraþel milli landa vestan hafs og austan á þessu síðasta ári. Má það eflaust þakka starfsemi einstakra manna, og tíðari milliferðum þessi síðustu ár. Þó hygg eg að Jónas Jónsson alþm. hafi átt einna mestan þátt í framkvæmdum í þá átt, síðan hann kom heim úr vest- urför sinni í fyrrahaust. Það er nýtt að sjá slíkan hlýhug til Vestur-íslendinga í hverju blaði sem nú kemur að heim- an. Það var litið um slíkt fyr á árum, til tjóns fyrir báða málsparta. Og nú hefir þjóð- in heima ákveðið að hafa ár- lega hátíð til minningar um Vestur-fslendinga, og það var engin ómvnd á þessari fyrstu hátíð þeirra. Þátttaka fslendinga í sýn- ingunni í New York hefir hepnast vonum betur, og verð- ur löndum bæði hér og heima til sæmdar. Þaðan höfum við nú fengið góðan gest, herra Thor Thors, sem hefir hrifið mjög hugi manna hér, bæði með framkomu sinni og ræðu- höldum. Því miður hafði hann of takmarkaðan tíma, svo færri fengu að kynnast honum en vildu. Hann kom líka færandi hendi með all- mörg heiðursteikn til landa hér frá islenzka rikinu. Að vísu eru þau af mörgum álitin lítils, virði, og munu það vera leifar af andúð, sem margir höfðu fyrrum af dönsku kross- unum, sem Steingrímur Thor- I stcinsson kvað um að vævu notaðir “sem uppfylling i eyður verðleikanna”, og til að kaupa stjórnarfylgi. Þessi heiðursinerki munu vera gef- in af hlýjum hug sem virðing- arvottur um þarflega starf- seini til heilla og frama gflinla landinu. Þó virðist valið á þessum mönnum vera nokkuð fljót- færnislegt. Að sönnu eru allir mennirnir mikilhæfir inenn hver á sinn hátt, en nysjöfn hefir starfsemi Jieirra verið að íslenzkum málum, og mætti því finna menn, sem alkunn- ugt er að hafa unnið íslenzk- um fræðum meira gagn en sumir þessara manna. Meðal þeirra mætti nefna Dr. Stefán Einarsson háskólakennara í Baltimore, sem er vel þektur fræðimaður og fslandsvinur, þótt hann láti minna á sér bera en margir aðrir. Hann og Dr. Richard Beck hafa manna bezt aukið Jiekkingu hérlendra manna á íslenzku Jijóðinni á síðari árum, þeir hefðu því átt jafnan heiður skilið. Þá er einn landi hér í Canada, sem flesta mun furða á að ekki var talinn verður viðurkenningar. Það er skáldið og rithöfundurinn Jóhann Magnús Bjarnason. Varla verður því um kent að hann sé óþektur heima, því spurt hefi eg að bækur hans eigi þar miklar vinsældir. Hann og Stephan G. Stephans- son hafa manna bezt sýnt hvers virði alþýðumentunin gat orðið og notadrjúg heima á gamla landinu, ineðan engir alþýðuskólar voru þar til. Annars er óþarft að lýsa Magnúsi. Verk hans lýsa honum bezt. En hann er yfir- lætislaus maður, og hefir ætíð verið fátækur, og látið lítið á sér bera. Þessvegna hafa þeir líklega gleymt honum heima. En þeir gleymdu honum ekki Einar Kvaran og Guðm. Finn- bogason, þegar þeir gáfu út rithöfundabók Vestur-íslend- inga, þeir gjörðu fáum betri skil þar en Magnúsi. Mig furðar á að enginn skuli hafa minst á þetta í blöðunum hérna vestan hafs. Það hafa margir minst á það við mig og eru óánægðir yfir því að Magnús var Settur hjá. Því hefi eg vakið máls á þessu að eg nygg að eg lýsi hér skoð- un flestra Vestur-fslendinga. Þó er þessi hlýhugur að heiman allra þakka verður Hann barst annars alt of seint hingað. Hefði slík samúð borist hingað fyrir 20 árum, eða um það leyti sem Þjóð- ræknisfélagið var stofnað, J)á mundi hún nú vera búinn að vinna ómetanlegt gagn fyrir báða flokkana, Guffm. Jónsson, frá Húseij. Þórður Þórðarson lœknir látinn Frá því er skýrt í Minneota Mascot að Þórður Þórðarson læknir hafi látist af hjarta- bilun 2. ágúst. Hann var nafn- kunnur inerkismaður og flytja íslenzku blöðin að sjálfsögðu æfiatriði hans síðar. Þórður var fæddur að Stað í Flrútafirði á fslandi 3. janúar 1805. Voru foreldrar hans þau hjónin Þórður Gunnarsson og Guðrún Grímsdóttir. Þegar hann var átta ára gamall fluttu foreldrar hans til Vest- urheims, en hann varð eftir heima. Þau hjón settust fyrst að í Shawans héraði í Wis- consin og þar dó Gunnar fyrsta árið eftir að hann kom vestur. Ekkjan flutti J)á með börnum sínum til Garðar í Norður Dakota. Þórður dvaldi heima. Var hann studdur til menta, lærði undir skóla og útskrifaðist af latínuskólanum 1887. Sama árið flutti hann vestur til fólks síns í Norður Dakota. Hann hélt stöðugri kynningu við suma skólabræðra sinna, t. d. Guðmund Hannesson lækni, Guðmund Björnsson, landlækni, o. fl. Þórður stundaði rafmagns- fræði um tíma við Cornell há- skólann í New York ríki og var Hirti bróður sínum til að- stoðar Jiegar hann lagði grund- völlinn að hinni miklu og merku verksmiðju sinni, þar sem hann (Hjörtur) sýndi yfirburða þekkingu í raffræð- inni. Eftir nokkurn tíma fór hann að stunda nám í læknis- fræði, útskrifaðist í Chicago frá Illinois háskólanuin árið 189(>, tók ríkispróf 1897, sett- ist að sem læknir í bænum Minneota í Minnesota og stundaði þar lækningar alla æfi. Þórður læknir var einstak- lega vel gefinn maður, dulur og seintekinn, en vinfastur og trúr. Hann var sannkallaður mentamaður, lét sér ekki nægja það, sem hann hafði lært í skóla, heldur auðgaði anda sinn ineð stöðugum lestri og náinni eftirtekt. Hann var meðstofnandi og meðrit- stjórf séra B. B. Jónssonar að blaðinu Vínland; var það mán- aðarblað, sem kom út í Minne- ota frá 1902 til 1908; eina ís- lenzka fréttablaðið í Banda- ríkjunum. Viriland var tví- mælalaust eitt meðal allra merkustu og vönduðustu rita, sem Vestur-íslendingar hafa átt. Þórður læknir kvæntist 6. febrúar 1901 Sigurbjörgu Sig- urbjörnsdóttur Ásbjörnssonar frá Selkirk og eignuðust þau þrjú börn: Vilhjálm, er and- aðist 8. janúar 1937, Maríu Aðalbjörgu í bænum Gary i Indiana og Sigurbjörgu, sem dó 12. ágúst 1905. Konu sina misti Þórðarson 10. júlí 1905. Meðan stríðið mikla stóð yfir gekk Þórðarson í Banda- ríkjaherinn og var þar her- læknir. Systkini hans eru öll dáin nema Hjörtur C. Þórðar- son raffræðingur og stórat- hafnamaður í Chicago. Systir þeirra, Ingibjörg Hanson, dó fyrir rúmum mánuði í Wim- mett i Montana. Þórður læknir var jarðsett- ur 8. ágúst; þeirri athöfn stjórnaði séra Guttormur Guttormssón, en biblíukafla og bæn las séra Steingrímur Þorláksson, sem var fyrsti prestur íslenzkur í Minneota. Líkmenn voru þessir: Otto Anderson, G. B. Björnsson, C. B. Erickson, W. B. Gísla- son, B. Jones og Victor Josephson. Yngri söngflokkur safnað- arins söng þrjú lög: “Lead Kindly Light,” “Our God, Our Help in Ages Past” og “Abide With Me.” Hafði Þórður læknir tekið á móti öllum, sem í þessum söngflokki eru, þegar þeir fæddust. Þegar kistan var borin út úr kirkj- unni sungu eldri menn og konur íslenzka sálminn: “Alt eins og blómstrið eina.” Við gröfina var sungið: “Ó, l'öður er vor fósturjörð.” . —Þetta er að mestu leyti lauslega þýtt úr blaðinu Minneota Mascot. Þar birtist einnig löng ritstjórnargrein um hinn látna eftir hinn al- kunna ritsnilling Gunnar Björnsson, en þeir höfðu verið nánir vinir um fjörutiu ára skeið. S. J. J. Augusta Langaard, í Toren- sen, í Noregi sofnaði árið 1862 og svaf í 20 ár. Þegar hún vaknaði, fanst henni hún að- eins hafa sofið sinn venjulega átta tíma svefn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.