Lögberg - 28.09.1939, Page 3

Lögberg - 28.09.1939, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1939 3 Klettafjöll og Kyrrahaf Efti-r Sig. Júl. Jóhannesson (Framh.) Eg var nýlega að lesa Lög- berg; þar rakst eg á fallegar visur eftir séra Kolbein Sæ- mundsson. Síðari vísan er þannig: “Heillar landið huga^ minn helgri fegurð vafið: gott er að ala aldur sinn út’ við Kyrrahafið.” Þetta mun vera rétt og sönn hugsun íslendinga yfirleitt þar á Ströndinni; tel eg víst að hver einasti Landi læri þetta mjúka erindi, þar sem svo vel og blátt áfram er sagt frá. Eg mætti séra Kolbeini í Seattle; er hann einkar viðfeldinn maður og vinsæll mjög. Eg held að hann þjóni enskum söfnuði. Á hátíðinni í Seattle kom til mín kona og heilsaði mér kunnuglega. Eg kannaðist ekkert við hana: “Þú manst víst ekki eftir henni Laugu litlu á Ásláksstöðum?” sagði hún. Þá rifjaðist það upp fyrir mér hver hún var. Þeg- ar eg var sjómaður á Vatns- leysuströndinni fyrir meira en fjörutíu árum var eg á vegum Lárusar Pálssonar hómópata. Við sjómennirnir héldum til í steinhúsi, sem kallað var Freysteinshúsið. Faðir þeirra Fraysers systkina hafði flutt hingað vestur, en bygt þetta myndarlega steinhús skömmu áður. Kona nokkur átti heima hjá Lárusi, sem Guðrún hét Þóroddardóttir; hún þjónaði sjómönnunum, ein^ og 'það var kallað. Ásmundur Björns- son frá Svarfhóli, sem var einn af sjómönnunum, orti þessa vísu um hana. “Alt er tárhreint allsstaðar, engin lús á gestum, þvi hún Gunna Þóroddar þjónar okkur flestum.” Þessi kona átti unga dótt- ur laglega og skemtilega, sem altaf var kölluð litla Lauga; og það var hún, sem eg mætti þarna í Seattle eftir öll þessi ár. Hún er nú stór og gervi- leg kona, en þegar eg fór að tala við hana, heyrði eg það eða fann, að það virkilega var hún litla Lauga. Héðan frá Winnipeg flutti nýlega vestur að hafi kona, sem Guðbjörg heitir Gíslason; hún var ekkja og á hér son, sem Þorsteinn heitir. Þegar hún hafði verið um tima þar vestra giftist hún manni, sem Kárason heitir; þau eiga lag- legt heimili i Seattle. Við þektum Guðbjörgu vel þegar hún var hér, mættum henni á hátíðinni og bauð hún okkur heim til sín. Okkur þótti vænt um að sjá hversu vel henni leið, því hún átti hér stundum við erfið kjör að búa. Sérstaklega hafði það lamað hana andlega og líkamlega þegar drengurinn hennar varð að fara í stríðið 1916. Hún lifði samt þá ánægjustund að heimta hann aftur heilan heilsu. Einni konu mættum við þarna, sem eg man ekki eftir að hafa kynst áður; en eg þekti fólk hennar á fslandi. Hún er ekkja og hefir með hinum mesta dugnaði komið börnum sínum til manns. Þessi kona heitir Helga og er systir Styrkárs Vésteins Helga- sonar ættfræðings. Hún spurði um ýmsa og ýmislegt hér eystra; gat eg frætt hana um sumt, en sumt ekki. Einn daginn vorum við í heimboði hjá Jóhanni Straum- fjörð og konu hans. Hann er sonur Jóns Straumfjörðs frá Lundar, sem þá var að flytja vestur á Strönd og hefir nú sezt að í Vancouver. Kona Jóhanns heitir María og er alsystir Einars Páls Jónsson- ar ritstjóra Lögbergs; eru þau myndarhjón og hafa á sér al- menningsorð fyrir góðvild og mannkosti. Þau eiga ágætt heimili og vel gefin börn. Var okkur fagnað þar með hinni mestu vinsemd ásamt öllum þeim sem voru í fslendinga- dagsnefndinni. Allar sýslur fslands eiga ítök á Ströndinni en eg held að þar séu þó fleiri úr Borg- arfirði en frá nokkru öðru héraði. Einn atkvæðamann- anna þaðan er Kolbeinn Þórð- arson prentsmiðju eigandi. Hann er sonur Sigurgeirs og önnu, sem fluttu hingað vest- ur frá Laxfossi í Stafholts- tungum og bjuggu lengi i Argylebygðinni. Kona Kol- beins er Anna systir Ingu Johnson, forstöðukonu Betel og þeirra systra; hefir hann rekið prentiðn á eigin reikn- ing um langt skeið í Seattle. Við vorum í heimboði hjá þeim hjónum og var þar ágæt- lega tekið; þau eiga prýðilegt heimili; börnin eru uppkomin og vel að manni, einn sonur þeirra hjóna er læknir og komum ýið heim til hans; hann er kvæntur hérlendri konu og eiga þau eitt barn. Læknirinn gegnir opinberri stöðu fyrir stjórnina í Wash- ington ríki. Kolbeinn hafði hvað eftir annað beðið mig að koma vestur á íslendinga dag í Seattle þegar hann var skrif- ari nefndarinnar. Eg bjóst við að hann mundi nota tæki- færið til þess að hella yfir mig fullum mæli reiði sinnar fyrir það, að eg hafði lofað honum að koma, en svikist um það. En hann hefir sjálf- sagt lært það að maður eigi að launa ilt með góðu eða það sýndu viðtökur hans þegar til kom. Fjórum gömlum bindindis- berserkjum mætti eg vestur frá, auk þeirra, sem eg hefi þegar talið; það voru þau: Jónatan Steinherg, ólafur Bjarnason, Jennie Johnson (Lambourne) og Fanney John- son (Jacobs). Voru þetta alt fornir kunning jar, sem skemti- legt var að mæta. Alt þetta fólk vildi fræðast um Good- templarastörfin hér i Winni- peg. Flest mintist það þess hversu skemtilegt það hefði verið að hitta Gunnlaug Jó- hannsson þegar hann var þar á ferðinni árið áður. Alt er þetta fólk enn trútt bindindis- málinu, þótt það hafi ekki tækifæri til þess að bindast sérstökum félagsböndum í því skyni sökum strjálbygðar og fjarlægða. Sveinn Björnsson bróðir Dr. ólafs Björnssonar bauð mér heim til sín; hafði eg lofað honum að reyna að koma eins og mörgum fleirum, en tíminn var floginn áður en eg kæmi því í framkvæmd. Þótti mér sérlega mikið fyrir því. Sveinn er svo skemtilegur maður og fróður að bæði er gagn og gaman að viðræðum við hann. Einn daginn vorum við i heimboði hjá þeim Ragnheiði Goodman og Tovey Jacobson. Ragnheiður er dóttir Einars Zoega í Reykjavík; er hún gift manni, sem Goodman heitir, og líður vel. Tovey er dóttur-dóttir Einars Zoega og Egils kaupmanns Jacobssonar i Reykjavík, fyrir skömmu komin vestur; vinnur hún við myndasmiði, en Guðrún dóttir Ragnheiðar stundar fasteigna- sölu og sýnir þar mikinn dugnað; er hún eina islenzka konan, sem eg veit til að þá atvinnu stundi. Á hátíðinni í Seattle mætt- um við konu séra K. K. ólafs- sonar og bróður hennar pró- fessor Björnson frá Chicago. Hann er mikilsmetinn fræði- maður prúður maður og lát- laus í framkomu. Mrs. ólafs- son bauð okkur heim til sín, en okkur entist ekki tími til þess. Einn af nefndarmönnum há- tíðarinnar fanst mér eg þekkja vel, þótt eg hefði aldrei séð hann áður; eg hafði skrifast á við hann, því hann var ritari nefndarinnar; hann heitir Lincoln Johannson, ungur maður og efnilegur, háment- aður og hefir víða ferðast; hann er bróðursonur ólafs Jóhannssonar, sem um eitt skeið var verzlunar- og kaup- sýslumaður i Elfros, Sask. Dóttir Mrs. Thomson, kon- unnar, sem við dvöldum hjá, heitir Dorothy, sérlega vel gefin kona og hin fríðasta sýnum. Hún var flugkona áður en hún giftist, í þjónustu stjórnarinnar, og þótti einkar fær i þeirri list. Hún er nú gift manni, sem heiltir Otto H. Mittelstadt og er líkskoð- unarmaður i umdæmi sínu. Menn eru kosnir í þá stöðu í Bandaríkjunum. Hann flutti stutta tölu á hátiðinni og mæltist vel. Hann átti aug- lýsingu i skemtiskránni, sem þannig endaði: “Mér er metn- aður i félagslegum viðskiftum við íslendinga.” Ein Winnipeg konan, sem við mættum vestur frá, var ekkja Péturs Pálmasonar; hún flutti vestur að hafi fyr- ir mörgum árum; er hún nú gift aftur manni, sem he\tir Davidson, bróðir Gunnlaugs Davidsons að Baldur. Hún var kát og virtist liða vel. Emily dóttir hennar, sem lengi var kennari, hefir lært mann- félagsfræði og skipar ábyrgð- armikla stöðu hjá Washing- ton stjórninni; hún á heima í Bellingham. Emily er fram- úrskarandi dugleg kona. Eg átti von á að hitta einn fornkunningja minn á Strönd- inni, en það fyrirfórst. Það var Þorsteinn skáld M. Borg- fjörð; man eg glögt eftir því hversu fjörug og skemtileg kvæði hann oft orti í gamla daga; var það á duggarabands árum “Hagyrðingafélagsins.” Nú var Þorsteinn lasinn og — GOTT HANDA BÖRNUNUM 5 STÓR GLÖS 8c gat ekki sótt hátíðahöldin, en hann sendi ljómandi fallegt kvæði. Fólk kom víða að á þessar hátíðir, bæði í Blaine og Seattle. Meðal þeirra, sem á báða staðina komu voru þau Lúvík Laxdal og kona hans, ásamt ekkju Árna Friðriks- sonar; en þær eru systur. Þau Laxdals-hjónin eiga heima í Portland, Oregon. Lúðvík átti fyrrum heima í Winnipeg; síðar var hann alllengi að Leslie í Saskatchewan s^m bóndi og svo timburkaupmað- ur í Kandahar. Eru þau hjón frábærlega vel látin, og vin- mörg hvar sem þau fara. Ekkja Árna Friðrikssonar er orðin aldurhnigin, en glöð og kát og hraust að sjá. Veit eg að mörgum hér eystra þykir vænt um að frétta, að henni líði vel, þvi margir muna Árna Friðriksson' með hlýjum huga fyrir vinsamleg og óhlutdræg viðskifti frá gömlum dögum. Á heimilinu hjá Mrs. Thom- son er ung stúlka, efnileg, sem Hallgrímson heitir; er hún hálfsystir Ben. Hallgrímsson- ar, sem eg hefi getið um. Móð- ir hennar var dóttir Hinriks Eirikssonar að Point Roberts og konu hans. Þar á heimilinu er einnig gömul kona íslenzk einkennileg og ólik öðru fólki; hún heitir Anna —- alt af (Framh. á bls. 8) ^tiöimsö DR. B. H. OLSON Phonea: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. A. V. JOHNSON Dentist • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- v sjúkdöma. ViCtalsttmi 10—12 fyrir híldegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofusimi 80 887 Heimilissími 48 551 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrceOingur 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. Fasteignasaiar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC af öllu tægi. PHONE 26 821 Idr. b. j. brandson í 216-220 Medical Artó Bldg. J Cor. Graham og Kennedy Sts. | Phone 21 834—Office ttmar 3-4.30 • j Heimili: 214 WAVERLEY ST. 1 Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfræCingur t eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 216-220. Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViOtalsttmi — 11 tll 1 og 2 til 5 Skrifstofustmi 22 251 Heimilisstmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 806 BROADWAY Talsimi 30 877 ViCtalsttmi 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. I íslenzkur lögfræöingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur ltkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaOur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina. Skrifstofu talstmi 86 607 Heimllis talsfmi 501 562 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • pœgilegur og rólegur bústaSur i miðbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; meö baöklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar málttöir 40c—60c Free Parking for Ouests

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.