Lögberg - 28.09.1939, Page 4

Lögberg - 28.09.1939, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1939 I------------XögfeErg----------------------- GefiB út hvern fimtudag af THE COLiUMBIA PRESS, IJMITEI) 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjúrans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Ræða flutt í Ottawa-þinginu um átríðsmálin 9. september, 1939 Eftir Joseph T. Thorson, K.C., M.P. Þess má geta til skýringar, að Thorson hafði flutt frumvarp á þinginu þess efnis að Canada lýsti því yfir i eitt skifti fyrir öll, að það væri fullvalda ríki og réði því algerlega hvort það færi í stríð eða ekki, þó Bretar ættu í stríði í Evrópu. Þetta mætti mótspyrnu hjá þeim. sem svo eru afturhaldssamiT að þeir telja það sjálfsagða skyldu canadisku þjóðarinnar að fara með Bretum í öll stríð, hvernig sem þau séu vaxin og hvernig sem á þeim standi. Með því að Canada hefir nú lýst því yfir að það taki þátt í þessu stríði,- ekki sökum þess sérstaklega, að Bretar séu i því heldur sem sjálfstæð þjóð, er alvarlega iáti sig skifta stórmál, sem öllum þjóðum er viðkomandi, hefir þingið viðurkent stefnu Thorsons, og er það stórsigur fyrir hann. —Þýðnndinrt. ♦ * ♦ Eg tel það skyldu mína að taka þátt í þessum umræð- um sökum sérstakra skoðana, sem eg hefi haldið fram og látið í ljós við ýms tækifæri, hæði hér í þingsalnum og á almennum mannfundum, til þess að ekki geti verið skiftar skoðanir um það hvoru megin fylkingar eg sé í þessu þýð- ingarmikla máli. Eg álít það ekki miklu máli skifta hver skoðun mín sé persónulega, en eg þykist þess sannfærður að eg tali fyrir munn fjölda manna og kvenna í Canada í þessu máli, og að skoðun þeirra megi ef til vill birtast í þeirri ræðu, sem eg hugsa mér að flytja. Frá mínu sjónarmiði getur það ekki verið nokkrum efa bundið að Canada beri að taka þátt í þessu stríði og veita aðstoð hinum miklu lýðræðisríkum, Bretlandi og Frakklandi, á þann hátt sem liðveizla vor má bezt að haldi koina og á þann fullkomnasta hátt, sem oss er mögulegt. Allir canadiskir borgarar verða að horfast í augu við þesia skyldu með heilum hug og fullkominni einbeitni. Sú skoðun hefir verið allsterk í Canada að vér ættum ekki að taka þátt í nokkru erlendu stríði og að vér ættum að halda oss lausum við allar skuldbindingar, sem útlend mál snerta og til þess gætu orðið að bendla oss við slik stríð, hvort sem þær skuldbindingar væru beinar eða ó- beinar. Þeir, sem þessum skoðunum hafa haldið fram, hafa í einlægni látið sér ant um velferð Canada; í þeirra augum voru öll önnur mál minna virði en velferð Canada; hún var þeim fyrir öllu. Eg hefi verið einn þeirra, sem þessari skoðun fylgja og hefi ekki hikað né hlífst við því að halda henni fram þegar mér þótti þörf og ástæða til; eg hefi gert það bæði innan þessa hússi og utan með öllum þeim krafti, sem eg átti yfir að ráða. Eg taldi þetta skyldu mína sem canadiskur borgari, með fullkominni og óskiftri hollustu til lands míns og þjóðar minnar. Eg óska þess af öllu hjarta að mögulegt væri að vernda canadisku þjóðina frá þessu stríði; því eg veit hvað stríð er; eg hefi eigin reynslu fyrir mér í því, og mér stendur ótti af afleiðingum þess. En eg er orðinn sannfærður um það að ekki er mögulegt að forða Canada frá þessu striði. I mínum augum er sá tími þegar kominn að jafnvel þeir sem sterkastir hafa verið talsmenn einangrunarinnar fyrir Canada, hljóta að falla frá þeirri skoðun að mögulegt sé að halda Canada frá þessu striði; því hér eT um það lífsspurs- mál að ræða, sem Canada getur ekki látið afskiftalaust. Hinir æstustu samveldissinnar og sterkustu. aðskilnað- armenn ættu að taka höndum saman í hinni ægilegu bar- áttu sem nú vofir yfir. Það hefir ekki verið fyrirhafnar- laust fyrir mig að komast að þessari niðurstöðu, sökum þess að eg hel'i haldið fram þeirri stefnu, að Canada ætti í lengstu lög að forðast þátttöku í stríðum. Eg hefi komist að þessari niðurstöðu eftir langa og itarlega yfirvegun. Skyldan stjórnar hugsun og athöfn þeirra manna, sem bera ábyrgð gerða sinna, með járnsterkum höndum. Og þeir menn, sem ábyrgð sína skilja mega ekki vikja af vegum skyld- unnar. Það er mín skylda að lýsa yfir hér i þinginu þeirri niðurstöðu, sem eg hefi komist að, alveg eins og eg hefi áður lýst yfir skoðunum minum með öllu því hugrekki, sem eg hefi yfir að ráða. Á siðasta 'þingi bar eg upp frumvarp viðvíkjandi af- stöðu Canada á stríðstimum. Það frumvarp hefir verið misskilið af sumum. Það er ómögulegt að þeir hafi getað misskilið mig, sem lesið hafa ræðuna, er eg flutti við það tækifæri. Frumvarpið fór fram á það að Canada lýsti yfir heimild sinni til þess að á- kveða sjálft hvort það tæki þátt í stríði eða ekki. Eg hélt því fram að ekki einungis væri það réttur, heldur einnig væri það skylda canadisku þjóðarinnar að ákveða þetta sjálf hvenær sem sá tími kæmi að það væri nauðsyn- legt, og að vér mættum ekki láta það viðgangast að þetta aðalatriði sjálfstjórnarinnar sé ákveðið af stjórn. sem ekki er vor eigin stjórn; stjórn. sem enga ábyrgð hefir gagnvart oss og sem vér berum enga ábyrgð gegn. Getur nokkur sannur Canadamaður, sem á sjálfstjórn trúir og heldur því fram að vér séum frjáls þjóð, mótmælt því að sá réttur eigi sér stað eða undið sér undan þeirri skyldu? Eg stend við alt það, sem eg staðhæfði við það tækifæri og það gleður mig- að stjórn landsins hefir aðhylst og samþykt grund- vallaratriðin í frumvarpinu, sem eg er stoltur af að hafa borið fram; að stjórnin hefir aðhylst þau Qinmitt nú í því vandamáli, sem canadiska þjóðin horfiSt i augu við. Háttvirtir þingmenn hljóta að minnast þess að i ræðunni, sem eg flutti frumvarpinu til stuðnings dró eg greinilega linu milli þess að hafa rétt til að vera hlutlaus og hins að ákveða hlutleysi. Eg tók það skýrt fram að Canada yrði sjálft að ákveða stefnu sina í því efni i hvert skifti fyrir sig þegar þörf gerðist á slíku ákvæði. Eg hefi svo mikla trú á canadisku þjóðinni að eg treysti henni til þess að bregð- ast ekki skyldu sinni eins og hún lítur á hana. f sömu ræðunni leitaðist eg við að skýra nokkur megin- atriði; eg lét þá skoðun í ljós að þyngsta ábyrgðaratriði hvers einasta leiðtoga landsins væri það að vernda þjóð sína frá hinum eyðileggjandi áhrif- um stríðs eins lengi og það væri mögulegt, og að verdun friðarins væri heilög skylda hans, nema þvi aðeins að eitt- hvað það sem ennþá væri meira virði en sjálfur friður- inn, ætti sér stað. Samkvæmt minni skoðun er nú svo komið, að þetta hefir skeð, og er það óhjákvæmi- legt fyrir oss að taka því sem trúir canadiskir borgarar. Og eg er þess sannfærður að vér gerum það með óskeikulu hugrekki. (Framh.) Klauátrið á Sínaí G. E. Eyford þýddi (Framh.) Eftir hálftima gang upp eftir þessum bröttu og ójöfnu tröppum, fór eg að finna til að það er býsna erfitt og þreytandi ferðalag. Á hlett- um eru tröppurnar eins bratt- ar eins og brattur stigi, sem reistur er upp við húshlið, og svo eru þær ójafnar, að varla nokkursstaðar eru tvær jafn- ar að hæð og dýpt. Þrátt fyrir það, þó þessi ungi munkur, sem var leið- sögumaður minn, væri þveng- rnjór og andlitið litlaust eins og eltiskinn, var hann þó eins úthaldsgóður og frár sem fjallageit. Mér mundi alls ekki þykja ótrúlegt að hann gæti hlaupið í einum spretti frá klaustrinu upp á Jabel Musa og ofan aftur, án þess að mæðast. Eg sá það, að hann var vanur að hreyfa sig, svo eg bað hann að segja mér hvern- ig hann eyddi dögunum í klaustrinu. Hann sagðist eyða flestum dögunum eitthvað líkt og deginum i gær, sem mér væri kunnugt um. “Eg fer á fætur kl. hálf fjögur, og er i kirkjunni tli klukkan hálf sjö, en í gær mátti eg engan morg- unmat éta. því það var föstu- dagur; frá kl. átta til kl. eitt var eg að sýna þér klaustrið. Þegar eg skildi við þig kl. eitt, fékk eg lítilsháttar að eta — svartar baunir, hrauð og olíu — því næst sofnaði eg í hálf- tíma. Kl. 2 fór eg svo með þér, og við vorum til kl. fimm að skoða fjallið og umhverfið. Þegar eg kom heim fékk eg einn disk af garðávaxta súpu, og svo fór eg að sofa, þar til kl. þrjú og hálf í morgun, að eg för á fætur og var i kirkj- unni til kl. sjö og hálf, eins og aðra daga.” Þessu líkt er munkalífið á Sínaí. Þeir lifa algjörlega á jurtafæðu, og það af mjög skornum skainti. Skyldu- störfin eru að mestu fólgin í löngum bænagjörðum og guðs- þjónustum í kirkjunni. Auk hinna innvígðu munka eru sérstakir munkar (leikhræð- ur) sem matreiða og haka brauð og því um líkt, en öll hreingerning, þvottur og ann- að sem gera þarf af heimilis- störfum, er unnið sameigin- lega af leikbræðrum og Bedú- inunum. Meðan við vorum að hvíla okkur og tala saman, tók Arabinn út úr barmi sér eitt- hvað, sem liktist að hafa verið hriar reykjarpípa. Hún var margbrotin og hundin saman með mjóum vírspottum; hann fylti pipuna með einhverju grænu rusli úr niðurmuldum mosa, sem Sínaí Bedúinar reykja í staðinn fyrir tóbak; því næst tók hann upp hjá sér ofurlítinn mola af tinnu og svolítið snypsi af mjúkri tusku og hélt tuskunni fast við tinnuna; þvi næst tók hann úr vasa sinum ofurlitinn bút af járni og sló skáhalt með því á tinnuna og blés um leið á tuskuna, sem byrjaði strax að sviðna. Þannig kveikti hann í pípunni sinni, og honum gekk það eins vel og var eins fljótur að þvi eins og hann hefði haft nýtízku oliukveikjara. “Hvernig mundi þér líka að reykja vindlinga,” spurði eg. Hann svaraði engu, bara glenti upp skjáinn og fleygði ruslinu úr pípunni sinni undir eins. Eg rétti honum tvo vindlinga, sem hann tróð undir eins i pípuna sína, kveikti síðan i með tinnu-eldfærunum sínum og reykti með mestu ánægju. Eftir að hafa hvílt okkur um stund héldum við áfram upp eftir fjallinu, þar til að við komum að gljúfri, þar sem stiginn eða tröppurnar lágu upp eftir sprungu í fjall- inu. f þessu gljúfri er litil stein-kapella helguð Maríu mey, og er hún lokuð nema vissa daga ársins. “Þessi sögn gengur um tilorðning þessarar kapellu,” sagði munkurinn: “Það var fyrir æfalöngu síð- an, að vistalestin frá Egypta- landi kom ekki eins og til var ætlast, og hjargarskortur varð í klaustrinu, og ekki annað sjáanlegt en að allir munk- arnir yrðu hungurmorða. Ofan á það bættist sú plága, að með öllu varð ólifandi í klaustrinu fyrir flóm, svo munkarnir urðu að yfirgefa það, og reyna að leita sér einhverstaðar hælis. f öngum sínum afréðu þeir að fara pílagrímsferð upp á fjallið helga. Þegar þeir voru komnir á þennan stað, sem við erum á, sáu þeir konu, sem sat í gljúfrinu, með barn í kjöltu sér. Hún ávarpaði þá, og sagði: ‘Snúið aftur til klaustursins; ykkur er borgið.’ Undrandi og skelkaðir sneru þeir aftur, en er þeir komu að klausturmúrnum sjá þeir að þar stendur klyfjaður úlfaldi með vistir handa þeim, og er þeir komu inn í klaustríð, voru allar flær horfnar.” Þar sem tröppurnar liggja upp úr gjánni, liggja þær undir steinbogá. Það var einmitt á þeim stað, sem St. Stephanos sat í lifanda lifi og prófaði pilagrímana, til að vera viss um að þeir væru andlega hæfir til að stíga fæti sínum upp á hið heilaga fjall, ef þeir reyndust hæfir til þess, var þeim vísað að öðru hliði, þar sem beið þeirra annar munkur, til að heyra synda- játningu þeirra ög veita þeim aflausn. Þegar upp úr þessu gljúfri kom, var dálítill pallur eða sléttur blettur, eini slétti blett- urinn á allri leiðinni upp á Sínai-fallið. Á þessum hletti standa nokkuð mörg cyprus tré í þéttri hvirfing, eins og varðmannahópur. Það er sagt, að þessi tré séu< 500 ára gömul, og myndirnar af þeim í bók Labordés, sem gefin var út 1838, sýna að þau hafa litið alveg eins út fyrir heilli öld, eins og þau lita út þann dag í dag. Frá þessum stalli er leiðin mun brattari, en pkki að því skapi erfiðari, því þegar svo hátt er komið, er loftið svo svalt og hressandi, að maður geti teigað það eins og ískalt vin. Eftir hálftíma klifur frá cyprus trjánum, stóðum við á hátindi Jabel Musa. Ef vera skyldi stórkostlegra útsýni frá nokkrum stað í heiminum en af hátindi Sínai, þá hefi eg ekki séð það, og hefi eg víða ferðast, og upþ á mörg há fjöll komið. Það var ekki ský á lofti, og. eg sá yfir fleiri hundruð milna svæði, hina endalausu auðn, sem skiftist á strýtumynduðum móbergs-fjöllutn og geysileg- um sandauðnum, eins langt og augað eygði. Eg sá, eins og væri á lituðu landabréfi, þar sem fjallsaxlirnar höfðu klofnað í sundur, gegnuni skurð af hinum fornu jarð- lögum og jarðmyndun, eins og hvitar straumrákir, sem vöfð- ust innan um bergið, og sýndu hin ýmsu jarðmyndunar tíma- bil. Á þessu feikna svæði dauða og allsleysis bar mér þó fyrir augu örn, sem eg sá fljúga frá einum fjallstindi til annars. (Framh.)

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.