Lögberg - 28.09.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.09.1939, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1939 fi ^!1||lll!l!!!lllllllllll!!!!!!li;illl!llllllll!!llllllllllllllllllllill!lllllll!ll!llll!illlllllllllll!!!!lll!lll!lllllll!!llllllllllllll!l!!ll!!ll!llllllllllllllllllll!l!llllllllllllll]i | Leyndarmálið í turninum Eftir ANTHONY HOPE Qlll>l!l!!!l!!llllllll!!l!lllll!ll!llllllllllll!l!llli!ll!llllllllllllllllllllllllll!lll!lllll!llllllllll||||||||||||||!l!lll!lllll|||ll!lllllil!l||!l!!!lllllllllll!lllll|||illl!!l Þessa einföldu speki sína kvakaði Cynthia í eyru Dr. Mary og tilfærði skoðanir Alecs sem sönnun þess, að hún gæti einnig átt við um Beaumaroy. En fyrir Mary var þessi hugmynd Cynthiu sem heimska ein; í starfi sínu hafði hún að minsta kosti komið auga á hið fjölþætta eðli mannlegrar náttúru, og að þar var ekki um neina fasta skifting að ræða; hún gat ekki beygt sig rannsóknarlaust fyrir skoðunum nokkurs manns, jafnvel ekki Alecs, hversu mjög sem hún dáðist að honum. í eðli hennar var enda allsterk hvöt til andstöðu; jafnvel mörgu því sem í hennar eigin huga gat virzt satt og gott, fanst henni sjálfsagt að mótmæla, væri því af öðrum haldið að henni sem óskeikulli vissu; einnig það, að Cynthia þótt- ist vera boðberi um skoðanir Alecs kafteins, vakti ef til vill hjá Mary nokkra gremju; það var ekki afbrýðissemi, heldur miklu fremur góðlátleg andúð gegn bæði goðinu og dýrkanda þess. Dýrk- andinn getur stundum með athöfnum sínum látið þann tilbeiðsluverða líta spaugilega út í annara huga. Hennar eigin samræða við Beaumaroy í Turn- húsinu hafði vakið í huga hennar óvissu, tor- tryggni — og aðdáun. Hún fékk óljósa hugmynd um að hann myndi vilja nota starf hennar til stuðnings eigin ásetningi; þrátt fyrir hina hrein- skilnislegu skýring hans var hún nærri því viss um að hann hefði sagt ósatt að því er við kom hnifapars-samstæðunni. Þó virtist frásögn hans um afstöðu sína gagnvart Mr. Saffron sérstaklega blátt áfram og sennileg, einkum af því að hann reyndi ekkert atS færa sér hana til hróss. Henni hafði verið í sjálfsvald sett að koma auga á af- stöðu sómatilfinningar hans gagnvart gamla manninum; sjálfur hefði hann fremur litið á eigin öryggi eða, ef til vildi, það hvað heimurinn myndi halda Um hann, eða jafnvel það, hverjar sannanir hinir ógeðfeldu ættingjar Mr. Saffrons myijdu reyna að bera fram. En í þessum efnum fann hún aftur til tortryggni. bæði gagnvart honum og eigin dómgreind sinni. Hann gat verið — virtist henni — einn þeirra manna, sem dyldi hið góða jafnt og hið lakara, er með þeim byggi, einn hinna ráðvöndu og óframfærnu manna. Eða á hinn bóginn, eí» til vildi, einn hinna siðferðislega þreklausu manna, sem skirtust við að tileinka sér háar hugsjónir, ^f ótta fyrir því, að siðferðis- þrek þeirra stæðist ekki eldraunina ef á reyndi, og héldi fast við það skálkaskjól, að geta seinna meir sagt. “Nú, jæja, eg sagði yður, að ekki mætti til of mikils af mér ætlast!” Slíkir menn væri til, og þeir samlöguðust ekki auðveldlega hinuin tveim flokkum Cynthiu; þeir væri hvorki líkir Cranster eða Alec, — vissulega ekki í hugs- unarhætti, og að líkindum ekki heldur að því er frmaferði þeirra áhrærði. Beaumaroy hafði, þegar þau fyrst hittust að Fornasetri, sagt að stríðið hefði eyðilagt hjá sér alla samvizkukend. Ef tii vildi var það sannleikur; en slíkt væri naumast orðalag manns, sem tilfinningalaus væri eða hik- andi að náttúrufari. Hún hitti hann dag einn að Fornasetri, eitt- hvað viku eftir jól. Kafteinninn var þá ekki þar heima, heldur í hennar eigin húsi, hjá Cynthiu. Gagnvart hinu fólkinu lá hið bezta á Beaumaroy; hann hafði gnægð virðulegra spaugsyrða við Mrs. Naylor, og Katrínu við Gertie; skiftist á nöprum glettnisorðum við Mr. Naylor, en var alúðlegur og hæglátur gagnvart henni sjálfri. Vissulega að- laðandi mannleg vera, unaðslegur samkvæmisfé- lagi og um fram alt blátt áfram og eðlilegur í framkomu sinni. “Maður talar um að gera sér grein fyrir fólki eins og það er og gerist,” sagði Naylor gamli við harih, þar sem þau sátu nokkrar mínútur tvö ein við eldstæðið, en hitt fólkið ræddi saman fram við gluggann. “Þessi maður kemur til dyra eins og hann er klæddur! Ekki eins og nein fyrir- mynd, né sem ráðþrota maður eða skiljanleg vera, heldur aðeins sem sjálfsagður hlutur — sál- fræðileg staðreynd.” “Slík staðreynd er fremur hindrun gegn því að maður neyti eigin orku, er það eklji? Eða, eg á við—” “Baráttu eða framsókn?” sagði Mr. Naylor brosandi. “Jú, víst er það svo. En á hinn bóg- inn veitir það manni óhindraðri útsjón. Og ein- mitt það gerir mann þenna svo eftirtektarverðan, og lætur mann ekki gleyma orðum hans og at- höfnum.” Naylor brosti nú aftur og bætti við: “En eg þori að segja, er viss um það, að kringum- stæðurnar hafa einnig sín áhrif — við erum öll svoddan börn, — þarna er Saffron gamli, sagan um Duggle kaftein og kölska, og hitt alt! Heil- anum er ekki ofþyngt hér niðri; og við krefjumst j'rekari sannana.” “Þér meinið víst að þetta sé í raun og veru hugarburður einn?” '“Þetta hvað?” spurði Naylor gamli hvat- skevtlega. En Mary lét ekki veiðast. “Staða mín sem læknis lokar vörum mínum,” svaraði hún bros- andi. “En hefir sonur yðar ekkert sagt?” “Aðdáanlega kona! — Jú, Alec hefir sagt •ýmislegt; og unga stúlkan segir okkur margt líka. En hvað mig snertir, þá held eg að Beaumaroy fylgist bara með viðburðunum. Hann tekur við þeim gjöfum, sem auðnan kann að færa honum, en eg held ekki að hann leggi nein sérstök drög fyrir slíkt. ó, nú brosið þér vísdómslega að þessu, Dr. Mary! Eg ákæri yður fyrir leynilega vitneskju um þetta. Eða eruð þér hróðug yfir því að hafa tekið við af Dr. Irechester?” “Mér hefir aldrei liðið ver og — eða verið í meiri vanda stödd en út af því.” “Jæja, eg verð að játa, að í mínum augum var það alt undarlegt. Það eins og kemur heima við hugmyndir Alecs.” Varfærnin hjá Mary gaf nú ögn eftir, er hún sagði: “Og við hugmynd Mr. Beaumaroys líka? Sem bendir á, finst mér, að eg sé aulabárður.” “Og að Irechester sé það ekki?” sagði Naylor gainli, deplaði augunum með vingjarnlegum kýmnissvip og mælti enn fremur: “Þegar hann ininnist á hvað þessi eða hinn hugsi um sig og aðra, þá finst honum hann sjálfur vera eins konar útlendingur.” Tillit Marys varð skyndilega hvatvíslegt, og hún sagði: “Hann hefir aldrei talað við mig um það efni.” “Ef til vill skaðar slíkt yður ekki viðkomandi. Mentun yðar hefir kannske ekki fjallað um þetta? Þegar öllu er á botninn hvolft, þá getur læknis- fræða-nemi ekki lagt stund á allar greinar þeirra hluta.” “Verið þér nú ekki ósanhgjarn, Mr. Naylor!” svaraði Dr. Mary. “Irechester segir mér, að þar sem nokkur efi sé um ásigkomulag sjúklingsitis — ásigkomulag held eg að hann hafi kallað það, — þá stefni hann athygli sinni að augum hans og raddhreim. Hann gat ekki skýrt mér neitt greinilega frá því hvers hann yrði var í augnaráðinu, og eg gat á hinn bóginn ekki áttað mig ljóslega á því, hvað hann ineinti, nema ef það væri eins konar ráð- leysi, eða vöntun á því, sem nefna mætti vits- munalegt augnamið. Skiljið þér við hvað eg á?” “Já, eg held eg viti, hvað þér meinið.” “En hvað röddina snertir, þá man eg glöggt að hann viðhafði orðið málmkend!” “Nú, -það er einmitt orðið, sem Cynthia við- hafði—” “Já, það þori eg að segja. Og það er orðið, sem Alec notaði þegar hann var að lýsa rödd Mr. Saffrons við Ijóðalesturinn úr rúmi sínu, eða hvað það nú var.” “En eg hefi talað við Mr. Saffron; rödd hans er ekkert lík þessu; hún er nokkuð hávær en fremur hljómþýð, viðkunnanleg og skýr.” “Nú, jæja þá —” Naylor baðaði út höndun- um eins og til viðurkenningar um að hafa orðið undir í þrætunni. “Samt sem áður virðist röddin, er lýst var sem ‘málmkend’, hafa komið frá Mr. Saffron, stundum, að minsta kosti. En mér væri forvitni á að vita hvort þetta mætti frá læknis- fræðilegu sjónarmiði aðeins séð, skoðast sem sjúkdómseinkenni eða merki um — að — mikil viðkvæmni eða bráðlyndi brytist út með hvíldum, kæmi og færi — eins og segja mætti — með flog- unuin! Irechester sagði ekkert um þetta. Hafið þér nokkra hugmynd um það?” “Enga. Veit ekkert um það. Mér þætti gaman að spyrja Dr. Irechester um þetta,” svaraði Mary, en tók þetta óðara aftur og bætti við brosandi: “Nei, eg myndi ekki gera það!” “Og því ekki? Vegna embættislegrar hefðar eða velsæmis?”<- Nei, af sómatilfinning. Dr. Irechester hló að mér. Eg held eg sjái nú hvers vegna hann gerði það; og ef til vill lika hvers vegna Mr. Beauinaroy—” Hún þagnaði skyndilega og með ofurlitlu handbragði varaði Mr. Naylor við að segjh meira. Eftir að hafa kvatt vinahópinn við guggann, gekk Mr. Beaumaroy prúðmannlega yfir stofugólf- ið til að sýna sömu kurteisi þeim, er við eldinn sátu. Mary stóð þegar á fætur með ákveðnu lát- bragði og sagði strax við Mr. Beaumaroy, jafnvel áður en hann kar kominn í þá nálægð, er alment í samkvæmislífi var talin viðeigandi. “Ef þér eruð að fara heim, Mr. Beaumároy, gætum við þá ekki orðið samferða? Það er einnig mál komið fyrir mig að fara.” Beaumaroy varð hálf-hissa, en svaraði þessu að sjálfsögðu glaðlega: “Jæja þá, það væri mér ánægjuleg framlenging góðrar heimsóknar. Eg er yður sannarlega þakklátur, Dr. Arkroyd.” “ó, þess er engin þörf!” svaraði Mary glað- lega og kastaði ögn höfði. Naylor horfði til þeirra með gletnisbrosi. “Sá fær að heyra eitthvað á leiðinni!” hugsaði hann. “Hún lætur hann hafa það! Eg vildi geta verið nærri til að hlusta.” Svo sagði hann við þau upphátt: “Mér þykir Ieitt að þið verðið bæði að fara, en úr því það er óhjákvæmilegt, þá verðið samferða. Gönguförin verður ykkur þá miklu ánægjulegri.” Mary skildi vel hvað hann meinti, og leit til hans leiftrandi augnaráði. En á svip Beaumaroys var engin breyting er hann sagði: “Fyrir mig, að minsta kosti, Mr. Naylor.” Naylor gat sér rétt til um hugarfarið hjá Mary og ásetning hennar. En henni veittist erfitt að byrja samræðuna. Þar sem hún sjálf var all- slyng til svara, gat hún einnig oft séð í huga hver svör lægju beinast við fyrir andmælandann. Beaumaroy hefði og næg slík til reiðu, um: dutlunga gamla mannsins, um heimsóknirnar til hans, sem ekki aðeins henni voru svo fúslega veittar, heldur einnig Alec kafteini; hans eigin hreinskilni, sem svo langt gekk að nærri lægi svikræði vjð sjálfan hann. ó-já, hann myndi hafa mörg liðleg og lagin svör á takteinum gegn hverju einu. Meðan þessar óvingjarnlegu getsakir þrengdu sér fram í huga henni, vaknaði hún til meðvitundar um, að hún jafnframt var að virða andlit hans fyrir sér (hann var einnig þögull, auðvitað bíðandi eftir því að bregða fæti fyrir hana þegar í byrjun!) með áhuga. jafnvel nokk- urri samúð. Það virtist svo sem hann fyndi á sér að hún væri að virða hann fyrir sér, því hann leit við henni í snatri -— svo snögglega, að hún fékk ekki ráðrúm til að líta undan. “Doktor Mary” — hið vanalega ávarp til hennar á heimilinu, sem þau höfðu nýlega farið frá, skrapp fram af vörum hans án þess hann tæki sjálfur eftir því — “þér hafið eitthvað við inig að athuga; eg finn það á mér, að þér búið yfir ein- hverju slíku! Eg er viðkvæmur í því efni, þó ef til vill ekki á annan hátt. Jæjá þá, látið mig heyra það!” “Þér mynduð þagga niður í mér með fim- legu svari. Eg held að þér stundum flaskið á þeirri ímyndan yðar, að sé maður gerður orðlaus, þýði það sama og að hafa sannfærst. Þér þögguð- uð niður í Alec kafteini — og, eg meina ekki að þér hafið varnað honum máls! — eg á við það að þér þvælduð framburð hans svo að hann birt- ist i röngu ljósi, en þér sannfærðuð hann vissu- lega ekki.” “Um hvað?” spurði Beaumaroy með undrun- ar hreim í röddinni. “Þér vitið það. Setjum svo, að ímyndanir hans hafi verið eintóm heimska; þó var það yðar tafarlausi ásetningur að útrýma þeim úr höfði hans,” sagði Mary og bætti svo óðara við: “Eg held, Mr. Beaumaroy, að síðasta spurning yðar hafi verið stórkænskulegt glappaskot. Þér hlutuð að vita við hvað eg átti. Hvaða gagn var að því að látast ekki vita það?” Beaumaroy stanzaði á veginum eitt augnablik og leit til Mary með skringilegum raunasvip. “Það er eftir alt ekki svo auðvelt að gera yður orðlausa,” sagði hann og hóf aftur gönguna. “Þér eggjuðuð mig til að tala.”/ Það var sannast mála, að Mary hafði ekki aðeins upp- örvast, heldur var hún einnig ánægð og hróðug af þeirri vitneskju, að hún hefði hitt markið og gert hann orðlausan. “Jæja þá, eg ætla að nefna annað. Þér þurfið ekki að svara, nema þér viljið.” “Eg mun svara/ef eg get, það megi þér reiða yður á!” Hann hló og Mary tók snöggvast undir það með því að hlæja líka. Hinn: ljósi einlægnis- blær í orðum hans og athöfn virtist einhvern veginn gera óvingjarnlegar spurningar að hlægi- legum fjarstæðum. Gat svo hreinskilinn inaður í raun og veru haft nokkuð að dylja?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.