Lögberg - 14.03.1940, Page 2

Lögberg - 14.03.1940, Page 2
2 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 14. MABZ, 1940 KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá. THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Frá Vancouver Héðan úr Vancouver væri margt að segja í fréttum af fs- lendingum, ef bara réttaritari Lögliergs væri ekki eins latur að skrifa og raun ber vitni um. Tíðin hér hefir verið indæl í vetur, sama sem ekkert snjóað og aldrei komið svo mikið sem átta stiga frost. Þokur hafa ver- ið með minna móti þó stöku sinnum hefir þokan verið svo þétt að ekki hefir grilt í spor- vagnana af gangstéttinni. Nóg hefir verið um górðrarskúrir, enda er grasið líka silgrænt allan veturinn. Hingað til Vancouver hafa þó nokkrir landar komið í vetur, og ætla sumir að setjast hér að. Þessir hafa sezt hér að: Mr. og Mrs. Bismark Bjarnasson frá Wynyard, Sask., Mr. og Mrs. Friðfinnur Lyngdal frá Gimli, Mr. og Mrs. Sigurður Sigurðsson frá Árhorg og fjölskylda þeirra, Mr. og Mrs. Einar Svanbergson frá Hamilton, Ont., Mr. Svan- iiergsson er Branch Manager fyr- ir Accurate Distributing Co. hér í Vancouver. Mr. og Mrs. Gunn- ar Guðmundsson frá Wynvard, Sask. hafa verið hér i vetur. Magnús Guðlaugsson frá Clair- mont í Peace Rhær héraðinu í Alberta var hér á ferð fyrir nokkru síðan og hélt áfram til San Diego, Cal. Hann bjóst við að dvelja syðra um tíma áður en hann héldi heimleiðis. Þá kemur nú vandamesti part- urinn í þessari grein, það er að skrifa um þrjú afmælisgildi, sein hér voru haldin til heiðurs þrem gamalmennum á afmæli þeirra. Kveldið 17. desemher komu sam- an kvenfélagskonur ásamt fleiri vinum Mrs. Benson að heimili hennar, 2611 Clinton St. til að minnast 70 ára afmælis hennar. Eg ætla mér ekki að minnast frekar á þetta samkvæmi, því þess hefir áður verið getið í ís- lenzku blöðunum. En eg verð að minnast þess að Mrs. Benson aflaði sér mikla vinsæld og frama sem kennari við Iðnaðarskólann i Calgary. Þriðjudagskveldið 9. janúar komu saman meðlimir bókafé- lagsins Ingólfur og nokkrir kunningjar Marteins Jónssonar á heimili dóttur hans á Triumph St. til að minnast 85 ára afmælis hans. Var þar glatt á hjalla og las þar upp viðeigandi kvæði Mr. Halldór Friðleifsson, Þórður Kr. Kristjánsson bar fram kvæði eftir sig sjálfan. En bezt þótti okkur að heyra kvæðið, sem sjálft afmælisbarnið las upp og hafði ort sjálfur. Sá er þetta skrifar fór nokkrum orðum um þá erfiðleika, sem landnáms- menn eins og Marteinn gengu i gegnum og benti á þá atorku, sem þeir fslendingar hafa sýnt, sem lögðu grundvöll undir is- lenzkt þjóðlíf hér i Vesturheimi. Samkvæmi þetta var verulega skemtilegt af því það hafði yfir sér svo hreinan islenzkan blæ. Og sízt af öllu má gleyma því gleðimóti, sem haldið var í til- efni af 75 ára afmæli Mrs. Björg Gíslason, 28. janúar. Byrjaði þethi með því að sungnar voru nokkrar enskar vísur undir lag- inu Auld Lange Syne. Halldór Friðleifsson talaði nokkur orð og las síðan upp kvæði sem var vel viðeigandi við þetta tækifæri. Einnig var lesið upp kvæði eftir skáldið okkar Þórð Kr. Krist- jánsson, sem því miður gat ekki verið viðstaddur. Mrs. A. T. Anderson fór með nokkur ís- lenzk og ensk kvæði. Hún er snillingur í þeirri list og skemtu sér allir vel við að hlusta á hana. Aðal ræðuna hafði Mrs. D. L. Durkin, sem er nafnkunn ræðukona hér í bænum. Að því loknu þakkaði Mrs. Jóhanna Olsen, dóttir Bjargar, fyrir hönd móður sinnar fyrir velvild, sem henni hefði verið sýnd og fyrir þá gjöf, sem henni var færð. Og betra er að minnast á kaffið og allar kræsingarnar sem þarna voru framreiddar og berjavin í Midget Tube heyrnaráhöld í miklum metum Minneota hefir nokkur undanfarin ár orðið að miðstöð fyrir framleiðslu heyrnaráhalda, og heyrnarprófunar út- búnaðar. Maico félagið f Minneapolis hefir gengið á undan f þvf að hjálpa heyrnardaufu f’ólki. pessi heyrnarprófunar áhöld eru not_ uð í Minnesota, Iowa, Illinois, Stanford. og mörgum fleiri háskólum; frægar lækningastofnanir f Minneapolis, Ro- chester og Duluth nota þessi áhöld, og frægir læknar í Bandaríkjunum, og með öðrum þjóðum. Sérfræðingar eru nú að sýna Maico heyrnaráhöld á morg- un og alla næstu viku í Dunlop’s Prescription Pharmacy, Cor. Oraham og Kennedy, gagnvart Medical Arts Bldg.. Winnipeg. viðbót. Fólkið skemti séy ágæt- lega og söng og dansaði og var þarna reglulega glatt á hjalla, en efst í hugum fólks var þó gleðin yfir því að geta glatt og heiðrað íslenzka konu, sem lengi hefir átt hér heima og komið eins vel fram og Björg Gíslason. Félagslíf hefir verið með fjör- ugra móti hér í vetur af þvi altaf fer Islendingahópurinn hér vaxandi. Nýju félögin, sem stofnuð voru í fyrra, “Ljóma- lind” og “ísafold” hafa mikinn aukið áhuga fyrir íslenzku fé- lagslífi. Ungmenni úr félgainu fsafold hafa stofnað með sér Badminton-klúbb og gengur á- gætlega. Ljóinalind hafði fjöl- sótta danssamkomu í Alina Academy 13 febrúar. Partur af inntektunum af þeirri samkomu var sendur til Finnska Rauða- krossins. fsafold hafði mjög vel sótta samkomu, tombólu og dans, í I.O.O.F. Hall á Gravely St. Bjarni Friðleifsson músík- kennari var þar með einn af sinum spilaraflokkum að spila fyrir dansinum. Samkomur eins og þessar gera mikið til að halda við íslenzku félagslífi. Kvenfé- lagið Sólskin ætlar að hafa Whist Drive and Dance í I.O.O.F. Hall, 1720 Gravely St. laugar- dagskveldið 30. marz. Líka ætl- ar bókafélagið Ingólfur að hafa samkomu á sumardaginn fyrsta, 25. apríl, í Progressive Hall, 2242 Commercial Drive. Við Vancouver landarnir bíðum með eftirvæntingu eftir þessum tveim- ur samkomum. Magnús Elíasson. 876 E. 8th Ave., 5. marz, 1940. Framfaravottur Mér hefir þótt gott að sjá og heyra hversu áhugi á bættri með- ferð málsins er að glæðast. Þó virðast menn tæplega vera nógu vakandi gagnvaft málgalla, sem er ennþá verri en að segja e fyrir i, u fyrir ö, og þessháttar. En það er að í staðinn fyrir fram- burð atkvæða og jafnvel heilla orða, komi að eins eitthvert ó- skiljanlegt uml eða muldur. Slíkt er því miður nokkuð algengt orðið, og er stórhættulegt fyrir framtíð málsins. II. Þeir, sem eru að læra útlend mál eins og t. d. dönsku eða ensku, ættu að veita því eftirtekt hvernig fer þegar hljóðvillunum er ekki nægilegur gaumur gef- inn. Villan er þá leidd í kór, framburðarvillan verður að við- urkendri framburðarvenju. En málspillingin gerir ýmsa menn- ingarframsókn miklu torveldari. Hygg eg, að til slíks megi jafn- vel að nokkru leyti rekja það, að tilverufræði eða heimspeki nútímans skuli ekki vera komin lengra en .er. Og að islenzk menning er þó ekki ver á vegi stödd þrátt fyrir miklu verri að- stöðu íslenzku þjóðarinnar um flesta hluti en annarsstaðar er, hygg eg megi að verulegu leyti þakka þvi, að samhengi í máli hefir hér verið meira en í öðrum lönclum, og málspilling minni. Helgi Péturss. —Vísir 26. jan. Gyðingaátúlkan í Hyde Park Eg kom til London að kvöldi dags 2. júlí síðastl. sumar. Dag- inn eftir var sunnudagur, og notaði eg þá tækifærið til þess að athuga hinn heimsfræga garð, Hyde Park, því að þar er jafnan eitthvað um að vera um helgar. Hyde Park mun vera einn hinn fra>gasti skemtigarður í viðri veröld, þeirra garða, er öll alþýða manna hefir aðgang að. Stærð hans er rúml. 200 ha., og var hann upphaflega klaustur- garður, er tilheyrði Westminster klaustrinu í London, en á rikis- sjtórnarárum Hinriks VIII. komst hann, ásamt klaustrinu, í eigu konungsvaldsins. Síðan skömmu, eftir miðja 17. öld hefir Hyde Park að staðaldri verið samkomustaður ibúanna i London og aðkomufólks í bæn- um. Menn hafa komið þar í ýmsum tilgangi. Árdegis hafa menn reynt gæðinga sina á hinni frægu skeiðbraut, Rotten row, sem nær yfir þveran garðinn að sunnanverðu, og þar aka menn einnig siðdegis í fornlegum hest- vögnum, sem jafnan hafa sett sérkennilegan svip á umferðina í London. I Hyde Park er stöðuvatn eitt, langt og mjótt, er dregur nafn af lögun sinni og heitir The Ser- pentine. Vatn þetta nær alla leið inn í Kensington-garðana, sem eru áfastir við Hyde Park. Brú er yfir vatnið, og er þar á sumrin allmikið baðlíf, en einnig fást þar leigðir bátar, og skemta margir sér við það, að róa þeim um vatnið. Það sem mér lék inest hugur á að kynnast í sambandi við Hyde Park, voru hin alkunnu ræðu- höld, sem fara fram í norðaustur horni garðsins, einkum á sunnu- dögum. f þessu horni garðsins, andspænis Marmaraboganum (Marble Arch), safna furðuleg- ustu ræðumenn fjölda manna í hópa umhverfis sig og óhugamál sín. Ræðumennirnir standa í e. k. prédikunarstólum, og er á þá letrað efni það, sem hver þeirra hefir valið sér. Er það einkum trúarlegs; og stjórnmála- legs eðlis. Þarna stóðu að þessu sinni í hálfhring, með nokkuru milli- bili, einir 8—10 ræðumenn, og talaði hver og einn um hugðar- efni sitt með ofboðslegum áhuga. Þarna var maður, sem talaði um böl atvinnuleysisins, annar, sem talaði gegn kommúnisma, þriðji, er gerðist talsmaður sósialisma, fjórði, sem lagði þjóðernisjafn- aðarstefnu Hitlers lið o. s. frv. Þarna var öll tækni mælsku- listarinnar tekin í þjónustu hins eldlega málefnis. Röddin var brýnd, espuð, lægð og milduð, alt eftir þvi, sem við átti. Hver einasta taug líkamans var þanin til þess ýtrasta, og hendur og svipbrigði voru óspart notuð til þess að auka áhrif ræðunnar. Yfir öllu þessu hvíldi einhver fáránleg alvara, rétt eins og á þessum vettvangi ætti að ráða til lykta mestu vandamálum mann- kynsins að fornu og nýju. Það virðist í fljótu bragði vera allmerkilegt, að sjá og heyra það, sem þarna fer fram. Það fyrsta, sem mér datt í hug var, að þang- að ættu ungir og óharðnaðir ís- lenzkir ræðumenn nokkurt er- indi, til þess að verða hluttak- endur i áhuga, máldirfsku og ræðutækni hinna engilsaxnesku prédikara. Af sumum þessara ræðumanna má og vafalaust ýmislegt læra, sem getur komið sér vel fyrir menn úr umhverfi, þar sem flutningi talaðs orðs er jafn stórlega ábótavant og á fs- Iandi. En við nánari kynningu hljóta flestir að sannfærast um, að all- verulegur hluti ræðumannanna í Hyde Park eru tiltölulega mein- lausir, geðbilaðir menn. Þarna er t. d. að því er mér er sagt, götusópari austan af Strand, sem búinn er að tönnlast hér á sama efninu á hverjum sunnudegi í 27 ár. Það væri lika synd að segja, að þessum sjálfboðaliðum hugsjónanna væri alt of mikil virðing sýnd af hálfu áheyrend- anna. Sumir ræðumannanna komast nefnilega tæplega að fyr- ir enn þá æstari mönnum, sem ryðjast alla leið að ræðustólnum, og eru með sífeldar fyrirspurnir og athugasemdir. Getur farið svo, að alt lendi i háa rifrildi milli ræðumanns og einhvers þessara vandlætingarpostula., Varð eg heyrnarvottur að því, að á tveim stöðum voru ræðu- menn gersamlega ofurliði bornir af áheyrendum sínum. Stóðu þeir nálega orðlausir á ræðupöll- unum, en menn úr áheyrenda- hópnum héldu sér i ræðustólana, þrumuðu látlaust upp í opið geð- ið á ræðumönnunum og ftoðu- feldu af geðshræringu. Hyde Park er þannig staður, þar sem hverjum sem er leyfist að tala opinberlega um hvað sem er, i andrúmslofti hins enska sunnudags. Þarna koma því inenn, sem haldnir eru af alls konar andlegum og líkamlegum þrýstingi og einnig þeir, sem ganga með steinrunnar hug- myndir í kollinum. Eg kom tvisvar i Hyde Park þennan sunnudag. í fvrra skift- ið varð eg þess brátt var, að einn ræðumannanna vakti, eftir á- heyrendafjöldanum að dæma, nálega jafnmikla athygli og allir hinir. Það var ung, svartklædd Gyðingastúlka, sem talaði um vandamál kynflokks síns með sérstöku tilliti til áróðursins gegn Gyðingum í Þýzkalandi. Ef ætla mætti, að ræða af þessu tagi fengi borið nokkurn árangur á þessum vettvangi, er örðugt að hugsa sér, að hægt hefði verið að gera þangað út öllu heppilegri málaflutningsmann en þessa ungu stúlku. Hún talaði rólega og látlaust, en ræða hennar hafði þau áhrif, að nokkur hundruð manna hlustuðu á hana gagn- tekir og í fullkominni þögn. Það, sem eg heyrði af ræðunni, var eitthvað á þessa leið: —Gyðingar deyja eins og flug- ur! Þannig eru ópin, sem berast hingað frá Berlín og Wien og vekja viðbjóð og skelfingu um gervallan hinn mentaða heim. Fólk spyr: Hvernig getur hatr- ið á jafnfámennum og dreifð- um kynflokki orðið svo ægilegt, sem raun ber vitni? Sumir halda, að það stafi af því, að Nazistar vilji leyna fjár- hagsörðugleikum sínum bak við Gyðingaáróðurinn, sem þeir reyna að draga athygli gervallrar þjóðar sinnar að. Aðrir halda, að Gyðingaofsóknirnar í Þýzka- landi stafi af takmarkalausu hatri leiðtoganna þar í landi á kynstofni okkar. Þegar menn taka upp á því að hatast við eitt- hvað, verður stundum alt, jafn- vel hver einasti snefill af heil- brigðri skynsemi, að þoka fyrir hatursofstækinu. Hatrið getur jafnvel orðið svo blint, að menn kenni Gyðingunum um sjók- dóma og manndauða, rétt eins og slikt var eignað göldrum fyr á öldum. En við megum þó ekki gleyma því, að hinir hreinrækt- uðu Nazistar í Þýzkalandi eru fyllilega heilhuga i andúð sinni gegn Gyðingum. Þeir álíta okk- ur skaðlega, og þess vegna er útrýming okkar veigamikill lið- ur á stefnuskrá þeirra. Böl Gyðinga í Þýzkalandi er meira en tárum taki. í Babylon hófust Gyðingar úr niðurlægingu fyrir atbeina konu, sem hét Esther. f Þýzkalandi stafa raunir þeirra líka frá einni konu, sem að vísu er ekki af Gyðinga- ættum. Von Blomberg kvæntist konu, sem minni háttar manni hafði verið bannað að ganga að eiga. Afleiðingin varð sú, að von Blomberg liröklaðist frá völdum. Með honum fóru þeir von Neu- rath og von b'ritsch. Þessir þrír inenn voru hið rólega afl í Nazistastjórninni. Þegar þeir voru farnir þaðan, var úti frið- urinn. Þar með náði vinstri armur stjórnarinnar fullum tök- um á stýrinu. Slíkt táknar altaf ókyrð í öllum löndum. f Þýzka- landi bitnaði hinn venjulegi “vinstri” óróleiki tilfinnanlega á Gyðingunum. Það eina, sem við Gyðingar krefjumst er, að á okkur sé litið eins og aðra menn, en ekki eins og viðbjóðsleg dýr. En hlut- skifti okkar hefir orðið það, að þola sífeldar ofsóknir. Þessar ofsóknir í Þýzkalandi hófust alls ekki með Hitler. Síður en svo. Á árunum 1910—27 urðu Gyð- ingar að þola meira andstreymi í Þýzkalandi en dæmi munu til í sögu kynflokksins, alt frá því að múrar Jerúsalemsborgar hrundu fyrir Titusi. , f Ukraine leiddu Gyðingamorð til þess, að 100 þúsundir mun- aðarleysingja stóðu einir og yfir- gefnir ujipi í lífsbaráttunni. Árið 1922 var dánartala meðal Gyð- inga í Odessa 20%. Hvergi hafa raunir okkar verið meiri en þar á síðustu öld, enda eru Þjóðverj- ar siðuð þjóð, en hver mundi teljá Rússa með siðuðum menn- ingarþjóðum? Hvað er Gyðingur? kunna menn að spvrja. Gyðingar eru hvorki fullkom- lega sérstakur þjóðflokkur né sértrúarflokkur. Þeir eru i þeim efnum alls ekki hreinræktaðir. Þeir hafa blandað blóði við ná- Iega allar kynkvíslir jarðarinn- ar, en þó hefir kyneinkenni þeirra hvergi glatast. Þeir eru af austrænum uppruna, en hafa átt það lengi heima i Evrópu, að þeir gera kröfu til þess, að á þá sé litið sem vestræna þjóð. Sífelt hatur og smán aríska kynstofnsins á okkur Gyðing- um hefir orðið til þess að breyta skaplyndi okkar. Mögnuð hjá- trú getur skapað ægilega drauga. Mögnuð lítilsvirðing hefir gert . NO. 35 “SPEED-TILLER" Nýr, sterkur, auðveldur, 6dýr Tiller, reyndúr aS fullu frá síS- asta ári. BygSur fyrir bændur, sem ekki þurfa aukakosti, sem Deluxe No. 33 býr yfir. ♦ BORGIÐ A LÖGBERG y Gyðinga að yfirnáttúrlegum fjár- málamönnum. — Leynt og ljóst hafa þeir reynt að raka saman fé, í þeirri trú, að slíkt gæti bætt þeim upp þá lítilsvirðingu, sem þeir hafa sífelt orðið við að búa. f öllum löndum Evrópu, sem þolað hafa ógnir styrjalda, hafa Gyðingar barist við hlið krist- inna manna og látið hrönnum saman lífið fyrir málefni þeirra. Þess vegna hlýtur krafa okkar að vera sú, að okkur sé fengin mannréttindi til jafnís við aðra. Og hver getur lokað eyrunum fyrir réttmæti slíkrar kröfu. . . . Hér hefir verið reynt að end- ursegja á islenzku stuttan kafla úr ræðu hinnar ungu Gyðinga- stú'lku í Hyde Park. En þess skal getið, að eg heyrði ekki nema nokkurn hluta ræðunnar, og sumt af því, sem eg heyrði, er að sjálfsögðu ekki tekið upp hér. Það er aðallega mynd þessarar ungu, djarflegu stúlku, sem verður mér minnisstæð, er eg hugsa til Hyde Park. Þarna stóð hún, svartklædd, grannvax- in og alvarleg, í háum ræðu- stóli framan við blómguð lauf- trén og flutti mál hins langkúg- aða kynflokks síns með festu og fullkominni brezkri málsnild, við fádæma góða áheyrn. Síðari hluta dags var' þessi stúlka og hinn fjölmenni söfn- uður hennar horfinn, en í stað þess var þarna kominn kræklótt- ur og ámátlegur götuprédikari, málpipa sinnar eigin æðakölkun- ar, með fáeinar, gasprandi hræð- ur í kringum sig. Hyde Park er miðgarður mál- frelsisins hjá hinni miklu önd- vegisþjóð frjálsrar hugsunar. S. Sk. NO. 33 DE LUXE "EXTRA-DUTY" TILLER Skarar fram úr öllum. Bezti Tiller fyrir þunga jörð og erfið- ar vinnuaSstæður. Hefir marga sérstæöa og óviSjafnanlega kosti. BreytiS hyggilega . . . skoSiS Cockshutt Tiller Combine áSur en þér festiS kaup! Skoðið Cockshutt Tiller-Combine hjá umboðsmanninum Cockshutt Dráttarvélar. . . Hagkvœmilegar Ábyggilegar l'íist metf atúlhjólum eha toglelfur. tœurum Gera verkið auðvelt . . . veita frístundir spara peninga . . . Cockshutt dráttarvélar eru búnar til fyrir fullkomnustu og hagkvæmi- legustu orkunotkun. Þær endast vel og eru óviSjafnanlegar i meSförum; fást bæSi fyrir létta og örSuga vinnu, starfræktar meS gasolíu; eSa gasoliu, kerosene, eSa distillate. Áður en þér kaupið nokkra dráttarvél skuluS þér skoSa Cockshutt drátt- arvélar. Cockshutt umboSsmaS- urinn hefir einmitt þá tegund, sem þér þarfnist. KSHUTT PLDW CDMPANY LIMITED WINNIPEG REGINA SASKATOON CALGARY EDMONTON —Samtíðin. ÞaS er COCKSHUTT fyrir ’40 Cocksliutt búnaðarverkfæri koma verkinu í fram- kvæmd fljótar, nákvæmar, spara tíma og peninga Tvœr víðmetnar Cockshutt Tiller - Combines THE NO. 35 “SPEED-TILLER” THE NO. 33 DE LUXE "EXTRA-DUTY” TILLER Tíinaspamaður Þrívirkt verkfæri. Pla-gir! Sáir! Herfir! NotiS landið eins vel og hægt er 1940! Cock- shutt Tiller Combines koma vandlega fræinu niSur I rakann og skapa hraSþroska sé jörS vel undirbúin. Drepur ill- gresi,- verndar raka, spar- S&18 um leift osr ploegrt er ar tíma og peninga.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.