Lögberg - 14.03.1940, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.03.1940, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTITD AGINN 14. MARZ, 1940 Fannatöfrar (Þýtt úr ensku) N í u n (1i Kapítuli Eftir að Jmu voru farin, brosti prófess- orinn við þeim Steve og Lewis, nuggaði á- nægjulega saman lófumim, brosti svo aftur og ma'lti: “Herrar mínir! Hinn frægi Talleyrand lét eitt sinn í ljós ])á reynslu sína, að, tómur magi væri manns skæðasti óvinur. Mér virðist svo, sem við ættum að ná okkur í dálítinn morgunverð. Eg hefði vissulega átt að hafa orð á því fvrri,” bætti hann við og brosti aftur. “En þar eð mér var kunn- ugt um hvað forðabúrið hefði að geyma, þá vissi eg — mér til stórrar gremju — að þó þar væri kannske nægilegur matur handa þremur manneskjum, þá dygði það ekki handa sex manns. Skorturinn er, eins og Cicero orðar það, faðir fyrirhyggjunnar.” Meðan Ulhvin var að rausa þetta, brá hann sér yfir að litla skápnum og tíndi út úr hon- um, með svip leikins sjónhverfingamanns, hitt og annað lmnda hinum L'eimur til yfir- vegunar. “Þér sjáið, herrar mínir, að föng mín eru vissulega smávægileg. Fyrst: eitt egg og annað: þó að vísu minna egg; ögn af mjöli í pokahorni; fáein kaffikorn í bauks- lögginni; óveruleg klessa í smjörkrukkunni. Já, kæru piltar mínir, þið megið vissulega líta með óhug á þetta. En hver veit nema eg, með kunnáttu minni og þolinmóðri tilraun, geti enn vakið undrun ykkar. Þið hafið lík- lega ekki vitað, að í minni kæru gömlu Heidelberg var á mig litið sem einskonar sér- fræðing í nákvæmni við hina göfugu list mat- reiðslunnar. Kryddréttir mínir voru annál- aðir um allan háskólann. Slíkar líka sósur! ílg get fullvis.sað vkkur um, að þær voru öllum öðrum sósum ljúffengari! ” Prófessorinn vfirgaf nú skápinn og fór í óða önn að busla við eldastóna: hræra eggin og mjölið saman í soppu, kasta kaffinu á pönnu, altaf með brosi og símalandi vin- gjarnlega félögum sínum til dægrastyttingar. Bráðlega reiddi hann svo fram stóra hrúgu af heitum lummum og fulla könnu af þolan- lega góðu kaffi. Samstundis dró hann svo stól sinn að borðinu og fór í flýti að reyna þessa rétti sína. Ekki þó fyrri en hann hafði fylt eigin munn sinn af sælgætinu, benti hann með afsökunarsvip félögum sín- um til þátttöku í veizlunni. “Gerið svo vel að taka sæti, herrar mínir. Þér verðið að fyrirgefa hið augljósa bráðræði mitt, sem ekki er knúið fram af matarlyst minni, heldur er miklu fremur af- leiðingar hinnar ágengu kvefpestar, sem brýzt um í höfði mér. Hvað segir líka skáldið Burns? ‘Seddu kvefið, en sveltu þarmaþrautirnar. ’ Þeirri áminning ætla eg nú líka að fylgja.” Þeir fóru nú allir að neyta sameigin- lega morgunverðarins, og enginn þeirra sagði neitt í nokkrar mínútur. Steve hafði þó altaf nánar gætur á prófessornum og kypraði brýrnar, eins og hann revndi að greiða úr einhverri hugarflækju. “Heyrið þér, herra prófessor,” sagði hann að lokum, “þér eruð mér hreinasta ráð- gáta. ’ ’ “Eg yður ráðgáta?” Gamli maðurinn leit til Steve undan þrungnum augnabrúnum. “Nema þér eigið sanna eftirmvnd eða staðgöngumann einhversstaðar, þá hefi eg séð yður fyrri. Það gæti eg lagt fram eið upp á! En hvar það var, veit eg ekki.” Prófessorinn stakk seinustu lummunni upp í sig, sleikti vandlega af fingrum sér og brosti með sannfærandi svip til Steves. “Kæri drengur minn, verið ekki órór í skapi út af þessu. Því skylduð þér vera að þenja óáreiðanlega hugarstrengi yðar þessa vegna. Eg efast ekkert um, að þér hafið veitt eftirtekt öðrum mönnum m(>ð svip- brigði, andlitsfall og yfirbragð, er líkja mætti við mína eigin óverðugu ásjónu. Lykt- næmin er, ef eg mætti nota orðtækið, jafn- rík í nefi manns, hvað .sem nafn hans kann að vera. En sé það ekki mitt nef, sem hér um ræðir, hví ætti eg þá að eigna mér það?” Lewis hefði getað, }>aðan sem hann sat og hlustaði á samræðuna, lagt eið út á það, að prófessorinn hefði deplað til sín augun- um. En ef svo var, þá var það ekki nema augnaloks titringur, sem óðara hvarf aftur og Ullwin hélt áfram að tala í enn þýðari róm heldur en nokkru sinni fyr. “Og nú ttigum við, kæru drengir, yfir heilli klukku- stund að ráða, áður en tími er til þes.s kom- inn að ]>ið leggið á stað til Gasthof. Hvað segið þið um það—aðeins sem pour passér le temps auðvitað, að við fáum okkur einn slag á meðan?” “Á spil?” sagði Steve. “Jæja, það er nógu góð hugmynd. Hvað væri um póker að segja?” “Póker,” endurtók prófessorinn mjúk- lega. “Jæja-jæja! Það er eitt af hinum óttalegu fjárhættuspilum. Eg hefi mjög .sjaldan leikið það. En þér, Mr. Lennard, eruð sjálfsagt vel að yður í })eim leik?” “Eg er þar slarkfær, hugsa eg.” “Við skulum þá byrja strax,” sagði prófessorinn, og varð allur að brosi, “Eg hefi ekkert á móti því að leggja fram ofur- lítið að veði.” Prófessornn lagði nú fram spil, sem báru þess merki að hafa verið alloft hand- leikin; matardiskarnir voru settir til hliðar og leikurinn hófst þegar. Eldspýtur notuðu þeir eins og veðspæni, og þar eð prófessorinn h'eimtaði það með gremju, lít af því að ekk ert betra væri fyrir hendi, þá var hver eld- spýta látin gilda svona upp og niður um einn dollar. Ekkert svo auðvirðilegt sem kóngsins króna birtist á borðinu. Prófessorinn var auðsjáanlega við'van- ingur. Hann lék eins og hrekkjalaust barn, og spurði hæversklega hvenær hann mætti draga sér spil úr stokk. Þegar í borðið skyldi leggja, var liann óspar á spýturnar. Athugasemdir hans komu Steve til að glotta, og Lewis til að brosa ofurlítið. Þó voru spilin, sem hann hélt í hendinni, ávalt betri en hinna. Glottið á Steve varð minna spaugkent þegar prófessorinn, þrátt fyrir greinilegar fjarstæður hans við spilamenskuna, liélt ein- kennilega jafnt og þétt áfram vinningi sín- um. Lewis hætti brátt að leggja fram veð- málsspæni, og leikurinn varð aðallega eins og einvígi milli þeirra Steves og prófessors- ins. Steve hafði óbeit á að tapa. Og er klukkutíminn var á enda runninn, hafði glott hans bliknað mjög og orðið að sársaukasvip. “Nú, jæja, fyr mætti nú rota en dauð- rota,” urgaði í Steve, }>egar hann kastaði niður spilunum. “Slíka látlausa vinninga sá eg aldrei áður. Þetta krítar mig niður um tvö hundruð skildinga.” ‘ ‘ Svona er viðvaningsheppnin, kæri drengur minn,” sagði prófessorinn glaðlega. “Mér þykir mjög slæmt, að eg skyldi ónýta hina auðsæju leikni vðar í spilinu.” “Setjum svo, að við hættum nú að spila,” sagði Lewis. “Eg held síður,” svaraði Steve. “Eg skal svei mér ná þessu aftur. ” Prófessorinn gaf nú aftur með glöðu geði. Þegar Steve tók upp spilin, kom skyndilega glampi fram í augu hans, sem þó hvarf óðara aftur. Lewis tók þó eftir þessu og skildi á því að Steve hefði góð spil. Hans eigin hendi var á hinn bóginn mjög' léleg. Hann fleygði þeim svo, til að geta gefið nánar gætur því, sem fram fór milli hinna. Með uppgerðaí kæruleysi lagði Steve nú í borðið tvær spýtur. Prófessorinn gerði eins. Aftur lagði Steve tvær fram. Pró- fessorinn sömuleiðis. Þrjár enn frá Steve jafnaði prófessorinn með sömu tölu. Þetta gekk alt eins og Steve vildi. Og hann tók nú á sig hirðuleysis yfirbragð, eins og ekki væri um neitt annað að tefla, en að mæta hverju sem verða vildi. “Aðrar tíu,” sagði hann. “Svo skal vera, kæri drengur.” “Og enn aðrar tíu.” “Eins og yður þóknast.” Steve átti nú mjög bágt með að dylja ánægjubros sitt. Svo dró hann fram veski sitt, tók úr því seðlabunka, kastaði honum á borðið og sagði um leið: “Eg hefi ekki fleiri spýtur. En þessir tala sama máli. ” “En kæri drengur minn,” sagði prófess- orinn vingjarnlega, eins og til mótmæla, þó augu hans tindruðu, er hann leit á seðlana. “ Þér hafið ljónsins hugrekki. Eg er hrædd- ur um að þér brjótið alveg í mér bakið með þessu.” Seðlarnir og spýtnafjÖldinn þarna á miðju borðinu mynduðu dáindis girnilega hrúgu. Steve áleit sýnilega að nú væri veð féð nægilega mikið. Með því að kinka kolli gaf hann merki um að nú væri hann þess albúinn að leggja fram hönd sína og sagði: “Fjórir kóngar, prófessor! Yðar vegna þykir mér leitt að leggja })á fram.” Prófessorinn brasti raunalega, eins og í undirgefnisskyni, og handlék spil sín milli hvítra fingranna eitt augnablik. Svo lagði hann þau á borðið um leið og hann sagði í afsökunartón: “Fjórir ásar.” “Neyðarleg háðung!” Steve sagði þetta svo .lágt að naumast heyrðust orðaskil. Brosið á andliti hans varð eins og kuldalegt mánaglott. Hann reyndi að segja eitthvað, en kom því ekki út úr sér. Andlitssvipur hans var svo hlægilega vandræðalegur, að Lewis hristist allur af niðurbældri hlóturs- löngun. Prófessorinn var á meðan að koma vinningunum hæversklega fyrir í vasa sín- um. “Þakka yður, kæri drengur minn, undur vel fyrir að kenna mér þennan leik. Eg hafði vissulega mjög gaman af honum. Eftir ef til vildi fáeinar lexíur frá einhverjum með yðar vafalausu reynslu, gæti eg jafnvel ennþá orðið })olanlega að mér í þessum leik. En nú held eg að glóðin sé að deyja út í ofninum. Mætti eg, kæru drengir mínir, mæl- ast lil })ess að þið náið í ögn af eldivið!” Með herkjubrögðum stóð Steve upp frá borðinu og gekk út úr kofanum. Og þegar Lewis litlu síðar kom út, hitti hann hinn sigraða bardagamann, þungan á svip og nöldrandi eitthvað við sjálfan sig, sitjandi á eldiviðarhlaðanum. “Eg vildi bara að eg gæti munað eftir því, hvar eg liefi áður séð þenna öldung,” sagði hann. “Ef til vill við einhvern póker-leik,” sagði Lewis um leið og hann beygði sig niður eftir spýtum í eldinn. Steve skotraði sorgmæddum augum til vinar síns og hélt svo_ áfram með krepptum hnefum um brár og raunalegum svip, að brjóta hellann um þessi vandræði sín. Nokkrar sekúndur liðu hjá; þá sló hann alt í einu lófa á læri sér og hrópaði með ákefð: “Nú veit eg það!” Svro stökk hann niður af trjábolnum, sem hann hafði setið á, og hljóp æstur í huga þfmgað sem Lewis var. “Eg vissi, að það væri eitthvað bogið við framkomu hans, sem læzt aðeins vera aldraður háskólakennari frá Heidelberg! Bara vesalings pólitískur flóttamaður! Lykt- næmin jafn-rík í nefi manns hvert sem nafn hans kann að vera!” Hann er fjárglæfra- maður, sem leikið hefir list sina í mörgum löndum. Mynd hans var birt í öllum frétta- blöðum Austurríkis. 1 síðastliðnum mánuði stal hann frá Equitable félaginu í Yínarborg smarögðum, sem virtir voru á tvö hundruð þúsund skildinga. Það eru ekki Nazistarnir, sem eru að elta hann, heldur lögreglan!” Nú varð dauðaþögn. Lewis kastaði frá sér eldiviðnum, sem hann hélt á, og andlit hans varð skyndilega harðneskjulegt. “Ertu viss um að þetta sé sannleikur?” “Er eg viss um það? Já, það er áreið- anlegt. Hann smokraði sér inn sem skrif- stofuþjóni hjá Equitable félaginu, labbaði, svo út með peningaskápinn. Ef til vill er ])ér ókunnugt um Vínar Equitable félagið ? Það er gamalt og margreynt láns- og verð- bréfa verzlunarsamband. Yenjuleg'ast hefir það ekki mikið af peningum á hendi. En í þetta sinn toku þeir á móti tveimur smar- ögðum, eða nafnfrægum smaragða eyrnalokk- um — eitt sinn í eign konungsfólks — en nú í þrotabúi einhverrar gamallar fjölskvldu, sem sæta varð lögtaksdómi. Það voru þess- ir verðmætu smaragðar sem Ullwin stal. Mynd hans er límd upp á auglýsingaþil um alla borgina og verðlaunum heitið fyrir bending um verustað hans; lögreglan hefir í margar vikur veríð' að elta hann.” Nú varð önnur þensluþrungin þögn. Þótt Lewis væri af gamalli reynslu vel kunn- ugt um örmælgi vinar síns, þá fann hann nú ljóslega að Steve væri ekki í þetta sinn að bera fram tómar getgátur. Faðir Svlvíu var þjófur — glæpamaður, sem með yfir- skyns ástæðum notaði sér aðstoð lians. Öll afstaðan var bygð á svikum, auðvirðilegri blekking, sem Sylvía hefði verið í vitorði um. Langa stund stóð Lewis þarna með beygðu höfði og starði niður fyrir sig; svo leit hann skvndilega upp og sagði í ákveðn- um tón: “Komdu inn, Steve, við skulum heyra hvað hann hefir að segja.” Þegar þeir komu inn, þá hittu þeir pró- fessorinn þar, snöggklæddan og kominn úr skóm og sokkum, að baða fætur sína í fötu, sem heitt vatn gufaði upp úr. Þeim virtist }>etta mjög náttúrleg athöfn. ■ “Komið inn, kæru piltar,” kvakaði pró- fessorinn vingjarnlega. “Eg er að reyna að komast af án mustarðsins. Er eg ekki sönn fyrirmynd í heimilislegri nægjusemi? En-ó, ef þið aðeins kynnuð að matreiða!” Lewis svaraði þessu engu. Eins og vant var fanst honum glaðværð gamla mannsins einkennilega sefandi. Nú ætlaði hann þó ekki að láta neina mjúkmælgi hindra ásetning sinn. Hann gekk þangað, .sem treyja prófessorsins hékk aftan á hurðinni, og dró spibn upp úr vasanum. Harn skoð- aði þau nákvæmlega — })au voru mörkuð. Svo gekk hann beint framan að Ullwin og sagði: “Komuð þér með þessi spil frá háskól- anum?” Það kom ofurlítið hik á Ullwin, en bros- ið á andliti hans var þar enn, og, ef nokkuð var virtist }>að öllu góðlátlegra en áður. “Auðvitað, kæri drengur. Eg hefi þau ætíð með mér á ferðum mínum.” “Það hugsaði eg,” sagði Lewis og kink- aði kolli. “ Þeir hljóta að hafa saknað yðar mjög mikið — þarna í Heidelberg, var það ekki ?” Prófessorinn skildi þegar, að þeir hefði fengið vitneskju um feril hans. En honum til hróss má segja, að hann lét sem ekkert væri, og brosið á andliti lians varð enn inni- legra. “Já, kæri drengur, þeir eru óhuggandi. Skólastjórinn — gamall maður með sítt, mjög sítt hvítt skegg — og í vesti, sem marg- ir dropar hafa lekið á — hætti alveg við Pilsner sinn! ” * “Verið ekki svona spaugsamur, Ull^yin. Þér stáluð smarögðunum frá fjármálafélag- inu í Vínarborg, gerðuð þér það ekki?” Prófessorinn lygndi gramu augunum ögn. Að öðru leyti lét hann ekkert á sjá. “Það gerði eg, kæri drengur. Eg stal einhverjum gömlum og frægum eyrnalokk- um. Það var lagleg athöfn. Eitt liið mvnd- arlegasta hnupl, sem eg hefi framkvæmt.” “Þér hafið þá aðhafst slíkt áður?” “Margsinnis, kæri drengur. Stundum með betri árangri, og á öðrum tímum lak- ari.” “Þér eruð óbótamaður!” “I því hafið þér nákvæmlega rétt fyrir yður.” Prófessorinn tók vindlingsstubb upp úr vasa sínum og kveikti makindalega í honum. “Eg hefi í mörg ár fylgt ábatasöm- um og marg'víslegum misgjörða-ferli. Eg byrjað'i með verulega myndarlegum stuldi úr eigán hendi heima á Englandi. Þá fór eg til Frakklands. Eg var — ætti eg að segja heppinn, við banka í Parísarborg. Svo starfaði eg lengi í Riviera. Þar viðhafði eg mínar sérstöku aðferðir við eigin borð. Svo lék eg ýmsafr býsna sniðugar brellur í Svisslandi, Þýzkalandi og Austurríki. Þótt þér gætuð varla getið yður þess til, þá voru það hinar slung-nu aðferðir mínar, sem eigin- lega áunnu mér prófessorstitilinn. Eg hefi auðvitað orðið fyrir ýmsu mótdrægu; hver er sá maður, sem það ekki hendir? En þeg- ar á alt er litið hefi eg átt unaðslegan, ábata- .saman og æsingarþrunginn æfiferil.” “Og dóttir yðar,” sagði Lewis höstum rómi. “Hefir hún tekið þátt í þessu arð- sama æfintýrabraski með yður. ” 1 þetta sinn brá Ulhvin gamla. Blóðið streymdi fram í gulgrátt andlit hans, og liann skotraði skyndilega drungalegu augna- ráði beint framan í Lewis. “Nei!” svaraði hann í ákveðnum radd- hreim. “Sylvía kom til mín aðeins vegna þess að eg var í vanda staddur. Hún er })að eina flekklausa, er viðkemur lífsferli mínum. Og það vitið þér. ” Óumræðilega voldug ánægju-tilfinning streymdi gegmum Lewis með hressandi von- aryl sinn. Hann starði undrandi á hinn gamla og sköllótta þrjót, sem nú hafði aftur sett upp vingjarnlegan svip sinn og reykti makindalega vindlingsstubbinn með ein- hvers konar ögrandi ró starandi úr hálf- lygndum augunum. Það var, þrátt fyrir alt, einhver laðandi göfgiskend í viðmóti öldungsins. Lewis sagði nú seinlega : “Við ættum að skila yður í hendur lög- reglunni. En þér vitið, að við gerum það ekki.” Svo hikaði hann sig eitt augnablik, áður en hann bætti við: “Og ef' við hjálp- um yður að komast til Svisslands, verðið þér að skila aftur smarögðunum, sem þér stáluð frá Equitable félaginu.” Prófessorinn ypti öxlum og gretti sig brosandi. “Eg vildi, kæri drengur, að eg gæti það. En þeir eru farnir, horfnir, og ágóð- inn eyddur. Sjáið til, það brask — ef eg mætti nota svo óvirðulegt orð — færði mér ekki nema ofurlítið brot af hinu sanna verð- gildi gimsteinanna. ” “Setjum nú svo að við leitum á yður, okkur til sönnunar?” “Gerið það ef ykkur þóknast, kæru pilt- ar. Leitið alt um kring, hátt og lágt í þessu auma híbýli. En eins og eg er lifandi mað- ur, þá hefi eg ekki gimsteinana. ” Það var svo mikill einlægnishreimur í orðum öldungsins, að í þetta sinn varð ekki efast um sannleiksgildi þeirra. Lewis stundi nú og mælti: “Við verðum líklega að taka orð yðar trúanleg. En ef við hjálpum yður út úr þessari þröng, þá er það eitt, sem þér verðið að gera. Þér verðið að ganga framvegis einungis á hinum þröng’a vegi. Guð hjálpi yður, ef þér gerið það ekki.” Ullwin hallaði höfði eins og í þakklætis- skyni og sagði mjög einlæglega: “Kæri drengur minn, þér getið ekki gert yður í hugarlund hvað þessi góðu orð yðar eru mér til mikils stuðnings og uppörfunar. Eg hefi lengi þráð slíkt tækifæri, möguleik- ann til þess að stefna í nýja átt, til að byggja mér göfugan lífsferil á rústum hins gamla. ” Prófessorinn stóð nú á fætur í heitu fótalauginni, þreif hina ófúsu hönd Lewisar og þrýsti hana innilega. Svo greip hann hönd Steves og gerði henni sömu skil.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.