Lögberg - 18.04.1940, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.04.1940, Blaðsíða 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. APRIL, 1940 flMHERST 25 oz. 40 oz. $3.90 ^(lÍRjTflbbey íellaf U*'"*' f»C r\rw HÍ/J 40 oz. $4A0 25 oz. $2.80^ «■» “W*1n"«. Sigurður í Görðum segir frá sjósókn í 60 ár Allir Reykvíkingar að kalla kannast við Sigurð í Görðum. Og þeir sem ekki þekkja hann að nafni, þekkja hann í sjón. Svo vörpulegur maður er hann. Og svo oft sézt til ferða hans um götur bæjarins. Hann á 75 ára afmæli á mánu- daginn kemur, fæddur 11. marz 1865 í Skildinganesi. Hann hefir allan sinn aldur átt heima við Skerjafjörð, eða að heita má undir handarjaðri Reykjavíkur. Foreldrar hans áttu heima í Skildinganesi. Þar ólst hann arsson, en móðirin Ásta Sigurð- ardóttir. Frá 14 ára aldri stund- upp. Faðir hans hét Jón Ein- aði hann sjó. En 28 ára gamall keypti hann Garða við Gríms- staðaholt og þar hefir hann bú- ið síðan. Árið 1893 giftist hann ólöfu Guðmundsdóttur frá Skild- inganesi. Þau eignuðust 3 börn, en 2 dóu ung, en sonur þeirra er Erlendur skipstjóri. Arið 1901 misti Sigurður konu sína, ólöfu, og faðir hans drukn- aði í Skerjafirði í sama mund og fór útför þeirra Ólafar og Jóns fram sama daginn. Haustið 1903 giftist Sigurður Guðrúnu Pétursdóttur frá Hrólf- skála. Hafa þau eignast 11 börn pg eru 10 þeirra á lífi: Jón, skipstjóri; Ásta, saumakona; Guðrún og Guðríður, giftar hér í Reykjavík; Ásta, hjúkrunar- nemi; Pétur, Ólafur, Hjálmar og Vilhelm, sjómenn, og Sigríður, heima hjá foreldrum sínum. Liðin eru sem sagt rúmlega 60 ár síðan Sigurður í Görðum byrjaði að stunda sjó. Hann hefir alla tíð síðan að einhverju leyti stundað sjósókn eða útgerð. En auk þess hefir hann fengist við jarðrækt og, landbúnað, ver- ið útvegsbóndi hér við Skerja- fjörð á nýja og gamla vísu. Eg hitti Sigurð að máli hér á dögunum heima hjá Gísla Jónas- syni yfirkennara. Þeir eru mikl- ir mátar. Við spjölluðum um gamla daga, þegar Sigurður var að alast upp í Skildinganesi. —Seltjarnarnes var uppgangs pláss í þá daga sagði Sigurður. Þar voru inargir afburða dugn- aðarmenn og framfaramenn á marga vísu. Hér var þá t. d. kominn góður barnaskóli. Hér var framfarafélag og i mörgu garfað. Þegar eg var 14 ára var eg látinn fara að stunda sjóinn fyrir alvöru. f þá daga voru aflabrögð hér öðruvísi en nú. T. t. þurfti aldrei að fara lengra en út í þarann til þess að fá i soðið, stútungs fisk, allan ársins hring á 12 faðma dýpi. Nú er ekki slik fiskiganga eins og þá var. Faðir minn átti áttæring. Á honum réri eg fyrst. Við vorum 9 á bátnum. En þegar kom fram á vertíð, þá skifti hann bátshöfninni á tvö fjögra manna för. Þegar eg var 18 ára varð eg formaður á öðru þeirra. Það voru hafðir unglingar með mér. Eg þótti of ungur til þess að stjórna þeiin, sem eldri voru í hettunni. —Hvert réruð þið? —Fyrst og fremst út á Svið. Og stundum alla leið út í svo- kallaðar Rennur. Það er 4—5 tima róður. Það þætti mörgum einkenni- legt nú, að hafa aldrei með sér matarbita í róðrana. Það þekt- ist ekki. Ef einhver hefði tekið upp á slíkum “ósið”, hefði verið hlegið að honum. Aldrei höfð- um við annað meðferðis til að leggja okkur til munns, en 6—8 potta stóran blöndukút. —Var skyrgerð á heimilinu, svo þið gætuð haft sýru i blönd- una? —Nei. Sýruna keyptum við af bændum. Sýra var þá mikið flutt úr sveitinni og venjulega í belgjum. En við döfnuðum vel og feng- um krafta í köggla, þó langt væri milli máltíðanna stundum. Það sást bezt á því, þegar drengir komu til okkar úr sveitum, er höfðu lifað þar við þröngan kost. Það hljóp í þá kjarkur og vöxtur á einu ári. Það var viða hart í búi hér sunnanlands í sveitum í þá daga, er kom frain á vorið. Eftir 1880 fór eg suður í Garð og var þar framan af vertíð. Við veiddum þar í net þangað til netasamþyktin kom,, er eyði- lagði þá veiði alveg. —Hvernig var netasamþyktin? —Það yrði langt mál að skýra frá því. Hún var ólög og ófrelsi, sem leitt var hér í lög af mesta misskilningi. Þeir í Keflavík, Njarðvík og á Ströndinni þóttust hafa sannprófað, að ef þorska- net væru lögð í Garðsjó, þá tept- ist öll fiskganga inn eftir til þeirra. Þessvegna fengu þeir leitt í lög, að enginn mætti leggja þorskanet utan við svonefnda Bergvík. Þeir, sem lögðu net utan við Bergvík tví- og þrihlóðu. En hinir fengu mjög lélegan afla. Það var mikill munur. Þó menn hlýddu lögunum jókst afl- inn ekkert í Vogunum. Og því þótti okkur Seltirningum hart að mega ekki leggja netin þar sem fiskinn var að fá. Við gerðum það stundum. Menn voru sekt- aðir miskunnarlaust þegar það komst upp og netin tekin af þeim. Ýmsir neituðu að borga. Þá voru þeir settir í Steininn. Margir gildir útvegsbændur lentu þar, af því þeir vildu ekki greiða sektina. Eg tvíhlóð minn bát í það sinn, sem eg lagði netin utan við línuna. Eg borgaði 50 krón- ur í sekt og fór svo mína leið, hætti þeirri útgerð þar syðra. Hver mannsaldur hefir sína vit- leysu. Þetta voru “mjólkurlög” jeirra tíma. —Hve lengi hélzt þessi neta- samþykt í gildi? —Trollararnir komu og eyði- lögðu hana. Þegar þeir voru komnir til sögunnar sáu allir, að ekki þýddi að meina landsmönn- um að veiða þar sem bezt var veiðin. Þá dó þessi vitleysa út af sjálfu sér. En þegar eg varð að hætta við netin í Garðsjónum, fór eg á Stýrimannaskólann til Markúsar Bjarnasonar. Og síðan á skút- urnar. Fyrsta skútan, sem eg var skipstjóri á, var “Einingin”, eign ýmsra Seltirninga. Síðan tók eg skonnortuna “Agnesi” þá “ís- lending,” er Þórður í Glasgow átti, þá “Toiler” Geirs Zoega. Árið 1896 var eg með “Toiler.” Þá urðum við síðbúnir í mið- sumarstúrinn sem venjulega var farinn til Vestur- og Norður- lands. Þegar við komum vestur í ísafjarðardjúp, var þar alt fult af is. Urðum við að leggja und- an ísnum og lágum undir Rit. Þegar ísinn fór að lóna frá, fórum við út að ísröndinni. Jakahröngl var kringum okkur. En aflinn gifurlegur. Þar var svo mikið af síld, að sjórinn var eins og krap. Svo þétt var síldin í yfirborðinu, að hún valt um hvað eftir annað og lá á hlið- inni. Það var rétt eins og ekki væri pláss fyrir hana i sjónum. Líklegt var, að ekki væri erfitt fyrir okkur að ná þarna í beitu. Það gekk samt erfiðlega. Við settum út netstúf frá skipsbátn- um. Þegar helmingurinn af net- inu var kominn í sjóinn, var hann fullur af síld og ætlaði að sökkva. Við gátum ekki inn- byrt netið í bátinn, en komum þvi við illan leik upp í skútuna. Við fyltum skipið af riga- þorski. Komum við til Reykja- víkur alt að því mánuði á eftir öðrum. Þá varð Geið Zoega kát- ur. Hann setti afla okkar í sérstakan stafla i pakkhúsinu og leiddi þangað marga til að skoða hve fiskurinn var vænn, og sagði: “Þetta veiddu þeir á “Toiler” þegar aðrir voru komn- ir í land.” Næsta ár keypti eg kútterinn “Svan” með Guðmundi á Bakka, og var skipstjóri á honum, og síðan keyptum við “Haffara,” en sRiast skiftum við og fékk eg “Haffara” í minn hlut. Stund- um var Friðrik ólafsson skip- stjóri þar fyrir mig. Það var rétt fyrir styrjöldina 1914 að eg seldi kútteraeign mína og hætti þeirri útgerð. —Komust þið aldrei í hann krappan hér i Flóanum á opnu bátunum? —Ekki get eg talið það, segir Sigurður, rétt eins og hann minn- ist ekki að hann nokkurntíma hafi lent í neinum erfiðleikum á þeim árum. —Það kom fyrir að menn hleyptu upp á Akranes þegar hann rauk upp á sunnan, eða þá inn í Seltjörn, ef slæmt var inn Skerjafjörð. En eg fór aldrei á Akranes, en einu sinni lenti eg í Seltjörn hjá Gróttu. Einu sinni man eg eftir að við rerum út í Rennur, reyndum þar á þrem stöðum og fengum ekkert. Við áttum fisk suður í Garði og rérum þangað úr Rennunum, fengum kerlingu þar til að sjóða fyrir okkur fisk og hita kaffi og héldum síðan um kvöldið heim með fiskinn í Skildinganes. Þá voru sumir orðnir þreyttir. —En hvenær komust þið í hann krappastan á skútunum? —Á “Haffara,” segir Sigurður, rétt eins og hann vildi ekkert fara nánar út í það mál. En þegar eg beið eftir nánari frá- sögn, sagði hann: —Eg misti mann. Eg var niðri í lúgar til þess að aðgæta luktirnar, þegar sjórinn skall yfir skipið. Það slengdist á hliðina. Þegar eg kom upp á þilfarið hélt eg að mennirnir sem þar voru hefðu allir skolast út- byrðis. Þeir risu upp er eg kall- aði á þá, og sumir upp úr sjó. Nema einn. Fiskurinn i lestinni hafði kastast út í annað borðið. Við fleygðum honum til, svo skipið gæti reist sig við aftur. Það tók hálfan tíma. Það voru snör handtök. Síðan barst talið frá sjósókn og útgerð og til landbúnaðar, en Sigurður hefir lengi haft kúabú í Görðum og engjaspildu hafði hann upp i Andakíl i 30 ár og flutti, starhey þaðan, sem er bezta Jtúafóður. Um það töluð- um við og ýmislegt það, sem nær er nútimanum en kútterar hans og opnir bátar. —Það ætti að lofa mönnum að vera frjálsum að því að reyna að bjarga sér,. segir þessi 75 ára atorkumaður, sem enn hefir ekki sýnt á sér neinn bilbug. — Því þegar menn sjá, heldur hann á- fram, að alt sem menn afla er af þeim tekið, þá er mörgum hætt við að gefast upp.—V. St. —Morgunbl. 9. marz. RÚSSNESKIIi SÉRFRÆÐINGA I{ NEITA AÐ HVERFA IIEIM / HINA “RAVÐU PARADIS” Fregn frá Istambul hermir, að 50 rússneskir sérfræðingar, sem unnið hafa í tyrkneskum vefn- aðarverksmiðjum hafi verið kvaddir heim. Þegar Tyrkir fóru að koma sér upp vefnaðar- verksmiðjum fyrir nokkurum árum, fengu þeir aðstoð hjá Rússum, og lánuðu Rússar Tyrkjum allmarga sérfræðinga í þessari grein sem fleirum. Ekki er kunnugt um orsök þess, að sérfræðingarnir voru kvaddir heim skyndilega, en það sem furðulegast þykir er, að þessir umræddu sérfræðingar vilja ekki með nokkuru móti fara — segjast þeir heldur vilja eiga reiði sovétstjórnarinnar yfir höfði sér, heldur en að hverfa aftur til Rússlands. Mjói vegurinn Oft hefi eg heyrt frá því eg var barn talað um þessa kenn- ingu Krists um “þrönga hliðið” og “mjóa veginn,” en aldrei hefir mér fundist nein veruleg alvara almenningsálitsins fylgja henni, og það er ekki laust við, að kom- ist hafi inn í meðvitund mína, ósjálfrátt og það alt frá bernsku- dögum mínum, að undir yfir- borðstali manna um “mjóa veg- inn,” hafi altaf legið einhver kýmniblönduð tortryggni. — Með öðruin orðum, að kenning þessi hafi ekki verið tekin al- varlega. ÖIl mannkynssagan virðist nú bera þeim sannleika vitni, að vegurinn sé mjór, sem leiðir ti! lífs og farsældar, bæði einstakl- inga og þjóðir. Hann virðist ekki auðrataður. Þjóðir og menn kjósa fyrst og fremst það, sem auðvelt er, en kynoka sér við því að leggja hönd á plóginn þar sem þörfin er brýnust. — Það er miklu auðveldara að sulla með meðul, heldur en að gera hol- skurð og skera meinsemdina burt. Það er iniklu auðveldara að kenna unglingum öll möguleg dauð fræði, heldur en að göfga hugsunarhátt þeirra og gera þá að rétthugsandi og göfugum æskulýð. Það er mikið augveld- ara að gera menn lærða heldur en góða. Það*virðist auðveldara að rækta heila en hjarta, skilning heldur en tilfinningar. Hyggju- vit manna hefir fundið upp mik- ið og margt, bæði ilt og gott og mikla rækt hafa menn lagt við þetta, að skilja og fræða. Það hefir borið bæði sæta og súra ávexti. Hjartalag, hugsanagöfgi og tilfinningalíf hefir verið van- rækt. Ræktunarstarfsemin hef- ir orðið á eftir á því sviði, og þó er það satt, að fórnarmáttur hjartnanna og tilfinninganna hefir reynzt frelsari kynslóðanna. Menn treysta fræðslu um of, þversu nauðsynleg og góð sem hún kann að vera. Skólar, heim- ili og uppeldisstofnanir allar þurfa að leggja meiri áherzlu á þetta, að framleiða góða menn, sanna menn, menn, sem ekki geta brugðist, menn sem hafa hjartað á réttum stað. Það er tvent að vita og vilja. — “Þér hafið ekki viljað,” sagði Meist- arinn. — Þung ásökun. Móðir, sem stödd væri í lífs- háska með son sinn og ætti um það eitt að velja, að bjarga lífi sínu eða sonarins, gæti ef til vill heyrt rödd skynseminnar tala þannig: “Þú átt að bjarga þér sjálfri, þú getur enn orðið margra barna móðir. Mannin- um þínum þykir vænt um þig og gleðst yfir því að heimta þig úr heljar greipum, en þú veizt ekkert hvað úr þessum dreng- hnokka kann að verða, hvort hann nokkru sinni verður að manni.” En hjartað mundi segja móðurinni, að hún ætti að bjarga barninu sínu og láta lífið fyrir það, og þeirri rödd hjart- ans mundu flestar mæður hlýða. Það getur vel verið að skyn- semin segi við mann: “Hvað varðar þig um það, þótt einhver flón drekki frá sér vitið og steyp- ist á hausinn í skólpræsið? Átt þú að neita þér um það að fá þér stöku sinnum í staupinu, svona í hófi og gleðja þig með kunningjum þínum, einmitt vegna þess að einhver auli hér og þar drekkur sér til skaða og skammar? Átt þú að fórna rétt- indum þínum og nautnum fyrir það? Já, það getur vel verið að skilningur manna tali þannig og álykti þannig, en hafi maður- inn hjartáð á réttum stað, þá mun það segja: “Þú átt ekki aðeins að fórna ónauðsynlegum nautnum þínum, veikum bróður til bjargar, heldur jafnvel lífi þínu og kröftum. — En þetta er mjór vegur og því mjög óað- gengilegur fyrir margjj. Eg hefi litla trú á því, að bylt- ingar og umbrot framleiði far- sæld og frið á jörðu. Til þess að fá góðan heim, þarf að fá góða menn. ( “Ekki getur skemt tré borið góða ávöxtu.” Tréð verður að vera gott. En það eitt að hafa endaskifti á tré, gerir það ekki gott. Sú jörð jnun lítin gróður gefa, sem stöð- ugt er plægð og rifin upp, en fái geislar sólar og sunnanblærinn blíði að binda um sár hennar og verma svörðinn, mun grasið og hlómin fram spretta. Það er of mikið rótað til í hugum manna, en hjartað ræktað og vermt of litið. f uppeldisstarfi þjóðanna er breiði vegurinn enn kosinn, því hann er auðveldari en mjói vegurinn. Visindalega er það rökrétt, að vegurinn til farsæld- ar er mjór. Að vera stundvis, stefnufastur, viljasterkur, reglu- samur, hirðusamur, iðinn og bindindissamur, kostar sjálfsaf- neitun og mjög þroskaða hugsun. -— Það er mjór végur. — Það er auðvelt að láta lífið slampast áfram einhvernveginn, að vera hirðulaus, láta reka fyrir sjó og vindi stefnulaust og viljalaust, að hirða ekkert um velferð fjöldans, hugsa aðeins um að njóta og svalla, lifa taumlausu lífi og hafa ekkert ákveðið takmark, fylgja engri ákveðinni reglu, fara ein- hverntima á fætur, einhverntíma að hátta, einhverntíma að borða, einhverntíma að vinnu og gera alt svona einhvernveginn af handa hófi. Það er afar auðvelt. Það er breiður vegur, sem jafnan leiðir til glötunar fyrir alt félags- lif manna og öll þrif einstakl- ingslifsins. — Það er auðvelt að fara breiða veginn. Það er auð- velt að gera hávaða, æsast upp og æsa, heimta og hrópa, rífa niður og rífa til sín. Það er auð- velt að kveikja hatur, flokka- drátt og illindi. Það er auðvelt að vera óvandur í viðskiftum og vinnubrögðum, að fara illa með sitt og annara, að hafa af öðr- um, stela úr sjálfs sín vasa, svikjast um og svíkja aðra í við- skiftum. — Það er auðvelt að fara breiða veginn. Vegur lífsins er þröngur. Fræ- korpið á ekki um annað að velja, ef það vill fæða eitthvað gott af sér, en að falla niður í moldina og jafnvel deyja. Auðmýktar- brautin er mjór vegur, en það er Ieið lífsins, það er vegur upp- hefðar og sigurs. Það er erfitt að sliðra sverðið þegar vegið er að manni, að bjóða hægri kinn- ina þegar slegið er á hina vinstri, að þegja þegar maður er níddur og hrópaður niður. Það er erfitt að risa ekki gegn meingerða- manninum, en þessi erfiða leið er samt vegur lífsins. öfgaleiðin er auðrötuð, en meðalvegurinn, vegur friðar og farsældar, er þröngur. Hatursbál virðist víða loga hetur heldur en eldur kær- leikans, en það er líka misjafn- lega í þá elda blásið. Pétur Sigurðsson, —Gangleri. Nýlega hjólaði 15 ára gamall skáti í S.-Afríku, Alwyn George du Preez að nafni, 1600 km. á 10 dögum. Er þetta vegalengdin á milli Höfðaborgar og Port Elizabeth. Alwyn á heima i Höfðaborg, en fór að heimsækja frænda sinn. Einar Benediktsson END URMINNINGA R OG HUGLEIDINGAR Eftir sr. Kristinn Danielsson. Nú þegar íslenzkasti fslend- ingurinn er fallinn frá, þá er það víst margur maðurinn, sem hef- ir átt annríkt að hugsa um hann þessa dagana, er vér höfum ver- ið að fylgja honum áleiðis til greftrunar á íslenzkasta staðn- um á íslandi. Einkum mun svo vera um okkur eldri mennina, sem vorum skólabræður hans og höfum því alla æfina þekt hann eitthvað, alla æfina verið að taka á móti áhrifum frá honum og mynda og móta skoðanir okkar um hann. Því að þótt viðkynning okkar væri ekki mikil, samveru- og samræðustundir ekki margar, þá var ekki unt að eiga hann fyrir landa, án þess að fylgjast með ferli hans. Enda gat ein ræki- leg samræðustund við hann kynt hann betur eða fastara en ef til vill löng umgengni við aðra. • + Eg er einn af þessuin gömlu, sem hefi nú verið að hugsa um Einar Benediktsson, og hann ekki getað horfið úr huga inér. Þótt eg hafi verið að hugsa eitt- hvað annað, sem kallaði meira að, þá hefir mynd hans óvörum verið komin í huga mér. Og þá hefir altaf komið þetta i hug mér: íslenzkasti fslend- ingurinn. Eg veit ekki, hvort einhver annar kann að hafa sagt það áður. Eg ætla ekki með því að varpa skugga eða rýrð á nokkurn annan mann, þvi að vist er það, að marga eigum vér ágæta íslendinga, sem unna munu föðurlandi sínu ekki síður heitt en hann. En það mun ekki verða um deilt, að hann átti ein- stæðasta hörpu, til þess að túlka það með, átti óskeikulastan og hljómsterkastan áslátt á strengi föðurlandsástarinnar. f því nær allri ljóðagerð hans skín ætt- jörðin í gegn og árnaðurinn og aSÚáunin ekki skorin við nögl, svo djúp og einlæg var lotning hans fyrir islenzku þjóðerni og um fram alt fyrir íslenzkri tungu, sem hann taldi fegurstu og fullkomnustu tungu, sem töl- uð er af jarðarbúum. Enda er hún dýasti gimsteinninn, sem íslendingurinn á eða mun eign- ast, ef honum þá tekst að varð- veita hana.' Það er áríðandi um- hugsunarefni fyrir nútiðarkyn- slóðina og reyndar alla, sem á eftir munu fara. Hann lét sér áldrei na>gja minna en hið mesta og hezta fyrir fsland. Þessvegna hataði hann Valtýzkuna, þvi að hún vildi sætta sig við ráðgjafa, búsettan í Kaupmannahöfn til bráðabirgða og sem nokkurskon- ar millispor, heldur en að bíða von úr viti eftir stjórnarbótinni og eyða svo dýrmætuin árum, sem nota mætti og ætti til þess að hefjast handa að leysa þjóð- ina úr þeim niðurlægingarfjötr- um, sem erlend ráðsmenska enn- þá hélt henni i. Og þessvegna fann hann upp nafnið “heima- stjórn” og gaf það andstæðingum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.