Lögberg - 18.04.1940, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. APRIL, 1940
-----------------------------------------
-----------HöBbcrs-----------------------
GefiB út hvern fimtudag af
TUE COLUMBLA PKESS, IiIMlTKD
#85 Sargent Ave., Wlnnipes, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave.,
Winnípeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Presa, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
“Ofurefli”
Leikfélag Sambandssafnað'ar hefir um
langt skeið haldið upyii leikstarfsemi hér í
borg við góðan orðstír; vitanlega hafa leik-
ritin verið næsta misjöfn að gæðum; sum
ógæt, eins og Galdra-Loftur Jóhanns Sigur-
.jónssonar; önnur veigaminni, og margfalt
rýrari að bókmentagildi; en þrátt fyrir það,
hafa leiksýningarnar jafnaðarlegast veitt
hinum eldri Islending-um að minsta kosti,
marga ánægjulega kveldstund. Og nú, al-
veg nýverið, hefir leikfélag þetta sýnt þrisv-
ar sinnum í röð “Ofurefli,” sem Árni leik-
>
ari Sigurðsson hefir búið til leiksviðs úr
sögu Binars H. Kvaran. Efni leiksins mun
fslendingum nokkurn veginn alment kunn-
ugt af sögunni, sem vitaskuld er í margra
höndum; sagan felur í sér snarpa árás á
hinar eldri trúarbragðasetningar um þær
mundir, er höfundur hennar á'tti annríkast
við að ryðja andatrúnni veg á Islandi; hann
um það ; leikflokkurinn þræðir efnið eins og
það í eðli sínu er fró höfundarins hendi, og
tekst að mestu sæmilega til um meðferð.
Skoðanir hafa jafnan verið harla skift-
ar um “Ofurefli” Kvarans; sögunni var
lengi vel fundið eitt og annað til foráttu, og
það sennilega ekki að ófyrirsynju: menn
þóttust verða þess áskynja, að ýmsir ]>eir
persónugervingar, er sagan brá upp væri ó-
sannir við lífið og samtíðina; að slíkar fyrir-
mvndar ómyndir fyndust vart á voru landi,
ef þær þá væri ekki með öllu ófinnanlegar;
svo sem myndirnar af sóknarnefnd dóm-
kirkjusafnaðar Islands; að minsta kosti tvær
þeirra, sem verða hvorki meira né minna en
andstyggilegar hrygðarmyndir. I>á eru
kvenmyndirnar, sumar hverjar, sem leikur-
inn bregður upp, alt annað en frýnilegar að
ásýndum né innræti; margar konur í Reykja-
vík áttu um skeið ekki annars úrkosta, en
sækja vatn og bera kol dag út og dag inn,
til þess að draga fram lífið; þær töpuðu
engu af manngildi sínu við það nema síður
væri. Leik þenna má vafalaust sýna á Is-
landi án þess að skaðsemd hljótist af; hið
eldra fólk vort hér getur einnig horft á
hann og hlegið að honum án þess að bíða
tjón ó sálu sinni. En annað mál er það,
livort slíkt sé eigi í rauninni bjamargreiði
við æskulýð vorn af íslenzkum stofni í þessu
landi, að bjóða honum upp á slík “blæ-
brigði” úr forfeðrasögunni; hvort ekki sé
hér um varhugaverða og tvíeggjaða þjóð-
ræknisviðleitni að ræða.—
Um meðferð leiksins má með fullum
rétti margt gott segja; leikurinn vfir höfuð
ágætlega æfður; framburður glöggur og
leiktjöld prýðileg; á leikstjórinn, hr. Arni
Sigoirðsson, þakkir skyldar fyrir “vöruvönd-
un” sína í þeim efnum.—
Póll S. Pálsson, er sýndi Þorbjörn
kaupmann ólafsson, hélt í raun og veru
leiknum uppi; hlutverk hans vandasamt en
heilsteypt frá upphafi til enda; margfalt
miður tókst til um séra Þorvald Gunnarsson,
er Jochum Ásgeirsson lék. Séra Þorvaldur
ó að tákna einbeittan boðbera nýrra hug-
sjóna; mann, sem veit hvað hann vill; hvor-
ugs þessa verður vart í meðferð hluverks-
ins þó leitað væri með logandi ljósi. Ragnar
Stefánsson leikur Þorgrím Jónsson háyfir-
dómara, gerir það eins og sá sem vald hefir,
og verður í rauninni hetja lokaþáttarins;
kona hans, frú Margréit (Steinunn Krist-
jánsson), kemur ávalt prýðilega vel fyrir á
leiksviði, og gerði hlutverki sínu ágæt skil.
Grímsa, rúmfastan son Imbu vatnskerling-
ar, leikur Friðrik Kristjánsson, og fórst vel
úr hendi; einkum var framburður hans á-
gætur. Imba vatnskerling oflék hlutverk
sitt á öllum sviðum, og í öllum atriðum; á
því ber leikstjóri einn fulla ábyrgð; það var
á valdi hans, að velja og hafna án þess að
hábinda sig um of efni sögunnar, því óhjá-
kvæmilegt er, þá sögu er snúið í leik, að hún
taki nokkurum myndbreytingum.
Vonandi er, að betur takist til um val á
næsta leikriti þessa vinsæla leikflokks, sem
int hefir af hendi á undangengnum árum,
þakkarvert þjóðræknisstarf.
Nýja Teátamenti
Odds Gottskálkssonar
(400 ára minning)
Erindi flutt í Fyrstu lútersku kirkju
í Winnipeg, sunnudagskvöldið 14. apríl 1940
Eftir séra Vatdimar J. Eylands.
‘ ‘ 8annleikurinn mun
gjöra yður frjálsa.”
Jóh. 8:32.
Ef alt fer fram ó íslandi þessa daigana
eins ög, rök standa til og ráð er gjört fyrir,
mun þess hafa verið minst með útvarpserindi
frá Reykjavík á föstudaginn var, þann
12. þ. m. að þann dag voru 400 ár liðin
frá því að Nýja Testamentið kom út á ís-
lenzku máli í þýðingu Odds Gottskálkssonar.
Þessa merkilega kirkjusögulega og bók-
mentalega viðburðar mun einnig minst í dag
í öllum aðalkirkjum landsins, og á annexíu-
kirkjunum næsta messudag. Hefir kirkju-
ráð landsins með sérstakri fundarsamþykt
ráðstafað þessum undirbúningi, og mælst til
samvinnu prestastéttarinnar um málið.
Þetta mál varðar einnig oss Vestur-ís-
lendinga. Vér, sem hér dveljum viljum einnig
samstilla hörpur vorar til þakkar og lof-
gjörðar; vér viljum þakka þann arf, sem
vér höfum beztan þegið, og flutt með os.s
hingað vestur, en það er hin kristilega lífs-
skoðun, eins og hún er flutt af Kristi sjálf-
um, og til vor komin í hinni helgu bók, sem
hér um ræðir.
“Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.”
Á öllum öldum hafa þeir menn uppi verið,
sem trúðu þessum orðum Krists bókstaflega
og settu sér því snemma það takmark að
leita að, og finna ef unt væri, þann sannleika
sem leysir mennina úr ánauð vanþekkingar-
innar á verklegum og andlegum sviðum,
þann sannleika, sem gjörir mennina frjálsa.
Hver kynslóð getur bent á einhver mikil-
menni samtíðar sinnar sem sköruðu fram
úr öðrum sem leitendur eftir sannleikanum,
og voru einnig einkar fengsælir í þessu
efni. Er vér flettum blöðum liðinnar sögu
mannkynsins sjáum vér að allmargir slíkir
menn voru uppi á síðari hluta fimtándu
aldar og sextándu öld. Þó voru einskonar
leysingatímar í sögu mannsandans, enda tími
til kominn eftir hið ömurlega og langa mið-
aldamyrkur. Ýmsar stórfeldar uppgötvan-
ir standa í anddyji nýja tímans, sem nú
hefst. Kompásinn er nýlega fundinn; með
hjálp hans geta menn nú siglt hin bráðu höf,
sem engum manni voru áður fær. Hinn
hreyfanlegi prentstíll kom til sögunnar, flýtti
það mjög fyrir útbreiðslu allskonar fróð-
leiks. Ný meginlönd fundust og nýjar sigl-
ingaleiðir opnuðust. Columbus fann Ame-
ríku, Vasco Da Gama fann siglingaleiðina til
Indlands um Góðrarvonarhöfða. Koperník-
ur flutti þá furðulegu kenningu að jörðin
gengi umhverfis sólina. Myndlistin eignað-
ist snillinga eins og Michael Angelo og
Raphael. Mundi þá guðfræðin eða hin and-
legu vísindi verða sett hjá er slík risaskref
voru stigin ó hinum raunhæfu og verklegu
sviðum'! Á þeim vettvangi kom einnig fram
nýr og stórvirkur landkönnuður, Marteinn
Lúter. Guðfræði miðaldanna hafði reist
múrvegg einn mikinn milli Guðs og manna,
og voldug stofnun var fram komin sem taldi
sig hafa einkaleyfi til að hleypa mönnum
yfir þann vegg, benti sú stofnun þá líka á
ákveðið fley og ferjumenn, sem einir væru
þess umkomnir að tryggja mönnum far yfir
móðuna miklu. Lúter reif niður þennan
múrvegg, opnaði mönnum greiðan aðgang
að Guðs náð í Jesú Kristi, og sýndi
fram á að manninum mundi óhætt að kasta
sér í sjó náð'arinnar eins og Pétur gjörði
forðum, í fullu trausti þess að Kris'tur
itiundi rétta honum hönd sína og færa hann
að landi. Kolumbus fann nýja heimsálfu,
Koperníkus fann nýtt nóttúrulögmál, Lúter
fann nýja bók, sem opnaði mönnum leið til
þekkingar og andlegs þroska. Hann fann
þessa bók bundna járnkeðju, hann leysti
hana og opnaði svo allur heimurinn mætti
lesa innihald hennar. Þótt ekki væri bókin
í sjálfu sér ný, var hún samt óþekt allri al-
þýðn manna, og skilin af þeim einum, sem
læsir voru á latneska tungu, og jafnvel á því
máli var hún í fárra manna höndum. Alt
frá þeirri stund er Lúter fann heilaga ritn-
ingu skipaði hún öndvegið í trúarumbóta-
viðleitni þjóðanna. Upp frá því varð hún
hin dýrmæta perla, sem menn vildu eignast
af því að hún gjörði þá frjálsa, hún varð hið
mikla ljós, sem ekki mátti framar setja undir
mæliker. Til þess að útbreiða kristna trú
þótti það nú allra hluta nauðsynlegast að
birta rétta þýðing biblíunnar, einkum Nýja
Testamentisins. Á þessu sviði eiga allar
þjóðir sína forvígismenn og brautryðjendur.
Guð gaf heiminum Lúter, en Islandi var
Oddur Gottskálksson gefinn. Með þýðing
sinni á Nýja Testamentinu lagði hann einn
horsteininn í menningarmusteri
hinnar íslenzku þjóðar; hann
hjálpaði til þess að leysa hana af
klafa forneskju og fáfræði svo
að hún mætti öðlast hið sanna
frelsi Guðs harna.
Oddur Gottskálksson er sá af
forvígismönnum siðbótarinnar,
sem alment vekur mesta sam-
úð og virðingu þeirra, er kynna
sér þetta stórfelda og róstusama
tímabil sögu vorrar. Hann kemur
oss fyrir sjónir sem einlægur
maður, áhugasamur um kristileg
velferðamál, og algjörlega tállaus
í fari þegar á alt er litið. Hann
er talinn fæddur árið 1500, sonur
Gottskálks biskups að Hólum,
sem kallaður hefir verið “hinn
grimmi.” Sneinma mun Oddur
hafa verið settur til menta, og
sigldi síðan til Noregs og Þýzka-
lands til framhaldsnáms. Á
Þýzkalandi mun hann hafa
komist í kynni við kenningar
Lúters, og ef til vill kynst' sið-
bótarfrömuðinum sjálfum per-
sónulega. Oddur var svo sem
að líkum lætur alinn upp í
strangleika kaþólskrar trúar,
kom honum því margt í hinum
nýja sið einkennilega fyrir sjón-
ir. Mjög furðaði hann sig samt
á því hve margir efnilegir og gáf-
aðir menn snerust frá hinum
forna sið til hinnar nýju trúar.
Þar kom og að hann sjálfur var
á báðum áttum. Sýnir þessi
þáttur æfisögu Odds ljósast trú-
aralvöru og einlægni þessa
manns. Eftir alllanga baráttu
við sjálfan sig, og mikinn lestur
bóka um trúarleg efni, afréð
hann að leita leiðbeiningar Guðs
um það hvort væri sannara, ka-
þólska trúin eða sú lúterska. í
þrjár nætur reis hann úr rekkju
er allir voru í svefni, kraup á
gólfið og bað til Drottins lengi
nætur. Bað hann Guð að opna
hjarta sitt og sýna sér sann-
leikann, jafnframt vann hann
það heit að hann skyldi alla daga
æfi sinnar fylgja og styðja þá
trú er sannari reyndist að feng-
inni bænheyrslu. Þegar þrjár
nætur voru liðnar, rann nýtt ljós
upp fyrir Oddi. Nú stóðu hinar
nýju kenningar ljóslifandi fyrir
honum, en áður höfðu þær verið
næsta torskildar. Jafnframt
hafði hann gleymt hinum gömlu
trúarfræðum. Nú var ekki leng-
ur um að villast. Fékk Oddur
sér nú Nýja Testamentið og tók
að lesa það af kappi, og aðrar
bækur um trúarleg efni. Margt
er líkt með Lúter og Oddi. Báðir
voru þeir einlægir alvörumenn,
og innilega trúræknir. Báðir
lögðu fyrir sig lögfræði þótt
hvorugur virðist hafa haft áhuga
fyrir þeim fræðum. Lúter hætti
reyndar skjótlega laganámi, en
Oddur Jauk við nám sitt og varð
valdsmaður á íslandi um hríð.
Þótt hann væri ef til vill betur
að sér í guðfræði en lögfræði,
tók hann samt aldrei prests-
vígslu. Báðir háðu þeir Oddur
og Lúter sárt sálarstríð, og björg-
uðu sér frá sturlun með bænar-
málum. Báðir reyndust þeir
brautryðjendur á sviði kristilegra
mála, með því að gefa þjóðum
sínum Nýja Testamentið á móð-
urmálinu. Var þýðing Lúters
prentuð aðeins átján árum á
undan þýðingu Odds.
Strax er Oddur kom heim frá
Þýzkalandi hóf hann þýðingar-
starf sitt. Varð hann að fara
mjög dult með þetta verk vegna
afstöðu ögmundar biskups, sem
var mjög ákveðinn fylgismaður
hins forna siðar. Kom þar að
Oddur taldi sig ekki óhultan
með verk þetta í bæjarhúsum á
Skálholti, en lét byggja sér pall
úti í fjósi og flutti þangað skrif-
föng sín og bækur. Lét hann
svo um mælt að þar væri hlýrra
að sitja að skriftum. Er svo
að sjá að hinn aldraði biskup
hafi látið sér þessa skýring á
athæfi Odds vel líka. Undir
þessum kringumstæðum hóf
Oddur starf sitt og byrjaði á að
þýða Matteusar guðspjall. Er
sagt að hann hafi eitt sinn kom-
ist svo að orði við einn félaga
sinn að einkennileg væri sú ráð-
stöfun Guðs: Guðs sonur hefði
ekki fengið annað rúm til að
hvíla í en jötu, er hann fæddist
í þennan heim, en nú yrði hann
(Oddur) að hýrast í gripahúsi
er hann tæki sér fyrir hendur að
segja frá fæðingu Guðs sonar, og
þýða guðspjöllin um hann. Ekki
lauk þó Oddur við verkið í Skál-
holti, en mun hafa unnið að því
einnig í Danmörku en þar var
bókin síðan prentuð, að undan-
farinni rannsókn guðfræðikenn-
ara Háskólans á þýðingunni og
að fenginni fyrirskipun konungs
um útgáfu hennar. Var þvi
verki lokið 12. apríl 1540. Hefir
Nýja Testamentið þannig verið
í eigu hinnar íslenzku þjóðar í
nákvæmlega 400 ár.
Þýðing Odds Gottskálkssonar
á Nýja Testamentinu er stór-
merkur viðburður í bókmenta-
sögu fslendinga. En hér er ekki
aðeins um kirkjulegt og kristi-
legt þrekvirki og nauðsynjaverk
að ræða, heldur einnig þjóðern-
islegt afrek, sem aldrei verður
fullþakkað. Sjaldan hefir ís-
lenzkri tungu og þjóðernisvitund
verið jafn mikil hætta búin eins
og í upphafi siðbótaaldarinnar.
Hér var um sterka öldu að ræða
sem reis suður í löndum, var
barin fram með hervaldi og borin
upp á vængjum prentlistarinnar
oft án tillits til þjóðernis þeirra
landa, sem hún fór um. Af frá-
sögunni um þýðing Nýja Testa-
mentisins verður það ljóst hví-
líkum erfiðleikum prentun á ís-
lenzkri bók var háð á þessum
tímum. Oddur varð jafnvel að
láta smíða nýjan stíl til þess að
frágangur bókarinnar gæti orðið
við hæfi íslenzkrar tungu. En
hann heimtaði að sérkenni
málsins og íslenzkrar stafagerð-
ar fengi að njóta sín í prentun
bókarinnar. Páll E. ólason sagn-.
fræðingur bendir á það hvað hér
var í húfi, og bendir á siðaskift-
in í Noregi til samanburðar. í
Noregi leiddu siðaskiftin til full-
kominnar glötunar á hinni fornu
tungu og allra sjálfstæðra bók-
menta uin margar aldir, segir
hann. En forgöngumenn siða-
skiftanna á íslandi fóru að dæmi
Odds og létu það jafnan sitja
fyrir að birta höfuðrit trúar
sinnar á íslenzku máli. Hefðu
þeir ekki gjört þetta er næsta
ólíklegt að öðruvísi hefði farið
fyrir fslendingum í þessu efni,
en fyrir frændum vorum Norð-
mönnum. Hin íslenzka þjóð
stendur því í tvöfaldri þakkar-
skuld við Odd Gottskálksson.
Hann hefir með starfi sínu lagt
grundvöllinn að varðveizlu þess
sem oss er kærast, en það er trú
vor og tunga.
“Sannleikurinn mun gjöra
yður frjálsa.” Sannleikurinn,
sem Oddur gjörði Jæsilegan ís-
lenzkri alþýðu gjörir mennina
frjálsa vegna þess að hann veitir
fræðslu i þeim efnum sem oss
ríður mest á að fræðast um.
Orðið frá Guði, sem til vor kem-
ur i kenningu og persónu Jesú
Krists, bendir oss á sannleikann
um oss sjálfa. Það skýrir fyrir
oss uppruna mannsins á jörð-
unni og tilgang mannlífsins.
Hver er maðurinn að þú minnist
hans og mannsins barn að þú
vitjir þess? Undir svarinu við
þessari spurningu sálmaskálds-
ins, er frelsi mannsins, heill hans
og hamingja komin. Er 'maður-
inn aðeins skepna til þess sköp-
uð að lifa eftir lögmáli hnefa-
réttarins og frumskóganna? Er
hann aðeins örlítið peð á tafl-
borði tilverunnar spilað fram af
ópersónulegum og dutlungafull-
um máttarvöldum. Orð bókar-
innar sem Oddur þýddi svarar á
þá leið að hver maður sé Guðs
barn, að vísu í álögum, en Guðs
barn engu að siður, óendanlega
dýrmæt vera í augum föðurins,
sem lífið gaf. Orðið frá Guði,
sem Kristur flutti birtir oss einn-
ig sannleikann um syndina,
hvernig hún lamar alla mann-
lega viðleitni, og særir menn til
ólífis ef hinn mikli læknir er ei
til hvaddur. En höfuðpersónan
í hinni helgu bók er einmitt
læknirinn, sem vill styrkja alla
lama menn, lækna þá sem sjúk-
ir eru, og græða öll sár mann-
anna. Með lífi sinu, kenning
sinni og sjálfsafneitun vill Krist-
ur sýna oss hvernig vér eigum
að ganga á Guðs vegum. Með
endurlausn sinni og upprisu
opnar hann oss hlið himins. Orð
bókarinnar, sem Oddur þýddi
sýnir oss sáluhjálparveginn eina
bæði í þessu lífi og annars heims
— og vegurinn er Kristur.
Um fjögur hundruð ára bil
hefir heilög ritning verið það
ljós, sem einna bezt hefir lýst
hinni islenzku þjóð. Þrátt fyrir
undirokun og eldgos, harðæri og
hörmungar hafa íslenzkir menn
fundið sálum sínum styrk í þeim
boðskap er hún flytur. Hún
hefir gjört anda þeirra frjálsan,
jafnvel þótt líkaminn hafi verið
háður óblíðum náttúruöflum og
skilningssljóum stjórnarvöldum.
Eintak þessarar blessuðu frelsis-
skrár mannkynsins var í mörg-
um tilfellum næstum sá eini
jarðneski auður, sem frum-
byggjendurnir islenzku fluttu
með sér hingað vestur um haf.
Er vér í dag minnumst frum-
herjanna á sviði frjálsra trúar-
bragða með þjóð vorri hljótum
vér hér vestra að minnast Dr.
Jóns Bjarnasonar. Hann var sá
leiðtoginn á meðal vor, sem hélt
um langan aldur merki hinnar
helgu bókar hátt á lofti, og safn-
aði þjóðbræðrum sínumumhana
þrátt fyrir fátækt þeirra á frum-
býlingsárunum. Vér minnumst
þess að hann hjálpaði til að
koma kirkjufélagi voru á stofn,
að hann var forseti þess lengur
en nokkur annar maður í sögu
þess fram á þennan dag, að hann
var fyrsti prestur þessa safnað-
ar, að vér sem kirkjufélag og
söfnuður erum enn að byggja á
þeim traustu undirstöðum er
hann lagði. Áhrif hans og orð
lifa enn vor á meðal. Fyrir
fimmtíu árum síðan flutti hann
ræðu í tilefni af þeim sama við-
burði, sem eg hefi gjört að um-
ræðuefni hér í kvöld, þýðing
Nýja Testamentisins á íslenzka
tungu. Bæðan var flutt seint
um haustið 1890. Þar farast Dr.
Jöni svo orð um heilaga ritn-
ingu: “í framandi landi fjar-
lægrar heimsálfu höfum vér
flutt með oss vort erfðagóz, einn-
ig þetta bezta, sem vér eigum. í
hvert skifti sem vér hugsum um
það fáum vér hvöt til að lita
heim til hinnar elskuðu klaka-
bundnu ættjarðar. Það, sem
vert er að lifa uppá, og óhætt að
deyja uppá, og það eina, sem ó-
hætt er að ganga með.inn í vet-
ur vors eigin lífs, það eignuð-
umst vér hinir fullorðnu þó
þar. . . .”
Á þessum örlagaríku timum
fáum vér sem nú lifurn einnig
hvöt til að líta heim til hinnar
elskuðu ættjarðar. Saga nútím-
ans er feiknstöfum skráð, og
þá einnig saga íslands, þessa síð-
ustu daga. “Sannleikurinn mun
gjöra yður frjálsa” segir Kristur.
Samkvæmt blaðafregnum frá
Evrópu hefir hin islenzka' þjóð
nú fyrir fáum dögum lýst sig
fullfrjálsa og óháða að öllu leyti
útlendum ríkjum og valdhöfum
eftir hart nær sjö alda samband
við erlend konungsriki. Fljótt á
litið virðist það ekki hafa verið
sannleikurinn, sein varð orsök
þeirrar yfirlýsingar um fullkomið
frelsi fslandi til handa, heldur
óbeinlínis sá maður meðal vald-
hafanna, sem vér hugsum oss i
andstöðu við flest það, er til-
heyrir réttlæti og sannleika.
Fæstir á meðal vor bjuggust við
þvi að lifa slíka stund sem þá er
nú er upprunnin, og þess er eg
fullviss að engir sannir fslend-
ingar á fslandi eða hér vestra
hafa óskað þess að draumurinn
um fullkomið frelsi fslandi til
handa næði fram að ganga
með þeim hæti, sem raun er
á orðin. Innileg samúð er
fúslega tjáð þeirri frændþjóð