Lögberg - 13.06.1940, Side 5
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 13. JÚNI 1940
5
Brezkt herlið
á Islandi
(Framh. frá bls. 1)
Þessir fjórir brezku erindrekar
voru á fundi ríkisstjórnarinnar
ura klukkustund.
Mr. Howard Smith lagði fram
umboð sitt, sem sendiherra Breta
á íslandi. Hann gerði og ítar-
lega grein fyrir ástæðunum fyr-
ir hertöku landsins og fullvissaði
rikisstjórnina um, að hinn hrezki
herafli yrði hér ekki stundinni
lengur en striðsnauðsyn krefði,
enda myndu Bretar á engan hátt
hafa afskifti af stjórn landsins.
Rikisstjórnin kvaðst á hinn
bóginn mótmæla hertökunni,
har sem hún væri skerðing á
sjálfstæði og hlutleysi landsins,
og kvaðst staðfesta þessi mót-
raæli sín skriflega, enda vísaði
hiin í þvi efni til fyrri hréfa-
skrifta sem farið hafa fram milli
brezku og íslenzku ríkisstjórnar-
innar.
Eftir að hinir brezku erindrek-
«
ar gengu af fundi ríkisstjórnar-
innar var haldinn ráðuneytis-
fundur, þar sem gengið var frá
mótmælaskjalinu gegn hertök-
unni, sem siðan var sent brezka
sendiherranum.
Seinna um daginn gekk ríkis-
stjórnin á fund sendiherrans,
þar sem hann hefir valið sér
hústað um stundarsakir að Hótel
Borg.
útvarpsræða
Hermanns Jónassonar
Til þess að rikisstjórnin gæfi
alþjóð manna stutt yfirlit yfir
afstöðu sina og atburði dagsins
flutti Hermann, Jónasson ræðu í
htvarpið í gærkvöldi. Ræða hans
var svohljóðandi:
fslendingar! Þau tiðindi hafa
gerst, að brezkur herskipafloti
kom til Reykjavfikur snemma nú
i morgun og setti á land hóp
hermanna, sem hafa hertekið
Reykjavík; og nokkra aðra staði.
Með brezka hernum kom
sendiherra Mr. Howard Smith,
sem nýlega hefir verið útnefnd-
ur sendiherra Breta í Reykjavík,
— en hafði til skamms tíma
verið sendiherra Breta í Kaup-
mannahöfn.
‘ f all-itarlegu samtali, sem eg,
ásamt meðráðherrum mínum
átti við sendiherrann í morgun,
shýrir hann svo frá að ráðstaf-
anir þær, er eg áður nefndi og
gerðar hafa verið, séu eingöngu
Qerðar í varúðarskyni. Sendi-
herrann lýsti því yfir að brezka
rikisstjórnin hafi talið óhjá-
hvæmilegt að hernema hér á
landi vissa staði, sem eru hern-
aðarlega þýðingarmiklir til þess
að konia í veg fyrir að Þjóð-
verjar gripu til svipaðra ráðstaf-
ana.
íslenzku ríkisstjórninni var
ehki allskostar ókunnugt um, að
Þessi hertaka gæti borið að
höndum. Brezka ríkisstjórnin
hafði áður látið þá skoðun í ljósi
við íslenzku ríkisstjórnina að
•Hk hertaka á þýðingarmiklum
stöðum í landinu væri nauðsyn-
leg fyrir öryggi landsins, af þeim
rökum, sem að framan eru talin.
hn íslenzka ríkisstjórnin hafði
^jög harðlega mótinælt þessari
skoðun, sem og þvi, að slik her-
taka gæti komið til greina. —
tslenzk stjórnarvöld hafa ekki
veitt neina mótstöðu gegn þessu
hroti á hlutleysi fslands og þess-
ari skerðingu á sjálfstæði þess
En ríkisstjórnin hefir borið
tram eindregin mótmæli. Hinn
i'rezki sendiherra hefir tekið við
þessum mótmælum og um lcið
hefir hann fullvissað mig um að
r,kisstjórn hans hafi engin á-
farm um að blancla sér inn i
stjórn landsins. Þessi verknað-
,lr sé eingöngu framlnn vegna
þ'nna tilefnislausu árásar Þjóð-
Verja á Danmörku og Noreg.
Q *’ * ’
endiherrann kvaðst óska eftir
ati benda á að taka Þjóðverja á
þernaðarlega þýði ngarmiklum
stöðum á norsku ströndinni hafi
mðið þeim framkvæmanleg ein-
köngu vegna þess að Bretar hafi
viljað virða hlutleysisrétt Noregs.
Markmið brezku stjórnarinn-
ar með ‘ hernámi íslands af
brezku hlerliði sé eingöngu að
hindra Þýzkaland í að breiða ut
styrjöldina til íslenzks forráða-
svæðis. Af því leiðir jafnframt
að þessi her verði ekki i landinu
degi lengur en nauðsyn krefji
vegna styrjaldarinnar.
Þessar ákveðnu yfirlýsingar
frá hinni vinveittu brezku þjóð
eru óneitanlega nokkur sólskins-
blettur í þeim dökka skugga,
sem nú hefir borið yfir.
Með sendiherranum komu
einnig hingað til lands Mr.
Harris, formaður brezka hluta
brezk-íslenzku viðskiftanefndar-
innar. Hann kemur i þeim er-
indum að taka upp samninga um
verzlunarviðskiftin milli íslands
og- Bretlands.
Þeim þjóðum fjölgar nú með
hverjum degi, sem dragast inn í
sjálfa styrjöldina. — Holland og
Belgia hafa nú í dag bæzt i
þennan hóp. Hjá okkur þrengj-
ast sundin og erfiðleikarnir vaxa.
Ofan á það bætist svo hertaka
/landsins um skeið — að visu
framkvæmd af mjög vinveittri
þjóð. En öll él birta um siðir og
og þó framundan sé óvissa, er
þó eitt víst, að hezta ráðið er að
standa saman sem einn maður
— taka þessu með jafnvægi og
rö. Þolinmæðin þrautir vinnur
allar, segir gamalt og viturlegt
íslenzkt máltæki.
Eins og nú á stendur óska eg
að íslenzka þjóðin skoði hina
brezku hermenn sem komnir eru
til íslands, sem gesti og sam-
kvæmt því sýni þeim eins og
þðrum gestum fulla kurteisi í
hvívetna.
Brezka útvarpið
segir frá.
En um afstöðu Breta til her-
tökunnar sézt á flugmiða þeim,
sem hermennirnir höfðu með-
ferðis við landtökuna, og birtur
var hér í blaðinu í gær.
Ennfremur var í gær komist
að orði í brezka útvarpinu á
þessa leið:
Frá því Þjóðverjar tóku Dan-
mörku hefir verið búist við því,
að komið gæti til mála, að Þjóð-
verjar kynnu að setja her á land
á fslandi. Þetta hefðu þeir get-
að gert, með tiltölulega litlum
herafla, þar eð islenzka stjórnin
er á engan hátt við því búin að
geta varið landið.—Hefir stjórn-
in ekki yfir að ráða nema 70
manna lögregluliði.
Til þess að koma í veg fyrir
að þetta gæti komið fyrir, hefir
brezkur her verið settur á land
svo komið sé i veg fyrir að ís-
land missi sjálfstæði sitt i hend-
ur Þjóðverja.
Það hefir greinilega verið tek-
ið fram við íslenzku stjórnina,
segir í útvarpsfregninni, að her-
liðið verði kallað í burtu strax
að ófriðnum loknum.
Þess var getið ennfremur, að
fslendingar myndu geta fengið
hagstæða verzlunarsamninga við
Breta.
Eftirminnileg morgunstund.
Reykvíkingum hrá yfirleitt
ekki við tiðindin sem gerst höfðu
meðan þeir sváfu, er þeir vökn-
uðu í gærmorgun. En þeir voru
óvenjulega árrisulir inargir hverj
ir. Er leið fram á morguninn,
var múgur og mannsöfnuður á
öllum götum i Miðbænum. Fólk-
ið glápti á hermennina — það er
rétt að nota þá berorðu samlík-
ingu — eins og naut á nývirki.
Þyrptist utan um hermennina,
þar sem þeir stóðu á götuhorn-
um, fyrir framan opinberar
byggingar og gistihúsin. Var
næsta óviðkunnanlegt að sjá, hve
forvitni fólks var litt seðjanleg.
Á hinn bóginn varð þvi ekki
neitað, að það stakk i augun að
sjá alvopnaða hermenn standa
með tiltölulega stuttu millibili á
götunum, ekki sízt meðan hand-
tökur Þjóðverjanna fóru fram,
og þeir höfðu margir langa
byssustingi standandi upp af
byssuhlaupum sínum. Eigi varð
annað ráðið af hinni skipulögðu
hertöku bæjarins, en að þeir
hefðu að óreyndu getað búist
hér við vopnaðri mótstöðu úr
einhverri átt.
Hótel ísland spítali.
Á þetta benti lika það, að eitt
af fyrstu verkum þeirra var, að
ganga inn á Hótel ísland og
taka þar veitingasalina til yfir-
ráða fyrir spítala. Var Rauða
Kross fáninn dreginn að hún á
flaggstöng hússins, til merkis um
hvað þar var. En í veitingasal-
ina voru borin alls konar hjúkr-
unargögn, sjúkrabörur og tæki
til hverskonar sáraaðgerða.
Aldrei kom til þess, að neitt af
þessu þvrfti að nota, því hvergi
var svo mikið sem reiddur hnefi
að hermönnunum. Og um kl.
2 um daginn hvarf hjúkrunar-
deildin með farangur sinn úr
gistihúsinu.
Farangurinn og liðið.
Ekkert hefir verið látið uppi
um það, hve inargt hermanna
hafi komið hér á land.
Mikill er þeirra farangur allur,
hergögn og útbúnaður. Þegar
fram á morguninn kom var tek-
ið til óspiltra málanna að flytja
hann á land úr herskipunum, og
tók herliðið nokkur skip á leigu
til þess. Meðal skipa þeirra,
sem Bretarnir tóku í flutninga,
var b. v. Gýllir og Þorfinnur, og
auk þess mótorbátar. Auk þess
fengu þeir í flutningana brezk-
an togara, sem lá hér á höfninni
ineð brotið afturmastur.
Brezka herliðið tók í sina
vörzlu og umsjá gömlu uppfyll-
inguna fyrir framan Eimskipa-
félagsgeymsluhúsin og Hafnar-
húsið. Gættu hermenn þess, að
óviðkomandi færu ekki inn á hið
afgirta svæði, en voru þó ákaf-
lega frjálslyndir hvað þetta
snerti og fengu margir að labba
um uppfyllinguna og skoða sig
um, þó ekki ættu þeir brýnt er-
indi.
Hermennirnir tóku portið milli
nyrðri og syðri álmu Hafnar-
hússins undir sína umsjá og
geymdu þar farangur sinn og
birgðir, sem komið var með i
land af togurunum.
Meðal varningsins, sem flutt-
ur var i land lir herskipunum,
kendi margra grasa. Þar voru
matvæli allskonar, bjór og aðrir
drykkir, sigarettur og sýróp.
Þá var allmikið af skotvopn-
um og hergögnum. Gaddavír
var töluvert af og timbri. Einnig
stæðum undir loftvarnabyssur,
hermannabaðker, o. fl.
Margir hermannanna höfðu
með sér reiðhjól og bifhjól. út-
varpstæki voru á uppfyllingunni
og sjóliðarnir stóðu í sambandi
við skipin með flaggmerkjum.
Flutningnum var ekki lokið fyr
en siðari hluta dags.
f alla þessa flutninga þurfti
marga bila og fékk herliðið þá
hjá bílastöðvum bæjarins, Stein-
dórsstöð, Vörubílastöðinni Þrótt
og víðar.
Vmferð bönnuð lír bænum.
Eins og skýrt var frá á flug-
miðanum, sem útbýtt var um
morguninn, stöðvaði herliðið alla
umferð til bæjarins og frá bæn-
um eftir aðalvegunum. Var her-
vörður við Elliðaár og eins i
Fossvogi. Verkamenn, sem voru
á leið til Hitaveiturennunnar
ofan við Elliðaár, komust t. d.
ekki leiðar sinnar meðan þetta
bann stóð yfir.
En bann þetta stóð ekki leng-
ur en 4 klukkustundir. Það
mun hafa verið, á meðan herlið-
ið var að taka höndum þá Þjóð-
verja, er i bænum voru og flytja
þá til skips.
Nokkrir þýzkir sjómenn voru
á vist á Litla-Hrauni. Var send-
ur bill snemma um morguninn
til þess að sækja þá.
Uppi i Svínahrauni mætti sá
bíll gangandi manni. Bað fyrir-
liðinn bilstjórann, sem ók biln-
um, að skreppa af bílnum og
spyrja þenna göngumann, hverr-
ar þjóðar hann væri. Bílstjórinn
gerði svo, en ferðamaður var
sagnafár, sagðist vera á leið til
Hérnám Reykjavíkur
Á myndinni að ofan sézt bústaður þýzh a alræðismannsins i Reykjavik, Dr. Ger-
lachs, um þær mundir er hann var tekin n fastur; að neöan hópur brezkra her■
manna ú leið til bústaðar Dr. Gerlachs.
bæjarins. Hann talaði islenzku.
Fyrirliðanum þótti svörin ófull-
nægjandi, fór sjálfur út úr biln-
um, gekk á manninn hver hann
væri og sagði hann þá sem var,
að hann væri Þjóðverji. Var
hann tekinn með í bilinn og
fluttur sem fangi til skips.
Hiísnæðið.
Þá var byrjað á því að sjá
herliðinu fyrir húsnæði hér í
bænum og fyrir geymsluplássum.
Voru fengin ýms hús þeim til
gistingar. Aðalstöð herliðsins
var sett á stofn í Hafnarhúsinu.
En gisting hafa hermennirnir
fengið m. a. í f. R. og K. R. hús-
inu, Franska spítalanum og
Austurbæjarskólanum.
Herliðið ftutt úr bænum.
Er leið fram yfir hádegi var
farið að flytja herflokka úr bæn-
um. Þá var flutningi farang-
ursins svo langt komið, að her-
flokkar voru fullbúnir til útilegu
utan bæjar.
Einn flokkur var fluttur upp
á Sandskeið til dvalar þar. En
farfið var með 30—40 manns
austur að Kallaðarnesi. Er blað-
ið átti tal við Kallaðarnes i gær,
var þar sagt, að hermennirnir
byggjust ekki við að vera þar
lengur en 4—5 daga.
Þá fór talsvert mikið lið upp
á Kjalarnes og upp í Hvalfjörð.
Voru um 00 hermenn í Brautar-
holti i gær með mikinn farangur,
allskonar verkfæri, mikið af
vir og fleiru. Þessir hermenn
hafa næturstað í Arnarholti.
Tveir herflokkar héldu lengra
og settist annar þeirra að uppi
i Kjós, að Reynivöllum, en hinn
i Hvitanesi við Hvalfjörð.
Laxfoss átti að fara af stað til
Borgarness snemma um morg-
uninn. Vegna umferðabannsins
var för hans frestað fram yfir
hádegi. Einir 50 hermenn fóru
með honum til Akraness.
Um aðra dreifing á herliðinu
hafði hlaðið ekki frétt í gær-
kvöldi.
Simalokunin.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá tók herliðið völdin á sima-
stöðinni við Thorváldsens stræti
strax og hermennirnir komu á
land. Var Thorvaldsens stræti
lengi fram eftir morgni ein helzta
herstöð í bænum og öflugur her-
vörður við dyrnar.
Þegar starfsfólk símans kom
til vinnu sinnar á tilsettum tíina,
var ekki greitt um gang inn i
húsið. Var allur aðgangur að
húsinu gersamlega bannaður og
fjöldi hermanna þar um alt.
Sjálfvirka miðstöðin fékk þó
að starfa og truflaðist ekki inn-
anbæjarsíminn að neinu. En
ef menn hringdu á langlinumið-
stöðina, var þar Englendingur
fyrir, og svaraði því einu til, ef
beðið var um utanbæjarsamband
að það va*ri því miður ekki ha*gt
að afgreiða slíkt í bili. En
nokkru eftir hádegi var síma-
stúlkum leyfður aðgangur að
stöðinni, og var talsimakerfið út
um land til afnota upp frá því.
En um skeytasendingar var
litið, þó ekki munu þær hafa
verið afteknar með öllu í gær.
Pósthúsið var líka lokað i-
gær og hervörður fyrir húsinu.
Hve lengi þessi stöðvun verður,
er blaðinu ekki kunnugt.
Gerð var leit í fiskibátum, sem
fóru héðan í róður úr höfninni
í gær. En þeim síðan leyft að
fara leiðar sinnar.
í gærkvöldi frétti blaðið, að
herliðið hafi eitthvað svipast
eftir stöðum fyrir loftvarna-
byssur sínar, í bænum eða i
grend við bæinn. En enga nán-
ari vitneskju hefir blaðið um
það.
/ Seyðisfirði.
Vmsar sögusagnir gengu um
bæinn i gær um það, að brezkt
herlið hefði gengið víðar á land
hér gær. En sennilega eru allar
þær sögur á misskilningi bvgð-
ar. Það eina, sem blaðið frétli
í þá átt með sanni, var að brezk-
ur vopnaður togari kom inn til
Seyðisfjarðar i gærmorgun og
rendi þar nálægt bryggju. Fékk
skipstjóri vitneskju um, að þar
va'ru engir Þjóðverjar fyrir, og
hélt togarinn þá rakleitt aftur
út fjörðinn.
En úti í firðinum, úti fyrir
Brimnesi, beið stórt skip tog-
arans, meðan hann skrapp inn
fjörðinn. Sýndist það vera stórt
vopnað kaupfar. Er togarinn
kom til baka sigldu bæði skipin
út úr firðinum og í hvarf suður
fyrir Dalatanga.
Herskipin fóru.
Er leið á daginn hurfu brezku
herskipin héðan á brott, og sázt
til þeirra sigla hér út flóann.
Er þá gerð nokkur grein fyrir
því helzta, sem gerðist hér fyrsta
dag hertökunnar. En margt sem
i frásögur er færandi og minni-
háttar er, er ósagt.
En rétt er að geta þess að lok-
um, að framkoma hinna brezku
hermanna var yfirleitt kurteis-
leg, og einkum þó eftir að þeir
höfðu gengið úr skugga um, að
hér yrði um enga vopnaða and-
stöðn að ræða. Voru hermenn-
irnir skrafhreifnir við vegfar-
endur, og virtust léttir í lund.
En altof margt fólk safnaðist
utan um þá og slórði á götunum
umhverfis þá. Þetta kann að
vera afsakanlegt fyrsta daginn
vegna nýjungagirni, en væri í
hæsta máta óskemtilegt ef slik
framkoma héldi áfram.
(Morgunbl. 11. maí)
Lífsábyrgðarfélag eitt, hefir
látið rannsaka, hvort fólk, sem
lifir í sveitum eða kaupstöðum
verði langlifara. Rannsóknin
leiddi i lós, að sveitafólk lifði
að jafnaði 5 árum Iengur en
kaupstaðarbúar.
HAMBLEY’S
HÆNUUNGA
KJÖRKAUP
í JÚNÍi
Verð gildir frá
15. júní, og pant-
anir afgreiddar
samstundis.
100 50 25
Wh. I.eichoms .... $ 7.15 M.25 *2.25
W. I.. Pullets 16.00 8.50 4.50
W. L. (’ockeivls . 3.00 1.75 1.00
Barred K<H*k>i 9.75 5.00 2.75
B. K. Itilletw .... 14.00 750 4.00
B. K. CoekereÍK 9.00 5.00 2.75
Abyrgst 100% A lífi við móttclku
Areiðanlega 98% kvenungar.
J. J. HAMBLEY HATCHERIES
1'nKar Kendir F.O.B. Winnipeg;, Brándon,
Kejrina, Sa«katoon, Calgar.v, Edmonton,
Portage la Prairie, I>auphin.
I