Lögberg - 04.07.1940, Qupperneq 1
PHONE 86 311
Seven Lines
Service
and
Satisfaction
■v^5»a"'
C<*-
'■O bP
uossjnjo(j H .SJJV
PHONE 86 311
Seven Lines
Íoírf^’ ^
0«*
^O-
For Better
Dry Cleaning
and Laundry
53. ARGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚLl, 1940
NÚMER 27
Rússar hernema
landsvœði í Rúmeníu
Þau tíðindi gerðust á fimtu-
daginn var, að rússneskar her-
sveitir æddu inn vfir landamæri
Húmeniu og hernámu Bessarab-
iu og norður Búkovínu; var auð-
sjáanlega þegar svo um knúta
búið, að Carol konungur sé ekki
annað vænna en ganga að kröf-
uni Rússa andspyrnu og mót-
mælalaust; hvort þetta gerðist að
ráði Hitler’s er eigi vitað, þó vist
sé, að hann hafi eins og ástatt var
eigi treyst sér til að standa uppi
i hárinu á Stalin. Frá Rúmen-
íu er simað að Carol konungur
hafi leitað ásjár þeirra Hitlers og
Mussolini, og telji sér einu hjálp-
arvonina úr þeirri átt; stjórnar-
skifti hafa farið fram í Rúmeniu
og er hinn nýi forsætisráðherra,
Gigurtu, eindreginn fylgjandi
Nazista og Fasista stefnunnar.
Flugmaðurinn
heimsfrœgi, Italo
Balbo, lœtur líf
sitt í flugslysi
Nafn Balbo marskáls hefir
verið á hvers manns vörum frá
þeim tima er hann tvisvar sinn-
um hafði forustu fvrir stórri
flugvélaþyrpingu, er flaug frá
Hóm til Norður-Ameríku; siðari
förina fór. Balbo árið 1933 um
ísland á leið til heimssýningar-
innar í Chisago; tóku þátt í þeim
leiðangri 36 loftför og hlekktist
engu þeirra á. Balbo flugmar-
skálkur var einn af frumkvöðl-
um Fasista hreyfingarinnar ítöl-
sku, og var lengi vel Mussolinis
önnur lönd þó orð léki á, að ekki
myndi öfundslaust með öllu
niillum þeirra. Eftir að Ethíóp-
íu stríðinu lauk, var Balho sktp-
uður landstjóri vfir Libyu, og
gegndi hann því embætti til
dauðadags. Dauða Balbos bar
að þann 29. júní síðastliðinn í
orustu við brezkar flugvélar;
bviknaði i flugvél hans, og létust
bar ásamt honum sjö nafnkendir
Halskir flugmenn.
Rjómabúið á Lundar
vinnur fyrstu verðlaun
Á landbúnaðarsýningunni, sem
staðið hefir yfir í Brandon und-
anfarna daga, vann Maple Leaf
Greamery á Lundar fyrstu verð-
laun fyrir smjörgerð, og hlaut
97.3 stig; er með þessu sett nýtt
niet í smjörgerðarsögu fylkisins.
f samkej)ni þessari tóku þátt
rjóniabú úr vestur fylkjunum
fjórum, á samt Ontario.
Að Maple Leaf Creamery fél-
aginu standa einungis„íslending-
ar. Eigandi þess og framkvæmd-
arstjóri er Mr. Joe Breckman
ahugasamur dugnaðarmaður, og
'insæll í héraði. Um smjörgerð-
*na annast Mr. Grímur Sigurðson
þautreyndur í sinni grein, en
yfirlitið hefir með höndum Mr.
úrimur Jóhannesson, umsjónar-
aiaður rjómabúa í austurhluta
Manitoba fylkis fyrir hönd fvlk-
isst jórnarinnar.
Á tveimur síðustu árum hefir
^r- Jóhannesson hlotið þau verð-
*aun fylkisstjórnarinnar, sem
Ve,tt eru umsjónarmönnum i
þeim nmdæmum, er flesta hljóta
'inningu á landbúnaðar og fram-
'eiðslu sýningum fylkisins.
Ungverjar og Búlgarar vilja óðir
og uppvægir fá nokkurn hluta af
Rúmeníu, en þeir Hitler og Muss-
olini vilja ógjarna að þeim kröf-
um verði framfylgt sem stendur.
Republicanar
velja forsetaefni
Á flokksþingi Republicana í
Bandaríkjunum, sem haldið var
í Philadelphia í vikunni sem leið,
fóru leikar þannig, að Wendell
L. Wilkie, 48 ára gamall, for-
stjóri umsvifamikilla orku fyrir-
tækja, var útnefndur sem forseta
efni flokksins við kosningarnar
sem fram fara í öndverðum næst-
komandi nóvember mánuði;
na'stir honum gengu að liðstyrk
Thomas E. Dewev, lögfræðingur
frá New Áork, og senator Robert
Taft. Senator Charles L. Mc-
Nary frá Oregon, var kjörinn að
varaforsetaefni. Mr. Wilkie
fvlgdi lengi vel Demókrötum að
málum, en varð viðskila við þó
1033 vegna ágreinings við stefhu
núverandi forseta, Franklin D.
RooseveU, er honum þótti hallast
um of í vinstri átt; hann er talinn
maður hagsýnn og hinn þolnasti
vinnuvíkingur.
Mestur 'hluti
franska flotans
í höndum Brezka
Mr. Churchill lýsti yfir því í
þingræðu á miðvikudaginn, að
mestur hluti franska flotans væri
í höndum Breta; þó hefði flota-
deild í Algeríu neitað að ganga
Bretum á hönd, og til þess að
fyrirbyggja að þau skip félli í
hendur Þjóðverjum eða ítölum,
sótti brezki flotinn að þeim í
orustu, og vann yfir þeim ákveð-
inn sigur; þremur frönskum
stórorustuskipum var sökt, og
mörgum beitiskipum; þau, sem
undan komust, voru næsta hart
leikin, og litlar líkur til að þau
verði sjófær á ný. Mannfall af
hálfu Frakka í þessari viðureign
var mikið, en af Breta hálfu
naumast teljandi.
Dr. Ófeigur
Ofeigsson
Hingað kom til borgarinnar á
mánudaginn sunnan frá Roches-
ter, Minn., Dr. ófeigur ófeigsson,
sá, er á vegum Canadasjóðs
stundaði hér nám fyrir nokkr-
um árum og aflaði sér hvarvetna
hinna mestu vinsælda fyrir
drengilega framkomu. Dr. ó-
feigur kom til þessa lands fyrir
skömmum tíma, eins og sagt var
frá hér í blaðinu, en hefir varið
þeim tíma í Rochester til þess
að kynna sér nokkurar nýjung-
ar í læknisfræði; hann gegndi
um hríð læknisembætti við ríkis-
spítala fslands, en starfrækir nú
sjálfur lækningastofu í Reykja-
vik. Meðan Dr. ófeigur dvaldi
í borginni, var hann gestur
Grettis ræðismanns Jóhannsson-
ar og frú Jóhannsson, að 910
Palmerston Ave. Dr. ófeigur
lagði af stað suður til Rochester
á miðvikudagskveldið, en siglir
frá New York áleiðis til Reykja-
víkur um miðjan mánuðinn.
Miss Thruda Backimn, A.T.C.M.
Þessi bráðvelgefna unga stúlka,
dóttir þeirra Dr. og Mrs. K. J.
Backman, hefir nýlega lokið kenn-
araprófi í pianóspili með ágætis-
einkunn við Toronto Conservatory
of Music. Miss Backman hefir
frá upphafi stundað nám sitt hjá
frú Björgu ísfeld.
Roosevelt tekur
tvo Republicana
í ráðaneyti sitt
Það þótti tíðindum sæta er
hljóðbært varð um það á dögun-
um að Roosevelt, forseti, hefði
valið tvo menn úr flokki Repub-
licana fyrir ráðanevti sitt. Þess-
is voru þeir Henry L. Stimson,
er tekur við forustu hermála-
i
ráðuneytisins, og Frank Knox,
blaðaútgefandi í Chicago, er í
kjöri var sem varaforsetaefni Re-
publicana 1936; verður hvnn
flotamálaráðherra. Mr. Stimson
var hermálaráðherra í stórnar-
tið Hoovers. Til þess að ráðherra
útnefning sambandsstjórnar
Bandarikjanna sé gild, verður
hún að öðlast staðfestingu senat-
sins; en slík staðfesting var af-
greidd á þriðjudaginn, og taka
nú því þessir tveir áminstir menn
tafarlaust sæti sitt i ráðuneyti
Mr. Roosevelts.
Canadiskt herskip
ferst
Á föstudaginn var sökk cana-
diski tundurspillirinn Fraser við
vesturströnd Frakklands; á-
rekstur við annað skip olli slys-
inu; skipshöfnin taldi 115
manns, og létu 45 þeirra lífið.
Skip þetta var 1,355 smálestir að
stærð, níu ára gamalt, og kom
í eigu Canadastjórnar 1937.
Þetta er fyrsta herskipið, sem
Canada hefir mist í yfirstand-
andi styrjöld.
General Robert Baden-Powell
foringi alheims drengjaskáta
samtakanna, sem nú dvelur i
hárri elli i Keneyahéraði í Mið-
Afríku; hann er 86 ára að aldri.
Þýzkur kafbátur
sökkvir brezku
fangaskipi
Á miðvikudaginn sökti þýzkur
kafbátur brezka skipinu Aran-
dora Star undan ströndum fr-
lands, skip þetta, sem var frek-
lega 15,000 smálestir að stærð,
hafði um 2,000 þýzka og italska
herfanga innanborðs, og var á
leið til Canada; auk skipshafnar,
voru liðlega 400 brezkir gæzlu-
menn á skipinu; áætlað er, að
helmingur farþegja hafi farist,
þó enn sé það eigi vitað með
vissu, því þeir, sem komust af,
voru að lenda í smáhópum, er
siðast fréttist; aðallega voru það
brezk skip, er að björguninni
unnu.
Frá Islandi
Gert er ráð fyrir, að í ár verði
gert nokkuð að fyrirhleðslu við
Markarfljót. í fjárlögum er svo
fyrir mælt, að 50 þúsund krón-
um verði varið til þess. Um 12
þúsund krónur af þessari upp-
hæð voru þó notaðar í fyrra og
verða því dregnar frá fjárveit-
ingunni í ár. Fyrirhugað er, að
fénu verði varið til að styrkja
og lengja varnargarðinn hjá
Seljalandi, austan Markarfljóts.
Var einnig nokkuð unnið vií
þann garð í fyrra sumar. Er
honum ætlað að forða því, að
kvisl úr Markarfljóti ryðji sér
farveg austur með Eyjafjöllun-
um, þegar vatn það, er áður
féll til sjávar eftir farvegum Ála,
Affalls og Þverár, bætist í Mark-
arfljót. Þegar lokið er við að
styrkja og lengja Seljalands-
garðinn, verður snúið sér að fyr-
irhleðslu Affallsins og loks að
fyrirhleðslu Þverár, sem hvort
tveggja eru mikil mannvirki.
Fyrir báða farvegu Ála er búið
að hlaða. Áætlaður kostnaður
við það, sem enn er óunnið, mun
vera nær 500 þúsund krónur, en
alls er búið að verja um 300
þúsund krónum til fyiárhleðsl-
unnar, auk þess sem sjálf Mark-
arfljótsbrúin kostaði. Er þvi
hér um geisi inikil og dýr mann-
virki að ræða, enda mikið í húfi.
♦
Tíðindamaður Timans hefir
átt tal við- Ingvar Gunnarsson
kennara i Hafnarfirði, umsjónar-
manns Hellisgerðis, hins fagra
skrúðgai’ðs málfundafélagsins
Magna. Hann sagði svo frá skóg-
ræktarmálum Hafnfirðinga; —
Að þessu sinni verður athafna-
litið á sviði skógræktarmála okk-
ar Hafnfirðinga. f skógræktar-
girðingarnar i undirhlíðum og
Sléttuhlíð hefir verið gróðursett
ofurlítið af skógplöntum, bæði
birki og greni, þó ekki nema um
100 plöntur hvorrar tegundar,
því að erfitt var um útvegun
trjáplantna. Auk þess hefir
verið hlúð að plöntum, sem
gróðursettar hafa verið á liðnum
árum í friðreitum þessum. f
Hellisgerði hófust venjuleg vor-
störf fyrir mánuði og eru þar
engar verulegar hreytingar um
að ræða frá þvi, sem verið hefir.
Garðurinn er óðum að færast í
sumarskrúð og verður opnaður
almenningi nú upp úr mánaða-
mótu num.
4-
Samkvæmt 1. grein fjárlaga
fyrir 1940 verða í ár lagðar 5000
krónur til áframhaldandi rækt-
unarvega í Vestmannaeyjum.
Hefir á undanförnum árum ver-
Séra Kristinn K. ólafson
endurkosinn forseti kirkjufél.
Embœttismenn
Kirkjufélagsins
Á nýlega afstöðnu kirkjuþingi
að Lundar, voru eftirgreindir
menn kosnir til þess að veita
forustu málefnum kirkjufélags-
ins á nýbyrjuðu starfsári:
Forseti—Séra K. K. ólafson
Varaforseti—Séra Haraldur Sig-
mar.
Skrifari—Séra Egill Fáfnis
Vara-skrifari—Séra Bjarni
Bjarnason.
Féhirðir—S. O. Bjerring
Vara-féhirðir—Ghr. Sigmar
Framkvæmdarnefnd — Séra K.
K. ólafson, séra V. ,1. Eylands,
S. O. Bjerring, V. Sturlaugson,
S. W. Melsted.
Betelnefnd—Dr. B. .1. Brandson,
.1. J. Swanson, Dr. B. H. Olson,
Th. Thorðarson, S. W. Melsted,
Endurskoðendur:
F. Thorðarson og O. C B’arna-
son.
ið veittar ofurlitlar fjárhæðir úr
rikissjóði til slíkrar vegagerðar,
að nokkru leyti til að mæta þeim
bensínskatti, sem Eyjarbúar
greiða í ríkissjóð af bensínnotk-
un bifreiða sinna. f ár verða
einnig veittar 1000 krónur til
ræktunarvegar á Flatev í Breiða-
flrði, og er það í fyrsta skifti,
sem fé er lagt úr ríkissjóði til
slíks vegar þar.
4-
Um þessar mundir er unnið i
fyrirhuguðum Snorragarði í
ReykhoHi, v Mun nú, vera þar 15
manns að vinna. Áður var nokk-
uð byrjað á framræslu. Ríkis-
sjóður veitir á þessu ári um 20
þúsund krónur til garðsins, og er
talið, að fvrir það fé, svo og
gjafadagsverk Ungmennasam-
bands Borgarfjarðar, verði hægt
að ljúka við framræsluna, leggja
vegi um garðstæðið, gera bif-
reiðatorg við skólann og girða
garðinn, ef girðingarefni verður
fáanlegt. Er þá eftir að jafna
tii í garðstæðinu, gróðursetja
trjáplöntur og annan gróður,
gartga frá iþróttavöllum, úti-
sundlaug og fleiru.
4-
Vinnu í görðum er nú um það
bil að verða lokið viðast hvar.
Hafa menn yfirleitt sett niður í
garða sína á tímabilinu frá miðj-
um maí og nú fram að mánaða-
mótum. Er það fremur í seinna
Íagi. Veldur því kuldatið sú og
votviðri, er gengu fyrri hluta
maímánaðaj. Langflestir þeir,
sem óttast þurfa sýki eða myglu
i kartöflum sínum eða maðk í
bóli, munu reyna að stemma
stigu fyrir ófögnuði þessum
með þeim ráðuni, sem tiltækileg-
ust eru og bezt gefast. Að und-
an förnu hafa ýmsir slíkir kvill-
ar valdið stórtjóni i görðum
manna hér á Suðvesturlandi og
reyndar viða. —Tíminn 30. maí.
Afmæli Jóns
Sigurðssonar
Hin tvö félög í Bellingham,
Wash., Kári og Harpa, héldu sam-
eiginlega sitt árlega sumargildi
þann 16. júni s.l. Samkoma þessi
var vel sótt, og er það álit rnargra
að hún hafi verið ein af hinum
beztu af þessari tegund, sem haldin
hefir verið i Bellingham.
Þar komu fram ýmsir ágætir
ræðumenn, þrir af þeim ungir Is-
lendingar frá Bellingham og ná-
grenni.
Fyrsti tölumaður var séra Hall-
dór Johnson frá Blaine, Wash.;
hann er skörulegur ræðumaður.
Ræða hans var vafin úr aðalefni
dagsins, um líf Jóns Sigurðssonar,
eða öllu heldur kaflar úr lífi Jóns
Sigurðssonar.
Næsti ræðumaður var Rjarni
LynghoJt frá Point Roberts. Byrj-
aði hann tölu sina með venjulegri
gamansemi og gáska og mátti
heyra raftana bergmála hlátur
manna að skrítlum hans. Endaði
hann þó tölu sína með dálitilli
sannri sögu sem færði heim sann-
inn fyrir því að margir íslending-
ar, hvort heldur þeir eru glæsilegir
útlits sem víkingar eða eru niður-
beygðir af erfiði og raunum, eiga
eigi að síður í mörgum tilfellum
mjög djúpt og rikt sálarlif og
skáldlegan anda.
Næstur var Erlingur Ólafsson
skólakennari frá Blaine, Wash.
Ræða hans gekk út á mentun, og
ábyrgð þá er kennarar yf irleitt
bæru á herðurn sér, þar eð þeir
bæru stærsta hlutann í að skapa
bæði hið innra og ytra líf ungling-
anna. A kennaranum hvílir það
verk að innræta hjá þeim virðir.gu
fyrir hinu sanna og rétta.
Næsti ræðumaður var Leo Good-
man, ungur lögfræðingur, fæddur
og uppalinn í Bellingham. Gaf
hann ágrip af sögu Islands; lýsti
stöðuglyndi og trúmensku þjóðar-
innar og hélt þvi fastlega fram að
þeir myndu lítt fundnir í þjóð-
málasvikum eða stjórnarbyltingum.
Síðastur en ekki síztur var lög-
fræðingurinn Einar Símonarson frá
Lynden, sonur hins vel þekta manns
Þorgeirs Símonarsonar frá White
Horn. Ræða hans var víðtæk og
skörulega flutt. Hann talaði um
þjóðmenningu Islendinga bæði á
fyrri og siðari öldum. Hann mint-
ist einnig á hið andlega þrek og
hið ríka sálarlíf sem svo margir af
þeim eru gæddir og sem hefir i
allar þessar aldir, og í gegnum
alla þeirra erfiðleika bæði sem ein-
staklingar og einnig sem þjóð, hald-
ið þeim frá að glatast með öllu.
Hann mintist Jóns Sigurðssonar,
sem eins fremsta og mesta frelsara
íslendinga og íslands.
Söngflokkurinn undir stjórn H.
S. Helgasonar gjörði sitt itrasta til
að skemta með íslenzkum söngvum.
Auk alls þessa hafði fólk þá
ánægju að hlusta á hina hljómfögru
riidd Jules Samuelssonar frá Point
Roberts, sem söng þrjá einöngva
Að lokinni skemtiskránni fóru fram
ýmsir leikir.
Forseti dagsins var Franz
Sophusson. Veður var hið fegursta
og hinn trjáskreytti og fagri garð-
ur jók á ánægju og gleði dagsins.
Eftir kaffidrykkju og snæðing
fóru menn heim, fullvissir um það
að dagurinn hefði verið hinn á-
nægjulegasti. C. S.
Þessa dagana er unnið að því,
að mála sundlaugina í Reyk-
holtsskóla. Sennilega verða
skólabyggingar einnig málaðar
að mestu leyti að utan í sumar,
að því er Jóhann Frímann, skóla-
stjóri í Reykholti hefir tjáð Tím-
anum.