Lögberg - 04.07.1940, Blaðsíða 2

Lögberg - 04.07.1940, Blaðsíða 2
o LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 4. JÚLI, 1940 Merkilegt og þjóðlegt útgáfufyrirtœki Eftir prófessor Richard Beck. Fyrir þremur árum síðan gengust nokkrir áhugasamir mentamenn á fslandi fyrir þvi að stofna bókmentafélagið “Mál og menning.” Vakti það einkum fvrir þeim, að halda lif- andi lestrarhneigð þóðarinnar með því, að gefa alþýðu manna kost á að eignast tímabærar og lestrarverðar bækur við sem lægstu verði. Varð þessi viðleitni þeirra svo vinsæl, að tala félagsmanna er nú komin yfir 5,000, og fengu þeir árið, sem leið, fjórar stærð- arbækur, auk tímarits félagsins, fyrir 10 króna ársgjald sitt. Ein þeirra bóka voru Andvökur (25 arka bciki, hið vandaðasta úrval úr kvæðum Stephans G. Steph- anssonar, er prófessir Sigurður Nordal gaf út, og fylgir útgáf- unni ítarleg og prýðileg ritgerð eftir hann uin hið stórbrotna skáld. Ber útgáfa þessi ein sér starfsemi félagsins hið bezta vitni, því að óneitanlegasta er það hið þakkarverðasta starf og þjóðnýtasta, að fá almenningi í hendur úrvalsverk skálda .vorra i handhægum útgáfum, þar sem þau verk þeirra eru jafnhliða skýrð og túlkuð með sannið og glöggskvgni. En ýmsar fleiri ágætisbækur, fræði og bókmentarit, hefir fé- lagið þegar lagt á lesborð al- þýðu; t. d. náttúrufræðiritið Vatnajökull, eftir prófessor Niels Nielsen i þýðingu Pálma Hann- essonar, rektors. Þá gaf félag- ið út í fyrra mjög athvglisvert og þarft rit, er nefnist Húsakost- ur og hibýlaprýði, með fjölda mynda og teikninga. Ritið, sem samið er af mörgum helztu byggingarmeisturum og hús- gagnateiknurum íslenzkum, rek- ur í megindráttum sögu bygg- ingarlistar og húsalistar, en hef- ir auk þess inni að halda marg- víslegar leiðbeiningar. Má fylli- lega ætla, að það glæði stórum áhuga manna á þvi, að gera hí- býli sin og umhverfi þeirra sem vistlegust og smekklegust. Félagið gefur út árlega ís- lenzka þýðinu á skáldsögu eftir nýjasta Nóbelsverðlaunahöfund- inn, nú í ár eftir finska önd- vegisskáldið Sillanpaa. Þá er einnig á uppsiglingu hjá félag- inu útgáfa af verkum leikrita- skáldsins Jóhanns Sigurjónsson- ar með inngangsritgerð eftir Gunnar Gunnarsson, rithöfund. Þarf ekki að draga í efa, að út- gáfa þessi verður hin merkileg- asta. Nú er þvi ekki að leyna, að margir aðalmennirnir, sem standa að þessu bókmentafélagi, eru mjög róttækir, langt til vinstri i stjórnmálaskoðunum, og fer fjarri því, að sá, er þetta ritar, eigi nokkurt sálufélag með þeim í því efni. Hinsvegar ætti það að vera augljóst mál af þvi, sem fyr greinir, að þeir tak- marka eigi útgáfustarfsemi sina við þröngan pólitískan áróður; þeim liggur það auðsjáanlega einlæglega á hjarta, að auðga þjóðina að andlegum verðmæt- um, bókmentalega og á öðrum sviðum sannrar menningar. Það er þá einnig skemst frá að segja, að í bókmentafélaginu “Mál og menning” eru menn af öllum stéttum og stjórnmálaflokkum. Sama máli gegnir um samstarfs- menn félagsins, rithöfunda og skáld, mentamenn, vísindamenn og lista, sem, samið hafa og gef- ið út bækur þess, eða hafa þær í smíðum; en margir þeirra eru löngu þjóðkunnir menn. Aðaltilgangur þessa greinar- stúfs er þó sá, að draga athygli íslendinga í landi hér að útgáfu- fyrirtæki, sem félagið “Mál og menning” hefir með höndum og bæði er nýjung og stórvirki á ís- lenzkan mælikvarða, en það er ritsafnið Arfur islendinga. Hér er um að ræða hvorki meira né minna heldur en alhliða menn ingarsögu íslands, og verður rit ið fiinm bindi i stóru broti. Hefir lengi verið mikil þörf á slíku riti, og er það gefið út með til liti til þess, að árið 1943 er sér stakt merkisár i sögu lands vors en þá eru 100 ár liðin siðan AI þingi var endurreist og 25 ár frá því að ísland varð aftur full valda ríki (1918). Prófessor Sigurður Nordal annast um yfir stjórn útgáfunnar og ritar sjálf ur meginmál tveggja bindanna Er það full trygging þess, að hér sé eigi um neitt áróðursrit að ræða, og að verk þetta verður um alt hið vandaðasta að efni og framsetningu; en meðstarfsmenn hans verða hinir lærðustu og rit færustu hver á sínu sviði. Er ætlast til, að ritið komi út á árunum 1942 og 1943, og verður það prýtt fjölda mynda Ennfremur er ráð fyrir gert, að það verði prentað í 8,000 eintök- um. Hefit- útgáfufyrirtæki þetta, sem vænta mátti, vakið hina mestu eftirtekt á fslandi og feng- ið hinar beztu undirtektir, enda er hér í mikið ráðist og það, sem enn meir er um vert, hér er verið að bæta úr brýnni þörf, þvi að itarleg heildarsaga íslenzkrar menningar hefir eigi áður samin verið, þó að margt merkilegt hafi verið um það efni ritað. Nú kunna menn, sem vonlegt er, að ætla að styrjöldin torveld mjög útgáfu þessa umfangs- mikla ritasafns, eða geri með öllu ókleift að koma því iit í bráð. Eg þori þó að fullyrða, að öllum, sem að verkinu standa, er það brennandi áhugamál, að lítgáfunni verði komið í fram- kvæmd eins og til var stofnað, þrátt fyrir það, að við mikla örðugleika sé að glíma. Nefni eg sein dæmi þess, hversu kapp- samlega hinn ötuli og úrræða- góði útgáfustjóri félagsins, Krist- inn E. Andrésson, mag. art., vinnur að þessu verki. Hann hafði verið í Danmörku og Svíþjóð í erindum félagsins, þegar Norðurlönd soguðust inn í hringiðu styrjaldarinnar, og var búinn að komast að góðum samningum um kaup á pappir í ritverkið Arf Islendinga; en þeg- ar sambandið milli þessara landa og íslands slitnaði vegna stvrj- aldarinnar, fóru kaup þessi út um þúfur. Kristinn lagði þó ekki árar í bát; starfs síns vegna þurfti hann sem fyrst að komast til fslands; lagði hann því leið sína suður á ítalíu, þaðan vestur um haf til New York og siðan heimleiðis á dögunum með Goðafoss.” Hann notaði einn- ig tækifærið til að leita fyrir sér um pappírskaup hér vestra, en drjúgum varð sá pappír dýrari en Svíþjóðarpappírinn hefði orðið. Aðalatriðið fyrir Kristni og samherjum hans er þó það, að útgáfa hins mikla og merka ritverks falli ekki niður. Sýnist mér sem slik áhugasemi verð- skuldi stuðning allra góðra fs- lendinga hvarvetna. Víst er einnig um það, að slík menningarsaga íslands og hér er um að ræða á eigi siður erindi til fslendinga i landi hér en heima, nema fremur sé. Kemur það enn betur í Ijós, þegar menn lesa lýsingu dr. Sigurðar Nor- dals á verkinu, er hér fylgir. Líklegt er, að verkið geti ekki kostað minna en 10 dollara auk burðargjalds, enda er það mjög ódýrt. En síðar mun frekar greint frá verði þess og öðru lút- andi að þvi hér í blaðinu. "’W Z' WEftE 'X ( <SOiNG S'W/MMiMG } at tme f CAMPí/ ' Arfur íslendinga I. Þegar formaður Máls og menn- ingar, mag. art. Kristinn E. Andrésson, fór þess á leit við mig, að hafa umsjón með útgáfu ritverk þess, sem hann hefir skýrt frá hér að framan, og semja nokkurn hluta þess, fanst mér vandi vel boðnu að neita. Eg hefi Jengi hugsað um og við- að að mér efni í bók, er rekja skyldi aðalþætti íslenzkrar sögu og menningar frá svipuðu sjón- armiði og gert er ráð fyrir í þessu verki, og af því að Kristni var nokkuð kunnugt um þetta, mun hann hafa snúið sér til mín. En vitanlega hafði eg hugsað mér þessa bók í smærri stíl, bæði fyrirferðarminni og takmarkaðri að efni, meðan eg ætlaði að semja hana einn míns liðs og taka ekki önnur atriði til með- ferðar en eg væri sjálfur sanni- lega kunnugur. Það er sannfæring mín, að rit af þessu tagi muni ekki ein- ungis geta verið til fróðleiks og skemtunar, heldur eigi það ann- að og brýnna erindi til þjóðar- innar, ef svo tekst að gera það úr garði, sem til er ætlast. Þó að þau vegamót, sem þjóðin stendur á í utanrikismálum sin- um 1943. séu ærið tilefni þess að knýja hana til rannsóknar á sjálfri sér og lífsskilyrðum sín- um, stendur hún í mörgum öðr- um efnum, sem í raun og veru munu ráða engu minna um ör- byltingar í flestum greinum lög hennar, á hinu mesta breyt- ingaskeiði. Það má heita, að á siðasta aldarfjórðungi hafi orðið jjóðlífsins, og það lætur nærri, að þeir menn, sem muna 50 ár aftur i timann, hafi lifað jafn miklar breytingar á hugsunar- hætti, atvinnuháttum og þjóð- háttum og áður höfðu gerst frá jví á söguöld. Marga hefir sundlað svo við öll þessi pm- skifti, að þeir hafa borizt með straumnum án þess að vita sitt rjúkandi ráð, en öðrum hefir farið svo, að þeir hafa einblint á illar framfarirnar og fundist fortíðin engu máli skifta á þess ari nýju gullöld. En jafnframt jessu hefir samt Hka komið í -ljós, að breytingarnar sjálfar hafa vakið ýmsa til umhugsun- ar um alt það, sem var að hverfa og umskapast, ekki sízt eftir að nýir erfiðleikar steðjuðu að í kjölfar framfaranna. Það er greinilegt, að áhugi almennings ýmiss konar sögulegum fræð- um hefir farið vaxandi á síðustu árum og jafnframt því ræktar- semi við þjóðleg verðmæti. Það er því gild ástæða til þess að vona, að hverri þeirri tilraun, sem nú er gerð til þess að hjálpa þjóðinni að átta sig á vandamál- um samtíðarinnar með því að varpa á þau Ijósi sögunnar, verði gaumur gefinn af almenningi. Sjálf hugmyndin að sliku yfir- litsriti, sem Arfur íslendinga á að verða, er tákn og merki þess, að nú sé sérstök þörf á þvi. Eg hefi ekki einungis tekist starf mitt að þessu ritverki á hendur fyrir Mál og menningu vegna þess, að hinn framtaks- sami formaður félagsins átti frumkvæðið að því að gera á- ætlun um efni þess, sem mér gast vel að, heldur líka af þeirri ástæðu, að eg sé ekki annað íslenzkt útgáfufyrirtæki, sem hafi jafngóð skilyrði til þess að gera slíkt rit rausnarlega úr garði og koma því i hendur mjög margra áhugasamra lesenda. Pnnkanlega tel vert, að þessi eg það mikils fyrirætlun mun standa eða falla með vilja og skilningi félagsmanna sjálfra. Hér á fslandi er erfitt að fá opinberan stuðning til bókmenta- legra fyrirtækja, sem nokkuð kveður að. Það er í mörg horn að líta, verður að gera mörgum úrlausn af litlum forða, og nið- urstaðan verður einatt sú, að valdamennirnir temja sér að hugsa smátt, hafa bútana marga og nema hvern bút við neglur sér. Auk þess er ekki nægilegt að koma bókum á prent. Það þarf lika að hafa tök á að dreifa þeim, svo að þær komist í hendur þeirra lesenda, sem þæ>r eru ætlaðar. Mál og menn- ing hefir þegar rutt nýja braut í íslenzkri bókaútgáfu og orðið öðrum til fyrirmyndar. Þetta félag hefir sýnt, hverju hægt er að áorka, ef nógu margir áhuga- samir menn taka höndum sam- an. Mér hefir reynst stjórn fé- lagsins i umræðunum um þetta nýja útgáfufyrirtæki bæði víð- sýn og stórhuga. Hún hefir ein- dreginn vilja á að gera það sem myndarlegast úr garði og hefir sýnt mér mikið traust í því, að leyfa mér að ráða öllu, sem eg hefi óskað eftir, um efni þess og snið. Eg hygg þvi hið bezta til samvinnu við hana um fram- kvæmd þess. II. Hitt er annað mál, að eg er þess mjög ófús að fara nú mörg- um orðum um, hvernig verkið eigi að verða og muni verða í einstökum atriðum. Eg hefði helzt viljað fá að vinna að því í kyrþey, þurfa engu að lofa fyrir fram, heldur láta það sýna sig og tala sínu ináli, þegar því væri Iokið. Það liggur líka í hlutar- ins eðli, að enn getur ekki verið gengið frá áætluninni til fullrar hlítar, þar sem aðeins eru liðnar fáar vikur síðan hugmyndina bar fyrst á góma. Bæði efnisval og efnisskipun verður að íhuga bet- ur og einkum í samvinnu við þá visindamenn og rithöfunda, sem inunu taka þátt í samningu ritsins. Það er því einungis hægt að skýra frá aðalcjráttun- um á þessu stigi málsins. En eg hefi orðið að beygja mig fyrir þeirri nauðsyn, sem á því er, að félögum Máls og menn- ingar sé nú þegar skýrt frá þess- um aðaldráttum, svo að þeir geti áttað sig á þvi, hvort þeir vilja styðja að þvi, að verkið sé unnið, eða ekki. Framkvæmd þessa fyrirtækis er undir þvi komin, hvort félagsmenn fallast á þá frumlegu og búmannlegu hug- mynd Kristins E. Andréssonar, að byrja þegar á þessu ári að safna í sjóð til þess að geta á sinum tima klofið hinn mikla útgáfukostnað. Stjórn Máls og menningar getur ekki gert þær ráðstafanir um undirbúning verksins, sem nauðsynlegur er, ef það á að verða tilbúið i tæka tíð og vel úr garði gert, nema hún hafi vissu um stuðning fé- lagsmanna. Og félagsmönnum er það sjálfum fyrir beztu að fá að borga verkið, þó að ódýrt sé, smám saman, svo að þeir finni sem minst til hverrar greiðslu. Af þessum ástæðum tel eg það rétt að skýra nokkuð frá grund- vallaratriðunum í áætluninni um verkið, eins og formaður fé- lagsins hefir beðið mig um. En e$ mun bæði vegna félagsmanna og engu síður vegna sjálfs mín og annara þeirra, sem fram- kvæmdirnar eiga að annast, reyna að lofa ekki meiru en því, sem fylstu vonir eru um, að efna megi. Að sjálfsögðu fá félagsinenn síðan nánari fregnir af ýmsu, sem enn er óráðstafað, og þeim breytingum, sem á þess- ari fyrstu áætlun kunna að verða. x III. Aðalheiti verksins, Arfur is- lands, bendir nógu skýrlega á efni þess og sjónarmið. Hvað eiga Islendingar nú á dögum, i föstu og lausu, í mennngarlegum verðmætum? Hvaða arf hefir saga þeirra skilié þeim eftir, hvert bendir hún þeim? Hvern- ig geta þeir gert sér sem ljós- asta grein fyrir þvi á þessum breytingatímum, úr hverju þeir hafa að spila og við hvað þeir eiga að etja? Við höfum fyrst og fremst erft landið, og um það mun fyrsta bindi ritsins, island, fjalla. Saga, tilvera og framtíð hverrar þjóð- ar eru mjög háðar þeim lífsskil- yrðum, sem landið býr henni. En sú lýsing íslands, sem hér er tilætlunin að rita, verður með nokkuð sérstöku sniði. Aðal- þættirnir verða þessir : 1) Myndunarsaga landsins, samin á þann hátt, að hún geti opnað augu manna fyrir ýmsu því, sem þeim hættir við að ganga blindandi fram hjá: hvernig lesa megi æfintýri jarð- fræðinnar, tröllauknar bylting- ar, hægfara breytingar, starf eyðandi og græðandi afla, út úr athugun umhverfisins. Þar mun líka verða stuttlega skýrt frá þeim rannsóknum, sem gerðar hafa verið á náttúru landsins, og hver óunnin' verkefni bíða fram- tíðarinnar á þvi sviði. 2) Landið sem heimkynni þjóðarinnar, hvernig það tók við henni og hefir búið að henni. Auðlindir þess frá fjöllum til fiskimiða, ógnir þess og hættur, fegurð þess og tign. 3) Hvernig þjóðin hefir sett mót sitt á landið, hagnýtt sér gæði þess og varið sig gegn erfið- leikum þess. Hér mun verða sagt frá ræktun og landbúnaði . fyr og nú, húsagerð, vegum og brúm, sögustöðum og minjum þeirra, bygðarsögu í aðaldrátt- um, veiðiskap og sjávarútvegi, sömuleiðis frá landsspjöllum af mannavöldum, eyðingu skóganna og uppblástri landsins sem af- leiðingu hennar. 4) Loks mun verða vikið að þeim kostum lands og sjávar, sem enn eru ónotaðir eða lítt notaðir, þeim lífsskilyrðum, sem landið getur búið þjóðinni, ef rétt er áhaldið, og þeim skyld- um, sem þjóðin hefir gagnvart niðjum sínum, að bæta landið fremur en spilla þvi. Fyrir lausafjáreign þjóðarinn- ar er auðveldast að gera grein með stuttu yfirliti um hagsögu hennar á lðnum öldum og sam- anburður við nútímann. Þar sem flest, er þetta efni snertir nú á dögum, er alkunnugt, verður það einkanlega sett frain með hagfræðilegum skýrslum og línu- ritum, og reynt að fá alt sem sannast og óhlutdrægast. Þetta yfirlit mun að likindum koma meðal viðaukanna í V. bindi verksins. öðru og þriðja bindinu hefir að minsta kosti i bráðina, verið valið heitið: islenzkar minjar, en minjar (eða menjar) getur þýtt alt í senn, ummerki eftir verk eða atburði, gersemar og erfðagripir eða vingjafir (minja- gripir), sem eru ekki eða verða metnar til fjár. Hér er orðið látið tákna ýmiss konar menn- ingarverðmæti, frá eldri og nýrri tímum, sem enn standa og lik- legt er að lengi muni standa í gildi. Efni þau, sem tekin verða til umræðu í þessum bindum, eru enn ekki fyllilega ákveðin, og mikið er undir þvi komið, hversu vel tekst að fá hina hæf- ustu menn á hverju sviði til þess að fjaila um þau. Munu þeir líka vitanlega ráða talsverðu um, hver efni verða tekin til með- ferðar. Hér er tilætlunin að leita aðstoðar margra manna, og ættu þessi bindi því um leið að vera nokkurt sýnishorn þess, hvernig nú er bezt ritað á fs- landi. Það liggur í augum uppi, að bókmentirnar munu skipa hér mest rúm, því að á þvi sviði hafa fslendingar unnið þau af- rek, sem lengst munu varðveit- ast og mest eru metin. Samt verður þetta engin bókmenta- saga (nokkurt yfirlit um þró- unarsögu íslenzkra bókmenta kemur i IV. og V. bindi), heldur verður reynt að skýra frá þeim verkum einum, sem enn eru svo lifandi, að almenningur ætti að lesa þau eða a. m. k. vita nánari deili á þeim. Bókmentirnar eru þó ekki einu minjarnar um hagleik og snilli fslendinga. Frá fyrri tím- um eru til ýmis konar listaverk, trésmíðar, málmsmíðar, vefnað- ur, myndir og skrautlist (t. d. i handritum). Fornar bækur hafa líka sitt ytra borð, prentun og band, sem gerir þær að minja- gripum, auk efnisins. Á síðustu tímum hefir þjóðin eignast nýj- ar listir, málaralist, mótlist, tón- list og húsagerðarlist. Öllu þessu verður reynt að gera nokkur skil, bæði með ritgerð- um og myndum. En íslendingar hafa tekið fleira i arf en land og lausa aura, bækur og aðrar minjar. Þeir eru sjálfir einn hluti arfsins, og hver kynslóð ber í skapferli sínu, lífsskoðun og hugsunarhætti margvisleg merki ef|tir örlög, menningu og lifskjör þjóðarinn- ar á liðnum öldum. Tvö síðustu bindi þess verks, sem hér er um rætt, munu verða tilraun til þess að sýna, hvernig saga og menning þjóðarinnar hafa mót- að hana, gert hana það sem hún nú er og leitt hana á þær kross- götur, sem hún nú stendur á. Um þetta rit, sem mun verða kallað íslenzk menning, á eg einna erfiðast með að tala, þó að eg viti mest um efni þess, því að þetta er bókin, sem getið var um í upphafi þessarar greinar, að eg hefði lengi haft í smíðum. Efnisvalinu mun það ráða, hver atriði í örlögum þjóðarinnar á liðnum tímum virðast hafa verið svo afdrifarik, að hún beri rnerki þeirra enn í dag. Því mun sam- henginu i sögu íslendinga og menningu verða gefinn miklu meiri gaumur en ýmsu því, sem fyrirferðarmest er í sögulegum heimildum, svo sem deilum og vígaferlum. Eins mun ekki verða hirt um að telja upp alla þá menn, sem mikið hefir borið á, heldur reynt að gera nánari grein fyrir þeim mönnum, sem

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.