Lögberg - 04.07.1940, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚLI, 1940
3
annaðhvort eru sérkennilegir
fulltrúar fyrir viss þjóðarein-
kenni eða ineð dæmi sínu og
starfi eru lifandi þættir hinnar
sögulegu arfleifðar. Um margt
af þessu má vísa til þess, sem
fjallað er um i fyrri bindunum.
En til þess að gera yfirlit sög-
unnar skýrara, munu ýmsir við-
aukar verða látnir fylga bókinni,
þar á meðal greinargerð fyrir
efnahag þjóðarinnar fyr og síð-
ar, sem áður er getið um (með
hliðsjón af I. bindi og til viðbót-
ar því, sem þar er sagt), —
skýrsla um mannfjölda á ýms-
um tímum, að svo miklu leyti
sem unt er að komast þar að
sæmilega öruggum niðurstöðum,
— og annáll um helztu atburði
og merkismenn, sem hefir ekki
þótt ástæða til að geta um í
aðalyfirlitinu, en fröðlegt er
fvrir lesendur að vita nokkur
deili á.
Aðalsjónarmiðinu í þessari
bók er þegar lýst hér að framan.
Eg gæti um það að miklu leyti
tekið undir orð ameríska rithöf-,
undarins, James Harvey Rohin-
sons: “Eg hef lengi verið þeirr-
ar skoðunar, að hinn eini veru-
legi skerfur, sem sagnfræðing-
arnir geta lagt til framfara vits
og skilnings, sé að kynna sér
fortíðina með sífelt vakandi
auga á samtíðinni.” Þó að það
sé ekki tilgangur minn í þessu
riti að prédika mínar __ skoðanir
uni það, hvernig leysa megi ýms
Vandamál nútímans (það má
vera að eg geri það seinna meir
á öðrum vettvangi), þá ættu sum
af þessum vandamálum að skýr-
ast við það, að rætur þeirra eru
raktar aftur í tímann. Einstök
dæmi þessa má nefna. Þó að
miklar ytri byltingar hafi átt sér
stað í trúarsetningum og lífs-
skoðun íslendinga, svo sem
kristnitakan árið 1000, viðgang-
ur hins kaþólska kirkjuvalds á
miðöldum, siðaskiftin á 16. öld,
hinn strangi rétttrúnaður á 17.
öld, skynsemishyggja nútímans,
þá er samt órofið samband
milli lífsskoðana þeirra nú á
dögum og á elztu tímum, land-
námsöldinni. Eitt af því, sem
jafnan hefir ráðið miklu í sálar-
hfi íslendinga og afstöðu þeirra
gagnvart öðrum þjóðum, er tog-
streita milli vanmeta og ofmeta.
Enn í dag eiga þeir bágt með
að líta rólega og hreinskilnis-
lega á aðstæður sínar, hvað þeir
eru, geta og eiga og hvað þá
skortir, hvað þeim er um megn.
þeim hættir annars vegar við
sjálfbirgingsskap, hins vegar við
furðulegu dóingreindarleysi á
tízku og nýjungar. Þennan þátt
1 fari þjóðarinnar má rekja mjög
*angt aftur í tímann, og í sain-
handi við hann standa bæði suin
Uierkustu afrek hennar og mestu
skyssur. Það má telja höfuð-
nauðsyn fyrir íslendinga, bæði
Vegna andlegrar heilbrigði þjóð-
lífs og einstaklinga og vegna
skynsamlegrar afstöðu til ýmissa
*nenningarmála og þjóðmála, að
stefna að meiri einlægni og ber-
sýni í dómum um sjálfa sig, en
hvorugt fæst án meiri þekking-
ar- Hinn sögulegi arfur þeirra
er blandinn, sagan hefir ekki
einungis skilið þeim eftir afrek,
tyrirmyndir og verðinæti, heldur
ynús konar mein og víti, sem
siður er haldið á lofti og sizt
n>eð skilningi á uppruna þeirra.
f-f Þetta rit um íslenzka menn-
lnh'u, sem höfundur hefir hug
a að rita af sem mestri hrein-
skdni, gæti vakið greinda les-
endur til þess að hugsa betur
en áður um það, hver vandi og
Ve9semd cr í því fólgin, aff vera
s cndingnr nú á dögum, væri
a<5alti]gangi þess náð.
Eins og áður er sagt, hel
•niinn verið of naumur til þe
gera sundurliðaða áætlun u
j* .t Verkið og semja við alla
tpf^nda, seni leitað mun ver
’ aðlIr en þessi greinargerð v
f)etta einkum við um
vH UI- bindi. Nokkuð hefir
a«r'ð -8ert’ °g Var S-Íalfss
snúa sér þegar að I. bindir
KJORKAUP A
brúkuðum bílum
’29 Chevrolet Sedan $ 95
’26 Dodge Sedan 125
’29 Durant Sedan 125
’30 Essex Sedan 125
’30 Ford Tudor 175
’31 Nash Sedan ........ 175
CONSOLIDAIED
MOTORSII0.
235 MAIN ST.
WINNIPEG
um landið, sem einna lengstan
undirbúning þarf og ritstjórinn
mun hlutast minst til um. Þess-
ir menn hafa þegar heitið að
rita mestan hluta þess bindis:
mag. sc. Arni Friðriksson fiski-
fræðingur, Hákon Bjarnason
skógræktarstjóri, dr. phil. Þor-
kell Jóhannesson og fil. lic. Sig-
urður Þórarinsson. Fleiri mætir
menn hafa haft góð orð um að
leggja þar nokuð að mörkum,
þó að það sé ekki fullráðið. En
eg veit, að í þetta sinn þarf ekki
að nefna fleiri nöfn til þess að
sannfæra Ifélagsmenn um, að
reynt verði að gera alt verkið
svo vel úr garði sem kostur er
á með samvinnu við hæfustu
menn á hverju sviði.
Þessa greinargerð álít eg
nægilega í bráðina til þess að
félagsmenn Máls og menningar
eigi að geta skorið úr því hver
fyrir sig, hvort þeir vilji stuðla
að því, að þetta fyrirhugaða rit-
verk, Arfur íslendinga, verði
flutt ofan úr skýjunum og nið-
ur á jörðina. ,
1. júli 1939.
Sigurður Nordal.
Sjódraugurinn
Eftir Kristjón Jónsson.
Það var um miðjan vetur á
fyrsta tug þessarar aldar, á hinni
svokölluðu skútuöld, að við þrír,
Gísli, Bjarni og eg, áttum að
vaka yfir skipi því, er við vorum
hásetar á. Skipið var gert út á
handfæraveiðar frá Hafnarfirði,
og var nýkomið inn úr fiskitúr.
Það var búið að skipa upp fisk-
inum og út salti og átti skipið
að sigla úr höfn næstu daga.
Við þessir þrír vorum ekki úr
firðinum eða Reykjavík, áttum
heima upp í sveit. Það dæmdist
því á okkur að líta eftir skipinu,
i landlegum.
Við höfðum lagt í ofninn í
káetunni og var þar mjög hlýtt
og notalegt. Við spiluðum
l’hombre af kappi, og leið að
vökulokum, áður en okkur varði.
Gísli var að gefa og Bjarni
var að taka í nefið. Heyrum
við þá að gengið er eftir þilfar-
inu fram á skipið og farið að
hringla í keðjum. Heyrist okkur
eins og væri farið að “stikka
út.” — “Þetta tjáir ekki, við
verðum að hjálpa til að “stikka
út” keðjunum. Þetta er víst
stýrimaðurinn,” mælti Gísli. Við
Bjarni samþyktum það. Við
fleygðum frá okkur spilunum
og göngum allir upp á þilfarið,
og fram á skipið, en þar er þá
enginn maður, og ekki sjáanlegt
að hreyft hefði verið við keðj-
unum. Bjarni segir: “Fyrst
við erum komnir upp, þá er bezt
að við “stikkum” svo sem tveim
liðum.” — Gísli heldur að það
sé óþarfi, en þó gerum við þetta,
og að þvi loknu fórum við niður
aftur. Við höfum einhvern ó-
nota geig, og gátum ekki farið
að spila, en fengum okkur kaffi
og töluðum saman á þessa leið:
“Mér heyrðist ábyggilega, að
einhver væri á gangi uppi á þil-
farinu, heyrðist ykkur það ekki
líka?” sagði Gísli.
“Jú, það var gengið eftir þil-
farinu og hringlað í keðjunum,
og bezt gæti eg trúað, að það
færi að hvessa bráðum,” sagði
Bjarni.
“Það lítur ekki út fyrir það,
þetta er kjaraveður,” gegndi eg.
“Jæja, sannaðu til, drengur
minn það verður kominn storm-
ur á morgun. Eg hefi oft vitað
það áður, að skipsdraugar segðu
manni fyrir, ef óveður væri i
nánd,” sagði Bjarni.
“Góði Bjarni, segðu okkur
draugasögu og hafðu hana dá-
lítið mergjaða,” sagði eg.
“Já, gerðu það,” sagði Gísli.
Bjarni mælti eftir dálitla
þögn: ‘‘Jæja, það er bezt að eg
segi ykkur hvað kom fyrir koju-
félaga minn, er var mér sam-
skipa í hitteðfyrra á henni
Milly.” Og hóf þá Bjarni frá-
sögu þessa.
“Það var fyrir nokkrum ár-
um, að þessi félagi minn var á
einni Geirsjagtinni, og var hann
sá eini, sem átti heima norður
í landi, allir hinir hásetar á því
skipi áttu heima í Reykjavik.
Það talaðist því þannig til, að
hann einn vekti yfir skipinu í
fyrstu inniveru. Þetta var af-
burða kjarkmaður, sem ekki lét
alt fyrir brjósti brenna og þegar
allir hásetar eru komnir í land,
kemur hann sér fyrir í káetunni.
Þar var bæði hlýtt og bjart.
Hann hafði skemtilega bók að
lesa, og sat við lesturinn stjórn-
borðsmegin við káetuborðið. Svo
líður á kvöldið að ekki ber til
tíðinda. Þegar klukkan er að
verða * ellefu, heyrir hann, að
gengið er eftir þilfari skútunnar
og hyggur hann að einhver hafi
lent við skipið frá nágrannaskip-
um þeim, er lágu á höfninni,
skamt í burtu. Hann var mjög
sokkinn niður í bókarlesturinn
og hugði sem svo, að gesturinn
mundi koma niður í káetuna,
enda reyndist það svo. Eftir
stutta stund er gengið rösklega
niður káetustigann, og er hann
lítur upp úr bókinni, sér hann
hvar skuggalegur maður situr
hinu megin við káetuborðið.
Hann ímyndar sér að einhver
félaga hans eða kunningja ætli
að gera sér leik að því að hræða
hann og yrðir þvi ekki á ná-
unga þenna. Hann tekur því
bókina, sem hann var að lesa í,
og heldur lestrinum áfram góða
stund, án þess að líta upp. Hon-
um verður samt litið upp úr
bókinni yfir borðið, sér þá enn
þenna skuggalega náunga og
veitir hann honum nú frekari
athygli. Það, sem honum
fanst einkennilegast við hann,
er að hann sá káetuþilið í gegn-
um hann, sem var hinu megin
við hann. Einnig sér hann, að
hann heldur vinstri hendinni um
rýtingsskaft, sem stóð í gegnum
hann í hjartastað. Sýndist hon-
um blóðbuna renna frá sárinu.
Um leið og hann sá þetta varð
hann gripinn megnustu hræðslu
og fanst sem kalt vatn rynni nið-
ur herðar sér, og mátt drægi úr
líkamanum. Eftir augnablik sér
hann drauginn taka rýtinginn úr
sárinu og ota honum að sér yfir
borðið. f sama bili fær hann
vald' yfir sjálfum sér, þýtur upp
stigann, losar fangalínuna úr
skipsbátnum og stekkur út i
hann. Leggur út árarnar og
tekur lífróður í land. Sér hann
drauginn aftur á skipinu út við
borðstokkinn ota rýtingnum i
áttina til sin. Þegar hann er
kominn í land, fer hann heim
til stýrimanns. Þegar hann sér
ljósið, fellur hann í öngvit. Er
hann raknar við eftir nokkurn
tíma segir hann frá þvi, hvað
fyrir sig hefði borið.
Við Gísli höfðum hlustað með
athygli á frásögn Barna. Og er
henni var lokið, heyrðum við
hvin, og rættist það, sem Barni
hafði spáð.
Um morguninn var kominn
ofsastormur. —Vísir.
Gullbrúðkaup
hér í Minneapolis hafa fslending-
ar fæðst og alist upp, gift sig,
eignast börn og buru — og dáið
drotni sinum, í rúm 50 ár, án
þess að mikið veður hafið verið
úr því gert. Silfurbrúðkaup all-
algeng, en gullbrúðkaup sjald-
gæfari. Samkomur og “picnic”
árlega, þar sem oft eru um 250
manns. En litilli eða engri
prentsvertu hefir verið eytt á
slikt.
Seinasta “picnic” okkar varð
þó all-merkilegt. Þetta var þ.
16. f. m. Um 150 viðstaddir
Valdimar Björnson sagði okkur
seinustu fréttir að heiman, með
sinni alþektu mælsku og skiir-
ungsskap. Minti hann okkur líka
á afmælisdag Jóns Sigurðssonar,
og fræddi margan landann um
þennan inikla stjórnmálamann.
En svo var þarna skamt frá
stórt borð, þar sem sátu 43
manns; borðið hlaðið allskonar
góðgæti, eins og vera ber á
“picnic.” En svo komumst við
að því, að hér væri fjölskylda
Jóns Leifur að hafa sitt eigið
“picnic”, og um leið að halda
upp á gullbrúðkaupsafmæli Jóns
Vernharðssonar Leifur og Finn-
bjargar Finnsdóttur. Vissi þetta
fólk ekkert um “picnic” okkar
landanna, né vissum við hverjir
voru við þetta stóra borð, fyr en
seinna. En þarna voru öU börn
gömlu hjónanna, tveir synir og
átta dætur, og menn þeirra, en
þó ekki öll hin 28 barnabörn,
enda voru sum börn Jóns og
Finnbjargar komin langa leið að,
því þessi stóra fjölskylda er
tvístruð um alt norðvestrið, frá
Detroit, Mich. til Idaho.
Mr. og Mrs. Jón Leifur hafa
verið hér um tima, en látið lítið
á sér bera, enda komin af þeim
aldri, finst þeim. Er Jón ættað-
ur af Stokkseyri, en Finnbjörg
af Eyrarbakka. Á hún bróður í
Rvík, Finnboga að nafni Finns-
son, sem er vel þektur heima.
Giftu þau sig i Stokkseyrarkirkju
12. júni 1890, en komu hingað
til landsins 1893. Áttu þau
heima í Norður Dakota í 41 ár;
stunduðu búskap nálægt Akra
um tima, en i 28 löng ár flutti
Jón póst. Um margra ára skeið
keyrði hann 35 milur á dag, en
seinna um 22 mílur. Vita þeir
bezt, sem kunnugir eru í Norður
Dakota, hvers konar staða það
hafi verið hér á fyrri árum, þó
jafnvel sé það kannske ekki
sældarbrauð nú á dögum.
Börn Jóns og Finnbjargar eru
sem hér segir:
Ágúst Leifur, Grand Forks,
N. Dak.
Walter (Valdimar) Leifur,
Minneapolis, Minn.
Victoria, Mrs. Gunnar John-
son, Milton, N. Dak.
Elizabeth, Mrs. O. C. Voeks,
Minneapolis, Minn.
Octavia, Mrs. Fred Hyland,
Port Hill, Idaho.
Vilhelmina, Mrs. O. Schafer,
Detroit, Mich.
Sigríður, Mrs. P. 1". Watson,
Minneapolis, Minn.
Lillian, Mrs. John Goulett,
Minneapolis, Minn.
Sigurrós, Mrs. Ray Lyon,
Minneapolis, Minn.
Helen, Mrs. L. M. Duprey,
Minneapolis, Minn.
Um hinar mörgu, löngu póst-
ferðir Jóns mætti margt segja.
Líka mætti geta þess að hann
varð ekki ríkur i þessari æru-
verðu stöðu hjá Uncle Sam. En
þessum hjónum tókst að koma
10 börnum á legg — tíu börnum,
sem eru prýðilega samtaka i því
að láta foreldrum sínum líða vel
í ellinni, að slíkt er saga til
næsta bæjar. Fjölskyldur, sem
eru þannig samtaka, eru ódrep-
andi, hvað sem á gengur. Væri
óskandi að hið sama mætti segja
um allar aðrar íslenzkar fjöl-
skyldur hér og annarstaðar. Á
demantsafmæli þessara hjóna
vona eg að senda blöðunum
fréttir af þeim.
Minneapolis, 30. júní, ’40.
G. T. Athelstan.
$ttðÍWðð
DR. B. H. OLSON
Phones: 35 076 . 906 047
Consultation by Appointment
Only
Heimlli: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
anb A
Caibá
Dr. P. H. T. Thorlakson DR. B. J. BRANDSON
205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 216-220 Medical ArU Bldg. Cor. Graham og Kennedy SU. Phone 21 834—Office ttmar 3-4.30
• Res. 114 QRENFELL BLVD. Phone 62 200 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba
DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViðtalsUmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusimi 22 251 Heimilissimi 401 991
DR. A. V. JOHNSON Dr. S. J. Johannesson
Dentist 806 BROADWAY
• Talsimi 30 877
506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 • Viðtálstimi 3—5 e. h.
DR. K. J. AUSTMANN 512 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og H41s- sjúkdöma. Viötalstimi 10—12 fyrir hádegi 3—6 eftir hádegl Skrifttofusími 80 887 Heimilissimi 48 551 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrasOinaur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043
J. T. THORSON, K.C. isienzkur XöafræSingur • 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarða og legstelna, Skrlfstofu talsiml 86 607 Helmilis talsiml 501 562
J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fastelgnasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgö, bifreiðaábyrgð o. s. frv. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG • pceoUegur og rólegur bústaöur i miðbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yflr; með baðkiefa $3.00 og þar yíir. Agætar rnáKIðir 40c—60c Free Parking for Ouests
Endurburður
Svo sem kunnugt má vera,
hefir það verið og er enn á vor-
um dögum nokkuð útbreidd trú
að fólk væri stundum endurbor-
ið. í íslenzku þjóðlífi að minsta
kosti fram að síðustu aldamót-
um var það nokkuð almenn trú
að það fyrirbrigði sem kallað var
að “vitja nafns” benti sterklega
i þessa átt. En þó var venju-
lega farið mjög dult með það,
og að mestu haldið leyndu, eins
og reyndar mörgum öðrum
svefnvitrunum og draumum. Á
Norðurlöndum var þessi trú all-
útbreidd að því er ráða má af
fornaldarsögum Norðurlanda.
Svo segir i Helga kviðu Hjör-
varðssonar: “Helgi og Sváfa er
sagt að væri endurborin” bls.
258, og ennfremur á bls. 278:
“Helgi og Sigrún er kallat at
væri endurborin.” Þegar Ása-
Þór þreytti í höll ,útgarða-Loka
hafa sumir viljað láta vera tákn-
mynd af þremur jarðvistum, en
auðvitað ekki endilega allar hér
á vorri jarðstjörnu. Því fjarlægð
á milli himinhnatta kemur ekki
til greina í hugheimum. Það
getum vér rannsakað sjálfir án
þess að vera nokkrir sérstakir
dulspekingar. Það kemur nógu
berlega fram þegar Þjálfi þreytir
skeiðið við Huga í höll útgarða-
Loka, að ekki er til neins fyrir
hlaupagarpa jarðarinnar að ætla
sér að ná hraða “hugans.” Þó
maðurinn telji sig geta efast um
alt, þá getur honum aldrei bland-
ast hugur um það, að á þessari
jörð verður hann aldrei nema
örstutta stund. Hvernig sem
hann reynir, þá verður hann aft-
ur og aftur að játa hverfulleik-
ann. Nú er rétti timinn til að
athuga hvar vér stöndum á sálu-
hjálpar veginum. —M. I.
Jón Sigurdson
Chapter, l.O.D.E.
APPEAL FOR FUND
Áður auglýst $103.05
Mrs. P. Neville 100
Ferguson Taxi ............25
Dr. & Mrs. B. J. Brandson 2.00
Mrs. Steinunn Berg 5.00
Vina 5.00
Dr. & Mrs. P. H. T. Thor-
lakson 5.00
Jón Sigurdson, Selkirk 1.00
Magnús Guðlaugson 1.00
Rose Bjarnason 100
Mr. & Mrs. W. J. Lindal 5.00
Mr. & Mrs. H. Peterson 5.00
Mr. & Mrs. L. Thomsen 2.00
Mr. & Mrs. P. Anderson 5.00
Dr. & Mrs. B. H. Olson 2.00
Miss Vala Jónasson 1.00
Mr. & Mrs. S. O. Bjerring 3.00
Mr. & Mrs. H. Anderson 1.00
A friend .50
Mrs. H. Thorolfson 1.00
Mrs. L. Smith .......... .50
Mr. & Mrs. P. J. Sivertsen 2.00
Mrs. Hudson ..............75
Mrs. H. G. Henrickson 1.00
$154.05
Þann 15. júlí verður þessum
sjóð lokað. Er það því vinsam-
legast óskað að allir er vilja
leggja fram tillag gjöri það taf-
arlaust.
Með þakklæti fyrir hönd fé-
lagsins,
Mrs. J. B. Skaptason,
• 378 Maryland St.
Mrs. B. S. Benson,
695 Sargent Ave.
BORGIÐ
I.ÖGBERG