Lögberg - 04.07.1940, Page 8

Lögberg - 04.07.1940, Page 8
R / LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚLÍ, 1940 ó, mamma, þetta er góður drgkkur ! WtfKjeh'á?™ 5c Úr borg og bygð MA TREIÐSLUBÓK Kvenfélaga Fyrsta lúterska safn- aðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld- sted, 525 Dominion St. Verð: $1.00. Burðargjald 5c. -f ♦ You can possibly afford to lose your car in an accident, but you cannot afford to be sued for injury or death to a person caused by your car. Liability insurance protects you against this. In addition to insurance of all kinds we arrange the financing of automobiles being purchased. J. J. SWANSON & CO„ LTD. 308 Avenue Bldg. -f -f -f Á laugardaginn þann 8. júni síð- astliðinn, voru gefin saman i hjónaband í \rancouver, Helga Sig- riður Skagfjord og Lloyd Waldon Gregory flugmaður. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Th. Skagfjord í Selkirk. -f -f -f „ Eftirfylgjandi nemendur frú Bjargar ísfeld, hafa með ágætum vitnisburði lokið vorprófi við Toronto Conservatory of Music: Thruda Backman, A.T.C.M. (Teachers) Pearl Halldórson, Grade VIII Kristján Backman, Grade VIT Margret MacKeen, Grade VI Charles MacKeen, Grade III -f -f -f Á laugardaginn þann 29. júní síðastliðinn, voru gefin saman í hjónaband að heimili Mr. og Mrs. Jóhann Th. Beck, 975 Ingersoll St. hér i borginni, Ragna G. S. Rafn- kelsson, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Benedikt Rafnkelsson að Lundar. og Ivan Foss af norskum ættum. Hjónavigsluna framkvæmdi séra Valdimar J. Eylands að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum; brúðurin hefir starfað í nokkur ár hjá Columbia Press Limited. Framtiðarheimili ungu hjónanna verður í Wjnnipeg. Mr. Bjarni Bjarnason frá Yard- ley, Pennsylvania, hefir dvalið í borginni um hálfsmánaðar tírna í heimsókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. Sigurður Bjarnason, Sim- coe, Street. -f -f -f TIL SÖLU — ein ekra af landi með góðu raflýstu íbúðarhúsi, geymsluhúsi, bilaskýli og litlu hænsnahúsi. Eignin er á vatns- bakkanum við suðurtakmörk Gimli bæjar. Skrifið S. Johannsson, Box 13, Gimli, Man. -f -f -f Thomas Sanderson Scaife, War- ren, Man. og Ólöf Hallson, Lundar, Man., voru gefin saman i hjóna- band laugardaginn þann 29. júní. Séra Bjarni A. Bjarnason gifti, og fór athöfnin fram í Lundar lút- ersku kirkju að fjölmenni við- stöddu. Eftir hjóavígsluna var vegleg brúðkaupsVeizla haldin í samkomusal lúterska kvenfélagsins. Hieimili ungu hjónanna verður í grend við Warrren, Man. -f -f -f Hjónavígslur framkvæmdar af séra Rúnólfi Marteissyni að 493 Lipton St., laugardaginn 29. júní: Sigurður Sigurdson frá Oak View, Man. og Christín Rakel Barnes frá Silver Bay, Man. Heim- ili þeirra verður að Oak View John Lawrence Lindstrom frá Morse Place, Man. og Aðalbjörg Carolína Clemencina Johnson frá Selkirk. Heimili þeirra verður að Morse Place. -f -f -f INNILEG ÞÖKK! Eg undirritaður bið Lögberg að flytja hinum mörgu, gömlum og nýjum vinum, sem eg heimsótti i Winnipeg og bygðunum við Mani- tobavatn í tilefni af för minni til kirkjuþingsins að Lundar, mitt hjartans þakklæti fyrir ástúðlegar og ógleymanlegar viðtökur; maður býr að því lengi, að mæta slíkri alúð i fjarlægð frá heimili sínu. Með endurteknu þakklæti, Winnipeg 27. júní, 1940. Jón Gíslason, Bredenbury, Sask. Islendingar í norðurhluta Nýja íslands, hafa ákveðið að halda ís- lendingadag sinn í ár á Iðavelli við. Hnausa, á laugardaginn þann 3. ágúst næstkomandi; hefir að þessu sinni, eins. og á undangengn- um árum, verið hið bezta til undir- búningsins vandað, og má því víst telja, að allar götur liggi til Iða- vallar þenna áminsta dag. -f -f -f LORD SELKIRK CHAPTER Selkirk deildin, er starfar ■ í nafni Imperial Order Daughters of the Empire, er að beita sér fyrir fjár- söfnun þann 5. og 6. júlí næstkom- andi í Selkirkbæ. Öll fjárframlög er deildinni berast ganga í orustu- flugvélar (bomber) sjóðinn og til annara stríðsþarfa. Fólk er beðið að leggja í þennan sjóð eins ríflega og því er unt. -f -f -f GJAGIR TIL BETEL I JÚNI, 1940 Kvenfélag “Sigurvon”, Húsavík, Man., $io;Ónefndur á Betel, $5; Dr. og Mrs. B. J. Brandson, Fern Stand; P. og J. Hjálmsson, Mark- eryille, Alta., $10; Kvenfélag Garð- ar safnaðar, afmælisgjöf í minn- ingu um Joseph Walters, $25; Mrs. Ingibjörg Walters, Garðar, N. D., í minningu um Joseph Walters, $10; Gengismunur á þessum síðustu tveimur upphæðum, $3.22. Kærar þakkir fyrir þessar gjafir. /. /. Swanson, féhirðir 308 Avenue Bldg, Wpg. -f -f -f HEIMSÓKN TIL BETEL Eins og undanfarin ár, ákveður kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg að heimlsækja elliheimilið Betel að Gimli, Man., fimtudaginn 18. júlí n. k. Fólksflutnngsvagn fer frá kirkjunni á Victor St. kl. 9.30 f. h. og til baka að kvöldinu frá Gimli kl 8 e. h. Ef einhver óskar eftir frekari upplýsingum og ætlar að taka þátt í förinni, gerir hann svo vel að gefa sig fram við: Mrs. S. Backman, sími 21 919, eða Mrs. Frank Dalman, sími 21 750 og Mrs. M. W. Dalman, sími 22 168. Frá ferðinni verður nánar skýrt síðar. The BUSINESS COLLEGE OF TO-MORROW— TO-DAY The MANITOBA (1) Initiated the Grade XI Admission policy in Western Canada. (2) Gives Specialised instruction in Business English. (3) Gives Practical telephone instruction, using our own telephone system. (4) Has Centralised control of all classrooms by electric broadcast system. (5) Uses Aptitude analysis charts, including photo, of each student. (6) Has Limited enrolment, giving more space per student and more opportunity of employment. AND—the MANITOBA is Winnipeg’s fastest growing Business College. Day and Evening Classes Evenings: Mondays and Thursdays 7.30 to 10 p.m. m flniTOBfl commeRCifiL COLLCGC Premises giving the most spacious accommodation per student in Westem Canada. Originators of Grade XI Admission Standard ENTRANCE 4TH DOOR pL O Z r / r WEST OF EATON’S 1 nonc 4 OJ OJ 344 PORTAGE AVE. President, F. II. BROOKS, B.A., S.F.A.E. Hjónavígslur framkvæmdar af séra Valdimar J. Eylands: 23. júní—Konrad Alvin Jóhann- esson og Gladys Nystrom bæði til heimilis í Winnipeg. 29. júni—Freeman Goodman og Lydia Margaret Johnson, 421 Pol- son Avenue, Winnipeg. -f -f -f Bindindisfólki Heklu og Skuldar, og vinum þess, hefir verið boðið á skemtifund á hinum' undurfagra sumarbústað Dr. A. B. Lennox, sem er 12 mílur suður með Rauð- ánni, seinnipart laugardagsins 13. júlí. Farið verður með kassabíl- um frá G. T. húsinu kl. 2, far- gjald 35C. — Æskilegt að fólk komi með nestiskörfur sínar. Heitt vatn og öll þægindi á staðnum. Fararnefndin biður alla, sem fara, að kalla upp í sima Gunnlaug Jó- hansson, 81884 svo að nægileg farartæki verði fengin. -f -f -f “Christian Leadership Training camp” undir umsjón Bandalags lúterskra kvenna Hins evangelisk lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi verður starfrækt dag- ana 30. júlí til 8. ágúst á sama stað og í fyrra sumar, í The Cana- dian Sunday School Mission Camp við Winnipegvatn, tvær mílur fyrir norðan Gimli. Fólk, sem hefir i hyggju að innritast, geri aðvart séra E. H. Fáfnis, Glenboro, Man. -f -f -f MINNISV ARÐASJÓÐUR “K. N.” JÚLIUS Áður auglýst ..........$228.75 Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi.......... 25.00 Mrs. A. C. Johnson, Wpg. 1.00 $254-75 -f -f -f Á miðvikudaginn þann 26. júní síðastliðinn, voru gefin saman í hjónaband í Sambadskirkjunni í Winnipeg, Mr. Jochum Asgeirs- son raffræðingur, ættaður af' Vest- fjörðum og Miss Ingibjörg Hall- dórsson, dóttir Mr. og Mrs. Jón Halldórsson hér í borginni. Séra Philip Pétursson gifti. Kirkjan var snyrtilega blómum skrýdd; við hljóðfærið var Gunnar Erlendsson, en Pétur Magnús söng einsöng. Að aflokinni vígslu var setin fjölmenn og virðuleg veizla í Princess Tea Rooms. Ræður fluttu Páll S. Páls- son, B. S. Stefánsson og Arinbjörn S. Bardal, auk brúðgumans, er flutti snjalla og bráðskemtilega tölu. Svaramenn voru Mr. S. Jakobsson og systir brúðarinnar, frú Rose Bardal. — Ungu hjónin fóru í þriggja vikna brúðkaups- ferð suður í Bandaríki. Framtíð- arheimili þeirra verður í Winni- I>eg- -f -f -f Á sunnudaginn 30. júni voru þau John Duncan Vander Linden og Guðrún Gróa Bíldfell gefin saman í hjónaband af séra Carli J. Olson. Brúðurin er dóttir Gísla Bíldfell og konu hans Valgerðar Eiríksdótt- ur. Athöfnin fór fram á heimili Bíldfells-fjölskyldunnar að Foam Lake, Sask. Fjöldi af boðsgestum var viðstaddur og settist niður við veizluborð á eftir athöfninni, þar sem alls konar gómsætir og ljúf- fengir réttir voru frambornir. Narfi Narfason kaupmaður hafði orð fyrir gestum og óskaði brúðhjón- unum allrar hamingju og blessun- ar og svo bað hann séra Carl og fheiri að taka til máls. Þakkaði svo brúðguminn fyrir hönd brúðar- innar og fyrir sína eigin hönd, all- ar lukkuóskirnar og þá miklu vin- semd sem þeim hefði verið sýnd, Dagurinn var fagur og indæll, og gleði og friður hvíldi yfir öllum og öllu. Fólk brúðarinnar er alt þekt og eingöngu að góðu kunnugt bæði í Vatnabygðunum og í Winnipeg. Fólk brúðgumans hefir getið sér góðan orðstir þar sem það hefir átt heima. Hugheilar hamingjuóskir þessum brúðhjónum á braut. tíðarheimili þeirra verður að Kin- loch, Sask. Minniát BETEL í erfðaskrám yðar Fram- Siimarbústaður í Manitoba Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Séra Valdimar J. Eglands Heimili: 776 Victor Street. Simi 29 017. Engar guðsþjónustur í júlí mán- uði. ♦ LÚTERSKA PRESTAKALLIÐ í VATNABYGÐUM Séra Carl J. Otson, B.A., B.D. prestur Heimili: Mclnnes and Ken, Wynyard, Sask. Guðsþjónusta 7. júlí Kandahar, sunnudagaskóli kl. 11 Kandahar, messa kl. 7.30 e. h. Kandahar, fundur kl. 8.30 e. h. Mjög áríðandi að allir bygðarmenn og konur sæki messuna og fundinn. Allir boðnir og velkomnir. GIMLI PRESTAKALL 7. júlí — Betel, morgunmessa; Gimli, íslenzk messa kl. 7 e. h. 14. júlí — Betel, morgunmessa; Víðines, messa kl. 2 e. h.; Gimli, íslenzk messa kl. 7 e. h. B A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 7. júlí messar séra Sigurður Ólafsson sem hér segir: Framnes Hall, kl. 2 síðdegis; River- ton, kl. 8 síðdegis, ensk messa.— Fólk á hlutaðeigandi stöðum vin- samlega beðið að bera þetta í minni. ♦ ♦ ♦ Messur í prestakalli séra H. Sig- mars, sunnudaginn 7. júlí: Garðar kl. 11 f. h. Mountain kl. 2.30 e. h. Vídalín kl. 8 e. h. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 14. júní flytur séra Kristinn K. Ólafson guðsþjónustur sem fylgir í Siglunesbygð við Manitobavatn: Hayland Hall, kl. 11 f. h. Oak View kl. 3 e. h. Silver Bay kl. 8 e. h. Minnisstæður dagur Hinn 5. júní síðastliðinn gaf séra Jakob Jónsson saman þau Kjartan Þorsteinsson og Jónínu Aðalbjörgu Pétursson. Brúð- guminn er sonur Mr. og Mrs. Jón Þorsteinsson í Wynyard, en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Pétur Pétursson í Elfros-bygð. Fór athöfnin fram á heimili for- eldra brúðarinnar, og voru margir vinir og vandamenn við- staddir. Blómskrýddur heiðurs- bogi úr trjálimi hafði verið reistur á grundinni við húsið, og framan við hann stóðu prest- urinn og brúðhjónin, en fólkið skipaði skipaði sér í hálfhring umhverfis. Fagur skógarlund- ur að baki, ineð fjölda syngjandi sumarfugla i greinum trjánna, gerði sitt til þess að skapa þess- ari helgiathöfn viðkunnanlegt umhverfi. — Svaramenn voru Harold Þorsteinsson hróðir Iirúð- guðans, og Miss Oline Bjarnason, Meðan undirskriftirnar fóru fram, söng Mrs. Þorsteinsson, móðir brúðgumans, einsöng “I Love Thee Truly.” Litil stúlka, frænka brúðarinnar, heiðraði brúðhjónin með söng og blóm- um. Þegar hjónavígslunni var lokið fór fram skírn sex barna, og| voru fjögur þeirra barnabörn húsráðenda. Mr. og Mrs. Péturs- son. Meðal hinna viðstöddu var móðir Mrs. Pétursson, Mrs. Bjarnason, og voru teknar nokkrar myndir af henni og af- komendum hennar í þriðja lið, svo að fjórar kynslóðir voru saman á mynd. — Afbragðsmat- ur var á borð borinn , og að lokinni máltíð héldu ungu hjón- in til Wynyard, ásamt því fólki, sem þaðan kom til boðsins. Voru það þrjár bifreiðar fullar, og höfðu nokkrir ungir menn, kunn- ingjar brúðgumans, skreytt þær með litböndum og borðum. Komið var við í Elfros, bæði í bænum og á íþróttavellinum, þar sem hlé varð á knattleiknum um stund, meðan brúðarfylgdin fór leiðar sinnar. Hinir ungu menn sáu uin að förinni væri veitt tilhlýðileg athygli með því að blása í horn og önnur hljóðfæri, eins og siður er hér um slóðir.—- Til Wynyard kom hópurinn með glaum og gleði, og er það vafa- laust ósk og von allra, sem þekkja ungu hjónin, að fegurðin og helgin frá skógarlundinum, þar sem vigslan fór fram, og hin óþvingaða glaðværð heim- ferðarinnar megi fylgja þeim æfina út. Jakob Jónsson. The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Ag-ents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakera and Jewellera 699 SARGENT AVE., WPG. H. BJARNASON TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem aS flutningum lýtur, sm&um eSa stðrum Hvergi sanngjarnara verS. Heimili: 591 SHERBURN ST. Sfmi 35 909 PETERSON BR0S. verzla með ís og Við Box 46 GIMLI, MAN. Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu SkuluS þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI FRED BUCKLE, Manager Light Delivery Truck PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT and AGNES KAUPIÐ AVALT LUMBER hJA THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.