Lögberg - 15.08.1940, Side 2
LÖGBERG, PIMTUDAGINN 15. ÁGÚST, 1940
I
I
i
I
i
I
' THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. J
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551 j
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
Slétta---
Þiáblfjörður---
Langanes
(Ferðasaga)
Eftir Þórodd Guðmundsson
frá Sandi
I>egar Hður að ágústlokum er
talið líða að hausti á Norður-
íslandi. En eyjan við heiin-
skautsbaug fer ekki að alman-
akslögum um veðráttu. Vorið
og sumarið 1939 voru búin að
láta landsins börnum svír marg-
ar vndisstundir góðviðris, feg-
urðar og gróðurilms í té, að
margir óttuðust haustveðrin.
Eg var einn í þeirra tölu. Með
hálfum huga slóst eg i för með
sýslubúfræðing Norður-Þingey-
inga, þegar hann lagði upp i
sína árlegu yfirreið um mestu
útkjálkasveitir Norðurlands þann
28. ágstmánaðar. Nú er öllu
góðviðri að verða lokið á þessu
suinri, hugsa eg, og íshafsáttin
með sinni úlfgráu þoku og
slyddu gengur í garð. Og fé-
lagi minn, Sæmundur Friðriks-
son, hugsar víst á sömu leið,
því að hann er vel búinn að
hlífðarfötum. Eg fer að dæmi
hans, sem reynsluna hefir, um
heimanbúnaðinn.
Ferðinni er heitið uin Sléttu,
Þistilfjörð og Langanes. Fyrsti
áfangi leiðarinnar liggur um
blásið land frá Kópaskeri að
Leirhöfn, þar sem landnáms-
maðurinn Reistur, son Bjarneyj-
ar-Ketils bjó. Þar gistum við í
góðu yfirlæti á frábæru myndar-
heimili. í Leirhöfn búa tveir
bræður Jóhanns heitins Krist-
jánssonar ættfræðings, Helgi og
Sigurður, vel mentir dugandis-
menn. Fjórði bróðirinn, Krist-
inn, hefir stofnað nýbýli i Leir-
hafnarlandi, er kallast Nýhöfn,
Sæmundur bróðir þeirra býr
stórbúi að Sigurðarstöðum.
Næsti dagur rann upp hlýr og
fagur. Á leiðinni norður í
Grjótnes birtist fylking hinna
norðlenzku fjalla í æ meiri
blánandi fjarlægð alt vestur f\T-
ir Húnaflóa. Grímsey hillir við
hafsbrún, en Reistargnúpur,
Gefla og Rauðinúpur heilsa eins
og gamlir kunningjar. Skáldið
Jón Trausti hefir kvnt þá áður
i sínu hugþekka kvæði: Sólhvörf
á Sléttu. Og Slétta er útbreidd
sem voð til austurs, svo langl
sem augað eygir að kalla, því
þegar sólin hækkar sinn gang,
vefjast fjöllin vestan Þistilfjarð-
al í gula hitanróðu. Slétta er á
þessum óvenjulega fagra degi
sem æfintýraland. — Hrjóstrugir
flákar og grjótholt með öræfa-
gróðri verða hlýleg og snotur.
Stafalygn lón með varphólmum,
malarkambar, sund og tangar:
alt er þetta næstum því of ó-
venjulegt, til þess að vera raun-
veruleiki.
Bæirnir Rif, nyrsti bær lands-
ins, þar sem Jón Trausti er
fæddur, og Núpskatla, þar sem
hann ólst upp, minna á hinn fá-
tæka, umkomulausa dreng og
merkilega rithöfund, sem þjóðin
stendur enn í ógoldinni þakkar-
skuld við. Og Hraunhöfn minn-
ir á forna furðusögn, letraða í
Landnámu af þeim feðgum Arn-
geiri, er nam Sléttu, og börnum
hans Þorgils, Oddi og Þuríði,
sem gift var Steinólfi i Þjórsár-
dal. Sagan er Iistaverk og hljóð-
ar svo: “Þeir Arngeir og Þor-
gils gengu heiman í fjúki að
leita fjár og komu eigi heim;
Oddur fór að leita þeirra og
fann þá báða örenda, og hafði
hvítabjörn drepið þá og lá á
pasti, er hann kom að. Oddur
drap björninn og færði heim, og
segja menn, að hann æti allan
og kallaðist þá hefna föður síns,
er hann drap björninn, en þá
bróður síns, er hann át hann.
Oddur var síðan illur og ódæll
við að eiga; hann var hamramm-
ur svo mjög, að hann gekk heim-
an úr Hraunhöfn um kveldið, en
kom um morguninn eftir í Þjórs-
árdal til liðs við systur sina, er
Þjórsdælir vildu berja grjóti i
hel.”
Þessi og þvílíkar sagnir rifj-
ast nú upp fyrir vegfarandanum
á Sléttu, þótt hvítabirnir gangi
hér nú' sjaldan á land, eftir að
isaár urðu fátið. Én refir eru
hin mesta landplága, enda ágæt-
ar skyttur, göngugarpar og af-
reksmenn hér ennþá til, þó að
eigi jafnist á við Odd Arngeirs-
son.
Trjáreki er enn á Sléttu. En
af er sú tíð, þegar rekavið var
hrent á þann hátt, að tré voru
ekki höggvin i eld, heldur stung-
ið öðrum enda í hlóðir og ýtt á
eftir, jafnóðum og brann, unz
fullbrunnið var tréð. Til
skamms tíma hafa bæir verið
gerðir úr rekavið, traustir og
reisulegir, og standa' sumir
þeirra enn í dag.
Fleira má og telja til hlunn-
inda, svo sem útræði frá sumum
stöðum, æðarvarp og ágæta
fjörubeit því að aðalfóður
fjárins er ýmis fjörugrös. Þarf
því sjaldan að gefa í mildum
vetrum. Þá er og mikil silungs-
veiði í vötnum og lónum. —
Furðu strjálbýl er Slétta, því að
margt er þar til bjarga. Og
öfugstreymi aldar má það heita,
sem nú lætur góðar sveitir vera
nærri óbygðar, þegar ofsetið er
víða í bæjum og þorpum og
vinnufærar hendur þar fá ekki
viðfangsefni.
Ein er þó jörð á Sléttu full-
setin vel. Er það Raufarhöfn.
Vegna hinna auknu síldveiða og
sildariðnaðar, er þar nú þorp í
örum vexti, enda er höfnin ein
sú bezta norðanlands og útsýni
þaan einkar fagurt. Þó er eins
vant: jarðvegur er grunnur og
grýttur. En barist er góðri bar-
áttu fyrir aukinni ræktun. —
Við komum á Raufarhöfn seint
á síldveiðitímanum, þegar hvað
mest harst á land af hinum silfr-
aða fiski. Enda var fólkið önn-
um kafið, nótt og dag, við að
gera honum til góða. — Það er
suðrænn svipur á Raufarhöfn
þann 30. ágúst. Hitinn er 25
stig. Gullrauð hitamóða er í
lofti, sveipar fjöllin og vefst
saman við bláma fjarlægðarinn-
ar. Og vfir þorpinu hvílir reyk-
ur, sem minnir á erlendan iðn-
aðarbæ.
Mælinga- og leiðbeiningar-
störfum í þágu landbúnaðarins
er hér lokið. Leið okkar liggur
inn í “Víkur” og Þistilfjörð. Og
gamlar frásagnir rifjast upp. í
Landnamu stendur: **Sveinungur
nam Sveinungsvík, en Kolli
KoIIavík, og bjó þar hvor, sem
við er kent síðan. Ketill Þistill
nam Þistilfjörð, milli Hundsness
og Sauðaness . . .” Nú liggur
fyrir að kanna hin misstóru
landnám þessara þriggja manna.
Sveinungsvik er þríbýlisjörð við
samnefnda vík í fögrum og frjó-
sömum dal, sem gæti verið dá-
Htil sveit, ef býgður væri allur.
f landnámi KoIIa eru nú tveir
nágrannabæir: Kollavík og Borg-
ir og, ef til vill, Krossavik, sem
stendur í lítilli hvilft norðan við
fjallið Loka. Þar komum við
síðla um kvöld og þáðum gist-
ingu og góðan beina.
Veðrið er ógleymanlega fagurt
á meðan við dveljum í Krossa-
vík. Það glitrar og merlar á
silfurlitan og spegilsléttan fjörð-
inn og víkina í tunglsskini
kvöldsins, en sólheitur morgunn
gefur sænum regnbogaliti og
Langanesfjöllum töfrabláma. Svo
fagurt getur verið á fslandi, og
það á afskektum, óþektum stöð-
um, að því fái engin orð lýst.
Eg reyni ekki að gera grein
fyrir fegurðaráhrifum hins óvið-
jafnainlega kvelds og morguns í
Krossavík.
K!n glæsilegt verkefni biður í
íandnámi Ketils þistils. Kolli
virðist hafa verið einskonar
landseti hans, þvi að Hundsnes
er langt norðan við Rollavík. Og
víða hafa runnið stoðir undir
bú Ketils, eigi siður en Skalla-
grims að Borg.
Látra-Björg segir um Þistil-
f jörð: *
í Þistilfirði þykja stirðir dagar.
Það er óláns eymdar sveit.
Engin sól þar vermir reit.
Þó að þetta kunni að hafa
verið satt á dögum hinnar löngu
liðnu heiðurskonu, þá er það
svo ekki lengur. Þistilfjörður
er kjarnavseit til lands og sjáv-
ar. Þar voru nærri helmingi
fleiri býli fyrir 1880 en nú.
Strjálaðist bygðin á ísaárunum
1880—90. Vegna harðinda, sem
stöfuðu af hafísnum, flutti
fjöldi bænda til Vesturheims
með skyldulið sitt. Og nú standa
eyðibýlin í dölum Þistifjarðar og
heiðum eins og minnisvarðar
liðinna kynslóða. Það ilmar af
lyngi og alt er vafið í gróðri
meðfram hálfgrónum götuslóð-
unum, sem við ríðum eftir. Sól
skín í heiði og vermir rústirnar
og tún eyðibýlanna, sem komin
eru i órækt og bíða nýrra land-
námsmanna.
Aftur verður mér hugsað til
Jóns Trausta og hinna ódauð-
legu lýsinga hans á kjörum
fólksins á liðnum timum í sög-
um hans um “Höllu” og “Heið-
arbýlið.” Þær gátu hafa gerst á
þessum slóðum.
Þistilfjörður hefif fangið fult
af framtiðarmöguleikum, hugs-
um við, hann er nálega ónum-
inn, eins og flestar aðrar sveitir
okkar ágæta lands. — Og hest-
arnir fara á góðgangi heim að
stórbýlinu Laxárdal. Á meðan
við sitjum þar inni i prýðilegri
stofu með heimagerðum hús-
gögnum, vefnaði og listaverkum
og bíðum eftir kaffi og pönnu-
kökum, segir bóndinn okkur síð-
ustu erlendar fréttir: Þjóðverjar
hafa ráðist með her manns inn
í Pólland. Þetta er 1. september
1939. — Það er gott, að fslend-
ingar eiga skýrt afmörkuð landa-
piæri og þurfa ekki að æfa her
til þess að Hfláta fólk og brenna
borgir. Herliðs vors bíða næg
verkefni i framtiðinni við að
berjast gegn eyðingaröflum nátt-
úrunnar, sem valda uppblæstri
Iands, við græðslu skóga, engja
og akra.----------
Þar sem gott er að vera, vilja
menn lengi dvelja. Þess vegna
er orðið áliðið dags, þegar við
leggjum af stað frá Syðri-Brekk-
um, þar sem við gistum næstu
nótt. Annað ræður og nokkru
um seinlæti okkar i ferðbúnaði:
Næstu tvær, þrjár dagleiðirnar
liggja um Langanes. Og þó að
þar sé gott fólk og gestrisið, eins
og viða annarsstaðar á landi hér,
þá er það viðurkent, að Langa-
nes er ekki eftirsótt ferðamanna-
sveit, a. m. k. ekki eftir að kem-
ur út fyrir Eiðisskarð. Veldur
einkum tvent: fábreytni lands-
lags og óhagstæð veðrátta veg-
farendum. Þegar sleppir vagn-
leið frá Þórshöfn út í Eiði og
Heiði, eru grýttir, óglöggir stígar
og fúamýrar bæja á milli ófært
ríðandi mönnum, nema á feta-
gangi og villugjarnt mjög í þoku.
En út-Langanes er elnn þoku-
sadasti hluti landsins.
Á leiðinni upp á Hálsinn og
milli Hálsbæjanna mætum við
þoku og kalda fyrsta sinn í ferð-
inn. Engin alvara fylgir þó fyrst
í stað. Gunnólfsvíkurfjall er að
vísu sveipað og dulið sýn að
mestu og sér í gráhvíta bólstra í
f jallaskörðunum báðum megin
þess, en sók skín í Staðarseli,
Ásseli, á Hóli, Grund og Eld-
járnsstöðum, þegar við komum
þar. Það fer að syrta að, þegar
við komum í Hlíð. Og austan
stormur, samfara svartaþoku og
náttmyrkri er i fangið á leið-
inni að Eiði, sem stendur við
sjávarlón. Þar býr tengdasonur
Daniels, bændaöldungsins, er
lengi bjó á Eiði og þektur er af
því, að hann gerði fyrstur manna
súrþang og súrhey í þessum
sveitum og af dugnaði og umbót-
um á öðrum sviðum.
Nú er Langanesþokan skollin
yfir svo dimm, að ekki sér
nándar nærri til landa af Eiðis-
vatni miðju, þegar við róum suð-
ur yfir það, til þess að skoða
nýbýlið Ártún að morgni þess
þriðja september. Þann dag för-
um við villur vegar í þokunni,
en komumst þó að áliðnum degi
út að Skálum, sem stundum er
ranglega kallað nyrzta býlið á
nesinu, því að Skoruvík er norð-
ar. úti fyrir Skálum eru ágæt
fiskimið. 'Fyrir nokkru reis þar
þ\í upp dálítið fiskiþorp, sem
nú er í hnignun. Bera rústir
hruninna húsa ömurleg vitni um
horfna hagsæld og Fýrnun þorps-
ins frá því er var, þegar fjöldi
Færeyinga og sjómanna víða af
íslandi áttu þar atvinnudvöl á
sumrum.
Þokan er enn sú sama. Við
tökum því með þökkum greið-
viknu boði ungs manns á Skál-
um um að fylgja okkur norður
að Skoruvik og í áttina að Læk-
nesstöðuin. Á þessuin bæjum
er enn búið. Hrollaugsstaðir og
Kumblavík eru og bygðir. En
mjög horfir nú til auðnar á Út-
Langanesi og lái eg engum, sem
þaðan vill flytja í betri héruð.
— Þennan dag er hiti og sólskin
á Raufarhöfn.
Að áliðnum degi þess 4. sept.
höfum við loks náð til reglu-
legra mannahygða, þar sem
standa Lóna bæirnir og Sauða-
nes með sól í fangi, en að baki
þokuvegg i norðaustri, sem var
dimmur eins og nóttin, klungur
og refilstigu. Við gistum í góðu
yfirlæti hjá Guðm. Vilhjálmssyni
fyrv. kaupfélagsstjóra, sem nú
býr góðbúi á Syðra-Lóni.
Á Þórshöfn eigum við nokkra
viðdvöl. Atvinnulíf þorpsins er
í miklum blóma: Fiskurinn
gengur upp í landsteinana. Skpa-
bryggja er bygð. Land er brotið
og ræktað í ríkum mæli, enda
frjósamt og vel fallið til jarð-
yrkju. Þorpsbúar eru og áhuga-
menn um ræktun. — Heyrði eg
þess víða getið norður þar, að
gott þætti að vera á Þórshöfn og
að marga fýsti þangað. — Að
kvöldi þess 5. sept. er lokið fjög-
urra daga hringferð okkar um
Langanes. Það er alt í Sauða-
(Ueshrelppi, Jandnámi Gunnólfs
kroppu Þórissonar. Helgaði
hann sér nesið alt fyrir utan
Helkunduheiði og Gunnólfsvik,
er heyrir til Múlasýslu. Margar
eru ágætisjarðir i landnámi
Gunnólfs, svo sem Ytra- og
Syðra-Lón, Sauðanes, Hallgils-
staðir, Ytri- og Syðri-Brekkur.
Þar gistum við nú öðru sinni
hjá prýðisbóndanum Kristjáni
Halldórssyni, er mér virtist geta
verið fyrirmynd flestra bænda
að reglusemi, atorku og dreng-
lund.
Morguninn 6. september blasir
baðaður í heitu sólskini undir
bláum himni. Austasti dalur
hans er meðfram Hafralónsá.
Þar eru viðlendustu samfeldir
valllendismóar, sem eg hefi séð,
glæsilegt land til ræktunar. Og
hvergi hefi eg litið augum álit-
legri skilyrði til stofnunar
sveitaþorps eða samvinnubygðar.
Er þegar stofnaður nokkur vísir
að slíku, þar sem er stórbýlið
Hvammur. Er bær sá þó kunn-
ari af reiinleikum þeim, er þar
gerðust fyrir nokkrum árum,
þegar skyrsáirnir dönsuðu um
búrgólfið, diskarnir svifu í
lausu lofti og grjóthríð dundi á
baðstofugluggum af völdum ó-
sýnilegra afla. Þessar kyngi-
mögnuðu sögur rifjast upp þeg-
ar við ríðum í garð i Hvammi.
En reisulegar nýbvggingar þar
eru ekki líklegar til að hýsa
drauga og sólskinið fælir allar
vofur. Bændurnir í Hvammi
eru líka nútímamenn, brennandi
af áhuga og athafnaþrá, sem
birtist í ræktun, byggingum og
afköstum 1 smíði búshluta. Nefni
eg í því sambandi fjórhjólaðan
heyvagn, húmannsþing hið mesta
er aka má um vegleysur, og Arn-
grimur í Hvammi hefir fundið
upp og smíðað. Til slíks þarf
fjölkyngi, en alls óskylda þeirri,
er vekur upp drauga og veldur
forneskju.
“Mjög þarf nú að mörgu að
hyggja” i hinni eystri bygð
Þistilfjarðar. Degi er tekið mjög
að halla, þegar við komum að
fríðri jörðj Gunnarsstöðum, sem
stendur i nánd við sjó. En þar
er eigi til setu boðið, þrátt fyrir
gestrisni og góðvild bóndans.
Ferðinni er heitið vestur að
Ytra-Álandi og þangað er löng
leið, sem sigrast þó furðu fljótt,
enda eru hestar góðir og gera
svo að segja hvern sæmilegan
vegarspotta fljótfarinn og ferða-
Iagið alt að nautn.
Síðasti dagur ferðarinnar renn-
ur upp bjartur og hlýr. Við
förum greitt milli bæja og eig-
um hvegi viðdvöl, nema á Her-
mundarfelli, austan öxarljarðar-
heiðar. Þar etum við dögurð.
Fátt er yndislegra en ferðalaí
á góðum hestum í íslenzkum °"
hygðum, fátt er frjálsara, heil-
næmara og fátt svalar betur
ferðalöngun og æfintýraþrá. öx-
arfjarðarheiði er dásamleg með
öllum sínum fjölbrevtta gróðn,
fögru litum — og eyðibýlum. A
veginum, sem við förum, alt
vestur í Núpasveit er og inarg"
breytni í landslagi með fágætum-
Við fömim framhjá auðnum
Hermundarfells og Flautafells,
eftir Garðsárdal, gegnum Einars-
skarð, yfir grösuga móa og
mýrásund í Hrauntanga, sem er
nú eini bygði bærinn á heiðinm-
Þar skiftast götur. Liggur önn-
ur til öxarfjarðar, í Sandfells-
haga, en hin að Efri-Hólum '
Núpasveit, og fórum við þá leið-
Af þessum vegarkafla gefur að
líta fágæta náttúrufegurð: Kálfa-
fjöll, bunguvaxin með mjúkuni
línum, Rauðhóli í þyrpingu sem
risa á verði, steindranga og grjót-
hryggi við þá sunnanverða;
mynda þeir hinar svonefndu
Kviar, er eiga helzt sambærilega
hliðstæðu, þar sem eru Dimniu-
horgir við Mývatn. En miklu
er alt hér með mildari svip og
listaverkin meitluð með mýkri
höndum af hinum mikla ineist-
ara.
Ferðinni er að verða lokið.
STUTT ÆFISAGA
Eftir Eoft GuOmundsson.
Er sjómannsekkjan sat og vann
að saumi og prjóni, jafnt og þétt,
— hann Mundi litli lék sér einn
við lón og fjöruklett.
Hjá mömmu var það vanasvar:
— Æ! — vertu um stund til friðs.—
Því lærði hann brátt að bjarga sér
og berjast einn síns liðs.
í skóla þótti hann skrópa titt
og skeyta smátt um nám og bók.
Og ef hann kom, þá lærð ’ann litt
og litlu eftir tók.
— En björgin seiddu brátt hans lund.
Um hrúnir tæpt hann gekk
og kleif þar hærra hverjum strák,
sem hærra sat í bekk.
Við ferminguna fékk hann loks
sitt frelsið þráða. — Kvaddi bók.
I beituskúrnum betur gekk
við bjóð og síld og krók.
Og seytján ára sveinn hann stóð
við sævargarpa hlið,
— sem háseti í stórum stakk
og stýrði á fiskimið.
Úr renglustrák hann breyttist brátt
við barningsstörf um land og sund,
í víkingsmenni að vallarsýn
og víkingsinenni að lund.
Að sumrinu á Siglufirði
síld liann veiddi og drakk.
Að vetrinum í Vestmannaeyjum
veiddi ’ann þorsk, — og drakk.
Við öl hann þótt ærslagjarn
og engum þola kesknismál,
en skeyta fátt um skipan liðs
ef skapið hljóp í bál.
Þeir kusu fæstir hnúa hans,
sem höfðu um afl hans frétt.
—En eftir högg var höndin skjótt
til heilla sátta rétt.
Að morgni taldist tvíræð spá,
en tíu bátar lögðu á dröfn.
Um kvöldið skall á kólguhríð.
— Þeir komust níu i höfn.
Á sæ af einuin segir fátt
í sortahrið og nótt.
Menn reyndu að vona í lengstu lög,
að lygndi nógu fljótt.
Er veðrið lægði, fregnin flaug
um flak er barst með sævarrönd.
Um borð þar fundust fjögra Hk.
Þess fimta lá á strönd.
Með brotið enni hafði hann
við hel og brimrót strítt.
Það var hann Mundi. — Um mitti hans
var mjóum kaðli hnýtt.
—Vísir.