Lögberg - 15.08.1940, Side 4

Lögberg - 15.08.1940, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. ÁGCST, 1940 -----------Högtierg----------------------- Gefit5 út hvern fimtudag af TltJi l'OLUMBLV L.1M1TK1) Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: ELJiTOR LtiGBEKG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 nm árið — Borgist fyrirfram The ‘Eiigberg ’ is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Við þjóðveginn i. Eins o<í skýrt hefir þetcar verið frá hér í blaðinu, fer fram að tilhlutan sambands- sfjórnar almenn skrásetning vfir canadiskt fólk, sem náð hefir sextán ára aldri og þar vfir; er þetta gert með það fyrir augum, að atla stjórninni sem fylstrar vitneskju um j>að, hvemig nota megi á sem allra áhrifamestan hátt mannafla þjóðarinnar í þágu stríðssókn- arinnar; er hér um alþjóðarnauðsyn að ræða, sem vonandi er að borgarar landsins hafi að fullu glöggvað sig á, og greiði fvrir á all- an hugsanlegan hátt; liggja þungar sektir við, ef reynt er að smokra sér undan skrá- setningu, eða ef vanrækslu í þessu efni verð- ur vart; hér verða allir að leggjast á eitt, leggja fram alla sína krafta unz vfir lýkur og frelsisstefna sú, sem canadiska þjóðin í samstarfi við brezka heimsveldið berst fyrir, gengur sigrandi af hólmi. Yfirstandandi Norðurálfustyrjöld er nú í þann veginn að verða ársgömul; hún er þegar orðin örlagarík, og eiulimörk ófyrir- sjáanleg; eitt ríkið a£ öðru hefir orðið villi- mensku Hitlerismans að bráð; friðsamar há- menningar þjóðir, svo spm Danmörk og Noregur, hafa hneptar verið í ömurlegar þrældómsviðjar, og horfast í augu við hall- a*ri; svipað er viðhorfið á Frakklandi, Hollandi og í Belgíu; hvar sem Hitlerisminn nær sér niðri, siglir tortíming í kjölfar hans; andleg og efnaleg ánauð í öllum hennar a*gi- legustu myndum; slík eru þau öfl, er vér nú heyjum baráttu við, og ógna framtíðarfrelsi voru; þeim verður að binda helskó. Mannkynsþroskinn á rætur sínar í jarð- vegi persónufrelsisins; þann jarðveg ber oss að rækta, og verja með oddi og egg! II. Sambandsþingi hefir verið frestað til þess 5. nóvember na*stkomandi, en ekki sagt upp eins og venja er til; enda aðstæður breyttar til muna; grundvallast ráðstöfun þessi á því, að auðveldara verði að kveðja þing til funda ef eitthvað það gerist snögg- lega á vettvangi stríðssóknarinnar, er það þurfi með litlum fyrirvara að taka til með- ferðar og gera út um; mun þessi viturlega ráðstöfun hvarvetna mælast vel fyrir, og vera í fullu samræmi við þjóðarviljann. 1 síðastliðnum marzmánuði gekk núver- andi stjórn til kosninga, og vann sem kunn- ugt er, einn sinn allra glæsilegasta kosninga- sigur; um umboð hennar varð ekki efast. Þingforingi íhaldsflokksins, Mr. Hanson, krafðist þegar samsteypustjórnar, eða svo- nefndrar þjóðstjórnar; bar hann stjórninni á brýn afhafnaleysi í sambandi við stríðs- sóknina, og fylgdu honum flokksmenn hans allir undantekningarlaust að málum; vitað var það og í þingbyt.jun, að innan vébanda stjórnarflokksins voru þeir þingmenn fyrir- finnanlegir, er kröfðust frekari athafna í til- efni af stríðssókninni; stjórnin átti þar af leiðandi erfiða afstöðu framan af; þó var þess ekki langt að bíða, að aðstaða hennar breyttist til batnaðar, því skamt var liðið af þingtíma, er hún lagði fvrir þing svo róttæk og risavaxin lagafrumvörp vegna stríðs- sóknarinnar, að allar aðfinslur féllu um koll af sjálfu sér. Mr. King staðhæfði, að með hliðsjón af kosningaúrslitunum, væri stjóm sín sú eina og sanna þjóðstjórn, er þjóðin, eins og sakir stæði, ætti völ á; nú greinir menn yfir höfuð lítið á um að svo sé, x>g una glaðir við sitt; að minsta kosti verður nú ekki um það deilt, að Mr. King beri höfuð og herðar yfir stjórnmálamenn sinnar sam- tíðar í þes.su landi; hefir forusta hans jafn- an reynst þjóðinni hin giftuvænlegasta. Daginn, sem þingi var frestað, átti Mr. King tuttugu og eins árs afmæli sem foringi Liberal flokksins; var hann í tilefni af þeim atburði glæsilega hyltur af þingheimi án tillits til flokka. — III. Mr. Bracken hefir ákveðið að boða til fundar við sig þann 15. þ. m. helztu forráða- menn Sléttufylkjanna þriggja vegna hms ískyggilega viðhorfs á sviði kornframleiðsl- unnar; er þetta þakkarverð tilraun, sem vonandi er, að til nytsamrar úrlausnar leiði; ásigkomulagið er alt annað en glæsilegt, og verður því ekki um vilst, að viturlegs fram- taks sé þörf eigi ekki alt að lenda í öngþveiti. Sambandsstjórn, fyrir munn hveitiráðs, er skuldbundin til þess að greiða bændum 70c á mæli fyrir þessa árs uppskeru af No. 1 Northern hveiti; hvenær andvirðið skuli greitt, að undanskildu andvirði þeirra 5 mæla, sem hveitiráð heimilar bændum að selja í kornhlöður til að byrja með, er enn á huldu; er það því sýnt, að við svo búið má ekki standa eigi bændur að vera þess um- komnir, að standa á eigin merg; úrlausn máls þessa þolir enga bið, því enn sem fyr sannast hér hið fornkveðna; “Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi.” Vegna hins ískyggilega viðhorfs, er eng- an veginn ólíklegt, að svo geti farið, að Mr. Bracken finn sig knúðan til þess að endur- innleiða í fylkinu löggjöf um skuldgreiðslu- stöðvun — moratorium — til þess að forða bændastéttinni frá algerðu f járhagslegu hruni. IV. 'Sólstöfuð dýrðarblíða faðmaði “land- nám landnemanna” við nýafstaðin hátíða- höld Islendinga að Iðavelli og á Gimli; nokk- uð á fimta þúsund manns mun hafa sótt há- tíðirnar til samans, og hefir sjaldan betur verið; ætti þetta að geta orðið þeim til nokkurrar íhugunar, og ekki ósennilega heil- næmrar vakningar, er gengið hafa með dauð- ann í augunum viðvíkjandi þjóðræknissam- tökum íslendinga vestan hafs; mintu hátíða- höldin á báðum stöðum miklu fremur á upp- ri.su en útför íslenzkunnar; svo átti það líka að vera, því enn er sól í hádegisstað, — og langa langt til nætur. Islendingadagarnir eru vorir dýrmætustu þjóðræknisdagar, þar sem allir sameinast um sömu erfðir og sömu verðmæti hvað sem 'annars kann að bera á milli í ys og önn daglegra viðfangsefna; þar verðum vér með Matthíasi, allir eitt! V. Alveg nýverið barst Lögbergi í hendur frá útsölumanni Eimreiðarinnar, hr. Magn- úsi Péturssyni, apríl-júní heftið, fjölbreytt sem þá er bezt getur, og auðugt að andlegri kjarnfæðu; hvílir yfir hefti þessu sá drengi- legi alvörublær, sem einkent hefir Eimreið- ina í ritstjórnartíð hr. Sveins Sigurðssonar. Eimreiðin hefir frá upphafi veg-a sinna ver- ið vandað og fróðlegt rit, en þó s.jaldan veigameiri að innviðagildi en einmitt nú; þar eru mál skýrð öfgalaust, og auðsýnilega að því stefnt, að hefja þjóðina í hærra og veglegra veldi. Meðal perludjásna í hefti þessu, ber einkum að telja “ Endurminningar frá Noregsför” eftir ritst.jórann, og “Hrjóst- ursins ást”, afbragðskva^ði eftir Guðmund Böðvarsson. Innihald heftisins er á þessa leið: Við þjóðveginn: Örskotshraði atburð- anna; Innrásin í Danmörku og Noreg; Hin nýja staða Islands; Bretland verndari ís- lands á hafinu; Koma brezka setuliðsins; Tvö mikilvæg gögn; 10. maí tilkynningin; Svarið frá 16. maí; Hið sanna þjóðræði; Framtíðarskipulagið; Nýsköpun þjóðanna; Hirðisbréf biskups; Hin mikla þjáning; Vígsla há.skóla byggi nga ri nnar; Hugsjónir rætast. Gunnar Benediktsson: Útilegumennirnir og þjóðin (með mynd). Haukur Snorrason: Öskuhaugarnir urðu æfintýraborgir (með 8 myndum). B.jörn L. Jónsson: Ný tilgáta um upp- runa lífsins. Guðmundur í',rímann: Myrkur. Sveinn Sigurðsson: Endurminningar frá Noregsför. Guðmundur Böðvarsson: Hrjóstursins ást . . . Gra*nland og ísland. Guðmundur Gíslason Hagalín: F.jalla- maður (saga með mynd). Þjóðhátíðin í Portúgal. Kolbrún: Golan þýtur — Móðir. Nýr Dalai Lama. Islenzka í ensku héraði. V e r ð 1 a u nasamkepni Eimreiðarinnar 1940. Dr. Alexander Cannon: ósýnileg áhrifa- öfl — Gjörningar. Raddir: Um kva*ði Gísla H. Erlendsson- ar; Nokkur ummæli heimsblaðanna um inn- rásina á Norðurlönd; Hversvegna að hlaupa ? Fáyrði til fróðleiks; Fyrirspurn og svar. Ritsjá: Ekko fra Tankens F’astland; Fyrstu árin (J.J.S.); Heyrði eg í hamrinum II; Samtöl um íslenzka heimspeki; Þættir úr lífi mínu; Rauðskinna IV (Sv.S.); Nonni “skald z pulnocki výspy” (H.H.); Önnur rit send E'imreiðinni. Trygg innátæða Þér sannfa*rist um að sparifé í Royal Bank of Canada, er trygg innstæða; reglubundin innlegg vaxa fljótt, og þér getið tekið pen- inga út, nær sem vera vill. THE ROYAL BANK O F CANADA ------- Eignir yfir $950,000,000 - — Sýning Islands í New York er stórfeld auglýsing SAMTAL VIÐ HARALD ÁRNASON KAUPMASN Haraldur Árnason kaupmaður, sem segja má að hafi allan veg og vanda af sýningu okkar í New York að þessu sinni, er kominn til bæjarins. Haraldur lagði af stað vestur 13. april og kom til New York 24. apríl. Tíminn var því naum- ur til undirbúnings, því að sýn- inguna átt að opna 11. maí. Var nú unnið af miklu kappi alla daga, og oft næturnar með og alt fór vel. Sýningin var opnuð á tilsettum tima. Tíðindamaður Morgunblaðsins fór í igær á fund Haralds og ræddi við hann stundarkorn um sýninguna. —í hverju var uhdirbúningur- inn aðallega fólginn að þessu sinni? spurðum vér Harald. —Báðir skálarnir voru t. d. málaðir að innan, málverk öll á veggjum hreinsuð og ýmsar lag- færingar gerðar. Þá bættust við ýmsir nýir munir, sem koma þurfti haganlega fyrir. Settur var gangur milli skálana, bæði uppi og niðri, og sýningarskáp- um komið fyrir í göngunum. — Uppi í veitingaskálanum er mál verkasýning og bíó, þar sem ís- landsmyndin er sýnd daglega. —Hvaða breyting var gerð frá sýningunni í fyrra, sem þér telj- ið mesta þýðingu hafa fyrir okk- ur? —Veitingaskálinn, tvímæla- laust. Hann er einkar viðfeld- inn. Skálinn sjálfur er mjög vistlegur, veggir snoturlega mál- aðir og íslenzk málverk skreyta veggina. Innanstokksmunir eru smekklegir og öllu haganlega fyrir komið. Á miðju gólfi er mjög stórt sporöskjulagað borð og á því miðju lítill gosbrunnur. Borðið er þakið 50—60 alls kon- ar réttum, köldum og heitum og mikið af þeim íslenzkir réttir. Mest ber þar á niðursuðuvöru frá S.f.F. Einnig er þarna hangi- kjöt, nýtt kindakjöt, rúllupylsa, ostur o. fl. — Máltíðin kostar 99 cent. Ef verðið hefði náð einum dollar, varð að greiða skatt. En þarna var líka ódýrasti maturinn, ^sem fáanlegur var á góðum matsölum á sýningunni. Var matsala okkar áreiðanlega mest sótt allra matsala í þessu hverfi sýningarinnar. Hún er mjög mikið sótt og er einhver hezta auglýsingin, sem við gát- um fengið. Forstjóri veitingaskálansJieitir Mickael Larsen. Hann er dansk- ur, en hefir dvalið 25 ár í Vest- urheimi. Hann er einstakt prúð- menni og ágætur veitingamaður. Var það mikið happ, að við skyldum fá þenna mann til þess að annast veitingar í okkar skála. Hann hefir ekkert til sparað, til þess að alt yrði sem bezt og fullkomnast. Og hann hefir lagt í mikinn kostnað, til þess að kynna skálann. M. a. bauð hann eitt sinn blaðamönn- um til árdegisverðar, og veitti ó- spart. Komu á annað hundrað blaðamenn í hóf þetta. Næstu daga mátti sjá í öllum blöðum New York borgar vinsamleg um- mæli um veitingaskála okkar og í mörgum blöðum birtust greinar á mjög áberandi stöðum. Hafði Larsen fengið yfir 200 úrklipp- ur úr ýmsum blöðum, um ís- lenzkan mat og geta inenn af þessu ráðið, , hvaða auglýsing slikt er fyrir okkur. —Hefir aðsókn verið góð á sýniiVgu okkar? —Já, og ágæt, ef miðað er við aðsóknina á sýninguna i heild. —Starfa margir menn á sýn- ingúnni? —F'imm, þrjár stúlkur og tveir karlmenn; alt íslendingar. —Þér hafið góðar vonir um árangur sýningarinnar? —Já. Eg er þess fullviss, að sýningin í ár hefir enn meiri þýðingu fyrir okkur sem aug- lýsing og kynning, en sýningin í fyrra, og er því að þakka um- bótum þeim, sem gerðar hafa verið, ekki sizt veitingaskálan- um.—Morgunbl 6. júli. Saga Vestur-íslendinga, bók sem allir þurfa að eignast Soffonias Thorkelsson iðju- höldur frá Winnipeg, sem verið hefir hér á landi í sumar, hefir m. a. það starf með höndum að hrinda af stað prentun og útgáfu á Landnámssögu Vestur-íslend- inga. Er prentun byrjuð á fyrsta bindi þessa ritverks. En þar eð safna á ásrkifend- um að bókinni og miða upplag hennar við það, hefir hann f. h. útgfunefndar sent út boðsbréf um útgáfuna, sem birtist hér. Væri æskilegt, oð í rauninni sjálfsagt, að útgáfu þessari verði tekið vel, og margir gerist áskrif- endur að hinni itarlegu frásögn sem hér birtist af þessum þætti úr sögu íslenzku þjóðarinnar. Boðsbréfið er svohljóðandi: Eftir aldarfjórðungs umræður pr nú svo komið, að íslendingar í Vesturheimi hafa ákveðið að láta semja og gefa út sögu um landnám þeirra í Ameríku, bygð- ir þeirra og framkvæmdir. Það er gert ráð fyrir að verk þetta verði í nokkrum bindum og hið fyrsta komi út nú i hau$t. Það mun verða alt að 350 bls., og verður selt bæði’heft og í bandi. Blaðsiðustærð 6x9 enskir þuml. Höfundur þessa verks verður Þorsteinn Þ. Þorsteinsson skáld og rithöfundur. Hann er kunn- ur af ritverkum sínum meðal fslendinga báðu megin hafsins. Eftir hann liggur töluvert af Ijóðum. Hann gaf út um nokk- urra ára skeið timaritið Sögu. Og á síðustu árum þegar hann dvaldi hér heima á fslandi hefir hann ritað tvær bækur: Vest- menn og Æfintýrið frá íslandi til Brazilíu. Alþingi og Menta- málaráð hefir viðurkent verð- leika Þorsteins sem rithöfundar og hefir hann haft nokkurn fast- an styrk frá íslandi á undan- förnum árum. f ritnefnd nieð höfundinum voru kosnir þrir menn úr báðum kirkjufélögunum vestanhafs þeir dr. B. J. Brandson, Hjálmar A. Bergman lögfræðingur og (lr. Rögnvaldur Pétursson. Við and- lát dr. Rögnyaldar var forseti unitara kirkjufélagsins, sr. Guð- mundur Árnason, kosinn í rit- nefndina í hans stað. útgefendur þessa verks hafa afráðið að láta prenía bókina á fslandi og selja hana bæði hér á landi og vestan hafs. Þykir okk- ur Vestmönnum það hlýða, að þar sem íslendingar eru sögu- þjóð, að fornu fari, og mjög fjölmennur hópur fslendinga hefir farið vestur um haf og numið þar Iand, þá sé í móður- landinu til glöggar heimildir um líf og störf þeirra manna, eins og Vestur-íslendingar láta sig miklu skifta alla þróun og gengi landa sinna, sem heima eiga í gamla landinu. Um hitt þarf ekki að fjölyrða, að saga þessi verður fjölkeypt og fjöllesin í Vesturheimi. Vænta margir sem að þessu verki standa, að siðar verði gefin út í einu bindi glögg saga hins íslenzka kynstofns í Ameríku, og yrði sú bók þá að sjálfsögðu bygð á þessu verki. Framkvæmdanefndin vestan- hafs hefir falið mér að gera samninga ‘um útgáfu fyrsta bindis meðan eg dvel hér heima í sumar, og er tilgangurinn sá, að sú bók verði komin út fyrir haustið. Ef sala verður viðun- anleg, sem eg leyfi mér að vænta og ekki koma óvæntar hindranir vegna stríðsins, er gert ráð fvrir áframhaldi á þessu verki á kom- andi árum. Mentamálaráð og stjórn hins íslenzka Þjóðvinafélags hafa sýnt okkur Vestmönnum þann mikla sóma og fyrirgreiðslu, að ákveða á sameiginlegum fundi að biðja umboðsmenn sína að safna föstum áskrifendum um alt land að þessari bók. Eg vænti ennfremur að stjórn og félagsmenn Þjóðræknisfélagsins í Reykjavík geri sitt til að koma útgáfunni á framfæri. Hafa blaðamenn í Þjóðrækiiisfélaginu heitið góðfúsri aðstoð í þessu efni. Þess skal að síðustu getið, að ráðgert er að bókin verði ein- ungis seld áskrifendum og upp- lagið miðað við það, hve margir áskrifendur fást. — Áskriftar- verð þess bindis sem út kemur nú í haust er ákveðið kr. 10.00 heft, en kr. 12.50 í bandi. Fyrir hönd útgáfunefndar, Soffonias Thorkelsson. —Mbl. 19. júlí. Sumarnámskeið í kristilegri frœðslu Haldið dagana frá 30. júli til 8. áffúst í Canadian Sunday School Mission Camp, undir umsjón, Bandalags lúterskra kvenna: KJennarar og ræðumenn: —- Séra K. K. ólafson, Seattle, Wash.; séra E. H. Fáfnis, Glen- boro, Man.; séra V. J. Eylands, Winnipeg, Man.; séra Sigurður ólafsson, Árborg, Man.; séra B. A. Bjarnason, Gimli, Man.; séra C. J. Olson, Wynyard, Sask.; séra Haraldur Sigmar, Mountain, N. D.; Mrs. B. B. Jónsson, Win- nipeg; Mrs. H. F. Danielson, Winnipeg; Mrs. V. ,1. Eylands, Winnipeg; Mrs. H. G. Henrick- son, Winnipeg; Mr. Victor Stur- laugson, Langdon, N. Dak.; Miss Lilja Guttormsson, Geysir, Man.; Mr. A. S. Bardal, Winnipeg.ö Starfsnefnd: — Séra S. ólafs- son, camp manager; séra E. H. Fáfnis, dean of cainp; Mr. Árni Sveinson, dean of men; Miss K. S. Skúlason, dean of women; Mrs. S. Sigurgeirson, dean of women; Mrs. H. F. Danielson, camp secretary; Miss Emily Bar- dal, camp nurse; Mrs. Finnur Johnson dining room hostess; Miss Petra Jonasson og Miss Rúna Jonasson, cooks; Rósa Bjarnason, assistant; Mr. H. Miller, physical instructor and swimming instructor. Nöfn og heimilisfang þeirra, sem skrásettir voru fyrir nám- skeiðið:— Olive Oddleifsson, Árborg, Man.; Laura May Jonasson, Ár- borg, Man.; Josephine Olafsson,

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.