Lögberg - 15.08.1940, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. AGÚST, 1940
5
The Massey - Harris
TRACTOR GRAIN GRINDER
Nýir Starfrækslukostir
Ný GæÖi
Nýr Sparnaður
sterkar boltavöltur, sem gera
starfræksluna jafna og stöð-
uga; þessir Massey-Harris
sérkostir njóta einkaleyfis, og
hið sama gildir um yfirráð
þrýstimagrnsins.; alt þetta
stuðlar að jafnri og öruggri
mölun; hvort heldur um gróft
eða fínt kom er að ræða;
tvennar stærðir 10^"xl2".
Leitið upplýsinga hjá um-
boðsmanninum eða skrifið
MASSEY-HARRIS CO. LTD.
Trýggasti föninautúr canadiskra bænda
TORONTO MONTREAL MONCTON WINNIPEG BRANDON
REGINA SASKATOON SWIFT-CURRENT YORKTON
CALGARY EDMONTON VANCOUVER
Kaupið canadiska framleiðslu til þess að hjálpa til að
vinna striðið. Massey-Harrisf áhöld er gerð í Ganada.
Hinir nýju sérkostir Massey-
Harris No. 10 Grain Grinder.
gera vélina óviðjafnánlega að
gæðum. Meðal þessara kosta
má telja Rockwood trillu, sem
á engan sinn líka; S.K F.
Agnes Oddleifsson, Árborg, Man.;
Sigurborg Oddleifsson, Árborg,
Man.; Russell Ingjaldson, Ár-
borg, Man.; Theodor Erlindsson,
Árborg, Man.; Jón O. Olafsson,
Árborg, Man.; Valdine Sigvalda-
son, Árborg, Man.; Karl J. Ólafs-
son, Árborg, Man.; Lloyd Sigurd-
son, Árborg, Man.; Helgi Aust-
man, Sylvan, Man.; Grace Eyolf-
son, Vidir, Man.; Helga Holm,
Vidir, Man.; Guðrún Sigurdson,
Vidir, Man.; John Árnason,
Gimli, Man.; Alice Arason, Glen-
boro, Man.; Frida Paulson, Glen-
boro, Man.; Margret Johnson,
Glenboro, Man.; Jónas Sigur-
geirsson, Hecla, Man.; Jenny
Johnson, Baldur, Man.; Helga
Dahlman, Riverton, Man.; Kristin
Johnson, Baldur, Man.; Dorothy
Sigvaldason, Riverton, Man.;
Guðrún Peterson, Baldur, Man.;
Björg Hallgrímson, Cypress
River, Man.; Anna Sveinson,
Baldur, Man.; Oscar Gíslason,
Geysir, Man.; John Frederickson,
Glenboro, Man.; Njáll Jónasson,
Winnipeg, Man.; Leo Pétursson,
Hayland, Man.; Elinor Guð-
mundsson, Mountain, N. Dak.;
Baldur Danielson, Winnipeg;
Stefán Helgason, Hecla, Man.;
Margrét Sigmar, Mountain, N.
Dak.; Gwen Patrick, Winnipeg;
Audrey Oddson, Langruth, Man.;
Vigdís Sigurdson, Geysir, Man.;
Vordís Friðfinnsson, Geysir,
Man.; Elfreida Olson, Langruth,
Man.; Amelía Stevens, Gimli,
Man.; Margaret Lee, Gimli, Man.;
Margaret Johnson, Gimli, Man.;
Clara Einarson, Giinli, Man.;
Grace Jónasson, Gimli, Man.;
Maria Josephson, Gimli, Man.;
Freeman Johnson, Gimli, Man.;
Eggert Erlindson, Hensel, N.D.;
Marlyn Anderson, Hensel, N.D.;
Bred Erlindson, Hensel, N.D.;
Mrs. H. Johnson, Hensel, N.D.;
Nina Anderson, Hensel, N.D.
Sú ánægja veittist okkur að
taka á móti fjölda gesta dagana
scrn námskeiðið stóð yfir. Við
guðsþjónustuna á sunnudaginn
voru á þriðja hundrað manns
viðstaddir, prédikaði þar forseti
kirkjufélagsins, séra K. K. ólaf-
son.
Fyrir hönd Bandalagsins
þakka eg hina ljúfu samvinnu
allra, sem að þessu störfuðu.
Þakka öllum, sem gáfu krafta,
tíma og aðrar gjafir til fyrir-
tækisins. Megi blessun Guðs
hvila yfir árangri og framtið
þessa starfs.
Ingibjörg .1. ólafsson.
(forseti B.L.K.)
Fimtán ára
söngkenslustarf
Viðtal við Sigurð Birkis
söngkennara.
Sigurður Birkis, söngkennari
Sambands islenzkra karlakóra,
vinnur með ái*i hverju mikið og
merkilegt menningarstarf.
Hlutverk hans er að kenna
ötlum söngmönnum karlakór-
anna víðsvegar um landið. Birkis
er nýkominn heim úr fjögra
inánaða kensluför um Norður-
land, og bað eg hann við það
tækifæri að segja lesendum Sam-
tíðarinnar eitthvað frá slörfum
sínum.
—Hvað er að frétta af kórun-
um úti á landsbygðinni?
—Þar er alt í bezta gengi. Það
er blátt áfram dásamlegt að
kynnast áhuga þessara söng-
manna og kenna þeirn. Eg kendi
í þessari för minni kórum á
Húsavík, í Mývatnssveit, á Siglu-
firði og á Akureyri. f sam-
bandi við kensluna voru haldn-
ar söngskemtanir á öllum þess-
um stöðum og til dæmis um
mikinn áhuga fyrir sönglistinni,
skal eg geta þess, að norður á
Húsavík voru á tveim mánuðum
haldnar fjórar söngskemtanir
fyrir fuílu húsi.
—Hvernig hagarðu kenslunni?
—Eg kenni hverjum einstök-
um söngmanni undirstöðuatriðin
í meðferð og beitingu raddarinn-
ar (vocalization). Með þvi móti
fær hver einstök rödd sérþjálf-
un, en svo inikil rækt mun yfir-
leitt ekki vera lögð við kór-
raddir í öðrum löndum, og á
Karlakórasambandið heiður skil-
ið fyrir sérstaka árvekni sína og
skilning á þessu sviði. Með
þessari kensluaðferð er hægt að
vekja sérstakan áhuga hvers
söngmanns, við það að hann
finnur persónulega, að rödd hans
leysist úr læðingi og að við hana
er lögð sérstök rækt. Auk þess
kein eg iðulega á samæfingar og
fæ við það ta*kifa»ri til að gagn-
rýna sönginn ( heild og sam-
ræma raddirnar.
—Hafa íslendingar góðar söng-
raddir?
—Að mínu áliti alveg prýði-
'legar, og eg held yfirleitt þær
beztu, sem eg hefi kynst hjá
nokkurri þjóð. Fyrir utan radd-
gæðin sjálif býr íslenzka þjóðin
vfir sérstökum hæfileikum, sem
t. d. koma fram í því, að hvar
sem fólk hittist og tekur lagið,
þá syngur það ekki einraddað
(unisono), eins og útlendingar
gera yfirleitt, heldur tví-, þrí-
og fjórraddað.
—Er áhugi fyrir söngnámi
. mikill og almennur hér á landi?
—Já, geysimikill. Þegar eg
byrjaði söngkenslu fvrir 15 ár-
um, auglýsti eg aðeins einu sinni
kenslu, og siðan hefi eg aldrei
þurft að auglýsa eftir nemend-
um, svo mikill og almennur hefir
áhugi manna verið. Einnig má
geta þess, að tala söngfélaga í
landinu hofir margfaldast á þess-
um árum og víða þar, sem eng-
inn kór var til, eru nú starfandi
söngfélög í miklum blóma. í
Karlakórasambandinu einu eru
t. d. yfir 20 kórar.
—Hefir þú uppgötvað mörg
góð einsöngvaraefni á þessum
árum?
—^Furðumörg. Meðal minna
fyrstu nemenda voru t. d. þeir
Stefán Guðmundsson og Einar
Kristjánsson nú óperusöngvarar.
Eg álít óþarft að nefnn fleiri
nöfn, en nálega í öllum þeim
bygðarlögum, þar sem eg hefi
kent, hefi eg fundið einsöngvara-
efni, sem hvarvetna mundu
sóma sér vel, ef þeir ættu kost
á nægilegri söngmentun. Eink-
um ber hér mikið á björtum og
fögrum tenórröddum, en innan
um eru ótrúlega sterkir og
hljómfagrir bassar. Hjá kven-
þjóðinni hefi eg orðið var við
mjög fagrar og háar sópran-
raddir og einnig djúpar alt-
raddir, en eg hefi því miður ekki
haft tækifæri til að kenna “hinu
fagra kvni” síðustu árin, sakir
starfs mins hjá S. f. K.!
—Er kenslustarf þitt á vegum
Sambandsins ekki orðið of yfir-
gripsmikið handa einum manni?
— Jú, alt of mikið. Fyrir
munu nú liggja kenslubeiðnir
frá samhandskórunum fyrir
meir en eitt ár fram i timann.
Það liggur í augum uppi, að
þegar vfirleitt 20 kórar óska eftir
meira en mánaðarkenslu á ári
hver, verður ómögulegt fyrir
einn söngkennara að anna allri
þeirri kenslu, enda er eg nú
byrjaður að kenna ungum og
efnilegum söngmanni, sem ætlar
sér að gera söngkenslu að starfi
sinu, og vona eg, að hann geti
á sínum tíma orðið S.f.K. þarf-
ur aðstoðarmaður.
öllum nemendum Sigurðar
Birkis, sem eg hefi átt tal við
ber saman um, að hann hafi á
undanförnum árum unnið söng-
máluin fslendinga mjög mikið og
gott starf. Gróandinn i sönglífi
þjóðarinnar á honum vafalaust
geysmikiið að þakka. Er von-
andi, að takast megi að búa
þannig að Birkis í framtiðinni,
að hinir miklu og viðurkendu
kensluhæfileikar hans fái að
njóta sín sem bezt, án þess að
þeim sé misboðið með of miklu
og erilsömu starfi. Með kenslu-
starfi sínu hefir hann unnið
söngmenningu íslendinga ómet-
anlegt gagn. —Samtíðin.
KVEÐJA
Um leið og við stigum á skips-
fjöl, viljum við nota tækifærið
til að biðja islenzku blöðin fyrir
kveðju til landa okkar í Vest-
urheimi.
Það er álit okkar beggja, að
dvöl okkar hér i álfu hafi verið
mjög þýðingarmikil fyrir okkur,
og við erum þakklát öllum þeim,
sem hafa stuðlað að því, að svo
yrði. Við þökkum vinum og
samverkamönnum í þeiin bæj-
um og bygðarlögum, sem við höf-
um dvalið. Héðan af eigum við
suma af okkar beztu vinum í
ykkar hóp. Við minnumst með
ánægju og þökk þeirra einstakl-
inga og félaga, sem hafa stutt
þá kirkjustarfsemi, sem við höf-
um haft með höndum, með
hvaða móti sem sá stuðningur
hefir verið veittur. Virðing okkar
fyrir^ Hinu sameinaða íslenzka
kirkjufélagi og Unitara-samband-
inu hefir farið stöðugt vaxandi
við nánari viðkynningu og við
óskum þess af heilum hug að sú
kirkja, sem er um leið frjáls-
lynd menningarstofnun og ís-
lenzk þjóðræknisstofnun lifi sem
lengs t meðal Vestur-fslendinga.
Að skilnaði þökkum við allan
þann heiður og þá velvild, sem
okkur þefir verið sýnd við burt-
för okkar úr Vatnabygðum og
frá Winnipeg, svo og þær kveðj-
ur, sem okkur hafa borist bréf-
lega, ennfremur aðstoð og hjálp
á ferðinni. Guð blessi íslend-
inga og hvert það land, er þeir
byggja. Þóra Einarsdóttir,
Jakob Jónsson.
••••••••••••••••••••••••••••••$•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
ÓSKUM VIÐSKIFTA YÐAR
0G LEITUMST VIÐ AÐ GERA ALLA ÁNÆGÐA
Factory Site 7 Acres — 31,663 Sq. Ft. Floor Space
THORKELSSON LIMITED
Manufacturers of Wooden Cases and Wood Wool Insulation
1325-1339 SPRUCE STREET
PHONE 21 811 - 21 812
SOFFONIAS THORKELSSON, President
PAUL THORKELSSON, Manager
C. M. THORKELSSON, Superintendent